Lögberg - 30.10.1952, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. OKTÓBER, 1952
Lögberg
Geíið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
6U» BARGKNT AVENUE, WINNXPEÖ, MANITOBA
Utanáskrlft ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN-
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lijgherg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
A u thorized as Second Class Mall, Post Office Department, Ottawa
Háskólaafmælið
. Háskóli Manitobafylkis heldur þessa dagana há-
tíðlegt sjötíu og fimm ára afmæli sitt; þetta er í raun-
inni ekki hár aldur, en með hliðsjón af því að fylkja-
sambandið canadiska er einungis nírætt og Manitoba-
fylki enn svo að segja á bernskuskeiði, er það vissulega
íhugunarvert, hve snemma var lagöur grundvöllur að
,hinni æðstu menntastofnun fylkisins, sem nú er orðin
að menningarlegu stórveldi.
Háskóli fylkisins var stofnaður með löggjöf fylkis-
þings, er þáverandi fylkisstjóri staðfesti með undir-
skrift sinni hinn 18. febrúar árið 1877. Fylkið var ungt
og löggjafarþing þess þá tæpra sex ára að aldri; stofn-
un háskólans ber fagurt vitni framsýni þeirra braut-
ryðjenda, er þá voru að verki og hönd lögðu á plóginn;
við minningu þeirra standa íbúar þessa fylkis í ævar-
andi þakkarskuld.
Svo hefir háskólinn fært út kvíar á hinni tiltölu-
lega stuttu ævi sinni, að nú sækja hann stúdentar frá
fjölda þjóðlanda vítt um heim; hann hefir löngum átt
djúp ítök í hjörtum íslenzka mannfélagsins hér um
slóðir, svo sem ráða má af því, að margar íslenzkar
fjölskyldur, sem eigi höfðu úr miklu að spila, öfluðu á-
litlegum hópi barna sinna háskólamentunar og hlið-
stætt þessu er viðhorfið enn þann dag í dag. Meðal
þeirra íslendinga, er varanlega koma við þróunarsögu
háskólans, má telja í broddi fylkingar Hjálmar A. Berg-
man dómara í háyfirrétti Manitobafylkis, er um langt
skeið átti sæti í háskólaráði og varð svo seinna for-
maður þess; nú hefir mynd af honum verið komið fyrir
í inngangi hinnar nýju og veglegu Artsbyggingar ásamt
myndum af fleira stórmenni.
Ósegjanlegt ánægjuefni er okkur Vestmönnum
það, að stofnun kenslustólsins í íslenzku skyldi bera
upp á áminst afmæli hinnar æðstu mentastofnunar
Manitobafylkis, en við það verður stofnunin okkur enn
nánari og kærari.
íslenzka mannfélagið hefir árum saman lagt há-
skólanum til ágæta kenslukrafta, og á þar nú á að skipa
einvalaliði; og til sérstæðrar nýlundu má það telja, að
nú skuli starfa við háskólann tveir prófessorar frá ís-
landi, þeir Finnbogi Guðmundsson kennari við íslenzku
fræðadeildina og dr. Áskell Löve, kennari í grasafræði.
Á þriðjudagskvöldið fór fram í Civic Auditorium
afarfjölsótt og virðuleg háskólasamkoma, þar sem
landsstjórinn, Rt. Hon. Vincent Massey var aðalræðu-
maður, en fjórtán þjóðkunnir borgarar voru kjörnir
heiðursdoktorar í lögum; hóp þann prýddi hinn mikils-
metni íslendingur, Dr. P. H. T. Thorlakson, en frá vali
hans til þessarar verðugu sæmdar, var áður sagt hér
í blaðinu.
