Lögberg - 30.10.1952, Blaðsíða 7

Lögberg - 30.10.1952, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. OKTÓBER, 1952 7 Séra Sigtryggur á Núpi níræður The Langruth Lutheran Church Á síðasta fjórðungi 19. aldar- innar og fyrstu áratugum þeirr- ar, sem nú er að líða, fór þey- vindur um ísland. Kulda skýin hurfu, en regnský komu í stað- inn, og ávallt annað veifið rauf þýðvindið skýjaþykknið og hlý vorsól glitaði fönn og sinu og vermdi þann gróður, sem kom grænn og safamikill undan snjónum. Flaumur streymdi af fjalli og dunaði niður dali og barst að flæði fram. Það var leysing í landi og vorblær og vorsól yfir íslenzku þjóðlífi. Þá féll af þjóðnni margur fjöturinn sem langur nauðavetur hafði á hana lagt, féllu af henni viðjar þrældóms, sárbiturrar örbirgð- ar, draumrænnar fornaldartil beiðslu og lamandi úrræða- og umkomuleysis. Á tímum þessar- ar leysingar og lausnar skolaði fólkinu fram að sjávarsíðunni, þar sem skyndiúrræði voru helzt fyrir hendi til nokkurs sjálfræð- is hverjum og einum og til fljót- tekinnar bjargar — en margan bar og allt út á útsæinn og í hinn mikla megin straum, er stefndi frá Norðurálfu upp á fjörur Vesturheims, en þangað -Var íslendngum gamalkunnugt farleiðið. Með þeirri fækkun, sem varð í sveitum landsins, urðu hin gömlu skilyrði til fræðslu fólksins smátt og smátt að engu, kvöldsetur og iðkun sameiginlegrar heimilis- guðrækni lögðust niður, en kvöldvökulesturinn hafði verið hin mikla vernd tungunnar og bókmenntalegrar arfleiðar þjóð- arinnar og húslestrarnir sams- tillt hugi fólksins til íhugunar og að minnsta kosti ósjálfráðrar virðingar á æðri máttarvöldum. Þá var og ekki því að heilsa, að þær aðstæður, sem það fólk, er (barst fram í flæðarmálið, hlaut i hinu nýja umhverfi, væru holl- kvæmar v e r n d u n íslenzkrar erfðamenningar eða stuðluðu að bráðri þróun nýrrar á grundvelli fornra erfða. Hins vegar ýtti stopul atvinna, sem að miklu var háð duttlungum sjávar og fram- taki og vilja einstakra manna, {undir sinnu- og ábyrgðarleysi hjá mörgum manninum, og þar eð heildarframvinda viðskipta- og atvinnumála stefndi meir og meir til aukinnar tækni og vax- andi afraksturs, þróaðist hjá paörgum framtíðarbjart sýni sem kom að nokkru í stað forn- aldardraumanna. Samfara öllu þessu komst allt á reik í trúar- og síðferðismálum, svo að víða sá flök bera fyrir straumi, þó að einnig gæti að líta fleytur, sem ösluðu gegn straumstrengjunum , Einn af þeim mönnum, sem bezt kunnu að meta starf þeirra, sem hafið höfðu á ný til vegs og virðingar íslenzka erfðam^nn- ingu, vakið þjóðina til trúar á sjálfa sig og land sitt og leyst af henni fjötra vanans og stjórnar- farslegrar og viðskiptalegrar kúgunar, var séra Sigtryggur Guðlaugsson. Og hann sá það glögglega, að samfara því, sem leyst væru höft og hömlur og nýjar leiðir opnaðar til frelsis og lífsbjargar, þurfti að vernda þau verðmæti, sem verið höfðu skjól þjóðarinnar og skjöldur á nauðöldunum, og veita þeim ný skilyrði til þroska, gera hinar ytri aðstæður sem hagkvæmast- ar þróun þessara verðmæta. Víst var vorleysingin nauðsynleg, en svo þurfti þá að ræsa og erja, hlaða vörzlugarða, velja jarðveg til sáningar, bera í hann áburð og síðan sá í hann því sæði, sem ekki aðeins gæfi, von mikillar, heldur og kjarngóðrar uppskeru. Hinn 7. október árið 1904 voru s é r a Sigtryggi Guðlaugssyni veitt Dýrafjarðarþing. Hann var þá tveim vetrum betur en fert- ugur og hafði um hríð verið prestur á Þóroddstað í Kinn. Hann settist að á Núpi, en þar bjó Kristinn, bróðir hans. Þeir höfðu ávallt verið mjög sam- rýmdir, og þeir áttu báðir hinar sömu hugsjónir. Kjörorð beggja var ræktun lýðs og lands. Kris- tinn hvatti séra Sigtrygg til að sækja um Ityrafjarðarþing, og ^séra Sigtryggur, sem hafði misst konu sína og var maður barn- laus, mun hafa fýst í nágrenni við bróður sinn. Þeir bræður munu hafa rætt og ráðgazt, og tveimur árum eftir komu sína vestur stofnaði séra