Lögberg - 22.01.1953, Blaðsíða 2

Lögberg - 22.01.1953, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. JANÚAR, 1953 DAVIÐ STEFÁNSSON: GRÓÐUR OG GÆFA Ræða fluli 1. des. á svölum Alþingsishússins EKKI ALLS fyrir löngu kvað er lendur vísindamaður upp þann úrskurð, að ísland gæti með naumindum t a 1 i z t byggilegt land. Áður þóttist annar hafa leitt að því rök, að öll menning hörfaði undan hitanum — í norðurveg. Þriðji taldi vestrænt menningarlíf ekki a ð e i n s á hraðri ferð norður, heldur norð- ur og niður. Stundum bera staðhæfingar vísindanna svo ótvírætt mark sleggjudóma, að jafnvel leik- menn dirfast að hreyfa andmæl- um. Enginn neitar því, að víða er loftslag mildara en á íslandi, gróður meiri og fjölbreyttari, og þó er það sízt verr sett ýmsum öðrum löndum og landshlutum á norðurhveli jarðar. Víst er hér við marga erfiðleika að etja, og ná þó ekki hingað ýmsar megin- plágur, sem þjá íbúa annarra landa. Hér frýs jörð í frostnepj- um, í suðri sviðnar hún í eldi sólar. Uppskerubrestur er hér sízt tíðari en í öðrum löndum, frjómoldin íslenzka fóstrar kjarngresi, þótt ekki sé hávaxið, loftið er hreint og heilnæmt, enda hefur hér þjóð dafnað rúm þúsund ár, — og ber engar menj- ar kyrkings eða úrkynjunar, en er fyllilega jafnoki annarra þjóða að líkamsþrótti og and- legu atgerfi. í lífsbaráttu sinni hefur hún treyst guði og sjálfri sér og getur í dag, án þess að blygðast sín, horfzt í augu við alheiminn — frjáls og stórhuga. Hún hefur sigrazt á ótal plágum sem yfir hana hafa dunið, engu síður en aðrar þjóðir, og sannað það með lífi sínu, að staðhæfing vísindamannsins, sem kvað land hennar lítt byggilegt, — eru staðlausir stafir. En það eru fleiri en þessi and- legi samherji Hrafna-Flóka, sem fundið hafa hvöt hjá sér til að niðra landi okkar, bæði á inn- lendum og erlendum vettvangi. Fyrr og síðar skráðu erlendir- menn ferðasögur héðan. Sumir þeirra höfðu jafnvel aldrei til íslands komið, en höfðu far- menn að sagnaranda, gaman- sama og gífuryrta. Þá góðu drengi, sem fyrstir andmæltu þessari fáránlegu fræðslu, mun óhætt mega telja til fyrstu fylk- ingarinnar í sjálfstæðisbaráttu Islendinga. En svo bættust fleiri í hópinn. Okkur er margt annað tamara en hefja aðra til skýjanna, og kunna þó margir að meta það, sem vel er gert. Fáir munu þeir íslendingar, sem ekki minnast Jóns Sigurðssonar með lotningu. Hann var foringinn með fólkið að bakhjarli — og markaði stefn una. Margir sigrar voru unnir, fjötrar leystir, og loks kom lausnarstundin mikla — skiln- aðarstundin. Þrátt fyrir við- kvæmni og illspár einstakra manna, var það heilög skylda þjóðarinnar að krefjast frelsis og grípa fyrsta tækifærið, fyrstu mínútuna, sem gafst, til að höndla það. Við vissum öll, að sú mínúta leið skjótlega — en hitt var öllum hulið, hvenær önnur byðist jafngóð, jafn ör- lagarík. Nú dylst engum, að hið íslenzka lýðveldi var stofnað á heillastund, hvorki af leik né hefndarhug í garð konungs né dönsku þjóðarinnar, heldur af himinhrópandi nauðsyn og skyldu — skyldu við forfeður okkar, samtíðarmenn, og um- fram allt þá, sem landið erfa. Hvort