Lögberg - 29.05.1952, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.05.1952, Blaðsíða 5
LöGBERG, FIMTUDAGINN, 29. MAI, 1952 5 WW WWWW WWWWW W w w wwwwwww* \l l ( AU VI i vi ssv Ritstjori: INGIBJÖRG JÓNSSON ÞjÓÐRÆKNISLEGAR Þjóðernis- og ætternishroki er leiðinlegur og heimskulegur, en hins vegar er hverjum manni styrkur í því að finna að hann sé af góðu bergi brotinn; það eykur á ábyrgðartilfinningu hans og sjálfstraust, og hann reynir að koma þannig fram, að hann varpi fremur ljóma en skugga á forfeður sína. Flest fólk, sem eitthvað er spunnið í, er því gætt nokkrum ættar- metnaði. íslendingum, engu síð- ur en öðrum þjóðflokkum, er það holt að þekkja sögu síns eigin þjóðstofns og halda á lofti minningunni um afrek feðra sinna og mæðra. í þessu felst ræktarsemi og manndómur. Islendingar hafa jafnan verið miklir sagnritarar og góðu heilli tóku Vestur-Islendingar snemma að rita þætti úr sögu sinni eftir að þeir fluttu til þessa lands og hafa haldið því áfram síðan. Sú saga er stutt; hún nær ekki yfir eina öld, en við eigum sameig- inlega með frændum okkar á ís- landi þúsund ára sögu að baki Þeirra saga er okkar saga þang- að til við fluttum af landi burt. Við Vestur-Islendingar eigum Ingólf Arnarson, Ara fróða, Snorra Sturluson, Jón Arason, Hallgrím Pétursson, Jónas Hall- grímsson, Jón Sigurðsson, engu síður en Stephan G. Stephans- son, Vilhjálm Stefánsson, Thom- ar Johnson og Byron Johnson, svo nokkrir séu nefndir, sem hæzt gnæfa í sögunni frá fyrstu tíð íslands byggðar til okkar daga í þessu landi. Þessa menn og aðra þeirra líka er gott að eiga og muna. HUGLEIÐINGAR byggðu landi og koma börnum sínum til manns þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem landnáminu eru samfara. Það virðist vera kominn tími til þess að minn- ingu fyrstu húsmóðurinnar á ís- landi, sem var formóðir allra íslendinga hvar sem þeir eru í sveit settir, sé verðug sæmd sýnd, og ættu Vestur-íslending- ar að láta það mál sig nokkru skipta. Koma konur ekki við sögu? Hlutverk konunnar hefir jafn- an verið hljóðlátt og heima- bundið, en það er engu að síður mikilvægt. Hún skapar heimilis- lífið og elur upp börnin og mót- ar þau. Margir afreksmenn hafa þakkað mæðrum sínum eða eiginkonum þann frama, sem þeir hafa öðlast; þær örfuðu og hvöttu þá til dáða. Konur fara heldur ekki varhluta af gáfum, andlegum og líkamlegum, þótt þeirra gæti oft á annan hátt en hjá karlmönnum; oft er sagt um mikla menn að þeir hafi sótt gáfurnar til móður sinnar. Fjöld- inn allur af konum hefir látið mikið til sín taka utan heimilis — í héraði og í landsmálum. — Landnámsbarátta íslendinga íslandi fyrir þúsund árum og í þessu landi fyrir 75 árum var háð af konum engu síður en körlum. Þrátt fyrir þetta hafa sagnritarar sneytt að miklu leyti fram hjá konum. Formóðir íslendinga Minningu merkra manna er einnig haldið á lofti með því að reisa af þeim myndastyttur eða með því að gefa einhverjum góðum stofnunum þeirra nöfn Á íslandi hafa verið reistar styttur í minningu um ýmsa mætustu syni þjóðarinnar svo sem Snorra Sturluson, Jónas Hallgrímsson og Jón Sigurðsson en