Lögberg - 21.08.1952, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.08.1952, Blaðsíða 1
O Canada we stand on guard for thee íslendingar viljum vér allir vera 65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 21. ÁGÚST, 1952 NÚMER 34 -------1 Fréttir fré ríkisútvarpi íslands Uggvænlegar horfur Hvernig svo sem fram úr ræðst, verður naumast annað sagt, en stjórnmálaviðhorfið í íran sé næsta ugg'vænlegt. Mossa degh forsætisráðherra hefir eins og þegar er vitað, fengið í hend- ur alræðisvald næstu sex mán- uðina með það fyrir augum, að ráða fram úr ef auðið yrði þeim fjárhagslegu vandræðum, sem nú steðja að þjóðinni og veikja viðnámsþrótt hennar gegn á- róðri rússneskra kommúnista og fylgifiska þeirra í landinu; svo hafa horfurnar hríðversnað upp á síðkastið, að utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna hefir farið þess á leit við brezk stjórn- arvöld, að þau komi þegar til liðs við Mossadegh og veiti hon- um efnahagslega aðstoð, því með þeim hætti einum geti það lánast, að koma í veg fyrir að kommúnistar hrifsi völdin í sínar hendur og sölsi undir sig landið. Ekki þykir líklegt að Bretar taki tilmælum Banáaríkjanna í þessu efni tveim höndum því þeim er þungt í skapi til Mossa- deghs vegna afstöðu hans til olíudeilunnar, þó vera kunni að nauðsyrr brjóti lög. Hrakmenni eitt, Mullah Kos- honi, fégjarn og valdagráðugur, er sagður að vera þess albúinn að ganga í bandalag við kommún ista og steypa Mossadegh af stóli væri þess nokkur kostur; vill hann útrýma með öllu úr landinu vestrænum menningar- áhrifum og koma á fót miðalda- skipulagi þar sem forkólfar Móhameðstrúarmanna fái kúgað lýðinn að vild; maður þessi, sem hniginn er allmjög að aldri, er talinn að vera blóðþyrstasti skálkurinn, sem nú er uppi í íran og ekki horfir í neitt mál- stað sínum til framdráttar. — Mossadegh er hugarhaldið um að ryðja honum úr vegi og það sem allra fyrst. Utanríkisráðherra kvænist Síðastliðinn fimtudag voru ge’fin saman í borgaralegt hjóna- band utanríkisráðherra Breta, Anthony Eden, og Clarissa Spencer Churchill, bróðurdóttir Winston Churchills forsætisráð- herra. Brúðguminn er 55 ára en brúðurin 32 ára. Mr. Eden skildi við fyrri konu sína fyrir tveim- ur árum vegna þess að hún var svo að segja á sífeldum ferða- lögum um Bandaríkin og gaf sig lítt að húsmóðurstörfum. Svara- menn voru föðurbróðir brúðar- innar og Sir John Eden bróðir brúðgumans. Brúðhjónin eyða hveitibrauðsdögum sínum í Portugal. Að afstaðinni hjónavígsluat- höfninni höfðu þau Churchill og frú boð inni að Nr. 10 Downing Street til heiðurs við brúðhjónin. Banni létfr af Landbúnaðarráðherra sam- bandsstjórnarinnar, James G. Gardiner, kunngerði á þriðju- daginn, að banninu á flutningi nautgripa og kjöts frá einu fylki til annars væri nú formlega létt af þar sem nú væri víst, að gin- og klaufnaveiki yrði ekki leng- ur vart í landinu; tjáðist Mr. Gardiner vongóður um, að þess yrði eigi langt að bíða að Banda- ríkin léttu einnig innflutnings- banninu af. 27. JÚLÍ í skýrslu Fiskifélags íslands um síldveiðina í vikunni 20. til 27. þ. m. segir svo: Síðustu viku mátti heita síldarlaust á miðun- um. í vikunni var saltað í 8.414 tunnur, en 814 mál fóru til bræðslu, auk 2100 mála af ufsa. Laugardaginn 26. á miðnætti var búið að salta í 25.607 tunn- ur, en á sama tíma í fyrra nam söltunin 47.700 