Sigtryggur ungmennaskóla að Núpi. Þessi skóli óx brátt undir handarjaðri hans, og stjórnaði hann honum í nærfellt aldarfjórðung. Þá hófst og séra Sigtryggur handa um ræktun jarðargróðurs. Hann fékk nokkurt landsvæði hjá bróður sínum og girti það háum skjólgarði. Þarna hóf hann í senn ræktun blómskrúðs, trjá- gróðurs og nytjajurta. Hann nefndi reitinn Skrúð, og skyldi hann sýna og sanna, hvað fóstra mætti í skauti íslenzkrar moldar til yndis og nytja. í skóla séra Sigtryggs var veitt fræðsla í öllum þeim bóklegum greinum ,sem taldar eru nauð- synlegur grundvöllur almennr- ar sjálffræðslu, en þar var og kenndur söngur, leikfimi og teikning — og enn fremur var nemendunum veitt tilsögn í að lesa sögur og kvæði í samræmi við efni og anda. Séra Sig- tryggur var ágætur kennari, og hann hafði tryggt skóla sínum starfskrafta ungs manns, Björns Guðmundssonar frá Næfranesi í Dýrafirði, en Björn var gæddur sérlega góðum hæfileikum til kennslu og umgengni við ung- linga. Það var samt séra Sig- tryggur sem ekki aðeins stjórn- aði skólanum, heldur og mótaði hann. Hann var heitur og ein- lægur trúmaður, án þess þó að vera ofstækismaður. Hann þjón- aði sem prestur, skólastjóri og kennari ástríkum föður, sem raunarleggur hömlur og skyldur á börn sín, en æskir einskis frekar en að þau fái starfað glöð að glæðingu hinna gróandi afla í sjálfum sér og allt umhvermis sig. Sem kennari lagði hann mikla rækt við sögu íslands, íslenzka tungu og bókmgpntir, ,og það var sem ást hans á þess- um efnum brygði bjarma yfir hvert viðfangsefni. Sljór hefur sá nemandi verið, sem man hann ekki, þegar hann fór með erindi eins og Ástkæra, ylhýra málið — eða Ég ann þínum mætti í orði þungu . . . Þá var og hrif- andi kennsla hans í grasafræði, og kom mjög ljóslega fram í henni trú hans á ræktun lands- ins fil menningarauka og til varanlegrar hagsældar öldum og óbornum. Loks var sönglistin yndi hans. Gerði hann sér mikið far um að blása lífsanda hennar í brjóst nemenda sinna og samdi margar tónsmiðar. Séra Sigtryggur sýndi í öllum hinum margvislegu störfum sín- um einstæða skapfestu, áhuga og atorku — og fágæt var sjálfs- afneitun hans. Hann vann að á- hugamálum sínum frá því árla morguns og langt fram á nætur, vann þannig með pennann í hönd — eða pálinn og rekuna, og meðan hann sá ekki tryggðan viðgang þeirra mála, sem hon- um voru hjartfólgnust, unni hann sér einskis, utan þess, sem nauðsynlegast varð að teljast til klæðis og fæðis. Minnsta komp- an í hinum allt of litlu húsa- kynnum skólans, herbergiskytra vsem öll var undir súð, var til dæmis árum saman svefnher- bergi hans og skrifstofa. Árið 1918 kvæntist hann Hjaltalínu Guðjónsdóttur frá Berkku á Ingjaldssandi. Hún þafði orðið hrifin af þeim hug- sjónum, sem séra Sigtryggur unni heitast, og hún hafði tekið kennarapróf. Hún gerðist nú samstarfsmaður bónda síns — og þá ekki sízt við störfin í gróðrarreitnum Skrúð. Aukins skilnings og viðurkenningar á nauðsyn slíkra skóla sem ung- mennaskólans á Núpi gætti hjá þjóðinni og stjórnarvöldunum, og árið 1929 lét séra Sigtryggur pf skólastjórn. Hann varð sama ár práfastur 1 Vestur-lsafjarðar- sýslu, og prestskap stundaði hann til ársins 1938, en þá var hann hálfáttræður. Hann lét þó ekki með öllu af störfum. Hann hefur unnið allt til þessa í Skrúð, hlúð þar að gróðrinum dag hvern frá því snemma á vorin og allt til þess að vetrarfjötrarnir hafa lagt gróðrarríkið í læðing. Séra Sigtryggur var mjög al- varlegur og frekar fátalaður í daglegri umgengni; en þá er glaða og góða kunningja bar að garði, tók hann sér tómstund í þópi þeirra, kátur, gamansamur og smáglettinn—og svo var hann enn, þá er ég hitti hann seinast — eða fyrir rúmu misseri. Vestra átti hann hér áður á árum að mæta misskilningi allmargra, og bar þar meðal annars til dag- legt fálæti hans, en einnig sér- staða um háttu og skoðanir og um margt strangari kröfur til sjálfs sín, en flestir aðrir gerðu og