Lögberg - 22.01.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil • Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
66 ÁRGANGUR
Phone 72-0471
BARNEY S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 22. JANÚAR, 1953 NÚMER 4
Republicanar taka við völdum
í Bandaríkjunum
Fréttir tró ríkisútvarpi íslands
11. JANÚAR
Nýr félagsskapur
■slenzkra ungmenna
Eins og skýrt var frá í Lög-
bergi kom saman fyrir nokkru
síðan stór hópur ungmenna af
íslenzkum ættum á heimili W.
J. Lindal dómara og frú Lindal í
þeim tilgangi að ræða félagsleg
samtök sín á milli, átti dómar-
inn frumkvæði að þessari við-
leitni; meginhluti þessa hóps
voru háskólanemendur. Nú hélt
þessi hópur stofnfund í Fyrstu
lútersku kirkju 13. janúar og
kaus framkvæmdarnefnd og
ræddi um framtíðarstörf félags-
ins, og eru þessir í nefndinni:
W. J. Lindal dómari
Honorary president
■ Gestur Kristjanson
President
Miss Lilja Eylands
Vice-President
Erlingur Eggertson,
Secretary
Alan Johnson
Tresurer
Miss Sigrid Bardal
Corresponding Secretary
Miss Margaret Sigvaldason,
Social Convener.
Félagið ber nafn Leifs Eiríks-
sonar.
Próf. Finnbogi Guðmundsson
flutti erindi á fundinum um
hverina og heitu laugarnar á
Islandi.
Næsti fundur félagsins verður
í Sambandskirkjunni, fyrsta
þriðjudag í febrúar.
Samþykt kaup á
Winnipeg Electric
Fylkisþingið í Manitoba sam-
þykti í einu hljóði frumvarp
stjórnarinnar um kaup á orku-
verum Winnipeg Electric félags-
ins fyiýr nálega 24 miljónir doll-
ara; í sömu andránni lögilti
þingið jafnframt Greater Winni-
Peg Transit Company og Win-
nnipeg Central Gas Company,
sem hvorttveggja voru áður sér-
stakar deildir í Winnipeg
Electric; ekki er ólíklegt að Win-
nipegborg og fylgibæir hennar
taki að sér forstjórn þessara
fyrirtækja.
Þetta nýja raforkufyrirkomu-
lag breytir að engu til um raf-
orkukerfi borgarinnar, Winni-
peg Hydro, er verður eftir sem
áður sjálfstæð stofnun, eign
borgarbúa í heild.
Pormaður raforkunefndar
fylkisins, Mr. Stephens, kvað
framkvæmd þessa móls svo
ttúkilvæga, að hún þyldi enga
úið, enda bawi stjórnin á því
fulla ábyrgð, að nægileg raf-
°rka væri ávalt fyrir hendi til
iðnreksturs og annara þarfa.
Pau tíðindi hafa nú borizt vítt
um heim, er af skiljanlegum
ástæðum hljóta að vekja rétt-
láta reiði allra siðaðra manna;
svo er mál með vexti, að yfir-
vÖldin í Moskvu hafa látið hand-
faka sjö rhikilsmetna og víð-
kunna lækna og ber þá þeim
sökum, að þeir hafi ætlað sér á
vísindalegan hátt, að flýta fyrir
aldurtiia ýmissa háttsettra
stjórnarembættismanna; fimm
inna sakbornu eru af Gyðinga-
®ff> og er það engin ný bóla
Þótt þjóðflokkur þeirra verði
yrir hattbarðinu á samvizku-
ausum harðstjórum svo sem
Peim Hitler og Stalín. Hitler
gerði alt, sem í hans valdi stóð
^ að afmá Gyðingakynflokkinn
DWIGCT D. EiSrMrlOWER
Hinn nýi Bandaríkjaforseti
Klukkan tólf á hádegi síðast-
liðinn þriðjudag tók flokkur
Republicana formlega við völd-
um í Bandaríkjunum eftir tutt-
ugu ára hrakning um hina póli-
tísku eyðimörk. Moses eygði
fyrirheitna landið, en Eisen-
hower lánaðist að stíga inn fyrir
landamærin; hinn nýi forseti og
varaforseti sóru eið að stjórnar-
skránni á slaginu klukkan tólf,
en eiðtökunni stýrði forseti
hæztaréttar; síðasta embættis-
Nazisfar að verki
í lok fyrri viku létu brezk
hernámsvöld handtaka sjö mik-
ilsráðandi Þjóðverja, sem þau
gruna um tilraun til samsæris
gegn vestur-þýzka lýðveldinu;
sagt er að menn þessir séu allir
hreinkynjaðir Nazistar, er stað-
ið höfðu í nánum tengslum við
Hitler og sumir þeirra verið
trúnaðarmenn hans; um frekari
rannsóknir varðandi mál þessara
manna, er enn eigi vitað.
