Lögberg - 24.07.1952, Blaðsíða 7
.liÖGBERG, FIMTUDAGIWN. 24. JÚLÍ, 1952
7
Scm Marino . . . Framhald af bls. 2
asta heldur því, sem þeir hafa
gjört og hinu, sem þeir eru að
reyna að koma í verk.
Ég fór nú einn dag snemma
með öðru ferðafólki áleiðis til
Nazaret; við vorum 7 í bílnum,
fimm Gyðingar, amerísk kona
og ég; og nú voru margir staðir
útskýrðir, sem maður kannaðist
við úr ritningunni. Það var víða
fallegt á þessari leið og frjósamt
með köflum, þar var fallegur
skógur, Bellford Forest, og fall-
egir akrar; þeir fallegustu, sem
ég sá, voru í Galileu. Landið er
bert eins og fsland, en nú eru
Gyðingar alls staðar að klæða
það skógi. Við mættum alls kon-
ar fólki á þessari leið, sumum
gangandi, öðrum með úlfalda og
mörgum með asna, sem báru
farangur þeirra ag stundum sat
maður ofan á bagganum. Land-
ið er hæðótt og mikið af grjóti,
ekki ólíkt melunum á fslandi. í
Nazaret er fjarskalega þéttbyggt
og mikið af arabisku fólki. Við
vorum tekin til þess staðar þar
sem Josep og María eiga að hafa
búið; katólska kirkjan hefir
reist þar stórt musteri, en undir
kirkjunni er þessi hellir og það
er auðséð að þar hefir verið
búið, þar eru hlóðir og stallar
og tröppur í klöppinni. Okkur
var bent á breiða hellu, sem á
að hafa verið smíðabekkur
Joseps. í þessari katólsku kirkju
eru margar helgimyndir og ann-
að skraut og þar er einnig stór
skóli, alt steypt og vel byggt.
Úti á torginu þar nálægt
stingur mjög í stúf, þar ægir öllu
saman; því aumasta mannfólki
tötrum klæddu, geitum hænsn-
um, ösnum og opnum holum,
sem höfðu mat til sölu.
Nú fórum við frá Nazaret og
yfir hóla og hæðir á mjóum
vegi; við mættum hjarðmönnum
með stóran hóp af geitum, þær
eru svartar á litinn með brún-
um rákum, eyrun eru löng og
svört með brúnni rönd utan
með, eins og þau væru málið.
Þetta voru þær fallegustu skepn-
ur, sem ég sá í ísralel, en þar
eru allar skepíiur heldur rýrar.
Nú vorum við á leiðinni til
Tíberias og landið varð nú lág-
lent og heitt í veðri. Okkur var
sýndur dalur nokkur, þar sem
áin Jórdan rennur út í Tíber-
vatnið. Áin er mjó og litlir bakk-
ar, en meðfram henni vaxa á-
vextir vel. Bærinn Tibeis stend-
ur við vatnið og þangað fórum
við nú til að snæða miðdegis-
verð, sem var fiskur veiddur úr
vatninu. Þarna er mjög heitt á
sumrin. Okkur var sagt að vatn-
ið væri sex hundruð fetum
lægra en Miðjarðarhafið, og til
að sjá sýndist það fjarska lágt,
en það er á milli allhárra fjalla.
Eftir að við fórum frá Tiberias
var okkur bent á lítinn bæ sömu
megin við vatnið, en það er
Kana í Galileu. Hinu megin
vatnsins er Syria og eru Arabar
þar allsráðandi.
Þarna í dalnum hjá Tiberia er
það, sem kallast Kabúsh, það er
félagsbúskapur, þar sem allir
eiga allt sameiginlega; allir fá
heimili, fæði og fatnað og allir
vinna saman; en engum eru
greidd vinnulaun. Þegar börnin
eru ung er þeim safnað saman
og gæzlukona fengin til að hafa
umsjón með þeim, en mæður
þeirra vinna. Börnunum er kent
ýmislegt og þarna eru skólar,
gamalmennahæli og spítali. Við
komum þarna á matmálstíma og
mér fanst borðhaldið mjög
gróft.
