Lögberg - 24.07.1952, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.07.1952, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. JÚLÍ, 1952 .Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa í upphafi var orðið Hið fornkveðna lætur svo ummælt, að orðin séu til alls fyrst og mun þar um að ræða slíka staðreynd, er eigi verði með rökum hróflað við; orðin hafa frá alda öðli haft djúpstæð áhrif á þróun eða hnignun mann- kynsins; þau hafa verið, og geta enn verið, ómótstæði- legur aflgjafi í þjónustu friðar og mannréttinda, en þau geta einnig orðið alveg til hins gagnstæða. Orðið er auðmjúkur þjónn okkar og við getum beitt því að eigin vild. Máttur orðsins birtist í mörgum myndum. Hin ó- viðjafnanlega fagra setning: „Ég er ljós heimsins," hefir leitt miljónir manna og kvenna að æðri markmið- um og veitt þeim óumræðilega lífshamingju; á hinn bóginn hafa raddir síngirninnar og ofbeldisaflanna steypt börnum veraldar út í hjaðningavíg og málað á ásjónu þeirra hvers konar ófarnað og glötun. Máttur orðsins er mikill, en því miður gera menn sér eigi ávalt ljósa grein fyrir áhrifum hans til ills eða góðs. Eins og nú hagar til á almenningur aðgang að fleiri orðum, en dæmi voru áður til; svo má segja að útgáfa bóka sé nálega komin í algleyming, fjöldi blaða og tímarita er slíkur, að eigi tjáir tölum að telja, auk útvarpsins, sem svo að segja allur almenningur nú á aðgang að; ætla mætti að með öllum þessum tækjum lánaðist fólki svona yfirleitt, að bæta að einhverju dag- legt málfar sitt og auka að einhverju hagnýtan orða- forða sinn, en þessu er þó hvergi nærri altaf að heilsa, því tíðum er svo að sjá, bæði í ræðu og riti, að hrogna- málið víkki hröðum skrefum landnám sitt. Sérhvert þjóðfélag dæmist eftir málsmenning þess, eins og skáldspekingurinn Einar Benediktsson lagði svo mikla áherzlu á, svo sem ljóslega má ráða af hinum meitluðu og kjarnyrtu ljóðum hans. Þróun tungunnar hefir hafið mennina yfir dýrin og gert þeim kleift að gera greinarmun góðs og ills. Orðið er hyrningarsteinn allrar menningar. Orðið skapaðist af knýjandi þörf; manninum varð það lífsnauðsyn að gera sig skiljanleg- an til að ná haldi á þeim verðmætum, andlegum og efnislegum, sem lífið hafði að bjóða. Walter Whitman komst einhverju sinni svo að orði um mannsmálið: „Lærðir menn og orðabókahöfundar hafa aldrei átt einkarétt á tungumálum; tungumálið er eign allra manna; það mótast af starfsþörf einstaklinganna, ást þeirra, sorgum þeirra og samskiptum þeirra við sam- ferðasveitina, og fegursta málið er rödd náttúrunnar sjálfrar.“ Við íslendingar eigum tungu, sem býr yfir undra- fegurð og ómæliskrafti; tungu, sem verið hefir okkur „langra kvelda jólaeldur“; henni til viðhalds getum við Vestmenn aldrei of mikið á okkur lagt; enda væri þá í óefni stefnt ef við snerum baki við okkar dýrasta arfi. ☆ ☆ ☆ Aukaþing kvafrt til funda Fylkisþinginu í Manitoba var stefnt til aukafunda á þriðjudaginn var með það fyrir augum, að kveða á um stefnu stjórnarinnar varðandi raforkumálin þannig, að Winnipegborg, engu síður en öðrum bæjum og bygðum, verði trygð næg raforka með sem allra að- gengilegustum kjörum öllum aðiljum til handa. Það, sem auðsjáanlega fyrir stjórninni vakir, er að sam- ræma svo orkuframleiðsluna sem föng standa frekast til, og er sú afstaða einkum grundvölluð á niðurstöð- um Hoggnefndarinnar, sem almenningi er fyrir löngu fullkunnugt um; þrjár stofnanir hafa aðallega orku- framleiðsluna með höndum eins og nú hagar til, City Hydro, Winnipeg Electric