Lögberg - 23.10.1952, Síða 1

Lögberg - 23.10.1952, Síða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 23. OKTÓBER, 1952 NÚMER 43 --------:-----------------------------------------------------------------------------_____--------------------------------------------------« Háskóli Manitobafylkis sæmir Dr.P.H.T. Thorlakson heiðursdoktorsgráðu í lögum Vegleg hátíðahöld eru nú í undir- búningi í tilefni af 75 ára afmæli háskóla Manitobafylkis, þessarar umfangsmiklu stofnunar, sem jafnt og þétt víkkar landnám; aðal- hátíðin fer fram á þriðjudags- kvöldið þann 28. þ. m. í Civic Auditorium, þar sem landsstjórinn í Canada, Rt. Hon. Vincent Massey, flytur meginræðuna; fjórtán þjóð- kunnir borgarar úr hinum ýmissu stéttum samfélagsins, þeirra á meðal Mr. Massey, Mr. Victor Sifton, hinn nýskipaði háskóla- kanzlari, og Dr. P. H. T. Thorlak- son, hafa verið kjörnir heiðurs- doktorar í lögum við háskólann, og verða þar formlega kynntir sam- komu gestum og skrýddir að há- skólasið. 1 ritstjórnargrein um kjör hinna nýju heiðursdoktora, komst Winnipeg Free Press svo að orði um Dr. Thorlakson, að ekki hefði verið unt að ganga fram hjá slíkuni afburðamanni, og munu flestir verða á eitt sáttir um það, að slíkt sé eigi ofmælt. Að rita langt mál um Dr. Thorlakson og fjölþættan starfsferil hans, er í rauninni óþarft, því svo er nafn hans kunnugt meðal Islendinga vestan hafs óg reyndar austan hafs líka, því þar sannast hið fornkveðna, að verkið lofar meistarann; og víst er um það, að meðal Vestur-íslendinga, var Dr. Thorlakson fyrir löngu „drápunnar verður." Dr. Thorlakson er meðlimur í mörgum vísindafélögum, svo sem félagi brezkra skurðlækna og skurðlæknafélaginu ameríska; hann er formaður krabbarannsóknarfélagsins canadiska og stofn- andi hinnar umfangsmiklu og víðkunnu lækningastofnunar, Winnipeg Clinic, en þrátt fyrir óhemju annríki við læknisstörfin, hefir honum ávalt unnist tími til að gefa sig að íslenzkum menn- ingarmálum á mikilvægan hátt; forusta hans varðandi framgang kenslustólsmálsins í íslenzku við Manitobaháskólann mun lengi í minnum höfð, ásamt árvekni hans og elju vegna útgáfu Lögbergs. Sérhvert það rúm, sem Dr. Thorlakson skipar, er með ágætum skipað. Dr. Thorlakson er annað og meira, en mikill vísindamaður og frábær athafnamaður; hann er það, sem mest er um vert, and- legur höfðingi og mannkostamaður, sem fáir komast til jafns við. Leifs Eiríkssonar minnst í Norður-Dakota Dr. P. H. T. Thorlakson Fréttir fró ríkisútvarpi íslands 12. OKTÓBER Leifs Eiríkssonar og Vínlands- fundar hans var aftur á þessu hausti minnst með ýmsum hætti í Norður-Dakota, og áttu íslend- ingar þar sinn þátt í því. Norsk - ameríska vikublaðið „Normanden“ í Fargo birti þ. 9. október einkar skilmerkilega grein eftir Guðmund Grímsson hæstaréttardómara um Leifs- styttu þá hina miklu, sem Bandaríkin sæmdu ísland að gjöf í tilefni af Alþingishátíð- inni 1930, og fylgdi greininni stærðarmynd af styttunni. Einn- ig flutti blaðið ritstjórnargrein um Leif og Ameríkufund hans. Þjóðræknisdeild Norðmanna (Sons of Norway) í Grand Forks efndi að kvöldi þ. 10. október til samkomu er helguð var norskum og öðrum norrænum landnemum vestan hafs á síðari tímum, en jafnframt minningu Leifs Eiríkssonar og afrekum hans; var dr. Richard Beck for- m a ð u r undirbúningsnefndar samkomunnar. Hann útvarpaði einnig frá út- varpsstöð ríkisháskólans í Norð- ur-Dakota (University of North Dakota) í Grand Forks síðdegis á mánudaginn þ. 13. október Rýr fiskveiði Þær fregnir hafa borist af haustvertíðinni á Winnipeg- vatni, að afli sé með lélegasta móti og