Lögberg - 22.01.1953, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.01.1953, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. JANÚAR, 1953 J GUÐRÚN FRÁ LUNDI: DALALÍF S- r Einu sinni missti Hjálmar í Selinu einu kúna sína snemma vetrar. Jón stóð lengi hugsandi, eftir að honum voru sögð þessi tíðindi. Svo spurði hann Sigríði: „Hvaða mjólk hafa nú Sels- krakkarnir?“ „Auðvitað enga, aumingja fátæklingarnir," svaraði hún. Þá hljóp hann inn í húsið til foreidra sinna. „Mamma,“ sagði hann og var mikið niðri fyrir. „Nú er kýrin í Selinu dauð, og krakkarnir hafa enga mjólk. Ég vil láta gefa þeim kúna, sem mest er í, úr fjósinu okkar.“ „Ekki er nú drengurinn smátækur,“ sagði faðir hans brosandi. „Það er ekki nema sjálfsagt,“ sagði húsfreyja. „Hvaðan ættu þau annars staðar að fá kú. Ekki geta þau keypt hana. Hrossin okkar naga svo oft í Selslandi. Það jafnar sig.“ „Það er líka byggt úr Nautaflatalandi, eins og þú veizt, og eftirgjaldið er ekki mikið,“ maldaði hann í móinn. „Það er sama. Enginn annar en Hjálmar liði annan eins hrossahóp í landareigninni. Aumingja börnin eru alltaf á ferðinni að verja engjarnar á vorin, á meðan ekki er rekið á heiðina. Satt að segja finnst mér þú draga það óþarflega lengi stundum.“ „Það grænkar seinna þar frammi á heiðunum heldur en hérna í dalnum, góða mín.“ Daginn eftir var nýlega borin kýr leidd fram að Seli. Það var sagt, að hún væri frá Jóni litla til systkinanna.. Og sagan um þetta einstaka gæðabarn barst um sveitina. Oft fór Þóra í Hvammi með Jóni fram að Seli og lék sér við krakkana. Ævinlega var Jón sjálfkjörinn foringi í öllum leikjum. Allt var sjálfsagt að hafa eins og hann vildi. Samt kom það fyrir, að Þóra vildi ráða. Hún var skapstór og bráðlynd. Jón hafði líka mjög gaman af að stríða henni og hlæja að henni, þegar hún var orðin reið. Einu sinni, þegar þau voru að leika sér meðfram ánni skammt frá Nautaflötum og Þóra þurfti að vanda að láta undan, sagði hún gremjulega: „Því skyldi hann eiga að ráða, framar en við hin? Er það af því, að hann er hreppstjórasonur?“ „Hann er skynsamastur og langduglegastur,“ sagði Þórður. „Hann er það ekki. Hann er bara montinn, af því að allir hæla honum, og svo heldur hann, að hann geti allt og sé skyn- samari en allir aðrir.“ „Ekkert ykkar getur riðið ána á miðjar síður eins og ég,“ sagði Jón. „Þú getur það ekki. Mér dettur ekki í hug að trúa úr þér' raupinu." „Ég hef séð hann ríða Selána svo djúpa,“ sagði Þórður alvar- lega. „Það er allt annað. Hún er svo lítil. En þessa á gæti hann ekki riðið. Hún er svo breið.“ Jón þoldi ekki, að Þóra efaðist um dugnað sinn. „Ég skal sýna þér, hvort ég get það ekki,“ sagði hann snúðugt. Skammt frá þeim var stór hrossahópur. Jón tók snæri upp úr vasa sínum, hnýtti upp í þann hestinn, sem hann treysti bezt og settist á bak. Áin valt áfram, kolmórauð og ægileg. „Góði Jón! Láttu þér ekki detta 1 hug að fara út í ána. Hún er alveg ófær,“ báðu þau Þórður og Lilja einum rómi. En Þóra hló storkandi. „En montið. Heldurðu, að ég trúi því, að þú getir riðið ána, þó að þú setjist á hestbak. Slepptu klárnum og hættu við þessa vitleysu, eða ég skal fara heim og segja eftir þér.