Lögberg - 11.12.1952, Síða 8

Lögberg - 11.12.1952, Síða 8
\ V 8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. DESEMBER, 1952 Ellefu íslendingar hlutu styrki til háskólanóms í USA á s. I. ári í Ohio, og Guðrún Stefánsdóttir, í blaðamennsku í Illinois. Næstu tvær vikur verður tek- ið við umsóknum um styrki, sem veittir verða á næsta ári, og er skrifstofa félagsins í Sambands- húsinu í Reykjavík opin kl. 3—5 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, en á Akureyri tekur foramður félagsins þar, Haukur Snorrason, á móti umsóknum. —DAGUR X.: — Er það satt að þú sért giftur ráðskonunni þinni? Z.: — Mér var nauðugur einn kostur, því ég skuldaði henni tveggja ára kaup og hún hótaði að draga mig fyrir lög og dóm, ef ég borgaði henni ekki skil- yrðislaust. En nú er ég skuld- laus við hana og hún borgaði meira að segja hringinn sjálf. ☆ Prjónaskapur veitir kvenfólki umhugsunarefni, meðan það talar. Jólaskuggar og jólaljós Framhald af bls. 4 stæðum. Gömul að vísu er saga sú, samt er hún ávalt ný. — Mart getur amað að: einstæð- ingsskapur, ástvinamissir eða líkamlegar þjáningar. Það er mjótt bilið milli gráts og gleði; getur brugðið til beggja vona. Það mætti segja um fjárhirðana, sem vöktu yfir hjörð sinni hina fyrstu jólanótt, að þeir hafi ver- ið fáliðaðir og yfirgefnir af heiminum, en þó urðu þeir að- njótandi þeirrar gleði, að veröld- in hefir aldrei þekt meiri fögn- uð. Það voru þessir lágt settu menn, að mati heimsins, sem fyrstir allra hlýddu á hinn óum- ræðilega og dýrðlega morgun- sálm eilífðarinnar: „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönn- um, sem hann hefir vel- þóknun á.“ Skref manna geta stefnt í ýmsar áttir, en aldrei er sá ein- Tveir úflendingar við nám á Hvanneyri Úr borg og bygð Á ársfundi Þjóðræknisdeildar- innar í Selkirk, voru eftirgreind- ir menn kosnir í embætti fyrir nýbyrjað starfsár: Forseti: Einar Magnússon Varaforseti: E. B. Olson Skrifari: Mrs. G. Guðbrandson Varaskrifari: Mrs. O. Swanson Féhirðir Mr. Vigfússon Fjármálaritari: Sigurður Roy Bókavörður: Mrs. Ásta Eiríksson. ☆ Mr. og Mrs. Sveinn Egilsson frá Langruth, Man., voru stödd í borginni í byrjun vikunnar í gistivináttu þeirra Mr. og Mrs. Hjálmar Gíslason, 66 Maryland Street. ☆ W. J. Lindal dómari lagði af stað flugleiðis austur til Ottawa á þriðjudagsmorguninn til að sitja þar mikilsvarðandi nefnd- arfund í sambandi við mannafla þjóðarinnar; hann bjóst við að verða nokkuð á aðra viku að heiman. ☆ Ungfrú Herdís Jónsdóttir hjúkrunarkona kom frá Islandi nýlega; hún er systir frú Guð- rúnar Björnsson, konu Valdi- mars Björnssonar fjármálaráð- herra Minnesotaríkis; mun hún dvelja hjá þeim hjónum um hríð og leggaj stund á hjúkrun. Hún dvaldi hér vestra 1947—’48. ☆ Úrvals jólagjöf — JÓN Á STRYMPU — og fleiri sögur eftir GUNNSTEIN EYJÓLFSSON hafa verið endurprentaðar og eru til sölu hjá: BJÖRNSON’S BOOK STORE 702 Sargent Ave., Winnipeg og RIVERTON DRUG STORE Riverton, Man. Bókin er 230 bls. að stærð Verð $3.50 ☆ RAUSNARLEGAR GJAFIR til íslenzku deildarinnar við Maniíobaháskóla Frú Elín, ekkja Hrólfs heitins Sigurðssonar kaupmanns að Ár- nesi og síðar Gimli, hefir nýlega gefið íslenzku deildinni við Manitobaháskóla myndarlega bókagjöf. Eru í henni alls rúm- lega 200 bindi, nær öll á íslenzku og meiri hluti þeirra prentaður vestan hafs. Einkum er hér samankomið gott safn af sögum þeim ýmsum, er prentaðar hafa verið neðanmáls í vestur-ís- lensku vikublöðunum og síðan voru gefnar út í bókarformi; þá og nokkuð af vestur-íslenzkum tímaritum., Er deildinni góður fengur í þessari bókagjöf og færir gefandanum beztu þakkir. Bókum þessum fylgdi og rausnarleg peningagjöf í íslenzka