Lögberg - 21.08.1952, Blaðsíða 8

Lögberg - 21.08.1952, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. ÁGÚST, 1952 Úr borg og bygð COOK BOOK Matreiðslubók, sem Dorcasfé- lag Fyrsta lúterska safnaðar lét undirbúa og gaf út; þegar þess er gætt, hve bókin er frábærlega vönduð að efni og ytri frágangi, er það undrunarefni hve ódýr hún er; kostar aðeins $1.50 að viðbættu 15 centa burðargjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. R. G. Pollock, 708 Banning St. Winnipeg. Sími 36 603 Miss Ruth BárdaL 5 — 54 Donald St. Winnipeg, Síini 929 037 ☆ Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju þau Einar Marino Tómasson og Lily Margaret Anderson. Brúðgum- inn er yngsti sonur þeirra frú Sigþóru Tómasson í Mikley og manns hennar Kristjáns Tómas sonar, sem fyrir skömmu er lát- inn; brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. H. G. Anderson, sem bú sett eru í þessari borg; mikill mannfjöldi var viðstaddur hjóna vígsluathöfnina. Séra Valdimar J. Eylands gifti. Mr. A. Blöndal söng einsöng, en við hljóðfærið var frú Björg Isfeld. Að vígsluathöfn lokinni var setin fjölmenn og ánægjuleg veizla í salarkynnum Caledonian Club. Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður í Mikley. ☆ Á fimtudaginn í vikunni, sem leið, komu heim úr íslandsför þær frúrnar Kristín Jónasson og Guðrún Blöndal; þær ferðuðust unni með skipum báðar leiðir yfir hafið; þær heimsóttu London París og Glasgow og Edinburgh áður en þær komu til íslands; hvorug þeirra hafði áður ísland augum litið, en báðar eru þær frænd- og vinmargar á Fróni. ☆ Mr. Snæbjörn S. Johnson frá Árborg, fyrrum sveitaroddviti í Bifröst, var staddur í borginni á mánudaginn ásamt syni sínum. Mr. Johnson kvað uppskeru- horfur í bygðarlagi sínu vera hinar ákjósanlegustu. Hjónavígslur: — Gefin saman í hjónaband í Selkirk, Man., þann 8. ágúst Sigurður Árni Anderson og Sarah Tofts Latimer, bæði til heimilis í Selkirk. Við giftinguna aðstoðuðu Mr. og Mrs. Frederick G. Brown. Giftingin fór fram á heimili móður brúðgumans, Mrs. Christianson, 402 Claudeboye Ave. Veizla var setin á heimil- inu að giftingunni afstaðinni. — Sóknarprestur gifti. Gefin saman í hjónaband að heimili íslenzka sóknarprestsins í Selkirk, þann 9. ágúst: Walter Josephson, Gimli, Man., og Margaret Helen Isfjörð, einnig frá Gimli. Brúðguminn er sonúr Mr. og Mrs. S. Josephson á Gimli; brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Norman L. ísfjörð á Gimli. Ungu hjónin voru aðstoðuð af Miss Jórunn Helen Finnson og Mr. Jacob Jacobson, Jr. — Fram- tíðarheimili þeirra verður Gimli. Gefin saman í hjónaband mánudaginn 11. ágúst, að heimili Mr. og Mrs. John Grayston, 1986 Ross Ave, Winnipeg, Stanley Lynn Goodman og Alice Beatrice McKeown, bæði til heimilis í Winnipeg. Við gifting- una aðstoðuðu Miss Marge Bauldic og Mr. Grayston, tengda bróðir brúðgumans. Veizla var setin á heimilinu að giftingar- athöfninni afstaðinni. Séra Sig- urður lafsson gifti. Gefin saman í hjónaband í Lútersku kirkjunni í Selkirk af sóknarpresti, laugardaginn 16. ágúst, James McKaye Fraser, frá Winnipeg, og Doreen Gay Keen, Selkirk. Vitni að gifting- voru: Miss Adeline Frances Massey, og Mr. William Poniack. Veizla var setin í Memorial Hall að giftingu af- lokinni. ☆ Mr. Bjarni Sveinsson frá Keewatin, Ont., var staddur í borginni í lok fyrri viku. ☆ Mr. Grímur Jóhannesson for stjóri rjómabúsins í Ashern, hef ir dvalið hér í borginni nokkra undanfarna daga