Lögberg - 30.10.1952, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. OKTÓBER, 1952
3
Kominn heim
Fjórir ísl. prestar á kirkjuþingi
í Hannover
Rætt við
SR. PÉTUR SIGURGEIRSSON
í vikunni sem leið kom séra
Pétur Sigurgeirsson heim úr
ferð til Vestur-Þýzkalands, en
þangað fór hann 15. júlí s. 1. í
boði Evangelisk-lút. kirkjunnar
þar. Sat hann í ferðinni annað
þing Alþjóðasambands lútersku
kirkjunnar, sem háð var í Han-
nover dagana 25. júlí til 3. ágúst
ásamt þrem öðrum íslenzkum
prestum, þeim sr. Benjamín
Kristjánssyni, sr. Þorgrími Sig-
urðssyni ,og sr. Sigurði Pálssyni.
Þá sat sr. Kristinn Stefánsson
þingið sem gestur, en hann var
um þessar mundir staddur í
Þýzkalandi og sótti þar alþjóða-
þing templara, sem haldið var í
Hamborg.
íslendingur ræddi við sr. Pét-
ur skömmu eftir heimkomu hans
og spurði hann frétta af kirkju-
þinginu og öðru úr ferðinni.
— Hver er tilgangur og verk-
efni slíkra þinga?
— Aðaltilgangur þessara stóru
þinga er, að fulltrúar hinna
mörgu kirkjudeilda víðsvegar
á jörðunni geti komið saman til
kynningar og til að hlýða á
fremstu menn kirkjunnar túlka
þar sitt mál. Einmitt þessa spurn
ingu lagði aðalmaður þingsins,
dr. Nygren, biskup í Lundi, fyr-
ir sjálfan sig í aðalræðu sinni við
upphaf þingsins, en sú ræða var
túlkun á aðalefni þingsins „The
living word in a responsible
church,“ sem á íslenzku mundi
útleggjast: „Hið lifandi orð í á-
byrgri kirkju.“
— Hverja andlega leiðtoga bar
hæst á þinginu?
— Að mínu áliti var Nygren
biskup í Lundi sá maðurinn, er
leiddi þingið í störfum þess,
enda ekki undarlegt, þar sem
hann var allt þingiðá enda for-
seti L. W. F. (Lutheran World
Federation). Þá er það dr. Berg-
grav bigkup í Osló. Hann vakti
raunar mesta athygli á þinginu,
sem ekki er að furða, þar sem
nafn hans er mjög þekkt um
allan hinn kristna heim, sakir
frækilegrar baráttu hans gegn
nazismanum í Noregi. Hann
flutti eina af aðalræðum þings-
ins, er fjallaði um samband
kirkju og ríkis, og kom hann þá
inn á reynslu sína í Noregi á
stríðsárunum. Hann brýndi fyr-
ir*þingheimi nauðsyn þess, að
kirkjan fengi að vera frjáls og
óþvinguð af ríkisvaldinu, til þess
að geta afdráttarlaust tjáð vilja
sinn og túlkað boðskap sinn eftir
því sem þjóðfélagsmálin liggja
fyrir á hverjum tíma.
Berggrav biskup er mjög
frumlegur í allri sinni fram-
komu, hógvær og látlaus og laus
við allt tlidur. í miðri ræðu sinni
fór hann úr jakkanum frammi
fyrir þingheimi og flutti síðari
hluta hennar á skyrtunni, en við
það var honum m. a. klappað lof
í lófa.
Þá gætum við nefnt manninn,
sem tók við forustu alþjóðasam-
takanna af dr. Nygren, en það er
þiskupinn í Hannover, Hanns
Lilje, mjög þekktur kirkjuleið-
togi og rithöfundur.
Enn má nefna próf. Prenter í
Árósum, sem nú er einn af
fremstu guðfræðingum kirkj-
unnar, og mjög snjall. Leiddi
hann störf þingsins í guðfræð-
inni. Hann er mikill vinur ís-
lands og íslenzku kirkjunnar.
Loks vil ég geta um forseta am-
erísku kirkjunnar, dr. Fry. Björt
og glæsileg framkoma hans
heillar ætíð. Hann er einn af
mestu mælskumönnum kirkj-
unnar. Lundquist aðalritarinn
kom og mjög við sögu þingsins.
Hann er ungur og upprennandi.
— Var þing þetta fjölsótt?
— Það var fjölsóttasta kirkju-
þingið, sem háð hefir verið. Full-
trúunum var skipt niður í deild-
ir, og höfðu þær hin ýmsu störf
úr ferð til Vestur-Þýzkalands
Sr. Pétur Sigurgeirsson
þingsins íneð höndum. Fulltrúar
voru alls um tólf hundruð. Þá
var samtímis háð æskulýðsþing
með svipaðri fulltrúatölu. Við
gátum ekki sótt það, þar sem
þingin stórfuðu svo að segja
samtímis. Fulltrúar og gestir
voru hvaðanæva úr heiminum.
