Lögberg - 08.01.1953, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. JANÚAR, 1953
5
WWWWWWWWWW W W ***********W'W
ÁIMAtttl
CVCNNA
Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
ÚR HEIMI KVENNA
Það er íslenzki bótaf lotinn, sem
hefir eyðilagt fiskimiðin
Elizabeth II., drottning brezku
sambandsríkjanna, flutti ræðu
yfir útvarpið á jóladaginn, eins
og afi hennar George V. og faðir
hennar George VI. gerðu á sín-
um tíma; er hún fyrsta drottn-
ingin í sögu brezka veldisins, er
það hefir gert. Hún talaði sem
kona, móðir og drottning, og
hinni fögru ræðu hennar var út-
varpað til allra landa. Markar
ræða hennar enn eitt spor í
þróunarsögu kvenþjóðarinnar, er
nu a þessari öld nýtur sívax-
andi viðurkenningar í öllum
stéttum mannfélagsins. —
í lok hvers árs fer fram nokk-
urs konar atkvæðagreiðsla und-
ir umsjón Canadian Press til að
dæma um hvaða konur hafi
skarað fram úr á ýmsum svið-
um á árinu; kvenritstjórar dag-
blaðanna velja þær, og fær sú
kona oftast flest atkvæði, er
mest hefir verið getið um í
blöðunum.
Charlotte Whitton, borgar-
stjóri í Ottawa var aftur kosin
,,kona ársins“, og þótti hún einn-
ig skara fram úr öllum öðrum
konum á sviði opinberra mála.
Um hana hefir verið skrifað
meir í blöðin en um sex aðra
borgarstjóra til samans.
Miss Marlene Stewart, Font-
hill, Ont., þótti bezt í íþróttum.
Hún er aðeins 18 ára og leikur
golf; hún vann Canadian Ladies
Close Championship, og mun á-
samt sex öðrum keppa þar í
golf samkeppni.
Miss Mazo de la Roche, To-
ronto, þótti skara fram úr í bók-
mentum og listum. Hún hefir
verið víðkunn í aldarfjórðung
fyrir skáldsögur sínar um
„Whiteoaks ættina". Síðasta bók
hennar, „A Boy in the House“,
var gefin út 1952.
Suzanne Cloutier þótti bezt á
leiksviði, í kvikmyndum og
fadio; hún er fræg leikkona.
Lois Marshall, soprano söng-
konan frá Toronto fékk flest
atkvæði á sviði hljómlistar, enda
hlaut hún mikið lof listdómara,
er hún söng í Town Hall í New
York og víðar.
☆
A mánudaginn 29. desember
s-l- var Mrs. Frank Brown kosin
bæjarstjóri í Lac du Bonnet og
skapaði þannig sögu, því hún er
fyrsta kona, sem kosin hefir ver-
ið bæjarstjóri í Manitoba. Ein
kona hefir áður verið kosin
sveitaroddviti í Manitoba, en það
er Mrs. M. E. Allen; hún var
jörin oddviti Eriksdale sveitar
1948.
Mrs. Frank Brown lauk prófi
við Manitobaháskóla í hús-
stjórnarfræði árið 1936 og áður
en hún giftist starfaði hún hjá
landbúnaðardeild fylkisins. Hún
er tveggja barna móðir.
☆
Mrs. Dwight Eisenhower, sem
innan skamms verður forseta-
frú í Hvíta húsinu, og þá talin
æðsta kona Bandaríkjanna, er
svensk í móðurætt; það er víst
í fyrsta skipti að kona af nor-
rænum ættum kemst í þá virðu-
legu stöðu. Amma hennar og afi,
Maria Anderson og Carl S.
Carlson voru fædd í Fjaras í
Svíþjóð. Þau giftust 1866 og
fluftu ári seinna til Bandaríkj-
anna og settust að í Boone, Iowa.