gera; en þó var það svo, að í svip og tali þeirra, sem ræddu um hann af misskilningi, gætti ávallt undrunarkenndrar virð- ingar, svo sem þeir fyndu á sér hvíla augu hans, hvöss og björt í senn. Menn geta svo getið sér nærri um það, hvort persónu- leiki hans hafi ekki haft mikil og oft varanleg áhrif á nemend- ur hans. Nú stendur hann fyrir sjónum manna sem hinn virðulegi og göfugi öldungur, velgerðarmað- ,ur fjöldans og verðugt fordæmi þeim, sem reisa vilja fallnar máttarstoðir, styrkja þær, sem ríða, eða gróðursetja nýja klör- víðu í hugum slendinga eða í ís- lenzkri mold. ^ , (Óskir mínar mega sín lítils, en ég leyfi mér að flytja séra Sig- tryggi níræðum þakkir og votta honum virðingu allra þeirra manna, sem gróandanum unna og að gróðri vilja hlynna. Guðm. Gíslason Hagalín Enn þarf fræ frá Alaska, þóti tré þaðan dafni vel hér Horfur eru nú þær, að greitt verði fyrir því með stuðningi FAO — Matvæla og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóð- anna — að nauðsynlegt fræmagn til uppeldis skógplanta fáist hingað til lands árlega frá Alaska. Til þess að ala upp 2 milljón plantna árlega, sem nauðsynlegt er vegna framtíðaráforma um ræktun nytjaskóga, þurfum við að fá frá Alaska, um 100 kg. Framtíð skógræktarinnar veltur á því, að þetta fræmagn fáist þaðan, að sögn Hákonar Bjarna- sonar skógræktarstjóra. Þríveg- is hafa verið sendir menn til Alaska til fræstöfnunar, en það er mikils til of kostnaðarsamt. Fyrir milligöngu FAO og að ósk Skógræktarinnar kom hing- að fyrir hálfum mánuði dr. Tay- lor, sem hefur yfirumsjón skóg- ræktarrannsókna í Alaska með höndum ,og hefur aðalstöð í Jun- eau. Hefur hann að undanförnu verið á ferðalagi um landið og komið í Vaglaskóg, Hallorms- staðarskóg og fleiri skóga, og heimsótt uppeldisstöðvar skóg- ræktarinnar. í gær ræddi dr. Taylor við fréttarmenn, að þeim viðstöddum Hákoni skógraakt- arstjóra og Einari G. E. Sæmund sen skógarverði. Dr. Taylor kvaðst hafa haft mikla ánægju af að koma hing- að og kvaðst hann mundu vinna að því að byggja upp kerfi, svo að við gætum fengið það fræ, sem við þyrftum frá Alaska, án mikils tilkostnaðar. Héðan fer hann til Rómaborgar og lætur FAO í té skýrslu um ferð sína og leggur fram tillögur sínar. í þessu sambandi er vert að geta THE BEAUTIFICATION of the Lutheran church at Langruth is nearly completed. The exterior of the church edifice is being re- painted. The interior has been spot plastered by the Junior Leaguers. Memorial gifts were presented to the church and consecrated Sunday, September 18, 1952 at the 11 o’clock service. A set of violet Paraments consisting of a superfrontal; a fabric brocade of a Greek cross design which is the exact length of the altar and hangs down in front to a depth of seven inches with three Greek crosses embroidered upon it. The pulpit Antependium or fall is made of the same material and of the same color as the superfrontal. They were pre- sented by Mr. and Mrs. John Finnbogason, Mr. and Mrs. V. Valdimarson, Mr. and Mrs. J. A. Thompson, in memory of Mr. ,and Mrs. Davíð Valrimarson and Mr. Bjarni Thompson. White Paraments were pre- sented by Mr. and Mrs. Valdi Hjarnarson and Mr. and Mrs. .Björn Bjarnarson in memory of Mr. and Mrs. Sigfús Bjarnarson. The black Paraments were presented by the Lutheran Lad- ies Aid in memory of Reverend Hjörtur Leo. A set of red Paraments were presented by Mr. and Mrs. Free- man Thordarson in memory of Mr. and Mrs. John Thordarson. The fifth liturgical color set of green Paraments were presented by Mr .and Mrs. J. A. Johann- son Sr. and Mr. and Mrs. A. M. Johannson in memory of Mr. and Mrs. Johann Johannson. Upon the mensa of the altar are two layers of linen called the cerecloth and the linen cloth. On top of these is placed the Fair Linen proper, as wide as the table is deep, and hanging down three-quarters on either þess, að Mr. Dodd, forstjóri FAO sem hingað kom fyrir nokkrum