Lögberg - 30.10.1952, Page 2

Lögberg - 30.10.1952, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. OKTÓBER, 1952 Pétur Jakobsson: Vídalínspostilla — árin og eilífðin Við erum stolt af bókmenntum okkar. Einkum fornbókmennt- unum. Við vitnum í Heims- kringlu Snorra, Eddu Snorra og Eddu Sæmundar o. fl. Þykjumst við þar mikil af. Víst eru þessar bækur stolt okkar. Víst er um það, að Norðurlandaþjóðirnar og ef til vill fleiri þjóðir, vildu gefa tugi milljóna króna fyrir höf- undarétt slíkra andlegra verð- mæta, sem ekki verða reiknaðar í veraldlegri mynnt. Við eigum fleiri höfunda, sem manns. frambærilegir eru á heimsmæli- kvarðann. Skyldi ekki sérhver ^nenningarþjóð telja sig stóra og stolta af skáldverkum Einars Benediktssonar og Matthíasar ,Jóchumssonar, ef þeim hefði hlotnast sú hamingja að eiga þessa höfunda. Skyldi ekki sér- hver menningarþjóð vera sæmd af ritverkum dr. Helga Péturs- sonar, og svona mætti lengi telja, ef tími og rúm væri fyrir hendi. Má ekki þjóðin vera stolt af ritverkum Jóns Víðalins bisk- ups í Skálholti, Vídalínspostillu. Að minnsta kosti ættu prestar lands vors að vera það. Þar hef ir kirkjunni tæmst Mímisbrunn- ur, sem hún getur óendaulega .bergt af. Mundi þjóðin ekki geta verið stolt af ritverkum séra Haraldar Níelssonar, Árin og Eilífðin. 1 þessum bókum er auðsuppspretta, sem aldrei verð- ur metin til fjár, og, sem er ó- þrjótandi eins og sjálf eilífðin. Sá, sem þetta ritar, var svo heppinn, að vera einn af safnað- armeðlimum séra Haraldar Níelssonar, nær öll árin, sem hann flutti prédikanir sínar hér í Reykjavík. Var kirkjuganga mín til hans ein af allra skemm- tilegustu stundum lífs míns og meðal lærdómsríkustu kennslu- stunda, sem ég hefi orðið aðnjót- andi. Ég man eftir séra Haraldi Níelssyni, og það muna margir eftir honum. Hvar sem maður mætti honum sl-ó birtu á leið Hvenær sem maðup hlustaði á hann varð maður fróðari og betri maður eftir en áður. Hann lyfti sínum söfnuði til hæða og honum tókst það á svo léttan og einfaldan hátt að undrum sætti og óglfeymanlegt er. Ég get sagt .það af einlægni hjarta míns að mér finnst ég ekki hafa heyrt guðsorð flutt í kirkju síðan séra Haraldur Níels son létzt. Svo munu fleiri vera. Það var ánægjulegt að sjá fólk á kirkjugöngu til hans, það var svo bjart yfir því. Hann flutti sínar prédikanir í Fri kirkjunni. Virðist mér enn slá ljóma á kirkjuna fyrir að hafa öðlast þann heiður og haim ingju, að hafa haft slíkan kon- ung í ríki andans innan sinna veggja. Má merkilegt heita, að safnaðarstjórn Dómkirkjunnar <skildi synja honum aðgang að kirkjunni. Er slíkt þáverandi safnaðarstjórn Dómkirkjunnar til lítils sóma, svo ekki sé dýpra að orði kveðið. Vil ég sérstaklega minnast bæna þeirra, sem séra Haraldur Níelsson flutti við messur sínar, Voru bænirnar í senn heitar og .mildar, framsettar af dýpt hjart- ans. Ef maður fylgdist með þeim fann maður að þar talaði trúar hetjan, sem ekkert hík þekkti á þeim vettvangi. Ennfremur tal- aði spekingurinn, hugsjónamað- urinn og skáldið. Heyri höfund- ur lífsins annars nokkurt orð héðan af vorri jörðu, þá hefir hann heyrt bænir séra Haraldar Níelssonar, svo voru þær settar fram af mikilli trúarsannfær ingu, andakrafti og mælsku. Séra Haraldur Níelsson hafði óendanlegt vald á íslenzku máli, eins og bækur hans bera honum bezt vitni, en auk þess