Lögberg - 21.08.1952, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.08.1952, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. ÁGÚST, 1952 Þar rís Drangey úr Djúpi: Endurminningar fra ey Grettis Efiir BJÖRN JÓNSSON í Bæ Ég er að gera að Drangeyjar- útvegi mínum, og dettur mér í hug að rétt væri að hripa niður minningar, gamlar og,nýjar frá yfir 30 ára kynnum við eyna. Raunar hefir ekkert merkilegt skeð, að mér finnst á þessum árum. En flest árin hefi ég kom- ið að eynni og mér oft til ánægju. Ég hefi verið við fuglatekju, eggjasig, var þar við er sigmað- ur slasaðist, verið á eynni við heyskap og mörgu ferðafólki fylgt og hjálpað því upp á eyna. Þar á meðal 4 ára barni og harð- óléttri konu. En aldrei hef ég komið upp á dranginn Kerlingu, hafði ég þó oft mikla löngun til þess. Held ég að hún sé til muna erfiðari núna, en áður fyrr, veit ekki um nema tvo menn, sem klifraða hafa dranginn. „Vorbæra“ Skagfirðinga var Drangey stundum kölluð, því oft var svartfuglinn fyrsta ný- metið, sem frá sjó fékkst á vorin. v Man ég frá mínum unglingsár- um eftir fuglalestunum svoköll- uðu, mörgum reiðingshestum í lest. Sumir fóru fram í Skaga- fjörð, aðrir út í Fljót, jafnvel til Eyjafjarðar og Húnavatnssýslu var mér sagt að fuglinn hafi verið fluttur. Yfir hundrað manns við fuglalekju Þá borðaði maður nýjan, súr- an, saltaðan og reyktan fugl, enda af nógu að taka, þar sem mikill útvegur var hafður, og á Drangeyjarfjöru voru mörg út- höld, þar sem oft voru þar um og yfir 100 manns. Þetta var nokkurs konar nýlenda. Þar var einn foringi — veiði- stjóri. Lengi var það Bjarni Jónsson á Sauðárkróki. Ég og við ungu mennirnir bárum alltaf virðingu fyrir honum og öðrum gömlum sjókempum, sem þarna voru. Þeir voru virðulegir og stjórnsamir, enda var það hinn bezti skóli að vera undir þeirra stjórn. Svokölluð byrgi voru á fjör- unni, hlaðin upp úr fjörugrjóti og segl þanið yfir sem þak. í stærsta byrginu var jafnan lesin húslestur og þótti það ekki lánlegt að svíkjast undan þeirri skyldu. Annars var samlíf manna hið ákjósanlegasta. Menn heimsóttu hver annan, spjölluðu og gerðu sér margt til dægra- styttingar, þegar skyldustörf leyfðu slíkt, og vel sofnaðist manni undir dynjandi fuglasöng og „hlátri" langvíunnar, sem er einkennilega svæfandi. Veiðiaðferðin Tvisvar á sólarhring var vitj- að um svokallaðar „niðurstöður“. Mátti enginn fara fyrr en stund- in var komin. Ein niðurstaða er 3 flekar með egndum hrosshárs- snörum á. (Nú eru menn byrjaðir að nota „nylon“ og gefst vel að sögn). Þessar niðurstöður eru í löngum trossum, eftir því hvað útgerð er stór hjá hverjum ein- um og sumir á fleiri en einum stað í kringum eyna. Fuglinn sækir á, að skríða upp á flekana, en eingöngu geldfugl. Varpfugl sést sjaldan. Þeir festa fæturna í snörunum og þar verða þeir að dúsa bjálfarnir, þangað til mannskepnan kemur og styttir þeim aldurinn. Dauðinn er kvalalaus, aðeins eitt hand- tak og úr hálslið fer hann. Mér virðist fuglinn býsna ró- legur nema rétt um leið og flek- inn er tekinn. Meðferð á „bandingjunum“ svokölluðu var mér þó alltaf illa við. Þeir eru bundnir á flekann og látnir tæla félaga sína að með gargi sínu. Þessi aðferð er nú orðið að hverfa, a. m. k. með nokkru og er það vel. Oft tekur langan tíma að vitja um, ef fugl er mikill og margar niðurstöður. Þegar að fjörunni kemur, er fuglinn þurrkaður eða tekinn og bundinn saman á fót- um í 30 fuglakippur. Var oft gaman að koma að fjörunni og sjá hana alþakkta fuglakippum, enda þurfti það einhvers staðar að sjást, þar sem oft aflaðist frá 120—140.000 fuglar yfir vertíð- ina. Þá var fuglinn líka seldur á 12 aura eða 8 fyrir eina krónu. Nú mun hann seldur á 4.50—5.00 krónur stykkið. Fuglatekja við Drangey lagð- ist alveg niður nokkuð mörg ár. En svo einkennilega v.ldi til, að þá virtist fuglinum fækka. Nú eru menn að taka upp þessa veiði aftur og virðist gefa góðan.hagnað, enda nógur fugl og góður markaður, þó saian sé mörgum sinnum 12 aurar. Sigið efiir eggjum Og þá fer mig að langa í egg, én til þess þurfum við upp á ey, ef nokkuð á að fást að marki. Ef þið hafið séð hina ágætu kvik mynd Kjartans Ó. Bjarnasonar, sést þar leiðin upp á eyna og ágætt sýnishorn af bjargsigi í eynni. Fyrir mörgum árum var ég eitt vor við sig. Þá voru raunar þrír sigmenn: Friðrik Jónsson frá Sauðárkróki, sem seinna hrapaði til dauða í sigi við eyna, og bræðurnir Bjarni og Maron Sigurðssynir, en með þeim var ég. Á eynni eru mjög mörg sig og heiti, og yrði það of langt mál að telja slíkt upp, enda ýtarlega greint frá þeim í Skagfirðinga- sögu eftir Kolbein á Skriðulandi. Við sigið var ég, sem mér verð- ur ætíð ógleymanlega skemmti- legt, þó nokkur skuggi félli þar á í lokin. Þeir sigu til skiptis bræðurnir og eggjuðu vel eins og sagt var og svo fékk ég að fara með Bjarna og klifra og ná þannig í egg — ekki var það ónýtt. Faðir þeirra bræðra var svo- kallaður brúnarmaður, þurfti það að vera stilltur og athugull maður, því ekki þótti gott ef vit- laust var sagt til, en 3 orð voru aðeins notuð: — gefa — halda — hala. Var oft erfitt að greina þessi orð, ef sigmaður var neðarlega í bjargi eða „innundir“. Oft voru þeir bræður all gildvaxnir er upp kom, því oft er komið með á annað hundrað egg í einu, öllu hlaðið utan um mittið. Sigmað- ur klæðist poka, sem bundinn er um mittið en göt fyrir hand- leggi og höfuð. Er þetta allveg- legt „uniform“. Alltaf signdu þeir sig áður en niður var farið. Við röðuðum okkur á brúnina með kaðalinn, sem lág í bjarg- stokk, er lagður var fram af brúninni svo langt, sem hægt var. Brúnarmaður var til hliðar, þar sem bezt sá til og heyrðist og svo drógum við, gáfum og héldum eftir því, sem brúnar- maður sagði til. Eggjataka gekk nokkuð mis- jafnt eins og vænta mátti, en mér er sagt að oft hafi fengizt um 12.000 stk. Eggið hefir líklega verið selt ódýrast á 6 aura stykk- ið, nú er það á kr. 3.00. Frækileg björgun Víða er vont að síga á eynni og þarf sigmaður að hreinsa laust grjót, sem alltaf er að losna. Þetta vorið vorum við eitt sinn við sig austan í eynni. Þá var það að steinn losnaði úr bjarginu