kennslustólssjóðinn, og var hún til viðbótar því, er Hrólfur heit- inn hafði áður lagt fram, en hann var á sínum tíma einn af helztu framlagsmönnum til sjóðsins. —F. G. Þungar horfur Vegna þess htfe ýms veiðivötn í Manitoba, svo sem Winnipeg- vatn, hafa lagt seint á þessu hausti og fram yfir veturnætur, horfist þunglega á um fiskiveið- ar, sem nú eru orðnar fullum þrem vikum á eftir venjulegri áætlun. í fyrra voru fiskimenn komnir til veiða og byrjaðir að leggja net sín þann 1Q- nóvem- ber, en það var einmitt sá dag- ur, er fiskveiðar, lögum sam- kvæmt, máttu hefjast; venjuleg- ast eru fiskigöngur mestar skömmu eftir að vötnin leggur á haustin eða fyrstu daga vetrarins. MYNDAVÉLAR Rolleiflex, Kene-Exakta, Leiea, Balda, ReUna og fjöldi annara evrópiskra tegunda. Skrifið eftir veröskrá. Lockharts Camera. Exchange Toronto (Stofnað 1916) Canada íslenzk-ameríska félagið tekur á móti umsóknum um námsstyrki til háskólanáms Ellefu íslenzkir námsmenn fengu styrki til háskólanáms í Bandaríkjunum á þessu hausti fyrir milligöngu íslenzk-amer- íska félagsins. Eru styrkir þessir yfirleitt veittir af skólum, menntastofnunum og einstakl- ingum, nema þrír þeirra, sem eru veittir af bandarískum stjórnarvöldum, og nema yfir- leitt skólagjöldum, húsnæði og fæði, og surhir meiru. Félagið tekur nú við umsóknum um slíka styrki fyrir skólaárið 1953—54, og er gert ráð fyrir, að unnt verði að útvega svipuðum fjölda námsmanna styrki. Islenzk-ameríska félagið starf- ar að þessum málum í samvinnu við sjálfstæða menntastofnun í New York, Institute of Inter- national Education. Fær sú stofnun umsóknir námsmanna héðan, en sendir þær til skóla og stofnana víðsvegar um Banda- ríkin, sem styrkja erlenda stú- denta. Eru þetta venjulegir stú- dentastyrkir, og meirihluti þeirra, sem fengið hafa þá, nýir stúdentar, þótt nokkrir hafi byrjað háskólanám hér heima eða annars staðar. Þá mun Bandaríkjastjórn veita 2—3 styrk i til framhaldsnáms vestra, og nema þeir ferðakostn- aði og öllum nauðsynlegum kostnaði við eins árs nám. Eru þessir styrkir ætlaðir fólki, sem þegar er starfandi í ýmsum greinum, en vill fara ,til fram- haldsnáms vestur um haf. Þeir, sem fengu slíka styrki á þessu hausti, eru: Ríkarður Páls- son, til náms í blaðamennsku í Minnesota, Guðmundur Erlings- son, í jarðvegsvísindum í Wash- ingtonríki, Rafn Stefánsson, í rafmagnsverkfræði í California, Ólöf Pálsdóttir, í húsmæðra- fræðslu í Ohio, Guðbjartur Gunnarsson í uppeldis- og sálar- fræðum í Missouri, Gunnar Sig- urðsson, í verkfræði í Georgia, Lúðvík Gizurarson, í verkfræði Tveir erlendir piltar eru í vetur við nám í bændaskól- anum á Hvanneyri. Er ann- ar þeirra Færeyingur, en hinn Dani. Skólinn er full- skipaður, og varð að vísa nokkrum frá, sem óskað höfðu eftir skólavist í vetur. Skemmtileg umskipti Það má til tíðinda teljast, er útlendingar koma til íslands til að sækja þangað nám í búvís- indum. Hér eru menn vanir því, að straumurinn liggi í aðra átt, og að íslendingar færi utan til náms í þeim fræðum, sem líka eðlilegt er, enda þótt hér sé hægt að fá haldgóða fræðslu í innlendum menntastofnunum. Bændaskólarnir íslenzku eru virðulegar og merkar stofnanir, sem áreiðanlega leysa fræðslu- verkefni sín vel, eftir því sem föng eru á. Margir Færeyingar í skólum hér Það hefir nokkrum sinnum komið fyrir, að ungir piltar hafa komið hingað til búnaðarnáms frá Færeyjum. Stundum hafa þeir komið hingað beina leið frá Færeyjum og setzt í skóla, en oftar hafa þeir komið að vorinu og unnið á íslenzkum sveita- heimilum sumarið næst á undan skólavistinni, til að ná betri tök- um á málinu og afla sér undir- stöðuþekkingar á íslenzkum búnaðarháttum. Þannig hefir færeyski