Lögberg - 30.10.1952, Blaðsíða 5

Lögberg - 30.10.1952, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. OKTÓBER, 1952 5 *************************** AtiUG/lMAL UVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON ÁRDÍS Ársrit Bandalags lúterskra kvenna Tuttugasta útgáfa þessa rits birtist nú með ofangreindu heiti ásamt enska nafninu: Year Book of The Lutheran Women’s League of Manitoba (Icelandic). Þetta nafn kemur manni ókunn- uglega fyrir sjónir vegna þess að sá var skilningurinn, að þessi félagsskapur næði til fleiri ís- lenzkra kvenna en þeirra, sem búsettar eru í Manitoba, en sam- kvæmt þingtíðindunum hefir fé- lagið nú verið löggilt undir þessu nafni. Margt gott hefir Árdís að færa lesendum sínum eins og fyrri daginn: skemtilega ræðu, er Mrs. Sofia Wathne flutti á 65 ára afmæli Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar; Women, Then and Now, fróðlegt og vel samið erindi eftir Miss Ingibjörgu S. Bjarnason; æskuminningar Mrs. Láru B. Sigurdson frá Gimli munu hafa rifjað upp ýmislegt skemtilegt hjá þeim, er til þektu. Myndin, sem Mrs. Guð- rún Bjerring Parker bregður upp fyrir sjónum lesandans, An Ajternoon in Itály, er skýr og lifandi. Fallegar eru greinarnar eftir Mrs. Emily Vigfússon um vorið og Mrs. Ragnhildar Gutt- ormsson, The Shower and the Sun, og lærdómsrík er grein Mrs. Ingibjargar J. Ólafsson, Sigur. Sögulegan fróðleik er að finna í ritinu eins og hina ágætu grein Herdísar Eiríksson, Ágrip ☆ ☆ af sögu Kvenfélags Árdalssafn- aðar og kaflinn Kallaðar heim, er hefir að geyma æviminningar þrettán kvenna, og þá hefir myndin af 22 íslenzkum frum- herjakonum mikið sögulegt gildi. Stuttar greinar í ritinu eru þessar: Homemaker’s Creed — Mrs. F. F. Brudevold; Um al- heims bænadag kvenna — María Hinriksson; Presentation of Flag — Flora Benson; Temperance — Mrs. W. E. Gordon; Lois Muriel Hakonson, M.D. — I. O.; Greet- ings from Norway — Lilja Gutt- ormsson; Faith — Mrs. A. H. Buhr, og fallegt kvæði, Aldar- minning göfugrar móður eftir Ingibjörgu Guðmundsson, og að síðustu skýrslur embættismanna Bandalagsins. Sést á þessari efnisskrá, að ritið er næsta fjöl- breitt að innihaldi. Mikið er af prentvillum í þessu hefti og er það lýti á svo vönd- uðu riti; helzt er þær að finna í íslenzkum orðum og nöfnum, sem notuð eru í enskum ritgerð- um, eins og fru Lara fyrir frú Lára, sera fyrir séra, pað fyrir það, skruðbuin skog fyrir skrúð- búinn skóg, Ofintyri fyrir Æfin- týri, Julla fyrir Júlla, Ingibjorg fyrir Ingibjörg, Kristin fyrir Kristín o. s. frv. Verð ritsins er aðeins 75 cents og fæst það hjá Mrs. J. S. Gillies, 680 Banning Street og Mrs. B. S. Benson, Columbia Press Ltd. ☆ ÁRSRITIÐ ” B R A U T I N “ Eftir prófessor Richard Beck Stórþakkarvert verk, bæði frá félagslegu og þjóðræknislegu sjónarmiði, vinna þeir, sem halda uppi útgáfu íslenzkra blaða og rita hér vestan hafs, sem og allir þeir, er styðja þá þörfu viðleitni; en hún er þeim mun þakkar- verðari, þegar í minni er borið, hve miklum örðugleikum út- gáfa slíkra rita er háð. Ætti sú staðreynd jafnframt að vera öll- um þeim, sem láta sig varða