Lögberg - 24.07.1952, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.07.1952, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. JÚLÍ, 1952 5 *************************** ÁHUGAMÁL LVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON LEXÍAN f KÓREU Eftir DOROTHY THOMPSON AÞENUBRÉF Prinsinn er jafningi kotungsins „Þú heldur auðvitað eins og allir aðrir, að ekkert sé gert hér í Grikklandi nú án erlends fjár og erlends framtaks. Komdu og heimsæktu mig einhvern dag- inn og ég skal sýria þér fram á hið gagnstæða." Það var enskur vinur minn, sonur hins kunna uppeldisfræð- ings Geoffreys Winthrops Youngs, sem þetta mælti og ég varð glaður við tilmælum hans. Þessi ungi maður, sem kvæntur er sænskri konu, fósturdóttur danska sendiherrans í Aþenu, var kallaður til Grikklands fyrir 4 árum til að takast á hendur stjórn heimavistarskóla, sem konungurinn með aðstoð nokk- urra grískra uppeldismanna, hugðist setja á stofn. Forsaga Hér er um að ræða algera nýjung í skólamálum, sem hófst í Þýzkalandi eftir fyrri heims- styrjöldina undir handleiðslu Kurts Hahns, eins hins merk- asta brautryðjanda í uppeldis- málum á síðustu áratugum. Honum var vísað úr landi, þeg- ar Hitler kom til valda, þar sem hann frá upphafi barðist gegn stjórn hans. Settist hann þá að í Bretlandi og stofnsetti skóla þar fyrir áeggjan vina sinna. Eftir ævintýralega sögu tveggja ára- tuga hefir þessi skóli í Gordons- town unnið hylli og óskiptan stuðning allra, sem til hans þekkja. Meðal nemenda sinna telur hann m. a. Filipus hertoga af Edinborg, eiginmann Eng- landsdrottningar. Hugmyndina að skóla sínum fékk Hahn við lestur „Lýðveld- isins“ eftir Plato. Svona geta örlögin verið kaldhæðin, að fyrsti gríski skólinn að fyrir- mynd hins forna spekings skuli vera aðfluttur! Takmark Hahns er „heilbrigð sál í hraustum líkama,“ og er að því keppt með alhliða ástundun líkamlegra og andlegra æfinga. Leikir, íþróttir og líkamleg vinna skipa sama sess og bóknám. Hahn leggst gegn þeirri tegund skóla, sem hann nefndir Jóniska, þar sem börnunum er frjálst að velja þær námsgreinar, sem þeim falla bezt og leggja einhliða á- herzlu á þær. Smekkur barnsins Ósköpin, sem hafa átt sér stað á tuttugustu öldinni, ættu að hafa sannfært alla um það, að hér eftir getur ekkert stríð ráðið nokkru máli til lykta — hvorki hugsjónalega, fjárhagslega né andlega. Stríð bæta ekki mannfélags- málin, heldur eyðileggja þau. Stríð bæta ekki ríkið, heldur tortíma því ásamt allri þjóð- menningu. Stríð hvetja ekki til hreysti né hugrekki nema í ör- fáum tilfellum. Stríð göfga ekki sálina né bæta hugarfarið. Þau gera mennina að villidýrum, spilla þeim á allan hátt og deyfa allar þeirra betri tilfinningar. Það er umfram alt köllun og skylda kvenfólksins að sýna og sanna heiminum þennan sann- leika. Konur verða að hafa fult frelsi til þess að prédika hann án allrar hindrunar, og þrátt fyrir allar andstæðar stefnur flokka eða stjórna. Stríðið í Kóreu hefir ekki verið árangurs- laust fyrir þá, sem lært hafa ofanskráða lexíu þess. Tveimur sterkum öflum hefir lent saman á þessum skaga í Austurálfunni. Að sjálfsögðu hefir hvorugri hliðinni komið það til hugar í upphafi að þetta stríð