Lögberg - 22.01.1953, Blaðsíða 8

Lögberg - 22.01.1953, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. JANÚAR, 1953 Úr borg og bygð FRÓNS-fundur Eins og getið var í síðasta blaði, verður hinn fyrsti almenni Frónsfundur á þessu ári haldinn í G. T.-húsinu við Sargent Ave. mánudaginn 26. þ. m., kl. 8. e. h. Fundarefni er sem hér segir: 1. Kosning erindreka -á Þjóð- ræknisþingið. 2. Umræður um mikilsvarð- andi mál. — Framsögumaður, Heimir Thorgrímsson. 3. Almennur söngur undir stjórn ágætra söngmanna. Gunn- ar Erlendsson við hljóðfærið. 4. Ræða, Minningar úr Islands- ferð, Valdimar Lárusson. Þess ber að vænta, að félags- menn fjölmenni á þennan fund; þetta verður eflaust ánægjuleg kvöldstund, og því betur farið, en heima setið. — Aðgangur er ókeypis, en samskot verða tekin. THOR VIKING, ritari ☆ — Skemmlisamkoma — Eldri söngflokkur Fyrsta lút- erska safnaðar efnir til skemti- samkomu á miðvikudagskvöldið 11. febrúar, kl. 8 e. h. í neðri sal kirkjunnar. Verður þar til skemtunar: kórsöngur, solos, duets, quartetts, ásamt stuttri ræðu, upplestri og tableau. Er hugmyndin, að þessi samkoma líkist sem mest þeim skemti- samkomum, sem haldnar voru um og eftir síðustu ^ldamót. Verða þar sungin þau uppáhalds- lög, sem flestir munu kannast við og hafa unun af að hlusta á og syngja. Kaffi og veitingar verða frambornar á eftir skemti skrá. — Samskot tekin. ☆ Gefið til SUNRISE LUTHERAN CAMP Kvenfélagið „ísafold", Víðir, $15.00; Mr. og Mrs. K. A. Einar- son, Víðir, $15.00. Lagt í blóm- sveig landnemans (Arborg) í minningu um Ragnhildi Björn- son, $10.00. Gefið af vinum í Selkirk: — Mrs. Birgittu Björnson, Mrs. Sigurbjörgu Johnson and family, Mr. og Mrs. S. A. Goodman, Mr. og Mrs. W. Goodman, Mr. og Mrs. A. Goodman. Með innilegu þakklæti Anna Magnússon Box 296, Selkirk, Man. ☆ Mr. Björn Bjarnarson kaup- maður í Langruth og frú, dóttir þeirra og tengdasonur, og frændi Björns kaupmanns, Óskar Bjarnason, nýkominn af Islandi, voru stödd í borginni síðastlið- inn mánudag. Óskar, sem er af hinni kunnu Viðfjarðarætt, er uppalinn í Neskaupstað í Norð- firði; hann hefir undanfarin tvö ár verið í siglingum með norsk- um vöruflutningaskipum. ☆ Icelandic Canadian Club Banquet and Dance The Icelandic Canadian club annual banquet and dance ad- vertized elsewhere is this issue of Lögberg, takes on a special significance this year. The newly organized group of Ice- landic young people, which has been named after Leifur Eiríks- son, are giving their whole- hearted support, and the toast of the evening will be to this group. The toast will be proposed by Dr. L. A. Sigurdson and re- sponded to by Mr. Gestur Krist- janson, the president of the young people’s organization. The musical part of the pro- gram consists of vocal an violin solos by Miss Lilia Eylands and Allan Beck. This event promises to be the best yet. Please get your re servations early. W. K ☆ The Women’s Association First Lutheran Church celebrate 22 active years Tuesday January 27th, with “Pot Luck” luncheon at 1.30 p.m. in lower auditorium of church. All members are cordially invited to attend. ☆ Mr. Snæbjörn S. Johnson frá Arborg, fyrrum oddviti sveitar- innar Bifröst, var staddur borginni á þriðjudaginn ásamt Kjartani syni sínum. ☆ Mr. P. N. Johnson, Furby Apts. hér í borginni, kom heim á sunnudagsmorguninn úr þriggja 'vikna ferðalagi vestur um Saskatchewan. ☆ Mr. og Mrs. Gestur Jóhanns- son frá Selkirk voru stödd borginni síðastliðinn laugardag. ☆ Dr. F. Thorlakson, hinn kunni