Sérstaka athygli vöktu ind-
versku fulltrúarnir og aðrir frá
hinum suðlægustu löndum
heims. Fólkið í Hannover og víð-
ar úr Vestur Þýzkalandi tók
mikinn þátt í samkomum þings-
ins, og til sönnunar því má geta
þess, að á lokasamkomu þings-
ins voru yfir 70 þús. manns.
Þingið vakti mikla athygli, enda
var það kvikmyndað og sýnt
víðsvegar í kvikmyndahúsum
sem fréttamynd.
— Eru Þjóðverjar einkum
Lútherstrúar?
—Næstum því helmingur íbúa
Vestur-Þýzkalands tilheyrir lút-
ersku kirkjunni, en flestir hinna
eru rómversk-kaþólskir. Þá er
strjálingur af Gyðingum. En í
Austur-Þýzkalandi er um 85%
,af fólkinu uúterskt. Þaðan ætl-
aði fólk að koma á þingið svo
þúsundum skipti, en fékk ekki
leyfi til að fara yfir járntjaldið.
—Nokkur kirkjuleg æskulýðs-
starfsemi?
—Sunnudagskólar eru fastur
liður í starfi þýzku kirkjunnar.
Eru þeir alls staðar haldnir í
kirkjunum. Þá er einnig kristi-
leg æskulýðsstarfsemi fyrir unga
fólkið í beinum tengslum við
kirkjuna, bæði fyrir — og þó
sérstaklega eftir ferminguna. Er
sérstakt félagsmerki sameigin-
legt fyrir allar kirkjpr ,en það er
kross, sem stendur á hring. Þá
starfar einnig KFUM meðal
,æskunnar með svipuðu sniði og
annars staðar.
— Hvaða starfsemi rekur
þýzka kirkjan helzt?
— Fyrst og fremst er það auð-
vitað guðsþjónustustarfið. Það
var mjög torveldað eftir stríðið.
jþar sem kirkjurnar voru margar
h^undar, en Ameríka kom til
hjálpar þar eins og víðar, og trú-
bræðurnir vestra veittu aðstoð
sína við endurbyggingu kirkn-
anna. Nú sem sakir standa legg-
ur kirkjan að öðru leyti aðal-
áherzlu á hjálp við flóttafólkið
úr Austur-Þýzkalandi, en hún
er margskonar. Fyrst og fremst
að veita fólkinu húsaskjól, föt
og fæði, síðan að reyna að út-
vega því atvinnu og hjálpa því
til að endurskapa heimili sitt í
hinu nýja umhverfi. í því starfi
hefir þýzka kirkjan ekki staðið
ein, heldur hlotið frábæra aðstoð
frá öðrum kirkjum, bæði á
Norðurlöndum og í Ameríku.
— Bar ekki ýmislegt fyrir
augu og eyru í ferðinni?
— Jú. Það fyrsta, sem vakti
athygli mína í ferðinni var, hve
hin þýzka jörð er geysilega frjó-
söm, og vel ræktuð. Gafst mér
gott tækifæri til að virða það
fyrir mér úr járnbrautarlestinni.
Við fyrstu sýn verður ekki vart
mikilla áhrifa eftir styrjöldina.
Á yfirborðinu hefir lífið fengið
sinn vanagang. En fljótt verður
þó vart hinna miklu rústa, þar
sem enn bíður endurbygging. Þó
gengur það kraftaverki næst,
hve mikið er búið að byggja á
rústunum, því að heil hverfi
eru risin á ný. Um 68% af bygg-
ingum í Hannover var eyðilagt
í styrjöldinni, og í sumum borg-
um urðu skemmdir ennþá meiri.
Þjóðverjar hafa orðið allra þjóða
fljótastir að ná sér eftir stríðið,
þegar miðað er við, hve eyði-
leggingin var þar mikill. Nú er
svo komið, að mikið er þar til af
vörum, sem eru óspart sýndar í
búðargluggum. Fólkið gerir mik-
ið að því að horfa í búðarglugga,
og er ég sá það standa þar í hóp-
um, kom mér í hug, þegar við
heima stöndum við gluggana
fyrir jólin að skoða útstilling-
arnar. Sem sagt: Það vantar
ekki vörur, heldur möguleika til
kaupa á þeim ,en þeir eru ennþá
hverfandi litlir. Fólk neitar sér
ennþá um æði margt, sem við
mundum telja okkur nauðsyn-
legt.
Þá má einnig sjá mikið af ör-
kumla fólki eftir limlestingar
styrjaldanna. En nú sjást þar
hvergi myndir eða merki frá
valdatíma Hitlers, og enn síður
er að fyrra bragði á slíkt minnst.