ís- lenzk menningarmál vestur hér, hvatning til þess að leggja þeirri útgáfustarfsemi sem mest lið, al- mennt talað. Eitt þeirra rita, sem hér um ræðir, er nýlega komið mér í hendur, en það er „Brautin“, ársrit Hins Sameinaða Kirkju- félags íslendinga í Norður- Ameríku, fyrir yfirstandandi ár, og er það níundi árgangur rits- ins. Ritið er nú, sem áður, í tveim deildum og annast séra Philip M. Pétursson ritstjórn Kirkju- félagsdeildarinnar, en Mrs. S. E. Björnsson ritstjórn Kvenna- deildarinnar. í Kirkjufélagsdeildinni eru þéssar ræður og ritgerðir, frum- samdar og þýddar: „Trúarstefna Thomas Jefferson“ eftir séra Philip M. Pétursson; „Móses“, þýðing eftir Gísla Jónsson rit- stjóra (höfundar eigi getið); „Jesús eða Kristur“ eftir R. J. Campbell, í þýðingu Matthíasar Jochumssonar (endurprentað); „Hinn fórnandi máttur“ (ræða) eftir Davíð Björnsson; „Krafta- verkalækningar“ (ræða) eftir séra Philip M. Pétursson; „Játn- ingarrit íslenzku kirkjunnar“ eftir séra Benjamín Kristjánsson (endurprentað úr „Kirkjurit- inu“); „Af gömlum blöðum“ eftir Gísla P. Magnússon; „For- vígismaður fallinn“ (Ólafur Pét- ursson) eftir Stefán Einarsson ritstjóra; „Minningarorð“ (Páll Reykdal) eftir séra Philip M. Pétursson; og „Fyrsta Sambands- kirkja endurbætt“. Má um þetta lesmál segja í heild sinni hið fornkveðna, að þar hafi allt nokkuð til síns ágætis. Ritgerð séra Benjamíns er sköruleg og eftirtektarverð að sama skapi; grein Gísla Magnús- sonar, þó stutt sé, á sögulegt gildi, og er þakkarvert að halda öllu slíku til haga, má og svipað segja um gagnorðar og maklegar minningargreinar um þá mætu og merku menn, Ólaf Pétursson og Pál Reykdal. í Kirkjufélagsdeild ritsins eru einnig þessi kvæði: „Jólaminn- ingar“ eftir prófessor Watson Kirkconnell, fallegt ljóð og vel þýtt af Gísla Jónsson; „Vöku- draumur til íslands“ eftir Davíð Björnsson, er lýsir vel ættjarðar- og hugsjónaást höfundar; og tvö erfiljóð um Pál Reykdal, á ensku eftir son hans, Art Reykdal, og á íslenzku eftir Pál Guðmundsson, bæði hin hugþekkustu, þó þau lýsi eðlilega hinum látna mætis- manni frá mismunandi sjónar- miðum. í Kvennadeildinni er þetta lesmál í óbundnu máli: „Skáld- konan Elinborg Lárusdóttir“ eftir Richard Beck; „Nokkrar minningar úr Islandsferð 1950“ eftir frú Marju Björnsson; „Ávarp við þingsetningu“ eftir Mrs. Emmu V. Renesse; „Konur í Canada, sem gátu -sér heiður á síðastliðnu ári“ eftir frú Marju Björnsson; „Kjörnar heiðurs- félagar“ (Mrs. Jónína Björg Björnson og Mrs. Henrietta Thorfinnsson) eftir Mrs. Emmu V. Renesse; „Rauðárteppið“ eftir frú Marju Björnsson; „Tuttug- asta og fimmta ársþing íslenzkra Frjálstrúar Kvenfélaga í Vestur- heimi“ eftir Ólöfu A. Oddleifson; og „Úr úrsskýrslu Hjálparnefnd- ar Únítara i Winnipeg.