Lögberg - 30.10.1952, Side 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 30. OKTÓBER, 1952 NÚMER 44
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Setur ársþing sameinuðu þjóðanna með
íslenzkum fundarhamri
Hon. Lester B. Pearson ulanríkisráðherra Canada og forseti
ársþings sameinuðu þjóðanna í New York
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
19. OKTÓBER
Mynd þessi er af utanríkis-
ráðherra Kanada, Mr. Lester B.
Pearson, þar sem hann heldur á
íslenzkum fundarhamri í hend-
inni. Hamar þessi er gerður af
Ásmundi Sveinssyni, rpynd-
höggvara, og var gefinn af ís-
lenzku ríkisstjórninni til þess að
Endurkosinn
Peter D. Curry
Við nýafstaðnar kosningar til
bæjarstjórnar í Winnipeg, var
Peter D. Curry endurkosinn í
skólanefnd fyrir 1. Kjördeild
með geisimiklu atkvæðamagni.
Mr. Curry er mikill áhugamaður
um mannfélagsmál og drengur
hinn bezti; hann á íslenzka
móður, hina kunnu dugnaðar-
og þrekkonu, frú Berthu Curry,
sem búsett er að San Diego, Cal.
Synjað um hækkun
farmgjalda
Eins og vitað er fóru járn-
brautarfélögin í Canada fram á
hækkun farmgjalda, e'r nema
skyldi átta af hundraði; stjórn-
ir Vesturfylkjanna börðpst gegn
hækkuninni með oddi og egg, og
nú hafa leikar farið á þann veg,
að járnbrautarráðið í Ottawa
hefir synjað um hækkunina; við
þetta er áætlað að Vesturfylkj-
unum sparist hvorki meira né
minna en fjörutíu miljónir
dollara.
notast af forseta Allsherjar-
þingsins. Sendiherra Thor Thors
afhenti Pearson, skömmu eftir
kosninguna, hamarinn í viður-
vist Trygve Lie, og setti Pearson
fyrsta fundinn, sem hann stjórn-
aði með því að berja rösklega í
borðið með hinum íslenzka
hamri.
íslenzka sendinefndin á Alls-
herjarþinginu er fáliðuð. Eins og
i fyrra eru aðeins tveir, Kristján
Albertson, rithöfundur, og Thor
Thors, sendiherra, mættir fyrir
íslands hönd.
, Hr. Thor Thors, sendiherra,
var 22. október s.l., kosinn fram-
sögumaður pólitísku nefndar
þingsins, samkvæmt tillögu
Madame Pandit, aðalfulltrúa
Indlands. ÍÞetta er í þriðja'sinn
að hann er kosinn í þessa stöðu
og er það einsdæmi.
Það er ráðgert, að þetta þing
standi a. m. k. til jóla.
Bæjarstjórnin í
Winnipeg fyrir
næsta ór
Bargarstjóri, Garnet Coulter.
1. Kjördeild, bæjarfulltrúar:
G. Sharpe, D. Mulligan, J. Gur-
zon Harvey, C. E. Simonite,
Maude McCreary, G. Chown.
2. Kjördeild, bæjarfulltrúar:
H. V. McKelvey, Mrs. L. Hallon-
quist, H. B. Scott, Jack St. John,
V. B. Anderson, James Black.
3. Kjördeild, bæjarfulltrúar:
P. Taraska, D. Orlikow, S. Gar-
rick, J. Blumberg, S. Rebchuk,
F. Wagner.
1. Kjördeild, skólanefnd: P. D.
Curry, H. W. Moore, Mrs. E. R.
Tennant, W. S. McEwan, H. B.
Parker.
2. Kjördeild. skólanefnd: G.
Frith, A. N. Robertson, Adam
Beck, E. G. Hansen, Mrs. H.
Murphy.
3. Kjördeild, skólanefnd: S.
Cherniak, Mrs. N. Patrick, A.
Zahaychuk, J. Zuken, H. L.
Stevens.
Árdegis í gær bauð herstjórn
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli ríkisstjórn íslands, nokkr-
um embættismönnum og öðrum
gestum að vera viðstaddir her-
sýningu í grennd við flugvöll-
inn.
Til hersýningar þessarar var
stofnað fyrst og fremst í þeim
tilgangi að kynna varnarliðs-
mönnum vélflugur, skriðdreka,
stórskotalið og önnur hergögn,
sem komið hefir verið fyrir á
Reykjanesskaga til varnar ís-
landi, verði á það ráðizt, og
treysta samvinnu landhers, flug-
hers og flota.
Fréttamenn áttu þess kost að
fylgjast með skotæfingum hers-
ins á sýningarsvæðinu af stuttu
færi og kynnast með Jiverjum
hætti nýjustu og fullkomnustu
hergögnum er beitt í nútíma-
hernaði.