ekki veit ég til að nokkurrar konu sé þar minst á þennan hátt. Á Arnarhóli í Reykjavík stendur vegleg myndastytta af fyrsta landnámsmanni Islands Ingólfi Arnarsyni; þar nam hann land, og fer vel á því að hans sé þannig minst, en betur hefði farið á því, ef konu hans landnámskonunnar Hallveigar Fróðadóttur, hefði jafnframt verið minst á þennan hátt. Víst var hennar hlutur ekki minni þessu landnámsævintýri; það reynir meira að segja meir þolrif konunnar, en manns hennar, að stofna heimili í Hallveigarsiaðir Fyrir allmörgum árum síðan hófu konur á íslandi fjársöfnun í þeim tilgangi að reisa kvenna- heimili í Reykjavík; á það að vera samskonar stofnun og Y.W.C.A. heimilin. Konur og stúlkur úr sveitum landsins myndu dvelja þar þegar þær heimsækja höfuðborgina. Þar myndu stúlkur geta fengið upp- lýsingar um nám og atvinnu; foreldrar myndu miklu öruggari um velferð ungra dætra sinna, ef þær ættu aðgang að slíkri stofnun þegar þær koma fyrst til borgarinnar. Ennfremur verða þessari byggingu fundarsalir, lestrarsalur og samkomusalur. Þetta heimili, er allar íslenzkar konur, sem til Reykjavíkur koma fá aðgang að, á að heita Hallveigarslaðir og verður Deirrar konu ekki minst á veg- egri hátt en að gefa þessari DÖrfu stofnun hennar nafn. Framkvæmdir hafa gengið erfiðlega. Rúmlega 27 ár eru lið- in síðan fjársöfnuriin var hafin og á því tímabili skall á kreppa, og krónan hefir fallið geysilega verði og skortur er á erlendum gjaldeyri. Þá var ekki hægt að hefjast handa að byggja vegna baráttu, sem konurnar áttu í við skipulags- og byggingaryfirvöld bæjarins, er neituðu þeim um eyfi að byggja á þeirri lóð, sem sær höfðu útvegað sér undir heimilið. Má segja, að karlmenn )eir hafi lítinn skilning sýnt á jessu velferðar- og áhugamáli cvenna. En nú hafa konurnar fengið lóð á fallegum stað við Tjörnina í hjarta borgarinnar. Nokkur fjárhagsleg aðstoð frá líslenzkum konum — og körlum — hérna megin hafsins myndi aegin með þökkum, ekki sízt vegna gjaldeyris örðugleikanna, jví ýmislegt efni í bygginguna Darf að fá héðan og fyrir það verður að greiða í dollurum. Það væri og líka ánægjulegt fyrir vestur-íslenzkar konur að eiga þátt í að koma upp stofnun, sem ber nafn formóður þeirra, Hallveigar Fróðadóttur; þeim ber að minnast hennar virðulega engu síður en konum heima á íslandi. Eftir því sem ferðalög til ÍS' KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK Sameinaða lúierska kirkjan í Cavalier. N.D. Kirkjuvígsla í Cavalier Á sunndaginn 25. maí, kl. 2:30 fór fram mjög hátíðleg og fjölmenn kirkjuvígsluathöfn í Cavalier, N. Dak.; var hún framkvæmd af séra Agli H. Fáfnis, forseta kirkju- félagsins, með aðstoð Stefáns Guttormsson, .cand. theol., sem er kjörinn prestur safnaðarins, og séra Valdimars J. Eylands, sem kom þar fram sem fulltrúi Heimtrúboðs- nefndar félagsins. The Uniled Luiheran Church í Cavalier var stofnuð 16. október 1949. Fyrstu guðsþjónustur safnaðarins voru haldnar í leikhúsi bæjarins. En þar sem engin skilyrði voru þar til sunnudagahalds, fékk söfnuðurinn inni í samkomu- húsi Frímúrara og voru guðsþjónustur og aðrar safnaðar- samkomur