og lenti í höfði Marons Sigurðssonar. Getum við hugsað okkur líðan gamla mannsins, föður hans, er hann sá Maron falla aftur fyrir sig og sigbeltið rann af mjöðmum hans, en stoppaðist í hnésbótunum, þar sem fæturnir voru krepptir að bjarginu. Þannig var nú ástandið og fyrstu áhrifin allt annað en þægileg. Ekki máttum við hreyfa við festinni, því þá mundi mað- urinn hrapa úr beltinu. Þá var það að Bjarni bróðir Marons renndi sér niður festina, náði í bróður sinn og gat rétt hann við og haldið við hann. Fór ég svo fram í Lambhöfða, þar sem Friðrik Jónsson var að síga, á þeirri ferð hugsaði ég ekki um neina hættu, bara að vera nógu fljótur. Þó mun för þessi hafa tekið um 3 kortér til 1 klst., því fara þurfti með öll sigáhöld Friðriks niður stiga af Lambhöfða, iíklega um 140 m hátt og þaðan upp á ey. Ekki var dundað við þennan flutning en þó mun tíminn hafa verið lengi að líða, þeim er biðu. Friðrik seig svo í sínum kaðli niður með festi okkar og var svo halaður upp með slasaða mann- inn: Bjarni beið á sillu niðri í bjargi, sem mun hafa verið 30— 40 metra niðri. Maron var alveg rænulaus, er upp kom og höfuð hans allt blóði storkið, þó man ég að hann kveinkaði sér, er ég var að þvo mesta blóðið af honum. Nú var að koma Maroni niður og var það ekkert áhlaupaverk, eins og hann var á sig kominn. Seinast varð það að ráði, að hann var bundinn á bak Friðriks og hann seig með hann fram af Hæringshlaupi, 60—70 m. bjarg niður á fjöruna. Þar beið bátur, sem flutti manninn til Sauðárkróks, undir hendur Jónasar Kristjánssonar læknis. Hann tók stykki úr höfuðkúpu Marons, sem var brotin, verkaði burtu blóð frá heilanum og setti allt saman aftur. Og nú sígur Maron eins og ekkert hafi í skorizt. En á þessum tímum urðu þeir um- talaðir og dáðir að makleikum Jónas læknir, Friðrik og Bjarni. Við heyskap Mörg ár höfðum við feðgar grasnyt eyjarinnar á leigu, en hún er eign sýslunnar. Heyjuð- um við á sumrin og settum saman, en fluttum vanalega í land að vetri. Það var ævintýri fannst okkur að liggja við í Drangey við heyskap. En eitt sinn urðum við systkinin 3 veðurteppt og vorum orðin matarlaus, gátum við þó skotið ritu og eldaði Geirlaug systir mín Ijúffenga fuglasúpu, að okkur fannst. Tvisvar var búið að senda mótorbát fram, en ólendandi var og máttum við sjá á eftir honum til baka. Hugsuðum við oft til pabba og mömmu, að þeim mundi áreiðanlega líða verr en okkur, því skap okkar var í himnalagi. Reynt var að yrkja bögu, þó það væri raunar ekki okkar streka hlið. Seinast komumst við þó heim og vorum við vitanlega ósköp ánægð með það hlutskipti. Nokkrum sinnum settum við kindur fram í eyna snemma vors og jafnvel um miðjan vetur. Vanalega reiddi þeim vel af og urðu ótrúlega feitar, svo að ég hefi aldrei séð slíkt, en fyrir kom þá, að kindur komust niður í bjarg, svo að það varð að skjóta þær. Einnig vildi það til, ef- gróð- ur kom mjög snögglega, að féð þoldi ekki breytinguna. Af þess- um ástæðum var hætt að hafa kindur þar frammi. Heimkynni Greitis heimsóii Margur ferðalangur hefir komið