tunnum. Bræðslu síldaraflinn var 19.403 mál, en rösklega 200 þúsund mál á sama tíma í fyrra. Einungis 39 skip hafa fengið 500 mál og tunnur og þar yfir. — í gær, laugardag- inn 2. ágúst, höfðu Síldarverk- smiðjur ríkisins tekið á móti 15.367 málum til bræðslu, en 132.328 málum á sama tíma í fyrra. ☆ Eiríkur Þorsteinsson kaupfé- lagsstjóri á Þingeyri verður í kjöri fyrir Framsóknarflokkinn í aukakosningunum í Vestur- Isafjarðarsýslu, Sturla Jónsson hreppstjóri verður í framboði fyrir Alþýðuflokkinn og Þor- valdur Garðar Kristjánsson fyrir Sjálfstæðisflokkinn. ☆ Finnar bjóða nú til alþjóðlegs skákmóts í Helsinki í sambandi við Olympíuleikana. Þrjátíu þjóðir hafa tilkynnt þátttöku, eða fleiri en í nokkru öðru skák- móti. Meðal keppenda verður heimsmeistarinn rússneski, Bot- venik. — Fjórir menn keppa frá hverju landi, — af íslandshálfu þeir Eggert Gilfer, Friðrik Ólafs- son, Lárus Johnsen og Guðjón M. Sigurðsson, og til vara Sigur- geir Gíslason og Guðmundur Arnlaugsson, og verður sá síðast nefndi fararstjóri íslendinganna. ☆ Grasspretta hefir lagast mjög mikið síðari hluta júlímánaðar, og nýting heyja verið góð á suður-, norður- og austurlandi, og einnig sæmileg á Vesturlandi. Á stöku stað er lokið síðari slætti, t. d. á Fossi í Mýrdal. ☆ Biskupinn yfir Islandi vígði á sunnudaginn var fimm kandi- data til prestsþjónustu: Björn Jónsson til Keflavíkurpresta- kalls, Eggert Ólafsson til Kvenna brekkuprestakalls, Fjalar Sigur- jónsson til Hríseyjarprestakalls, Rögnvald Finnbogason til Skútu staðaprestakalls og Sváfni Svein- bjarnarson, aðstoðarprest til föður síns Sveinbjarnar Högna- sonar að Breiðabólstað í Fljóts- hlíð. ☆ Strætisvagnar Reykjavíkur bera sig nú fjárhagslega, og er kappkostað að afla dieselvagna í stað gömlu benzínvagnanna, en dieselvagnarnir eru miklu ódýrari í rekstri, — er eldsneyt- isnotkun þeirra einungis 1/5 til 1/4 hluti af eldsneytiseyðslu benzínvagnanna, og dieselvagn arnir auk þess ódýrari í við- haldi. — Strætisvagnana skortir nú geymsluhús og húsnæði fyrir viðgerðastöð, og benda líkur til þess, að fyrirtækið gæti af eigin rammleik hafið smíði þessa hús- næðis, ef fyrir væru nægir diesel vagnar til starfrækslu, — en hver dieselvagn hefir skilað nær 40 þúsund króna ágóða á ári. Hvað vagnakostinn áhrærir er ástandið nú þannig, að ef ekki rætist úr um innflutning á fleiri nýjum vögnum næstu mánuðina getur svo farið að fækka verði ferðum í stað þess að fjölga þeim á vetri komanda. ☆ Sjötíu ára afmælis Kaupfélags Þingeyinga var minnst með há- tíðahöldum á Húsavík á sunnu- daginn. Samkomugestir voru kvaddir saman með lúðrablæstri á torginu fyrir framan hús Kaup félagsins laust fyrir kl. 14. — Fjölmargar ræður voru fluttar, og afhjúpuð höggmynd í fullri líkamsstærð af Jakobi Hálf- dánarsyni, fyrsta kaupfélágs- stjóra félagsins, og er myndin gjöf til Kaupfélags Þingeyinga frá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga. ☆ Náðst hefir samkomulag milli ríkisstjórnarinnar, Alþýðusam- bands íslands og Vinnuveitenda sambands íslands um skipun nefndar til að gera tillögur um hversu vinna megi gegn, — eða útrýma, — því árstíðabundna atvinnuleysi, er stafar af því, hversu atvinnuvegir lands- manna eru háðir árstíðum. Ber nefndinni að skila áliti hið allra fyrsta, og helzt áður en næsta Alþingi kemur saman. Nefndina skipa Jens