Þá má segja, að maður dáist
að þeim viljakrafti, er fram
kemur hjá Þjóðverjum í því að
rétta sig við eftir áfallið. Þar
vitna verkin ótvírætt.
Mesta vandamál þeirra er nú
sundurlimuh Þýzkalands. Það
er eins og svartur skuggi á fram-
tíðarhimni Þjóðverjans. Stöðug-
ur straumur fólks flýr að aust-
an. Hann hefir þó farið minnk-
andi, þar sem nú er bein lífs-
hætta að ætla sér að fara yfir,
.síðan járntjaldinu var lokað.
— ÍSLENDINGUR, 10. sept.
Tilraunir gerðar með lyfjavinnslu úr
íslenzku hryssublóði
Hormónamagn er talið meira í
blóði smárra hestakynja en stórra
í ráði að gera áætlun um hugsan-
lega hormónavinnslu
Vegna lausafregna og orð-
róms, sem gengið hefir
manna á meðal um sölu og
útflutning íslenzks hryssu-
blóðs til lyfjaframleiðslu
hefir Vísir leitað upplýsinga
um þetta atriði hjá forráða-
mönnum tilraunastöðvar Há
skólans á Keldum.
Vitað er að talsvert hormóna-
magn er í hryssublóði á vissu
tímabili meðgöngutímans og eru
hormónarnir notaðir til lyfja-
framleiðslu í sumum erlendum
lyf j averksmið j um.
Fréttamaður frá Vísi átti tal
um þetta við þá Björn Sigurðs-
son forstöðumann tilraunastöðv-
arinnar að Keldum og Pál Páls-
son dýralækni. En Páll hefir á
undanförnum þremur árum gert
athuganir á hormónainnihaldi í
blóðvatni fylfullra hryssna í því
augnamiði að athuga hve mikið
það væri og á hvaða tíma með-
göngutímans.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem blaðið fékk hjá þeim Birni
og Páli, er yfirlitsathugunum
þeim, sem Páll hefir unnið að,
senn að verða lokið. Samkvæmt
þeim niðurstöðum, sem þegar
eru fengnar, virðist hormóna-
innihaldið í sumum hryssunum
okkar vera allhátt. En í því sam-
bandi skal það tekið fram, að al-
mennt hafa smáhestar eins og
t. d. íslenzku hestarnir, Shet-
landseyjahestar og fleiri smá-
hestakyn meira hormónainni-
hald heldur en stórvaxnir hestar.
Eftir þeim athugunum og rann
sóknum, sem Páll hefir gert,
virðist tímabilið, sem hormóna-
efnin haldast í blóðinu, yfirleitt
fremur stutt. Hins vegar hefir
það sýnt sig að hryssurnar þola
vel blóðtökuna og hafa verið
teknir allt að 20 lítrar blóðs úr
einni hryssu á sex vikna tíma-
bili.
Tilraunaráð búfjárræktar hef-
ir nú í haust og í samvinnu við
tilraunastöð Háskólans að Keld-
um látið vinna nokkurt magn af
blóðvatni úr fylfullum hryssum
í því augnamiði að selja það til
hormónavinnslu.
Og að frumkvæði tilrauna-
stöðvarinnar hefir Tilraunaráð
búfjárræktar óskað eftir því við
landbúnaðarráðuneytið að ráð-
inn verði hæfur verkfræðingur
til þess að gera áætlun um
hugsanlega vinnslu. Er margt
sem þarf að athuga og til greina
kemur í sambandi við þetta, svo
sem leiðir til öflunar hráefnis-
ins og kostnaður við þá öflun,
fyrirkomulag og kostnað við að
koma upp vinnslusaðtöðu hér-
lendis svo hægt yrði að ganga frá
efninu í seljanlegu formi, rann-
sókn á markaði fyrir óunna eða
hálfunna hormó'ni í þeim lönd-
um, sem til greina koma, núver-
andi markaðsverð og loks að at-
huga horfurnar fyrir því að við-
unandi markaðsverð haldist.
Þess skal getið að mælingar
á hormónainnihaldi blóðs eru
alldýrar, en af þeim þarf að gera
allmikið ef til vinnslu ætti að
koma.
Eins og að framan getur, er
hormón það, sem finnst í hryssu-
blóði, nokkuð notað hin síðari
ár til lækninga á mönnum og
skepnum. Hefir af þessu skapast
meiri og minni eftirspurn hjá
vissum lyfjaframleiðendum eftir
hryssublóði, en ennþá er allt í
óvissu hvort okkur Islendingum
tekst að hagnýta þann markað,
og þá eins fyrir hvaða verð.
—VISIR, 22. sept.
