Lögberg - 08.01.1953, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. JANÚAR, 1953
3
HIN FAGRA HÖLL
Það er í frásögur fært að í
fjarlægu landi hafi verið prýðis
fögur höll, sem var öðruvísi en
hallir og mannabústaðir alment
gjörast, hún var ekki byggð úr
sýnilegu efni. Hún var ekki
byggð af mannahöndum; nei,
hún var byggð úr hljómlistatón-
um snillinganna. Konunginum
og öllum þegnum hans þótti ó-
umræðilega vænt um hana og til-
báðu hana. Höllin var svo gömul,
að enginn vissi aldur hennar. í
landinu var sátt og samlyndi, og
kærleikur ríkti manna á meðal
og var því lífið eins og Guð
himnanna ætlaðist til að það
væri í upphafi, og alt gekk því
vel í konungsríkinu. Þegar árin
liðu fór eigingirnin og sjálfselsk-
an að stinga upp höfði, og lagði
loks sá meinvættur landið undir
sig. Hver og einn tók nú aðeins
að líta eftir sínum eigin hag.
Þetta flutti inn í líf manna mik-
inn sársauka, og gremjuorð fóru
að heyrast hér og þar. Einn af
öðrum féll nú fyrir þessu trölli
sjálfselskunnar, og farsældin lék
nú ekki við fólkið, eins og áður
var. En nú kom það fyrir, sem
öllum þótti hörmulegt. Er menn
komu á fætur einn morgun og
litu út var HÖLLIN horfin og
ekkert að sjá nema autt rúmið,
þar sem hún stóð.
Þessi harmafregn flaug um
landið alt á svipstundu, og allir
voru hryggir, og allir voru
daprir í bragði. Þegar menn
komu saman rifjaði fólkið upp
fyrir sér það sem forfeður þeirra
sögðu þeim að HÖLLIN hefði
verið byggð úr söngtónum snill-
inganna.
Gömlu tónsnillingarnir (meist-
arar í söng og hljóðfæráslætti),
sem á farsældartímabilinu elsk-
uðu hverjir aðra, voru nú að
hverfa úr sögunni, en í þeirra
stað voru komnir nýir meistarar,
sem ekki elskuðu hverjir aðra;
þeir höfðu tekið nýja lífsstefnu,
þeir voru tortryggnir og öfund-
sjukir, og hver reyndi að skáka
hinum og skara eldi að sinni
köku, andlega og efnalega. Þegar
þessir meistarar voru beðnir að
leyna að fá HÖLLINA fögru
aftur á sinn stað voru þeir á-
kveðnir í að reyna það, hver í
sínu lagi til að fá sjálfir heiður-
mn af því. Hver um sig, þegar
þeir héldu að enginn af með-
bræðrunum væri nærri, fóru
þeir þangað sem HÖLLIN hafði
staðið, sungu og léku af list á
hljóðfæri, en HÖLLIN kom ekki
aftur fyrir því. Á hátíðisdegi ein-
uni héldu hljómlistarmeistar-
arnir hver í sínu lagi að keppi-
nautar þeirra mundu farnir að
keiman, fóru því með leynd á
staðinn, fullir vonar að fá
HÖLLINA endurreista. Margir
voru þar samankomnir. Enn
hvað þeir litu illu auga hver til
annars. Þeir voru hræddir við
að spila,, hræddir ef HÖLLIN
kæmi aftur, að náunginn en ekki
þeir sjálfir fengi heiðurinn. Um
þetta leyti komu þarna fram
tveir drengir tötralega klæddir
með gömul og illa slitin hljóð-
færi. Þessir drengir höfðu upp-
gotvað leyndardóminn; því þó
hljóðfærastrengir þeirra flyttu
ólíka tóna, þá varð hljóðfæra-
slátturinn miklu unaðslegri þeg-
ar þeir léku saman, heldur en
bver í sínu lagi. Fyrst voru
drengirnir feimnir í návist meist-
aranna, er þeir fóru að spila.
ikandi slógu þeir strengina
yrst, báðir gáfu sitt bezta. Sam-
ræmið var undravert. Áheyr-
endurnir voru stein lostnir.