“ Hann keyrði hestinn út í ána. Lilja kastaði sér á grúfu og hágrét; hún gat ekki horft á það, sem hún bjóst við, að koma myndi. Áin dýpkaði fljótt. Þóra iðraðist ertni sinnar. Hún kallaði og bað hann að snúa við, en hann heyrði ekkert fyrir ánni. Hún valt áfram allt í kring um hann, kolmórauð, ólgandi og suðandi. Hest- urinn tók ekki lengur niðri. Hann tók sund. Það eina, sem sást, var hesthaus og partur af faxinu, og svo höfuðið á drengnum. Þeir nálguðust vesturbakkann. Jón hélt sér með báðum höndum í faxið. Þóra skalf af hræðslu. Þórður enn var rólegur: hann var líka sérlega stilltur drengur. „Hann hefur það sjálfsagt af. Pabbi segir, að það sé hægt að ríða hvaða vatnsfall sem sé, ef maður hafi góðan hest og sé ekki hræddur, og það verður hann varla.“ Hesturinn komst heilu og höldnu til lands. Jón veifaði til þeirra brosandi. Svo hleypti hann hestinum eftir eyrunum, svo honum hitnaði. Jakob hreppstjóri sat inni í hjónahúsinu, þegar ein vinnu- konan kom inn og sagði honum, hvað sonur hans hafðist að. Hann þaut ofan að ánni og vinnumenn hans með honum. Þeir höfðu með sér reipi, sem einn þeirra ætlaði að hnýta utan um sig og reyna að vaða út í ána, ef drengurinn losnaði við hestinn, sem allar líkur voru til. Jakob reyndi að kalla til hans og gera honum skiljanlegt með bendingum að fara heim að Ásólfsstöðum og bíða þar, þangað til áin minnkaði. En allt kom fyrir ekki. Hann lagði út í ána aftur. Vinnumaðurinn batt utan um sig reipinu og beið tilbúinn nokkru neðar, þar sem straumurinn var ekki eins þungur. Þóra hafði heyrt getið um áheit. Nú kom það að góðu haldi. Hún hét á Siggu litlu á Hjalla; hún var fátækari en flestar aðrar telpur, sem hún þekkti. Hún ætlaði að gefa henni kjólinn, sem hún hafði fengið á jólunum, ef Jón kæmist lifandi úr ánni, og svo ætlaði hún ekki að stríða honum framar. Allir horfðu skelfdir á níu ára barnið sundríða ána. Loksins komst hann þó hjálparlaust til lands. Jakob var sá fyrsti, sem talaði. Hann var fölur og alvarlegur. „Því hagarðu þér svona, barn, eins og glanni. Hvaða vit er þetta, að leggja út í ófæra ána að þarfleysu." „Þóra trúði því ekki, að ég gæti riðið ána á miðjar síður, svo að ég ætlaði að sýna henni það. Mér datt ekki í hug, að hún væri svona djúp,“ svaraði drengurinn einarðlega. „Þetta er ekki annað en heimska. Þú hefðir átt að geta séð, að áin var ófær,“ sagði Jakob jafn alvarlegur og áður. Vinnumennirnir voguðu sér í fyrsta sinn að tala áminningar- orðum til Jóns litla. Þá gat ekki Þóra þagað lengur. „Þetta var allt mér að kenna. En ég skal ekki stríða honum aftur.“ Þórður gekk til Jóns með aðdáun í augunum. „Ertu ekki þó nokkuð deigur?“ spurði hann. „Alveg upp á axlir; — en gaman var það, Þórður minn,“ svar- aði Jón. „En hvers vegna hefur Lilja verið að skæla eins og aum- ingi? Mátti hún ekki vita, að ég sæti klárinn?“ Fólkið gekk þögult heim. Þóra og systkinin frá Seli gengu svo nærri Jóni sem þau gátu. Hann sagði þeim greinilega frá þessari afreksför sinni, .en talaði ekki nema í hálfum hljóðum. Honum sýndist svipurinn á föður sínum vera svoleiðis, að hann langaði ekkert til að heyra frásögnina. Vinnukonurnar höfðu allar staðið úti á hlaðinu og horft á það, sem fór fram niður við ána, en Lísibet stóð fyrir innan gluggann á stofunni og lét glerið hylja tilfinningar sínar. En þegar hættan var afstaðin, kom hún út, sæl og brosandi. „Hann verður dæmalaus, þessi drengur,“ sagði hún við Borg- hildi. „Sá lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna í lífinu.