Lögberg - 23.10.1952, Síða 7

Lögberg - 23.10.1952, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. OKTÓBER, 1952 7 Antoine Pinay íslendingar lakir á Evrópu meistaramótinu í bridge Óháður sijórnmálamaður, sem fer meira eftir brjósiviti en fræðimennsku Því er nú spáð, að miklar við- sjár verði á franska þinginu, er það kemur saman í haust eftir sumarleyfið, sem er það lengsta, er það hefir fengið eftir styrjöld- ina. Þetta langa sumarleyfi á það að þakka stjóm Pinay, er fékk fjárlög og aðrar stjórnartillögur afgreiddar miklu fyrr en venju- lega. Ástæðan til þess, að spáð er viðsjám á þinginu, er einkum sú, að efnahagserfiðleikar Frakka hafa sízt minnkað undanfarna mánuði og stafar það m. a. af því, að fjárhagsaðstoð Banda- ríkjanna hefir orðið minni en búizt var við. Stjórninni getur því reynzt erfitt að halda meiri- hluta sínum, ef hún krefst ein- hverra róttækra aðgerða, þar sem hún er líka harla ósamstæð. Það mun þó alltaf reynast stjórninni mikill styrkur, að hún hefir á ýmsum sviðum náð meira árangri en nokkur önnur frönsk stjórn hefir náð um langt skeið. Henni hefir tekizt nokkurn veg- inn að halda verðlaginu í skefj- um, en það er meira en nhkkur önnur frönsk stjórn hefir getað eftir styrjöldina. Henni tókst einnig að afgreiða fjárlögin án skattahækkunar. Aðalmarkmið- ið sem stjórnin setur sér til frambúðar, er að reyna að halda þannig í horfinu, þ. e. að koma í veg f y r i r verðhækkanir og skattahækkanir. Með því hyggst hún að skapa aukna tiltrú á fjárhagskerfi Frakka, en slíka tiltrú telur hún vera undirstöðu frekari athafna. Fer meira eflir brjóstvili en fræðimennsku Það gerðu sér fáir miklar von- ir um stjórn Pinay, er hún kom til valda í marsmánuði síðasti. Forsætisráðherrann mátti heita óþekktur og stuðningsliðið var harla sundurleitt. Stjórnin þótti ekki likleg til að lifa mánaðar- langt. Eftir. fall hennar var spáð þingkosningum, er myndu leiða til aukinna áhrifa Gaullista og kommúnista. Þetta hefir hins vegar farið á aðra leið. Það gerðist í fyrsta sinn um langt skeið í sögu franskra stjórnmála, að ríkis- stjórn tókst að vekja tiltrú. Þessi tiltrú var ekki sköpuð með nein- um undraráðum, enda voru þau ekki til. Það var framkoma og málflutningur forsætisráðherr- ans, er átti mestan þátt í því að skapa þessa tiltrú, og þess vegna er hann nú búinn að vinna sér nafn sem einn helzti stjórnmála maður Frakka er líklegt þykir, að hann eigi eftir að koma veru- lega við sögu, hvernig sem núv. stjórn hans reiðir af. Ýmsar skýringar eru gefnar á því, hvers vegna Pinay hefir heppnazt betur en fyrirrennur- Er sársauki sverfur að Eftir aS þér fyrst kennifS giftar- verkja — notiC Templeton’s T-R-C’s. Yfir miljón T-R-C’s taflna eru notaSar & hverjum mánuSi til lækninga við gigt, vöSvagigt, ógleSi og bakverk. Þvl þjást aS óþörfu? HafiS T-R-C’s viS rendi og fáiS skjót- an bata. ASeins 65 o., $1.35 I lyfjabúSum. T-842. Men! Try taking "Golden Wheatol’’ Medicinal wheat Germ Oil Capsules. See what “Golden Wheatoi” will do for you. Men, Women: do like thousands have done: take "Golden Wheatol’’ Wheat Germ Oil Capsules today. 300, $5.00. Stomach Pains? Distress? Acld Indigestion? Gas? Heartburn? Nervous, sour stomach? Take "Golden Stomach Tablets”. Real, fast, long lasting relief. Eat what you like. Sleep better. 55, $1.00; 120, $2.00; 360, $5.00. Paíns of Arthritis, Rheumatism, Sciatica, Neuritis, Lumbago (back- ache) pains in arms, legs, shoulders? Take "Golden HP2 Tablets” for real, long lasting pain relief. Thousands benefitted. 