augnlæknir frá Seattle, Wash., bróðir Dr. P. H. T. Thorlakson, kom til borgarinnar í lok fyrri viku ásamt frú sinni, og dvöldu þau hjónin hér fram á mánu dagskvöld, en þá lögðu þau af stað suður til New Orleans og sigla þaðan til Suður-Ameríku; á skipinu verður haldið þing sérfræðinga í augnasjúkdómum; þessi merku hjón ráðgerðu að verða nálægt fimm vikum ferðalaginu. M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja A ÉLJ i | | Kaupið hina nýju og ágætu bók Jón á Strympu eftir GUNNSTEIN EYJÓLFSSON * Bókin kostar í bandi $5.00, en óbundin $3.50 Fæst í Riverion Drug Slore, Riverton og í Björnsson's Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg Einnig í Arborg Cafe, Arborg, og Arnason Self-Serve Store, Gimli. Séra Valdimar J. Eylands Heimili 686 Bannmg Street Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjun sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 25. janúar: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Mr. og Mrs. Valdi Bjarnarson frá Langruth hafa dvalið í borg- inni undanfarna daga. ☆ Pósthúsið í Selkirk var byggt fyrir 40 árum, en þá voru aðeins 2900 íbúar í bænum; síðan hefir bæjarbúum fjölgað um meir en helming; þar búa nú 6200 manns, er því orðið of þröngt í póst- húsinu, að því er blaðinu Selkirk Enterprise segist frá. ☆ William Indriðason hefir verið kosinn formaður viðskiptaráðs- ins — Chamber of Commerce — í Selkirk, en Dr. Chas. Scribner er formaður viðskiptaráðsins á Gimli. Maxine Lois May, yngsta dótt- ir Mr. og Mrs. Thomas Scott, Flin Flon, Man., og Henry Björn sonur Mr. og Mrs. S. B. Guðna- son, Kandahar, Sask., voru gefin saman í hjónaband 13. desem- ber s.l. í Northminster United kirkjunni í Flin Flon. Rev. Rupp framkvæmdi hjónavígsluna. ■ Miss Shirley Guðnason var brúðarmey, en Mr. Don Scott aðstoðaði brúðgumann. Heimili ungu hjónanna verður í Flin Flon. ☆ — GIFTING — Leiðinleg mistök SAGA eftir O. SCHRÖDER r "i Icelundic Cunudiun Club Banqnet and Dance Blue Room, MARLBOROUGH HOTEL FRIDAY, JANUARY 30, 1953 6:45 p.m. Jimmy Gowler's Orchestra MODERN AND OLD TIME MUSIC Dress Optional ADMISSION: Banquet and Dance $2.50 per person Dance Only (commencing at 9:00 p.m.) $1.00 per person Carol Elaine, dóttir Mr. og Mrs. H. Eastman, Riverton, og William Ernest, sonur Mr. og Mrs. E. Bell, Hecla, voru gefin saman í hjónaband í lútersku íirkjunni í Riverton, 16. janúar; séra Harald S. Sigmar gifti; svaramenn voru Mrs. Anne Eastman og Franklin Magnús- son; brúðarmeyjar, Mrs. Guð- laug Johnson og Miss Fjóla Johnson; Gísli Eastman og Chris Bell vísuðu til sætis. Að athöfn- inni lokinni var móttaka og dans samkomuhúsi byggðarinnar. Heimili ungu hjónanna verður að Hecla, Man. ☆ Kveldverðarfundurinn, sem Karlaklúbbur Fyrsta lúterska safnaðar efndi til síðastliðið þriðjudagskvöld var ágætlega sóttur og um alt hinn skemti- legasti. Dr. Rúnólfur Marteins- son flutti borðbæn, Ingimar Björnsson hafði fundarstjórn með höndum, en ræðumaður var prófessor Tweedie, mælskur maður og bráðfyndinn. Skúli Andersson þakkaði ræðumanni fyrir snjalla og ágæta ræðu. ☆ Séra S. O. Thorlakson var aðalræðumaður á fundi Berkeley Women’s City Club hinn 13. þ. m., þar sem hann lagði á- herzlu á gildi Islendingasagna og gerði grein fyrir þeirri sérstöðu, erþær ætti í heimsbókmentun- um; þótti ræðan hin gagnmerk- asta um alt. Hansen aðstoðarmaður var satt að segja allgramur. Hugsa sér, að láta mann, sem aðeins hafði verið einn dag hjá „Jarms- borg & Co.