Smátt og smátt bættust snilling-
arnir í hópinn, og fóru að slá
strengina, þar til allir — hver
einasti, sem þarna voru staddir,
voru farnir að taka þátt í hljóð-
færaslættinum, og voru
hin skrautlega HÖLL hamingj-
unnar var komin á sinn stað.
Það sem enginn, einn eða fleiri,
gátu ekki gjört með eigingjarnri
hugsun var nú auðvelt, er eigin-
girnin og sjálfselskan var rekin
á dyr.
Allar HALLIR og öll mann-
virki í heiminum og ljóð skáld-
anna eru fyrst byggð úr ósýni-
legu efni í huga mannanna. —
Listamennirnir og allir snilling-
ar eru oft í langan tíma að mynda
í huga sér listaverkin áður en
þau verða að veruleika og mönn-
um sýnileg. Stundum er það
erfitt og gengur seint, og er það
þá oft því að kenna að metorða-
girndin, sjálfselskan og eigin-
girnin skipa höfuðreitinn í huga
og sál mannsins.
Vér heyrum oft hrósað afreks-
verkum okkar Islendinga hér í
þessu landi; það er hátt blásið í
þann lúður, svo oft gengur það
goðgá næst. Við það skal kann-
ast að mörg afreksverk hafa þeir
unnið. Margar fagrar HALLIR
hafa þeir byggt. En hversu miklu
fleiri og glæsilegri hefðu þær þó
ekki verið hefði eigingirnin og
allar skyldgetnar systur hennar
ekki haft hönd í bagga. Forfeður
okkar, frumbyggjarnir, áttu
margar fagrar HALLIR og lista-
verk, sem ekki voru með hönd-
um gjörðar. Hafa afkomendurnir
verið þeim og sjálfum sér trúir?
Nei, ekki nema að hálfu leyti.
Þeir hafa unnið mikið af hrein-
um hvötum, en ekki nema lítil-
lega það sem auðvelt hefði verið,
hefði ekki eigingirnin svo oft set-
ið við stýri. Burt með hana úr
íslenzku mannlífi um alla ó-
komna tíð!
G. J. OLESON
ríkur draumur.
hHöLLIN, HÖLLIN, hin dýrð-
ega HöLL!“ hrópaði einhver.
Þnillingarnir og allir, sem þarna
Voru’ litu snögglega við. Og sjá,
Baráttan fyrir lífsskoðun
Framhald af bls. 2
til greina við þær aðstæður, sem
ég hefi verið að lýsa.
I fyrsta lagi er það uppgjöfin,
að sleppa allri trú á tilgang lífs-
ins en taka lífið í þess stað eins
og það er, láta tilveruna ganga
sinn eðlilega gang og halda sér
við það að reyna að bera sem
mest úr býtum í lífinu fyrir sig
og sína — án þess að gjöra of
háar kröfur til hugsjóna eða
vænta of mikils yfirleitt af heim
inum eða mönnunum.
Þessi uppgjöf hefir orðið
mörgum mönnum eðlilegust
niðurstaða. Og það er ekki að
undra eins og heimurinn blasir
við oss og vér erum sjálf skapi
farin.
En sjálfur hefi ég ekki getað
farið þessa leið. Og ég bæti því
við án þess að dæma aðra: Sá,
sem eitt sinn hefir séð með innri
augum, hvernig mannlífið gæti
verið — hvernig getur hann
nokkru sinni aftur snúið baki
við þeirri hugsjón?
Annar möguleikinn er sá, sem
Par Lagerkvist hefir nefnt eins
konar ..dauðahald á trúnni mitt
í öllu vonleysinu.
Þ. e. a. s. Horfst þú í augu við
veruleikann og gjör þér engar
grillur um nein aldahvörf við
fylgdina við hugsjónirnar, játa
ófullkomleika sjálfra vor, veik'
leik og sök — en gefstu samt
ekki upp.