piltur- inn Jens Berg farið að. Hann var í kaupavinnu á Bæ í Borg- arfiri og kemur þaðan í skólann. Sonur sendiherrans sendur í bændaskóla Hinn útlendingurinn, sem nám stundar á Hvanneyri, er 23 ára sonur Fontaey sendiherra og Guðrúnar konu hans, sem er íslenzk. En þau eru mörgum ís- lendingum að góðu kunn. Pilturinn ólst upp í Reykja- vík hjá foreldrum sínum til 17 ára aldurs, og er því fhigfær í íslenzku og þekkir vel til allra staðhátta hér á landi. Þegar for- eldrar hans fóru til Tyrklands, þar sem faðir hans varð sendi- herra, fluttist hann með þeim og svo aftur til Danmerkur ný- lega, er faðir hans lét af störfum sem sendiherra. Bvanneyrarskólinn er eins og áður er sagt fullskipaður. Þar eru í vetur 58 nemendur, þar af 5 í framhaldsdeild. Skólinn var settur 16. október. —TIMINN, 4. nóv. Gunnar Myrdal slasast í Danmörku Hinn heimskunni sænski pró- fessor, Gunnar Myrdal, sem und- ánfarin ár hefir gegnt for- mennskustarfinu í efnahagssam- vinnustofnun S. Þ. fyrir Evrópu, hefir verið á ferð í Danmörku undanfarið og slasaðist mjög al- varlega í bifreiðarslysi þar. Prófessor Myrdal var í sínum eigin bíl ásamt próf. Ingemar Svennilsson, sem einnig er starfs maður S. Þ. Voru þeir á leið heim til Svíþjóðar frá Genf og hugðust fara með ferjunni til Helsingeyrar. En vegna slæmr- ar færðar missti prófessorinn stjórnina á bifreiðinni og ók á tré, sem óx við vegbrúnina. — Slasaðist hann illilega, eins og fyrr segir, en er þó ekki í lífs- hættu. Hann liggur nú á Eyrar- sunds sjúkrahúsi, en samferða- maður hans slasaðist ekki svo, að leggja þyrfti hann á sjúkra- hús. mana, sem gengur með þennan himneska jólasálm í hjarta sínu. Ég minnist nú sögu, sem gam- all vinur minn, nú látinn, sagði mér: Hann var orðinn einn síns liðs, og átti heima 1 litu húsi. Hann var söngmaður góður og lék á harmoniku. Jólanótt eina tók hann harmonikuna og fór að syngja og spila jólasálma. Ekki efast ég um það, að hugur hans hefir verið að rifja upp hug- hlýjar jólahátíða-endurminn- ingar. Alt í einu varð hann eins og frá sér numinn, eftir því sem virtist. Stofan hans litla varð alt í einu svo notaleg og vistleg, og varð uppljómuð af óumræðilega skæru ljósi. Ekki stóð þetta lengi. Ég veit með vissu, að endur- minning þessa atburðar fylgdi manni þessum til síðustu stund- ar ævi hans. En sagan bendir til reynslu fjárhirðanna við Betlehem og til kristinna manna yfirleitt, þeirra, sem trúlega og hjartanlega taka með fögnuði himneskum boð- skap jólahátíðarinnar. — Mörgum mun nú þungt fyrir hjarta vegna óvæntrar reynslu og sorgar, sem hefir slegið niður á vegferð þeirra, en ekki er á- stæða til að halda að sú sorg sé án vonar né huggunar, því Drott- inn vor og frelsari lætur aldrei neitt grátandi frá sér fara, sem á annað borð leitar hans af hug og hjarta. Hann gaf loforð öll- um syrgjandi hjörtum: „Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan huggara, til þess að hann sé hjá yður eilíflega.“ Jóh. 14:16. Þannig talar sá, sem hefir skapað mannleg hjörtu og þekk- ir þúsund þjáningar þeirra og raunir. Er það því ekki sælt að mega ræða sín hjartansmál við hann, sem bezt allra þekkir sorgir okkar og þjáningar, og telur öll okkar tár. „Ég fálma, hrópa, flý til hans, sem finst mér þó sé Drottinn alls og styð mig, þótt sé stutt til falls, við stærstu von í brjósti manns. Hefjum upp augu og hjörtu með, hjálpræðisstund vor er nærri. Jesúm vér fáum sjálfan séð, sorg öll og kvíði er þá fjærri. Senn kemur eilíf sumartíð, sólunni fegri er ljómar blíð, Drottins í dýrðinni skærri.“ M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylanda. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum, sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Sekirk Lulheran Church Rev. S. Ólafsson, Pastor Services during the Christmas Season: Sunday, December 14ih 11.00 a. m.: Singing of Christmas Carols by the Choir and Congreation. Anthems in Icelandic and German. Brief Address. At 7.00 p.m. Christmas Service (Icelandic). Sunday, December 21si, 11.00 a.m.: Pre-Christmas Service and Anthem by the Choir. At 7.00 p.m. Candle light Ser- vice and Pageant “Seekers through the Night,” by the Senior Classes of Sunday-School. Chrisimas Eve. — 8.00 p.m.: Christmas Concert by Junior Classes with Christmas Tree. Chrisimas Day — 11.00 a.m.: Christmas Service' (English). Anthem by the Choir. December 28ih English Service 11.00 a.m. Icelandic Service 7.00 p.m. ☆ Gimli Luiheran Parish H. S. Sigmar, Pastor Sunday, December 14ih 11 a.m., Gimli, Mr. Cecil Anderson, speaking. 2p.m., Hecla, 75th Anniversary Service. 7 p.m., Gimli, Mr. John Menzies, speaking. Af mæ I i shei msókna ráva rp Frá Elliheimilinu „HÖFN" Til gesianna I Hafnar-sölum hér í dag, er-húsrúm nóg fyrir alla, sem koma til að taka lag — og tungu vora að spjalla. Við heimilisfólkið heilsum þeim og hússtjórninni þökkum, að bjóða svo góðum gestum heim, að gleðjast með Elli-Krökkum. Vort fimm ára afmæli er í dag; af öllu er nóg á borðum. Og öll þessi gleði er okkur í hag sem á æskudögum forðum. Svo við verðum ung í annað sinn, og eignumst nýja vini! Því gestirnir hingað gengu inn í gjafa- og kærleiksskyni. Það aldagömul var íslenzk dygð og arfgeng rækt við snauða, við kynstofn sinn að taka trygð, sem tefla um líf og dauða! Því ellin sækir alla heim, þó ungt fólk stundum deyi, — en guð hefir bústað gefið þeim, sem ganga á réttum vegi. Vort heimili þakkar þessa stund, og þeim sem skemtu og sungu, já, öllum er sóttu vorn afmælisfund fyrir ást á feðratungu! Og fólkinu, sem vort félag skóp og forustuverkin leysti; Hann „Mundi“ og „Þóra“ eru í þeirra hóp, og þeim ég ávalt treysti I veizlulok — með sólskinssöng, því sumarið er að líða, ef vetrarkvöldin verða löng, við þurfum engu að kviða. Og vinum, sem við fréttum frá úr fjarlægð, — þökk, ég segi; — við biðjum guð að blessa þá, bæði á nótt sem degi. —Þ. K. K. ' —s. s. c. Barley Production in Prehistoric Times It is now generally conceded that barley is the oldest cereal cultivated. Just when man first planted barley is a moot question. Fairly recent investigations indicate that barley was a cultivated crop as early as 20,000 years to 50,000 years B.C. It is known that many primitive people used the seed of wild barley as food. The Greeks roasted the kernels, then ground them into meal which they mixed with water and ate as “mush” instead of bread. This was called “Alphita”. There are several types of wild barley which are still extant in Palestine, Syria, the Euphrates Valley, Iran and east and north-east Afghanistan and Bokhara and it is probable that our various sub-types are the progeny of some of the early native plants. It would be interesting to know how and where the seeds'of these wild type were planted by man for the purposé of producing human food. It is known that in excavations in Egypt barley was grown, threshed and stored in straw lined pits. Apparently both two-row and six-row types were grown. They may have been grown separately or in mixtures. Usually in the later years, it was also grown in a mixture with Emmer. For further information write to BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE 206 Grain Exchange Building, Winnipeg i Clip for scrap book. Twenty-seventh in series of advertisements. This space contributed. by THE DREWRYS LIMITED MD-327

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.