Þar fæddist dóttir þeirra Ellen,
1878; hún giftist John S. Doud
1894. í nóvember 1896 fæddist
þeim Doud hjónum dóttir, er
þau nefndu Mamie. Um alda-
mótin fluttist fjölskyldan til
Denver, Colorado; í þeirri borg
kyntist Mamie Dwight Eisen-
hower og þau voru gefin saman
í hjónaband árið 1916.
Mamie Eisénhower tók virkan
þátt í nýafstaðinni forsetakosn-
ingu eiginmanns síns og mun
verða glæsileg forsetafrú.
☆
ÝMISLEGT
Hér fara á eftir nokkrar al-
mennar reglur í góðum um-
gengnisvenjum og almennri
kurteisi:
Hvenær eiga menn að gefa af
sér ljósmyndir? Yfirleitt ætti
fólk ekki að gefa ljósmyndir af
sjálfu sér, nema að beðið hafi
verið um það á þann hátt, að
viðkomandi hafi látið í ljósi ein-
læga ósk um að eiga ljósmynd-
ina. Ef þér skrifið á ljósmynd
af yður sjálfum, þá svarið fyrst
þessari spurningu, áður en þér
skrifið: „Myndi ég kæra mig um
að lesa þetta, eða láta lesa það
fyrir mig eftir 10 ár?“
☆
Þegar um ættingja er að ræða,
eða mjög góða vini, er það góður
siður, að gefa af sér mynd í jóla-
gjöf, eða við önnur hátíðleg
tækifæri.
☆
Um gestinn, sem tekur sér
húsbóndavald í ókunnugu húsi
með því, að stinga upp á hvað
gestirnir eigi að gera, tekur að
sér að kynna nýkomna gesti,
sækir stóla og réttir veitingar,
er það eitt að segja, að hann
kann ekki almenna kurteisi.
☆
Kona, sem tekur að sér að
aðstoða húsmóðurina á heimili
þar sem hún er gestur, má gæta
þess, að taka ekki fram fyrir
hendurnar á henni. Annars á
hún — sem eðlilegt er — von á
að verða fljótt óvinsæl.
—Mbl.
☆
TIL UMHUGSUNAR
„Hyggilegt er að koma fram
við börn eins og þau væru ung-
ar, fullvaxta manneskjur. Klæð-
ið þau og baðið með nærgætni.
Sýnið þeim hæfilega tillátssemi,
verið vingjarnleg en ákveðin við
Framhald af bls. 1
fram úr, en Akureyrarstöðin
endurvarpar daglega kvölddag-
skránni eftir kl. 19.30, en útvarp-
ar auk þess af hljómplötum kl.
15 til 16 dag hvern.
☆
Dr. Kurt Oppler, hinn ný-
skipaði sendiherra sambands-
ríkisins þýzka, afhenti á þriðju-
daginn forseta íslands trúnaðar-
bréf sitt að Bessastöðum.
1 ☆
Vöruskiptajöfnuðurinn í nóv-
embermánuði s.l. var hagstæður
um 3,8 miljónir króna. Út voru
fluttar vörur fyrir 92,8 miljónir
króna, en inn fyrir tæplega 89
miljónir. Fyrstu 11 mánuði árs-
ins var vöruskiptajöfnuðurinn ó-
hagstæður um 246 miljónir
króna. Út voru fluttar vörur fyr-
ir 597,8 miljónir króna en inn
fyrir 843,9 miljónir.
☆
Á þessu ári voru borunar-
framkvæmdir jarðhitadeildar
raforkumálastjórnarinnar með
minna móti, en fjórar borvélar
voru í notkun mikinn hluta
ársins. Á Námafjalli í Mývatns-
sveit var borað fyrir gufu fyrir
brennisteinsvinnslu, lokið við
tvær holur og unnið við hina
þriðju enn, og verður að svo
stöddu ekkert um það fullyrt,
hvort takast muni að hefja
brennisteinsvinnslu úr gufunni.
Sýnt þykir, að borvélar þær, sem
þau. Faðmið þau ekki né kyssið,
takið þau ekki í fangið. Ef yður
sýnist svo, þá kyssið það á ennið
á kvöldin, þegar þér bjóðið því
góða nótt. Réttið því höndina,
þegar þér bjóðið því góðan dag-
inn. Klappið því, þegar það hefir
leyst erfitt vergefni reglulega
vel af hendi. — Reynið þetta.
