Lögberg - 24.07.1952, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.07.1952, Blaðsíða 1
ÖD. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 24. JÚLÍ, 1952 Fréttir fró nefndinni í kenslustólsmálinu Berklalæknir á ferð vestanhafs Föstudagskveldið 11. þ. m. lögðu af stað frá Winnipeg þeir Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Lárus A. Sigurdson, Einar P. Jónsson og W. J. Lindal, dómari. Ferðinni var heitið til Minne- apolis og var hún farin í erind- um íslenzka háskólaembættisins. Valdimar Björnsson, fjármála- ráðherra Minnesotaríkis, sem ráðstafaði ferðinni ásamt Dr. Lárusi, bauð nokkrum íslend- ingum í Minneapolis og St. Paul og gestunum til morgunverðar í Curtishótelinu á laugardags- .morguninn og komu saman þar 14 manns. Að morgunverði loknum skýrði Valdimar frá er- indi gestanna og bauð síðan Dr. Thorvaldson og félögum hans að taka til máls, og bentu þeir á að nú sem stendur væri kom- ið í sjóðinn um $195.000.00 og létu þess getið að ekki væru nema fáeinar af íslenzku bygð- unum, sem ekki hefðu byrjað að safna í byggðar-stofnendasjóð. Valdimar Björnsson hóf þátt- töku Minnesota íslendinga með því að leggja fram rausnarlegt tillag og bað svo aðra að taka til máls. Það gerðu allir við- staddir og hver einasti kvaðst ekki einungis vera hlyntur mál- efninu heldur og fús að taka fjárhagslegan þátt í því. Svo var skipt verkum. Einar P. Jónsson og W. J. Lindal héldu áfram til Minneota, Dr. Thor- lakson og Hjörtur Lárusson, einn af leiðandi íslendingum í Min- neapolis, skruppu út á land í aðra átt, en Dr. Sigurdson varð eftir í Minneapolis, til að eiga tal við menn, sem ekki gátu verið við morgunverðinn. Eitt athyglisvert við þessa ferð, sem lýsir svo vel samhug Minnesota-íslendinga í þessu máli, var það hvernig þeir ráð- stöfuðu því að koma Einari P. Jónssyni og Lindal dómara til Minneota, sem er um 180 mílur suðvestur frá Minneapolis. Matt- hías Thorfinnnsson ók með þá hálfa leið og þar mætti þeim Jón Metúsalemsson frá Minne- ota, sem fór með þá til Minneota og var með þeim það sem eftir var kvöldsins. Á sunnudaginn tók Júlían Gíslason við og ók með þeim út um bygðina þar til kominn var tími að snúa til baka. Þá tók bróðir hans við, Joe Gíslason og ók hálfa leið til baka og þar mætti hann bróður sínum frá Minneapolis, Jack Gíslason, sem fór með gestina alla leið að járnbrautarstöðinni í Minneapolis, en þar voru til staðar Dr. Thorlakson og Dr. Sigurdson og var þá haldið heim- leiðis til Winnipeg. Svo vel hittist á, að íslenzku konurnar í Minneapolis og St. Paul, sem hafa haldið við félags- skap, sem nefndur er Hekla, höfðu stofnað til skemtunar á sunnudaginn við eitt af hinum mörgu og fögru vötnum í Min- neapolis og þar söfnuðust sam- an um hundrað manns. Lækn- arnir Thorbjörn og Lárus voru viðstaddir og bað forstöðunefnd- in þá að ávarpa samkomugesti. Þeir skýrðu frá hvað hefði unn- ist á varðandi fjársöfnun- ina og þökkuðu fyrir kurteisi þá og gestrisni, sem nefndinni hefði verið sýnd. Félagið mun halda fund í haust og verður þetta