“ Sýnilega er hér allmikill og margháttaður fróðleikur saman kominn, án þess að nokkur dóm- ur sé með því lagður á fyrr- nefnda ritgerð höfundar þessar- ar umsagriar. Vel í stíl færðar og einkar skemmtilegar eru ís- landsminningar frú Marju og fræðandi grein hennar um merkiskonurnar canadisku; á- varp Mrs. Renesse er skilmerki- legt og hið athyglisverðasta; fróðleg mjög skýrslan um árs- þing Kvenfélagasambandsins, og meir en verðskuldað að haldið sá á lofti nafni landnámskvenn- anna tveggja, er gerðar voru að heiðursfélögum Sambandsins. — Aldrei verður of mikið gert úr hlut íslenzkra landnámskvenna vestan hafs, eigi aðeins í sjálfri brautryðjendabaráttunni, heldur einnig í öllu félagslífi og ís- lenzkri menningarviðleitni. Þessi kvæði eru í Kvennadeild- inni: „Islandsljóð" eftir dr. S. E. Björnsson, hreimmikið kvæði og sonarlegt; „Kveðja“ (Til frú Guðbjargar Kristjánsdóttur) eft- ir sama, einkar hlýlegt ljóð og lipurt; hið sama má segja um hið fallega kvæði „Gamlar konur“ eftir Arnfríði Sigurgeirs- dóttur; við nokkuð annan tón kveður í kvæðinu „Afmælisóður til mín“ eftir Þuru Árnadóttur (Þuru í Garði), þar sem renna í einn farveg alkunn kímni henn- ar samhliða, að öðrum þræði, al- varlegri undirstraum þulunnar og þjóðvísunnar. Ritið er rúmlega 100 bls. að stærð og prýtt nokkrum mynd- um; það er prentað hjá Viking Press í Winnipeg og er snoturt að ytra frágangi. Megi það enn eiga mörg ár framundan í ís- lenzka búningnum! Konum fer ört fjölgandi á norska kaupskipaflotanum Norðmenn eiga eins og kunn- ugt er, skip í förum á öllum höf- um heims. Sums staðar, eins og til dæmis við vesturströnd Ame- ríku, annast þeir siglingar að mjög verulegu leyti. Þess vegna starfrækir norska sjómannafé- lagið skrifstofu í San Francisco, og einnig starfar þar ráðninga- skrifstofa fyrir norræna far- menn. Norskur maður, Harald Eriksen, hefir veitt þessum skrifstofum forstöðu undanfarin sjö ár, og farast honum þannig orð í viðtali er norskur frétta- ritari átti við hann fyrir skömmu: „Meira en 250 norsk skip, smærri og stærri, hafa aðalbæki- stöð sína hér í höfn, og fer þeim sífjölgandi. Því sem næst helm- ingur áhafnanna er norskur, að öðru leyti eru áhafnirnar af tólf þjóðflokkum, en Svíar og Danir þar þó fjölmennastir. Norrænii; sjómenn sæta svo til sömu kjör- um og norska farmannasam- bandið krefst meðlimum sínum til handa, en um aðra erlenda sjómenn gegnir oft öðru máli, enda fullnægja þeir sjaldnast þeim kröfum, sem norræn far- mannasambönd gera til meðlima sinna. Mikil eftirspurn er eftir ungum sjómönnum, sem hafa verið á farmanna-námskeiði á skólaskipum í Noregi; fyrir skömmu komu hingað 25 slíkir unglingar í hóp, og voru þeir ráðnir á skip samstundis. Yfir- leitt njóta norrænir sjómenn mun betra álits á þessum skip- um, heldur en sjómenn annarra þjóða. „Þá hefir verið tekin upp sú nýbreytni, að ráða kvenmenn á skipin, til þeirra starfa, sem einkum eru á þeirra færi. Hefir þessi nýbreytni gefist með af- brigðum vel. Konur eru hrein- legri og þrifnari en karlmenn almennt, fyrir bragðið verður vistlegra Um borð og öll reglu- semi meiri á þeim skipum, þar sem konur starfa, og umgengni öll betri og framkoma sjómanna hæverskari. Oft eru þessar kon- ur giftar einhverjum af skips- höfninni, og er það fyrirkomu- lag æskilegast, þar eð því er ekki að leyna, að það getur haft sín vandamál í för með sér, ef laus- ar og liðugar stúlkur ráðast í slík skiprúm, sér í lagi ef þær eru þar að auki ásjálegar. Út- gerðarmennirnir virðast líka hafa komið auga á þetta, því að um borð á sumum skipunum eru nú starfandi allt að því tugur kvenna, og eftirspurn eftir kon- um til starfa á norskum lang- ferðaskipum, fer stöðugt vax- andi. og jafnvel annað og þriðja brot. Öðrum sjómönnum er hins veg- ar sagt upp atvinnunni við fyrsta brot.