Lögberg - 30.10.1952, Qupperneq 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. OKTÓBER, 1952
Úr borg og bygð
Á föstudaginn var hélt Mul-
vey Junior High School upp á
afmælisdag Sameinuðu þjóð-
anna; skólastjórinn, Dr. I. G.
Árnason útskýrði fyrir nemend-
tun skólans starfsemi þessarar
stofnunar í þágu friðar, vel-
sældar og framfara mannkyns-
ins. Lesin var orðsending frá
Tryggve Lie, aðalritara Samein-
uðu þjóðanna.
☆
Á föstudaginn, 24. október,
voru gefin saman í hjónaband í
Fyrstu lútersku kirkju Eleanor
Delores Audette, einkadóttir Mr.
og Mrs. Philibert Audette, Nor-
wood, og Stefán Murray Sigmar,
sonur Mrs. Harry Lewis, Van-
couver, og S. Sigmars fyrri
manns hennar. Séra Harald S.
Sigmar gifti; Elmer Nordal söng
brúðkaupssöngvana, en Mrs. Eric
ísfeld var við hljóðfærið. Brúð
kaupsveizla var haldin í Marl
borough Hotel og brúðhjónin
fóru skemtiferð til Minneapolis
og Chícago; heimili þeirra verður
í Dominion Apts., Winnipeg.
S31I1IIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIII1II1I1IÍIIII1IIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
Nr. 1 í upplýsingaflokki
CANADISK
VASABÓK
Þetta er fyrsti kaflinn í
upplýsingaflokki, sem ætlað-
ur er nýjum iniiflytjeniluin
til Canada. f þesNiim Kreinum
verður skýrt frá atvinnuleyis-
tryggingum, ellistyrk, húsa-
skipan, ]æningakerfi, banka-
lögf-jöf o. s. i'rv., svo og iðn-
greinum og hvar þær eru í
sveit settar.
Vcr væntum þess, að þessar
ritgerðir veki hjú yður áhuga,
og stuðli að því, að þér njótið
í ríkum mæli þess liagnaðar
og þeirra tækifæra, sem hið
nýja fósturland yðar hefir
upp á að bjóða.
Canada er vfðáttumikiS
land, 3.846.774 fermílur að
stærð (1 míla — 1.6 kíló-
metrar). Frá Atlantshafi til
Kyrrahafs, er Canada 3.986
mflur á breidd.
Landið nær yfir nálega
helming af meginlandi Norð-
ur-Amerfku. Af samtals 3%
miljónum fermflna lands, er
aðeins dálítið yfir hálfa mil-
jón til búnaðar fallnar, en f
hinum þrem miljónum fer-
mílna, er falin hin mikla
námuauðlegð Canada f iðrum
jarðar.
Innanlandsvötn ná yfir
geisisvæði, eða 6 af hundr-
aði alls yfirborðs. Vötnin
miklu, Lake Superior, Lake
Michigan, Lake Huron, Lake
Erie og Lake Ontario — á-
samt St. Lawrence-fljðtinu,
mynda hið umfangsmesta
siglingakerfi á meginlandinu.
Hafskip geta siglt frá mynni
St. Lawrence-fljóts til megin-
borga við Lake Superior f
miðju Canada, en sú vega-
lengd nemur 2,338 mflum.
Ritstjóri þessa hlaðs kcm-
ur á framfæri kærkomnum
athiignnum og upplýsingum
af yðar Iiálfu varðaiuli fram-
hald þessara greina.
I næsta mánuði
IJm Austurfylki Canada
Calvctt
DISTILLERS LTDl
AMHERSTBURG, ONTARIO
llllllMllllllUHlllilUllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÉlllllllllllÉlllll'fl
Mr. Sigurður Thordarson frá
Gimli, nýlega kominn heim úr
íslandsför ásamt tveimur dætr-
um sínum, leit inn á skrifstofu
Lögbergs á föstudagsmorguninn,
hress og ungur í anda þótt nú sé
kominn nokkuð á efri ár. Mr.