Mælt er að- ríkiskanzlari Vest-
ur-Þýzkalands sé eigi allskostar
ánægður með handtökurnar og
telji ríki sitt ekki í neinni stór-
hættu af hálfu Nazista.
Þykir kosti
sínum þröngvoð
Fiskimenn á Manitobavatni
telja að kosti þeirra hafi verið
þröngvað með æfingum hins
konunglega canadiska flugliðs
við veiðistöðvar þeirra, og hafa
þeir borið sig upp við stjórnar-
völdin yfir þessum aðförum.
Fyrir nokkru var haldinn fund-
ur að Oak Point, þar sem yfir
þessu var kvartað, og nú er
mælt, að leitað hafi verið til
Ottawa um umbætur.
af jörðunni, og nú hefir hinn
pólitíski fóstbróðir hans, Stalín,
tekið að sér að gegna hinu sama
göfuga hlutverki; þetta er í raun-
inni ekki vandskilið, þar sem
vitað er að þeir Hitler og Stalín
notuðust við um tíma meðan á
síðari heimsstyrjöldinni stóð,
hina einu og sömu pólitísku
hjónasæng.
Telja má víst að einhver mála-
myndarréttarhöld verði látin
fram fara í Moskvu yfir hinum
ákærðu fulltrúum læknastéttar-
innar svo sem gert var á dögun-
um í Tékkóslóvakíu, er ellefu
þjóðkunnir forustumenn voru
kúgaðir til að játa á sig dróttin-
svik, dæmdir til dauða og hengd-
ir; að hliðstæð örlög bíði Gyð-
ingalæknanna í Moskvu, munu
víst fáir draga í efa, því austan
járntjaldsins sýnist flestu á
Hitlersvísu háttað.
verk Trumans í Washington var
það, að fylgja eftirmanni sínum
til staðarins þar, sem eiðtakan
fór fram.
Svo sem vænta mátti var mik-
ið um dýrðir í Washington á
innsetningardaginn; skrúðganga
var haldin, er náði yfir 10 mílur
og» viðstaddir voru ríkisstjórar
allra ríkjanna og margt annað
stórmenni; áætlað er að um hálf
miljón manna hafi heimsótt
höfuðborgina þennan eftirminni
lega og söguríka dag.
í mnsetningarræðu sinni lagði
Eisenhower forseti megin á-
herzlu á það, að hin nýja stjórn
myndi helga starfskrafta sína
öryggi þjóðarinnar og þjónustu
alþjóðafriðar.
RICHARD M. KIIXOM
Varaforseti Bandaríkjanna
Úr borg og bygð
— DÁNARFREGN —
Halldór Jónsson Austfjörð
landnámsmaður lézt 12. desem-
ber s.l., 84 ára að aldri. Hann
fluttist vestur um haf 1887 og
settist að í Cavalier, N.D. Hann
kvæntist Margréti Eiríksson
1895; þau fluttust til Manitoba
1899 og byrjuðu búskap nálægt
Gladstone. Þaðan fluttu þau til
Saskatchewan 1910 og settust að
4 mílur fyrir norðan Mozart og
þar bjuggu þau þar til hann lézt.
Auk konu hans lifa hann einn
sonur, Helgi, og sex dætur:
Helga, Mrs. Eli Stephanson, El-
fros; Borga, Mrs. Kris Halldór-
son, Mozart; Sarach, Mrs. Frank
Björnson, Mozart; Kristbjörg,
Mrs. Dave Hunter; Victoria,
Mrs. Eddie Stephanson, Belle-
ville, Ont.; Sophie, Mrs. Cliff
Martin og 17 barnabörn.
Útförin fór fram frá Mozart
Hall, 17. des. Rev. Douglas
Berry jarðsöng.
Halldór J. Austfjörð var mjög
vinsæll maður og tók mikinn
þátt í félagsmálum í byggð
sinni.
☆
Miss Elizabeth K. Gudmund-
son varð bráðkvödd að heimili
sínu Ste. 17 Acadia Apts., Win-
nipeg, á laugardaginn 17. janúar,
57 ára að aldri. Foreldrar henn-
ar voru T,móteus Guðmundsson
og kona hans Þorbjörg, er lengi
bjuggu að Elfros, Sask., og það-
an flutti Elizabeth til Winnipeg
fyrir sex árum. Hún átti við
langvarandi vanheilsu að stríða,
er hún bar með þolinmæði og
hugprýði; hún var indæl stúlka.
Hún lætur eftir sig 6 systur:
Mrs. G. Thorgeirson, Mrs. J.
Samson, Mrs. H. Nichol, Mrs.
T. Asgeirson, Mrs. S. M. Björn-
son og þrjá bræður, Edward,
Magnús og John. Útförin fór
fram í Elfros á þriðjudaginn.
