Lögberg - 24.07.1952, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. JÚLI, 1952
ÚR LÍFI ALÞÝÐUNNAR:
Grasaferð fyrir 60 órum
San Marino, 25. júní 1952
pessi ferðasagra er eftir Miss Jcmny Jnhnson frá Pasadena, Cal., sem
ferCast hefir vítt um jarðir, op nú sfðast til fsraelsrfkis. Miss
Johnson er ættuð úr Norður-Múlasýslu, en hefir um langt skeið
dvalið í California; hún sendi ferðasöguna vinum sínum, þeim
Skúla og Margréti Bjarnason í Los Angeles, og í samráði við þau
barst Lögbergi ferðasagan til birtingar. —Ritstj.
Eitt sinn sem oftar sat ég á
tali við Stefán Filippusson frá
Kálfafoilskoti og vorum við að
rifja upp kjör og lifnaðarháttu
alþýðunnar í sveitum okkar fyr-
ir aldamót og hve ótrúleg breyt-
ing hefði þar á orðið. Þá segir
Stefán allt í einu:
— Ég hef víst aldrei sagt þér
frá grasaferð, sem ég fór fyrir
60 árum. Það er víst ekki merki-
leg saga, en hún sýnir þó hve
léttir menn voru til gangs hér
fyrrum og víluðu ekki fyrir sér
að leggja á fjöll og torfærur.
Og svo sagði hann mér söguna
af grasaferðinni.
— Þetta var árið 1892. Ég
hafði þá verið gangnamaður á
Núpstað vor ög haust. I haust-
göngunum tók ég eftir því að í
svonefndum Miðholtadal var
mikið af grösum, þessum skín-
andi fallegu skæðagrösum, sem
lágu þar í þykkum beðjum og
loddu saman, svo að ef maður
tók í þau hékk öll fyllan saman
eins og reifi. Ógnaði mér þá að
þetta góða grasland skyldi látið
ónotað og hugsaði sem svo að
ég skyldi skreppa þangað og fá
mér í einn poka. Þangað var að
vísu löng leið. Miðholtadalur er
í Hvítárholtum á móts við innri
endann á Eystrafjalli.
Að loknum göngum um haust-
ið fékk ég leyfi hjá Jóni á Núp-
stað, föður Hannesar pósts, til
þess að taka grös þarna. En þar
sem leiðin var löng og erfið, og
allra veðra von vildi ég ekki
fara einn. Fór ég þá að minnast
á þetta við kunningja mína, en
allir aftóku að fara með mér
þar til að lokum að það varð ur,
að Gísli Jónsson frá Hvoli, sem
þá var vinnumaður á Kálfafelli,
gaf kost á sér til fararinnar. Var
það mest að áeggjan húsmóður
hans, maddömu Sólveigar, því
að henni var vel ljóst hver bú-
bætir er að fá fjallagrös.
Þýðingarlaust var að leggja
upp í ferðina nema í einsýnu
veðri og þurrki, því að blaut
fjallagrös eru þung og ekki hægt
að bera mikið af þeim svo langa
leið. Svo lögðum við þá af stað
snemma morguns með nesti og
nýja skó. í slíkar gönguferðir
dugðu ekki aðrir skór en úr
svellþykku leðri, því skófrekt
er þar í fjöllunum og vissum
við af eigin reynslu, að þótt
maður legði af stað á nýjum
skóm að morgni, voru stundum
vörpin ein eftir að kvöldi.
Við fórum beint upp frá Kálfa
felli og inn alla Kálfafellsheiði,
inn fyrir Kvarnarhlíðahraun.
