Lögberg - 21.08.1952, Blaðsíða 6

Lögberg - 21.08.1952, Blaðsíða 6
I 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. ÁGÚST, 1952 Langt í Burtu frá HEIMSKU MANNANNA Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi „Oak, þú veist eins vel og ég sjálfur, að hlutirnir hafa ekki gengið mér í hag upp á síðkastið. Ég má eins vel viðurkenna það. Ég vonaðist eftir að geta náð dálítilli festu i lífinu, en einhvern veginn hefir það allt farið út um þúfur.“ „Ég hélt að húsmóðir mín ætlaði að giftast þér,“ sagði Gabríel og gætti ekki að, eða vissi ekki, hve innilega og djúpt Boldwood unni Bathshebu, annars hefði hann þagað hans vegna, og hann var ráðinn í því, að láta ekkert á tilfinningum sjálf síns bera. „En svo er það stundum, að ekkert verður úr því, sem mönn- um þykir Iíklegast,“ bætti hann við með ró þess manns, sem óhöppin hafa ásótt en ekki ýfirunnið. „Ég á von á, að fólkið í sókninni hlægi að mér og hæði mig,“ braust fram af vörum Bold- woods eins og ósjálfrátt, og hann reyndi að kvelja sig til að gera lítið úr því og láta sýnast að honum stæði á sama um það. (<Ó, nei — ekki held ég það,“ sagði Oak. „— En sannleikurinn er sá, að það var al- drei um neitt hryggbrot að ræða, eins og fólkið heldur, frá hennar hendi. Við vorum aldrei trú- lofuð. Ég veit að fólkið heldur það, en það er ekki satt. Hún lofaðist mér aldrei! “ Boldwood stóð kyrr og leit á Oak: „Ó, Gabríel!“ hélt hann áfram. „Ég er veiklaður og heimskur og ég veit ekki neitt og get ekki hrint frá mér þessari sí- nagandi sorg . . . . Ég átti ofurlitla trú á misk- unn guðs, þangað til að ég tapaði þessari konu. Hann bjó mér skýli, mér til verndar og eins og spámaðurinn var ég þakklátur og glaður. En næsta dag sendir hann orm til að leggja það í eyði; — og mér finnst betra að deyja en lifa!“ Það varð steinþögn. Eftir litla stund vakn- aði Boldwood af draumdvala þeim, sem hann hafði verið í og hélt af stað eins og ekkert hefði í skorist: „Nei, Gabríel," hélt hann áfram með kæru- leysis-uppgerð, sem var eins og bros á andliti á beinagrind: „Það var gert meira úr þessu af öðrum en af okkur sjálfum. Ég sé eftir henni dálítið einstaka sinnum, en það hefir engin kona haft vald yfir mér til lengdar. Jæja, vertu sæll! Ég get treyst þér til að minnast ekki á það við aðra, sem á milli okkar hefir farið.“ XXXIX. KAPÍTULI Á tollbrautinni á mílli Casterbridge og Weatherbury um þrjár mílur frá Casterbridge er Yalbury-hæðin bæði brött og löng, sem veg- urinn liggur yfir og ris yfir sléttuna í þeim parti Snður-Essex. Þegar menn komu úr kaup- staðarferðum sínum var það siður bænda og annara léttivagna-lávarða að fara ofan úr vögn- um sínum og ganga upp hæðina. Laugardagskveld eitt í október var vagn Bathshebu á leiðinni upp þessa hæð. Hún sat í aftursætinu, erí við hliðina á vagninum, í ó- vanalega velgerðum bændabúningi, var hnakka kertur mannborlegur ungur maður, þó að hann væri á fæti hélt hann í taumana á hestunum og hafði keyrið í hendinni og lét smella í því af og til við eyru hestanna, meira þó til æfing- ar en uppörfunar fyrir hestana. Þetta var mað- ur Bathshebu, fyrrverandi Sergeant Tray, sem nú hafði keypt sig lausan úr hernum með pen- íngum, sem að Bathsheba átti, og var smátt og smátt að breyta sjálfum sér í glaðværan ný- tízkubónda. Fólk, sem ófáanlegt var til að breyta um skoðanir, kallaði hann