Lögberg - 12.02.1953, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. FEBRÚAR, 1953
3
Buddha gegn Staiin
Viðreisnin í Burma heíir tekist
ótrúlega vel, þrátt fyrir
erfiðustu aðstæður
Þann 4. þ.m. voru fimm ár
liðin síðan Burma hlaut sjálf-
stæði sitt. Þess var minnst með
miklum hátíðahöldum í Burma
og mörg erlend blöð minntust
þess. Yfirleitt voru dómarnir
þeir, að Burma hefði farnazt
betur en vonir stóðu til og mætti
vænta þar mikilla framfara á
komandi árum, ef ekkert sér-
stakt kæmi fyrir.
Hinn kunni hæstaréttardómari
í Bandaríkjunum, William O.
Douglas, ferðaðist um Burma
síðastl. sumar og hefir síðan rit-
að um þá ferð sína í amerísk
blöð. Verður hér á eftir einkum
stuðst við upplýsingar hans.
— Ég var búinn að fara víða
um Burma, segir Douglas á ein-
um stað, og undraðist yfir því,
hvað mikið hafði áunnizt. Ég var
staddur í borg einni alllangt frá
R a n g o o n, er stjórnarfulltrúi
nokkur bauð mér að koma og
skoða bænahúsið. Er við komujn
þangað, sagði stjórnarfulltrú-
inn: Hérna biðjumst við alltaf
fyrir. Ég innti hann nánara eftir
því, hvað hann meinti með orð-
inu „við.“ Hann svaraði því, að
hann ætti við embættismenn
stjórnarinnar, er kæmu þarna
saman á hverjum degi, er þeir
hafðu lokið störfum til þess að
biðjast fyrir.
Douglas segir, að honum hafi
við þetta svar verið hugsað til
embættismanna í Washington
eða öðrum vestrænum höfuð-
borgum, er flýttu sér í cocktail-
boð eða finndu sér eitthvað ann-
að til skemmtunar að loknu dags
verki. Jafnframt sagðist hann
hafa skilið stórum betur eftir en
áður þá miklu byltingu, er raun-
verulega hefði verið gerð í
Burma. Hún var borin uppi af
sterkri hreyfingu, sem haldið var
saman af einlægri trú og hug-
sjónum. Það var Buddha, sem
hafði sigrað Stalín.
Miklir erfiðleikar
Ástandið gat vart verið ömur-'
legra en það var í Burma, þegar
þjóðin hlaut sjálfstæði sitt.
Burma var hernumið af Japön-
um snemma í Asíustyrjöldinni,
en Bretum tókst að hrekja þá
þaðan að mestu fyrir lok henn-
ar. Mikið tjón hlaust af styrjald-
arátökunum í landinu, m.a. urðu
borgirnar fyrir miklum skemmd-
um af völdum loftárása. Japanir
felldu líka óspart búpeninginn.
Um tvær milljónir ekra af hrís-
grjónaökrunum fóru í órækt.
Þannig mætti lengi telja* þá
efnahagserfiðleika, er styrjöldin
orsakaði.
Þetta voru þó ekki einu erfið-
leikarnir. Síðari stríðsárin hafði
^ayndað allsterk andspyrnu-
hreyfing gegn Japönum. Komm
unistum tókst þar eins og víðar
að koma ár sinni þannig fyrir
horð, að þeir náðu tökum á
henni að verulegu leyti í stríðs-
lokin. Þeir notuðu sér þessa að-
stöðu til að taka völdin í ýmsum
landshlutum, en héldu annars
staðar uppi skæruhernaði. Mark-
rnið þeirra var að ná völdunum
1 sínar hendur. Þegar Burma
hlaut sjálfstæði, voru ítök komm
ónista mjög mikil. Rétt á eftir
hættist það svo við, að einn þjóð
flokkur landsins, Karenar, gerði
uPpreisn og heimtaði fullt sjálf-
s^æði. Um skeið mátti svo heita,
hin nýja stjórn landsins réði
ekki fullkomlega y f i r nema
stærstu borgunum. Skæruliðar
° u uppi meira og minna annars
þessum tíma var líka búizt
við því, að stjórnin myndi liðast
sundur þá og þegar og Bretum
var legið á hálsi fyrir að hafa
atið Burmabúa fá sjálfstæði
^ ur en þeir höfðu verið orðnir
®rir um að fara með það.