100, $3.00; 200, $5.00. At your druggist or direct from Golden Drugs, Winnipeg. um hans. Ein skýringin er sú,'að hann sé laus við það að vera bókstafstrúarmaður, er bindi sig við einhverja ákveðna stefnu eða kennisetningar, heldur beiþi þeim ráðum, er vænlegust séu hverju sinni, hvort sem heldur megi telja þau heyra undir kenn- ingar íhaldsmanna eða sósíal- ista. Þannig hefir hann t. d. far- ið að í verðlagsmálunum. Hann hefir ýmist aukið frjálsræðið og skírskotað til þegnskapar borg- aranna eða hert á verðlagshöml- um, ef hann hefir talið þess þörf. Hann er m. ö. o. laus við það að vera nokkur pólitískur kreddu- maður, heldur virðist vera hag- sýnn framkvæmdamaður. Sumir bæta þeirri skýringu við þetta, að hann sé hæfari til að vinna þannig vegna þess, að hann sé utan af landi, en ekki frá París, og stjórnist því meira af brjóst- viti sveitamannsins en bókalær- dómi borgarbúans. Við stjórnar störfin fari hann að líkt og hygg- inn bóndi, er lagar sig eftir að- stæðunum. Nokkuð er það, að Pinay virð- ist hafa tekizt það betur en öðr- um frönskum stjórnmálamönn- um að tala og breyta í samræmi við hugsunarhátt almennings. Það virðist vera lykillinn að þeirri tiltrú, sem hann hefir afl- að sér. Antoine Pinay er nýlega orð- inn 61 árs. Hann er fæddur og uppalinn í sveit. Fjölskylda hans vann jöfnum höndum við land- búnað og smáiðnað (stráhatta- gerð). Hann tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni og fékk þá mörg heiðursverðlaun fyrir fram göngu sína, m. a. eitt af helztu heiðursmerkjum Frakka. Hann slapp ekki heldur ómeiddur úr styrjöldinni. M. a. særðist hann alverlega á hægri hendinni og hefir síðan bæklaða fingur, svo að hann á erfitt með að skrifa nafn sitt. Eftir stríðið fékk hann vinnu við fremur litla leður- verksmiðju í Saint Charmont, giftist skömmu síðar dóttur eig- andans og varð nokkru eftir það forstjóri verksmiðjunnar. Hann rækti það starf af miklum áhuga og sinnti ekki öðru en því, og heimili sínu. Þau hjónin eignuð- ust þrjú börn og var hjónaband þeirra hið ánægjulegasta. Árið 1928 gerðist atburður í lífi þeirra Pinayhjónanna er hafði mikil áhrif á framtíð þeirra beggja. Þau voru nýkomin heim úr ferðalagi til Austurlanda, er frú Pinay tók sjúkdóm, er hefir krafizt stöðugrar spítalavistar síðan. Þetta fékk mikið á Pinay til að byrja með og óttuðust kunningjar hans, að það gæti haft slæm áhrif á hann og myndi gera hann þunglyndan um of. Þeir hvöttu hann til þess að reyna að dreifa áhyggjunum með því að finna sér ný verk- efni, er veittu honum fróun og uppörfun. Eftir nokkra umhugs- un fór Pinay að ráðum þeirra. Þátlaka Pinay í opinberum málum Pinay hafði aldrei áður ná- lægt opinberum málum komið og ekki sýnt neinri áhuga fyrir þeim. Að áeggjan vina sinna féllst hann á, að gefa kost á sér sem bæjarfulltrúa og var kosinn bæjarstjóri nokkru síðar. Hann gerði það að skilyrði fyrir því að taka við borgarstjórastöð- unni, að enginn bæjar fulltrúinn mætti tilheyra nokkrum pólit- ískum flokki og fékk hann því framgengt, enda voru bæjar- stjórnarkosningar í smábæjum þá víða ópólitískar. Pinay þótti reynast vel sem borgarstjóri og átti það sinn þátt í því, að hann náði kosningu til öld- ungadeildar franska þingsins nokkrum árum seinna (1936) sem óháður íhaldsmaður. Hann hefir fram til þessa tíma fylgt þeirri reglu að telja sig flokks- lega óháðan og má vera að það styrki hann á ýmsan hátt nú. Enginn einn flokkur getur eign- að sér hann sérstaklega og því á hann ekki jafn harða andstæð- inga og ella og á auðveldara með að sameina ósamstæða flokka og flokksbrot. Á stríðsárunum átti Pinay sæti í þjóðráðinu, sem Petain setti á laggirnar, en hann hefir ekki hlotið neitt óorð fyrir þátt- töku sína í því. Hann hafði nefnilega jafnframt samband við mótspyrnuhreyfinguna og notaði aðstöðu sína til a hjálpa henni á ýmsan hátt, einkum með því að bjarga mönnum undan ofsóknum Gestapo. Eftir