yrði eins stórkostlegt eða eins langvint og raun hefir á orðið. Hin óvænta árás að norðan, sem hafin var alveg fyrirvara- laust og án þess að segja reglu- lega stríð á hendur, hefir sjálf- sagt verið hafin með þeirri sann- færingu að sigur væri viss og ákveðinn. Stjórnmálastefnur þar voru óljósar vegna þess að stríð stóð yfir á milli tveggja landa eða landshluta, og voru beggja megin vafasamar heimildir. Kórea hafði verið nokkurs konar herradæmi, sem heyrt hafði til Kína, þangað til á síð- ustu öld: Þá var það hertekið af Japan. Landið hafði að nafninu til verið frelsað; höfðu Rússar og Bandaríkjamenn gert það í félagi, á meðan síðara heims- stríðið stóð yfir. Hersveitirnar mættust á í- mynduðum landamærum Suður- og Norður-Kóreu á 38. breiddar- stígi. Sameining Kóreulandanna var aldrei deiluefnið, hvorki milli stórveldanna, né Kóreu- manna. Bæði Suður- og Norður- Kóreubúar vildu altaf sameinast. í janúarmánuði árið 1948 var það falið nefnd, er Sameinuðu þjóðirnar útnefndu, að sjá um atkvæðagreiðslu við kosningu stjórnar fyrir alla Kóreu. Þess- ari nefnd var aldrei leyft að koma inn fyrir landamæri Norður-Kóreu; en þar var stofnuð kommúnistastjórn og her myndaður, sem kallaður var „Her fólksins." í * maímánuði fóru fram kosningar í Suður- Kóreu og því lýst yfir að þar væri stofnað ríki, sem nefndist: „Þjóðríkið Kórea“ í Suður- Kóreu. Þannig mynduðust tvö ríki; en þau voru þó bæði að nokkru leyti undir útlendri her- stjórn. í tvö ár hélzt yfirborðsfriður milli þessara tveggja ríkja, þó altaf væri grunt á því góða. Ameríski og rússneski herinn fóru burt þaðan, en skildu eftir hersveit hvor um sig, sem átti að vera nokkurs konar „Varnar- lið.“ Bandaríkin hugsuðu sér ekki að stofna sterkar hersveitir í Suður-Kóreu, þau höfðu þar einungis varnarlið. En „her fólksins" í Norður-Kóreu var aukinn og æfður, til hvers sem vera vildi. Þegar hann hóf árás- ina 1950 í júnímánuði, vann hann sigur svo að segja á svip- stundu. Það var engum efa bundið, að hefði Suður-Kórea enga hjálp fengið, þá hefði hún verið hertekin og nýju ríki bætt við kommúnista, sem stjórnað er og ráðlagt frá Moskva. Nú varð eitthvað að gera, ef undirstöðustefna Sameinuðu þjóðanna var þess virði að ljá henni lið. Og á því hvíldu allar hennar ákvarðanir. Á því var þess vegna byrjað að senda her frá Japan, síðar frá Bandaríkj- unum og loks frá ýmsum öðrum þjóðum: Stríðið var byrjað í alvöru. Ári seinna komst fréttaritari þannig að orði í blaðinu: „Lon- don Times“ í frétt um þetta stríð: „Sjaldan hefir stríð verið háð, þar sem jafn skjótt og jafn ákaft hefir skiptzt á sigur og ósigur. En samt sem áður gat úrslita- sigur ekki átt sér stað innan landamræa Kóreu — á hvoruga hliðina. Og af þeim ástæðum kom það til umræðu í þingi Bandaríkj- anna, hvort hagkvæmt væri eða ekki að færa út stríðskvíarnar. Nú var svo komið að öll veröldin stóð á öndinni. Að undanteknum Bandaríkjunum voru allar Sam- einuðu þjóðirnar hræddar um það, að langvarandi, óafgerandi stríð gæti hnekt áliti þeirra. Sú skoðun jókst og breiddist út að stríð við meginland Kínverja gæti orðið óendanlegt ef hvorug hliðin léti undan. Hin ógurlega eyðilegging á báðar hliðar innan Kóreu, hið