Thordarson hafði ósegjanlega
ánægju af ferðinni og kvað dætur
sínar hafa mundu sömu sögu að
segja.
☆
Mrs. Kristín Sigurrós Johnson,
99 ára að aldri, lézt á föstudag-
inn, 17. október, að Selkirk,
Manitoba. Hún fluttist ung til
þessa lands og settist þá að í
Baldur, Manitoba; hún bjó einn-
ig um skeið í Glenboro-héraðinu
áður en hún fluttist til Selkirk.
Hún lætur eftir sig þrjár dætur:
,Mrs. J. E. Erickson, Mrs. Fred
Wakefield og Mrs. Jack Johnson;
einn bróður; níu barnabörn og
6 barna-barnabörn. Útför hennar
fór fram frá lútersku kirkjunni í
Selkirk á miðvikudaginn, 22.
október; séra Sigurður Ólafsson
jarðsöng.
☆
— GIFTING —
Esther Hilda Stevens og Guðni
Magnússon voru gefin saman í
hjónaband á íslenzka, lúterska
prestsetrinu í Vancouver, B.C.,
20. september síðastliðinn; sókn-
arpresturinn, séra Eiríkur Bryn-
jólfsson framkvæmdi hjóna-
vígsluna. Brúðurin er yngsta
dóttir Mr. og Mrs. John Stevens
á Gimli, Manitoba, en brúðgum-
inn er yngsti sonur Mr. og Mrs.
Grímsi Magnússon, sem einnig
eru búsett á Gimli.
Svaramenn brúðhjónanna voru
Mr. og Mrs. Bill Stevens, bróðir
og tengdasystir brúðgumans, og
var brúðkaupsveizla haldin að
heimili þeirra. Heimili Mr. og
Mrs. Magnússon verður í New
Westminster, B.C.
☆
Miss Caroline Gunnarson, sem
lesendum blaðsins er að nokkru
kunnug vegna kvæða hennar, er
birzt hafa í blaðinu, hefir nú
verið ráðin ritstjóri kvennadálka
Manitoba Free Press and Prairie
Farmer. Miss Gunnarson er á-
gætlega ritfær; hún var fréttarit-
ari fyrir Shaunnavon Standard
í Saskatchewan áður en hún tók
að sér þessa nýju og ábyrgðar
miklu stöðu sína. Kvennadálkar
hennar eru mjög fræðandi og
skemtilegir.
☆
Dr. Lárus Sigurdson hefir nú
í allmörg ár verið ritstjóri heil-
brigðisdálkanna í Manitoba Free
Press and Prairie Farmer; eru
þeir víðlesnir og þykja með
ágætum.
☆
Mrs. Augusta Tallman, for
stöðukona Betels, fór nýlega til
Minneapolis og Toronto í heim-
sókn til sona sinna.
☆
Fyrirhugað er að leggja vatns-
leiðslu um Wynyardbæ á næsta
ári.
Gleneaton Fur Felt Hats
NEW FALL STYLES
Featuring Wider Bands . . . Narrower Brims
✓
Skilfully made to our own specifications to offer a better-than-
average hat at a lower-than average price for a hat of comparable
quality! C h o o s e
from P o r k Pies,
Snap Brims or “off-
the-face” styles. All
have oil silk tips and
cushioned leather
sweatbands.
Fall Colours of wal-
nut brown (dark),
Claro brown (medi-
um), birch tan, blue
jay (blue grey),
pearl grey and Ala-
mo (taupe). Sizes:
6% to 7%.
EATON Price, Each
$7.50
/T. EATON C?.,™
WINNIPEQ CANADA
(Men’s Hat Section, Main Floor.)
Ungur Islendingur, sem nám
stundar við British Columbia-
háskólann, Douglas Steinson,
tekur um þessar mundir virkan
þátt í félagsskap þeirra stúdenta,
er Liberalstjórnmálastefnunni
fylgja að málum og er nú for-
maður slíkra samtaka; hann er
maður vel máli farinn og er með-
limur United Nation félagsins í
Cloverdale, B.C. Hann er dóttur-
sonur frú Helgu Pálsson, sem
búsett er þar í bænum.