sem þjóðir eru fjöl- mennar eða ekki, vilja þær stjórna sér sjálfar, og hafa til þess heilagan rétt. Menn sækj- ast ekki eftir frelsi eingöngu til þess, að lífið verði þeim léttara og hagur þeirra blómgist skyndi- lega, heldur knýr þá til þess ásköpuð, óviðráðanleg hvöt, ná- skyld lífþránni, — hvöt, sem venjulega magnast, því meira sem hún er kvalin. Ef til vill hafa sumir vænzt þess, að lýðveldið lyfti þjóðinni samstundis í sjöunda himin auð- sældar og velgengi. Öðrum var ekkert slíkt í hug. Frelsishug- sjón þeirra átti ekkert skylt efnahag og jarðneskum fjár- munum. En á óskastundinni fór um þjóðina fjörkippur. Henni svall móður. Hún réðst í fram- kvæmdir, sem áður höfðu verið ofurefli, og sýndi á þann hátt gleði sína og stórhug. Þá var gaman að lifa. En þrátt fyrir auðlindir hafs og lands, þrotlausa atorku sjó- manna og bænda og annarra, sem vinna að afla og uppskeru, ber ennþá margur skarðan hlut frá borði. Það er orðin venja nú að berja lóminn, ef rætt er um efnahag þjóðarinnar. En sízt, er hann verri en annarra þjóða. Bölvunar heimsstyrjalda verða allir að gjalda, sekir og saklaus- ir. Fimmtán hundruð milljónir núlifandi manna, víðsvegar um heim, munu búa við mun erfið- ari lífskjör en íslendingar. Við slíkan samanburð mætti bar- lómurinn hverfa, en ekki hugur til umbóta og réttlætis. Það hefur aldrei verið . ósk landsins að svelta þá, sem bjarg- ast vilja. En göfug og vitur móð- ir dekrar aldrei við börn sín. Hún vill láta þau reyra á kraft- ana og auka þroska sinn — í glímu við erfiði og þunga dagsins. ' ----o---- í höfuðborg landsins býr nú rúmlega þriðji hluti allra lands- manna, og kann þetta að vera helzt til mikið, frá hagfræðilegu sjónarmiði. Því verður ekki neit að, að í skjóli ríkisstjórnar og allskonar höfuðborgarfríðinda stendur hún vel að vígi til að skara eldi að sinni köku, jafnvel á kostnað annarra landshluta, en mun þó einnig kenna þeirra vaxtarverkja, sem oft fylgja gelgjuskeiðinu og of hröðum vexti. Það getur því ekki talizt nein þjóðarnauðsyn, að fólk sé hvatt til að flytja þangað bú- ferlum. Hitt mundi að öllu leyti hollara að beina fólksstraumn- um frá borg og bæ út á lands- byggðina og styrkja þar fátækar fjölskyldur til bygginga og bú- skapar. Um eitt skeið var mikið um það ritað og rætt að flytja sam- an byggðina, flytja fólkið frá svonefndum afdölum og útskög- um til samyrkjuhverfa miðsveit- is. Átti þessi hugmynd formæ- lendur innan allra stjórnmála- flokka, eflaust hjartagóða menn. En þeir hugsa í árum, ekki öld- um. Annars er ástæðulaust að amast við samyrkjubúskap, ef hann getur samrýmzt skapgerð fólksins. Hitt er mörgum þyrnir í augum að sjá byggða dali og skaga leggjast í eyði. Hvað hafa þessir staðir til saka unnið? Brimhljóð og lækjarniður kunna að hafa sett annan svipblæ á sitt fólk en götuskarkali og hornablástur á borgarbúa. En er það æskilegt, að allir séu steypt- ir í sama móti? Þessir fögru staðir eiga ekkert skylt við smit- bera eða glæpamann, sem þarf að einangra. Þeir eru fullkom- lega jafn réttháir öðrum byggða lögum. Þar bjó um langan aldur harðgert fólk og veðurbitið, sem