tálaði hugsjónamaðurinn, fræðamaður inn og skáldið, en undirspilið annaðist trúarsannfæringin, andakrafturinn og hjartalagið, sem engin takmörk virtust sett. Meðan á flutningi ræðunnar stóð, heyrðist hvorki stuna né hósti í kirkjunni, ef svo mætti að orði kveða. Allir vildu hlusta. Enginn vildi missa eitt orð eða setningu úr ræðunni. Næsta setning gat verið svo gullvæg, að menn þyrftu að læra hana, og hún að véra í minni manna, og fljóta á sökkvisæ gleymskunnar um alla eilífð. Þá hefi ég engan mann heyrt loka ræðum sínum eins vel og séra Haraldur Níels- son. Það var eins og hann sækti sig í ræðunni og endirinn yrði allra beztur. Eru þeir sambæri- legir í þessum efnum séra Har aldur Níelsson og Einar Bene- STRIVE FOR KNOWLEDGE In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Training Immediately! For Scholarships Consult THE COLEMBIA PRESS LIHITED PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG diktsson. Allir, sem lesið hafa Einar vita að hann lokar kvæð- um sínum með hinni mestu snilld. Því verða menn að lesa hvert kvæði til enda. Við urðum að hlusta á ræðu séra Haraldar til enda, alltaf batnaði hún og erídirinn var guðdómlegur. í bernsku minni heyrði ég Vidalínspostillu lesna oft og mörgum sinnum. Ekki var ég dómbær á gildi hennar og mik- illeik þá. Máske er ég enn ekki nægilega dómbær á ágæti henn- ar. Samt er það nú svo, að frá æsku hefir þessi bók verið kunn- ingi minn, og, er ég færðist fram á manndómsárin hefi ég gert mér nokkurt far um að lesa hana og kynnast henni. Tel ég þeim tíma vel varið, sem ég hefi eytt í lestúr hennar. Hún hefir ávallt gott og sitthvað nýtt að bjóða. Hún hefir oft gefið mér tilefni til að hugleiða lífsins dýpstu rök og tilefni til að velta fyrir mér þeim háleita sannleika, sem kirkjan kennir. Þar talar stór- brotinn kirkjuhöfðingji, sem tal- gr eins og sá ,sem vald hefir Vídalín hefir verið frjálslyndur og að sjálfsögðu langt á undan sinni samtíð í þeim efnum hreinn og hispurslaus, sagði há- um og láum til syndanna, án alls manngreiningarálits, hræddi fólks ekki á kvalastaðnum, en beindi því veginn til trúarinnar og benti því á, að í trúnni fyndi það allan sannleikann. Ég hefi stundum velt því fyrir mér hvort við hefðum efni á, láta bókina Vídalínspostillu og bækurnar Árin og Eilífin liggja ónotaður á hillunni og komist að þeirri niðurstöðu að svo er ekki Meðan við berum aðalsmerki mannsins eru þessar bækur okk- ur ómetanlegur fjársjóður. Mím is brunnur, sem við þurfum að berja af. Svo lengi sem við rétt um okkur upp og horfum upp himininn, þennan mikla röðla hjálm, sem á björtum vetrar kvöldum sýnir okkur milljónir af síkvikandi ljósum, þurfum við á andlegu munngáti að halda. Meðan við munum eftir því, að þann hæfileika hefir mað urinn fram yfir dýr merkurinu ar, að hann getur rétt sig upp og horft inn í himininn, þetta mikla sigurverk almættisins, þá verð- um við líka að muna og skilja að meistaraorð Vídalíns og Har aldar, er okkur ódámsveig, okk- ur til andlegrar uppbyggingar. Það er mikill hæfileiki, að geta rétt sig upp og horft upp í him ininn, og hann er ákaflega mikils virði sé hann réttilega notaður. Frá dulspeki guðfræðinnar get ég ekki gert samanburð 3eim tveimur meisturum orðs- ins, sem ég hefi gert hér að um- talsefni, en ég hygg það mála sannast, að þeir séu báðir mjög samtækir og