mál þá rætt og ákveðið hvaða þátt félagið geti tekið. Ferðin suður heppnaðist ágæt- lega. Enginn efi er á því að Is- lendingar Minnesotaríkis fara langt fram yfir lágmarkið. Á þessum tveimur dögum var safnað yfir þúsund dollurum. Það var margt í sambandi við þessa ferð, sem hefði verið gam- an að minnast á, svo sem gest- risnina og samhug allra. En það er tvennt, sem öðru fremur snart hjartarætur nefndarmanna: — Allir, bæði konur og menn, sem nefndarmenn töluðu við, voru málefninu hlyntir og fúsir til að taka fjárhagslegan þátt í því. Þetta einhuga samstarf nær lengra en til íslendinga. Ein kona frá Connecticut-ríki, gift íslendingi, Tryggva Willard ís- feld, hafði engu síður en hann áhuga á því að leggja peninga í sjóðinn. Hún hafði numið tungumál við skóla austur frá og henni var auðskilið hið nána samband milli forn-íslenzku og forn-ensku. Embættismenn og nefndir, er kosningu hlutu á nýafstöðnu kirkjuþingi hins Evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi: Heiðursverndari: Herra Sigurgeir Sigurðsson, biskup yfir íslandi, Reykjavík, Iceland. Heiðursforseti: Séra ' Rúnólfur Marteinsson, D.D., Winnipeg, Man. Heiðursmðelimir: Dr. og Mrs. R. Marteinsson, Winnipeg, Man. Sljórnarnefnd: Forseti, séra Valdimar J. Ey- lands; skrifari, .séra H. S. Sig- mar, (endurkosinn); féhirðir, N. O. Bardal, (endurkosinn); Vara- forseti, séra Guttormur Gutt- ormsson; varaskrifari, séra Ste- fán I. Guttormsson; varaféhirðir, Skúli Stefánsson; Stewardship- secretary, séra Stefán I. Gutt- ormsson. F r amkvæmdanef nd: Séra Valdimar J. Eylands Séra E. H. Fáfnis Séra Sigurður Ólafsson Séra H. S. Sigmar Skúli Stefánsson Victor Jónasson Fró Selkirk kjördæmi Liberalar í hinu nývíkkaða Selkirk kjördæmi eru nú farnir að undirbúa sig fyrir væntan- legar kosningar til sambands- þings næsta ár. Á fimtudaginn síðastliðna viku var haldinn fundur í Árborg, er sóttur var af fólki úr öllum hlutum kjör- dæmisins, um hundrað manns; Dr. S. O. Thompson fylkisþing- maður var fundarstjóri. Þessir voru kosnir í fram- kvæmdarnefnd flokksins í kjör- dæminu: Ken Reid, Árborg, for- seti; William Chopek, Gimli, varaforseti; Charles Trick, Stonewall, annar varaforseti; Miss S. Sigurdson, Árborg, skrifari; O. Hallson, Ericksdale, gjaldkeri. Meðal meðstjórnenda nefndar- innar eru þessir: H. O. Hallson, Ericksdale; Barney Eggertson, Vogar; Grímur Jóhannson, Ashern; Chris Thorarinson, Riverton og Norman Stevens, Gimli. Núverandi þingmaður þesáa kjördæmis er R. J. Wood. Svo var annað. Allir fundu til þess að þetta væri mál allra Vestur-íslendinga, og eiginlega mál allra Islendinga. Þess vegna væri engin landamæri til hvað íslenzku háskóladeildina snerti. Það var mikið fagnaðarefni fyr- ir nefndarmenn að vita að menn í Bandaríkjunum litu svona á málið. Smánefnd var skipuð í Min- neota, eða réttara sagt, þrír menn buðust til þess að ljúka fjár- söfnuninni þar, en þeir eru Joe og Júlían Gíslason og Jón Metú- salemsson. Valdimar Björnsson, með að- stoð annara, sem hann útnefnir, mun ljúka fjársöfnuninni