“, sitja langt fram nótt og þræla í aukavinnu! Það var líka labbakúturinn Poulsen sem í smjaðurlegasta tón hafði spurt hann, hvort hann gæti ekki, bara þetta eina kvöld hugsað sér að verða eftir og skrifa upp þennan nafnalista? Hansen hafði blátt áfram ekki þorað að segja nei, það var ekki hyggilegt af nýjum manni að koma sér út úr húsi hjá þeim eldri, og þess vegna hafði Han- sen brosað blítt og sagt: Og nú sat hann hér aleinn stórri skrifstofu með háan hlaða af umslögum og endalausan lista af nöfnum og heimilis' föngum. Hansen sat og skrifaði öldung- is vélrænt, og á meðan var hann sokkinn niður í eigin hugsanir Hansen var nefnilega töluverður draumóramaður, jafnvel ekki laus við grillur. Hann dreymdi stöðugt um hvernig hann afvopnaði bófa bjargaði ímyndaðri, fagurri dótt ur ímyndaðs milljónungs, annað hvort undan mannýgu nauti, eða ennþá betra — frá drukknun (Við drukknunarslys eru venju- lega fleiri áhorfendur). Hansen aðstoðarmaður vonaði einnig hér hjá „Jarmsborg & Co.“, að afreka eitthvað, sem yrði til að hækka hann í tign- inni bæði fljótt og vel. Hansen leit á umslagið, sem var í ritvélinni. I staðinn fyrir „Jón Jónsson, Aðalstræti 157 stóð eftirfarandi klausa þvert yfir umslagið með tómum upp- hafsstöfum: Ungur skrifstofumaður af vopnar 6 alvopnaða skamm- byssubófa! Þessi glæsilega lína endaði með skrautlegu, rauðu upphróp- unarmerki. Hansen andvarpaði og setti nýtt umslag í ritvélina. Það buð- ust ekki mörg tækifæri til að vinna sér til frægðar nú á tím- um. Klukkan var nú 23, og Hansen þreifaði eftir eldspýtum til að kveikja í sígarettunni sinni. Hann fann hvergi á sinni eigin persónu neitt af þessum ómiss- andi hlutum og stóð því upp til að fara inn í bakherbergið og leita þar og fá þær lánaðar. Þegar Hansen ætlaði að fara út úr bakherberginu, varð hon um litið á skyggðu rúðurnar hurðinni að einkaskrifstofu Jarmsborg forstjóra. Það var ljós þar inni. Sú hugsun, að einhver hefði máske gleymt að slökkva á eftir sér, gerði alls ekki vart við sig hjá Hansen. Eftir beztu glæpa- reyfaraforskriftum skyldi mað- ur jafnan setja dauflega lýst hurðargler í samband við þjófa og bófa. Hjartað hoppaði í brjósti Han- sens. Hér var tækifæri! Nú skyldi hann sýna fólki, hvað hann gæti. Framúrskarandi gætilega opn- aði Hansen dyrnar að forstjóra- herberginu og gægðist inn. Álútur yfir skrifborðinu stóð maður í gráum rykfrakka, önn- um kafinn að rannsaka skjöl. Tekið þau úr peningaskápnum, sagði leynilögreglumannsheili Hansens, því þetta tvílásaða húsgagn stóð upp á gátt. Nú var Hansen rétt aftan við þjófinn. Sú hugsun leiftraði í gegnum heila hans, að auðvitað væri þjófurinn vopnaður, og hér stóð hann nú vopnlaus eins og skot- skífa fyrir óðan glæpamann! Dálítil slagsmál gat Hansen reyndar hugsað sér, en að láta minnast sín í morgunblöðunum sem: — Ungur skrifstofumaður lætur lífið í viðureign við hættu legan glæpamann, — nei, það var ekki álitlegt. Maðurinn stóð enn álútur yfir skjölunum, meðan Hansen fálm- aði afar gætilega eftir stóru höfuðbókinni í bókahillunni. Nú hafði hann hana í höndum og nú sneri maðurinn sér við. Höfuðbókin í stóru fyrirtæki er í sjálfu sér mikilsháttar plagg, og kastað af góðum handknatt- leiksmanni eru áhrifin ekki neinn hégómi. Maðurinn rauk um — rotaður. Hansen fullvissaði sig um rotið, sótti síðan nokkur hand- klæði og batt þjófinn tryggilega. Maðurinn hafði engin vopn á sér, og það gramdist Hansen ekki lítið, en það varð að hafa það. Með unaði hugsaði Hansen til þess, að á morgun yrði hann kynntur Jarmsborg forstjóra, sem þá kæmi heim úr ferðalagi. Auðvitað var forstjórinn feitur og kumpánalegur náungi, sem í launaskyni myndi rétta honum álitlega ávísun ásamt loforði um skjóta forfrömun. Hansen náði í símaskrána og fann nafn Snor- felts prókúrista. „Já, er það hjá Snorfelt pró- kúrista? Má ég tala við hann sjálfan persónulega, það er afar áríðandi. Þér getið sagt að það sé Hansen skrifstofumaður á skrifstofunni.