mánuðum, greiddi fyrir komu dr. Taylors hingað. Er dr. Taylor fyrsti tæknilegi ráðunauturinn, sem hingað kemur á vegum þessarar stofnunar. Dr. Taylor lét í ljós hrifni yfir því starfi ,sem hér hefur verið unnið og taldi skilyrði góð til að ná settu merki. Hér hefði þeg- ar verið sannað með tilraunum, að hægt er að ala hér upp skóga af erlendum stofni, hvaða trjá- tegundir henta okkur bezt til þess, og í þriðja lagi, sem væri mikilvægt, að tekizt hefði með stofnun skógræktarfélaga m. a. að vekja almennán ásuga fyrir skógræktinni. Á ferðalagi sínu kvaðst dr. Taylor hafa séð sitka- greini, sem hefði farið eins vel fram og sitkagreini í Alaska, og aðrar barrtegundir, sem væru líklegar til þess að ná hér ágæt- um þroska. Þess má geta í þessu sambandi, að elzta sitkagreni hér á landi er 15 ára, og er nú nærri 7 metra hátt og bar fræ í fyrra, sem nokkrar sitkaplöntur háfa vaxið upp af. Þegar tímar líða verður unntf að ala upp plöntur af barrtrjám í íslenzkum skógum, en ekki fyrr en eftir 30 — 40 ár. Dr. Taylor kvað svo að orð'i, að það hefði verið fróðlegt að sjá, hvernig plöntuuppeldinu væri hagað hér af mikilli alúð og natni. Jarðveg taldi hann hér góðan til skógræktar. Þær barrtegundir, sem lögð verður áherzla á að fá frá Al- aska, eru sitkagreni, þöll (fjalla- þöll og malþöll), hvítgreni, fjalla þinur, Alaska sedrusviður og svartagreni. Með tilliti til framtíðar skóg- ræktarinnar, sagði dr. Taylor, er það hagkvæmt og það sem gera side. There are five Greek cross- es embroidered upon the part that rests upon the mensa, sym- bolic of our Lord’s five wounds. The Fair Linen was sewn and embroidered by Mrs. J. E. Mar- teinson. The Communion Veil is made of Irish Linen with a red cross superimposed upon it. The burse is an envelope of stiffened red silk consisting of two nine-inch squáres hinged together, in which the corporal and pall are carried to and from the altar. ,A11 the linens, missal stand cover and burse were presented by Mrs. C. F. Lindal and Mrs. J. Lasson in memory of Mr. Carl F. Lindal. A silver communion pyx was presented by Mrs. Guðný Bene- dictson in memory of her father, Magnús Vigfússon. A candle lighter and exting- uisher, candles, wicks, followers and missal stand were presented by Mr. and Mrs. Archie M. Johnson, Mr. and Mrs. G. H. Sigurdson, Mr. J. K. Johnson, Mr. and Mrs. Thomas Johnson, Mr. and Mrs. “G. Magnusson and Mr. and Mrs. William Lundal in memory of Mr. and Mrs. Boðvar Johnson. A parament repository was presented to the church by the J u n i o r and S e n i o r Luther Leagues. The Acolyte’s cassock and cotta were presented by Pastor Walter R. Keim in mémory of Mr. Ralson Grimm Keim. At the same above mentioned service five individuals were received into the membership of the church, on the Feast of St. Michael and All Angels (the sixteenth Sunday after Trinity). These are as follows: Mrs. A. W. Hanneson, Mrs. John Isfeld, Mrs. Ralph Thompson, Mrs. Thomas Thordarson, and Mrs. Guðný Benedictson. The first four persons received catechet- ical instruction, two hours for eight consecutive Sunday after- noons during August and Sep- tember. A Senior and Junior League were organized. Both the Leagues have their own bank accounts. They have sponsored a Harvest Hard-Time Dance, a H a y r i d e and Doggie - Roast, Ghost Hike, Scavenger Hunt and Treasure Hunt. Daily Vacation Bible School was held from the llth to the 18th of August, culminating in a program Friday evening, Aug- ust 15, with a play entitled Dad and a display of the tryptychs and missal stands made during the week. A Junior Choir was organized to support the Senior Choir at the Sunday services of the church. The Mary and Martha Altar Guild have taken charge of the vestirtg of the altar and have adopted a constitution. They elected Mrs. B. Bjarnarson as its president and Mrs. John Finnbogason as its secretary- treasurer. The Mary and