Nú var farið upp klettóttar
brekkur og af hverri hæð, sem
við komum á, sást út á vatnið,
sem var mjög bylgjótt að sjá
og himinblátt. Okkur var bent
á stóreflis byggingu út á tanga,
umhverfis hana var garður úr
múrsteini; þetta var klaustur,
sem Mussolini lét byggja þarna
til að koma sér í mjúkinn hjá
kaþólskum. Þessi mikla bygging
stóð ein sér langt frá öllum öðr-
um mannvirkjum. Okkur var
sagt að kaþólskar nunnur væru
þar. Við námum staðar þarna í
hrjóstrugri hlíðinni og fórum
inn í ævagamalt Gyðinga must-
eri, þar sem öllu hefir verið
haldið í sama horfi aftan úr
grárri forneskju. Engin húsgögn
var þarna að sjá. Prestar sitja
á gólfinu með húfur og í löngum
kápum og lesa gamlar skruddur.
Þeir betla af ferðafólki og
kveikja svo á kertum og biðja
fyrir þeim, sgm gefa. Þarna voru
engir stólar, eins og fyr segir,
en sumir prestanna höfðu falleg-
ar ábreiður og sátu á þeim.
Nú komum við á hæsta staðinn
í Galileu og enn sást út á vatnið,
en þó í síðasta sinn.
Síðast var stansað í Safad,
sem áður var í höndum Araba,
en nú eru þeir allir farnir þaðan,
þar urðu miklar skemmdir af
sprengingum og nú er bærinn í
höndum Gyðinga. Þarna er fall-
egt, en fjarska hrjóstrugt land.
Bærinn er byggður framan á
klöpp; þar var okkur m. a sýnd-
ur hinn Mjói vegur, eitt af hin-
um ævagömlu strætum; við
gengum í halarófu og sitt til
hvorrar handar voru húsdyr,
vegurinn var svo mjór, að tveir
gátu ekki gengið samhliða. —
Á hæðunum í nánd við Safad
stendur gríðarstórt hótel og
önnur stórhýsi af nýjustu gerð
og var okkur sagt, að þetta væru
sumarbústaðir ríka fólksins því
þarna uppi er gott loft og sval-
ara á sumrin, en þegar fer að
kólna þarna þá flytur þetta fólk
til Tiberies, en þar er hlýrra á
veturna.
Á leiðinni til Hifa var komið
við í Akka; þar er gamalt virki
með háum varnargarði umhverf-
is, sem Tyrkir byggðu. Akka var
hafnarbær þar til Bretar tóku
við yfirráðum þar eftir fyrra
stríðið, eða 1931. —
Nú var það einn sunnudag að
ég fór ein míns liðs til Jerúsalem
| _
íslendingadagurinn í Blaine, Wash.
Sunnudaginn, 27. júlí, 1952
A. B. KRISTJÁNSSON
ANDREW DANIELSON
Framkvœmdarnefncl:
LARA SIGURDSON
NITA WESTMAN
S. EYMUNDSON \
Forseti dagsins .............STEFAN EYMUNDSON
Söngstjóri .......................H. S. HELGASON
Undirspil annast ..........MAMIE POPPLE ROLANDS
Skemmtiskráin byrjnr stundvislega klukkan 1.30 STANDAKD TIME
Skemtiskrá:
1. Ó, GUÐ VORS LANDS ......................Allir
2. ÁVARP FORSETA ..................S. Eymundson
3. BLAINE SÖNGFLOKKUR
4. EINSÖNGUR .....................Ninna Stevens
5. Ræða, MINNI ÍSLANDS: Próf. Finnbogi Guðmundsson
6. SÖN GFLOKKURINN
7. EINSÖNGUR ....................Margaret Sigmar
8. RÆÐA á ensku ...............Halldór C. Kárason
9. EINSÖNGUR .....................E. K. Breidford
10. SÖNGFLOKKURINN ....................O Canada
11. ALMENNUR SÖNGUR ........H. S. Helgason stjórnar
12. GESTIR
13. Eldgamla ísafold, God Save the Queen, My Country
Veitingar verða á boðstólum
Gjallarhorn flytur skemtiskrána til áheyrenda
Prinsinn er jafningi kotungsins
með járnbrautarlest. Það var
með naumindum að mér tókst
að finna sæti, en að síðustu sáu
Arabar um að ég gæti tillt mér
niður. Fólk fór strax að borða
morgunmat, því þetta var kl. 7
að morgni; það hafði meðferðis
brauð og egg, og sumir appel-
sínur.