Eftir vikutíma munuð þér kom-
ast að raun um, hve auðvelt er
að vera vingjarnlegur og góður
við börnin, án þess að dekra of
mikið við þau.“
(Úr: „Fyrstu árin“ eftir J. B.
Watson).
☆
PIPAR OG SALT
Eitt góðverk nægir ekki til að
gera neinn að góðum manni, en
eitt afbrot er nóg til að eyði-
leggja allt líf manns.
Guð hjálpi þeim manni, sem
ekki vill gifta sig fyrr, en hann
finnur hina fullkomnu konu, og
guð hjálpi honum þó alveg sér-
staklega, ef hann giftist henni.
Ef þú vilt verða að fullkomn-
um manni, þá lifðu eins og þú
eigir að deyja á morgun, en starf-
aðu eins og þú sért ódauðlegur.
Margar konur muna, hvar
þær fengu fyrsta kossinn, en
þær eru fleiri, sem muna ekki
hvenær maðurinn þeirra kysti
þær síðast.
☆
Kafrjóð í kinnum grúfði hún
andlitið á öxl föður síns. — Hann
elskar mig, sagði hún.
— Þá ætlar hann víst að giftast
þér? mundraði sá gamli.
— Já, pabbi minn.
— Hvað hefir hann í tekjur?
Hún hrökk við. — Ég veit það
ekki — en þetta var einkennileg
tilviljun.
— Hvaða tilviljun? spurði fað-
irinn. Og hún svaraði:
— Hann Siggi spurði mig ein-
mitt að því líka, hve miklar
tekjur þú hefðir á ári.
☆
Hún: — Fyrir tveimur mán-
uðum var ég alveg vitlaus eftir
honum Jóni, en nú þoli ég ekki
að sjá hann. Það er skrítið
hvernig mennirnir geta breyst.
☆
Biðillinn: — Ég vona, herra
forstjóri, að þér lítið á mig sem
eins konar eign, jafnvel þó að
ég geti ekki lofað yður ákveðn-
um ágóðahlut.
Tengdapabbi tilvonandi: —
Blessaðir verið þér, ungi maður.
Verið þér ekki að tala um ágóða-
hlut. Ég þykist góðhr ef ég þarf
ekki að borga með yður.
nú eru fyrir hendi, séu ekki
nægilega öflugar til þess að ann-
ast nauðsynlegar boranir þar, og
er gert ráð fyrir að bæta úr
þessu á næsta sumri. — Önnur
aðalframkvæmdin var borun
fyrir heitu vatni við Áshildar-
holtsvatn í nágrenni Sauðár-
króks, og er þeirri borun ekki
lokið enn. Víðar hefir verið
borað bæði fyrir heitu og köldu
vatni, og auk þess annaðist jarð-
hitadeildin rannsóknir á jarðhita
á allmörgum stöðum, en flestum
þeirra rannsókna, sem hafnar
voru á árinu, verður ekki lokið
fyrr en á næsta ári.
☆
Jólaleikrit Þjóðleikhússins
verður Skuggasveinn eftir Matt-
hías Jochumsson það leikrit, sem
oftar hefir verið sýnt hér á
landi en nokkuð annað, og hvert
mannsbarn kannast við. Skugga-
sveinn var sýndur í fyrsta skipti
í Reykjavík fyrir 90 árum, og
gerðu það Menntaskólanemend-
ur, en síðast var leikurinn sýnd-
ur í Reykjavík 1935. Leikurinn
verður sýndur að kvöldi annars
jóladags. Leikstjóri er Haraldur
Björnsson. Upp úr áramótum
hefjast í Þjóðleikhúsinu æfingar
á nýju leikriti eftir Davíð Ste-
fánsson frá Fagraskógi. Leikrit
þetta fjallar um ævi danska
prestsins Hans Egede. Höfundur
hefir enn ekki valið því nafn.