Þar komum við að Djúpá og
urðum að vaða hana. Fórum við
þá úr sokkum og buxum til þess
að bleyta ekki fötin, og er við
höfðum klætt okkur aftur var
orðið sauðljóst. Nú lá leiðin upp
Rauðabergshólm, sem er nokk-
uð brattur og aðdragandi upp að
Birninum, hinu háa fjalli, sem
gengur norður frá Lómagnúp, og
er eitthvert hæsta fjall í Skafta-
fellssýslu. Þarna er ofurlítil
lægð í háfjallið og nefnist Göngu
skarð. (Er þess getið í bókinni
„Fjöll og firnindi")- En í há-
skarðinu er maður þó kominn
um 800 metra yfir sjó. Þarna
tylltum við okkur á steina og
snæddum nesti okkar og svöluð-
okkur á snjó, því þótt snjólaust
væri neðra, þá dró Björninn
snemma til sín hríðarél, eins og
jökullinn.
Eftir stutta hvíld héldum við
svo niður Björninn að austan og
inn að vestri Hvítá, yfir Hvítár-
odda og eystri Hvítá og vorum
þá komnir á Hvítárholtin. Báðar
árnar renna í djúpum gljúfrum
og urðum við að vaða þær. Var
nú skammt eftir inn í Miðholta-
dal.
Þegar þangað kom sást fljótt
að mér hafði ekki missýnzt. —
Þarna voru grasabreiðurnar
hver við aðra og mátti fletta
þeim upp í heilu lagi, því að
þær lágu á leirmold. Hristum
við úr þeim moldina og voru þau
þá svo hrein, að varla þurfti að
tína þau er heim kom. Hvor
okkar hafði meðferðis tvo poka,
ámusekk og hálftunnusekk.
Fylltum við þá á skömmum
tíma og tróðum eins fast í þá og
okkur var unnt. Höfðum við
varla verið lengur að þessu en
fjórar stundir. En vegna þess að
grösin voru þurr, voru pokarnir
laufléttir, þótt miklir væru þeir
fyrirferðar. Býst ég við að það
hafi ekki verið nema 30—40
pund, sem hvor okkar hafði að
bera.
Við snæddum nú það, sem
eftir var af nestisbitanum og
héldum svo heim á leið. En er
við komum upp undir Björn-
inn, sáum við hvar tvö lömb
rásuðu inn með honum. Þau
höfðu sloppið úr heimahögum
og stefndu nú upp að jökli. Þar
hefðu þau sjálfsagt borið beinin
um veturinn, ef við hefðum
ekki séð til ferða þeirra. Nú
hófst mikill eltingaleikur við
þau þarna í fjallinu. Við höfðum
pokana bundna saman þannig,
að tunnupokana höfðum við á
bakinu en hina minni í fyrir.
Og þótt þeir væri léttir urðu
þeir okkur nú til hins mesta
trafala í eltingaleiknum við
Ijónstygg lömbin. Að lokum
gátum við þó flæmt þau yfir
Björninn og eftir það voru þau
þæg, runnu á undan okkur eins
Það mun þykja nokkuð sein-
látt fyrst núna, að minnast vinar
míns og nágranna, Jakobs Guð-
jónssonar, sem hér lézt 25. apríl
1950; en orsakir þess hvað þetta
hefir dregist eru þær, að prest-
urinn, sem talaði yfir moldum
Jakobs, var beðinn að minnast
hans, en hann gerði það ekki.
Honum til afsökunar má færa,
að hann flutti héðan úr bygðinni
stuttu seinna og var jafnframt
líkamlega vanheill, og það síðar-
talda hefir einnig seinkað þessu
fyrir mér — sem sé líkamleg
vanlíðan.
Oft er flaggað með það í ævi-
minningum að menn hafi gegnt
ábyrgðar- og trúnaðarstöðum,
sem viðkoma félags- eða fram-
faramálum. Þær stöður skipaði
Jakob aldrei; en allir fjölskyldu-
feður skipa trúnaðar- og ábyrgð-
arstöður; þær skipaði Jakob
með ágætum, eins og heimilið
bar Ijóst vitni sem og líka börn
þeirra hjóna hafa sýnt með vin-
sæld og vandaðri framkomu, að
þau hafa fengið gott uppeldi og
fagra fyrirmynd.