“ Svo gekk hún á móti syni sínum, tók hann í faðm sinn og kyssti hann. „En sú hetja!“ sagði hún við mann sinn. „Við megum vera stolt af að eiga slíkan son.“ „Þetta gengur allt of langt, kona,“ sagði hann. „Þú. gerir drenginn ófyrirleitinn sjálfbyrging,“ svaraði hann fálega. Eftir þetta datt Þóru ekki í hug að efast um yfirburði Jóns og lét hann ráða í öllu. Hann var líka dæmalaus drengur. Hann gat náð hljóði eftir öllum dýrum og fuglum, sem hinum krökkunum var ómögulegt. Einu sinni, þegar þau voru við ber uppi í fjallinu milli Hvamms og Nautaflata, settist Jón á stein og fór að skemmta þeim með því að kvaka eins og álftir, sem syntu ofan á vatninu frammi á afréttinni. „Það er ég viss um, að enginn gæti þekkt annað en að þetta væru álftirnar,“ sögðu þau bæði, Þórður og Lilja. Þau höfðu svo oft heyrt til þeirra, en aldrei getað ímyndað sér, að mögulegt væri að líkja eftir þeim. Jón sat á steininum og vissi vel af yfirburðum sínum. „Á ég að lofa ykkur að heyra, hvernig Hjalti á Ásólfsstöðum tekur í nefið?“ spurði hann. Já, það vildu þau heyra. Hann tók vasahnífinn sinn upp og hafði hann fyrir pontu, hriáti hann nokkrum sinnum yfir handarbakinu, bar höndina upp að nefinu og saug upp í það í tveimur löngum sogum: „Emm — hemm!“ Þau skellihlógu. Þetta var gersamlega eins og Hjalti væri kominn. „Hvernig geturðu þetta?“ spurði Þóra. „Ég tek vel eftir honum, þegar hann kemur. Á ég að lofa ykkur að heyra, hvernig pabbi ykkar talar?“ spurði hann Þórð og Lilju. Og hann fór að segja þeim fyrir verkum. Þórður átti að fara að sækja hrossin, en Lilja að ná vatni í fötu. Þau urðu alltaf meira undrandi. Alveg talaði hann eins og pabbi þeirra. „Þóra verður að fá að heyra, hvernig pabbi hennar talar.“ Hann fór að herma eftir Birni í Hvammi. Hann talaði hægt og gætilega og heyrði illa. Þóra þoldi ekki að heyra til hans. „Þegiðu! Þú ert skammar- lega leiðinlegur,“ sagði hún í bræði. „Ha-a, hvað segirðu, Þóra mín?“ sagði hann með málrómi föður hennar. Hún hljóp dálítið frá, reif upp stóra hríslu og kom með hana. Þórður sá, hvað hún ætlaði sér og reyndi að sefa hana. „Láttu hana koma með hrísluna. Ég er ekki hræddur," kall- aði Jón. Hún reiddi hrísluna til höggs, en hann tók á móti. Þau toguðust á nokkra stund. Hana logsveið í hendurnar, en samt sleppti hún ekki. Þá skarst Þórður í leikinn og hjálpaði Þóru. „Þið eruð ræflar, að þurfa að vera tvö á móti mér einum,“ sagði Jón. Lilja stóð hjá og vildi hvorugum hjálpa. Seinast sleppti Þóra og þaut heim á leið. „Ég skal aldrei leika mér við þig framar. En Þórður er góður drengur og mér þykir alltaf vænt um hann,“ sagði hún með þungum ekka. „Farðu bara, Þóra mín; það sér enginn eftir þér,“ kallaði Jón á eftir henni og hló ertnislega. „Hvað heldurðu að mamma þín segi?“ spurði Lilja. „Ég segi bara, að Þóra hafi verið kölluð heim.“ Og það gerði hann. Næsta sunnudag kom Þóra ekki fram eftir. Um kvöldið reið Jón fram að Seli. Lilja spurði um Þóru. „Hún hefir ekki látið sjá sig, síðan við héldumst á um hrísluna. Hún er líklega reið ennþá. Hefði ég ekki þurft í fyrirdrátt í kvöld, hefði ég fundið hana.