haldnar þar alt vors 1952. Snemma á árinu 1950 réðist söfnuðurinn í það að kaupa kirkju, sem var eign St. Pauls safnaðar, í nærliggjandi sveit.Var kirkjubygging þessi færð inn í bæinn á mjög hagkvæman stað; var steyptur undir hana kjallari, og hún aukin og bætt á marga lund; er hún nú hið prýðilegasta guðshús, búin öllum nauðsyn- legum tækjum til guðsþjónustu og samkomuhalds. Á þessu stutta tímabili hefir söfnuðurinn meir en tvöfaldast að með- limatölu. Öll ber kirkjan ljóst vitni um mikinn áhuga meðlima sinna, og stórar fórnir í tíma og fjárframlögum. Allmargar gjafir bárust kirkjunni á vígsludegi hennar, þar á meðal altarisbiblía frá Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg, skrautlegir kertastjakar og önnur altarisáhöld frá stjórnar- nefnd safnaðar síns, ásamt ríflegum peningagjöfum frá ein- stökum vinum. Um þrjú hundruð manns voru viðstaddir vígsluna; settust flestir þeirra að borðum að afstaðinni hinni kirkju- legu athöfn, og neyttu máltíðar sem var framreidd af kven- félagi safnaðarins af mikilli rausn. Stefán Guttormsson, sem er kjörinn prestur safnaðarins, útskrifaðist í vor frá lúterska prestaskólanum í Minneapolis; er hann mjög vel gefinn og á allan hátt hinn efnilegasti maður. Þessi yngsti söfnuður kirkjufélagsins hefir farið óvenjulega vel af stað. Megi blessun Guðs hvíla yfir öllu starfi hans. Emil Wolter og þýðingar hans ó íslendingasögum HINN víðkunni tékkneski ------------ fræðimaður, Emil Walter, fyrr- verandi sendiherra Tékkósló- vakíu í Noregi og á íslandi, hefir nú lokið við að þýða á tékknesku íslendingasögurnar þrjár, Lax- dælu, Eyrbyggju og Gísla sögu Súrssonar. En áður hefir hann þýtt Njálu á tékknesku og Sæ- mundar Eddu. Nýlega hefir verið ákveðið, að þýðingar þessar verði gefnar út r Þingboð o I Hið tuttugasta og áttunda ársþing BANDALAGS LÚTERSKRA KVENNA verður haldið að GIMLI, MANITOBA. 6., 7. og 8. júní 1952 FÖSTUDAG 6. JÚNI: Þingsetning kl. 10 f. h. Starfsfundur kl. 2 e. h. < Fundur kl. 8 e. h. Skemliskrá Mrs. A. Buhr — Faith Mrs. J. Vigfússon — íslenzkt erindi (Silver Collection) ERINDI: 0 LAUGARDAG 7. JÚNÍ ERINDI: ☆ TEKUR ÞÁTT lands verða greiðari fjölgar þeim vestur-íslenzku konum, er heimsækja ísland. Það væri bæði þægilegt og ánægjulegt fyrir þær að eiga aðgang að her- bergi á Hallveigarstöðum, er þær hefðu sjálfar lagt í fé. Það er sjaldan að okkur gefst tækifæri að eiga samvinnu við systur okkar á íslandi um sam- eiginleg áhugamál; skilningur á þessu máli og stuðningur við það myndi treysta frændsemis' böndin og verða öllum sem að því standa til gleði og gagns. ☆ ☆ ☆ í MEIRIHÁTTAR RÁÐSTEFNU í BOSTON Frú Bertha Beck í Grand Forks, N. Dak., sat fyrri helming þessarar viku í Boston ársþing allsherjar Berklavarnarfélags Bandaríkjanna (The National Tuberculosis Association) sem fulltrúi Berklavarnafélags Norð- ur-Dakota ríkis (North Dakota Tuberculosis and Health Assso- ciation), en hún var nýlega á ársfundi þess félagsskapar end- urkosinn forseti hans fyrir yfir- standandi ár. Hún á einnig sæti í stjórnar- nefnd Sambands Berklavarna- félaga Miðvesturlandsins (Mis- sissippi