Þegar til Jerúsalem kom rudd-
ist fólkið út og fór með fólks-
flutningabílum í allar áttir. Ég
vissi ekki vel hvað ég átti af
mér að gera. en kom þá auga á
stúlku, sem leit út fyrir að væri
að bíða eftir einhverjum og ég
spurði hana hvort hún talaði
ensku. Já, sagði hún, og hún var
einmitt að fara á sömu biðstofu
og ég nefíiilega Government
Tourist stöðina; þar var okkur
leiðbeint og ég komst á gott
hótel — King David, — sem
mun vera bezta hótel þar um
slóðir, en nokkuð langt út úr;
þar í kring er fallegur garður,
stór kaþólsk kirkja og Y.M.C.A.
Ég fór strax að sjá mig um og
við mættumst á biðstöðinni og
fórum þaðan með bíl og leiðsögu
manni; við vorum 5: tvær stúlk-
ur frá Jóhannesborg í Suður-
Afríku, og stúlkan, sem ég tal-
aði við áður, er var þýzk en býr
á Englandi og var að finna
frænsku sína í Jerúsalem; amer-
ískur Gyðingadrengur frá Los
Angeles og ég.
Fyrst fórum við upp á Mount
Zion; til að komast þangað upp
þurfti að klifra brattar hlíðar og
kletta. Það var kaldur vindur
þennan dag með sandroki af
eyðimörkinni, svo útsýnið var
ekki svo gott sem skyldi fyrr en
leið að kvöldi. Við vorum tekin
í ótal gamla hella, þar sem margt
gamalt er geymt, svo sem æva-
gamalt letur, leirker og krúsir
og ýmsir aðrir munir. Þarna
upp á fjallinu á Davíð konungur
að vera grafinn og einnig María
móðir Jesú Krists. Okkur var
bent á nokkur tré utan í hlíð
nálægt veginum, þar sem sagt
er að tréð, sem krossinn var bú-
inn til úr hafi verið tekið. Þetta
eru Olivetré.
Elzti hli^ti Jerúsalem er í
höndum Araba, svo þangað
fengum við ekki að koma En
skammt frá landamærunum gat
að líta stórbyggingar: musteri
bókahlöður, háskóla og margt
fleira.
Við komum á ljótt torg, þar
sem allt er eins og það var í
fornöld. Öllu ægir þarna saman
undir beru lofti svo sem alls
konar matvælum, kindum,
hænsnum, geitum, ösnum kött-
um, hundum og óhreinu fólki.
Þetta er frá elztu tíð og þess
vegna þykir sjálfsagt að sýna
það ferðafólki.
Það er mjög áberandi hvað
margir trúflokkar eru þarna;
þeir bera einkenni sín utan á sér,
svo sem með sérstökum kápum,
höttum eða hári og skeggi. Við
vorum marga klukkutíma í þessu
ferðalagi. Mest fannst mér til
um það hve margt þarna er ríg-
bundið við gamlar venjur.
Ég fór í nokkrar sölubúðir; alt
er mjög dýrt og manni verður
lítið úr sínum peningum; þeir
vilja ekki ísrael-pund heldur
ameríska dollara, en stjórnin
bannar verzlunum að taka þá,
hrædd er ég samt um, að kaup-
sýslumenn freisti þess þó.
Heim til Hifa fór ég með sjö
manna bíl (Taxi), en skift var
um ökutæki í Telaviv; það er
s#tór nýtízku bær og eru þar
mikil viðskipti og verzlun og
óskapa umferð.
Á leiðinni frá Jerúsalem til
Telaviv sá ég betur fjöllin, sem
umkringja borgina, og kom þá
í ljós að það, sem mér sýndust
vera rústir daginn, sem ég kom,
voru grjótgarðar svo hundruð
skipti, er hlaðnir höfðu verið til
að verja jarðveginn í miklum
rigningum. Olivetrjám hefir
verið plantað þarna, en þau eru
strjál. Þetta lítur einkennilega
út, ekki sízt í slæmu skyggni.
Yfirleitt finnst manni hrjóstrugt
og heldur ljótt í kringum
Borgina Helgu.