Segja brezkir togaraskipstjórar
og útgerðarmenn (á dönsku!) í
brezka útvarpinu
Einhverjum alvarlegustu að-
dróttunum, sem heyrzt hafa
um íslendinga var útvarp-
að frá London nokkrum
augnablikum eftir að ís-
lenzkur ráðherra hafði geng-
ið á fund utanríkisráðherra
Bretlands.
Þetta gerðist kl. 16,30 s.l.
fimmtudag í dönsku fréttasend-
ingunni frá BBC útvarpsstöð-
inni í London. Að fréttasend-
ingunni lokinni kom fréttaauki,
sem helgaður var Islandi á dá-
lítið eftirminniíegan hátt. Frétta
maður útvarpsins, N. T. Martin
að nafni, sem a. m. k. talaði óað-
finnanlega dönsku, hafði brugð-
ið sér til Grimsby til að kynna
sér hinar eiginlegu ástæður
fyrir löndunarbanninu, sem þul-
urinn lýsti nokkrum orðum en.
mjög lauslega.
N. T. Martin hafði tekið með
sér stálþráð til þess að gera för
sína alla áhrifaríkari og nú var
í ráði er, að Handíða- og
myndlistarskólinn í Reykjavík
efnir til kynnisferðar til megin-
lands álfunnar næsta vor, og
verða í förinni fyrrverandi og
núverandi nemendur myndlist-
ar- og teiknikennaradeilda skól-
ans, auk tveggja eða þriggja
kennara. — 18 málarar sýna
smámyndir í Listvinasalnum í
Keykjavík um þessar mundir,
aðallega vatnslitamyndir.
☆
í haust fannst dálítill sjóður af
fornu gangsilfri á Ketu á Skaga.
Silfrið er samtals 135 grömm,
mest brotasilfur, en innan um
brot af silfurpeningum, er sum-
ir eru þýzkir, sumir arabiskir
frá 9. eða 10. öld. Sambærilegur
sjóður er aðeins einn til áður á
Þjóðminjasafninu, frá Sand-
múla inn af Bárðardal, en annar
sjóður með eintómum mótuðum
silfurpeningum frá um 1000
fannst í Gaulverjabæ í Flóa 1930.
☆
Á Austurvelli í Reykjavík hef-
ir verið reist geysistórt grenitré,
sem Oslóbúar sendu Reykvík-
ingum að gjöf, og mun norski
sendiherrann Torgeir Andersen-
Rysst afhenda jólatré þetta í dag,
en Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri veitir því viðtöku fyrir
hönd bæjarbúa. Dómkirkjukór-
inn syngur við þetta tækifæri.
☆
Bókmenntakynning var í Aust
urbæjarbíó í Reykjavík í fyrra-
kvöld, og kynnt verk Halldórs
Kiljans Laxness, lesið úr skáld-
sögum hans og ljóðum, erindi
flutt um skáldsöguna Gerplu, og
að lokum las höfundur sjálfur
nokkra kafla úr Gerplu, og var
vel fagnað.
☆
Félagsbækur Menningar- og
fræðslusambands alþýðu 1952
eru nýkomnar út: Ritsafn Gests
Pálssonar, Fólkið í landinu, og
tímaritið Menn og menntir. Rit-
safn Gests Pálssonar er í tveim-
ur bindum og ritar Tómas Guð-
mundsson eftirmála. Hann get-
ur þess að hér hafi mjög verið
fylgt útgáfu Þorsteins Gíslason-
ar, er kom út er 75 ár voru liðin
frá fæðingu Gests Pálssonar. í
haust voru hundrað ár liðin frá
fæðingu hans.
* ☆
Aðalfundur Skíðafélags
Reykjavíkur var haldinn fyrir
nokkru. Félagið hefir ákveðið að
reisa þeim L. H. Muller og
Kristjáni Skagfjörð minnis-
varða, tvo ‘stuðlabergssteina, sem
valinn hefir verið staður á mó-
bergssyllu í Reykjafjalli skammt
frá skála skíðafélagsins í Hvera-
dölum.
hann mættur í „danska útvarp-
inu frá London“ með þráðinn.