Jakob var mjög afskiptalaus
og óhlutdeilinn um annara hagi
enda vinsæll af öllum, sem hon-
um kynntust, greiðvikinn og
hjálpsamur, sem bezt gat verið.
Hann var viðmótsþýður og við-
ræðugóður, hafði oft vel valin
spaugsyrði á reiðum höndum.
Hann hafði gaman af bókum og
las þær með eftirtekt, enda alt-
af mikill Islandsvinur. Þannig
minnist ég hans og ég hygg að
allir, sem honum kyntust, séu
mér sammála.
Jakob var fæddur á Þorvalds-
stöðum í Selárdal, Vopnafirði,
Norður-Múlasýslu, 2. september
1883. Hann ólst upp með móður
sinni til átta ára aldurs, en fór
þá í Jökulsárhlíð og var þar til
15 ára aldurs; þar var hann
fermdur af séra Einari Jónssyni
í Kirkjubæ. Þaðan fór hann til
frænda síns og var þar þangað
til hann fór til Canada 1903.
Foreldrar hans voru þau Guð-
jón Jakobsson og Sigríður Þor-
steinsdóttir frá Ljósalandi; að
öðru leyti er mér ekki kunn
ætt hans, en hef þó sannfrétt,
að allt hans fólk hafi verið mjög
heiðarlegt til orða og verka;
móðir hennar var víst oftast
sjálfrar sinnar, en faðir hans í
vinnumensku, sem sýnir að þau
hafa verið fremur fátæk. Eina
og hundar og lögðu hiklaust í
Djúpá þar sem þau komu að
henni. Faðir minn átti þessi
lömb; annað þeirra varð seinna
afbragðs forustusauður.
Við komum heim upp úr mið-
nætti og höfðum þá gengið
50—60 km. yfir vegleysur og
fjöll og ekki hvílt okkur neitt
nema þær fjórar stundir, sem
við vorum að grasa, ef hvíld
skyldi kalla.
Næsta haust fór ég við annan
mann til grasa inn í Miðholtadal
og þriðja haustið einn. En þá
var farið að sneiðast um grös.
Við höfðum tínt þau svo að segja
blað fyrir blað, og grösin eru
lengi að ná sér aftur og máske
verður þarna aldrei grasaland
framar.
Þá er sögunni af þessari grasa-
ferð lokið. Hún sýnir að við vor-
um ekki ragir við að leggja land
undir fót og sækja á brattann.
Oft gengum við frá Núpstað inn
að Hágöngum og Grænalóni og
komum heim að kvöldi. Ungir
og hraustir fjallgöngumenn,
sem alizt hafa upp við betra at-
læti en við, ættu að gera það
að gamni sínu í sumarfríinu að
ganga þessa leið og sýna hvað
þeir eru fremri okkur, sem vor-
um á léttasta skeiði fyrir 60
árum. En ef þeir skyldu velja
heimleiðina um Hvítárholt og
Vesturskóga, ættu þeir að lesa
góða bæn áður en þeir leggja á
Skollastíg, ef Núpstaðamenn
væru ekki í för með þeim.
systur átti Jakob, sem ég hygg
að sé látin.
Til Canada kom hann 1903,
eins og fyr getur, með frændum
sínum, Benedikt, sem var vita-
vörður í Mikley, nú dáinn
fyrir fáum árum, og Jóni, sem
fór heim aftur. Jakob var fyrsta
árið í Shoal Lake, en flutti þaðan
til hins vinsæla og velmetna út-
vegsbónda, Magnúsar á Eyjólfs-
stöðum í Hnausabygð og vann
þar til 1914, en þá keypti hann
af Magnúsi 10 ekrur af landi í
suðaustur horni Eyjólfsstaða-
lands og bjó þar til æviloka.