Höfðu varnarliðsmenn komið
skotmörkum fyrir víðs vegar um
æfingasvæðið. Þrátt fyrir óhag-
Garnet Coulter
Endurkosinn til
borgarstjóra
Mr. Coulter, sem endurkos-
inn var til borgarstjóra í Win-
nipeg í bæjarstjórnarkosningun-
um hinn 22. þ. m., hefir um
næstkomandi áramót gegnt
þessu vandasama virðingar-
embætti í tíu ár samfleytt; nú
var hann kosinn til tveggja ára,
og við lok þessa kjörtímabils,
endist honum heilsa og líf, hefir
hann sett met varðandi lengstu
þjónustu í borgarstjórasessi.
stætt veður, gátu áhorfendur
bæði séð og heyrt aðfarir og
beitingu hinna ýmsu hergagna,
allt frá venjulegum hernaðar-
rifflum upp í þungar og lang-
drægar fallbyssur langt að baki
„víglínunnar."
Áformað hafði verið, að vél-
flugur úr flugher og flota Banda
ríkjanna á íslandi tækju þátt í
hersýningunni, en sökum þess,
hversu lágskýjað var yfir Reykja
nesskaga allan daginn í gær, gat
ekki af því orðið^
Sýningin virtist í alla staði
fara giftusamlega fram, enda
höfðu stjórnendur og fyrirliðar
samband sín á milli um allt sýn-
ingarsvæðið, eins og gerist í
hernaði."
í síðasta þættinum var hleypt
af öllum skotvopnum sýningar-
innar í senn, og stóð sú skothríð
í heila mínútu. Mun þá lauslega
áætlað hafa verið hleypt af eigi
færri en 10 þúsund skotum. Var
af því mikill gnýr og reykhaf.
Ekki mun vera áformað að
slík hersýning verði endurtekin
á Reykj anesskaga fyrr en í
fyrsta lagi á næsta vori, sam-
kvæmt ákvörðun varnarliðs-
nefndar, en venjulegum æfing-
um í meðferð léttra vopna verð-
ur að sjálfsögðu haldið áfram.
Það skal tekið fram, að þessi
hersýning stendur ekki í neinu
sambandi við heræfingar Atlants
hafsríkjanna í Norður-Evrópu.
—Mbl., 20. sept.
Fulltrúi hóskóla
sms á vígsluhótið
Dr. Richard Beck, prófessor í
Norðurlandamálum og bók-
menntum við ríkisháskólann í
Norður-Dakota (University of
North Dakota), var fulltrúi há-
skóla síns og forseta hans á
vígsluhátíð samkomuhallar og
íþróttahúss Concordia College í
Moorhead, Minnesota, sunnu-
daginn 19. september.
Fulltrúar margra æðri mennta
stofnana á þeim slóðum tóku
þátt í vígsluhátíðinni, en talið
Var, að 3000 manns hefðu sótt
hana; þótti hún um allt hið virðu-
legasta.
Laugardaginn 11. þ.m. var ut-
anríkisráðherra Breta afhent
crðsending frá ríkisstjórn Islands
út af landhelgismálinu og bann-
inu á löndun íslenzks togara-
fisks í Bretlandi. Er þar fyrst
vikið að síðustu orðsendingu
Breta út af ákvörðun fiskveiði-
takmarkana við strendur íslands
og talin nokkur mikilvæg atriði,
sem brezka stjófnin lítur öðru
vísi á en íslenzka ríkisstjórnin.
Segir, að brezk stjórnarvöld geti
ekki með réttu kvartað um, að
þeim hafi ekki verið gert að vart
um hvað í vændum var, og ís-
lenzka stjórnin sé alveg ósam-
mála brezku stjórninni um að
þriggja mílna landhelgin sé á-
kveðin af alþjóðalögum, þannig
að ekki verði breytt nema með
einhliða ákvörðun. Síðan er rifj-
uð upp niðurstaða brezku orð-
sendingarinnar, þar sem fyrir-
vari er gerður um rétt til skaða-
bóta að því er varðar hvers
konar afskipti af brezkum skip-
um á svæði því, sem brezka
stjórnin telur úthaf. Um þetta
segir, að íslenzka stjórnin hafi að
sjálfsögðu ekkert við það að at-
huga, þótt brezka stjórnin hafi
gert fyrirvara um skaðabóta-
kröfur, enn síður þar sem með
slíkri fyrirvaragerð virtist koma
fram viðurkenning á því, að yrði
úr deilu, bæri að ráða henni til
lykta á lögformlegan hátt. Is-
lenzka stjórnin vonaði þó, að
Bretar myndu að athuguðu máli
fallast á skoðanir Islendinga í
þessum efnum, en því meiri eru
vonbrigði íslenzku stjórnarinnar,
þar sem það virðist nú stað-
reynd að brezkir útgerðarmenn
ætli að taka lögin í sínar eigin
hendur og beita útilokun við ís-
lendinga til að knýja fram vilja
sinn. Er þar auðsjáanlega ætlun-
in, að hinn sterki láti hinn veika
kenna aflsmunar.