“ Vikan leið, án þess að Þóra léti sjá sig. Næsta sunnudag kom hún og var þá alsátt. En upp frá þessu fór samlyndið að versna. Jón hafði það til að hvé, ef Þóra var ekki á sama máli og hann, og þá var Þóra orðin fokreið um leið. Einu sinni, þegar Þóra var ráðrík og óstýrilát, sagði hann: „Þú ert með mórauð augu, Þóra, eins og hundarnir. Það er munur eða augun í henni Lilju, sem eru svo grá og falleg.“ Þá dró Þóra sig til hliðar til að hylja tár sín. „Vertu ekki að kjökra, Þóra mín. Þú átt að verða konan mín, þegar við erum orðin stór.“ „Ég verð aldrei konan þín. Þú ert ljótur. Augun í þér eru eins og í kúnum,“ anzaði hún. „Viltu heldur eiga Þórð?“ „Já, ég skal eiga Þórð.“ „Hann er þó ekki eins ríkur og ég. Jæja, þá á ég Lilju; hún er svo mikið geðbetri.“ „Hún vill ekki verða konan þín; heldur verður hún ógift, eða þá að hún giftist einhverjum piltinum hérna í dalnum. Þeir eru nógu margir." Lilja tók höndum fyrir hlæjandi andlitið. „Hann stríðir mér aldrei,“ sagði hún. „Við skulum halda áfram að leika okkur. Jón má ráða,“ sagði þá Þóra, stillt og sátt. Hún gat ekki hugsað til þess, að Lilja yrði hlutskarpari. Aldrei vissi Lísibet neitt um sundurlyndið. ANNA FRIÐRIKSDÓTTIR Þegar Jón var ellefu ára, kom nýr kaupamður á Ósinn, sem Friðrik hét. Hann seldi mikið ódýrara en hin verzlunin og fékk því fljótlega viðskiptavini. Jakob hreppstjóri ákvað að leggja inn ullina hjá honum. Jón fór með lestinni, ríðandi á bleikum gæðing með annan samlitan við hlið sér, sem hann var að temja. Hann þeysti langt á undan og var kominn í hörku áflog við kaupstaðarstrákana, þegar faðir hans kom með ullarlestina og bað hann að hætta; það væri ekki vanalegt að menn riðu í kaupstaðinn til að fljúgast á, nema drykkjuræflar. Friðrik kaupmaður bauð þeim feðgum inn upp á kaffi. Inni í stofunni sat lítil stúlka með svo fjarska mikið bjart hár, sem bláum silkiborða var bundið um. Hún var með fingurbjörg og saumaði eitthvað úr fallegu efni. Jón horfði mikið á hana. Þetta var víst dóttir kaupmannsins. Svona falleg stúlka var hvergi frammi í dalnum, og fötin hennar voru svo falleg líka. Hvað skyldi hún heita? Frúin kom með kaffið. Hún var líka allt öðru vísi en konurnar í dalnum. Hárið á henni var í hrúgu ofan á hvirflinum. Þegar búið var að drekka kaffið, fóru þeir inn á skrifstofu kaupmannsins, hann og Jakob hreppstjóri. Jón átti að bíða ofur- litla stund. „Þú verður að reyna að skemmta drengnum, Anna mín,“ sagði kaupmaðurinn við dóttur sína. Þeir fóru í burtu, og börnin urðu tvö ein eftir. Hann byrjaði samtalið. „Heiturðu ekkert annað en Anna?“ „Nei,“ svaraði hún lágt og feimnislega. Nú sá hann, að hún hafði svo fjarska falleg blá augu. „Hvað ertu gömul?“ „Átta ára.“ „Þá ertu þremur árum yngri en ég.“ „Áttu nokkra systur?“ spurði hún. „Nei, hvorki bróður né systur.“ „Ég ekki heldur,“ sagði hún. Þau þögðu dálitla stund. Þá herti hún upp hugann og sagði: „Hefurðu gaman af brúðum?“ „Hvað er það?“ spurði hann. „Það eru börnin mín.