sambærilegir og megi vart á milli sjá hvor frem yi er. Báðir eiga þeir þann eld andans og það vald á máli, sem heldur gildi sínu meðan íslenzk tunga er töluð og andi vor býst jarðneskt orð. Báðir þessir piiklu höfðingjar í ríki andans tala vonlitlum traust og kjark á því máli, sem hjartað skilur. Báðir hafa þeir reist sér aðals- mark andans, sem aldrei máist af skildi þeirra. Báðir eru þeir á undan prestastétt vorri, sem lærðir og leikir geta orðið stórir ,af að lesa og tileinka sér í ræðu og riti. Bænir beggja bera enn mál vort fram fyrir drottinn alls- herjar, ef nokkurt mannlegt orð ^tígur til hans. Báðir eru þeir meistarar íslenzkrar tungu. Hygg ég að sérhver stórþjóð, á yfirborði jarðar, hefði verið stolt ,af þeim og talið þá sér til stór- sóma og verk þeirra sér ómet- anlegan fjársjóð. Minningarorð Lungnapípu mæði EigiS þér örðugt um andardrátt þanriig ai5 þaB trufli svefnværB ySar? Templeton’s töflur greiSa auSveldlega úr sliku svo aS ySur verSur hægt um öndun. Þær losa um slim í pípunum, og þér getiS sofiS og starfað I næSi. R4Z — M.A.H. skuluð þér fá ySur straS. 65 c., $1.35 I lyfja- búSum. R-55. Björn Hinriksson Björn Hinriksson var fæddur á Háeyravöllum á Eyrarbakka þann 13. júlí 1896. Hann lézt 1. júlí 1952 56 ára gamall. Foreldr- ar hans voru hjónin Eyjólfur Hinriksson frá Steinsholti í Mýrasýslu og Ingibjörg Björns- dóttir frá Bakkaholtsparti í Ölfusi. Björn kom til Canada með for- eldrum sínum árið 1903, sjö ára gamall. Foreldrar hans tóku sér bújörð við Churchbridge, Sask. Björn var í foreldrahúsum fram á þrítugs aldur. Systkinin voru níu, fjórir drengir og fimm stúlkur: Þuríður, Mrs G. Sveinbjörns- son;. Guðrún, Mrs. A. Magnús- son, og Jórunn, Mrs. S. B. John- son, allar í Churchbridge; Guð- rún Jónína, Mrs. W. S. Jónas- son, Winnipeg; Albert, Spy Hill, Sask.; Guðmundur og Valdimar, Churchbridge; Dýrfinna, Mrs. V. Johnson, Churchbridge. Ingibjörg móðir þeirra dó árið 1949 eftir langa vanheilsu. Eyj- ólfur faðir þeirra er nú 85 ára gamall; hann er blindur, en við góða heilsu og í húsum dóttur sinnar, Guðrúnar og tengdason- ar, Ágústs Magnússonar bónda við Churchbridge, Sask. Árið 1927 kvæntist Björn eftir- lifandi konu sinni, Guðrúnu Vil- borgu Magnússon, dóttur Magn- úsar Magnússonar og Guðrúnar Nikulásdóttur frumbyggja í Churchbridge. Björn bjó mynd- arbúi í félagi með tengdabróður sínum, Vilberg Magnússyni, norðvestur af Churchbridge- bænum. Einkadóttir þeirra, Ingi- björg Grace, er gift Glen Davis, þau eiga tvo drengi. Mr. og Mrs. Davis hafa nú tekið við bújörð- inni. Ég, sem þetta rita, þekkti a Björn heitinn aðeins nokkur síð- ustu árin, og reyni því ekki að rekja æviferil hans, en ég vil minnast þessa merka manns nokkuð, eins og ég kynntist hon- um sjálfur. Þeim, sem þekktu hann frá æsku, mun eflaust finnast mikið á vanta, að alls sé getið sem geta ætti. Hann var maður, sem byggðin mun lengi sakna og minnast að góðu. Það var ítrekað við/mig aftur og aftur útfarardaginn að minnast þess, hvað hann hefði verið góður maður. Hann var ,sannarlega, ímynd og lifandi vottur þess há- leitasta, sem við berum skyn á, iráum og elskum mest. Bjössi og Villa, eins og hjónin voru nær aflltaf kölluð, voru góð heim að sækja, ekki bara að iað væri skemmtilegt að koma til þeirra, það hafði með sér heillandi, varandi og góð áhrif. Úti og inni, við vinnu eða á mannamótum, var Bjössi lífs- glaður og hressandi í viðmóti. 