Fréttir frá ríkisútvarpi íslands
☆
☆
☆
Líknarsamlag Winnipegborgar
Nú eru liðnar þrjár vikur, eða því sem næst frá því,
er hafin var hin árlega fjársöfnun í sjóð Líknarsamlags
borgarinnar; tuttugu og níu líknar- og mannúðarstofn-
anir njóta góðs af því fé, sem meðal borgarbúa safn-
ast, og þannig er háttað um hverja þeirra um sig, að
engin þeirra getur af eigin ramleik leyst af hendi þær
skyldur, sem þeim eru lagðar á herðar, og' þar af leið-
andi er óhjákvæmilegt,.'að leitað verði til einstaklinga
og stóriðjunnar um aðstoð til lausnar vandanum;
naumast verður annað sagt, en undirtektir almennings
hafi yfir höfuð verið hinar drengilegustu, þó enn vanti
mikið á að þessu sinni að hinu ákveðna marki hafi verið
náð, því enn hefir tæplega safnast helmingur þess fjár,
er framkvæmdarnefnd samlagsins telur vera lágmark.
Haustið, sem hefir verið óvenju milt, er nú um garð
gengið og upp úr þessu getur orðið allra veðra von;
börn og gamalmenni, sem fáa eða enga eiga að, þurfa
á liðsinni að halda, sem enginn má veita með hangandi
hendur heldur með innri fögnuði og sjálfsagðri kær-
leikslund. Það stendur enn í góðu gildi hið fornkveðna,
að margt smátt gerir eitt stórt, og leggist menn á eitt
um tillög sín í áminstan sjóð fer ekki hjá því, að upp-
hæðinni verði náð áður en veturinn spennir hina vin-
gjarnlegu Sléttuborg okkar heljargreipum.
☆ ☆ ☆
Frá bæjarsf-jórnarkosningunum
Kosningum þeim til bæjarstjórnar í Winnipeg, sem
haldnar voru á miðvikudaginn í fyrri viku, lauk á þann
veg, að Garnet Coulter var endurkosinn til borgarstjóra
fyrir tveggja ára tímabil við þverrandi kjörfylgi. Mr.
Swailes varð undir við fyrstu talningu, en Mr. Juba,
sem teljast má í rauninni lítt þekt, eða óþekt stærð á
vettvangi bæjarmálefna, fékk langtum meira atkvæða-
magn, en flesta hafði grunað; hann krafðist breytinga
á áfengislöggjöfinni og vildi koma á fót samdrykkju-
stofum fyrir konur og karla í borginni; þetta virtist
ganga í augu margra þótt vitað væri að Mr. Juba fengi
þar litlu um þokað með því að fylkisþing aðeins, er fært
um að hrinda í framkvæmd breytingum á áminstri
löggjöf.
Framhald, aj hls. 1
latínu: Með lögum skal land
byggja.
☆
Samkvæmt ósk ríkisstjórnar-
innar hefir gagnkvæma öryggis-
stofnunin fallizt á, að mótvirðis-
sjóður láni 40 miljónir króna til
Sogs- og Laxárvirkjananna og
Áburðarverksmiðjunnar. Áður
hafa þessar ífamkvæmdir fengið
að láni úr mótvirðissjóði sam-
tals 95 miljónir króna.
☆
Stofnfundur Iðnbanka íslands
var haldinn í Reykjavík í gær
og var þar lýst yfir því, að lokið
væri söfnun hlutafjárloforða og
hefðu hluthafar þegar greitt einn
fjórða hluta og fyrir hendi væri
greiðsluloforð frá ríkissjóði fyrir
sömu upphæð. Útbýtt var frum-
drögum að reglugerð fyrir bank-
ann og kosnir fimm menn í
bankaráð til bráðabirgða. Á fram
haldsstofnfundi á sunnudaginn
kemur verður endanlega gengið
frá stofnun bankans.