storkar óveðri og erfiðleikum og þarf hvorki að blygðast sín fyrir tungu sína né lífsvenjur. Þaðan eru komin mörg óskabörn þjóð- arinnar, kjörviðir kynslóðanna. Hvenær hefur þetta fólk beðið um vorkunnsemi? Hvenær hef- ur það óskað þess að vera sett inn í einhver vermihús, langt frá fornum heimkynnum? Hjá því hefur aldrei þrifizt sá veimi- lítuhugsunarháttur atkvæða- smalans, að færa beri saman byggðina — minnka ísland. Það hefur aldrei þótt dyggð í þessu landi að hafa börn út- undan. Þess vegna eiga’ þing og stjórn, fyrir hönd alþjóðar, að rétta þessu afskipta fólki hjálp- arhönd — gera vegi og brýr, þar sem áður voru ófærur, raflýsa dalina og nesin, efla samgöngur á sjó, landi og í lofti. Þá fyrst hefur þetta þrautseiga og ram- íslenzka fólk hlotið verðskuld- aða umbun. Brátt munu ný og fögur býli rísa við veginn, og blómlegar byggðir fóstra heil- brigðar og traustar ættir. Þá mun það vitnast, að í raun og veru voru þessir staðir aldrei af- skekktir, nema í hugarórum skammsýnna stofulalla. Nú er sú öld, að kotin keppa við höfuðbólin. Það veit á gott. Heitum því öll að stuðla að því með ráðum og dáð, að byggðir landsins færist ekki saman, held ur í aukana, unz allar verða ein samfelld gróandi heild. Það er að stækka ísland. -----o---- Um það munu flestir eða allir sammála, að einangrun sé hvorki holl né hugsanleg lengur, enda er það fjarlægt Islending- um að byrgja sig inni og ala hjá sér eðli bjargþursa. Þeir vilja fylgjast með öllu, hafa sem bezta útsýn og er það fyllilega ljóst, að land þeirra er í þjóð- braut lofts og 1 a g a r, milli tveggja stórvelda, sem eru eins- konar heimsskaut stjórnmál- anna. Það skyldi því engan furða þó að hér séu skiptar skoðanir og klögumálin gangi á víxl. Stór orð eru svo margþvæld og mis- notuð, að broddar þeirra eru sljóvgaðir. Einn þykist allt vita, vera óskeitkull — eins og páfinn. Annar lætur sér fátt um finnast — og þá fer allt í blossa. Annars mætti oft halda, af deilum manna og drembilæti, að hér byggi milljónaþjóð, að ríkisstjórn henn ar væri það í lófa lagið að hafa úrskurðarvald í öllum heims- málum. En þetta kvað þó geta brugðizt. Menn gleyma smæð sinni, ekki getsökum í garð ná- ungans. En getur það verið, að til séu menn á íslandi, sem vilja selja hæstbjóðanda ættjörð sína eða gefa erlendum herrum? Eitt er víst: meginþorri manna fyrirlítur slíkan hugsunarhátt. En þó að þjóðin treysti sjálfri sér, er hún oft ósjálfstæðari í hugsun og gerðum en ætla mætti. Allt of sjaldan kýs hún að hafa frumkvæði að nýrri lög- gjöf eða lífsstefnu, en virðist una því bezt að semja sig að sið- um annarra þjóða, láta þær hafa forgönguna, en ganga í spor þeirra. Og víst er gott að geta lagnýtt sér erlenda reynslu, en einhlít er hún ekki. Æðstu menntastofnanir landsmanna verða að veita nemendum sín- um meira svigrúm til andlegra iðkana, knýja þá til sjálfstæðra hugsana, til forustu. Hver kynslóð, hver þjóð veg- samar og treystir æskunni. Hún er síðasta vonin. En einu sinni voru þeir ungir, sem með aldrin- um urðu upphafsmenn styrjald- anna. Við getum ekki vænzt stórfelldra endurbóta og