3Ó var honum stundum þungt um hjarta og fann sárt til, en lans hrausta og göfuga sál leiftr- aði ætíð frá sér krafti, kærleika og fegurð frá lífsins dýpstu indum. Einn af vinum hans skrifaði ágæta minningargrein undir fyrirsögninni „Bjössi“ í Lögberg iann 28. ágúst s.l. Meðal annars er þar komist svo að orði: „Hann var einn af þeim, sem ekki bar mikið á. Honum mætti Kúffiskur og rækja eru lostæti sem Ameríkanar kunna að meta Hraðíryst í stórum stíl á ísafirði og flutt út Þeir Guðmundur Karlsson og Jóhann Jóhannsson á ísafirði hófu í vor framleiðsla á hrað- frystum kúffiski og rækjum f y r i r Ameríkumarkað. Hafa þeir unnið að þessu í sumar í samvinnu við Kaupfélag ísfirð- inga. Nokkuð af framleiðslunni hefur þegar verið flutt til Amer- íku, en þar eru matvæli þessar- ar tegundar talin hið mesta lost- æti. Virðist markaður fyrir þessa nýju útflutningsvöru okkar vera öruggur vestra. Fréttaritari Mbl. átti fyrir skömmu tal við Guð- mund og Jóhann um þessa nýja fiskiðju þeirra. — Hvenær hófuð þið fram- leiðslu ykkar? I júní í sumar byrjuðum við framleiðslu á hraðfrystum kúf- fiski, í samvinnu við Kaupfélag ísfirðinga. Höfym við í sumar keypt að mestu leyti afla þriggja báta, sem gerðir hafa verið út með plóg frá Isafirði í sumar. Eru það vélbátarnir Æsa, Vísir og Bryndis. Hafa þeir aðallega fengið afla sinn hér í Djúpinu, nema Æsa, sem hefir aðallega plægt í Önundarfirði. Hefir afli þeirra verið sæmilegur í sumar. Hefir aflanum verið landað á Langeyri í Álftafirði. Hefir fisk- urinn verið skorinn þar úr skel- inni, en síðan pakkaður og hrað- frystur í Hraðfrystihúsi Kaup- félags Isfirðinga á Langeyri. 40 lonn af kúffiski — Hvað er framleiðslan orð- in mikil? — Um miðjan þennan mánuð var búið að frysta um 1870 kassa eða rösbf 40 tonn af kúffiski, og er allmikið af því magni þegar ef til vill líkja við gestgjafann í dæmisögunni um „Hinn misk- unnsama Samverja". Gestgjaf- ans er aðeins minnst lítilsháttar, en þeir, sem veginn fóru, vissu af reyslunni, að hann var ætíð reiðubúinn að gera manni greiða, taka þátt í samfélagi fólks hvað lítilfj örlegt, sem það sýndist vera.“ Ekki hefir nafn Björns Hin- rikssonar verið á fremstu síðu fréttablaðanna, samt var hann í hópi okkar mestu og beztu manná. Hann á djúp ítök í hjört- um allra, sem leituðu til hans, og áhrif hans munu bera góðan á- vöxt um langan aldur. Björn var elskuríkur heimilisfaðir og góður félagsbróðir. Hann var söngelskur og hafði fagra rödd og var með hinum fremstu í góðum söngflokk í kirkjunni sinni. Hann var stoð og stytta safnaðar síns; var lengi í fram- kvæmdanefnd og forseti. Hann var einlægur trúmaður og sann- ur í öllu. Allir báru traust til hans og virtu hann þó hann væri ekki alltaf á sama máli. Hann fylgdi því, sem hann taldi rétt. Hann var fölskvalaus. Hann léði hönd til alls þess, sem var ein- staklingnum að liði og sveitar- lífinu til góðs. Hann tók stóran þátt í margbrotnu sveitarlífi og oft var til hans leitað á gleði- mótum, sorgarstundum og þegar úr vöndu var að ráða. Um hann má segja með sanni: Hann hafði mikið af þeim hyggindum, sem í hag koma. Við, sem þekktum hann, segj- um einum rómi: hann var hið mesta valmenni, sveit sinni og þjóð til sóma, og öllum þeim, sem þekktu hann, til styrktar og gæfu. Við sjáum