Hólmgeirsson, Hanni- bal Valdemarsson og Björgvin Sigurðsson. ☆ Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík á nú í smíðum fimm hús með tuttugu íbúðum, og ætlunin er að hefjast bráðlega handa um smíði fimm fjögurra íbúðarhúsa í viðbót, og verða þá 40 íbúðir í smíðum hjá félaginu. ☆ Biskup landsins hefir auglýst fimm prestaköll laus til umsókn- ar: Norðfjarðarprestakall og Bolungarvíkurprestakall, og nýju Reykjavíkurprestaköllin, Bústaða-, Háteigs- og Langholts- prestaköllin. — Séra Sigurður M. Pétursson hefir verið kjörinn lögmætri kosningu til Breiðaból- staðarprestakalls í Snæfellspró- fastsdæmi. ☆ Eimskipið Dettifoss setti ný- lega hraðaipet á leiðinni frá New York til Reykjavíkur, — meðal- hraðinn var 14,9 mílur, og sigl- ingartíminn frá New York og heim tæpir sjö sólarhringar. ☆ Margbreytileg hátíðahöld verða nú um Verzlunarmanna- helgina. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gengst fyrir þriggja daga hátíðahöldum, og hófust þau í gærkvöldi. ☆ Borgfirðingafélagið í Reykja- vík hefir Reykholtshátíð í dag, og verður þar margs konar gleð- skapur. ☆ í skýrslu Barnaverndarnefnd- ar Reykjavíkur fyrir árið 1951 segir að afbrot barna og unglinga hafi færst stórlega í vöxt á því ári, og er þar einkum um kennt atvinnuleysi og sVo dvöl erlends herliðs í landinu. ☆ Til Reykjavíkur koma í dag 50 bændafulltrúar frá Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi og Danmörku, og sitja þeir aðalfund bænda- sambands Norðurlanda, er háður verður í Reykjavík dagana 4. og 5. þessa mánaðar. Formaður bændasambandsins er Bjarni Ásgeirsson sendiherra. ☆ Um veðráttuna í síðustu viku er það helzt að segja, að á sunnu dag og mánudag var suð-Vestan- átt víðasthvar á landinu, skýjað, en úrkomulítið og sæmilega hlýtt. Á þriðjudag brá svo rétt einu sinni til norðan- og norð- austanáttar og kólnaði á norður- og austurlandi, með þoku til hafsins og nokkurri rigningu, einkum á fimmtudaginn. Á suð- íslenzk sýning á föstudagskveldið í Fyrstu lútersku ksrkjunni vesturlandi þjrti hins vegar til með norð-austanáttinni. — Á fimmtudaginn var hvasst í Reykjavík, allt að 8 vindstigum, en síðan hefir verið kyrrt og bjart veður suðvestanlands, og víða 16 til 18 stiga hiti um nón- bilið. í heimsókn til Moskvu Forsætisráðherra hins rauða Kínaveldis er nú nýkominn til Moskvu með fríðu föruneyti til að votta þeim Stalin og Molotov hollustu sína; nokkurn veginn þykir sýnt, að til grundvallar heimsókninni liggi annað og meira en algeng vináttutjáning því í för með forsætisráðherra voru ýmsir hinna æðstu her- foringja. Kynningarorð Á íslendingadagshátíðinni, sem haldin var að Gimli, Man., mánudaginn 4. ágúst, kynnti forseti dagsins, séra Valdimar J. Eylands, annan aðalræðumann dagsins, prófessor Finnboga Guðmundsson, á þessa leið: „Maðurinn, sem íslendinga- dagsnefndin valdi í þetta sinn til að mæla fyrir minni íslands, skipar að mörgu leyti sérstöðu á meðal okkár. Hann er nýr mað- ur hér; hefir aldrei fyrr komið fram á samkomu á þessum stað. Hann er persónugervingur ný- uppfylltra drauma, sem marga okkar mætustu menn hefir dreymt næstum frá upphafi ís- landsbyggða hér vestan hafs; Rann er einnig tákn um þau víð- tækustu og sigursælustu samtök sem fram á þennan dag hafa átt sér stað á meðal okkar Vestur- íslendinga; í eigin persónu sinni hefir hann til að bera það beztá, sem