Seinna keypti hann 40 ekrur ná-
lægt Hnausaþorpi, en bjó þar
aldrei. Árið 1914 kvæntist hann
eftirlifandi ekkju sinni, Guð-
rúnu Sigríði Albertsdóttur frá
Selsstöðum í Geysisbygð, hinni
mestu dugnaðar- og gæðakonu,
sem átti sinn fulla helmings-
part af farsælum efnahag og
góðu heimili; eins og að líkum
lætur voru þau fátæk fyrstu
árin, en með aðstoð barna sinna
fór efnahagur þeirra batnandi.
Synir þeirra fóru snemma að
vinna og voru eftirsóttir fyrir
dugnað og drenglyndi, sem þeir
auðsýndu foreldrum sínum;
einnig munu þeir hafa hjálpað
systrum sínum til menta, því
þær eru tvær skólakennarar.
Lengi lifðu þau í fremur litlum
húsakynnum, en hafa nú komið
sér upp góðu húsi. Þessi breyt-
ing hafði engin áhrif á hið ró-
lega og friðsama heimilislíf og
hinar hlýju viðtökur, sem allir
áttu þar að mæta.
Eins og fyrr er sagt, vann
Jakob lengi hjá Magnúsi á Eyj-
ólfsstöðum og beint eða óbeint
oft síðar fyir afkomendur
Magnúsar og hefir því mynd-
ast vinátta og eining á milli
þessara heimila og ætta, sem
varð til ánægju og hagnaðar á
báðar hliðar.
Börn þeirra Jakobs og Sigríð-
ar, sem á lífi eru, eru: Albert,
Jónína Stefanía, gift Friðrik
Martin, búa í Árnesi, eiga tvö
börn; Árni; Sveinbjörg Magnús-
ína Violet, gift Jack Björnssyni,
búa í Árborg, eiga eitt barn;
Ástrós Helga Emely kennari;
Kristinn Sigursteinn. Auk þess
mistu þau eitt barn í æsku, Svein
Ingiberg. Ekki er mér kunnugt
um að Jakob ætti hér á lífi nein
náin skyldmenni auk fjölskyld-
Kæru vinir, Skúli og Margrét:
Ég get hreint ekki náð mér á
strik með að skrifa ferðasögu,
svo hér koma bara til ykkar
nokkrar línur og með þeim blað,
sem gefið er út í Jerúsalem, sem
kom út daginn sem við fórum
frá ísrael, og þar er ræða, því
þetta var þeirra helgidagur
(Independence Day), og mikill
undirbúningur í marga daga,
svo ef ef þér finst þá má senda
það, en mig langar að fá það
aftur og geyma það.
Þessi ferð var í alla staði
elskuleg, upplífgandi og skemti-
leg frá því við fórum héðan með
járnbrautarlest til New York og
þar til við komum til baka, og
gekk eins og í draumi; engin töf
og lítið erfiði, en úr öllu var
greitt alstaðar. Skipið Indepen-
dence American Express Line,
fjarskalega fullkomið og spá-
nýtt; þetta var önnur ferð þess.
Við höfðum síma og útiglugga,
baðherbergi, tvo stóra skápa og
snyrtiherbergi. Nú var siglt í
fjóra daga, á þeim fimmta sást
til lands; það voru Azor-eyjar,
þær tilheyra Portugal. Það var
dálítil hvíld í því að sjá til lands
og allan daginn komu nýjar og
nýjar eyjar í ljós, þær voru að
sjá frjósamar með grænum ökr-
um, sem þó voru marglitir í mis-
jöfnum spildum og fallegir til
að sjá; háar hlíðar og þorp með-
fram ströndinni; byggðin uppi
í hlíðunum var strjál , og ekki
mikinn skóg að sjá nema helzt í
görðum. Einhver sagði að eyj-
arnar væru níu talsins. Næst
nálguðumst við Spán, sem var
á hægri hönd og Gibraltar á
vinstri. Þegar við nálguðumst
Gíbraltar kom hann betur og
betur í ljós, grár og gulur, strýtu
myndaður og breyttist eftir því
sem nær dregur og skipið siglir
inn. Akbrautir liggja upp á
hæsta tindinn og þar blasa við
virki og miklar byggingar. —
Skipið legst fyrir utan hafnar-
garðinn og úr landi koma ótal
bátar og stórt gæzluskip með
brezkum embættismönnum, og
nú fara æði margir í land, sem
ekki ætla lengra með skipinu.