til þess að sjá heimkynni Grettis og er nú fullvíst hvar Grettisbæli er„ Þar hefir verið grafið niður og fundizt menjar fornra búenda. Ég held að enginn sjái eftir að koma upp á eyna. Áður fyrr var fólk hrætt við svokallað Tæpuskeið og Brúarhellu, þar sem er rúmlega 2 mannhæðir, sem þurfti að hala sig upp. Mörgum hefi ég hjálpað þar. Setti ég stundum höfuðið undir „botninn“ á kvenfólkinu og lyfti því þannig upp. Varð mér þá oft dimmt fyrir augum, því pilsin voru óþjál og vildu hvolfast yfir mig. Sumar voru beint ekki klæddar, sem vera bar í slíkt ferðalag — allar í silki hátt og lágt, á háhæluðum skóm. Maður lifandi, það var nú meira ástand- ið og angistin stundum og ein blessunin var víst komin langt á 8. mánuðinn, býst ég við. En ekki var hún þyngri en aðrar, það má hún eiga. Eitt sinn var ég staddur frammi með kunningjum úr Reykjavík. Þá kom einnig fram fólk úr Eyjafirði og þar á meðal 3—4 ára barn, sem mun vera það yngsta er ég veit til að heim- sótt hafi Drangey, en móðurina langaði til eyjarinnar og lét ekki krakkann aftra sér. Nú er búið að setja handrið á Tæpuskeið og ágætur stigi með tveim handriðum upp á brúnar- hellu og er því leikur einn að fara þetta fyrir hvern sem er. Lambhöfði sem er að nokkru skilinn frá eynni er grasivaxinn að ofan en upp á hann er aðeins hægt að' komast á einum stað. Er þar keðjustigi líklega 40 m. hár, er þar ekki öllum hent að fara. Eitt sinn fór ég þar upp með 3 kunningjum, sem mér fundust færir í flestan sjó. Er upp kom var einn með læraskjálfta all- mikinn. Annar eins og hann hefði verið við jarðarför föður síns. Sá þriðji náfölur og drógst í fyrstu ekki úr honum orð, var þó vanalega mælskur vel. Nei, ekki er varlegt að óvanir fari þar upp, án þess að hafa kaðal á sér. Viðlal við INGA HALLGRÍMSSON háseta á Þorkatli mána Ungi, íslenzki sjómaðurinn, Ingi Hallgrímsson, Miðtúni 54, sem meiddist illa á hendi fyrir nokkru, er togari hans, Þorkell máni, var á Græn- landsmiðum, er nú kominn heim. Naut hann ágætis að- hlynningar og lækningar í setuliðsstöð Bandaríkja- manna „Bluie West 1“ á vesturströnd Grænlands í rúma viku — og er hann var ferðafær, „skutluðu“ þeir honum beina leið frá Bluie West I til Reykjavíkur. Tíðindamaður frá Vísi heils- aði í gær upp á Inga á heimili hans, Miðtúni 54, en Ingi er son- ur Hallgríms Guðmundssonar stýrimanns, og rabbaði tíðinda- maðurinn um stund við þá feðga, og sagði Ingi honum frá því helzta, sem gerðist, frá því slysið varð og þar til heim var komið. — Við vorum að veiðum á Fyllubanka, þegar þetta gerðist, sagði Ingi, hinn 11. júní og vor- um við að gera að fiski á þil- fari. Ég ætlaði aftur á og stökk upp á planka, sem skrikaði til, og steyptist ég þá fram yfir mig, og í fallinu skarst ég illa á vinstri hendi af flatningshnífn- um mínum. Á togaranum er ung- ur læknanemi, sem saumaði sárið saman í hvelli og gaf mér penicillin. Virtist þetta ætla að heppnast vel, en á öðrum degi fór mig að verkja mikið í sárið og misti blóð, og á fjórða degi ágerðust kvalirnar svo og blóð- missirinn, að skipstjóri