í Minneapolis og St. Paul. Búist er við að íslendingar í Duluth, New Ulm og víðar í Minnesota sláist í hópinn. W. J. Lindal. formaður upplýsinganefndar Trúboðsnefnd: Séra E. H. Sigmar Séra V. J. Eylands Séra S. Ólafsson Joe Peterson Mrs. B. Bjarnason. Betelnefnd: O. B. Olsen Skúli Bachmann Séra Sigurður Ólafsson Harold Bjarnason S. A. Anderson. Yfirskoðunarmaður kirkjufé- lagsreikninga, Fred Thordarson. Yfirskoðunarmaður BETEL- reikninga, Gestur Brandson. Kosnir á þing United Lutheran Church, sem haldast á í Seattle á þessu hausti: Séra S. O. Thorlaksson Séra V. J. Eylands Wilhelm Pálsson, Jr. Skúli Stefánsson. Skemtihöll brennur til kaldra kola Síðastliðna viku brann Jasper Park Lodge, skemtistaður í Klettafjöllunum, til kaldra kola. Canadian National járnbrautar- félagið átti þessa byggingu; er talið að skaðinn nemi á aðra miljón dollara. Gestir voru um 500, flestir frá Bandaríkjunum, en þeir gistu flestir í smáhýsum umhverfis aðalbygginguna, en þegar eldurinn kom upp voru um 200 manns þar að skemta sér við dans og spil; enginn mannskaði varð en nokkrir fengu brunasár. Forsætisráðherra í British Columbia Á þingi Social Credit flokks- ins í British Columbia síðast- liðna viku var William A. C. Bennett kosinn formaður flokks- ins og verður því væntanlega forsætisráðherra þess fylkis tak- ist flokk hans að mynda stjórn, en hann hefir aðeins 19 sæti á þingi. Mr. Bennett er 51 árs að aldri, var fyrst Conservative og komst á þing 1941 undir merki þess flokks. Hann reyndi tvisvar ár- angurslaust að hrifsa flokksfor- ustuna af Herbert Anscomb, og sagði sig úr flokknum fyrir tveim árum og hefir síðan ver- ið óháður þingmaður þar til hann gekk í Social Credit flokk- inn þetta ár. Mr. George C. Croft Kjörinn forsf-jóri og féhirðir Nýlega hefir Mr. George C. Croft ritstjóri og útgefandi blaðsins Selkirk Enterprise, sem gefið er út 1 Selkirk, verið kjör- inn forstjóri og féhirðir viku- blaðasambandsins í Manitoba í stað A. W. Hanks, er látið hefir af þeim eftir 14 ára dygga þjónustu. Mr. Croft er ættaður frá Fort Francis, Ont., og er kunnur dugnaðar- og hæfileikamaður. Duplessis stjórnin endurkosin í Quebec Union National flokkurinn í Quebec undir forustu Maurice Duplessis gekk sigrandi af hólmi í þriðja sinn í röð í fylkiskosn- ingunum 16. þ. m., en með tals- vert minna fylgi en áður; í kosn- ingunum 1948 vann flokkurinn 72 þingsæti af 92, en í þessum kosningum tapaði hann 28 af þessum sætum, og hefir því að- eins 68 þingmenn; Liberalflokk- urinn þrefaldaði fylgi sitt; hann hafði aðeins 8 þingmenn en hefir nú 23. Olympíuleikirnir í fimtánda sinn fara fram Olympíuleikar, í þetta skipti á Finnlandi og hafa þeir aldrei verið eins fjölsóttir og nú; í- þróttafólk, 5,870 að tölu frá 70 þjóðum, tekur þátt í þessum leikjum. Þeir hófust 1 Helsinki á laugardaginn og var þá helli- rigning en samt voru 70,000 manns viðstaddir. Soviet Rússland tekur nú í fyrsta sinni þátt í þessum leikj- um og leikur nokkur grunur á því, að þeir muni ekki kunna að haga sér, að þeir muni nota