félagið og raforkukerfi Mani- tobafylkis — Provincial Hydro. Ekki er ólíklegt, að nokkurrar sérhagsmunastreitu verði vart áður en málið verði að fullu leyst á þeim grundvelli, er tryggi að jöfnu hagsmuni fylkisbúa í heild, en með því sýnist þó flest mæla, að yfirumsjón verði í höndum fylkisstjórnarinnar vegna þess að hún verður að leggja fram mest fjármagnið, er til fram- kvæmdanna kemur. Mál þetta er þajmig vaxið, að það má ekki undir neinum kringumstæðum dragast á langinn; þar af leið- andi, er það eigi aðeins æskilegt, heldur í ranuinni al- veg sjálfsagt, að stjórnin hefjist þegar handa um virkj- un McArthur fossanna og fresti því ekki til morguns, sem þarf að gerast í dag. Kardínálinn söng messu ■ minningu Jóns Arasonar Bréí Píusar páía til Hólabiskups Á SUNNUDAGINN gekk Mc Guigan kardínáli laust fyrir kl. 10 til Krists kirkju til þess að syngja þar biskups messu af Heilögum anda í minningu herra Jóns Arasonar. Var hann nú skrýddur fati því, gem nefnt er kápan mikla, en það er víður möttull úr blóðrauðu silki með um 2 metra löngum slóða, er borinn var eftir kardínálanum. Var honum við kirkjudyr tekið með sama hætti og daginn áður, og gekk hann undir tjald- himni til háaltaris og hásætis. Skrýddist hann fullum biskups- skrúða og bar mítur gullstung- ið úr hvítu silki og alsettu gim- steinum. Aðstoðuðu hann fjórir djáknar og tveir klerkar og mik- ið lið smáklerka þeirra, sem í daglegu tali eruxnefndir kór- drengir. Hófst nú biskupsmessa og fór fram með venjulegum hætti, en kirkjukórinn söng grallaraparta messunnar eins og venja er til. Að loknu guðspjalli sté Jóhannes biskup Gunnarsson í prédikun- arstólinn og las upp bréf Píusar páfa til sín svohljóðandi: Bréf Píusar páfa XII. „Fyrir fjórum öldum, er íbú- ar þessa eylands sáu, að mikil hætta vofði yfir frelsi þeirra og trú, vörðu þeir trúna og föður- landið með einarðri baráttu. Dýrðlegastur þessara baráttu- manna var hinn mikli samlandi yðar, kaþólski biskupinn Jón Arason. Þér minnizt nú hátíð- lega hins dýrðlega dauða hans. Hann hafði eigi eingöngu til að bera mikið sálarþrek, heldur einnig dugnað í veraldlegum málum yðar, með því að hann lagði stund á bókmenntir og menningu. Eins og sagan ber með sér, lét hann setja á stofn fyrstu prentsmiðju á íslandi, og á móðurmáli yðar orti hann kvæði, er nutu mikilla vinsælda og standa enn sem vitnisburður um innilega trúrækni hans. Allir synir íslands minnast þessa fræga biskups og halda minningu hans hátíðlega. Ka- þólskir menn á íslandi hafa þó vissulega ríkari ástæðu til þess, þótt fámennir séu, en aðrir land- ar þeirra. Þeir hafa jafnmikla þjóðrækni til að bera, en hafa þar að auki sömu feðratrú og hann, því á þeim tímum voru það eins og nú tvö mál, sem á valt að verja frelsi trúar og þjóðar. Sé sú trú, sem þér dyggilega fylgið, orka til slíkra stórverka fyrir alla, þá er hún það umfram allt fyrir yður. Varðveitið hana sem dýrðleg- an arf frá forfeðrunum. Leitist við að láta hana skína æ betur og betur í líferni yðar, svo að þeir, sem yfirgefið hafa hina fornu trú í umróti samtíðar sinn- ar þykist því með Guðs hjálp, auðveldar endurkallaða til hinna helgustu kenninga, er þér hafið fengið í arf frá feðrunum, og kallaða til hinnar einu hjarðar." Þessu komi hin guðdómlega náð til leiðar, en vér sárbiðjum Lausnarann guðdómlega um hana til handa íbúum þessa ey- lands, er vér elskum alla með föðurlegrí ást. Vér sendum þér virðulegi bróðir, og öllum varnaði þínum einlæglega postullega blessun, í Drottni, sem tryggingu