Að vísu eigum vér ekki þá
lífstrú, sem heitir sigri. En vér
sleppum þó ekki trúinni á lífs
verðmæti, sem eiga að vera ó-
fallvölt, vér viljum ekki staðna
við lamandi tilfinningu fyrir
magnleysi og sekt, en beinum í
stað þess öllu afli að því að láta
viðleitnina til þess að lifa hug'
sjónalífi verða að veruleika og
höldum fram, hvað sem á geng'
ur, því, sem gildi hefij: með
mönnum — frelsi, sannleik, kær-
leik og réttlæti, þessum hug'
sjónum, sem Henrik Wergeland
nefndi „andans líf og aðal“ — í
veröld, þar sem þeim er afneitað
meir og meir
Ég veit, að mörgum er nú á
dögum eðlilegust þessi afstaða
til lífsins. Árum saman hefi ég
einnig reynt að öðlast þar fót
festu. Það er björt lífstrú, ekki
yfirborðskennd bjartsýni, held-
ur það, sem vér gætum nefnt í
sönnustum skilningi „baráttu
húmanisma,“ svo að haft sé
orðalag Par Lagerkvists. Ekki
húmanismi, sem treystir því, að
þá verði paradís á jörð, ef það,
sem gott er í manninum, nær að
þroskast. Heldur húmanismi,
sem getur ekki þrátt fyrir öll
vonbrigði sleppt trúnni á það,
að innst í mönnunum sé góður
kjarni, er skuli sigra, húman-
ismi, sem velur sér stöðu í ríki
næst S6m ijóssins og þjónar því af holl-
næst bunxr að gleyma sjálfum
ser, það var þeim sem unaðs-
ustu og trúmennsku, en berst
við ranglætið og keppir sífellt
að æðra skilningi, fegurð og
sannleika.
Það er víst engin ástæða til að
tala með fyrirlitningu um þess
konar lífstrú. Hún getur verið
sannari, einlægari og fórnfúsari
en mörg önnur. Og hún býr að
minnsta kosti yfir þeim sigri,
sem fæst við vissuna um það að
vera réttu megin.
Þó hefi ég ekki heldur per-
sónulega getað staðnæmzt við
þessa lausn vandamálsins. Þriðji
möguleikinn er einnig til. Og nú
langar mig að lokum til þess að
segja fáein orð um hann.
Ég fyrir mitt leyti hefi aftur
og aftur orðið að nema staðar
við spurninguna um það, hvort
ekki muni vera unnt að öðlast
öruggari fótfestu í lífinu —
hvort ekki verði þrátt fyrir allt
og allt fundið eitthvað æðra en
maðurima sjálfur og viðleitni
hans, eitthvað að baki mannlíf-
inu eða ofar því, sem leggi ekki
aðeins undirstöðuna undir starf-
ið að háleitu marki, heldur veiti
einnig afl til að vinna það betur,
eitthvað, sem geti veitt lífi voru
varanlegi markmið og gildi.
Ég hefi oft efazt, og auðvitað
get ég enn í dag fundið til efa
um mikið og margt. En þó þori
ég að segja nú, af fullri vissu
fyrir mitt leyti, að niðurstaðan
af lífsreynslu minni sé þessi:
Það er til leið inn í heim, sem
leggur örugga undirstöðu, veitir
innra frelsi og meira afl til þess,
sem gott er. Það' er leiðin, sem
kristindómurinn bendir á.
Það er ekki auðvelt að ræða
þetta. Ekki aðeins af því, að
kristindómurinn snertir dýpstu
strengi persónuleikans, sem
menn eru ófúsir að sýna öðrum,
heldur einnig af því, að trúin er
yfirleitt af þeim heimi, sem er
ofar daglegu tali voru. Það er í
raun og veru ekki unnt að ræða
trúna. Hér er um að ræða per-
sónulega lífsreynslu. Og þess
vegna er í raun og veru ekki
heldur unnt að tala um kristin-
dóminn öðru vísi en á alveg
persónulegan hátt.
Ég ætla að nefna fáein atriði,
sem hafa ráðið úrslitum fyrir
sjálfan mig.
Fyrst almenn reynsla.
Ég hefi átt því láni að fagna,
að eiga mikið samlíf við trú-
hneigða menn, bæði heima og í
útlöndum.. Og það, sem ég hefi
séð skýrt af lífi þessara manna,
hefir alltaf hrifið mig. Ég hefi
orðið gagntekinn af því að sjá,
hvernig trúarreynslan — svo
framarlega sem hún hefir verið
sönn — hefir gefið þessum mönn-
um öryggi, fótfestu í allri óviss-
unni, eilífðargildi, sem hefir
vígt líf þeirra, veitt því nýtt
gildi og markmið og eflt kraft
þeirra til góðs.