þetta tækifæri til pólitísks áróðurs. Óeirðir í íran Mossadegh, forsætisráðherra írans, sagði óvænt af sér em- bættinu síðastliðna viku, eftir 15 mánuði í því sæti, vegna ósam- komulags milli hans og Shah Reza Pahlevi; fréttir frá höll- inni hermdu, að Mossadegh hefði viljað taka jafnframt að sér hermálaráðherraembættið, en því hefði Pahlevi neitað. Þingið kaus Ahmad Iavam til að taka við forustu, en hann var forsætisráðherra 1946—’47, þeg- ar íran átti í erfiðleikum við Rússa; hann hefir jafnan viljað komast að vinsamlegu sam- komulagi við Breta um olíumál- ið. Samstundis blossuðu upp ó- eirðir í Teheran og öðrum borg- um og voru kommúnistar þar fremstir í flokki; lauk óeirðun- um þannig að yfir 20 manns létu líf sitt; Iavam sagði af sér eftir tvo daga og nú hefir Mossadegh tekið aftur við stjórn. Kynnir sér heilsugæzlu Eftirfarandi grein birtist í dagblaði einu í Minneapolis í USA fyrir nokkru. Greinin fer hér á eftir í lauslegri þýðingu. Þannig er það á íslandi Umönnun berklasjúklinga á íslandi er greidd af ríkisfé. Ef fyrirvinna fjölskyldunnar verð- ur að leggjast á sjúkrahús sök- um berklasjúkdóms þá fær fjöl- skyldan auk þess ríkisstyrk sér til framfærzlu, unz sjúklingur- inn getur hafið vinnu á nýjan leik. Þessi skipan berklamálanna á Islandi var útskýrð fyrir frétta- mönnum hér í borg í dag og gerði það dr. Óli P. Hjaltested, berklalæknir, þegar hann kom í heimsókn til berklavarna- og heilsugæzlustöðvarinnar í Min- nesota, en í því fylki mun hann dveljast um tveggja vikna tíma og kynna sér þau mál. Kynnir sér berklamál Þegar hann var á þriggja mán- aða ferðalagi í Bandaríkjunum kostuðu af Rockefeller-sjóðnum, lét hann þá ósk í ljósi, að hann langaði til þess að heimsækja Minnesotaríkið sökum hinnar öflugu heilsugæzlu, er þar væri og til þess að kynna sér fram- kvæmd hennar. Dánartala berklasjúklinga á íslandi hefir farið mjög minnk- andi frá því að vera 217 af hverj- um 100.000 manns á árunum 1925—1930 niður í 20 manns árið 1951. V ar narr áðstaf anir Bólusetning við berklum er mjög útbreidd á íslandi og allir þeir, sem þá reynast jákvæðir, Kosningar í New Brunswick John B. McNair, forsætisráð- herra New Brunswick-fylkis, hefir tilkynnt að kosningar þar fari fram 22. september n.k. Þetta verður fimta fylkiskosn- ingin á þessu ári. Liberalflokk- urinn hefir farið með völd í þessu fylki síðan 1935; síðustu kosningar voru 1948 og hefir Liberalflokkurinn 46 þingsæti, en íhaldsflokkurinn 5. Eva Peron hættulega veik Undanfarnar vikur hefir sá orðrómur borizt út að Eva Peron þjáist af krabbameini. Síðast- liðna viku skýrði ríkisútvarpið í Argentine frá því að henni hafi elnað sjúkdómurinn; þús- undir manna söfnuðust saman fyrir utan heimili hennar og á föstudaginn var þjóðþinginu slitið strax eftir að það hafði veitt frú Peron æðsta heiðurs- merki landsins. Evan Peron er eiginkona for- setans í Argentínu, Juan Peron; hafa þau haft í mörg ár einræði þar í landi og hefir hún verið talin valdamesta kona heimsins. Jarðskjálfti í California Á mánudaginn varð