^lðreisnin
^u er ástandið í landinu hins
Vegar orðið mjög á aðra leið. Bú-
ið er að mriða flesta landshluta,
en þó eru enn skæruliðasamtök
á nokkrum stöðum. Stjórnin er
talin orðin alltraust í sessi og
efnahagsástandið h e f i r mjög
batnað. Það virðist ekki annað
séð en að stjórnin sé búin að
vinna sér traust landsmanna.
Það á hún að þakka framkomu
sinni og stefnu. Forsætisráðherra
hennar, U Nu, nýtur ekki sízt
mikils trausts og vinsælda.
Flokkur hans fékk 85% atkvæða
í seinustu kosningum. Hann er
nánast sagt róttækur jafnaðar-
maður, en andkommúnisti og
heittrúaður Buddhisti. Hann hef
ir m.a. byggt flokk sinn á trúar-
vakningu.
Eitt af fyrstu verkum U Nu
var að setja landinu nýja stjórna
skrá. Hún gerir ráð fyrir fylkja
skipun, líkt og er í Bandaríkj-
unum. Þetta hefir gefizt vel í
Burma, því að þar eru allmargir
þjóðflokkar, er hafa nú hlotið
sjálfsstjórn, sem þeir virðast
una vel.
Næsta verk U Nu, sem ef til
vill hefir aflað honum mestra
vinsælda, var jarðaskiptingin. 1
stjórnarskránni segir, að ríkið
sé yfirráðandi allra jarðeigna,
geti tekið þær eignarnámi og
hefir það nú verið gert með
allar stórjarðir. Hinir gömlu
leiguliðar eru nú jarðeigendur
innan þeirra takmarka, er ríkið
setur.
Flest flutningatæki hafa verið
þjóðnýtt, eins og járnbrautir og
fljótaskip. Útflutningsverzlunin
á hrísgrjónum, sem er stærsti
útflutningsliðurinn, hefir líka
verið þjóðnýtt. U Nu hefir þó
yfirleitt varazt að ganga lengra
í þjóðnýtingarátt en nauðsyn
krafði. En víða var við slíka
einkahagsmuni að etja, að ekki
var um annað að ræða. Sam-
vinnufélög hefir U Nu eflt á ýms
um sviðum, en þó telur hann að
þau megi ekki efla hraðar en
þroski fólksins leyfir. Sama gild
ir um verkalýðssamtökin. Vísir
að þeim hefir verið komið á fót,
og er ætlunin að þau eflist smátt
og smátt.
Stjórnarhætti í Burma er vit-
anlega ekki hægt að mæla eftir
vestrænum mælikvarða, þar
sem aðstæður eru þar allt aðrar.
í heild verður þó ekki annað
sagt, en þar stefni í rétta átt.
í skólamálum og heilbrigðis-
málum hefir verulegu verið á-
orkað, en þau mál voru í hörmu-
legu ástandi og eru raunar enn.
Eitt af athyglisverðustu verk-
um U Nu er meðferð hans á
skæruliðum, er gefast upp, sem
flestir eru kommúnistar. Þeir
eru settir á uppeldishæli, þar
sem þeir fá að læra ýmsar iðn-
greinar og komast þeir þá oftast
í góða atvinnu að hælisvistinni
lokinni. Niðurstaðan verður yfir
leitt sú, að þeir snúast til fylgis
við U Nu. Er talið, að þetta
hjálpi mjög til þess að vinna
fylgi af kommúnistum.
Sjálfstæð þjóð
Það hefir vitanlega greitt
mjög fyrir endurreisninni, að
Burma er auðugt land. Þar eru
nú 17 millj. íbúa, en talið er að
landið gæti auðveldlega fram-
fleytt fimm sinnum fleiri íbúum.
Fyrir styrjöldina fluttu Burma-
búar árlega út 3 millj. tonna af
hrísgrjónum. Burma hefir einn-
ig mikið af góðum nytjaskógum
og þar er olía í jörðu og margir
góðmálmar. Stjórnin hefir haf-
izt handa um að hagnýta þessi
auðæfi eftir megni og taka
aukna tækni í þjónustu atvinnu-
veganna. Hefir hún einkum not-
ið aðstoðar Bandaríkjamanna
við það síðarnefnda.