völ er á á íslandi, eða í nokkru landi: æsku, ættgöfgi, andlegt atgjörvi, glæsilegan námsferil, fræðimennsku, en um fram alt prúðmennsku hins sannmenntaða manns. í gær var hann staddur vestur í Seattle, í nótt ferðaðist hann um háloftin, og í dag er hann staddur hér. Mér er ekki kunn- ugt um nokkurn mann annan, sem flutt hefir íslandsminni á jafn fjarlægum stöðum, sem Seattle og Gimli, með svo stuttu millibili. Að þessu athuguðu er það sízt ofsagt að hann skipar sérstöðu á meðal okkar hér í dag, og vonir standa til að hann eigi eftir að skipa sérstöðu í fé- lags- og menningarmálum okkar Vestur-íslendinga um langan aldur. Prófessor Finnbogi Guðmunds son! Þú ert óskabarn okkar Is- lendinga hér vestan hafs. Við bjóðum þig hjartanlega velkom- inn; við vottum þér hollustu okkar, og bjóðum þér samvinnu okkar í starfi þínu, því að það er einnig okkar starf: að vernda íslenzkt mál og .menningu á þessum slóðum. Við hlökkum til þess að fá nú tækifæri til að hlusta á ræðu þína fyrir MINNI ÍSLANDS. Alvarlegír skógareldar I British Columbiafylki hefir naumast komið deigur dropi úr lofti í háa herrans tíð; hefir þetta leitt til þess, að víðtækari skógareldar geisa í fylkinu en dæmi voru áður til; eldarnir hafa breiðst út á hundrað og fimtíu stöðum, og vinna nú þúsundir manna að því nótt sem nýtan dag að hnekkja framgangi þeirra. Frú Anna Ásmundsdóttir Torfason, er ferðast hefir víða um Bandaríkin síðan í vor og sýnt íslenzkan handiðnað, er ný- komin til Winnipeg. Sýning hennar hefir hvarvetna vakið mikla athygli, enda hefir hún til sýnis aðeins muni af full- komnustu gerð svo sem sýnis- horn af allra fallegustu band- tegund, sem hægt er að fá á Is- landi, en íslenzkar spunakonur eru viðurkendar þær beztu í þeirri grein á öllum Norður- löndum. Frú Anna hefir ásamt frú Laufeyju Vilhjálmsdóttur átt mikinn þátt í að endurvekja á- huga fyrir ullarvinnu á íslandi; þær stofnuðu fyrirtækið „íslenzk ull“, sem er nokkurs konar mið- stöð fyrir framleiðendur hand- unnins ullarvarnings; hand- spunnin ull selst nú fyrir 600 krónur kílóið, svo það hefir sannast orðtæki þeirra: „Vinnum ull, hún verður gull!“ Frú Anna efnir til sýningar á íslenzku prjónlesi og öðrum ís- lenzkum munum í Fyrstu lút- ersku kirkju á fösludagskveldið, 22. ágúst kl. 8; sýningin er ekki Mann- og eignatjón Seinnipart vikunnar, sem leið, urðu vatnavextir valdir að mann- og eignatjóni í suðvestur- hluta Englands; áttatíu manns' svo vitað sé týndu lífi, nokkrir voru ókomnir fram en þúsundir manna stóðu uppi ráðþrota án skýlis yfir höfuðið. Hellirigning hafði staðið yfir í marga undan- farna daga. Úr nógu að velja Nú þykir sýnt að þrír fram- bjóðendur að minsta kosti keppi um borgarstjóraembættið í Win- nipeg við kosningar þær til borgarstjórnar, sem fram fara í októbermánuði næstkomandi; um tvo frambjóðendur er þegar víst, þá Garnet Coulter og Stephen Juba, er koma vill á fót samdrykkjusölum karla og kvenna í borginni; þá hafa C.C.F.