Valley Conference on Tuberculosis) og situr einnig stjórnarnefndarfund SambandS' ins samhliða þátttöku sinni í ársþinginu í Boston. Frú Bertha Beck forlagi Stokkhólmsháskóla. Emil Walter hefir fyrir skömmu verið kosinn heiðurs- doktor við háskólann í Uppsöl- um, m. a. vegna þessara mikils- verðu þýðinga, sem hann hefir haft með höndum og nú er lokið við. I 30 ár hefir Emil Walter lagt stund á norrænar bókmenntir. Hann hefir m. a. þýtt mikið af skáldverkum Selmu Lagerlöf og ennfremur skáldverk eftir Heid- enstam, Johannes V. Jensen, Sigrid Undset og Hamsun. Doktorsritgerð hans, sem hann varði fyrir mörgum árum, fjall- aði m. a. um samanburð á fonr um skáldskap Tékka og íslend- inga. Þegar stofnað var sænskt sendikennaraembætti við há skólann í Prag fékk dr. Walter Dað embætti fyrstur manna. Síðan varð hann erindreki stjórnar sinnar í nokkur ár, en refir nú að undanförnu haft á hendi mikilsverða kennslu í tékknesku við Uppsalaháskóla, eftir að hann lét af sendiherra- störfum, en þau vildi hann ekki hafa á hendi, eftir að kommún- istar tóku völdin á fósturjörð hans. Emil Walter kom hingað í fyrsta sinn til landsins árið 1924 og hafði þá aflað sér svo full- kominnar þekkingar á íslenzkri tungu að hann gat bæði talað og ritað málið. Þann stutta tíma, sem hann dvaldi hér eignaðist hann fjölda vina, er hafa af á- huga fylgt störfum hans, er miðað hafa m. a. að því að út- breiða þekkingu á íslenzkum bókmenntum að fomu og nýju. Með fræðimannsstörfum sínum hefir Emil Walter jafnan sýnt í verki, að hann er sannur vinur íslendinga og íslenzkrar þjóð menningar. —Mbl. 7. mai Starfsfundur kl. 9 f. h. Starfsfundur kl. 2—3 e. h. Hannyrðasýning kl. 3—4 Starfsfundur kl. 4—6 Fundur kl. 8 e. h. Skemliskrá Mrs. Lára B. Sigurdson — Address “Gimli” Mrs. W. E. Gordon — Address (Silver Collection) SUNNUDAGINN 8. JÚNÍ, KL. 2 E. H. Dagskrá auglýst í næsta blaði. KONUR: — Erindrekar eru beðnir að mæta stundvíslega kl. 8 að morgni föstudagsins 6. júní við Fyrstu lútersku kirkjuna í Winnipeg, Man., þar sem Chartered “BUS” bíður þeirra. Þingið byrjar stundvíslega kl. 10 f. h. með starfsfundi. FJÓLA GRAY. forseii Q::—>o KIRKJUÞINGSBOÐ Hið 68. ársþing hins Evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesiurheimi verður haldið í Minneoia, Minn. 29. júní til 2. júlí n.k. Þingið hefst með guðsþjónustu kl. 11 á sunnudags- morguninn 29. júní, — verður þá vígður til prests, cand. theol. Stefán Guttormsson, sonur séra Guttorms í Minneota. Á miðvikudagsmorguninn fara fram kosn- ingar embættismanna, og er gert ráð fyrir að þingi verði slitið u mhádegi þann dag. öllum söfnuðum Kirkjufélagsins ber skylda til að senda fulltrúa á þingið: einn fulltrúa fyrir hvern söfnuð sem hefir minna en eitt hundrað fermda með- limi, auk þess fulltrúa fyrir hvert hundrað meðlima þar sem um fjölmennari söfnuði er að ræða; þó má enginn söfnuður senda fleiri en fjóra fulltrúa. Sendið nöfn erindreka til forseta félagsins séra E. H. Fáfnis, Mountain, N.D., svo fljótt sem unt er. E. H. FÁFNIS. forseii HAROLD S. SIGMAR, skrifari

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.