afspyrnurok hafi mjög torveldað veiðina; nokkurt netja tjón er sagt að orðið hafi út frá verstöðvum. Fiskveiði við Mikley hefir á- takanlega brugðist. ræðu um Leif Eiríksson og nor- rænan hetjuanda, en fyrir há- degið samdægurs hafði dr. Beck flutt erindi um Leif og Vínlands- fund hans fyrir all-fjölmennum hóp háskólastúdenta. Annars er 12. október lögfestur „Land- fundadagur" (Discovery Day) í N. Dakota, en þar sem hann féll á sunnudag var hann hátíðlegur haldinn daginn eftir. Hlýtur verðlaun í píanóleik Miss Evelyn Thorvaldson .1 nýafstöðnum hljómlistar- prófum við Manitobaháskólann hlaut Miss Evelyn Thorvaldson verðlaun Jon Sigurdson Chapter I. O. D. E. í píanóleik. Aðal- kennarar hennar hafa verið Mr. Gunnar Erlendsson og Miss Frida Simundson. Miss Thorvaldson hefir líka mjúka og yndisfagra söngrödd, sem hún hefir skemt mörgum með ásamt móður sinni á sam- komum íslendinga hér um slóð- ir. Hún er dóttir Mr. og Mrs. T. R. Thorvaldson, 37 Roslyn Road. Frá kvöldskólanum við Broadway Vegna 75 ára afmælishátíðar háskólans fellur öll kennsla niður í kvöldskólanum við Broadway þriðjudagskvöldið 28. október. Hefst námskeið það 1 íslenzk- um bókmenntum, sem auglýst var í síðasta blaði, af þeim sök- um ekki fyrr en þriðjudags- kvöldið 4. nóvember kl. 8. Eru menn vinsamlega beðnir að at- huga þetta og láta það berast. Frá þingi sam- einuðu þjóðanna Þing sameinuðu þjóðanna kom saman í New York í vikunni, sem leið, og er því svo að segja nýsezt á rökstóla; forsæti skipar, eins og þegar er vitað, Lester B. Pearson, utanríkisráðherra Canada; aðeins fulltrúar tveggja stórþjóða hafa látið til sín heyra fram að þessu, þeir Acheson utanríkisráðherra Bandaríkj- anna og Vishinsky utanríkisráð- herra Rússlands; var ræðu hins fyrnefnda mjög stilt í hóf og einkum skýrt frá tilraunum herja sameinuðu þjóðanna í þá átt, að koma á vopnahléi í Kóreu; á hinn bóginn var ræða Vishinskys þrungin stóryrðum og öfgum, er orkuðu lítt á hugi þingheims; var hann einkum bituryrtur í garð Bandaríkjanna og kendi þeim um ástandið í Kóreu, svo sem hann hafði áður gert. Þingið akvað að taka á dagskrá og til umræðu kynþáttadeiluna í Suður-Afríku, þrátt fyrir ströng mótmæli af hálfu erind- reka Malanstjórnarinnar þar í landi, og höfðu þeir í hótunum um að ganga af þingi. Banaslys á Húsavík í fyrrinótt varð bifreiðarslys á Húsavík, er leiddi til þess, að gamall maður, Stefán Þórðar- son að nafni, lézt af meiðslum, er hann hlaut. Stefán heitinn sat í aftursæti bifreiðarinnar M-47, sem er eign manns á Húsavík, er hún rakst aftan á vörubifreið frá Akur- eyri. Stóð vörubifreiðin á vegar- brún á Garðarsbraut. Pallur vörubifreiðarinnar ' mun hafa gengið inn í fólksbifreiðina, sem rifnaði mikið, en við þetta hl^ut Stefán mikla áverka. Bílstjór- ann mun hins vegar ekki hafa sakað, en sjónarvottar að slys- inu voru engir. Stefán var flutt- ur í sjúkrahús á Húsavík, og lézt þar síðar af áverkunum. Sorgaratburður Síðastliðið mánudagskvöld gerðist sá sorglegi atburður, að Mr. Donald McLachlan Smith, 28 ára að aldri, beið bana af völdum bílslyss, ásamt öðrum manni, skamt frá bænum St. Norbert um 13 mílur suður af Winnipeg. Mr. Smith var af skozkum ættum, hann var hæfi- leikamaður og vel að sér um alt ger; hann var fyrir tveimur árum kvæntur Elene Eylands, dóttur þeirra séra Valdimars J. Eylands og frú Lilju Eylands, hinni elskuverðustu konu; var heimili þeirra að Ste. 8 Agnes Apts., hér í borginni. Útför þessa vinsæla og ágæta manns fer fram frá Fyrstu lút- ersku kirkju kl. 2 e. h. á föstu- daginn kemur. Séra Harald S. Sigmar frá Gimli jarðsyngur. Lögberg vottar sifjaliði hins látna innilega samúð vegna þess heita harms, sem nú er að því kveðinn. W. J. Lindal dómari Kjörinn forseti Á fundi, sem haldinn var í samkomusal Sambandskirkjunn- ar hér í borg á mánudagskvöld- ið var W. J. Lindal dómari kos- inn forseti Icelandic Canadian Club í stað Jóns K. Laxdal, er lét af þeim starfa vegna anna. Frá starfsemi Dr. Becks Dr. Richard Beck prófessor hefir undanfarið birt greinar og ritdóma um íslenzk og norræn efni í kunnum amerískum bók- mennta- og fræðiritum. 