-sinnar lýst yfir því, að þeir séu staðráðnir í að hafa frambjóðanda í kjöri þótt enn sé eigi vitað hver verði fyrir valinu. Áttræðisafmæli Á sunnudaginn þann 3. þ. m., átti Hákon Noregskonungur átt- ræðisafmæli og var hann í til- efni af þessum merka áfanga í lífi hans hyltur ákaft af miklum mannfjölda; það voru eigi aðeins Oslóbúar, er heiðruðu konung sinn með skrúðgöngu um helztu götur borgarinnar og hvers kon- ar öðrum mannfagnaði, heldur var þar samankominn mikill mannsöfnuður svo að segja úr öllum landshlutum. Hákon kon- ungur nýtur enn beztu heilsu og tekur virkan þátt í kjörum þjóð- ar sinnar; hann hefir setið að völdum í 47 ár og jafnan notið hinnar mestu lýðhylli. Meðal konunglegra gesta, er heimsóttu hinn vinsæla konung á afmælisdaginn má telja Gustav Svíakonung, Alexöndru fyrrum Danmerkur drottningu, prins Georg af Grikklandi og hertog- ann af Edinburgh. Ráðherrar, forseti stórþingsins og dómarar í hæztarétti, heim- isóttu konung þá um daginn og fluttu honum árnaðaróskir; um kvöldið fIjutti konungur þakkar- ræðu af svölum ráðhúss borgar- innar. stór — aðeins úrvalsmunir. Frú Anna er þjóðkunn kona, og um starfsemi hennar og heimsókn hennar til Bandaríkj- anna birtist grein í Lögbergi 31. júlí s.l. eftir Skúla G. Bjarnason, Los Angeles. Mörgum mun hugarhaldið að kynnast þessum virðulega fulltrúa íslands og skoða hennar vönduðu sýningar- muni. Sýningin er ókeypis. Krefsi yerðlagstryggingar Mr. H. H. Hannam formaður hinna canadisku landbúnaðar- samtaka, hefir krafist þess að sambandsstjórn veiti kvikfjár- ræktarbændum verðlagstrygg- ingu fram að þeim tíma, er Bandaríkjastjórn nemi úr gildi þær hömlur, er settar voru vegna gin- og klaufnaveikinnar í Saskatchewan. Kveðja til Hnausabúa Kæru Hnausabúar: Það má ekki minna vera, en ég sendi ykkur kveðju mína, þar sem ég hafði ekki tækifæri til að taka í hendina á ykkur nema fáum eftir tuttugu og tveggja ára veru mína meðal ykkar, sem frá minni hálfu mátti heita vin- samleg sambúð, enda þótt manni falli ekki allir menn jafnvel í geð, reyndi ég þar engan nema að drengskap og góðri fram- komu, og var mér margur greiði gerður án endurgjalds, en alt sem ég gerði fyrir aðra borgað fullu verði, svo að þar er ég í þaklkætisskuld. Auðvitað núna síðastliðin ár hef ég lítið um- gengist aðra en frændur og ná- granna, — Magnússonsbræður, Svein, Jóa, Einar og Munda, sem allir eiga það sameiginlegt að vera þeir hjálplegustu og frið- sömustu menn, sem hægt er að finna. Sama má segja um þeirra bróðursyni, þeir hafa erft alla þeirra góðu ættarkosti. Þó ég ætlaði ekki að lengja þetta með nafnakalli, verð ég þó að bæta einu við, sem mestan þáttinn hefir átt í að gera mér lífið létt og skemtilegt, og það er konan, sem með mér bjó, Sigríður Goodman, því þau átta ár, sem við vorum saman, mátti heita að ég væri aldrei líkamlega heil- brigður; var t. d. sex sinnum á spítala og þegar einn kvillinn læknaðist byrjaði annar; þrátt fyrir það leið mér vel alt fyrir hennar umhyggju, rólegu skaps- muni og góða viðmót, og á hún fáa sína líka að mannkostum, hæfileikum og háttalagi. Verið þið öll blessuð og sæl! Daníel Halldórsson Róttækar umbætur fyrirhugaðar Stjórn sú, sem nú hefir tekið við völdum í Egyptalandi, hefir ásett sér að hrinda í framkvæmd svo fljótt sem framast megi verða ýmissum róttækum um- bótum varðandi efnahagslega viðreisn þjóðarinnar og þá eink- um með hliðsjón af landbúnað- inum; meginhluti ræktaðs lands hefir verið í höndum nokkurra auðkýfinga, er sogið höfðu merg úr umkomulitlum leiguliðum sínum; nú er í ráði að hleypa af stokkum nýrri löggjöf, er svo mæli fyrir, að enginn einstakur þjóðfélagsþegn megi eiga yfir tvö hundruð ekrur lands.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.