☆
í gær var byrjað að grafa
fyrir grunni æskulýðshallar í
Reykjavík, og stakk formaður
æskulýðsfélaga í Reykjavík
fyrstu skóflustunguna. — Langt
er síðan hreyft var því máli, að
reisa æskulýðshöll í Reykjavík,
en verulegur skriður komst ekki
á það fyrr e’n bæjarstjórn Reykja
víkur hafði heitið ríflegu fram-
lagi og stofnað var Bandalag
æskulýðsfélaga í Reykjavík
snemma á árinu 1948. í banda-
laginu eru 33 íþrótta- skóla- og
stjórnmálafélög ungra manna.
í'ormaður bandalagsins hefir
verið frá upphafi prófessor Ás-
mundur Guðmundsson. Gísli
Halldórsson húsameistari var
fenginn til þess að gera teikn-
ingar að húsinu. Ætlunin er, að
æskulýðshöllin verði byggð í
nokkrum áföngum, og verður nú
fyrst byrjað á íþróttasal, sem á-
ætlað er að kosta muni um 5
miljónir króna. Hús þetta verður
1800 fermetrar, en 13.400 tenings
metrar að rúmtaki. Næsti áfang-
inn er svo skautahöll og kapella,
cg hinn þriðji tómstundaheimili.
Reykjavíkurbær hefir gefið 4
hektara lands undir æskulýðs-
höllina, og voru þar saman komn'
ir í gær, er verkið hófst, full-
trúar þeirra félaga, sem að
bandalaginu standa og nokkrir
gestir. Ræður fluttu prófessor
Ásmundur Guðmundsson, for-
maður bandalagsins, Björn Ólafs
son menntamálaráðherra, Gunn-
ar Thoroddsen borgarstjóri
Reykjavík og biskupinn herra
Sigurgeir Sigurðsson.
☆
Þess er nú skammt að bíða,
að lokið verði brúarsmíði á
Jökulsá í Lóni. Fyrir nokkrum
dögum var lokið að leggja brúar-
plankana og var þá fyrstu bílun-
um ekið yfir brúna. Eftir er að
ganga frá slitgólfinu.
☆
S.l. sunnudag fóru fram prests-
kosningar í þremur nýjum
presta köllum í Reykjavík og
voru umsækjendur samtals 11. í
Bústaðaprestakalli hlaut séra
Gunnar Árnason á Skútustöðum
flest atkvæði, en var ekki kjör-
inn lögmætri kostningu, það er
að segja hann hlaut ekki helm-
ing atkvæða. í Háteigspresta-
kalli var séra Jón Þorvarðsson
prófastur í Vík í Mýrdal kjörinn’
lögmætri kosningu, og í Lang-
holtsprestakalli var séra Árelíus
Níelsson á Eyrarbakka kjörinn
lögmætri kosningu.
☆
Samkvæmt nýbirtum skýrslum
um mannfjölda hér á landi var
krabbamein tíðast allra dánar-
meina hérlendis á árunum 1946
til 1950. Á því tímabili lézt sjötti
hver maður úr krabbameini,
sem mjög hefir farið í vöxt,
rúmlega sjöundi hver maður úr
ellihrumleika, tæplega sjöundi
hver úr hjartasjúkdómum, ná-
lega áttundi hver maður úr
heilasjúkdómum vegna æðabil-
unar, — slysfarir voru fimmta
dánarorsökin í röðinni, lungna-
bólga sjötta og berklaveiki hin
sjöunda, en hún var hæst allra
dánarmeina fyrir nokkrum
arum.
☆
Iðnsýningunni átti að ljúka á
þriðjudagskvöldið, en sökum
mikillar aðsóknar var ákveðið að
hafa hana opna til kvöldsins í
kvöld. í gærkveldi höfðu skoðað
hana um 65.000 manns.
Nýlega gekk í gildi reglugerð
um að leigubifreiðar í Reykjavík,
Hafnarfirði og Keflavík skuli
hafa gjaldmæla.