1 júníhefti The American- Scandinavian Review 1 New York birti hann minningargrein um Svein heitinn Björnsson, for- seta íslands, er prentuð var sem forustugrein í ritinu, ásamt heil- síðumynd af hinum látna for- seta; hefir greinar þessar verið vinsamlega getið í norsk-ame- rískum blöðum. Dr. Beck var einnig meðhöf- undur bókfræðilegrar skrár yfir amerísk rit og ritgerðir um nor- ræn efni („American Scandi- navian Bibliography 1951“), er út kom í maíhefti Scandinavian Studies, en hann er í ritstjórn- inni. í sama hefti birti hann ítarlegan ritdóm um hið mikla rit Prófessors Gustavs Indrebö: Norsk maalsoga, öndvegisrit um norska tungu og þróun hennar. í sumarhefti bókmenntarits- ins, Books Abroad, sem gefið er út af hálfu University of Okla- homa og fjallar um heimsbók- menntir í heild sinni, voru einnig ritfregnir eftir Dr. Beck um bækur um norræn efni. íslendingur deyr af slysi Á föstudaginn í vikunni, sem leið, vildi það sorglega slys til, að Bessi Byron, 57 ára að aldri, búsettur að Oak Point, varð fyrir því, að skot hljóp úr byssu hans, er hann var að fuglaveiðum skamt frá bænum og beið af því bana. Bessi var góður drengur og vinsæll; hann lætur eftir sig konu sína ásamt tveimur börn- um; einnig lifa hann níu syst- kini, þrír bræður og sex systur; meðal bræðranna er hinn kunni atorkumaður, Kári Byron að Lundar, oddviti Coldwell-sveit- arinnar. Útför Bessa hófst á þriðjudag- inn með húskveðju að heimil- inu, en jarðsett var í grafreit Is- lendinga við Otto. Séra Jóhann Fredriksson frá Glenboro flutti hin hinztu kveðjumál. Fyrsti ríkisráðsfundur í tíð núverandi forseta, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, var haldinn að Bessastöðum hinn 9. þ. m. For- setinn flutti ávarp og mælti m. a. á þessa leið: „Við höfum allir skyldur að rækja við ættjörðina, sem beina hug okkar og við- leitni að sama marki.“ Forsætis- ráðherra, Steingrímur Stein- þórsson, þakkaði ávarpsorð for- seta og árnaði forsetahjónunum heilla í starfi. Forseti staðfesti síðan ýmsa úrskurði, er hann hafði gefið út frá því sísðasti ríkisráðsfundur var haldinn, en að fundi loknum sátu ráðherr- arnir og konur þeirra hádegis- verðarboð forsetahjónanna. ☆ í septembermánuði síðastliðn- um var vöruskiptajöfnuðurinn, við útlönd hagstæður um 19,7 miljónir krnóa. Inn voru fluttar vörur fyrir 56,1 miljón en út fyrir 75, 8 miljónir. Fyrstu 9 mánuði þessa árs var vöruskipta jöfnuðurinn óhagstæður um 232,9 miljónir króna. Inn hafa verið fluttar vörur fyrir 657 miljónir króna, en út fyrir 424,7 miljónir. ☆ Fyrir nokkru fóru til Eng- lands tveir fulltrúar Félags ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda, þeir Kjartan Thors formaður félagsins, og Jón Axel Péturs- son framkvæmdastjóri. Erindi þeirra var að ræða við brezka togaraútgerðarmenn um land- anir á ísfiski íslenzkra togara í Grimsby og Hull, en togaraeig- endur þar höfðu komið sér sam- an um að neita að lána löndun- artæki fyrir íslenzkan fisk. ís- lenzku fulltrúarnir ræddii við fulltrúa heildarsamtaka brezkra togaraeigenda í London 2. þ.m., og vildu brezku fulltrúarnir