ásamt fjö' skyldu sinni í heimsókn til for- eldra sinna og bræðra. Á laugardaginn var voru gefin saman í hjónaband i St. Michaels kirkjunni á Gimli, þau Lára Þórey Johnson og Denis Edmund McCarthy. Brúðurin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. J. B. Johnson á Gimli, en brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. D. E. McCarthy í Winnipeg. Rev. J. Holloway framkvæmdi hjónavígsluathöfn- ina og að henni lokinni var setin vegleg veizla í samkomuhúsi Gimlibæjar. Ungu hjónin eyða hveitibrauðsdögum sínum í Kenora, en heimili þeirra verður í Dalkeith Apts., hér í borginni. ☆ Mr. J. Th. Beck forstjóri og frú lögðu af stað austur til Toronto á laugardagskvöldið var og ráðgerðu að verða liðuga viku að heiman. ☆ Hr. Ólafur Gíslason frá Reykja vík, sem dvalið hefir hér vestra nokkuð á fjórða ár, lagði af stað a áleiðis til íslands á miðvikudag- inn; hann hefir stundað nám í flugvélaverkfræði í Calgary og hefir nú lokið fullnaðarprófi. ☆ Mr. Páll Austman frá Van- couver hefir dvalið hér um slóðir ásapit frú og tveimur börnum í heimsókn til móður sinnar og systkina. ☆ Mr. Eiríkur Austmann frá Elfros, Sask., hefir dvalið hér um slóðir í nokkra daga; hann hvarf heimleiðis í dag og í för með honum vestur var Paul S. John- son frá Glenboro. ☆ Mr. og Mrs. Chris. Oliver eru nýlögð upp í hálfsmánaðar ferða lag um Austur-Canada og Bandaríkin. ☆ Mr. og Mrs. Árni Árnason, Mrs. Robert Hixson og Mrs. P. Anderson frá Chicago og Rakel Oddson frá Los Angeles, Cal., komu í skemtiferð hingað um síðustu helgi. ☆ Miss Guðrún Jóhannsson hjúkrunarkona frá Saskatooon, hefir dvalið hér í borginni um hríð. Eldiviður úr Fnjóskadalsskógum getur sparað 500 lesta kolainnflutning ó óri 550.000 Irjáplönlur gróðursettar hér á síðastliðnu ári Úr skýrslu skógræktarsijóra Á árinu sem leið munu hafa verið gróðursettar um 550 þúsund trjáplöntur á vegum Skógræktar ríkisins og ein- stakra skógræktarfélaga. Frá þessu skýrir Hákon Bjarna son skógræktarstjóri í ítarlegri greinargerð um störf Skógrækt- ar ríkisins á s.l. ári í nýútkomnu ársriti Skógræktarfélags íslands. Af þeim 550 þúsund trjáplönt- um, sem gróðursettar voru hér á landi í fyrra voru 30 þúsund garðplöntur, en hitt allt skógar- plöntur, sem gróðursettar voru víðsvegar um land. Innköllunar-menn Lögbergs Bardal, Miss Pauline Minneota, Minnesota Minneota, Minnesota Ivanhoe, Minnesota Einarson, Mr. M Arnes, Manitoba Fridfinnson, Mr. K. N. S. Arborg, Manitoba Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba Hnausa, Manitoba Riverton, Manitoba Vidir, Manitoba Arnason, Mr. R Elfros, Saskatchewan Gislason, T. J. Morden, Manitoba Gislason, G. F. Churchbridge, Sask. Bredenbury, Sask. Grimson, Mr. H. B. Mountain, North Dak. Mountain, N.D. Edinburg, North Dak. Gardar, North Dak. Hallson, North Dak. ; Hensel, North Dak. Johnson, Mrs. Vala Selkirk, Manitoba Bjarnason, Mrs. I. Gimli, Manitoba trimli, Manitoba Husavik, Manitoba “Betel”, Gimli, Man. ; Winnipeg Beach, Man ; Lindal, Mr. D. J. ...Lundar, Manitoba Lyngdal, Mr. F. O. Vancouver, B.C. i 5973 Sherbrook St. Vancouver, B.C. ; Middall, J. J. Seattle, Washington 6522 Dibble N.W. ’ Seattle, Washington G J. Oleson Glenboro, Manitoba Glenboro, Man. Baldur, Manitoba ! Cypress River, Man. Olafson, Mr. J. Le»He, Saskatchewan Simonarson, Mr. A. Blaine, Washington ! R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. Bellingham, Wash. Sigurdson, Mrs. J. Backoo, North