mikill jarðskjálfti í fjallabyggðunum norður af Los Angeles, hinn mesti er komið hefir síðan 1906 á þessum slóðum. Bærinn Teha- chapi eyðilagðist að mestu. Talið er að skaðinn nemi mörgum miljónum dollara; 11 manns létu lífið. eru röntgenmyndaðir. Hundraðs hluti þeirra, sem jákvæðir hafa reynzt við þessa rannsókn hefir minnkað síðustu 14 árin frá 21% niður í 8% allra þeirra, er sprautaðir hafa verið. —Mbl., 14. júní Hörmulegt flugslys Samkvæmt útvarpsfrétt á mið- vikudagsmorguninn fórst flug- vél, eign Manitobastjórnar, á leið frá Winnipeg til Berens River með sjö manns innan- borðs; þess var getið, að flaks vélarinnar hefði orðið vart, en líklegt talið, að áhöfnin hefði týnt lífi. I hópi farþega var einn íslendingur, Robert H. Frede- rickson ljósmyndasmiður í þjón- ustu fylkisstjórnarinnar, sonur þeirra Mr. og Mrs. Harald Frede- rickson hér í borg. Dánarminning Thorvaldur Mýrdal andaðist að heimili systur sinnar og tengdabróður, Mr. og Mrs. B. Daníelsson við Árborg Man., 4. júlí s.l., eftir langt sjúkdóms- stríð. Hann var fæddur 7. okt. 1903 að Mountain, North Dakota. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson Mýrdal og eftirlifandi ekkja hans, Þorbjörg Runólfs- dóttir Mýrdal. Systkini hans á lifi eru: Jóhann og Einar, bú- settir í Selkirk Man.; Mrs. Jó- hanna Johnson, Minneapolis, Minn.; Mrs. Lára Danielson, Árborg, Man.; Mrs. Cecilia Mad- sen, Weeks, Sask. og stór hópur skyldmenna. Thorvaldur var einkar dugleg- um maður og heppinn fiski- maður, en fiskiveiðar voru aðal- lífsstarf hans. Hann var einkar skyldurækinn gagnvart heimili sínu og ástvinum, stiltur maður og drengur hinn bezti. Útför hans fór fram frá heimili systur hans og tengdabróður og frá kirkju Árdalssafnaðar þann 8. júlí s.l. Séra Sigurður Ólafsson þjónaði við útförina með aðstoð .stud. theol. Mr. Virgil Anderson. Úr borg og bygð Síðastliðinn miðvikudagsmorg un lézt eftir stutta legu á St. Boniface spítalanum Sigurður Sigurðsson bóndi frá Swan Rivera 75 ára að aldri, hinn mæt- asti maður; hann lætur eftir sig konu sína, Sigríði, systur Árna heitins Eggertssonar fasteigna- kaupmanns og þeirra systkina, ásamt sex börnum. Bardal annast um undirbúning útfararinnar, sem fram fer í Swan River-bygð. ☆ Dr. Lois M. Hokonson hefir ný- lega tekið við stjórn Ethelbert Almenna sjúkrahússins. Hún út- skrifaðist í læknisfræði við Manitobaháskólann 1952. Hún er dóttir John Hakonson kapteins og Mrs. Hokonson; hann var í fjölda mörg ár kafteinn á listi- skipinu Keenora á Winnipeg- vatni, en hefir nú sagt af sér því starfi og búa þau hjónin nú við Lockport. ☆ Miss Velma Skagfjörð, dóttir Mr. og Mrs. B. Skagfjörð í Sel- kirk, hefir getið sér mikinn orð- stír á þessu ári. í vor var hún kosin fulltrúi Rotary-klúbbanna; stuttu síðar hlaut hún Governor General Medal fyrir afburða námshæfileika og nú um þessar mundir birtist ferðasaga hennar til Ottawa í Selkirk Enterprise vikublaðinu, og er hún skemti- leg og vel samin. Fréttir af kirkjuþingi S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.