afreka af ungu mmönnum, meðan þeir sitja á skólabekk — hitt er von allra, að þeirra góðu og óspilltu eðliskostir fái sem lengst að njóta sín, að þeir að loknu námi gangi prúðir og hjartahreinir til starfa, yljaðir fögrum og frels- andi hugsjónum. Nóg verkefni og vandamál bíða hinnar ungu kynslóðar, og mikl- ir sigrar, ef vel er unnið og dyg- gilega. Hvert mannsbarn þarf || að fá þá aðstöðu að geta notið beztu hæfileika sinna og krafta. Öfugstreymi má engan neyða til verka, sem honum eru ó- geðfeld og vekja hjá honum til- finningar stritandi þræls. Slíkt er sálardrep. Vinna, sem veitir yndri, er tryggasta gleði hvers manns. Margar venjur standa til bóta, og mat á verðmætum þarf að breytast til muna, ef andinn á ekki að storkna í efn- inu. En til þess lifum við um- fram allt, að leggja rækt við mannlega sál, þjóna andanum. Hans ríki er meira og víðlend- ara öllum öðrum stórveldiun til samans. Og innst inni þráir allt mannkyn meiri vizku, fegurra líf. Það mun örðugra en margir hyggja að verja frelsi og rétt smáþjóðar, sem er mitt á milli steinsins og sleggjunnar, milli andstæðra stórvelda, sem leynt og ljóst beita áhrifum sínum til íhlutunar og yfirráða. Hvorug- um þessu mmáttuga aðila má þjóðin ganga á hönd, það verður að vera eitt af framtíðarheitum íslenzkrar æsku. Vopnlaus og fámenn þjóð fær ekki við það ráðið, hverju stórveldi fær á- orkað, ef það beitir morðvélum og miskunnarleysi. Barátta Is- lendinga getur því aldrei orðið í því fólgin að heya blóðuga styrj- öld — heldur andlega baráttu. Þeir verða að hafa réttlætið að vopni, sjálfstæðishvötina, frels- isþrána, sannfæringarkraftinn, vitsmuni og drengilega einurð. Sé vel á þeim vopnum haldið, geta þau enn sem hingað til orð- ið sigursæl. Með þeim verðum við að berjast fyrir heimflutn- ingi handritanna, verndun hand- r i t a n n a, heillavænlegri lausn verkfallsins. Með þeim vopnum braut þjóðin af sér margra alda kúgun. Þess vegna er lýðveldi á íslandi. Þess vegna éigum við innlendan þjóðhöfðingja. Og ást æskunnar á fengnu frelsi á sér dýpri rætur en svo, að hún fölni á einni frostnótt eða fjúki burt í goluþyt, hvort sem blæs úr vestri eða austri. Hvað sem yfir dynur, hvort sem bíður okkar gæfa eða ógæfa, þá skal sá andi altlaf eiga hér heimaland, sem eitt sinn reis gegn því, að íslend- ingar yrðu fluttir suður á Jót- landsheiðar . ----o---- Óttinn við þriðju heimsstyrj- öldina sækir fast á mennina. Þeir friða vondar samvizkur með því að látast gera allt til að hindra djöfulæðið, og ráð þeirra til úrbóta er — aukinn vígbún- aður. En er ekki hæpið að trúa á friðarboðskap vopnanna? Væri ekki tryggara að varpa þeim frá sér með öllu — líkt og Islend- ingar gerðu fyrir löngu? Að þessu leyti gætu þeir verið fyr- irmynd allra annarra þjóða. En þó að friðarhugsjónin eigi sér marga formælendur, þá er svar valdhafanna við öllum þeirra spurningum og öllum þeirra bænum á einn veg: Vopn, meiri vígbúnað . . . Hvað á mannheim- ur 1 vændum? Hvað bíður ís- lands, Evrópu, Ameríku, Asíu annara þjóða? Einn mesti mannvinur og frið- arpostuli þessarar kynslóðar, hann sem bjargaði milljónum