þegar beina umræðunum að nýju verndarlínunni umhverfis landið. Islenzku fulltrúarnir vildu hins vegar ræða fyrir- komulag fisklandana í Hull og Grimsby með það fyrir augum að tryggja landanir og hæfileg- Formaður alþjóðarsamtaka Paul Bardal, M.L.A. Á fundi, sem haldinn var í fyrri viku í borginni London í Ontariofylkinu, stofnuðu út- fararstjórar í Canada með sér samtök, sem ná yfir alt landið; formaður þessara nýju sam- taka var kjörinn Paul Bardal þingmaður í Manitobafylkis- þinginu og forstjóri A. S. Bardal útfararfyrirtækisins í Winnipeg. Bardal var áður formaður út- fararstjórasamtakanna í Mani- toba; hin nýja trúnaðarstaða Mr. Bardals ber þess glögg merki hvers trausts hann nýtur meðal stéttarbræðra sinna, sem og raunar í hvaða verkahring, sem störf hans liggja. an aðflutning af fiski með ís- lenzkum togurum og aukna vöruvöndun báðum aðiljum til hagsbóta. Enn fremur yrðu brezkir útgerðarmenn að hætta mismunun þeirri í afgreiðslu togara, sem verið hefir síðan 1946, og afturkalla löndunar- bannið. Samkomulag varð ekki og var viðræðum slitið. Á það var bent af hálfu íslenzku full- trúanna, að á stríðsárunum hefðu 75% af öllum fiski, sem neytt var í Bretlandi, komið frá Islandi og á þeim árum hefði farist 21% íslenzka togaraflot- ans, sum skipanna með allri á- höfn. 1 viðtali við brezka frétta- menn tóku íslenzku fulltrúarnir það fram, að íslenzkir útflytj- endur fisks myndu vinna að því að brezkar húsmæður ættu þess kost sem áður að fá íslenzkan fisk til matar, og myndu gera það, sem þeir gætu til þess að finna aðila, er vildu taka að sér löndun á íslenzkum fiski. ☆ Sjómannadagsráð ræddi ný- lega framkvæmdir varðandi byggingu dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna, en því er fyrir- hugaður staður á Laugarási norð vestanverðum í Reykjavík og verður senn byrjað að grafa fyrir grunni þessa stórhýsis. Það verður 2500 fermetrar og að rúmmáli 21.000 teningsmetrar. þar verður rúm fyrir 127 vist- menn í eins og tveggja manna herbergjum, en auk þess íbúðar- herbergi fyrir 40 manna starfs- lið. ☆ Auglýst hefir verið, að stofn- fundur Iðnaðarbanka Islands h.f. verði haldirín í Reykjavík á laugardaginn kemur og safnað hafi verið tilskyldu hlutafé. Samkvæmt lögum þeim um Iðn- aðarbanka, er samþykkt voru á síðasta Alþingi, skal ríkissjóður leggja fram sem hlutafé þrjár miljónir króna, Landssamband iðnaðarmanna og Félag íslenzkra iðnrekenda hvort um sig hálfa aðra miljón og loks sé safnað hálfri miljón með frjálsu útboði, þannig að hlutafé bankans verði samtals 6Y2 miljón króna. Áður- greind félagssamtök iðnaðar- manna tóku að sér að safna hlutafé því, sem er umfram ríkis framlagið og höfðu lokið því um síðustu helgi. ☆ Fyrir nokkru voru nýjar regl- ur settar um fjarvistarleyfi bandarískra varnarliðsmanna hér á landi, og er það aðalatriðið að óbreyttum liðsmönnum beri að hverfa úr Reykjavík og ná- lægum bæjum kl. 22 öll kvöld vikunnar nema eitt, er þeir fá að dveljast til miðnættis, og takmarkaður er fjöldi þeirra liðsmanna, sem fara mega frá bækistöðvunum á sama tíma. ☆ Herráðsforingi Bandaríkja- hers, J. Lawton Collins, kom á þriðjudagsmorgun til Reykja- víkur á leið sinni frá Evrópu til Bandaríkjanna. Hann gekk á fund utanríkisráðherra ásamt Edward B. Lawson sendiherra Bandaríkjanna hér á landi og Ralph O. Brownfield hershöfð- ingja. ☆ Síðastliðinn vetur fór land- búnaðarráðuneytið þess á leit við Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, að hún léti íslandi í té fræðilega aðstoð við rannsóknir á sauð- Framhald á bls. 5

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.