Kristindómurinn er vissulega
ekki aðeins nauðlending fyrir
þreyttar sálir, eða „ópíum fyrir
fólkið,“ eins og sagt hefir verið.
Hann getur orðið það, að vísu,
og ég hefi alltaf verið hræddur
við þá hættu, sem getur leynzt
í þeirri trú, er leggur alla á
herzlu á líf í öðrum komanda
heimi. En þetta er ekki höfuð-
einkenni kristindómsins, Þvert
á móti. Þekking mín á trúar-
bragðasögunni og kynni mín af
'sönnum, kristnum mönnum nú
á dögum gefa mér djörfung til
að segja: Kristindómurinn lætur
sanna, kristna menn verða
frjálsa og sterka og öðlast þá
stefnufestu, er einkennir göfugt,
siðferðilegt líf.
Þannig hefir þetta í raun og
veru alltaf komið mér fyrir sjón-
ir. Og það, sem ég hefi þannig
séð og lært af blessun kristin-
dómsins fyrir aðra, það hefir
alltaf varðveitt persónulega
löngun mína til þess að eiga
sjálfur eitthvað af hinu sama.
Þess vegna gat ég heldur aldrei
sagt skilið við kristindóminn,
enda þótt ég gagnrýndi hann
mjög árum saman.
En hvernig finna menn þá
leiðina inn í heim krisiin-
dómsins?
Til Guðs geta legið ýmsar
leiðir. Og það er fjarri mér að
halda því fram, að sú, sem ég
gekk, sé eina rétta leiðin. Ég
endurtek það, sem ég byrjaði á:
Sérhver af oss á við sitt að stríða,
og öll verðum vér að lokum að
berjast til sigurs.
En sjálfum mér hefir að
minnsta kosti farið fram svo, við
sjálfsprófun, djúpa meðvitund
um svik mín og vanmátt og
skilning á því, að mig sjálfan
vantar kraftinn, hefi ég fundið
lykilinn að heimi hins nýja lífs.
Hið undarlega er sem sé það
— og hér tala ég einnig miðað
við reynslu óteljandi kristinna
manna á öllum öldum — að það
er einmilt til þess manns, sem
finnst hann vera sjálfur lítill,
sem Guð getur komið og birt
sjálfan sig.
Ég get ekki lýst þessu né skýrt
það. Sá maður, sem lifir það,
veit naumast sjálfur með hverj-
um hætti. Það er eins og um
vindinn. Hann blæs, og þú heyr-
ir þytinn, en þú veizt ekki,
hvaðan hann kemur eða hvert
hann fer. Maðurinn finnur að-
eins — í blænum blíða — að
Guð sjálfur er nálægur honum.
I fyrstu kann honum að finnast
sem eyðandi eldur fari um sig —
„Far frá mér, herra, því að ég
er maður syndugur", — en hann
finnur einnig milda hönd snerta
við sér og reisa sig við. — „Vertu
rughraustur, sonur, syndir þínar
eru þér fyrirgefnar." Hann finn-
ur hvernig fjötrarnir losna, og
honum veitist nýr kraftur og
friður, sem er ofar öllum skiln-
ingi.
Sá, sem hefir sjálfur lifað eitt-
ávað af þessu, hefir einnig reynt
eitthvað af þeirri hamingju, sem
er ofar öllum skilningi, ham-
ingju, sem öll gleði og öll þján-
ing, er heimurinn annars má
veita, bliknar hjá gjörsamlega.
Hann hefir fengið að öryggi, er
veitir fótfestu, innra frelsi, sem
leysir frá sekt, afl, sem eyðir
vanmætti og veitir nýjan kraft
og gefur von um sigur.
Og það, sem enn meira er.