Sambýlið við Kína veldur því,
að Burma kýs að fylgja hlut-
leysisstefnu. En Burmabúar
leggja hins vegar áherslu á að
sýna, að þeir séu ekki háðir
Kínverjum og vilji ekki vera
það. Þegar sendiherra Burma
kom fyrst til Kína eftir valda-
töku kommúnista, ætlaði kín-
verska stjórnin að láta staðgeng
il Mao Tse Tung taka á móti
skilríkjum hans. Sendiherrann
neitaði því og kvaðst aðeins af-
henda þau Moi Tse Tung sjálf-
un. Honum var þá bent á, að
staðgengill hans hefði tekið á
móti skilríkjun sendiherra frá
Póllandi, Ungverjalandi, Rú-
meníu, Tékkóslóvakíu og Alban-
íu. M.a. benti rússneski sendi-
herrann honum á þetta, Hann
leg sig samt ekki, og stjórnin í
Burma stóð líka með honum.
Hún lét fréttast til Peking, að
sendiherrann yrði kalaður heim
ef Mao Tse Tung tæki ekki sjálf
ur við skilríkjunum. Þá var loks
látið undan og tók kínverski
einræðisherrann sendiherranum
hið bezta.
í sumar mætti U Nu á fjöl-
menn um fundi opinberra starfs
manna í Rangoon. Hann gerði
þar grein fyrir stefnu stjórnar-
innar. Aðeins einu sinni var mál
hans truflað með lófaklappi. Það
var þegar haim sagði: Við mun-
um ekki gerast, lærisveinar
neins stórveldis eða leppríki ein-
hverrar stórveldablakkar. Við
munum ekki einu sinni hreyfa
minnsta fingur eftir fyrrmælum
utan frá.
— TÍMINN, 10 jan.
Fjórða bindi ritsafnsins „Austurland"
Eftir DR. RICHARD BECK
Áttahagafélög þau sem risið
hafa upp á íslandi á síðari ár-
um, vinna þarft verk með fé-
lagslegri starfsemi sinni, og þá
eigi síður með útgáfu rita þar
sem safnað er í einn stað sögu-
legum og þjóðlegum fróðleik, er
annars myndi, eigi ólíklega, fara
forgörðum.
Austfirðingum vestan hafs
eigi síður en austan má vera það
fagnaðarefni, að Austfirðinga-
félagið í Reykjavík skipar með
sóma sess sinn í hópi slíkra átt-
hagafélaga og hefir unnið ýms
nytjaverk. um annað fram með
útgáfu ritsafnsins Austurland)»
en fjórða bindi þess er nýkomið
út; er ritið sem áður gefið út að
tilhlutun Sögusjóðs Austfirð-
inga, en aðalútgefandinn er bóka
forlagið Norðri í Reykjavík. Rit-
nefndina skipa Halldór Stefáns-
son, Bjarni Vilhjálmsson og Jón
Ólafsson.
í þrem fyrstu bindum ritsafn-
sins er skráður harla mikill og
margháttaður fróðleikur um
Austurland, og má það einnig
með sanni segja um hið nýút-
komna fjórða bindi, sem er 260
bls. að stærð, að nafnaskrá og
ítarlegu efnisyfirliti meðtöldum.
Þetta bindi er einnig sam-
felldara að efni en eldri bindin,
því að megin innihald þess er
hið fjölþætta og greinagóða yfir-
lit Halldórs Stefánssonar: „Þætt-
ir úr sögu Austurlands á 19. öld“
sem verulegur fengur er að, og
mega Austfirðingar vera höfund-
inum þakklátir fyrir þetta fróð-
leiksríka þáttasafn hans.
í gagnorðum inngangi lýsir
höf. sérkennum Austurlands um
veðurfar, almenn bjargræðisskil-
yrði til sjávar og sveita, og á-
standinu í byrjun 19. aldar. Tel-
ur hann síðan upp helztu bú-
skaparmenn austur þar um þau
aldamót, bæði í embættismanna
og bændastétt, og er sú upptaln-
ing hin fróðlegasta.