☆
Flugvélar Flugfélags íslands
hafa flogið um það bil 30 sinnum
til Grænlands í sumar og haust
á vegum danskra aðila. Flestar
hafa ferðirnar verið til Mester-
svig. Þar var í sumar gerður
flugvöllur við blýnámusvæðið og
var hann tekinn 1 notkun 8.
september s.l.
☆
Nýlega er komið út merkilegt
verk um rímur, Sýnishók ís-
lenzkra rimna frá upphafi rímna
kveðskapar til loka nítjándu ald-
ar. Sir William A. Craigie hefir
valið og ritar formála að hverju
bindi, en þau eru þrjú og sam-
tals rúmlega 1000 blaðsíður. Sir
William kemst svo að orði í for-
mála: „Markmið þeirrar bókar,
sem hér birtist, er að gera það
mögulegt íslenzkum lesendum
og erlendum að öðlast hug-
mynd um uppruna, einkenni
og sögu rímna yfirleitt, með
nægilegum dæmum til þess að
sýna ýmsar gerðir þeirra, yrkis-
efni og bragarhætti, á þeim tíma-
bilum, sem hentugast er að
skipta sögu þeirra í. Enda þótt
samhengi þessara bókmennta
rofnaði aldrei, hefir það þótt
hagkvæmast að viðurkenna þrjú
timabil og fjalla um hvert þeirra
í sérstöku bindi.“ — Ritgerðum
í hverju bindi fylgir samandregið
yfirlit á ensku. — Útgefendur eru
Thomas Nelson and Sons Ltd.,
og Leiftur h.f.
☆
1 fyrradag var frumsýning í
Þjóðleikhúsinu á sjónleiknum
Rekkjunni eftir hollenzka höf-
undinn Jan de Hartog. Tómas
Guðmundsson þýddi leikritið á,
íslenzku. Leikstjóri er Inriði
Waage, en leikendur Inga Þórð-
ardóttir og Gunnar Eyjólfsson.
— Leikfélag Reykjavíkur hafði
sama kvöldið frumsýningu á
ballett og óperu. Ballettinn heit-
ir Ólafur liljurós, og hafa þær
samið hann Jórunn Viðar og
Sigríður Ármann, Jórunn tón-
listina en Sigríður dansinn. —
Óperan er Miðillinn eftir Gian-
Carlo Menotti. íslenzku þýðing-
una gerði Magnús Ásgeirsson,
tónlistarstjóri er Róbert A. Ottó-
son, og leikstjóri Einar Pálsson.
Aðalhlutverkin syngja og leika
þær Guðmunda Elíasdóttir og
Þuríður Pálsdóttir.
Konungur þáði veturvist hjá íslenzkum bónda
Á fyrra hluta 12. aldar bjó á
Staðarhóli í Saurbæ Þorgils
Oddason, höfðingi mikill og
mörgum kunnur fyrir deilur
þeirra Hafliða Mássonar á Breiða
bólstað í Vesturhópi. Hafði svo
til borið á Alþingi 1120, þá er
gengið var til dóma og menn
þröngdust mjög saman, að Þor-
gils bar vopn á Hafliða og hjó
af honum einn fingurinn, en
særði annan. Af þessum atburði
gerðust mikil málaferli,- sem
enduðu með sjálfdæmi, er Haf
liði skyldi taka um sárabættur.
Gerði hann átta tigu hundraða
fyrir áverka, vöruvirt fé, og
skyldi Hafliði virða sjálfur.
„Hann bauð að taka lönd í Norð
lendingafjórðungi, gull ok silfr,
norrænan varning, járnsmíði,
sélega gripi, þeir er tæki eigi
minna en kúgildi, gelda hesta,
því at einu graðhesta at merr
fylgdi, ok því at einu merhross
at hestr fylgdi, ok ekki hross
ellra en tólf vetra, ok eigi yngra
en þrevett.“ Síðan er það orðtak
haft, er einn viðstaddur mælti,
að „dýrr mundi Hafliði allur, ef
svo skyldi hverr limur.“ Þessi
sekt var þó greidd þegar í stað,
og sættir heldust vel.