“ —A.B. 23. sept. Ógleymanleg kvöldstund Á miðvikudagskvöldið, þann 15. október s.l., efndi hið yngra kvenfélag Selkirk-safnaðar til höfðinglegrar veizlu Turkey dinner í The Wheelhouse í Sel- kirk. Var þangað boðið öllum meðlimum hins eldra kvenfé- lags safnaðarins sem heiðurs- gestum. Einnig sátu allir með- limir hins yngra félag til borðs með þeim. Veizlustjórn hafði með höndum Mrs. Ellen Norcus, forseti félagsins. Borðbæn flutti prestskona safnaðarins. Yfir borðum töluðu þær Mrs. Stein- unn Sigurdur, forseti hins eldra kvenfélags og Mrs. S. Ólafsson. Hin fyrrnefnda rómaði höfðings skap þann og vinarþel, sem þeim hefði verið auðsýndur með þessu boði og flutti þakkir fyrir hönd félags síns; minntist hún þess, að þær væru vanari að koma saman til að vinna en til þess að njóta skemtana fyrirhafnarlaust. Mrs. Ólafsson gat þess meðal annars, að þetta mætti kallast sögulegur viðburður í fleiri en einni merkingu. Aldrei fyr mundi það hafa skeð í sögu kvenfélaga tilheyrandi hinu Is- lenzka lúterska kirkjufélagi, að hinar eldri og þreyttari kven- félagskonur hefðu verið boðnar til máltíðar af hinum yngri. — Ennfremur sagði hún, að það hefði aldrei skeð í fimmtíu og fimm ára starfi hins eldra kven- félags, að meðlimir allir hefðu sezt að sameiginlegri máltíð. Lýsti hún þakklæti sínu fyrir að hinar yngri konur sátu allar til borðs með þeim og lét í ljósi þá ósk, að þetta væri fyrirboði þess að um ókomin ár mundi þessi fjölmenni og fagri hópur sameiginlega starfa og brjóta brauðið sameiginlega í andlegri merkinu. — Að máltíðinni lokinni var sest að spilum um stund. Nutu kon- urnar sín hið bezta við að spila Court Whist. Verðlaun hlutu þær Mrs. Vigdís Bjarnason (ein af heiðursmeðlimum hins eldra kvenfélags, á níræðisaldri), Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson og Mrs. Steinunn Sigurdur. Að lokum var framborið kaffi með ljúffengum íslenzkum pönnukökum, sem hinar ensku- mælandi ungu konur nutu ekki síður en hinar íslenzku.—I. J. Ó. Sérstakur norrænn dómstóll hefir verið settur á stofn þar vestur frá, sem tekur til með- ferðar öll kærumál, varðandi agabrot og önnur afbrot nor- rænna sjómanna. Agi á skipun- um hefir aldrei verið betri en nú, en séu afbrot norrænna sjó- manna ekki því alvarlegri, hljóta þeir aðvörun fyrir fyrsta Gigtarstyngir GÓ8 tíSindi fyrir þá, er þarfnast svíunar frá K>Ktarstyngjum og hafa ekki getaS fengiS bót, en geta nú fengiS hana meS þvf a?S nota T-R-C's. Látið eigi þreyt- andi verki lama yBur í framtí?5- inni. Reyni8 Templeton’s T.R.C’s undir eins. AtSeins 65c., $1.35 I lyfjabúíium. T 844. Hafði ekki komið hingað í 69 ár KUNNINGI MINN, Sigurður Benediktsson, hringdi til mín og sagði að hann hefði orðið sam- ferða frá Blönduósi. Húnvetn- ingi er ætti erindi til mín og þyrfti því