Það langfallegasta, sem er að
sjá í Hifa, er The Persian
Gardens og The Ba-ha-i Shrines,
sem byggð eru á Mount Carmel
hátt upp í hlíðinni og blasa við
alls staðar frá; ljómandi garðar
prýddir með styttum af svörtum
fuglum með gylltar rákir og út-
breidda vængi; einnig eru þar
mörg ker, sum úr marmara og
mikið af járngirðingum. Niður
hlíðina liggja margar hvítar
tröppur og ljóshjálmar til beggja
hliða; á hverju kvöldi loga ljósin
í hálfan klukkutíma upp eftir
hlíðinni og á sjálfu hofinu —
The Shrine er grafhvelfing, er
byggð var yfir tvo fyrirrennara
þessa Ba-ha-trúflokks og er hún
listasmíði.
Við ókum frá Hifa til Lydda,
sem er nokkuð löng leið, í göml-
um Hudsonbíl og vorum þar
eina nótt á stóru ferðamanna-
hóteli. Snemma næsta morgun
fórum við með flugvél brezka
flugfélagsins British Over Seas
Airlines til Róm. Við liðum á-
fram ofar skýjum í glansandi
sólskini og vissum ekki fyrri til
en ferðin var á enda og við lent-
um. Það var tekið á móti okkur
á flugvellinum og okkur ekið á
Exelcar Hotel í Róm.
Ég hélt kyrru fyrir þennan
dag, en daginn eftir, 1. maí, fór
ég út að sjá mig um; þá fór fyrir
mér eins og vestur-íslenzk vin-
kona mín komst að orði: — Ég
varð ástfangin við fyrstu sýn —
Yes, I fell in love with Rome
at first sight. Þarna voru breið-
ar gangstéttir með borðum og
stólum í löngum röðum með-
fram byggingunum og önnur
röð út við akbrautina, og þó var
nóg pláss fyrir tvo til að ganga
samhliða inn á milli; þarna sat
fólkið, drakk, reykti, talaði sam-
an og skemmti sér. Og meðfram
á strætinu voru listivagnar,
hestar gengu fyrir; þar voru enn
fremur þeir fallegustu „Busses“,
sem ég hefi séð, og umferðin svo
mikil og allt svo fallegt að ég
hrópaði upp og sagði við frúna
mína: að nú hefði ég fundið al-
gjörlega nýtt. Við settumst upp
í einn létti vagninn og kúskur-
inn veifaði svipunni og við þut-
um af stað niður að Aunt Peters
völlum. Við ókum yfir eldgamla
brú, sem var sannarlegt lista-
verk, gegnujn gömul mjó stræti
og svo í gegnum þann elskuleg-
asta listigarð með þeim falleg-
ustu trjám, sem ég hefi augum
litið. Síðan var komið við hjá
Cooks ferðamannafélaginu og
þar keypti ég mér farseðla fyrir
allar ferðir um Róm og ná-
grennið; og í þær tvær vikur,
sem ég var í Róm, sá ég alla
merkustu staði borgarinnar, mál-
verk, kirkjur styttur og gos-
brunna. En fyrsti morguninn í
Róm hreyf mig samt mest. Ég
get nú ekki farið út j að lýsa
borginni eða því, sem hún hefir
að geyma, því til þess brestur
mig minni og þekkingu, því þó
maður fari í hópum sér maður
að vísu mikið en ekkert nógu
vel til þess að geta gert því góð
skil. En Borghese og Pincio
garðarnir eru þeir fegurstu
skemmtigarðar, sem ég hefi séð,
og að aka í listivagni með góð-
um félaga og gefa sér nægan
tíma, gengur næst því að vera
í himnaríki.
Einnig er þarna að sjá æði-
margt hryllilegt svo sem jarð-
göngin, The Catacombs og
Colosseum, þar sem Nero lét
henda fólki fyrir hungruð ljón.
Ferðin til Tivoli var sérstak-
lega skemmtileg, en hún tók heil-
an dag og væri efni í langa frá-
sögn, en þar sem þetta er þegar
orðið af lant, fer ég nú fljótt
yfir sögu. Mér dettur oft í hug
myndastyttan af Pauline Boni-
parte Borghese; hún er svo töfr-
andi fögur og er í jarðsal Borg-
hese Museum, sem var höllin
hennar. — Hún var systir
Napoleons og giftist einum þess-
ara höfðingja, sem áttu stóreign-
ir og slot mann fram af manni;
en hún lifði flott og eyddi svo
miklu að hún varð gjaldþrota,
en stjórnin keypti höllina og
Framhald af bls. 5
fótgangandi í heila viku, og þó
var það engann veginn víst, að
drengurinn yrði tekinn. Til allr-
ar hamingju stóðst hann prófið.“
„Hver greiðir byggingarkostn-
að og námsstyrki?“
„Það gerir „Þjóðraeklarslofn-
unin". sem að mestu lifir á frjáls
um gjöfum einstaklinga. Kon-
ungurinn átti frumkvæðið að
stofnun þessa skóla, og allt fé,
sem til hans kemur er grískt.