“ Hún fór með hann inn í herbergi inn af stofunni. Þar var fínt rúm, mikið fínna en rúmið heima hjá honum. Annað rúm minna var þar líka. Anna litla átti það sjálfsagt. Við hliðina á því stóð lítið borð. Þar var brúðurúmið. Anna tekur tvær brúður upp úr því og kyssir glerhausinn á þeim. Hann horfir á þær og hlær. Þetta eru eins og stórar myndir af börnum. „Hafa þær verið skírðar?“ „Magga, sem er í eldhúsinu, hefur bara nefnt þær eftir sér. Hún kallar þessa Möggu, en þessa Grétu.“ „Það væri gaman, ef þær væru lifandi.“ „Já, en þá væru þær líka heldur óþekkar. Ég kenni í brjóst um litlu börnin, sem gráta.“ „Ertu dugleg að ríða?“ spurði hann. „Ég hef aldrei gert það.“ „Á pabbi þinn enga hesta?“ „Nei.“ „Þá skaltu koma með mér út að hrossaréttinni. Ég skal sýna þér hestana okkar.“ Hún lagði brúðurnar í rúmið aftur og fór með honum. „Geta þeir ekki bitið mig? Ég er svo hrædd við þá.“ „Nei, þeir bíta ekki. Þú þarft ekki að vera hrædd. Sjáðu! Þessi heitir Gáski. Hann er reiðhesturinn minn. Þetta er foli, sem ég er að temja.“ „Því heitir hann foli? Það er ljótt nafn,“ segir hún og horfir hræðslulega á hestana í réttinni. „Hann heitir ekki foli. Hann er bara ekki nógu gamall til að heita hestsnafni. Við skírum þá ekki, fyrr en búið er að temja þá.“ „Hvað er það, að temja þá?“ spurði hún. Þá hristi hann höfuðið yfir fáfræði hennar. „Nú skulum við fá okkur reiðtúr.“ Hann teymdi Gáska og reiðhest föður síns út úr réttinni, stytti í ístöðunum og hjálpaði henni á bak. Hann smeygði litlu fótunum í útlenzku skónum í ólarnar. „Þú getur haldið þér hérna undir hnakknefið. Svona! Þetta er gott.“ „Ósköp er mikið hárið ofan á höfðinu á þessum hesti,“ segir hún. „Þetta heitir fax,“ segir hann. Þau riðu af stað. Hún var hrædd og ríghélt sér í hnakkinn. „En hvað það hlýtur að vera gaman, að ríða hart, en maður verður að læra það fyrst,“ segir hún. „Ég skal koma með stiltari hest ofan eftir á laugardaginn, ef þú vilt. Gráni er heldur viljugur.11 „Eigið þið marga hesta?" „Já; þú þarft að koma fram eftir og sjá hestana okkar, kýrnar og kindurnar. Þær eru margar.“ „Þið eruð þá rík?“ sagði hún. „Pabbi er ríkasti bóndinn í dalnum,“ sagði hann, dálítið hreykinn. Næsta laugardag kom hann með stilltan hest handa Önnu. Nú riðu þau mikið lengra, og henni gekk betur. Og hann kom ofan eftir um hverja helgi með hest. Það myndaðist vinátta milli heimil- anna, kaupmannshússins og Nautaflata. Eftir nokkrar vikur var hún orðin svo dugleg, að hún gat riðið alla leið fram að Nauta- flötum. Lísibet tók fjarska vel á móti litlu stúlkunni. „Ósköp er þetta falleg vinstúlka, sem þú ert búinn að eignast,“ sagði hún við son sinn. Hún reiddi fram það bezta, sem til var, fyrir gestinn; en Anna var heldur lystarlítil. „Þegar við erum búin að borða, ríðum við fram að Seli,“ sagði Jón. „Ég er svo lúin, að mér er ómögulegt að ríða lengra,“ sagði hún og hristi höfuðið. „Þú ert heldur ónýtari en Þóra. Hún hefði þolað þetta.“ „Hún er líka svo mikið eldri og þrekmeiri,“ sagði Lísibet. Anna var þar í tvo daga í góðu yfirlæti. Hún kvartaði um verki í kroppnum eftir ferðalagið. „Ég vildi alveg eins eiga hér heima. Hér stríðir mér enginn,“ sagði hún, þegar hún var að fara. „Krakkarnir á Ósnum stríða mér svo mikið,“ bætti hún við. „Þú skalt koma oft hingað,“ sagði Lísibet. „Hér er börnunum ekki strítt.“

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.