að hitta mig að máli. Hann væri ekki að jafnaði hér á ferð því hann hefði ekki komið til Reykjavíkur síðan 1883. Þetta var Daði Davíðsson frá Gilá í Vatnsdal. Aðeins einu sinni hef ég séð hann, en margt heyrt um þennan sérkennilega fræðimann, er alla sína æfi hefir elskað og safnað fræðileik er hann hefir séð og heyrt. Hann var hér á ferð með frænda sínum, Konráð kaup- manni Diomedessyni frá Blöndu- ósi. Fékk Konráð hann til að taka sig upp úr Húnavatnssýsl- unni eftir þessi 69 ár, sem liðin eru síðan hann stundaði sjór- óðra frá Seltjarnarnesi eina ver- tíð. Síðan hvarf hann frá allri sjósókn og hefur verið um kyrrt í Húnavatnssýslunni síðan. Þegar hann var níræður, skrif- aði sameiginlegur vinur okkar, Ágúst bóndi á Hofi, langa grein um gamla manninn. Daði kemur mér fyrir sjónir, sem alveg einstakt ljúfmenni, hógvær og stilltur, hæverskur og lítillátur, sem hámenntaður og siðfágaður vísindamaður, þótt aldrei hafi hann gist háreistar hallir. Baðstofan í Gíla hefur verið vistarvera hans. Þar hefur hann lifað langa æfi innan um bækur sínar og handrit, notað tímann til fræðiiðkana og ann- ara hugðarefna sinna og látið sig litlu skipta margt af heimsins „brauki og bramli.“ Er hann hafði fengið sér sæti tókum við tal saman. Kvartaði hann yfir því, að hann væri átta- villtur hér í Reykjavík. „Maður sér ekki til fjallanna innan um þessi háreistu hús og borgir, sem eru alls staðar meðfram götun- um,“ sagði hann. Þetta var allt öðru vísi hér, þegar ég fór héðan vorið 1883. Þá voru húsin hér á víð og dreif og ekki nema ein brú á Lækn- um.“ t .— Þekktir þú marga hér í Reykjavík, þá? —Nei. Ég þekkti ekki nema tvo menn, Andrés (Davíðsson) sem var hálfbróðir minn og sr. Eirík Briem. Hann hafði áður verið prestur í Steinnesi. Hann geymdi fyrir mig teikningarnar mínar af dýrum er ég hafði tek- ið úr bókum. Mér þótti vissara að koma þeim fyrir í öruggri geymslu meðan ég stundaði róðra. Ég átti heima á Seltjarnarnes- inu þann vetur, og kom sjaldan í bæinn. Var einu sinni við kirkju hjá Pétri biskup Péturs- syni, en var svo framarlega í kirkjunni að ég átti bágt með að heyra til hans. Messufólkið fátt, innanvið 20 manns. Einu sinni kom ég í Forngripasafnið og sá þar útskorna muni, hringa- brynju og ýmislegt annað, og inn fyrir dyrnar á Latínuskólan- um kom ég eitt sinn. — Hvað kom til að þú fórst ekki fleiri ferðir til sjóróðra? — Eðlilega af því að ég fékk ekkert kaup. Var svikinn um það. Varaði mig ekki á því að sami maður hafði svikið annan háseta um kaup hans næstu ver- tíð á undan. En sr. Eiríkur gekk í það, að hann fengi það greitt á endanum. Ég kom mér ekki fyr- ir með að leita á náðir hans í þessum efnum. Við vorum fimm sem urðum samferða hingað norðan úr Húna vatnssýslu og vorum átta daga á leiðinni hingað suður. Vorum hríðtepptir einn dag. — Manstu hvernig dagleiðirn- ar voru? — Já. Það er mér í fersku minni. Einkennilegt að hugsa til þess að í þessari ferð var ég um það bil 45-50 mín. með „dagleið- ina.