styrjöldina var Pinay strax kosinn á þing og hefir átt þar sæti síðan. Hann varð ráð- herra sérstakra efnahagsmála í stjórn Queille og í stjórn Plev- ens, er starfaði á síðastl. ári, varð hann ráðherra yfir stjórn- ardeild þeirri, er sér um rekstur ýmsra opinberra stórfyrirtækja. Meðal annars heyrðu hinar þjóð- nýttu járnbrautir undir hann. Hann kom þar á verulegum sparnaði, m. a. með starfs- mannafækkun. Þessar aðgerðir hans vöktu mikla athygli og áttu ekki minnstan þátt í því, að Auriol forseti fól honum stjórn- armyndun á síðastl. vetri, þegar allar leiðir virtust lokaðar til stjórnarmyndunar. Pinay heppn aðist stjórnarmyndunin, senni- lega mest vegna þess, að hann var ekki b u n d i n n beinum tengslum við neinn flokkinn. Þegar Pinay tók við, var allt komið í óefni með fjárlagaaf- greiðsluna. Bráðabirgðafjárlög voru í gildi og fráfarandi stjórn hafði talið að leggja þyrfti á stórfellda nýja skatta. Pinay hafnaði þeirri leið, en lækkaði Ours is a fraternal organiz- ation based on mutual good will and recognition of the sacred- ness of the individual; further, our Order cherishes and carries on the time-honored Norwegian and Scandinavian tradition of love of freedom, which is in turn rooted in a deep conscious- ness of the worth of the individ- ual. It is, therefore, thoroughly in the spirit of our Order, and has rightly become traditional in this assembly, that we pause for a moment near the beginning of our deliberations to render de- served tribute to those fellow- members of ours, Brothers and Sisters alike, who, in the course of the biennium since our last Supreme L o d g e Convention, have passed on to that larger realm of life beyond the grave. With a sincere feeling of sad- ness we mourn the loss of these esteemed fellow-workers in our common cause, but we do so in the spirit of our Christian faith in immortality, memorably ex- pressed in these inspiring lines by Longfellow: “There is no Death! What seems so is transition: This life of mortal breath Is but a suburb of the life elysian, Whose portal we call Death.” We are also mindful of the fact that men live on here on earth in both the memories and the achievements which they leave behind them. Our Norse ancestors were particularly con- scious of this, and, in fact, left us the very heart of their phil- osophy of life in these much quoted and admired words, thus rendered from the Icelandic in- to Norwegian: “Fe dör, frerider dör, selv dör man ogsaa; ett vet jeg, sem aldri dör: dommen over enhver död.” hins vegar ýms útgjöld og hófst handa um útboð á nýju ríkisláni til þess að jafna hallann. Ríkis- lán þetta var boðið út með sér- stökum hætti og var einkum ætlað að ná í falið sparifé. Árangurinn hefir orðið miklu betri en búizt var við í fyrstu. Þessar aðgerðir Pinay fiöfðu hagstæð sálræn áhrif, ef svo mætti að orði komast. Þjóðin var orðin þreytt á nýjum skatta- álögum. Barátta hans gegn verð- hækkunum bar þá öllu meiri árangur. Hann skírskotaði til framleiðenda og kaupmanna að koma til móts við sig. Honum varð miklu meira ágengt á þann hátt, en búizt var við. Vel má vera, að það hafi nokkuð stafað af því, að stjórn hans hefir ver- ið álitin eins konar lokatilraun til að bjarga Frakkl. frá fjár- hagslegu hruni. Ofsnemmt er að fullyrða nokkuð um það, hvort henni muni takast það, þótt tals- vert hafi orðið ágengt í rétta átt. Pinay er hógvær maður í framgöngu, en ber þó með sér, að hann getur verið fastur fyr- ir, og einbeittur. Hann er all- góður ræðumaður og hefir glögga framsetningu. M i n n i hans er viðbrugðið. Hann hefir valið sér allmarga ráðunauta, einkum úr hópi óháðra, ungra manna. Hann segist hafa mikil not af viðræðum sínum við þá og mikið