☆
Mrs. John Finnbogason frá
Langruth, var stödd í borginni
í fyrri viku.
Frú Hólmfríður Péfursson
Sæmd Riddara-
krossi hinnar
íslenzku Fólkaorðu
Ræðismaður Islands í Sléttu-
fylkjtinum, hr. Grettir L. Jó-
hannsson, tilkynti Lögbergi á
þriðjudaginn, að hinn 12. des-
ember síðastliðinn hefði forseti
Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson,
sæmt frú Hólmfríði Pétursson
Riddarakrossi hinnar íslenzku
Fálkaorðu. Frú Hólmfríður er
ekkja hins mikilhæfa kenni-
manns, dr. Rögnvalds Péturs-
sonar og á heima að 45 Home
Street hér í borginni.
Frú Hólmfríður hefir jafnan
lifað lífi hinna kyrlátu í landinu
og látið lítt yfir sér; hún er búin
traustri skapgerð og vinnur að
þeim málefnum, sem hún ann
af fullum trúnaði; heimili þeirra
hjóna stóð löngum í þjóðbraut,
og heimili þeirra mæðgna, frú
Hólmfríðar og ungfrú Margrét-
ar, stendur enn í þjóðbraut.
Hugarþel frú Hólmfríðar til
íslenzkra menningarerfða auð-
kennist ljóslega af gjöf hennar
til Þjóðskjalasafnsins og hinu
höfðinglega framlagi hennar til
islenzku kensludeildarinnar við
Manitobaháskólann.
Lögberg flytur frú Hólmfríði
innilegar árnaðaróskir í tilefni
af þeirri maklegu sæmd, sem
henni nú hefir fallið í skaut.
Fjársöfnun til
Rauða krossins
Þann 2. marz næstkomandi
hefst hin árlega fjársöfnun í sjóð
Rauða kross félagsins í þessu
landi, og nemur sú upphæð, er
safna skal, $5,320,000. Manitoba-
fylki, eða réttara sagt íbúum
þess, er gert að skyldu, að leggja
fram $353,000, og þarf eigi að
efa að sú fjárhæð safnist í tæka
tíð.
Þessa vikuna hefir yfirleitt
verið sunnan- og suðaustan átt
hér á landi og ákaflega milt
veður eftir árstið. Annars slagið
hefir verið lítilsháttar frost og
ekki teljandi snjókoma. Jörð er
auð sunnanlands en lítilsháttar
snjóföl norðanlands. Veðráttan
hefir verið svo mild í vetur, það
sem af er, að slíks munu fá
dæmi.
☆
Róðrar eru að hefjast, viða í
verstöðvum er verið að búa báta
til vertíðarinnar, en enn hefir
ekki verið ákveðið fiskverð, og
i Reykjavík og Hafnarfirði
stendur deila um kaup og kjör
milli sjómanna á vélbátum og
útgerðarmanna. Hófu vélbáta-
sjómenn í þessum tveimur bæj-
um verkfall 1. janúar s.l. Margir
sáttafundir hafa verið haldnir
síðan en samkomulag ekki náðst.
Samningar um kaup vélbátasjó-
manna hafa hins vegar tekizt
víða annars staðar, og m. a. hófu
bátar á Akranesi róðra nýlega,
svo og í Keflavík, Grindavík og
Ólafsvík. 1 Vestmannaeyjum
hafa 10 bátar byrjað róðra, og
er afli þar mjög misjafn. Fleiri
beiðnir um atvinnu á vertíð í
Vestmannaeyjum hafa bonzi nú
en nokkru sinni áður.
☆
Fiskaflinn í nóvembermánuði
varð rúmlega 22.000 lestir, og
fyrstu 11 mánuði ársins 1952
varð heildarfiskafli landsmanna
rösklega 317.000 lestir, en það er
um 42.000 lestum minna en afl-
Viðsjár í
Austur-Þýzkalandi
Upp á síðkastið er svo að sjá
sem eigi hafi verið alt með
feldu í Austur-Þýzkalandi, eins
og raunar hvar í heimi sem er,
þar sem rússneskir kommúnist-
ar hafa yfirhönd; nú hafa tveir
af æðstu mönnum leppstjórnar-
innar þar í landi verið hneptir
í varðhald og þarf víst eigi að
efa, að þeir verði sakaðir um
landráð; er annar þeirra hvorki
meira né minna en sjálfur utan-
ríkisráðherrann.
Gyðingar austur þar eru svo
helteknir af ótta, að þeir flýja í
hrönnum vestur yfir landamær-
in, stundum fimm hundruð á
dag, að því er Mr. Mathew
Halton sagðist frá síðastliðið
sunnudagskvöld í útvarpserindi
frá Lundúnum.
inn á sama tíma árið 1951 og
veldur þar um mestu, að nú
veiddist miklu minni síld en þá.