☆
The Icelandið Canadian Club
News
The Icelandic Canadian Club
held its first meeting of the
1952-1953 season, October 20th in
the lower auditorium of the First
Federated church.
Judge W. J. Lindal was elected
President following the resigna-
tion of Jon K. Laxdal, due to
the pressure of the duties of his
new position.
A talk on the hotsprings of
Iceland was given by Prof- Finn-
bogi Guðmundsson, whose ac-
count was both interesting and
informative.
Miss Perry Brown and Miss
Lois Nichols entertained with
piano and vocal solos. Mr. George
Nick, Assistant Director of the
Manitoba Physical Fitness and a
demonstration group of Normal
School square dancers made
their contribution to the social
hour following the program, Mr.
Nick being Master of ceremonies.
—W. K.
☆
Gefin voru saman í hjónaband
í Lútersku kirkjunni í Selkirk
laugard. 25. okt. Douglas Willis,
Petersfield, Selkirk, Man., og
Audrey Grace Fiebelkoon, Sel-
kirk, Man. Við giftinguna að-
stoðuðu Miss Helen Elizabeth
De Loronde og Mr. Peter Beaton.
Séra Sigurður Ólafsson gifti. —
Veizla var setin í samkomuhúsi
safnaðarins að giftingu afstað^
inni.
☆
— ÞAKKARORÐ —
Innilegar þakkir vottast hér
með öllum þeim, sem á margvís-
legan hátt auðsýndu okkur
samúð og kærleika í tilefni af
dauðaslysi eiginmanns, og tengda
sonar okkar, Donald MacLachlan
Smith, þ. 20. þ. m.
Lilia og Valdimar Eylands
Elene Helga Smith
☆
Næsti fundur Stúkunnar
Heklu, I. O. G. T. verður hald-
inn á venjulegum stað og tíma
þriðjudaginn 4. nóv n.k.
☆
Mrs. Laura Tergesen var kosin
forseti kvenfélagsins, Canadian
Legion á Gimli á ársfundi félags-
ins, sem haldinn var 7. okt. s.l.
☆
The Women’s Association of
the First Lutheran Church will
hold á “Rummage Sale” in the
lower auditorium of the church,
Saturday Nov. lst 9 a.m. to 12
noon. And a “Homecooking Sale”
2 p.m. to 5 p.m. the same day
and same place.
☆
Sigurður Kristjánsson, fiski-
maður á Gimli, lézt á Johnson
Memorial Hospital þar í bænum,
14. október, 72 ára að aldri. Út-
för hans fór fram á föstudaginn,
17. október, frá Sambandskirkj
unni á Gimli; séra Eyjólfur J.
Melan jarðsöng. Sigurður fluttist
til þessa lands fyrir 65 árum og
hefir búið á Gimli í 50 ár. Auk
ekkju sinnar, Sigurbjargar, læt-
ur hann eftir sig þrjá sonu:
Sigurbjörn, Hannes og Ted, allir
búsettir á Gimli; þrjár dætur:
Mrs. H. Olson; Selkirk, Mrs. E.
Jónasson og Mrs. F. Peterson,
báðar til heimilis á Gimli; enn-
fremur 14 barnabörn og tvö
barna-barnabörn.
Sigurður var gleðimaður,
vandaður maður og óbrigðull
vinur vina sinna.
☆
Mr. Arni G. Eggertson, Q.C.
fór flugleiðis til Ottawa á mánu-
daginn í embættiserindum.
Á miðvikudaginn í fyrri viku
lézt á Victoria sjúkrahúsinu hér
í borginni frú Kristín Soffía
Hansson, kona Thorleifs Hans-
sonar byggingameistara, 69 ára
að aldri, hin mesta ágætiskona;
hún var ættuð af Akureyri; auk
manns síns lætur hún eftir sig
tvo sonu, Ólaf og Frans. Útförin
fór fram frá Sambandskirkjunni
hér í borg á laugardaginn. Séra
Philip M. Pétursson jarðsöng.