him- neskra náðargjafa og vitnisburð góðvildar vorrar. Gefið í Rómaborg úr Péturs- stóli hinn 25. maí 1952 á 14. ári páfadóms vors. Að loknum upplestrinum þakkaði biskup þá virðingu, sem minningu herra Jóns Arasonar væri með þessu sýnd og þá náð, sem sér og söfnuði sínum væri veitt með páfabréfi þessu. Frá Skálholti, en þar hafði kardínálinn nokkra viðdvöl, hélt hann til Reykjavíkur. í gær hafði utanríkisráðherra síðdegisdrykkju í ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötuna, fyr- ir kardínálann. Þá prédikaði kardínálinn úr hásæti sínu, lýsti erindi sínu sem fulltrúa páfa og dásamaði með fögrum orðum ágæti og af- rek hins mikla biskups herra Jóns Arasonar, sem með dauða sínum hafði sýnt órjúfandi tryggð við kirkju Guðs og hei- laga trú. Vék hann síðan að vandamálum nútímans bæði á andlegu og veraldlegu sviði og benti á að leikmenn ættu 1 þeim efnum að leggja til ríkan skerf, og að, ef allir ynnu einum huga með hinum heilaga föður, þá myndi allt fara vel unz yfir lyki. Síðan lauk kardínálinn mess- unni og gekk í fullum biskups- skrúða um Túngötuna til prests- setursins í Landakoti, en þar veitti hann þeim kaþólskum mönnum áheyrn, er það girntust. Síðar um daginn fór kardínál- inn til Skálholts og gerði þar bæn sína á aftökustað herra Jóns Arasonar. —Mbl., 24. júní Ég vildi tala hreinskilnislega við Rússa en samþykki þeirra fékkst ekki segir HERBERT MORRISON Kaupmannahöfn, í júní 1952 Þegar Herbert Morrison, fyrr- verandi utanríkisráðherra í verkamannastjórn Attlees, kom til Kastrup hinn 3. þ. m., stóð einn af drengjunum úr Tivoli- „lífverðinum“ 1 einkennisbún- ingi á flugvellinum og tók á móti honum. Drengurinn heils- aði Morrison að hermannasið og afhenti honum blómvönd mik- inn og „fríkort“ að Tivoli. Þetta gladdi auðsjáanlega Morrison. Hann hafði áður ver- ið í Kaupmannahöfn. Varð hann þá mjög hrifinn af Tivoli. Og í fyrra var Tivoli-„lífverðinum“ boðið til Bretlands til að skemmta fólki á „Festival of Britain." Morrison kom til Hafnar til að tala á fundi jafnaðarmanna á af- mælisdegi stjórnarskrárinnar dönsku hinn 5. þ. m. Blaðamönn- um gafst færi á að tala við hann. Var hann í bezta skapi, óhátíð- legur og skrafhreyfinn. — Þið skuluð ekki reyna að lokka mig út í ógöngur með ó- þægilegum spurningum. Það tekst nefnilega ekki. Ég fylgi alltaf þeirri góðu reglu, þegar ég er erlendis, að segja ekki eitt niðrandi orð um ríkisstjórnina heima hjá okkur. — Þetta sagði Morrison aðvarandi í byrjun við- talsins. — Hvernig lítið þér á ástandið í friðarmálunum? — Ég held og vona, að komizt verði hjá nýju heimsstríði. En ég býst við áframhaldandi köldu stríði árum saman, ef til vill í 20 ár. Ég er hvorki bjartsýnn né svartsýnn. Þrátt fyrir alvarlegt ástand í heiminum, þá er þó hægt að benda á ljósdepla. Okk- ur hefir tekizt að komast hjá stríði, að Kóreustríðinu undan- teknu, þrátt fyrir margar hætt- ur á undanförnum árum. Þótt mikill ágreiningur hafi verið og sé enn um úrlausn þýð- ingarmikilla mála, og þótt sízt af öllu sé hægt að segja, að þjóðirnar tali blómskreyttu máli, þegar þær ræða ágreiningsefnin, þá hefir okkur tekizt að varð- veita friðinn. Ég get hugsað mér, að þetta ástand haldist áfram í 10, 15 eða 20 ár, án þess að heimsstríð skelli á. En skilyrðið fyrir því, að friður haldist, er fyrst og fremst það, að lýðræðisþjóðirnar skapi sér svo öflugar landvarnir, að öðrum þjóðum þyki óhyggilegt að ráðast á þær. Getur þá farið svo, að komm- únistavaldhafarnir komist að þeirri niðurstöðu, að þau úttaugi fólk