Fjaðrafok
Business and Professional Cards
Smíðalól
Sagir munu ekki hafa þekkst
hér á landi fyr en á 15. öld og
heflar nokkru síðar. Nokkur ön-
pur smíðatól eru nefnd í mál-
dögum og fornbréfum, t. d. felli-
stokkur, sem líklega hefir verið
einskonar hefill eða sköfujárn,
til að fella saman þiljur. Getið
er um al, brodd, nafar, gadda-
nafar, hrífunafar, skipanafar og
skóbor. Árið 1504 er getíð um
klaufhamar og hnoðhamar, 1523
um klauföxi, 1476 er getið um
þverfara og súðfara á Miklabæ;
sennilega er hér að ræða um
trésköfur. Um sama leyti er get-
ið um skarjárn á Ærlæk. Þetta
Jtann að vera sama orðið og
Scharreisen á þýzku (tréskafa).
Þá er getið um þaufara á sama
stað. í Vatnsfirði eru „9 kúfar
og kostrartaldir með smíðatól-
um 1503, en óvíst að þar sé að
ræða um smíðatól. Þá er greypi-
járn fornt smíðatól. Þess er get-
ið á Miklabæ árið 1504. Það hefir
verið notað til að gera gróp.
Engin líkindi eru til að vinkill
hafi þekkzt hér allt fram á 18.
þld. Hallamælir eða hinn svo-
nefndi „vaturpassi“ hefir líklega
borizt hingað á 17. öld.
☆
Véfslólar og rokkar
Fram um miðja 18. öld voru
tóskaparverkfærin hér handsn-
^elda og kljávefstóll. Þetta sleif-
arlag blöskraði Skúla fógeta, og
þess vegna m. a. brauzt hann í
því að koma upp tóvinnuvélun-
,um í Reykjavík 1752. Nokkru
,áður höfðu þó komið hingað til
lands fáir vefstólar ,og hafði
Skúli fengið einn meðan hann
var á Ökrum. — Árið 1785 sendi
Danastjórn hingað 80-83 rokka
og 40 hesputré til útbýtingar í
sveitum og ennfremur 4 vef
stóla. Sáu menn fljótt hvert hag
ræði var að þessu og tóku að
smíða rokka og vefstóla, jafnvel
betri en hina útlendu. Og þegar
um aldamótin 1800 var svo kom'
ið að gamla spunasnældan var
að hverfa úr sögunni.
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsibyrgð,
bifreiðaábyrgS o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
FOR QUICK. RELIABLE SERVICE
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK, MAN.
Phones: Office 26 — Res. 230
Office Hours: 2:30 - 6:00 p.m.
Thorvaldson Eggerison
Bastin & Siringer
Éarristers and Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributórs of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Office: 74-7451 Res.: 72-3917
Office Phone
92-4762
Res. Phone
72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 p.m,—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
84 3 Sherbrook St.
Selur Hkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
StofnaS 1894
Sími 74-7474
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opposite Maternity Pavilion
General Hospltal
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers,
Funeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson Res. Phone 74-6753
Office 93-3587 Res. 40-5904
THORARINSON &
APPLEBY
BARRISTERS and SOLICITORS
4th Floor
WINNIPEG
- Crown Trust Building
364 Main St.
CANADA
SELKIRK METAL PROÐUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hereinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
við, heldur hita frá að rjúka út
meS reykum.—SkrifitS, símiS til
KELLY SVEINSSON
625 Wall Street Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Slmar: 3-3744 — 3-4431
J. WILFRID SWANSON & CO.
Insurance in all its branches.
Real Estate - Mortgages - Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargení Ave., Winnipeg
PHONE 74-3411
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
PHONE 92-4624
Phone 74-7855
ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUND50N
Ashphalt Roofs and Insnlated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Simcoe St.
VVinnipeg, Man.
GIMLI FUNERAL HOME
Sími 59
Sérfrœðingar i öllu, sem að
útförum lýtur
BRUCE LAXDAL forstjóri
Licensed Embalmer
Dr. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 92-7932
Home Telephone 42-3216
Dr. ROBERT BLACK'
Sérfraeðingur i augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 92-3851
Heimaslmi 40-3794
Comfortex
the new sensation for the
modem girl and woman.
Call Lilly Matthews, 310
Power Bldg., Ph. 927 880
or evenings. 38 711.
Gundry Pymore Ltd.
British Quality Fish Netting
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
PHONE 92-8211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage will be appreciated
Minnist
CETEL
í erfðaskrám yðar.
PHONE 92-7025
H. J. H. Palmason, C.A.
Chartered Accountant
505 Confederation Life Building
WINNIPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barristers - Solicitors
' Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadlan Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 92-3561
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
404 SCOTT Blk. Síml 92-5227
BULLMORE
FUNERAL HOME
Dauphin, Manitoba
Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.
Kaupið Lögberg