Spánverjar komu með alls kon-
ar varning til að selja, mest allt
lélegt, nema vínföng og seldust
þau bezt. Þeir, sem selja, fá
ekki að koma um borð; þeir æpa
og halda á lofti sinni vöru, en
litlu bátarnir hristast og færast
til á öldutoppunum; þeir hnýta
kaðli á körfur og henda svo hin-
um endanum upp á skipið, og
þeir sem kaupa draga inn feng-
inn.
Nú var haldið af stað og næsti
viðkomustaður var Cannes á
Frakklandi; þangað var komið
kl. sex að morgni og stansað að-
eins einn klukkutíma, svo fáir
fóru í land. Ég sá aðeins í land
og þótti mér fyrir að geta ekki
séð mig dálítið um; það var
fallegt að sjá í land meðfram
ströndinni.
Næsta dag komum við til
Genova á ítalíu, og þar var farið
í land og stanzað í nokkra
klukkutíma. Þar er ljómandi
fallegt, en fjarska hálent, bærinn
stendur fram á klöppum og allt
er upp í móti nema rétt við
ströndina. Við fórum að skoða
bæinn; vorum við m. a. tekin
á „Bus“, sem ók með okkur að
kirkjugarði nokkrum, sem stend-
ur undir hæð; þar tók við okkur
lítill náungi, sem í meir en 50
ár hefir verið leiðsögumaður
ferðafólks um þennan garð og
kirkju þá sem þar er, en í henni
er svo mikið af myndastyttum
unnar, sem mist hefir vandaðan
og trúan vin, er hvergi mátti
vamm sitt vita.
Synir þeirra eru allir heima
og sjá um heimilið með mestu
prýði. —D. H.
á báða vegu að maður hefir að-
eins tíma til að líta á þær, en
getur ekki fest þær í minni. I
kirkjugarði þessum eru svo
margir hvítlr krossar, að þeir
skipta þúsundum og raðir þeirra
sýnast beinar; fyrir ofan eru
kirkjuturnar og bjöllur, en fall-
egur skógur, blóm og garðar í
hlíðinni.
Næst var komið til Napoli,
Naples Italy, og stansað marga,
klukkutíma, þar var allt á ferð
og flugi og hrópað að fara hitt
og þetta. Ég komst í bíl, sem tók
sex manns af skipinu til Pompe,
en þar tóku leiðsögumenn við
okkur og sýndu okkur rústir af
borginni og útskýrðu það sem
fyrir augu bar. Þarna er margt
að sjá: eldgamall byggingarstíll,
vatnsleiðsla, myndastyttur, súlur
og víða eru tígulsteinar bæði á
veggjum og gólfum; myndirn-
ar eru vel sjáanlegar, einnig
nokkurt safn af munum, dauð-
um kvikindum og mönnum,
sem haldist hafa við í allar þess-
ar aldir, svo allir limir sjást.
Nú var lagt af stað undir
kvöldið og siglt þar til komið
var við Pirias á Grikklandi, sem
er hafnarbær skammt frá Aþenu
borg. Þar var fátæklegur lýður
að sjá en þar var stansað og all-
flestir fóru í land. Ég komst í
bíl, sem tók okkur til The
Acropolis. Þar eru frægar rústir,
The Parthenon og ótal önnur
hof eða Temples; þar er svo
fjarska margt að skoða fyrir þá,
sem hafa betra vit en ég á
frægð þessa óviðjafnanlega
staðar. Þessar rústir eru alveg
undraverðar að stærð og fegurð.