Þessi skóli er ein sönnun þess,
að Grikkir eru ekki algerlega
upp á aðra komnir fjárhags-
lega.“
„Hvernig er stjórn skólans
hagað?“
„Drengjunum er skipt niður í
tvö hús, sem hvoru um sig er
stjórnað af einum kennaranna.
Þessi „hús“ heyja kappleiki sín
á milli og hafa samkeppni í öll-
um greinum. Hvor húsráðenda
ber fulla ábyrgð á sínum drengj-
um gagnvart mér. Auk þessara
tveggja manna eru svonefndur
bóknámsstjóri, verknámsstjóri,
gjaldkeri og læknir, sem allir eru
ábyrgir gagnvart mér og mynda
skólaráðið.“
Við skoðuðum skólabygging-
arnar, sem að nokkru eru nýjar
og að nokkru í gamalli höll, sem
gefin var af einum hinna gömlu
milljónamæringa. Svefnsalirnir
voru bjartir og rúmgóðir, 8—10
drengir í hverjum.
Krónprinsinn meðal
nemenda
1 einni skólastofunni stóð yfir
söngtími, og fékk ég að hlusta
á drengina syngja nokkra ætt-
jarðarsöngva. Á aftasta bekk
gárðinn og síðan hefir það verið
eign ríkisins og almenningur fær
að njóta hennar. Höllin er
Museum og Pauline er þar enn
húsum ráðandi; hún liggur þar
á háum stalli á mjúkri sæng
klædd silki, sem fellur lauslega
að hálfnöktum líkama hennar.
Hún hvílir á öðrum olnboganum
og maður freistast til að halda,
að þetta sé dún- og silkisæng,
því hún virðist beygjast undir
þunga líkamans og brotin eru
svo eðlileg, svo að ég varð að
snerta þetta, en það er auðvitað
harður og gljáandi marmari. En
Pauline er skínandi falleg.
Nú kom að því að Við færum
frá Róm til Napoli Naples. Við
fórum með járnbrautarlest, sem
brunaði áfram; fyrst var slétt-
lendi, svo komu fjöll og hæðir
og þau lengstu jarðgöng, sem ég
hefi séð, en allt í einu erum við
komin alla leið. Við vorum í
Naples í viku. í sjálfri borginni
er ekki svo mikið merkilegt að
skoða nema Museum, sem er
mjög merkilegt safn af styttum,
mosaic og málverkum og alls
konar munum.
Frá Naples blasir við eldfjall-
ið fræga Vesuvius, hvaða sem
litið er sést fjallið og eyjan
Capre, einnig sjást Pompe og
Sarento og Molee Drive. Þarna
er alveg elskulegt að ferðast
utan í fjöllunum, en þó talsvert
írikalegt með köflum.
Frá Naples fórum við með
ítölsku skipi. Fyrst var stansað
í Palermo á Sikiley, þá í Gíbralt-
ar, en svo var haldið til Halifax.
Með skipinu voru nokkur hundr-
uð farþegar — mest innflytjend-
ur, var okkur sagt.
Það var hressandi að vera kom
in til Norður-Ameríku aftur. Ég
og tvær konur frá North Caro-
lina fengum okkur „Taxi“ og
skoðuðum bæinn, fórum í búðir
og skemtum okkur vel. — Um
kvöldið var haldið af stað og nú
hrepptum við þann versta sjó,
sem þó var ekki vondur, er við
höfðum fengið alla leiðina.
Heim komum við eftir 7. júní
eftir tveggja mánaða og sjö daga
ferð.
Nú bið ég ykkur að fyrirgefa
vaðalinn og taka viljann fyrir
verkið.