af því, sem hann segi óg framkvæmi, reki rætur sínar til þessara samtala. Jafnframt telur hann sig hafa haft mikil not af því að hafa tekið þátt í sveita- og héraðsstjórnarmálum, því að sú reynsla, sem hann hafi öðlaðzt þar, komi sér oft vel við stjórn ríkisins. Which has been translated in- to English as follows: “Cattle die, kinsmen die, Oneself also dies; But a noble name will never die If good renown one gets.” This may be paraphrased in these words: Riches perish, rel- atives die, the individual him- self also dies; one thing is last- ing in this world of constant change: a good reputation, the noble name one earns for one- self. According to the Norsemen, life was to be measured in noble deeds. And that is but another way of saying that the worth of the individual is the main thing. For what a man does is but the expression and extension of what he is. Henrik Ibsen was right when he said: “Der ligger vekst i store minner,” freely translated: “There is inspiration in great memories.” The memories and achievements of our departed Brothers and Sisters should be to us a reminder of our duties to our Order and a challenge to greater devotion to its fraternal and cultural purposes. Making their example a source of in- spiration is the noblest tribute we can render those departed fellow-members of ours whom we honor in this hour. Among them are many who took an unusually prominent part in the activities of our Order, on the national, district, and local level; these members, our Supreme President has properly singled out for special mention in his report. However, in this expression of grateful tribute, we include all those fel- low-members of ours who have departed from our midst during the past biennium, for they were all of them links in that fratern- al chain which binds us together around the noble purpose of our Order. Blessed be their memory! Hafa aðeins hlotið 3 stig eftir 6 umferðir. Unnu Libanon og gerðu jafniefli við írland Evrópumeistaramótið í bridge hófst í Dublin á írlandi s. 1. föstudag. Sveit frá Islandi kepp- ir á mótinu og eru þessir menn í sveitinni: Einar Þorfinnsson, Lárus Karlsson, Gunngeir Pét- ursson, Sigurhjörtur Pétursson, Einar Ágústsson og Örn Guð- mundsson. Löndunum er skipt í tvo flokka og munu tvær efstu þjóðirnar í riðlunum keppa til úrslita. Alls taka 13 þjóðir þátt í mótinu, en upphaflega voru 16 þjóðir skráðar. — Egyptaland, Finnland og Belgía mættu hins vegar ekki til leiks. I A-flokki spila Italía, Svíþjóð, Holland, Frakkland, Danmörk og Þýzka- land. I B-flokknum eru ísland, Austurriki, England, Noregur, Sviss, írland og Libanon. Vegna þessarar flokkaskiptingar verð- ur mótið mun styttra en áður, og er raunverulega ekki farið eftir þeim reglum, sem settar hafa verið í sambandi við þessi Evr- ópumeistaramót, þar sem segir, að ef 14 eða færi lönd taka þátt í mótinu, skuli löndin spila sam- an. I fyrstu umferð fóru leikar þannig, að Island vann Libanon, Frakkland vann Holland, Eng- land vann Irland, Danmörk og Þýzkaland gerðu jafntefli. Nor- egur vann Sviss, ítalía og Sví- þjóð gerðu jafntefli. Austurríki sat yfir. Fyrir Svía spila Kock- Werner og Wohlin-Larsen. I 2. umferð gerði Island jafn- tefli við Irland, Holland vann Þýzkaland, Italía vann Frakka- land með yfirburðum, 87-35, Austurríki vann Sviss, Noregur vann Libanon með 70-51 og Sví- þjóð vann Danmörku með 67-42. I þriðju umferðinni spiluðu Norðmenn íslendinga sundur og saman, eins og danska blaðið Politiken segir, og unnu með 114-48. Blaðið segir ennfremur, að íslendingarnir spili mun verr en búizt hafði verið við, en Norðmenn standi sig hins vegar mun betur. Aðrir leikir í þessari umferð fóru þannig, að Frakk- land vann