og eyðileggi efnahag kommúnistaríkjanna með stór- kostlegum hernaðarútgjöldum, án þess að líkur séu til, að nokk- uð hafist upp úr þessu. Ég vona, að þeim skiljist með tímanum, að þeir fylgja óhyggi- legri stefnu og að betra væri að ver-ja fé og kröftum til þarfari fyrirtækja. Ef til vill fer svo, að kommún- istar breyti um stefnu, fari að eins og á dögum Litvinovs og leiti samvinnu við aðrar þjóðir. — Hvað segið þér um ástandið í Berlín? — Það er mjög sorglegt, hvað þar hefir gerzt, vegna þess að þannig viðburðir geta leitt til þess, sem við erum að reyna að forðast. Við höfum þó séð áður, að svipuð vandamál hafa verið leyst án styrjaldar. En enginn getur sagt með vissu, hvaða af- leiðingar Berlínarviðburðirnir muni hafa í för með sér. Persónulega held ég, að kom- izt verði hjá stríði, líka í þetta skiptið. En ég skal þó viður- kenna, að það þarf dirfsku til að reyna að spá um áform sovét- valdhafanna. — Þér reynduð í fyrra að ræða ágreiningsmálin við Rússa. — Hvernig gekk það? — Það var einu sinni, þegar ég var í góðu skapi, á meðan ég var utanríkisráðherra. Ég skrif- aði þá grein í „Pravda“, og vest- ræn blöð birtu svo svar Rússa. Ég sagði við Rússa, að við skyldum halda áfram að tala hreinskilnislega saman. En þeir vildu ekki halda viðræðunum áfram. — Var það ekki yfirsjón af Bretum að viðurkenna Mao- stjórnina í Kína? — Nei, en ég skal viðurkenna, að við höfum ekki haft mikið upp úr því. Það er svo að segja ómögulegt að verzla við Kína. En stjórn Maos er hin raunveru- lega stjórn í landinu. Þess vegna álít ég heppilegast, að Mao-Kína verði leyft að gerast meðlimur Sameinuðu þjóðanna. Án þess er erfitt að skapa samvinnu milli Kína og vestrænna þjóða. En á meðan Kóreustríðið stendur yfir verður að fresta þessu máli. — Hvernig finnst yður, að starf S. Þ. hafi fekizt? — Það hefir tekizt vel eftir ástæðum. S. Þ. geta þó vitan- lega ekki náð að fullu tilgangi sínum á meðan Rússland og lepp ríki þess eru ekki fús til sam- vinnu við aðrar þjóðir. — Eruð þér fylgjandi því, að Vestur-Þýzkaland skapi sér her? — Það eru skiptar skoðanir um þetta mál. — í Verkamannaflokknum brezka hefir verið fundið að því, að sum lönd í Atlantshafsbanda- laginu leggi ekki nægilegt fram til sameiginlegra varna. Hvern- ig lítið þér á þetta? — Sumar þjóðir gætu líklega gert meira en þær gera. Ég vil þó ekki nefna neinar í þetta skiptið. — Eigið þér við Danmörku? — Ég tala aldrei illa um lönd, þar sem ég er gestur. — Hvenær gerið þér ráð fyrir að taka aftur við völdum í Bret- landi? — Eftir næstu þingkosningar. — Hvenær fara þær fram? — Churchill ákveður kosn- ingadaginn. En ég býst ekki við kosningum fyrst um sinn. — Ætlið þér að fylgja stefnu Churchills í utanríkismálum, ef Verkamannaflokkurinn myndar stjórn eftir kosningarnar? — Það er undir því komið hvernig þá verður ástatt í utan- ríkismálunum. Páll Jónsson —Mbl., 14. júní Búðarstúlkan: — Þessi hattur fellur að höfðinu á yður eins og hanzki! — Já, en ég ætlaði að fá mér hatt, en ekki hanzka! * * * Spákonan: —Þér verðið blá fátækur fram að þrítugu. Ungi maðurinn, ákafur: — En hvað tekur þá við? Spákonan.— Þá verðið þér far- inn að venjast því. Sparið peninga! Sparið meira en hálf útgjöld við reykingar! Vélvefjið vindlinga yðar með Business College Education In these modem times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence YourBusiness Traimnglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 695 SARGENT AV \ wTNNIPKG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.