afskaplega mannfall, ekki einungis á meðal hersins á báðar hliðar, heldur einnig á meðal fólksins yfirleitt og millj- ónir heimilislausra flóttamanna. — Alt þetta skapaði þá skelf- ingu, sem engin orð geta lýst. Hér var ekki hægt að segja, eins og Lincoln sagði forðum: „Báðar hliðar ákalla sama guð,“ því kommúnistar ákalla ekki guð, heldur aðeins hina óhjákvæmi- legu, sögulegu framþróun og rökfræði hinnar efnislegu heim- speki sinnar. En samt sem áður ákalla báðar hliðar sömu hug- sjónina; hvor hliðin fyrir sig lýsir yfir algjörðu frelsi allra þjóða; hvernig það samrýmist hugarfari þeirra og athöfnum er annað mál. Báðar hliðar hafa svarið það í stofnskrá Samein- uðu þjóðanna að beita aldrei of- beldi við nokkra aðra þjóð. Hvor hliðin fyrir síg lýsir því yfir að hún „berjist fyrir friði.“ Báðar segjast þær „trúa á þjóð- stjórn.“ Báðar segjast þær venda þá, sem undirokaðir séu. Báðar hliðar eru hræddar við framtíðina — og það er mögu- legt að Kóreustríðið hafi gefið vonir um auðfenginn sigur í al- mennu stríði — en hvorug hliðin lat vænst þess. Hvorug hliðin gat jafnvel vonast eftir nokkrum sigri. Ég get ómögulega ímyndað mér annað en að Rússar hafi lært lexíu Kóreustríðsins. Þeir menn eru að sönnu til, sem spá því, að á þessu ári eða því næsta muni Rússar knýja bandaþjóðir sínar til þess að ráðast á Yugo- slavíu eða Þýzkaland, þegar þeir hafi safnað saman kynstri af atom-sprengjum. Þeir menn eru jafnvel til, sem segja,, að við ættum að koma einhvern veginn ár okkar svo fyrir borð, að stríð yrði hafið — það er að segja: við ættum að erta hina til stríðs, eða við ættum að hefja það, sem þeir kalla „varnarstríð." Þeir segja að bezt sé illu aflokið. Ég fyrir mitt leyti býst ekki við neinu þess konar frá Rúss- um. Ég er heldur ekki alveg frá því, að í hugsun Soviet-leiðtog- anna hafi nú þegar byrjað með- vitund um það, að eitthvert afl eigi sér stað í tilverunni, sem hingað til hafi ekki verið gert ráð fyrir í heimspeki þeirra. Ég trúi því, að Soviet-leiðtogarnir séu í raun og veru hræddir — hversu hatursfull og árásar- þrungin sem orð þeirra eru og verða. Það er erfitt fyrir leið- toga, sem alinn hefir verið upp við sérstakt orðalag, að tala öðruvísi. Hversu miklar framfarir sem kunna að eiga sér stað á Rúss- landi viðvíkjandi atomsprengj- um, þá hljóta Rússar að vita það, að sams konar faramfarir eru þó enn þá meiri hérna megin. Til þess að jafna reikningana í Kóreu, má telja það með tekj- unum að báðar hliðar hafa þó veigrað sér við því að valda allri þeirri eyðileggingu, sem mest mátti verða: Þó þess væri kraf- izt opinberlega að atomsprengj- urnar væru notaðar, var það samt ekki gert. I þessu stríði hefir heldur aldrei verið heimt- uð skilyrðislaus uppgjöf, eins og í síðasta stríði. Ekki voru held- ur miklar undirtektir þegar McArthur lýsti því yfir að í stríði væri ekkert til, sem gæti komið í staðinn fyrir sigur. Jafn- vel þeir, sem ákafastir voru í fagnaðinum þegar hann kom heim, fylgdu honum ekki í þeirri skoðun. Mannlegar til- finningar yfir höfuð mættu þeirri staðhæfingu McArthurs með þessum orðum: „Eitthvað hlýtur að vera til, sem komið getur í staðinn fyrir stríð.