Að innganginum loknum hefst
síðan aðalefni þessa sagnfræði-
lega yfirlits Halldórs Stefáns-
sonar, en því er vel lýst í megin-
dráttum í þessum lokaorðum
inngangsins:
Hér verður nú klofin frá-
sögnin í sérstaka þætti. Aðal-
þættirnir eru þrír, Verzlunar-
þáítur, Búskaparþáttur og Sjó-
sóknarþátiur. Auk þess verða
sérstakir þættir um hluttöku
kvenna í framvindu sögunnar
og þáttur um ýms atriði, sem
ekki hafa fallið inn í aðra þætti.
Loks er þáttur um ættstofna.
Kaflar úr félagsmálasögu ald-
arinnar eru ritaðir í III. bindi.
Að öðru leyti fléttast félagsmál-
in inn í aðra þætti.
Allt eru þetta yfirlitsþættir,
sem fylla má út með ýtarlegri
frásögnum að vild. Þeim er ætl-
að að vera leiðarhnoð, sem rekja
má um slóðir sögunnar á 20. öld-
inni. Með því að tengja þá sam-
an í huga á tímamótum og að
sögulokum, er heildaryfirlitið
fengið.“ —
Meginþáttunum er síðan skipt
í smærri kafla, sem of langt yrði
hér upp að telja, en öll er niður-
röðun efnisins hin skilmerki-
legasta og frásögnin hin læsileg-
asta, svo að yfirlit þetta veittir
glögga yfirsýn yfir þróun aust-
fizkra verzlunarmála, búnaðar-
mála og sjávarútvegsmála, fé-
lags-og menningarmála á öld-
inni, sem leið.
Hér er að sjálfsögðu sérstak-
lega getið, þó í stuttu máli sé,
þeirra félagslegu hreyfinga, sem
auðkennt hafa Austfirðinga, svo
sem Fríkirkjuhreyfingar þeirra,
er var næsta athyglisvert þjóð-
félagslegt fyrirbrigði, þó sú alda
sé nú hjöðnuð.
Kaflinn um þáttöku kvenna í
félagsmála-og menningarsögu
Austurlands á þessu tímabili er
einnig hinn eftirtektarverðasti,
og þeirra þar að verðleikum að
góðu getið. Er það t.d. sérstak-
lega frásagnarvert, að fyrsta
kvennablað á Islandi var stofn-
að á Austurlandi, en það var
hálfsmánaðarblaðið Framsókn,
er þær mæðgur Sigríður Þor-
steinsdóttir, kona Skapta rit-
stjóra Jósepssonar, og Ingibjörg
dóttir þeirra, stofnuðu á Seyðis-
firði í ársbyrjun 1895.
Sérstakur kafli fjallar, að von-
um, um Vesturheimsferðir Aust
firðinga, sem miklar voru um
eitt skeið, eins og alkunnugt er,
og lágu til þeirra góðar og gild-
ar þjóðfélagslegar ástæður, eins
og höf. bendir réttilega á; hitt
dregur hann eigi fjöður yfir,
hver blóðtaka sá útflutningur
var Múlasýslum.
En þó að skin og skuggar, eins
og alltaf er í ferli þjóðanna og
lífi einstaklingsins, hafi á um-
ræddu tímabili skipst á í sögu
Austurlands, ber þetta yfirlit
glögglega með sér, að Austfirð-
ingar hafa hvorki verið eftir-
bátar annarra landa sinna um
frelsisást né framsóknaranda.
Spáir það góðu um það, að þeir
muni ganga sigrandi af hólmi
þeirra vandkvæða, sem þeir,
eins og heimaþjóðin í heild sinni
eiga við að glíma nú á þessum
viðsjár-og erfiðleikatímum.
Auk hinna efnismiklu þátta
sinna úr sögu Austurlands, á
Halldór Stefánsson í þessu bindi
Framhald á bls. 7
Stingandi fótaverkur
Þjáist þér I leggjunum svo sem hníf
væri stungið í holdið? Veitist yður
erfitt að rétta úr fótunum? Þúsundir
mæla með Templeton’s T-R-C’s vegna
skjðtrar svíunar á vöðvasársauka.
Yður getur batnað við að nota T-R-C’s.
65 c., $1.35 I lyfjabúðum. T-833.