enn Sergeant, sem stafaði sumpart af því að hann hafði hið snotra yfirvararskegg sitt óbreytt og fram- göngumáta hermanna, sem að hann gat ekki við sig skilið. „Já, ef að það hefði ekki verið fyrir and- stygðar rigninguna, þá hefði ég haft tvö hundr- uð pund í hreinan ágóða, eins og að drekka, mín kæra,“ sagði hann. „Sérðu ekki að rigning- in breytti öllum tækfærunum? Svo að ég tali eins og bók, sem að ég las einu sinni, vot- viðrið er frásögnin, en blíðveðursdagarnir eru viðburðirnir í sögu þjóðarinnar okkar. Er það ekki satt?“ „En sá tími ársins er kominn, þegar að veðrið er breytilegt." „Ó, já. Sannleikurinn er sá, að þessar haust- veðreiðar eyðileggja alla. Ég hefi aldrei séð slíkan dag, eins og daginn þann! Plássið var villimannlegt, ekki langt frá söndunum og sjór- inn úfinn og grár kom æðandi í áttina til okkar eins og rennandi voði. Vindurinn og regnið — drottinn minn! Myrkrið? Það var eins svart og hatturinn minn. Áður en síðustu kappreið- inni var lokið, þá var klukkan fimm, og þú gast ekki séð hestana fyrri en að þeir voru nærri komnir á enda skeiðsins, að ég nú ekki tali um litmerkin. Færðin var þung eins og blý, og öll fyrri reynsla, þekking og dóm- greind var haldlaus. Hestar, kúskar og fólkið hraktist fyrir vindinum eins og skip á sjó. Þrjár búðir fuku og vesalings fólkið skreið út úr þeim á höndum og hnjám, og það voru eins margir og tólf hattar á flötinni, sem næst var í einu. Já, Pempernel stóð fastur þegar að hann átti sex faðma að markinu, og þegar að ég sá Colivy fara fram fyrir hann, þá get ég full- vissað þig um, elskan mín, að hjartað barðist í brjósti mér!“ „Og þú meinar Frank,“ sagði Bathsheba sorgmædd, „að þú hafir tapað meira en hundrað pundum á síðasta mánuði á þessum andstygðar hesta-veðreiðum? Ó, Frank, það er miskunnar- laust og heimskulegt af þér að fara þannig með peningana mína. Við verðum að hrekjast af landinu — það verður endirinn á því.“ „Miskurmarleysi! Vitleysa! Það er svo sem ekki í fyrsta sinnið, haltu áfram! Það er svo sem líkt þér.“ „En þú verður að^ lofa mér því, að fara ekki til Budmouth á veðreiðarnar í næstu viku, viltu gera það?“ spurði Bathsheba í bænarrómi og tárin komu fram í augi hennar, en hún stillti þau. „Ég sé ekki hvers vegna að ég ætti að gjöra það; ég var sem sé, ef veðrið verður gott, að hugsa um að taka þig með mér.“ „Aldrei, aldrei! Fyr færi ég hundrað mílur í aðra átt. Ég hata sjálfa hugsunina um veð- reiðarnar. „En spursmálið um að fara og sjá veðreið- arnar eða vera heima, hefir lítið að segja í þessu sambandi. Veðféð er allt fastákveðið og bókfest áður en veðreiðarnar hefjast, þú getur verið viss um það. Hvort sem að kappreiðarnar verða mér hagstæðar eða óhagstæðar, þá hefir það lítið við ferð okkar að gjöra þangað á mánudaginn.“ ,J^ú meinar þó ekki að segja mér, að þú hafir lagt fé í hættu á þessar kappreiðar líka?“ spurði hún óróleg og leit til hans. „Þetta nægir, vertu ekki að gera þig að heimskingja. Bíddu þangað til að ég segi þér það. Bathsheba, þú ert búin að tapa öllu hug- rekki og dyrfsku, sem þú áttir fyrrum, og sem að ég er lifandi maður, ef að ég hefði vitað hversu mikill hugleysingi að þú varst undir dyrfskukápu þinni, þá hefði ég aldrei . . . . Ég veit hvað.