“ Hvernig og hversu mikla hjálp Rússar veittu kommúnistum í Kína, vita menn ekki með vissu. En margt sýndi það í fyrravor og síðar, að Rússar hefðu fegnir viljað sjá stríðið hætta, án þess að hætta sínum eigin mönnum í það, ef það hefði verið mögu- legt án smánar fyrir þá sjálfa. Það var auðséð að báðar hliðar voru hræddar: þorðu ekki að eiga það á hættu, að þriðja heimsstríðið byrjaði. Ef Kóreustríðið kennir eða sannar nokkuð þá sannar það að þeir dagar eru liðnir þegar full- kominn sigur gat átt sér stað í stríði. Enginn Rússi með fullu viti getur trúað því að nokkurt her- vald frá Evrópu og Asíu eða sameinaðar hersveitir þaðan gætu sigrað Bandaríkin og Norður-Ameríku, eða grætt nokkuð á þess konar stríði. Og enginn lifandi maður með fullu viti getur trúað því, að nokkur þjóð geti orðið frjáls eða geti frelsast með stríði, sem háð er í hennar eigin landi. Stríð er vísindaleg list í því að lífláta óvini sína. Það er í raun og veru orðin svo fullkomin ist, að hún er ekki á nokkru viti bygð, því hún hefir ekki einungis orðið fullkomin í því að drepa óvini manns, heldur drepur hún alla. Og jafnvel þó það væri mögulegt að vinna full- kominn sigur í stríði, þá græddi sigurvegarinn ekkert annað en það að taka á herðar sér þá ó- þolandi byrði að ausa út fé, vinnukrafti og mannslífum, og halda því áfram í það óendan- lega, til þess að halda við þeim síeyðileggjandi sigri. Stríðsfræðingar vorra tíma eyðileggja jafnvel allar fyrri hugmyndir um hernaðarlist, eins og t. d. þeirri hugmynd, sem nauðsynleg var talin, að hafa herstöðvar nálægt þeim, sem verða kynnu óvinir. Áður en langt um líður verður enginn blettur til á jörðinni, sem ekki næst til með drápsvélum frá hvaða öðrum bletti sem vera vill, án þess að hafa nokkrar millistöðvar. Eigum við þá að gera ráð fyr- ir því, að eitthvert stórveldanna ráðist á eitthvart annað stór- veldi, án þess að mögulegt sé að sjá að í því sé nokkur hags- von? Það væri blátt áfram sama sem að ímynda sér að heimin- um sé stjórnað af vitfirringum. En sannleikurinn er sá, að hon- um er stjórnað af ófullkomnum mönnum; og að mestu leyti af meðalmönnum — og flestir þeirra eru dauðhræddir. Við ættum ef til vill, að vera þakklát fyrir það að þeir eru hræddir og ekki meira en meðal menn. Hitler var stórvitur mað- ur að vissu leyti, en afdrif hans og þjóðar hans sýna það og sanna, að þar var minni þörf á stórviti, en meiri þörf á heil- brigðu meðalviti. Það má því segja um Kóreu- stríðið, sem út leit fyrir að væri byrjun á þriðja heimsstríði, að það séu miklu fremur eftirstöðv- ar af hálfrar aldar stríði, ef rétt er athugað. En hvernig sem Kóreustríðið endar (eða hefir endað) þá er það víst að við lifum ekki þann frið, sem spámennirnir hafa lof- að okkur í þúsundir ára — hvor- ug hliðin fær vonir sínar upp- flytar: Ljónið leggst ekki niður ijá lambinu. Ekki heldur mun lítið barn leiða þau. Til þess að sá friður ætti sér stað, yrði að verða allsherjar hugarfarsbreyt- ing og eindregin alvara í því að vilja breyta við aðra eins og menn vildu að aðrir breyttu við sig. En jafnvel ef köldu stríði væri areytt í kaldan frið; og meira að segja þó það væri gert aðeins fyrir hræðslusakir, jafnvel væri aað þó spor í rétta átt. Ef