☆
Miss Margaret Eiríksson frá
Elfros, hlaut nýverið verð-
laun háskólans í Saskatshewan
fyrir píanóleik í áttunda bekk;
fékk hún við próf sitt hæztu
einkunn, sem veitt var í fylkinu.
Miss Eiríksson hefir stundað
nám sitt í píanóleik hjá próf.
S. K. Hall í Wynyard.
☆
Á laugardaginn komu frá Eng-
landi Mr. og Mrs. Sigurður
Pétursson og tveggja mánaða
sonur þeirra, Eric Roy. Þau
munu dvelja hér í nokkra daga
í heimsókn hjá foreldrum sín-
um, Mrs. Ólafur Pétursson og
Mr. og Mrs. Roy Armstrong og
öðru skyldfólki, en fara síðan til
Toronto.
☆
Mrs. Andrea Johnson frá Ár-
borg kom til borgarinnar í fyrri
viku til að sitja Manitoba
Hospital Auxiliary þingið, en
hún er forseti deildarinnar í Ár-
borg; hún sótti líka Rural Folk
Festival, er Manitoba Wheat
Pool efndi til á mánudaginn í
Royal Alexandra hótelinu.
☆
Mrs. S. E. Björnsson frá
Miniota kom til borgarinnar á
laugardaginn; hafði Mrs. Andrea
Johnson frá Árborg hlutast til
um það, að hún sýndi íslenzkan
handiðnað og listmuni á Rural
Art Exhibition, er haldið var í
Royal Alexandra hótelinu á
mánudaginn; Mrs. Björnsson var
þar til staðar, klædd íslenzka
þjóðbúningnum og þótti sýning
hennar með ágætum.
Mr. Allan Beck tók þátt í sam-
komunni með fiðluleik.
☆
Jón Jónsson bókavörður er
nýkominn heim úr skemtiferð
til Pilot Mound, Crystal City og
annara staða í suðvestur hluta
Manitoba.
☆
Tveir íslenzkir unglingar
heiðraðir
Borgirnar Winnipeg og Min-
neapolis skiptast á þrjátíu mið-
skólanemendum ár hvert til
vikudvalar og er það kallað
Goodwill Exchange. Til farar-
innar eru valdir þeir nemendur
er bera af í námi og félagslífi
skólanna. Meðal þeirra þrjátíu
nemenda, er valdir voru úr mið-
skólum Winnipegborgar til að
heimsækja Minneapolis 9. nóv-
ember eru William Ingimar
Crow, sonur Mr. og Mrs. William
Crow, 725 Maryland Street, og
Beverley Armstrong, dóttir Mr.
og Mrs. Roy H. Armstrong, 1019
Dominion Street. Mæður þeirra
eru íslenzkar; þau eru bæði í 12.
beck Daniel Maclntyre skólans.
☆
Mrs. Guðrún Blöndal hefir
flutt erindi um íslandsferð sína
í sumar bæði á fundi hjá Dorcas
félagi og Women’s Association
lútersku kirkjunnar og hafa þau
þótt mjög skemtileg.
☆
Mrs. H. Leeuw frá Vancouver,
sem dvalið hefir á þessum slóð-
um í 6 vikna tíma í heimsókn
hjá ættingjum og vinum í Hecla,
Riverton og Winnipeg lagði af
stað heimleiðis á miðvikudags-
morgun.
☆
Mrs. Lilja (Sölvason) Dalman
fluttist nýlega til Vancouver,
B.C. Hún hefir á undanförnum
árum tekið mikinn og virkan
þátt í félagsstarfsemi eldra
kvenfélags lúterska safnaðarins
í Winnipeg og hennar mun verða
saknað. Hún fór bílleiðis og
samferða henni var Mrs. Runie
Linnikar.
BETUR MÁ EF DUGA SKAL
Enn hafa ekki nógu margir
látið skrá sig til námsskeiðs þess
í íslenzkum bókmenntum, sem
auglýst hefir verið og hefst í
kvöldskólanum við Broadway
þriðjudagskvöldið 4. nóvember.