Dak. Backoo, N.D., U.S.A. Akra, North Dak. Cavalier, Noíth Dak. ; Walhalla, North Dak. Valdimarson, Mr. J. Langruth, Manitoba Langruth, Man. Westbourne, Manitoba ; L — - - Hið þjóðfræga Arnason-skyr frá Gimli fæst nú í West End Food Market, Victor og Sargent. Sími 30 494. í hitanum er ekkert hollara en blessað skyrið. ☆ Mr. B. J. Lifman frá Árborg var í borginni á mánudaginn. ☆ Síðastliðinn föstudag voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju þau Lorel Virginia Davidson og Malcolm Andrew Wigg. Séra Valdimar J. Eylands gifti. Brúð- urin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. John Davidson, en brúðguminn sonur Mr. og Mrs. William Wigg. Mrs. Pearl Johnson söng ein- söng, en við hljóðfærið var frú Björg ísfeld. Að hjónavígsluathöfninni lok- inni var setin ánægjuleg veizla í Valour Road Legion Hall. Heim- ili ungu hjónanna verður í Sterling Apts., í þessari borg. ☆ • Látin er nýlega í Selkirk Miss Halldóra Jóhannesson ættuð frá Hrappsstöðum í Vopnafirði, góð stúlka og vinsæl; mun hennar verða frekar minst áður en langt um líður. Þekkir fangelsi nazista og kommúnista af eigin raun Frásögn tékknesks verkalýðs' foringja og flóttamanns í Kaupmannahöfn UM ÞESSAR mundir er einn af leiðtogum jafnaðarmanna í Tékkóslóvakíu staddur í Kaup- mannahöfn. Hann er landflótta, en fjölskylda hans er ennþá í heimalandinu og er nafni hans því hér haldið leyndu. Honum segist svo frá: Ég hef reynsluna bæði af hinu nazistíska og kommúnistíska einræði og það er erfitt að gera mun þar á. Bæði nazistar og kommúnistar vörpuðu mér í fangelsi. Nazistarnir höfðu mig í haldi í 17 mánuði. Klefinn var 8 fermetrar að flatarmáli. Síðan höfðu þeir mig 9 mánuði í fanga- búðum. Eftir stjórnrof kommún- istanna árið 1948 var ég aftur settur í fangabúðir. Þar var ég í 8 mánuði. Nazistarnir létu mig pó hafa sæng til þess að sofa við, en hjá kommúnistunum fékk ég ekki annað en hálm. Það voru tveir fílefldir Gestapomenn, sem á sínum tíma handtóku mig, og 3eir snertu ekki byssurnar með- an á því stóð. Kommúnistarnir randtóku mig hins vegar 7 sam- an og allir höfðu þeir byssurnar lofti. Nazistarnir létu móður mína vita að ég væri í fangelsi. Kommúnistarnir létu engan vita, að ég hefði verið handtek- inn. Þegar kommúnistarnir handtóku mig, settu þeir mig í handjárn og bundu mig auk jess við bílsæti. Þeir óku með mig 300 km. leið þannig, og allan tímann höfðu þeir bindi fyrir augum mínum. í fangabúðunum ijá þeim skeði það oft, að ef kommúnistarnir töldu, að fang- arnir vissu meira en þeir vildu segja frá, þá sóttu þeir konur þeirra og börn og pyntuðu fang- ana til sagna að þeim ásjáandi. Eftir að þeir létu mig lausan, átti ég að teljast „frjáls maður“, en kommúnistarnir héldu stöð- ugt njósnum um mig. Mér tókst þó að komast yfir landamærin í maí árið 1949. Móðir mín var ennþá í Tékkóslóvakíu. Ég hef ekkert af henni frétt og hún ekki af mér.“ Um ástandið f Tékkóslóvakíu farast honum svo orð: „Óánægjan meðal verkamanna þar fer stöðugt vaxandi og af þeim sökum herða kommúnist- arnir sífelt tök sín á þeim. Frelsi verkamannanna er ekkert nema nafnið tómt, kjör þeirra versna, kröfurnar um aukna framleiðslu verða stöðugt háværari. Fólk sveltur þar að vísu ekki, en matarskammturinn og verðlagið er ekki valdhöfunum til hróss. Innan kommúnistaflokksins á sér stað hörð valdabarátta. Það sína bezt hinar stöðugu „hreins- anir“ þar í landi. Þeir, sem í dag eru dýrkaðir sem hetjur, eru máske á morgun stimplaðir