“ Það hefði mátt sjá fyrirlitningarglampa í augum Bathshebu eftir þetta svar, þar sem að hún sat og horfði beint framundan sér. Þau héldu áfram þegjandi. Skógarlaufin, sem föln- uð voru og fallin af trjánum, lágu í hrúgum á veginum, þar sem að þau höfðu fallið, og önnur féllu dauð og deyjandi til jarðar. Kona sást koma í ljós upp á brún hæðar- innar; hæðarbrúnin var grafin niður, svo að hún var komin nærri Tray og konu hans áður en þau sáu hana. Tray hafði snúið sér að vagn- inum til að fara upp í hann, og á meðan að - hann steig á vagntröppuna fór konan fram hjá á bak við hann. Þó að farið væri að skyggja, gat Bathsheba séð að konar var mjög fátæklega búin og ar- mæðusvipur á andliti hennar. Náðugi herra, getur þú sagt mér hvenær félagshúsinu í Casterbridge verður lokað í kvöld?“ spurði konan þegar að hún gekk fram hjá Tray. Tray brá sýnilega þegar að hann heyrði málróm konunnar, en hann virtist ná jafnvæg- inu fljótt, svo að hann hætti við fyrsta innfall sitt, se mvar að líta við, en sagði seinlega: „Ég veit það ekki.“ Þegar að konan heyrði málróm hans leit hún fljótt upp og þekti hermanninn í bónda- gerfinu. Á andlit hennar kom bæði gleði- og sorgarsviþur. Hún hljóðaði angistarlega upp yfir sig og féll niðurv ,,Ó, vesalingurinn!“ sagði Bathsheba og bjó sig undir að fara ofan úr vagninum tafar- laust. „Vertu kyrr, þar sem að xú ert, og sjáðu um hestana," sagði Tray og henti taumunum og keyrinu til hennar, „og farðu hægagang upp á hæðina. Ég skal sjá um konuna." „En ég.......“ „Heyrirðu?“ Hestarnir, vagninn og Bathsheba héldu áfram. „Hvernig í ósköpunum komst þú hingað? Ég hélt að þú værir óraveg í burtu, eða dauð. Því skrifaðir þú mér ekki?“ spurði Tray með einkennilegri viðkvæmni og reisti hana á fætur. „Ég þorði það ekki.“ „Hefurðu nokkra peninga?“ „Ekki skilding.“ „Hamingjan, ég vildi að ég hefði meira til að gefa þér! Hérna — það er forsmán — aðeins litur. En það er allt, sem að ég hef eftir. Ég hefi ekkert undir höndum nema það, sem konan gefur mér, og ég get ekki beðið hana nú.“ Konan svaraði þessu engu. „Ég hefi aðeins aðra mínútu,“ hélt Tray áfram; „og hlustaðu nú. Hvert ætlar þú að fara í kveld?“ „1 félagshúsið í Casterbridge.“ „Já, mér datt í hug að fara þangað.“ „Þú skalt ekki fara þangað, en bíddu við. Jú, máske að það sé bezt fyrir þig að vera þar í nótt; ég get ekki gert neitt betra — því er nú ver! Sofðu þar í nótt, og vertu þar á morgun. Mánudagurinn er fyrsti dagurinn, sem að ég get fengið og á mánudagsmorguninn klukkan tíu, á mínútunni, skaltu mæta mér við brúna í Casterbridge. Ég skal koma með alla þá pen- inga, sem að ég get náð í. Þú skalt ekki líða skort — ég skal sjá um það, Fanny; svo útvega ég þér herbergi einhvers staðar. Vertu sæl þangað til — ég er óþokki — en vertu sæl!“ Þegar að Bathsheba var komin upp á hæð- ina stansaði hún og leit við. Konan var staðin upp, skilin við Tray og gekk ósköp hægt ofan hæðina fram hjá þriðja mílusteininum frá Casterbridge. Tray kom til konu sinnar, fór upp í vagninn, tók taumana og fór af stað á harðabrokki án þess að segja orð. Hann var nokkuð fölur í andliti. „Vissurðu hver þessi kona var?“ spurði Bathsheba og horfði hvast á hann. „Já, ég vissi það,“ sagði hann og leit djarf- lega á hana. „Ég hélt að þú hefðir þekkt hana,“ sagði hún nokkuð höst og horfði enn á hann: „Hver er hún?“ Honum flaug í hug, að einlægnin væri hvor- ugri konunni til heilla. „Hún kemur okkur ekkert við,“ sagði hann. „Ég þekkti hana aðeins í sjón.