Við þessa reynslu öðlast hann
einnig aftur — í nýrri og ennþá
dýpri mynd — alla fyrri hug-
sjónabaráttu sína og viljann til
þess að halda stríðinu áfram
fyrir þær hugsjónir, sem hafa
kennt honum að koma auga á
æðsta mark og tilgang lífsins —
kærleik, frelsi, sannleik, rétt-
læti. Nú er lífsóttinn horfinn,
komið í staðinn þor og þróttur.
Hann gengur studdur megin-
gjörðum út í baráttu lífsins gegn
öllum öflum myrkursins bæði
hið innra og hið ytra — út í líf,
sem jafnvel mitt í hita stríðsins
er mótað af því, er eitt veitir
sannarlegt manngildi: Lotning
fyrir lífinu, hvar sem það finnst,
virðing fyrir því, sem hverjum
manni er ætlað að verða, fyrir
bróður vorum og frjálsri hugs-
un hans, kærleiks til samfélags
mannanna, þar sem allir hafa
jafnt rúm og jafnan rétt.
—KIRKJURITIÐ
Business and Professional Cards
Kaupið Lögberg
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPKG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalftn og eldsábyrgt5.
bifreiíaábyrgtS o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
FOR QUICK. RELIABLE SERVICE
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK. MAN.
Phones: Office 26 — Res. 230
Office Hours: 2:30 - 6:00 p.m.
Thorvaldson Eggertson
Bastln & Slringer
Barristers and Solicitori
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917
Office Phone
92-4762
Res. Phone
72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 pjn,—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook St.
Selur llkkistur og annast um flt-
farir. Allur útbúnaCur s& beztl.
StofnaC 1894
Stmi 74-7474
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opposite Matemity Pavilion
General Hospltal
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers,
Funeral Designs, Corsages,
Beddlng Plants
Nell Johnson
Res. Phone 74-6753
Office 93-3587
Res. 40-5904
THORARINSON &
APPLEBY
BARRISTERS and SOLICITORS
4th Floor — Crown Trust Bulldlng
364 Main St.
WINNIPEG CANADA
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykhafar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hereinir. Hitaeiningar-
rbr, ný uppfynding. Sparar eldi-
viC, heldur hita frá aC rjflka flt
meC reykum.—SkrifiC, simiC til
KELLT SVEINSSON
625 WaU Street Winnlpeg
Just North of Portage Ave.
Slmar: 3-3744 — 3-4431
J. WILFRID SWANSON 8t CO.
Insurance in aU lts branches.
Real Kstate • Mortgages • Rentals
21« POWKR BUILDING
Telephone 937 181 Res. 483 480
LET US SERVE YOU
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargenl Ave., Winnipeg
PHONE 74-3411
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smiih St. Winnipeg
PHONE 92-4624
Phone 74-7855
ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Ashphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Siracoe St.
Winnipeg, Man.
GIMLI FUNERAL HOME
Sími 59
Sérfrœðingar i öllu, sem að
útförum lýtur
BRUCE LAXDAL forstjóri
Licensed Embalmer
Dr. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 92-7932
Home Telephone 42-3216
Dr. ROBERT BLACK
SérfrœCingur I augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusimi 92-3851
Heimasimi 40-3794
Phone: 72-3122
Jewellery and Electrical
Appliances Furniture and
Sporting Goods
JOHNNY RYAN
1076 Downing St. WINNIPEG
Winnipeg's only MAILORPHONE
Order House
Gundry Pymore Ltd.
British Quality Flsh Netting
58 VICTORIA ST. WINNIPKG
PHONE 82-8211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage wHl be appreclated
Minnist
CETEL
í erfðaskrám yðar.
PHONE 92-7025
H. J. H. Palmason, C.A.
Chartered Accountant
505 Confederatlon Life Buildlng
WINNIPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barristers - Solicitors
Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Parker. A. F. Kristjansson
500 Canadlan Bank of Commerce
Chambers
Wlnnlpeg, Man. Phone 92-356]
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise Street Simi 92-5227
BULLMORE
FUNERAL HOME
Dauphin, Manitoba
Eigandi ARNI EGOERTSON, Jr.
VAN'S ELECTRIC LTD.
636 Sargent Ave.
Authorised Home Applianoa
Dealers
General Electric
McClary Electric
Moffat
Admiral
Phone 3-4890