Byrjar hann nú með því að lýsa
komu sinni í útgerðarskrifstofu
eina í Grimsby. Þar sér hann
Islandskort sem hann fer að
skoða og reyna að stafa sig fram
úr ýmsum nöfnum og undrast
mikið yfir því hvað Grímsey og
Grimsby eru lík nöfn (elskuleg-
ur og dálítið „naiv“ Dani). En
þá víkur heldur gustmikil!
brezkur togaraskipstjóri sér að
honum (sem talar einkennilega
góða dönsku) og tjáir honum að
þetta kort sé ekki lengur
„aktuelt“ og N. T. Martin fær
allar upplýsingar hér að lútandi
frá þaulkunnugum manni.
Þeir eiga að vera fyrir innan
„Nú, en getur þú ekki veitt
fyrir utan hina nýju landhelgis-
línu?“ spyr fréttamaðurinn.
„Útilokað,“ svarar Bretinn,
„allur góðfiskurinn, sem hús-
mæðurnar sækjast eftir, er fyrir
innan línuna.“
„En íslenzku togararnir, hvað
um þá?“
„Það er ekkert launungarmál
að þeir eiga að fá að veiða innan
við línuna,“ svarar hinn brezki
heiðursmaður og hann bætir því
við að þessi framkoma Islend-
inga í garð Breta sé ekkert eins-
dæmi, því að þeir hafi frá fyrstu
tíð verið á móti brezkum sjó-
mönnum og hann lýsir „árás“
íslenzkra varðskipa á brezka
togara því til sönnunar með
sterkum orðum.
„Annars eiga brezkir sjómenn
engan þátt í því ef fiskurinn
hefir minnkað eitthvað við
strendur lslands,“ heldur skip-
stjórinn áfram, „það er íslenzki
bátaflotinn sem þar er að verki.
Þetta viðurkenna allir. Nei, því
verður aldrei neitað að íslend-
ingar hafa sýnt eindæma frekju
o geigingirni í þessum málum,“
Félagatala hefir hundraðfaldazt
og félagið orðið eitt f jölmennasta
félag landsins.
Á morgun, 27. nóvember er
Ferðafélag íslands 25 ára.
Á þessum 25 árum hefir félag-
ið unnið þrekvirki, sem einstætt
má kalla.
Hér skal ekki rakin saga fé-
lagsins, en þó stiklað á nokkrum
höfuðatriðum, þeim er mestu
máli skipta.
Stofnendur Ferðafélagsins
voru 63 að tölu, síðan hefir með-
limatalan hundraðfaldazt, því að
nú telur félagið um eða yfir 6000
meðlimi og er því eitt fjölmenn-
asta félag landsins.
Hlutverk Ferðafélags Islands
var frá öndverðu það, að kynna
landið, auka þekkingu á því og
glæða áhuga almennings fyrir
ferðalögum. Félagið hefir á
hverju ári efnt til fjölda ferða
víðsvegar um landið og voru
það ýmist göngu-, skíða-, hesta-
skipa-, flug- eða bílferðir. Sam-
anlagður fjöldi þessara ferða
skiptir hundruðum og fá svæðin
á landinu sem félagið hefir ekki
reynt að kynna meðlimum sín-
um, jafnt í byggð sem á öræfum
uppi.
Ferðafélagið hefir reynt að búa
í haginn fyrir þá sem leita til
óbyggðanna með því að reisa
sæluhús og búa þau sem bezt
úr garði. Á félagið nú 8 slík hús,
öll hin vönduðustu og félaginu
til sóma.
Ferðafélag íslands hefir í Ár-
bókum sínum, sem eru jafn-
margar árunum, sem félagið
hefir starfað, staðið að beztu og
ítarlegustu íslandslýsingu, sem
hefir verið skráð. Er ekki sízt í
þessu starfi fólgið veigamikið
segir hinn brezki togaraskip-
stjóri að lokum.