1 Guðs friði.
Jenny Johnson
sat krónprinsinn, Konstantin, 11
ára gamall, en tók ekkj þátt í
söngnum. Hann kom og heilsaði
mér og sagðist vera veikur í
hálsi og þess vegna ekki geta
sungið. Hann talaði góða ensku,
'sem og flestir nemendur skól-
ans, en virtist lítið eitt feiminn.
Það var ekki að sjá að nokkur
munur væri gerður á honum og
bekkjarbræðrum hans. Hann var
klæddur sama búningi og virt-
ist í augum drengjanna vera einn
af þeim.
„Við reynum að halda við
grískum venjum, eins og unnt
er,“ sagði Young. . „Kennum
þeim gamla gríska söngva og
gríska þjóðdansa. Skólinn er að
öllu leyti grískur, og ég var
hingað kallaður, vegna þess að
þörf var á manni með reynslu í
rekstri þessarar tegundar skóla.“
„Eru drengirnir hér árið um
kring?“
„Nei, þeir hafa 3 mánaða sum-
arleyfi, en ég vildi gjarnar fá
því til leiðar komið, að hluti
þeirra væri hér um kyrrt yfir
sumarið. — Um hverja helgi för-
um við í ferðalög upp í fjöll eða
til fornra sögustaða. Drengirnir
hafa blátt áfram ekki tíma til að
láta sér leiðast!“
Yfir tebollanum á vistlegu
heimili Young-hjónanna, þar
sem m. a. var að finna Snorra-
Eddu á íslenzku, ræddum við um
framtíð Grikklands og þau
vandamál, sem að því steðja.
Hann sagði mér frá skólunum á
eyjunni Leros og víðar, sem
Páll konungur setti á stofn fyrir
kommúnistaæskuna. Þar hafa
æskumönnum verið kenndar
ýmsar iðnir og tryggð atvinna
að námi loknu. Flestir þessara
ungu manna „gengu af trúnni,“
þegar þeim voru tryggð mann-
sæmandi kjör, og þegar þeir sáu,
að lærdómarnir, sem þeim
höfðu verið innrættir í búðum
kommúnista höfðu við engin
rök að styðjast. Konungurinn
vann hylli þeirra með því að
heimsækja þá einn síns liðs og
tala til þeirra eins og jafningja.
Margir þessara ungu pilta höfðu
'rá blautu barnsbeini alizt upp
við fátækt, vesaldóm og hatur —
og það hafði á þá gagntæk áhrif
að mæta vináttu og skilningi.
>að er engum vafa bundið, að
fyrsta skilyrðið til lausnar hin-
um v í ð t æ k u vandamálum
Grikkja, er að snúa sér til æsk-
unnar og búa henni betri kjör
til menntunar og þroska. Þetta
hefir konungurinn gert sér ljóst
og gengið á undan með góðu
eftirdæmi. Hann hefir unnið sér
traust almennings með því að
senda krónprinsinn í skóla þar
sem börn af öllum stéttum eiga
jafnan rétt til skólavistar. Það
hefðu ekki allir þjóðhöfðingjar
gert í landi, þar sem veður eru
svo vágjörn sem í Grikklandi
síðustu árin.
Áður en ég kvaddi skoðuðum
við gamla kapellu úti fyrir and-
dyri skólans, byggða í gotnesk-
um stíl. Undarlegt fyrirbæri í
Grikklandi! „Hér höfum við
guðsþjónustur okkar, og að
sjálfsögðu höfum við morgun-
jænir, borðbænir og kvöldbænir
alla daga vikunnar. Kristin trú
er einn af hornsteinum skóla
okkar.“
Við hliðið stóð lögreglumaður,
og á vakki í skóginum hafði ég
séð nokkra fleiri. „Þeir eru ekki
að gæta mín,“ sagði Young bros-
andi. „Þetta eru lífverðir kon-
ungs, sem hafa gát á krónprins-
inum. Hættan liggur stöðugt við
dyrnar, og það mundi ekki koma
sér vel fyrir okkur, ef óhöpp
hentu hann hér.“
Á heimleiðinni komu mér í
hug sannleiksorð Kurts Hahns:
„Menning vor er sjúk. En vér
erum ekki aðeins kallaðir til að
gera sjúkdómsgreininguna. Upp-
eldið verður að lækna hina
„sýktu borg“, sem við lifum í.“
Sigurður A. Magnússon
—Mbl., 17. júní