Svo bar til á Staðarhóli vetur
einn, líklega 1125-1130, að Aust-
menn nokkrir voru á vist með
Þorgilsi bónda. Var sá einn
1 þeirra, er vakti athygli heima-
manna sakir mikils yfirbragðs,
en eigi vegna hins, að hann væri
áburðarmaður og léti mikið yfir
sér. Nefndist hann Sigurður
Magnússon, en lét ógetið annars
um sína hagi. Eigi er þessa at-
viks getið í sögu þeirra Þorgils
og Hafliða, en í söguþáttum, sem
Morkinskinna heitir, er stutt
frásögn, sem lítt hefur verið
haldið á loft. Fyrir því er hún
rifjuð upp hér.
Sigurður þessi, sem reyndar
var Sigurður slembir eða slem-
bidjákn, Noregskonungur, var
að eigin sögn sonur Magnúss kon
ungs berfætts og Þóru, dóttur
Saxa úr Vík. Sigurður var farm-
aður mikill, gerði hann ferð sína
suður til Rómar og Jórsalalands,
og heimsótti þar helga staði.
Hann var og löngum í förum um
Skotland og Orkneyjar, og stund
um landflótta úr Noregi. Er eigi
ólíklegt, að í þeim sjóferðum
hafi hann hreppt hafvillur og
gist ísland með eins vetrar dvöl.
Fer nú hér á eftir kafli sá, er
greinir frá dvöl hans sér á landi.
„Einn vetr var hann á íslandi
með Þorgilsi Oddasyni í Saurbæ.
Vissu fáir, hverr hann var. Þat
var um haustit, er sauðir váru í
rétt reknir ok ætlaðir til skurð-
ar. Ok er þeir hendu sauðina
hljóp einn sauðrinn at hánum,
Sigurði, sem hann leitaði þann
ig hjálpar. Sigurður rétti hánum
hönd sína ok kippir út úr rétt-
inni ok lætr hlaupa í fjallit upp
ok mælti: „Eigi leita fleiri traust
sins til vár en svá, at trausti
skal verða.“ — Þat varð enn
um vetrinn, at kona varð sek
um stuld. Varð Þorgils henni
reiðr ok vildi refsa henni. Hún
hljóp þar til, er Sigurðr var, ok
hann setti hana hjá sér í pallinn.
Þorgils bað hann fram selja kon-
una ok sagði, hvat hún hefði til
gert. Sigurðr bað henni friðar,
„þó hefur hún mitt traust sótt,
ok gefit henni upp sökina.“ Þor-
gils segir, at hún skal víti fyrir
taka. Ok er Sigurðr sá, at bóndi
vill eigi skipast við bæn hans,
hleypur hann upp ok brá sverði
ok bað Þorgils til sækja. En er
Þorgils sá, at hann vill vígi verja
leizt hánum maðrinn með miklu
yfirbargði ok grunar, hverr vera
muni. Lét hann við berast at
gera á hlut konunnar ok gaf
henni frið. Á Staðarhóli váru
fleiri menn útlendir, ok hafði
Sigurðr minnst yfirlæti jafnan.
Einn dag, er hann kom í stofu,
þá tefldi annarr austmaðr við
heimamann Þorgils. Sá var
skartsmaðr mikill ok barst all-
mjök á. Kallaði austmaðr á
Sigurð, at hann réði um taflit
með hánum, fyrir því, at hann
kynni þat sem aðrar íþróttir. Ok in
er Sigurðr leit á, þótti hánum Wl1* offerecI
í 2. kjördeild náði kosningu í bæjarstjórn Mrs.
Hallonquist, og var hún vel makleg slíkrar sæmdar.