minn, Hannes Pálsson, ákvað að sigla inn til Færeyingahafnar, en það var 6 tíma stím. Var fyrst í ráði, að ég yrði fluttur heim á Fylki, en hafnarlæknirinn í Færeyingahöfn taldi mig ekki færan um að ferðast á sjó fyrr en eftir 3 daga. Framkvæmdar- stjórar Bæjarútgerðar Reykja- víkur, sem var tilkynnt um slysið, brugðu skjótt við, er svo var komið, og sneru sér til Bandaríkjamanna hér sem brugð ust vel við sem kunnugt er, og sendu björgunarflugvél af Kefla víkurflugvelli vestur eftir mér. Eríitt að stöðva blóðmissinn — En þá varst þú ekki ferða- fær, Ingi? , Ótæmandi fegurð En að koma upp á eyna og höfðann í góðu veðri í júní, vera þar um lágnættið, þegar sólin syndir með hafinu í norðri, gulli roðin og stafar geislum í allar áttir. Allt blasir við manni — Þórðarhöfði, Höfðaströnd — dal- irnir 3, munar minnstu að Hólar sjáist. — Framfjörðurinn í móðu vegna fjarlægðar. En upp úr stendur Mælifellshnjúkur — Hegranes — Staðarfjöll — Tinda stóll — Skaginn með Ketubjörg- um og Skagavita, eins og góðum varðmanni hafi þar verið skip- að niður og svo hafið norður, eins og augað eygir, með sólina við brún, hækkandi, boðandi nýjan fagran starfsdag, mönnum og málleysingjum til blessunar. Þessari og þvílíkri sjón mun enginn gleyma. Og við sem fæddir erum og uppaldir á þess- um slóðum, hljótum, er við sjá- um þessa fegurð að rétta út báð- ar hendur og hrópa: — Blessuð sé þín byggð og saga bæir kot og höfuðból. Heyr mig göfgi glaði lýður gæt þess vel, sem mest á ríður. Meðan tíminn tæpi líður trúðu þeim er skapti sól. Þá skal sólin sælu og friðar sú er löngum gekk til viðar fegra byggðir fagrar yðar fóðra gulli, Tindastól. Björn í Bæ —Mbl., 26. júní — Nei, þó var gert fyrir mig það, sem hægt var í Færeyinga- höfn. Þar er sjúkraskýli og ég var undir heridi hafnarlæknis- ins, sem gerði fyrir mig allt sem í hans valdi stóð við þau skilyrði, sem þarna eru, en það gekk ekki vel að stöðva blóðmissinn. Sam- kvæmt umsögn hans var sárið 4 centimetrar á lengd og djúpt, og taugar sundurtættar og vefir. — Og svo varstu fluttur í sjúkrahús Bandaríkjamanna í Bluie West I. — Og er þangað kom? — Já, það var þegar björgun- arflugvélin var komin eftir mér, en það var dönsk flugvél, sem sótti mig til Færeyingahafnar og flutti mig til Bluie West I. — Já, þá var ég talinn hafa orðið fyrir svo miklum blóð- missi og svo óvænlega horfa, að ekki kæmi til mála annað en ég legðist þar í sjúkrahúsið til að- gerða. Þess vegna fór björgun- arflugvélin frá Keflavík heim aftur án mín. Var byrjað á því að dæla í mig blóði og sárið tekið fyrir til nýrrar aðgerðar. Tókust þessar aðgerðir, sem voru fram- kvæmdar við ágæt skilyrði, hið bezta — og nú er ég sem sagt kominn heim. — Og hvernig telja hinir bandarísku læknar horfurnar fyrir þig? — Þeir gefa mér ágætar vonir um fullan bata. Og nú tekur Bjarni Jónsson læknir við mér. — Og hvað segirðu um flugið hingað? — Það gekk eins og í sögu. Það var flugvirki af þeirri gerð, sem mjög komu við sögu í heims styrjöldinni, sem ég kom í, en flugvélin er notuð sem