manna frá því að verða hungur- morða, mælti eitt sinn á þessa leið: Orsakir styrjalda eru þær, að menn vilja stríð. Þeir geta sjálfum sér um kennt. Styrjalda eru þeirra eigin smán. Hverjir eru það, sem vilja stríð? Nokkrir valdasjúkir harðjaxl- ar, nokkrir gráðugir auðkýfing- ar, n o k k r i r samvizkulausir vopnasalar? Ekki eru þeir allt mannkynið? En hingað til hefur þeim tekizt að sefja fjöldann, trylla hann, ginna hann eða neyða út á blóðvöllinn. Þetta var og er sorgin mikla, örlaga- dómurinn, bölvun jarðar. Það eru fleiri en herteknir menn í fangabúðum, sem misst hafa trúna á mannkynið. Engan skyldi furða, þó að minnsta kosti fimmtán h u n d r u ð milljónir hungraðra manna fylgdu að mál- um þjáðum bræðrum sínum. Stjórnmálamenn sitja friðarráð- stefnur á daginn, um nætur dreymir þá um meiri völd, mátt- ugri sprengjur. Skattpíndar þjóðir vinna baki brotnu til þess að hægt sé að smíða fleiri morð- vélar og píslartól. Menn eru níddir í ræðu og riti, njósnir reknar, lygin mögnuð og úlfúðin og gegnum allan þann málflutn- ing helstefnunnar berst angista- rópið: Vér höfum misst trúna á mannkynið. Allt er þetta þungur dómur á ríki og kirkju, skóla og vísindi, listir og bókmenntir. Jafnvel Kristur og Beethoven komast ekki hjá lasti. — Engan furðar, þó að örvænting nísti bjargar- laust og ráðþrota fólk, en þeim mun meiri og þyngri eru skyld- ur hinna, sem hafa þrek og að- stæður til að vinna að ræktun landa og lýðs. * ♦ v íslendingar s t a n d a öðrum þjóðum fullkomlega jafnfætis að þroska og siðgæði og búa í dag við beztan kost allra Evrópu- þjóða. Mikið hefur á unnizt frá því á dögum bænaskránna, frá því á dögum konungdóms og kansellístíls, einveldis og ein- okunar. Gælum aldrei framar við þá drauga. En hver væntir ekki þess dags er þjóðin fær að búa óáreitt, á ekkert undir högg að sækja — og sér síðasta erlenda hermann- inn hverfa út fyrir landhelgina? Vel má vera," að menning dafni betur í svalviðri en svækju hita — en týnd er hún ekki með öllu. Margir hafa þó tilhneig- ingu til að gylla hið liðna á kostnað líðandi stundar — jafn- vel hins ókomna. Sýnu verra er að hyggja menn til þess eins borna að kveljast og kvelja aðra. Hitt mun sanni nær, að frelsi manna sé í raun og veru meira en þeir hafa ennþá þekk- ingu og þrá til að njóta; að menn búi yfir meiri innibyrgðri gleði en þá sjálfa grunar, eigi meira afl til góðs en þeir ennþá beita, meiri kærleika en þeim er tamt að láta í ljós. Þó að margt glepji og hindri góð áform, eru íslendingar með- al hinna gæfusömu — þeir hafa ekki ennþá misst trúna á mann- kynið. Meðan einn gneisti brenn ur, er ekki vonlaust, að eldurinn glæðist. Meðan ein göfug tilfinn- ing, ein fögur og frelsandi hug- sjón kviknar í mannlegri sál, er von um björgun og frelsi alls mannkyns. Sýnum það, íslendingar, að sú hugsun verði aldrei viðskila við þjóðina. Sýnum það í vilja og verki, að við trúum — á guð og menn. Hver, sem það gerir, geng ur fagnandi inn í framtíðina. — LESBÓK MBL. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34. REYKJAVIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.