Hinar miklu súlur upp á hæð-
inni eru merkilegar að ölju leyti;
hvernig þeim var komið upp og
og að þær skuli standa enn þann
dag í dag. Við vorum keyrð um
Athens og sáum Olympic hring-
inn og konungshöllina að utan
og einnig forngripasafn,ið. En
fegurst af öllu var þó útsýnið
ofan af hæstu hæðinni; það var
svalt þar uppi og mér var ráð-
lagt að klifra ekki alla leið, en
ég gegndi því engu. Það hljóta
að hafa verið tröppur þangað
upp sem hundruðum skipti.
Um kvöldið var siglt síðasta
áfangann, sem var Hifa ísrael,
og var komið þangað snemma
morguns 21. apríl, eftir 13 daga
ferð frá New York. Það er fallegt
að horfa í land í Hifa; bærinn
stendur fram í hæð; hæsta hæð-
in er Mount Carmel. Þar gat að
líta fátæklega klætt fólk. Þarna
fóru allir af skipinu, en þeir
voru ótalmargir, þar á meðal
Gyðingar frá Ameríku og sum-
ir frá Mexico og víðar að.
Ég gleymdi að geta þess, að
margir fóru af skipinu bæði í
ítalíu og Grikklandi, en þeir
sem fóru alla leið til Hifa voru
samt í meirihluta. Alls munu
farþegar hafa verið 850.
Nú var maður komin til Israel;
frúin mín var boðin þangað svo
nú fór hún á Pilgrim House, en
ég á hótel, það var skammt á
milli okkar; en hún fór aldrei í
neina þessa túra, því hún var
tvívegis veik í vetur og er einnig
við aldur.
Mér fannst allt erfitt í ísrael;
allt upp í móti; mikill skortur;
allt skammtað; alltof margt fólk
bláfátækt, sem flúið hefir þang-
að og alls staðar er verið að
byggja, en á meðan býr þetta
blessað fólk í tjöldum úti á eyði-
mörk þar sem ósköp óvistlegt er
að vera, en allir eru vongóðir,
eins og þið sjáið á ræðunni, sem
ég sendi með þessum línum; ég
læt ræðuna skýra ykkur frá því,
sem ég vildi sagt hafa; en í ræð-
unni er ekki sagt frá því aum-
Framhald á bls. 7
Spurningar og svör varðandi canadíska banka
Hvernig geta löggiltir
bankar greitt
götu yðar?
H vaða bankaútibú, sem er, býður yður með
glöðu geði þjónustu sína. Þér getið byrjað
sparisjóð með einum dollar.
Þér viljið ef svo ber undir skipta ávísun og
leggja hana alla eða nokkurn hluta hennar inn.
Sparisjóðsbókin sýnir nákvæmlega hvað út
er tekið og lagt inn. Ef til vill þurfið þér að
senda peninga í burtu, svo sem til ættingja yðar
í annari borg. Ef þér hafið verðmæt skjöl, verða
þau bezt geymd með að leigja öryggishólf.
Þetta er aðeins nokkur þeirra atriða, er bankinn
daglega annast um fyrir konur og menn,
bændur og verkamenn í bæjum — allar stéttir
fólks. Vegna þeirra hlunninda, sem canadískir
bankar bjóða, notar allur almenningur þá.
Fjöldi mismunandi stétta á bankana; 65,000
hluthafar þeirra teljast til 260 þjóðfélagsstétta.
Forstjóri bankans, sem þér skiptið við, leiðbeinir
yður og sýnir yður fram á hvernig bankinn
verði yður að mestu gagni og lætur allar
greinar bankastarfanna verða yður að liði.
Ein af auglýsinguiium,/seni
BANKINN í NAGRENNI
YÐAR BIRTIR
—A. ó.
Lesb. Mbl., júní, 1952
Stutt æyiágrip Jakobs Guðjónssonar