Skrautblóm
18 TEGUNDIR 25c
Allir sem hafa á-
nægju af hús-
biðmum ættu að
fá einn eða tvo
pakka af Geran-
ium fræinu okk-
ar. við höfum á
boðstðlum skraut
legt safn af Dazz-
ling S c a r 1 e t,
Plame Red, Brick
Red, Crimson,
Maroon, Vermilion, Scarlet, Sal-
mon, Cerice, Orange-Red, Sal-
mon-Pink, Bright Pink, Peach,
Bluch Rose, White, Blotched,
Variegated, Margined. Sprettur
vel og blðmstrar oft 90 dögum
eftir sáningu.
(Pkt. 25c) (2 fyrir 45c) póstfrítt
Sáið núna.
Sórstakt tilboð: 1 pkt. af ofan-
greindu og 5 pkt. af öðrum
blðmafræjum, öll mismunandi,
auðveldlega ræktuð innanhúss.
$1.25 virði, alt fyrir 65c
póstfrítt.
C D C E OUR BIG 1953 SEED
rivCC and NURSERY BOOK
I
Kii u i ri íífSnÍ^BW!
DOMINION SEED HOUSE
CEORCETOWN.ONT.
Business and Professional Cards
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary's and Vaughan, Winnipeg
PHONE 92-6441
--------------------------
I
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh Sl. Winnipeg
PHONE 92-4624
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgð,
bifreiðaábyrgð o. s. frv.
Phone 92-7538
Phone 74-7855 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Ashphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
FOR QUICK, RELIABLE SERVICE
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK. MAN.
Phones: Offlce 26 — Res. 230
Offlce Hours: 2:30 - 6D0 p.m.
Thorvaldson Eggerison
Bastln & Siringer
Barristers and Sollcltors
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917
Offlce Phone Res. Phone
92-4762 72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUTLDLNG
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
GIMLI FUNERAL HOME
Sími 59
SérfræOingar i öllu, sem aO
útförum lýtur
BRUCE LAXDAL forstjóri
Licensed Embalmer
Dr. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 92-7932
Home Telephone 42-3216
i Dr. ROBERT BLACK
Sérfræðingur I augna, eyrna, nef
og hálssjúkdömum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 92-3851
Heimaslmi 40-3794
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargeni Ave., Winnipeg
PHONE 74-3411
Gundry Pymore Ltd.
British Quality Fish Netting
58 VICTORIA ST. WINNIPKG
PHONE 92-8211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage will be appreclated
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook St.
Selur likkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá beiti.
Stofnað 1894 Sími 74-7474
Minnist
BETCL
í erfðaskrám yðar.
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opposite Matemlty PavilJon
General Hospltal
Nell's Flower Shop
Wedding Bouqueta, Cut Flowers,
Funeral Designs, Corsages,
Beddlng Plants
Nell Johnson Res. Phone 74-6753
-----------------------------J
PHONR 02-7025
H. J. H. Palmason, C.A.
Chartered Aeconntant
505 Confederatlon Llfe Bulldlng
WINNIPEG MANITOBA
jfohnny, JZyan
1071 DOWNING ST. PHONE 72St2t
WINNIPEC'S FIRST
"MAILORPHONE"
ORDER HOUSE
This Week's Special:
Free gift certificates to the
first 20 persons who phone or
write in.
Kaupið Lögberg
SELKIRK MEUL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt herelnlr. Hitaelnlngar-
rör, ný uppfyndlng. Sparar eldi-
við, heldur hita frá að rjúka flt
með reykum.—Skrifiö, slmiC til
KILLY SVEINSSON
625 Wall Street Wlnnlpeg
Just North of Portage Ave.
Slmar: 3-3744 — 3-4431
J. WILFRID SWANSON 8t CO.
Insurance ln all its branches.
Real Rstate - Mortgages - Rentals
216 POWRR BUILDING
Telephone 937 181 Res. 693 496
LET US SERVE YOU
Parker, Parker and
Kristjansson
Barrislers - Solicilors
Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjanason
506 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Wlnnlpeg, Man. Phone 92-3561
G. F. Jonasson. Pres. 8c Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributorg of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise Street Simi 92-5227
BULLMORE
FUNERAL HOME
Dauphin, Manitoba
Eigandl ARNI EGGERTSON, Jr.
VAN'S ELECTRIC LTD.
636 Sargent Ave.
Aulhoriaed Home Appliance
Dealers
General Electric
McClary Eledric
Moffait
Admiral
Phone 3-4890