Martha Altar Guild meets the first Tuesday of every month. The Senior Luther League have elected Gordon McGuinnis as president and Velma Hilde- þarf, að afla fræs reglulega, og með sem minnstum kostnaði. H á k o n Bjarnason minntist nokkrum orðum á mikilvægi "þess, að ala hér upp nytjaskóga, þar sem við þyrftum að flytja inn timbur fyrir tugi milljóna króna árlega. Og hann drap á það, að jafnvel í hinum köldu grasleysisárum, yxi skógurinn eðlilega, og væri það ein sönn- un þess, að það væri ekki nein fyrirstaða á því að rækta skóga. skóga. — VÍSIR, 24. sept. brand as secretary-treasurer. The Senior Luther League meets every Wednesday even- ing. The Junior Luther League have elected Allan Thompson as president and John Marteinson as secretary-treasurer. The Jun- ior Luther League meets every Wednesday evening. A Women’s Missionary So- ciety was organized. Mrs. C. F. Lindal was elected president, Mrs. B. Bjarnarson was elected secretary-treasurer. The Women’s Missionary So- ciety meets the third Wednesday of every month. The youth have participated in all the church services, some serving as acolyte, altar boy, jsell ringer and ushers. An altar and pulpit have been liturgically fitted out for the Parish School. The choirs have learned some ancient Christian Greek, Latin, Russian and Hebrew hymns which are contained in the Com- mon Service Book. The entire liturgy, ante-communion and post-communion have been taught and used. The Word of God speaks through the liturgy of the Lutheran Church as well as from the pulpit. The Church of the Augsburg Confession dur- ing the sixteenth century re- formation is part of the church that has existed ever since our Ascended Lord comqaanded His disciples to be His witnesses. Her faith, her doctrine, her con- fession and her hymnal are evi- dence of this link with the past. Allan Thompson acted as aco- lyte and altar boy during Pastor Walter R. Keim’s two month stay in the Langruth parish. A Harvest Home Festival was celebrated Sunday, September 14. The gifts of fruit and vege- tables were divided between the Betel Icelandic Old Folks’ Home at Gimli and the Sunrise Lutheran Camp at Husavik. The records of the church were brought up to late. A Father and Son banquet was held during the month of August and a Mother and Daughter banquet was held in early September. The religious audio-visual aids of the Parish School have been reconditioned and are in service. The congregation adopted a new constitution, written by Walter A. Keim, pastor. A congregational social hour was held in the church basement on the Sunday evening of Sep- tember 21. Get-together songs were rendered. Two skits were put on by the Senior and Junior Luther League. Mrs. A. M. Jo- hannson, president of the church council, presented a Parker 51 pen and pencil set to Pastor Keim in appreciation of his un- tiring devotion to the congre- gation. Gordon McGuinnis and Allan Thompson, presidents of the Senior and Junior Leagues re- spectively, presented a revised edition of the Holy Bible to Pas- tor Keim and in well-chosen words expressed their deep re- gard for him and their regret in bidding farewell to a fine leader and a dear friend, wishing him well in his new parish. Mrs. John Finnbogason then spoke, thanking Pastor Keim for his Christian guidance of our youth, who have benefitted greatly by his leadership; also mentioning that the choir had appreciated his teaching of hymns and church liturgy. Mr. Aíýchie M. Johnson spoke with sincerity of a gigantic task well done. All joined in singing “For He’s a Jolly Good Fellow.” Pastor Keim thanked the con- gregation, ending with a prayer for the continuance of spiritual leadership within the Langruth Lutheran Church. Elizabeth H. Bjarnarson — AB. 27. sept. íslenzkir skógar geta ekki séð fyrir fræþörfinni fyrr en eftir 30-40 ór

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.