Síðan er á það bent, að við-
skipti íslendinga og Breta séu
hagstæðari Bretum en íslending-
um. Brezku þjóðina muni að vísu
litlu um vörurnar frá íslandi, en
það gæti vel lamað fjárhagslíf
Kjörinn forseti
vísindafélags
Dr. A. J. Thorsteinson
Á ársfundi Félags skordýra-
fræðinga í Manitoba, sem haldið
var í háskólanum síðastliðna
viku var Dr. A. J. Thorsteinson
kosinn forseti félagsins. Hann er
sonur Sigurðar heitins Thor-
steinssonar málarameistara og
ekkju hans frú Halldóru Thor-
steinsson. Annar íslendingur —
Haraldur Westdal — var kjör-
inn féhirðir félagsins; hann
starfar í þjónustu sambands-
stjórnar og er sonur þeirra Páls
og frú Helgu Westdal, sem lengi
bjuggu í Wynyard, Sask., en nú
eiga heima í Winnipeg.
íslendinga að vera án sölumögu-
leika á vörum sínum í Englandi.
íslendingar hafi ekki annað gert
en beita alþjóðalögum, svo sem
þeir skilja þau, til að vernda
hagsmuni sína. Það verði því að
teljast óvinsamlegur verknaður,
ef utan laga og réttar eigi að
beita sv.o harkalegum ráðum sem
útilokun frá mörkuðum til að
reyna að neyða íslendinga til
að hverfa frá því, sem þeir telja
rétt sinn. Áreiðanlegt sé, að þótt
það bitni hart á mörgum, muni
allir íslendingar sameinast um
að standa þá atlögu af sér. Á það
er bent, að bannið við togara-
veiðum á hinum umdeildu mið-
um bitni ekki síður á íslending-
um en Bretum og öðrum útlend-
ingum. Loks segir, að íslenzka
stjórnin treysti því í lengstu lög
að vinsemd brezku stjórnarinnar
endist til þess áð fallast, á sjónar-
mið Islendinga, og hún komi að
minnsta kosti í veg fyrir að
kúgunaraðferðum verði beitt í
þessu lífshagsmunamáli Islend-
inga.
☆
Fiskaflinn í ágústmánuði s.l.
varð rösklega 27.000 lestir, en í
sama mánuði í fyrra rúmlega
55.000 lestir, enda veiddist þá
nærri 30.000 lestum meira af
síld. Heildarfiskafli landsmanna
fyrstu 8 mánuði þessa árs varð
rúmlega 247.000 lestir, en á sama
tímabili í fyrra rúmlega 307.000
lestir. Af aflanum í ár hafa rúm-
lega 102.000 lestir verið frystar,
saltaðar 87.000 lestir, ísaðar
21.000 og í herzlu fóru 14.000
lestir. — Nokkrir íslenzkir togar-
ar hafa selt afla sinn í Þýzka-
landi að undanförnu.
☆
Á síðustu fjárlögum voru
veittar tvær og hálf miljón
króna til landnámsframkvæmda,
og verður einni og hálfri miljón
varið til þess að styrkja ræktun
á nýbýlum, sem einstaklingar
reisa á eigin landi með heimild
nýbýlastjórnarinnar. Hinn hluti
fjársins gengur til undirbúnings
ræktunar í byggðahverfum. —
Byggðahverfi nýbýlastjórnarinn-
ar eru orðin átta að tölu og rækt-
unarundirbúningi lokið að mestu
í fimm þeirra. í hverfum þess-
um eru í undirbúningi 40 til 50
býli. í byggðahverfunum kostar
nýbýlastjórnin framræslu lands,
nauðsynlegar vegalagningar að
löndunum, heildargirðingar um
land byggðahverfisins, aðal-
vatnsveitur, og jarðvinnslu og
ræktun á allt að fimm hekturum
lands á hvert býli.
☆
Ríkisstjórn íslands ákvað í
haust að gefa Sameinuðu þjóð-
unum tvo fundarhamra til hinn-
ar nýju byggingar stofnunar-
innar í New York. Var Ásmundi
Sveinssyni falið að gera annan
hamarinn, en Ríkarði Jónssyni
hinn. Síðastliðinn þriðjudag af-
henti Thor Thors sendiherra/ for-
maður sendinefndar Islands á
allsherjarþinginu, fundarhamar
Ásmundar hinum nýkjörna for-
seta allsherjarþingsins, Lester B.
-Pearson, að viðstöddum aðal-
ritara Sameinuðu þjóðanna. Setti
forseti síðan fyrsta fund alls-
herjarþingsins með hamrinum
og sagði þá: „Ég hef sett þennan
fund með hamri, sem verið var
að gefa Sameinuðu þjóðunum af
ríkisstjórn íslands, lands, sem
hefir átt frjálsa og lýðræðislega
stjórn í margar aldir.“ — Hamar-
inn er^skorinn úr dökkum viði
og á hann letrað á íslenzku og
Framhald á hls. 4
Hon. Thor Thors sendiherra íslands í Washington
Hinn virðulegi sendiherra Islands í Washington, Hon. Thor
Thors, hefir á yfirstandandi ársþingi sameinuðu þjóðanna
í New York, verið kosinn í þriðja sinn í röð framsögumaður
hinnar pólitísku nefndar þessara alþjóðasamtaka; hefir
honum með þessu fallið persónulega makleg sæmd í skaut,
auk þess sem slíkt eykur að sjálfsögðu 4 veg íslenzku
þjóðarinnar út á við.
Hersýning við Keflavíkurflugvöll