“ Hansen talaði í yfirlætisfull- um tón, einkum þegar hann skýrði prókúristanum frá fanga- tökunni í skrifstofu forstjórans. „Hann liggur þar inni ramm- lega bundinn, og ég held hann sé ekki raknaður við ennþá,“ lauk Hansen máli sínu. Það var andartaks þögn í hin- um enda símans, og Hansen heyrði prókúristann draga þungt andann. Þetta finnst honum þó nokkuð til um, hugsaði Hansen ánægður. En svo hvessti skyndilega: „Vitið þér, hver það er, sem þér hafið hálfdrepið og bundið? Vitið þér það, piltur minn? Jæja, ekki það! Þá skal ég segja yður það. Jarmsborg forstjóri! Já, heyrið þér það: Jarmsborg for- stjóri í eigin persónu! Þetta verður yrður dýrt spaug, ungi maður! Forstjórinn er nýfarinn frá mér til skrifstofunnar. Hann sagðist þurfa að sækja mjög þýðingarmikil skjöl. Þessu verð- ið þér sjálfur að sjá fyrir, ég vil að minnsta kosti engin afskipti hafa af leynilögregluafrekum yðar. Sælir!“ — Hringing. Hansen stóð eins og lamaður. Jarmsborg forstjóri — sjálfan Jarmsborg forstjóra hafði hann rotað, bundið og keflað. Það var hryllilegt, blátt áfram hryllilegt. Svo þaut hann inn í stofu for stjórans. Jarmsborg forstjóri lá enn á gólfinu, bundinn mörgum hand- klæðum og með óhreinan vasa- klút Hansens í munninum. Han- sen kraup á kné og byrjaði að leysa hann og talaði samtímis án afláts: „Hr. forstjórinn verður að af- saka. Mig grunaði ekki það væri hr. forstjórinn. Ég er nýkominn hingað í skrifstofuna. Hr. for- stjóri verður að skilja mig. Ég hélt sannarlega, að þetta væri þjófur . . . .“ Jarmsborg var nú staðinn upp. Hann virti fyrir sér unga mann- inn, sem stóð skjálfandi frammi fyrir honum: „Þér eruð þó sá ósvífnasti labbakútúr, sem ég hef haft hér í skrifstofunni til þessa dags. Það ætti að reka yður samstundis . . . en . . . látum oss sjá . . . Þér eruð nýbyrjaður hér, segið þér? Jæja, jæja, þá! En látið nú vera að sýna alveg svona mikla fram- takssemi í framtíðinni, ungi maður! Hjálpið mér nú að tína saman þessi blöð. Látið þau í töskuna . . . þakka!“ ÞRÍTUGASTA OG FJÓRÐA ÁRSÞING Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi verður haldið í Good Templarahúsinu við Sargent Ave. í Winnipeg, 23., 24. og 25. febrúar 1953 ÁÆTLUÐ DAGSKRÁ: 1. Þingsetning 2. Ávarp forseta 3. Kosning kjörbréfanefndar 4. Skýrslur embættismanna 5. Skýrslur deilda 6. Skýrslur milliþinganefnda 7. Útbreiðslumál 8. Fjármál 9. Fræðslumál 10. Samvinnumál 11. Útgáfumál 12. Kosning embættismanna 13. Ný mál 14. Ólokin störf og þingslit Þingið verður sett kl. 9.30 á mánudagsmorguninn 23. febr., og verða fundir til kvölds. Að kvöldinu efnir Frón til síns árlega miðsvetrarmóts. Á þriðjudaginn verða þingfundir bæði fyrir og eftir hádegi. Að kvöldinu verður samkoma undir stjórn The Icelandic Canadian Club. Á miðvikudaginn halda þingfundir áfram og eftir hádegið þann dag fara fram kosningar embættis- manna. Að kvöldinu verður almenn samkoma undir umsjón aðalfélagsins. Winnipeg, Man., 21. janúar 1953 I umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins, VALDIMAR J. EYLANDS, forseti INGIBJÖRG JÓNSSON, ritari

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.