Úlgerðarmaðurinn talar
Nú mætti ætla, að þessari þulu
væri lokið, en þá kom brezkur
útgerðarmaður (ónafngreindur
eins og skipstjórinn), sem á er-
indi við stálþráðinn. Hann talar
einnig dönsku, eins og hún er
bezt töluð á Islandi og endur-
tekur nokkuð af því sem skip-
stjórinn sagði, t. d. það að ís-
lenzki bátaflotinn sé að eyði-
leggja fiskimiðin við strendur
landsins. Síðan bætir hann við,
að á meðan brezkir sjómenn
voru í stríði hafi íslenzkir togara
sjómenn og útgerðarmenn setið
einir að brezka fiskmarkaðinum
og okrað fram úr öllu hófi, enda
græddu þeir á tá og fingri. Eftir
stríðið var einhver sá brjálæðis-
legasti „luksus“, sem nokkurn
tíma hefir þekkst, á Islandi. Og
hann endar með því að neita
harðlega, að það séu brezkir út-
gerðarmenn sem eigi sök á lönd-
unarbanninu, það séu íslending-
ar sjálfir, sem hafi tekið lögin í
sínar hendur, í stað þess að
leggja málið fyrir alþjóðadóm-
stólinn til úrskurðar, sem nú
verði að taka afleiðingum gerða
sinna.
Þáttur til Noregs
Eftir að danska útvarpinu
lauk tók norska útvarpið frá
London við og fréttaauki þess
var nokkuð á annan veg. Þar
voru rifjaðar upp nokkrar end-
urminningar Norðmanna í Bret-
landi á styrjaldarárunum. Þar
kom m. a. fram að Winston
Churchill hefði einhvern tíma
sagt að norski siglingaflotinn
hefði á stríðsárunum verið á við
milljón manna her. Nú var ekki
talað um stríðsgróða eða hve
fljótir Norðmenn voru að endur-
nýja og auka siglingaflota sinn
að stríðinu loknu og gera hann
að fullkomnasta siglingaflota í
heimi.
Það skal að lokum tekið fram,
að norska landhelgislínan var
ekki nefnd á nafn!
—VISIR, 13. des.
menningarhlutverk, sem Ferða-
félaginu verður seint fullþakkað.
Auk þessa, sem að framan er
talið hefir F. I. efnt til fræðslu-
funda á hverjum vetri með fræð
andi erindum um land og þjóð
og kvikmynda- eða skugga-
myndasýningum af viðkomandi
landssvæðum. Félagið hefir látið
ræktun landsins til sín taka og
er nú einn ötulasti aðilinn að
skóggræðslu í Heiðmörk. Það
hefir efnt til ljósmyndasýninga
í Reykjavík á nokkurra ára
fresti og þannig beint og óbeint
glætt áhuga almennings fyrir
ljósmyndum.
Það má með sanni segja að
Ferðafélagið hafi með starfi sínu
vakið þann áhuga fyrir ferða-
lögum og ferðamennsku, sem nú
er orðinn almenningseign og
sterkur liður í uppeldi þjóðar-
innar. Á þessu sviði hefir félag-
ið unnið þjóðarheildinni ómetan-
legt gagn, sem seint verður met-
ið að verðleikum.
Fyrsti forseti Ferðafélágs Is-
lands var Jón Þorláksson ráð-
herra, aðrir forsetar hafa verið:
Björn Ólafsson ráðherra, Gunn-
laugur Einarsson læknir, Jón
Eyþórsson veðurfræðingur og nú
síðast Geir G. Zoega vegamála-
stjóri, sem fyrir nokkrum dögum
var kosinn forseti félagsins í 16.
sinn.
Einn af mætustu starfsmönn-
um og brautargöngumönnum
félagsins, Kristján Ó. Skagfjörð
stórkaupm., er nýlega fallinn í
valinn, en í minningu hans hefir
Ferðafélagið ákveðið að reisa
stórt og myndarlegt sæluhús á
Þórsmörk.
—VÍSIR, 26. nóv.
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
Ferð'afélag íslands 25 ára:
Átta sæluhús og 25 binda
ritsafn um fsland