Verður ekki hægt að byrja nema
að minnsta kosti 20 þátttakendur
fáist. —
Upplýsingar í síma 36 626.
☆
Stúkan SKULD heldur næsta
fund sinn á mánudagskvöldið
þann 3. nóvember kl. 8. Vænta
meðlimir að hann verði sem
allra fjölsóttastur.
☆
Thorvaldur Pétursson, M.A.,
frá Toronto, Ont., sonur frú
Hólmfríðar Pétursson, 45 Home
Street, hefir dvalið í borginni
nokkra undanfarna daga ásamt
frú sinni.
SEEDTIME
CUtUÍ
HARVEST
A Key Service for Farmers
Of the many technical services
available to farmers today none
is more important than seed
testing. This is why many thous-
ands of farmers in Western
Canada make it a regular prac-
tice each year to send their seed-
grain to this Department for
germination, smut, and other
seed tests.
Why Test Seed? Today, it is
more important than ever for
farmers to know just exactly
what kind of seed they are plant-
ing. To many, the “kind” of seed
means “variety”. But there are
many other factors besides
variety which affect the kind or
quality of seed a farmer sows.
These factors include the ger-
mination, freedom from smut,
and the weed content.
Germination Test Important.
A germination test is by far the
most important of all seed tests
because it tells us what per-
centage of the seeds are alive
and cagable of producing strong,
healthy plants. After all, if seed
won’t germinate (grow), they’re
not fit for seeding purposes. No
farmer can afford to sow low-
germinating seed. There are
other tests too, such as tests for
surface- borne smut and for
weed seed content, that help
grain growers to avoid pitfalls
which might easly result in de-
creased yields and grades.
A Free Service. As a service
to farmers, the Line Elevators
Farm Service operates a first-
class seed testing laboratory.
Again, it offers, without charge,
to make germination, smut, and
other seed tests on farmers’ seed
samples of Wheat, Oats, Barley,
Rye and Flax. The method is
simple. All you have to do is
deliver a truly repxesentative
“cleaned” sample of the seed
stock you want tested to the
local Agent of any of the Line
Elevator Companies listed above.
The Agent will forward the
sample to us and return the
results to you. Do it today. Our
tests, however, are not official
seed tests. Seed offered or ad-
vertised for sale must be tested
at a Government Seed Testing
Labóratory (Winnipeg, Saska-
toon or Calgary).
Gladstone var eitt sinn spurð-
ur hve langan tíma hann þyrfti
til þess að undirbúa sig undir
ræðu.
— Ef ég á að tala í 15 mínútur,
sagði hann, verð ég að a. m. k.
að fá eina viku. Ef ég á að tala
í hálftíma, þá ættu þrír dagar að
duga, en ef ég má tala eins lengi
og ég vil, þá er ekkert í veginum
með að byrja undir eins!
Séra Valdimar J. Eylanda
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúlerska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 2. nóv.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
THE PLACE OF BARLEY
IN CROP ROTATION
In the past when barley was considered to be only
a feed crop and cleaning crop it was sown on the poorest
and dirtiest land on the farm. As a result a legend
developed that the place of barley in the rotation was
on stubble land just prior to summerfallow, intertilled
crop or pasture crop. Experimentation has exploded
this theory and has proven that barley will respond
to the preferred places in the rotation as well or better
than other cereal crops.
With the development of high yielding, good
quality maltíng barley this crop has become one of the
important cash crops in the province. To obtain the
best yields and quality, and thus the highest cash
returns per acre, barley should be sown after summer-
fallow, intertilled crops such as corn, sugar beets or
sunflowers, or after sod land that has been broken and
cultivated the year previous.
When given one of the above places in the rotation,
properly fertilized, sown at the proper time, depth and
date, treated for seed borne disease and the crop
sprayed for weeds, barley will yield about twice the
number of bushels per acre as will wheat. At the
present prices barley will bring much larger returns
per acre than wheat or oats.
For Further Information Write to
BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE
206 Grain Exchange Building, Winnipeg
Twenty-fourth in Series of Advertisements.
Clip for Scrap Book.
This space contributed by
SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD.
MD-324