björg- unarflugvél. Læknirinn, sem stundaði mig, kom með mér, og hj úkrunarmaður og auk þeirra 8—10 manna áhöfn. Flugið tók ekki nema um 4 klst. og var flogið þvert yfir Grænland. — Og hvað er þér nú efst í hug við heimkomuna? — Innilegt þakklæti til allra, sem lögðu sig fram um að greiða fyrir mér — og gleði yfir að koma heim. Hallgrímur stýrimaður hafði orð á því, að þetta mundi í fyrsta skipti, sem íslenzkur togarasjó- maður hefði verið lagður á land til lækninga og hjúkrunar í Grænlandi, þar sem erfitt væri Kennum æskumönnum að þekkja og meta dýrustu perlurnar Góðskáld og spámenn eru allt- af „kraftaskáld“. Mál þeirra er máttugt, innblásið, skapandi. Þess vegna þarf hver uppvax- andi kynslóð að drekka í sig lífsþróttinn og spekina úr slík- um vizkubrunnum. Hætta nú- lifandi kynslóðar er sú, að hún velji fánýtt skemmtilesmál fremur en hitt, sem er skapandi og göfgandi, fari að eins og barnið, sem kýs sætabrauðið vegna bragðsins, fremur en hina hollu fæðu. Áhætta mun það að fullyrða, hver verið hafi mesta ljóðskáld heimsins. Slíkt er ekki fáfróð- um manni hennt, en sennilega hefir ekkert ljóðskáld kennt meiri speki, í fallegra máli, en stórskáldið okkar, Einar Bene- diktsson. Áreiðanlega er mikils um vert, að fá æskumenn til að una sér við Mímisbrunna. Fyrst í stað kann ungum mönnum að finnast þeir framandi og gestir í þeim heimi andans, í þessari veröld skáldspekinnar, en þeir munu fljótt komast að raun um, að þar er gott til fanga. Að þessu sinni skal hér bent á aðeins tvö stef í kvæðinu ALDAMÓT í ljóðabók Einars, Hafbliki: Orka með dyggð reisi bæi og byggð, hver búi að sínu með föðurlands tryggð. Frelsi og ljós yfir landsins strendur, ei lausung né tálsnörur hálfleiks og prjáls! Því menning er eining, sem öllum ljær hagnað, með einstaklingsmenntun, sem heildinni’ er gagn að, og frelsi þarf táps móti tæling og lygð, ei trúgirni á landsins féndur. Þá verður vor móðir og fóstra frjáls, er fjöldinn í þjóðinni nýtur sín sjálfs, er kraftarnir safnast og sundrungin jafnast í samhuga fylking þess almenna máls. Og tíminn er kominn að takast í hendur, og tengja það samband er stendur . . . Framhald á bls. 7 um alla fyrirgreiðslu, sem kunn- ugt væri, og væri það sérstak- lega þakkarvert og þess vert, að á loft væri haldið, hversu skjótt Bæjarútgerð Reykjavíkur hefði brugðist við, er sýnt var að sér- stakrar hjálpar var þörf. Og Bandaríkjamenn þeir, sem hér koma við sögu, hefðu verið svo vinsamlegir og viðbragðsfljótir, og öll þeirra framkoma við pilt- inn svo stórmannleg og hlýleg að ekki yrði ofmetið. Tíðindamaður Vísis vill því við bæta þeirri ósk til unga sjó- mannsins, að hann geti hið fyrsta notið handar sinnar heill- ar, og að engum gleymist, hve margt hefir þá stuðlað að því, að svo mætti verða: Nútíma- tækni, skjót viðbrögð, stórhugur og hjálpfýsi. Nútíminn á líka sín ævintýri, stór og smá, og þetta er eitt þeirra. —VISIR, 26. júní C0PENHAGEN Bezta munntóbak heimsins „Skutloð" heim í flugvirki fró Vesfur-Grænlandi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.