Danmörku með 7 stig- um, en sex stig hefði gefið jafn- tefli. Svíþjóð vann Þýzkaland, ítalía vann Holland með litlum mun, og sama er að segja um leikinn milli Englands og Sviss, þar sem Englendingar unnu. Þá kom það einnig mjög á óvart, að írland vann Austurríki. I 4 umferðinni töpuðu íslend- ingar aftur og nú fyrir Austur- ríkismönnum. England vann Noreg eftir mjörg harðan leik. írland vann Libanon, Italía vann Þýzkaland, Svíþjóð vann Frakk- land og Holland vann Dan- mörku. Eftir þessa umferð höfðu ítalir og Svíar unnið rétt til að spila í lokakeppninni. I fimmtu umferð sátu íslend- ingar yfir. Þá vann Frakkland Þýzkaland, ítalía vann Dan- mörk, Noregur vann írland, Sviss vann Libanon, Austurríki vann England með 79-51 og komu þau úrslit á óvart. Var það fyrsta tap Englendinganna. Svíþjóð og Holland gerðu jafn- tefli. Lokastaðan í A-riðlinum varð því að Italía varð efst með 9 stig, Svíþjóð hlaut 8 stig, Frakk- land 6 stig, Holland 5 stig og Danmörk og Þýzkaland voru neðst með eitt stig hvor þjóð. I sjöttu umferðinni töpuðu Is- lendingar fyrir Englendingum, Austurríki vann Libanon og Sviss vann írland. Er nú aðeins ein umferð eftir í þeim riðli og spilar ísland þá við Sviss. Stað- an er nú þannig í þeim riðli, að England, Austurríki og Noregur hafa átta stig hver þjóð, Irland hefir 5 stig, Sviss 4 stig, ísland 3 stig og Libanon 0 stig. Hafa Islendingar aldrei staðið sig jafn illa á Evrópumeistaramóti og nú. Keppnin um úrslitasætin er mjög hörð í þessum riðli. I síð- ustu umferðinni spilar England við Libanon og eru því allar lík- ur fyrir því, að England komist í úrslit. Hins vegar spila Austur- ríki og Noregur saman í síðustu umferðinni og kemur það til með að verða mjög skemmti- legur og tvísýnn leikur. — TÍMINN, 26. sept. Dánarfregn Mrs. Kristín O’Neill, til heim- ilis að 722 Alfred Ave., Winni- peg, andaðist 8. okt. s.l á Al- menna sjúkrahúsinu í Winnipeg eftir langvarandi þjáningar. Hún var fædd í Winnipeg 24. maí 1898, dóttir Gests Olson og lát- innar konu hans, Sigríðar Elíza- betar Gísladóttur. Þau fluttu til Selkirk og þar ólst Kristín upp og átti þar heima lengi ævi sinnar. Hún giftist Patric O’Neill. Um mörg síðari ár áttu þau heimili í Wmnipeg og þar andaðist maður hennar 1938. Börn þeirra eru: Patric, til heimilis í Van- couver, B.C.; Chris, til heimilis á Hnausa, Man.; Dorie, er féll í Hong Kong 1941; Clifford, til heimilis í Vancouver, B.C.; William, er átti heimili með móður sinni í Winnipeg. — Há- aldraður faðir Kristínar er bú- settur í Selkirk. Þessi eru systkini hinnar látnu: Jóhanna, Mrs. Hermann Thor- valdson, Selkirk; Lillie, einnig búsett í Selkirk; Sigríður, Mrs. Timmius, West St. Paul, Man.; Runólfur, Hnausa, Man. Látinn bróðir hinnar látnu er Gestur, d. 1928. Mrs. O’Neill var alin upp í Selkirk; hún var meðlimur Sel- kirksafnaðar og starfaði þar í kvenfélagi og djáknanefnd safn- aðarins. Hún var kona þrótt- mikil og bar breytingar og reynslu ævidagsins og þjáning- ar síðari ára með hetjulund. — Útför hennar fór fram frá kirkju Selkirksafnaðar, mánud. 13. okt. og í grafreit safnaðar- ins var hún lögð til hinztu hvíldar. — Sóknarprestur jarð- söng. S. Ólafsson (2Les> PoAjcul 206 Time Buildmg ^ Phone 92-4137 KEN PRUDEN. Hair Stylist Permanent waving and styling to enhance your personality. Hair Shaping a Specialty Do not forget 206 Time Bldg. this address 333 Portage Ave. WILLA ANDERSON Looks after all Icelandic Patronage (Icelandic Spoken) Open Wednesdays the Year Round Elevator Service — TÍMINN, 3. sept. MEMORIAL ADDRESS By Professor RICHARD BECK Delivered at the Supreme Lodge Convention, Sons of Norway Minneapolis, August 21, 1952

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.