Af fiskaflanum til nóvember-
loka voru 120.000 lestir frystar
og 113.000 saltaðar.
☆
Um síðustu helgi lauk verk-
falli Trésmiðafélags Reykjavík-
ur og hófst þá afur vinna við
nýju Sogsvirkjunina, en þar
starfa nú um 150 verkamenn og
iðnaðarmenn og auk þess hópur
manna frá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur að frágangi véla.
Á árinu, sem leið, lauk spreng-
ingum fyrir jarðgöngum og
stöðvarhúsi nýju Sogsvirkjunar-
innar, í sumar og haust var
unmð að því að steypa veggi og
loft stöðvarhússins og steypu-
fóðra jarðgöngin. Lokið er því
verki á 100 metra kafla, en alls
eru göngin 650 metra löng. Gerð
var stífla og stíflugarður, sem
er 150 metra langur og 6 til 8
metra hár. Túrbínur verða tvær
í stöðinni, og var byrjað í sept-
ember að koma annarri þeirra
fyrir.
☆
Samkvæmt bráðabirgðaskýrsl-
um var slátrað um 237.000 kind-
um hérlendis í haust, og nam
kjötþunginn samtals rösklega
3605 lestum, þar af voru 3000
lestir dilkakjöts. Kjötmagn þetta
er rösklega 400 lestum minna en
haustið áður. Nú verður allt kjöt
frá haustslátrun selt innan-
lands, en í fyrra voru fluttar út
700 lestir af dilkakjöti.
☆
Norski hershöfðinginn, Bjarne
Öen, kom til Reykjavíkur á
miðvikudaginn í stutta heimsókn
í boði íslenzku ríkisstjórnarinn-
ar. Ríkisstjórnin ráðfærir sig við
hann um ýmis atriði, sem þýð-
ingu hafa i sambandi við sam-
eiginlegar varnir Atlantshafs-
bandalagsins.
☆
1 dag var tekin í notkun ný
útvarpsstöð, sem reist hefir ver-
ið skammt frá Akureyri, og á
að endurvarpa frá langbylgju-
stöðinni í Reykjavík, en á Akur-
eyri hafa móttökuskilyrði verið
erfið frá upphafi og miklar trufl-
anir erlendra stöðva. Þetta er 5
kílóvatta stöð og útvarpar á 407
metrum. Með smíði þessarar
stöðvar er lokið framkvæmd
þeirrar áætlunar um stöðvakerfi
ríkisútvarpsins, er útvarpsstjóri
og verkfræðingur útvarpsins
gerðu 1948, er lokið var útvarps-
ráðstefnu í Kaupmannahöfn, þar
sem samið var um tölu útvarps-
stöðva, orku þeirra og öldulengd
á Evrópusvæðinu. Var þá sýnt
að gera þyrfti nýtt átak í útvarps
málum Islendinga, og hefir það
síðan gerzt, að langbylgjustöðin
í Reykjavík hefir verið stórlega
endurbætt, ný og orkumeiri
endurvarpsstöð byggð að Eiðum,
gamla Eiðastöðin flutt til Horna-
fjarðar og sett þar upp, og end-
urvarpsstöð byggð á Norður-
landi. Vélar stöðvanna eru frá
Marconi-félaginu í Englandi.
Stöðvarstjóri nýju endurvarps-
stöðvarinnar á Akureyri er
Davíð Árnason, sem áður var á
Eiðum. Vígsla nýju endurvarps-
stöðvarinnar hófst kl. 15 eftir
íslenzkum tíma og er nú verið
að útvarpa þaðan. Björn Ólafs-
son menntamálaráðherra talaði
fyrstur og kvað smíði endur-
varpsstöðvar á Akureyri marka
tímamót í þróunarsögu útvarps-
mála hér á landi. Síðan talaði
Gunnlaugur Briem verkfræð-
Framhald á bls. 4
ATVIKAVÍSUR '
Eftir PÁLMA
V elr armorgun
Klaka bjöllum Helju heit
hringdi í stormsins skugga;
falinn vetrar fingur reit
frostrósir á glugga.
Palladómar
Margra yndi’ er lasta leir
lífs-hugmynda seyrra,
aðrir „vinda“ eins og þeir
yfir syndum þeirra.
Heimsspekingur hengdi sig---
Spurðu ekki um úrráð mig,
að þó vandi kalli:
Heimsspekingur hengdi sig —
Hvað réð mannsins falli?
Margra eru stefnu stig
studd við fúið prikið:
Heimsspekingur hengdi sig,
-----hafði lært of mikið!
H. sprengjan
Heit eru orðin úrræðin,
ýmsir friðhorf kenna:
Ugglaust mun nú Andskotinn,
eiga’ á hættu að brenna!
Glæpsamiegar kynþáttaofsóknir