land- ráðamenn og skemmdarverka- menn — allt þekkt fyrirbrigði frá öllum löndum, þar sem kommúnistar hafa náð undir- tökunum. Ástæðan til þessara „hreinsana“ er sögð vera „Tító- ismi“. Ég held hins vegar að það sé blekking ein. Það er vægðar- laus valdabarátta, og þeim, sem bíður þar lægra hlut, er misk- unnarlaust útrýmt. —Alþbl., 15. júní í skýrslu sinni skýrir skóg- ræktarstjóri einnig frá því að viðarhögg sé mjög að aukast frá því sem verið hafi um mörg undanfarin ár. Stafar þetta eink- um af hækkandi kolaverði, því viðurinn er fyrst og fremst not- aður til eldiviðar. Á árinu sem leið nam skógarhöggið 314 tonn- um og þar af var langsamlega mestur hlutinn, eða 229 tonn úr Vaglaskógi. Telur skógræktar- stjóri að í Fnjóskadal einum mætti höggva um 1000 tonn viðar árlega, en með því myndi sparast innflutningur á kolum er næmi 500 tonnum á hverju ári, auk þess sem viðurinn er mun ódýrara eldsneyti heldur en kolin. í gróðrarstöðvum skóræktar- innar var unnið meira en nokkuru sinni fyrr. Var sáð í samtals 3169 fermetra, sem er rösklega helmingi meir en það svæði, sem í var sáð 1949. Dreif- settar voru rösklega hálf milljón plantna. Unnið var að ýmsum bygging- arframkvæmdum, girðingum og þess háttar á árinu. Helztu girð- ingar voru að Hvammi í Dölum, Skorradal, Bessastöðum og Foss- seli. Af byggingarframkvæmdum má geta þess að á Tumastöðum í Fljótshlíð hefir verið unnið að smíði kælihúss og var því að mestu lokið um áramótin. Á Þórðarstöðum var unnið að stækkun íbúðarhússins og á Hallormsstað var einnig unnið að endurbótum íbúðarhúss. . Auk framangreidrar skýrslu flytur ársritið ýmsar greinar og hvers konar fróðleik varðandi skógrækt og landgræðslu. Þar er grein eftir F. Osborn, er nefnist „Sextíu þúsundir á sólarhring hverjum," Hákon Bjarnason skrifar um berfrævinga, Sturla Friðriksson um trjágróður Eld- lands og Magellanshéraðs, Einar G. E. Sæmundsen um fræsöfnun í Alaska 1950 og Daníel Krist- jánsson grein, er hann nefnir „Trjágarðurinn á klettinum.“ Loks eru svo skýrslur og reikn- ingar, fundargerðir o. fl. Ársritið nær að þessu sinni bæði yfir árið 1951 og 52. —VÍSIR, 8. júlí Hann: — Haldið þér, að þér gætuð lært að elska mig? Hún (með 18 gráðu frostkulda í röddinni): — Ekki skil ég í því. Hann: — Átti ég ekki koll- gátuna. Orðin of gömul til að læra. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 24. ágúst: Ensk messa kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síð. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Spurningar og svör varðandi canadíska banka Hverjir stjórna hinum löggiltu bönkum? Hi ,inum tíu löggiltu bönkum í Canada, er stjórnað af starfsfólki þeirra, 45,000 mönnum og konum. Þetta fólk lærði bankastörf á ungum aldri og kyntist þeim í öllum atriðum þegar frá byrjun. Þetta gildir eins um bankaforseta, bankastjóra og féhirðirinn, sem skiptir ávísun yðar og leggur saman upphæðir sparisjóðsbókarinnar. Bankaþjónar hækka í stöðu eftir því sem æfing þeirra eykst. Þeir læra bankastörfin við daglega iðju — tíðum í mismunandi útibúum víðsvegar um landið. Með þessum hætti kynnast þeir ná- kvæmlega Canada, fólkinu og hinni marg- háttuðu starfsemi, sem og þeirri fjölbreyttu þjónustu, sem bankarnir veita. Þér munuð sannfærast um, að bankastjórinn og starfsfólk hans í nágrenni yðar gera alt sem í þeirra valdi stendur yður í hag. EUi uf auKlýslngunum, sem BANKINN í NÁGRENNI YÐAR BIRTIR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.