þar á bak ein- um af okkar beztu sonum. Vertu sæll og blessaður, Bjössi, við þökkum þér innilega fyrir samfylgdina. Björn Hinriksson var jarð- sunginn af sóknarprestinum frá Concordia kirkjunni við Church- bridge þann 6. júlí s.l. að fjölda fólks viðstöddu. —J. F. komið á markað í Ameríku, og er okkur kunnugt um, að kúf- fiskurinn hefir líkað mjög vel þar vestra. Hefir útflutnings- deild SÍS séð að öllu leyti um sölu og útflutning á framleiðsl- unni og höfum við notið ágætrar samvinnu við forstjóra hennar, sem hefir lagt mikið á sig, til að afla markaðs fyrir þessa fram- leiðslu. Rækjuveiðar stundaðar í 16 ár á ísafirði — Svo hófuð þið framleiðslu á hraðfrystri rækju. — Já, rækjuveiðar hafa verið stundaðar héðan frá Isafirði í 16 ár eða frá 1936, er þeir Óle heitinn Syre og Simon Olsen hófu rækjuveiðar héðan frá ísa- firði. Var þá stofnsett hér rækju- verksmiðja í Neðstakaupstaðn- um, sú fyrsta á íslandi, og sauð hún niður rækju í nokkur ár, sem flutt var til Danmerkur og fleiri Evrópulands. Er gaman að geta þess í þessu sambandi að við hittum fyrir nokkr-u Eng- lending, sem ferðast hefir víða um Evrópu, og sagði hann okkur að ísfirzka rækjan hefði verið einasta ísl. framleiðsluvaran, sem hann hefði svo til alls staðar rekizt á. Eftir stríðið hefir gengið erfið- lega með sölu á niðursoðinni rækju, og hefir lítið verið soðið niður af henni undanfarið. Simon Olsen veiðir rækjur —Datt ykkur svo í hug að flytja rækjuna út hraðfrysta? — Já, við hófum framleiðslu á hraðfrystri rækju í júlí í sum- ar. Upphaflega var þetta aðeins gert til reynslu, en SIS tókst fljótlega að afla markaðs fyrir rækjuna vestra og er talsverð eftirspurn eftir henni frá hótel- um og matsölustöðum þar. Við vorum svo heppnir að fá Norðmanninn, Simon Olsen, sem fyrstur hóf rækjuveiðar hér vestra, til að fiska fyrir okkur, en hann er allra manna kunnug- astur þessum veiðum og hefir hann stundað þær af miklu kappi í 16 ár og ávallt verið mjög aflasæll. Hefir hann aðal- lega stundað þessar veiðar hér í Djúpinu, svo að með sanni má vsegja, að þar kenni margra nytjafiska. 40-50 manns í slöðugri vinnu — Hvernig hefir framleiðslan gengið? — Framleiðslan hefir gengið vel, þó að sjálfsögðu hafi verið við ýmsa örðugleika að etja, þar sem hér er um algjörlega nýja framleiðslu að ræða. Er þegar búið að frysta um 8 tonn frá því í júlí. Hefir um 40-50 manns haft stanzlausa vinnu við skelflett- ingu (pillun) í allt sumar, og er- um við þegar búnir ða greiða yfir 100 þús. krónur í vinnulaun í þessa tvo mánuði, svo að hér gæti verið um talsverða atvinnu að ræða .sérstaklega fyrir kven- fólk og unglinga, sem annars gengur oft erfiðlega að fá at- vinnu fyrir. Þegar búið er að skelfletta rækjuna, hefir hún verið flutt * inn á Langeyri, þar sem hún hefir verið fryst, en Kaupfélag ísfirðinga hefir nú í undirbún- ingi að koma upp hraðfrysti- tækjum á Isafirði ,svo að hægt verði að hraðfrysta kúffiskinn og rækjuna hér. Aukin framleiðsla næsia sumar Að lokum sögðu þeir Guð- mundur og Jóhann, að þeir von- uðust til að hægt yrði að auka þessa framleiðslu næsta sumar, ef unnt myndi reynast að fá góð- an markað fyrir framleiðsluna áfram í Ameríku, sem allar líkur bentu til að hægt væri, og getur þá orðið hér um nokkra atvinnu- grein að ræða. — MBL. 24. sept.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.