“ Flugferðin tók ekki lengri tíma en mátulega stund sem maður tekur sér til að drekka kaffi. — Hvernig kunnir þú við að fljúga? — Ég fann aldrei til þess al- mennilega að við hreyfðumst nokkuð. Þetta er allt annað en í bíl. En síðan ég fór að eldast þoli ég ekki skröltið og hristinginn í bílunum. Annars hefði ég kannske brugðið mér hingað fyr- ir löngu síðan. — Hvað ertu búinn að vera lengi í Vatnsdalnum? — Ég kom þangað með for- eldrum mínum Davíð Davíðs- syni og Þuríði Gísladóttur vorið 1866 og hef verið þar síðan nema eitt ár var ég á Völlum í Mið- firði. Foreldrar mínar bjuggu í Kárdalstungu og síðan á Kötlu- jstöðum, en flutti sig að Gilá ár- ið 1901. Er ég tók við búi þar gerðist Ingibjörg systir mín ráðs kona. Hún er móðir Indriða Guð- mundssonar, sem nú er bóndi þar og er oddviti í Áshreppi. Ég man glöggt þegar ég flutt- ist með foreldrum mínum í Vatnsdalinn. Við fórum Bugs- veg svonefndan, sem nú er sjald- farinn vestur yfir Auðkúluheiði. Höfðum kvöldið áður gist á Guð- laugsstöðum. Þetta var einmitt sama daginn og Kristján í Stóra- dal var jarðaður, svo móðir mín gat ómögulega verið við jarðar- förina. Hún hafði á sínum æsku- dögum verið hjá þeim ágætis- manni. Allir kannast að sjálfsögðu við Kristján, þó það væri ekki nema síðan hann flúði með sauðina sína suður Kjöl alla leið suður í Árnessýslu, til að forða þeim frá kláðaniðurskurði Havsteens amt manns. Þessi dagur vorið 1866 var merkisdagur fyrir mig. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá álft á vatni og í fyrsta sinn sem ég komst í náin kynni við fjöllin Vatnsdalsfjall og Víðidalsfjall. Er við tókum að ræða um ýmsa menn sem koma við sögu á síðustu öld og hann í svip mundi ekki eitthvert ártal, t. d. ekki hvaða ár Pétur Pétursson tók bisgupsvígslu, eða gat ekki reiprennandi rakið ættir þeirra manna sem bárust í tal, var það viðkvæði hans: „Ég hef ekki lengur sama minni og ég hafði áður, og hef ekki hugsað um þetta sérstaklega upp á síðkast- ið. En þetta allt hef ég skrifað heima hjá mér. Daði sagði mér að þann hefði fyrir nokkrum árum mælt hillu- lengdina í bókasafni sínu og komizt að þeirri niðurstöðu að þegar hann bætti við þeim bók- ,um, sem hann ætti niður í köss- um, þá hefðu bækurnar mælzt að í hillum myndu þær taka 31 alin. En síðan hafa bætzt við 3-4 álnir. — Þetta eru allar eigur mínar, sagði hann. Ég er á hvorki hund né kött og enga nytjaskepnuna. Er ég spurði hann, hvort hann væri ekki farinn að missa sjón, sagði hann að nokkuð væri farið að bera á þvj. En það væri sjálf- skaparvíti. Því hann vissi vel, að oft hefði hann reynt á augun við lestur, fram úr því sem góðu hófu gengdi. — En gleraugun mín hafa reynzt mér vel. Þau eru með engu nýtízku sniði. Sýndi hann mér þau. — Ég hef átt þau síðan árið 1893. Þá kom maður í Vatnsdal- inn frá Sauðárkróki og var eins konar umferðasali. Hann hafði meðferðir alls konar smávarning úr búð, þar á meðal tvenn gler- augu. Keypti ég af honum önn- ur fyrir 90 aura. Þau hafa dug- að mér síðan svo vel, að ég hefi ekki þorað að fara tilaugnlækn- is, og trúi því statt og stöðugt að hefði ég ekki haft þessi gler- augu, væri ég löngu orðinn blindur, sagði Daði. V. St. MBL. 24. sept.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.