“ „Hvað heitir hún?“ „Hvernig ætti ég að vita hvað hún heitir?“ „Ég held, að þú vitir það.“ „Haltu það, sem þér sýnist, og farðu . . . .“ Hann lauk við setninguna með því að slá dug- lega í hestana, svo að þeir þutu af stað. Ekkert meira var sagt. / XL. KAPÍTULI Konan hélt áfram all-langan spöl. Svo fór hún að hægja á sér og horfa eftir veginum, sem skuggar næturinnar voru nú farnir að hylja. Að síðustu drógst hún aðeins áfram og opnaði hlið við veginn, þar sem að hún sá heystabba inn í girðingu. Hún settist niður undir honum og sofnaði. Þegar að hún vaknaði aftur var komin nótt — dimm, alskýjuð nótt og sást hvorki til tungls né stjarna. Fjarlægur bjarmi sást yfir Casterbridge í dimrpunni, sem bar meira á sökum myrkursins, er yfir grúfði. Konan leit í áttina til bjarmans: „Ef að ég aðeins gæti kom- ist þangað!“ sagði hún við sjálfa sig, „og mætt honum daginn eftir á morgun. Guð hjálpi mér! Ég verð máske komin í gröfina áður.“ Höfuðbólsklukka einhvers staðar úti í nótt- inni sló eitt með hljómþýðu slagi og hljómur hennar titraði og takmarkaðist að vídd og breidd, unz hann að síðustu hljóðnaði og dó út. Eftir litla stund sá konan ljós — tvö ljós — gegnt sér; fyrst voru þau dauf, en skýrðust svo. Það kom fólk í vagni eftir veginum og fór fram hjá. Það voru máske einhverjir, sem voru að koma úr vinaboði og voru á leiðinni heim til sín, þó seint væri orðið. Birtan frá vagnljósun- um skein á konuna í svip, svo að framan í hana sást. Andlit hennar var unglegt yfirlits og barnslegt, en drættirnir voru farnir að verða áberandi. Hún stóð á fætur auðsjáanlega með auknum ásetningi og leit í kringum sig. Hún virtist kannast við veginn og hélt svo af stað. Eftir litla stund áá hún eitthvað hvítleitt fram undan sér; það var annar mílusteinn. Hún þreif- aði með hendinni á honum eftir marki: „Tveir, ennþá!“ sagði hún. Hún studdist upp við steininn í nokkrar mínútur og hélt svo áfram. Hún bar sig vel all- langan spöl, en fór þá að þreytast eins og áður, og var hún þá komin að smá skógarbelti; hún sá að menn höfðu verið þar nýlega að vinnu, því að nýir höggspænir lágu þar víða, og það leit út fyrir að þeir hefðu smíðað þar renglu- fleka. Hún var þarna alein og það ríkti þögn þung eins og dauðinn allt í kringum hana. Hún leit inn yfir hliðið, sem var á girðingunni, opn- aði það og fór ipn. Rétt hjá hliðmu voru hlaðar af viðarrenglum, þær voru sumar bundnar sam- an en aðrar lausar. Hún stóð kyr í nokkrar mínútur með þeirri kyrð, sem gefur til kynna að persónan sé ekki enn að þrotum komin, heldur sé hún að leita sér stundar hvíldar. Aðstaða hennar var eins og persónu, sem er að hlusta, annað hvort eftir hreyfingu í kringum sig eða ímynduðu sam- tali. Nákvæmur gagnrýnandi hefði getað séð merki þess, að hugur hennar hneigðist að hinu síðara; og enn fremur, eins og kom á daginn með því sem að á eftir kom, var hún að hugsa um uppfyndingu á sérstökum hlut, sem var fyllilega samboðinn Jacqet Droz sjálfum, sem hugsaði upp og bjó til hækjur manna. Við endurskin ljósanna í Casterbridge og með því að leita fyrir sér með höndunum valdi hún sér tvær mjóar renglur úr renglabúnkan- um, þær voru nærri því beinar og þrjú tiL íjögur fet upp að klofning, sem var eins og V í laginu á endanum. Hún settist niður og braut limið af þeim og efstu endana á klofningunum, og fór svo með þær