Eini kommúnistinn, Jacob Penner, sem sæti átti í
bæjarstjórn síðastliðið kjörtímabil tapaði sæti sínu í 3.
kjördeild. Svo fór um sjóferð þá.
mjök farit taflit. En sá maðr,-er
tefldi við austmanninn, hafði
særðan fót, ok hafði þrútnað
mjök fótrinn. Sigurðr settisk í
pallinn ok tekr eitt strá ok dregr
eftir gólfinu, en kettlingar hljópu
um gólfit. Hann dregr æ fyrir
Deim stráit, þar til kemur yfir
:ót íslendingnum ok nú hlaupa
kettlingarnir yfir fótinn, en mað-
rinn spratt upp ok kvað við, en
taflit svarfaðisk. Göra þeir nú
jrætumál, hvat hverr hefði. —
Þessa er því getit, at Sigurðr
þótti nær sér taka bragðit.
Eigi vissu menn ,at hann var
lærðr fyrr en á þváttdaginn fyr-
ir páska. Þá söng hann yfir vatni
með presti. Æ þótti því meira
um hann vert, sem hann hafði
lengr verit. Ok um sumarit, áðr
þeir Þorgils skildu, mælti Sig-
urðr, at hann skyldi kunnlega
senda menn til Sigurðar slembis.
Þorgils mælti: „Hvat er þér at
hánum langt?“ Hann svaraði:
„Ék em Sigurðr slembidjákn ok
sonur Magnúsg konungs ber-
fætts.“ Skildu þeir at því, ok fórr
Sigurðr utan.“
' ☆
Sigurður slembir stóð fyrir
fyrir samsæri gegn Haraldi kon-
ungi gilla, sem einnig kallaðist
sonur Magnúss berfætts. Var
konungurinn veginn í svefni í
rekkju sinni. Þótti öllum verkið
illt og varð mjög óvinsælt. Sig-
urður lét gefa sér konungsnafn
yfir Sogni og Hörðalandi, en eigi
sat hann á friðstóli að ríki sínu.
í orrustu við Hólm inn grá beið
hann úrslita ósigur og var gerð-
ur handtekinn og tekinn af lífi
með a t v i k u m, er fádæmum
sættu.
Sigurður slembir var ofsam-
aður og óeirinn. Manna var hann
fríðastur, þunnhár og þó vel
hærður, manna vöxtulegastur,
mikill og sterkur, og að allri at-
gervi var hann umfram langt
alla sína jafnaldra og nálega
hvern annan mann í Noregi. En
um hann mátti jafnt segja og
Snorri lét mælt um Hákon jarl
jSigurðsson: „En hina mestu ó-
hamingju bar slíkur höfðingi til
dánardægurs síns.“
Til er sögulegur sjónleiku^um
Sigurð slembi eftir norska skáld-
ið Björnstjerne Björnson, og
nefndist „Milli bardaganna.“
H. Þ.
LESB. MBL. 21. sept.
Deparlmenl of Mines and
Natural Resources
Public Notice
Auction Sales of School Lands
PUBLIC NOTICE is hereby
given that certain School Lands
the Province of Manitoba
for sale by
PUBLIC AUCTION at the
places and on the dates here-
after mentioned:
WINNIPEG — October 31st,
1952 — 124 parcels. To be held
in Theatre “A”, Government
Building, 469 Broadway Ave.
GRANDVIEW — November
4th, 1952 — 43 parcels. To be
held in the Legion Hall.
ROBLIN — November 6th,
1952 — 58 parcels. To be held
in the School Auditorium.
All sales to
o’clock a.m.
commence at 10
Lists of Lands, reserve price,
terms and conditions of sale
may be secured on application
to the Lands Branch, Depart-
ment of Mines and Natural Re-
sources, Room 18, 469 Broadway
Avenue, Winnipeg, Manitoba.
Dated at Winnipeg, in Manitoba,
this First day of October, 1952.
R. W. GYLES,
Director of Lands,
Room 18, 469 Broadway
Winnipeg.