fleiri og fleiri einstakling- ar létu sér skiljast það smám saman, að tilgangurinn helgar ekki meðalið, heldur er það með- alið, sem ævinlega ákveður til- ganginn — þá væri það spor í rétta átt. Ef andleg vakning ætti sér stað eftir hálfa aðra öld af ó- stjórnlegri efnishyggju, sem ekki hefði byrjað á Rússlandi, heldur meðal Vesturlanda þjóð- anna, sem lengst teljast komnar í menningunni, þá væri það spor í rétta átt. Ef mikill fjöldi fólks risi upp, sem ekki væri einungis sann- fært um það, heldur bókstaflega vissi það að þeir, sem leita rétt- lætis hljóta nægileg verðlaun frá hendi náttúrunnar, þá væri það spor í rétta átt. Ég leyfi mér að bera því vitni, að ég sé og finn merki slíkrar vakningar nú þegar, þrátt fyrir alla óstjórn og andstæðar stefn- ur í þessum örvæntingaheimi. Ég sé og finn þessi merki í hræðslu vísindamannanna við sínar eigin uppfyndingar. Ég sé þau og finn í endurvakning meðvitundarinnar um það, að margar kgnningar Jesú voru ekki einungis mannúðlegar og upplýsandi, heldur einnig vís- índalega sannar. Lögmál lífsins er það að breytast og vaxa; og ekkert er til, sem helzt óbreytt: hvorki lýðveldi né kommúnismi, hvorki fólksstjórn né einveldi. Við lif- um á því að læra af reynslunni. Ræður þær, sem stjórnendur okkar hafajilutt að undanförnu, hafa ekki skapað hjá fólkinu trú á það að hata stríð: Þeir sjá frið og tala um frið einungis í því ljósi að safna saman svo miklu af her og hervaldi, að aðrir þori ekki að ráðast á þá. Þeir tákna friðarhugmyndina í heiminum með glæsilegum flokkum hers- höfðingja og heilum flotum af herskipum í loftinu. En hershöfðingjar, herfylking- ar, atomsprengjur og vopnuð herskip á hafi og í lofti — ekkert af þessu táknar frið í hugsun fólksins. Sama er að segja um andleg stríð. Og eins er það með hótanir um að umkringja þjóð með herstöðvum, hvort sem um er að ræða Rússland eða ein- hverja aðra þjóð, í því skyni að eyðileggja iðnaðarstofnanir eða samgöngufæri. Það eina, sem í hugsun fólks- ins jafnast á við þrá þess og kröfur um frið, er stöðug mót- staða gegn stríðsvillunni. Það er að beita stöðugt skynseminni; að láta ekkert hlé verða á kröfunni um allsherjar afvopnun, og vera ævinlega við því búin að semja um öll deiluefni — semja í það óendanlega, ef á þarf að halda. Því það er sjáanlega betra að sitja á sáttafundum í það óend- anlega, en að eiga í eilífu stríði. Það sem heimurinn nú þarfn- ast fremur öllu öðru, eru raddir svo háværar að þær heyrist yfir °g í gegnum stríðshljóðin og styrjaldaöskrið. Raddir, sem beri fram háværar kröfur um það að sjálft lífið fái að njóta sín í allri sinni dýrð. Dauður líkami er hvorki kommúnisti né demokrat. Hrúga af rjúkandi ösku brunninna húsa er hvorki verðmæt eign ríkis né einstaklinga. Stríð er sameigin- legur eyðileggjari auðmannsins og jafnaðarmannsins. Þetta finst mér að þurfi að prédika. Fólkið hugsar og talar einmitt svona um allan heim — einmitt nú. Það talar um það sín á milli. Sá tími kemur, að fólkið segir þetta hátt og hik- laust — og ef til vill allt í einu hljóði. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi úr Ladies’ Home Journal er engan veginn öruggur mæli- kvarði á það, hvar hæfileikar þess liggja. Ræðst hann mjög gegn sálgreiningskenningum Freuds og nefnir mörg sláandi dæmi máli sínu til stuðnings. En jafnframt er hann eindreg- inn andstæðingur hins Spart- anska skóla, sem hann svo nefnir, þar sem stefnt er að því að uppgötva afburðamennina fyrir ríkið, en fjöldinn verður út undan. Bókaormurinn og íþrótta garpurinn fá þar að njóta sín, en aðrir ekki. Að vísu eru ýmiss konar tómstundaiðkanir leyfðar og jafnvel til þeirra hvatt, en þær skipa engan veginn sama sæmdarsess og bóknámið eða í- þróttirnar. Hinn platónski skóli stefnir að því að hjálpa nemendunum til að uppgötva sinn innri mann og finna stöðu sína í lífinu. Það verður aðeins gert með því að koma þeim í kynni við sem flest af fyrirbærum mannlegs lífs. — Undirstaða hamingjusams lífs er líkamleg hæfni, og hana geta allir öðlast með jiokkurri á- stundun. Að sjálfsögðu falla mörgum líkamsæfingar illa í byrjun, en það breytist í flest- um tilfellum með tímanum. — Kenna verður börnunum sjálfs- aga, því að hann er eitt af skil- yrðum sjálfstjáningar. Jafn- skjótt og börnin hafa fundið styrkleika sinn — en ekki fyrr — verður að koma þeim í kynni við veikleika þeirra. Ósigrar eru jafn ómissandi og sigrar í góðu uppeldi. — Hahn leggur megin- áherzlu á góða fæðu og fagurt umhverfi skólans. — Því miður leyfir rúmið ekki frekari um- ræðu um þessa stórmerku nýj- ung í skólamálum. Heimsókn Skólinn í Aþenu er til húsa í einu af úthverfum borgarinnar. Hann er umgirtur fögrum skógi, ?ar sem eru ótæmandi mögu- leikar til leika og útilífs. Það vhr sólbjartur vordagur, þegar ég heimsótti Young, og hann fór með mig um staðinn og sýndi mér lífið þar. Á íþróttavellinum voru nokkrir drengjanna að Doltaleik, skammt þar frá unnu aðrir að gróðursetningu og jarðrækt. í vinnustofunni stóðu enn aðrir yfir hefilbekkjum, og úti í skóginum voru nokkrir þeirra í eltingaleik undir stjórn skátaforingja. Allt ber vitni á- huga og athafnasemi. „Dregur það ekki úr námsaf- köstunum að leggja slíka á- herzlu á útilíf ?“ spurði ég. „Þvert á móti, það örvar dreng- ina. Þeir hafa nægan tíma til lestrar, en allur sá tími, sem venjulega fer í vafasamar skemmtanir eða slæpingshátt, er hér helgaður hollum leikjum og vinnu.“ „ Áhvaða aldri eru drengirn- ir, og hvernig eru þeir valdir?“ „Sem stendur eru þeir á aldr- inum 10—14 ára, en með tíman- um vonumst við til að gera þetta að menntaskóla jafnframt. Eins og þú sérð, er nú unnið að bygg- ingu miklu stærra skólahúss, sem gerir okkur kleift að auka nemendatöluna að mun. Þeir eru nú 80 talsins og eru valdir með e. k. prófum, þ. e. a. s. reynt er að komast fyrir gáfnafar þeirra með samtölum. Meiri hluti nem- enda greiðir fullt skólagjald og er því af efnuðu fólki, en 25% þeirra hljóta námsstyrki og verða að vera af fátækum komn- ir. Er leitazt við að velja þessa nemendur úr öllum hlutum Grikklands, og næsta ár er í ráði að senda prófnefnd um allt land- ið til að velja nýja nemendur. Sá áhugi, sem sumir foreldrar hafa sýnt á að koma sonum sín- um hingað, er uppörfandi. í fyrra kom hingað bláfátækur prestur norðan úr Epirus með son sinn, og höfðu þeir ferðast Framhald á bls. 7

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.