með sér út á veginn. Þar setti hún klofningana undir hendur sér, eins og hækjur, reyndi þær varlega og lét svo allan þunga sinn, sem ekki var mikill, hvíla á þeim og vatt sér svo áfram. Hún hafði á þennan hátt öðlast mikla hjálp. Hækjurnar gerðu sitt gagn. Allt var hljótt. Það eina, sem að heyrðist, var létt fótatak hennar sjálfrar, þegar hún steig á veginn, og marrið í hækjunum þegar að hún ýtti sér áfram. Hún var komin fram hjá síðasta mílu- steininum all-langan veg, og var nú farin að vonast eftir árbakkanum, eins og að hún hafði vonast eftir mílusteinunum. Hækjurnar, þó að þær væru ósegjanlega mikil hjálp, voru tak- markaður aflgjafi. Vélar leiða aflið aðeins, en geta ekki verið aflinu, sem hreyfir þær, sterk- ari; hreyíiafl hennar fór þverrandi unz að hún skjögraði út á hliðina og hné niður. Hún lá í tíu mínútur eða meir þar sem að hún féll. Morgunblærinn var farinn að anda þétt um sléttuna og feykja trjálaufunum, sem höfðu legið hreyfingarlaus, visin og dauð frá því dagmn áður. Konan skreiddist með erfið- leikum á hnén og leit í kringum sig og komst svo með miklum erfiðleikum á fætur. Hún studdi sig við aðra hækjuna og reyndi að taka spor áfram, svo annað og það þriðja og notaði hækjuna nú til að styðja sig við eins og staf. Þannig tókst henni að komast ofan Melstock- hæðina, og þegar að hún kom ofan fyrir hana, kom hún að öðrum mílusteini og sá fram undan sér girðingu. Hún slagaði út af veginum og yfir að fyrsta járnpóstinum, hélt sér í hann og leit í kringum sig. Ljósin i Casterbridge voru nú orðin skýr- ari. Það var komið nálægt degi, og umferð var líkleg til að hefjast fljótlega. Hún hlustaði. Hvergi heyrðist lífsmerki nema kall frá ref, sem að heyrðist með eins reglubundnu milli- bili, eins og þegar náklukkum er hringt. „Minna en míla!“ stundi konan upp. „Nei, meira,“ bætti hún við, eftir litla þögn. „Það er míla til samkomuhúss bæjarins, og hvíldarstað- ur minn er hinum meginn við Casterbridge. Dálítið meira en míla, og þá er ég komin þangað!“ Eftir nokkrar mínútur tók hún aftur til máls. „Fimm eða sex stig í faðminum — máske sex. Ég þarf að komast seytján hundruð faðma. Hundrað sinnum sex, sex hundruð. Seytján sinnum það. Ó, miskunna þú mér, herra!“ Hún handlangaði sig eftir járngirðingunni, lagðist sjálf upp að henni þannig, að mest af þunga hennar hvíldi á girðingunni og dró svo fæturna áfram. Þessi kona var ekki gefin fyrir eintal, en yfirgnæfanlegar raunir og þrautir minnka per- sónuleika þess veika, en efla hann aftur á móti hjá þeim sterka. Hún sagði aftur í sama róm: „Ég tel mér trú um, að takmarkið sé aðeins fimm póstum lengra í burtu og það gefur mér styrk til að komast fram hjá þeim.“ Þetta var hagkvæm notkun á þeirri grund- vallarreglu, a’ð hál-ímynduð og fölsk trú sé betri en engin trú. Hún komst fram hjá fimm póstum og studdi sig við þann sjötta. „Ég get komist fram hjá öðrum fimm með því að trúa að takmark mitt sé við endann á þeim næsta. — Ég get gjört það.“ Hún komst fram hjá fimm fleiri. „Það er við endann á næstu fimm.“ Hún komst fram hjá þeim. Enn voru það aðrir fimm og hún komst fram hjá þeim líka. „Þessi steinbrú er endirinn á ferð minni,“ sagði hún þegar að hún sá brúna, sem er á Froom-ánni. Hún skreið að brúnni og það var eins og hvert andartak hennar væri hið síðasta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.