Lögberg - 19.02.1953, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19 FEBRÚAR, 1953
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
Framhald af bls. 1
Háskóla Islands árið 1922 og var
síðan við bókmenntanám á
Norðurlöndum og í Englandi,
hefur verið skólastjóri Verzlun-
arskólans frá 1931 og athafna-
samur í félags- og menningar-
málum ýmsum og m.a. verið
formaður Þjóðleikhússráðs frá
upphafi.
☆
Það hefur verið ákveðið, að
J ó n Pálmason alþingismaður
verði í framboði í sumar fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Austur-
Húnavatnssýslu.
☆
Fjársöfnun til byggingar hand
ritasafns hér á landi gengur
mjög vel. Landsnefnd handrita-
safnsbyggingarinnar efndi til
merkjasölu um land allt 1. des.
sl. og seldust merki í Reykjavík
Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta
og þriðja miðsvetrarmót Fróns í
Winnipeg, 23. febrúar 1953.
ALDO'S BAKERY
“Once You Buy to Try—
You Will Always Try to Buy”
613 Sargent Ave., Winnipeg
Phone 74-4843
fyrir rúmlega 60.000 krónur en
samtals á landinu fyrir um 90.-
000 krónur. Síðustu tvo mánuð-
ina hafa nefndinni borizt gjafir
sem nema um 1500 krónum á
dag að meðaltali, og samtals
nemur söfnunin nú, að meðtöld-
um loforðum um framlög tæp-
um 400,000 krónum, en markið
er ein miljón króna.
☆
Stjórn Eimskipafélags íslands
hefur auglýst ,að hún muni á
næsta aðalfundi félagsins, sem
haldinn verður 6. júní í sumar,
leggja fram tillögu um það, að
öll hlutabréf í félaginu verði
innkölluð og í stað núgildandi
hlutabréfa fái h 1 u t h a f a r ný
hlutabréf, sem verði að fjárhæð
tífalt núverandi nafnverð bréf-
anna.
☆
Velkomnir félagar og gestir ó þrítugasta
og þriðja miðsvetrarmót Fróns í
Winnipeg, 23. febrúar 1953.
Lítið inn til okkar ef þið hafið tíma
VARIETY SHOPPE
LOVISA BERGMAN
PHONE 74-4132
630 NOTRE DAME AVE. og
697 SARGENT AVE.
Innflúenza hefur komið upp
á Keflavíkurflugevlli og hafa
margir tekið veikina, en enginn
er þungt haldinn. Ekki er kunn-
ugt að fólk hafi veikst af far-
aldri þessum í Reykjavík en
nokkur innflúenzutilfelli eru í
Keflavík. Innflúenzan er væg,
svipuð þeirri, er gekk 1951 og
hefur ekki valdið neinum veru-
legum fylgikvillum eða dauðs-
föllum, að því er Innflúenzumið-
stöð Sameinuðu þjóðanna grein-
ir frá.
☆
Slysavarnafélag íslands átti
25 ára starfsafmæli á fimmtu-
daginn og var þess minnst í dag-
skrá útvarpsins þá um kvöldið.
Meðal ræðumanna voru forseti
íslands, herra Asgeir Asgeirs-
son, Ólafur Thórs siglingamála-
ráðherra, biskupinn yfir íslandi,
herra Sigurgeir Sigurðsson og
forseti Slysavarnaæélagsins Guð
bjartur Ólafsson. Félagið gaf út
myndarlegt afmælisrit og er þar
rakinn aðdragandi að stofnun
slysavarnafélags her og starfs-
saga félagsins og fjallar einn
kaflinn sérstaklega um björgun-
arstörfin. í félaginu eru nú nær
því 200 deildir og félagsmenn
eru um 28.000. Félaginu bárust
Stjórn og starfsfólk
Safeway búðanna
fjölmargar árnaðaróskir frá ein
staklingum og félögum og góðar
gafir, m. a. 10.000 krónur frá
Eimskipafélagi Islands, 10.000
frá Sjóvátryggingafélagi Islands
og 100 sterlingspund frá Sam-
tryggingu botnvörpuskipa -
eigenda í Hull. — Slysavarna-
félagið Ingólfur í Reykjavík hélt
nýlega aðalfund sinn og var þar
samþykkt 140.000 króna fram-
lag til slysavarna og vegna 25
ára afmælis Slysavarnafélags ís-
lands. í þessari upphæð er 40.-
000 króna afmælisgjöf til slysa-
varnafélagsins í félagsheimilis-
sjóð, 25.000 krónur til kaupa á
helikopter - björgunarflugvél og
30.000 krónur til björgunarbáts
í Reykjavík. Kvennadeild Slysa-
varnafélagsins í Reykjavík gaf
Slysavarnafélagi Islands 25.000
krónur í afmælisgjöf.
☆
Schlieker framkvæmdastjóri
í Dusseldorf hefur afhent hag-
fræðideild háskólans í Kiel 10.-
000 þýzk mörk, er verja skal til
styrktar íslenzkum stúdentum
til hagfræðináms við háskólann
í Kiel. Styrkurinn verður veitt-
ur einuni íslenzkum stúdent frá
1. maí nk. til tveggja missera
náms, og nemur hann 200 til 260
mörkum á mánuði, eftir fjöl-
skylduástæðum styrkþega, en
styrkþeginn verður laus við
greiðslu skólagjalda. Þeir, sem
lokið hafa prófi í hagfræði er-
lendis eða í viðskiptafræðum
við Háskóla íslands munu sitja
fyrir um styrkveitingu. Umsókn
um um styrk þennan skal skilað
til Háskóla Islands fyrir 15.
marz nk. og fylgi umsóknunum
nákvæmar upplýsingar um náms
feril.
ít
Nýlega var haldið þing Hér-
aðssambandsins Skarphéðins, en
í því eru 25 ungmennafélög í
Árnessýslu og Rangárvallsýslu.
Var þar skorað á ungmenntafé-
lögin í Árnessýslu að vera hjálp-
leg við öflun þjóðlegra muna og
skjala til væntanlegs byggða-
s a f n s sýslunnar. Sambands-
félögin voru hvött til þess að
vinna að aukinni þekkingu
fólks á gróðurfæri landsins og
heppilegt talið að fenginn yrði
sérfróður maður til þess að ferð-
ast á milli ungmennafélaganna
á sambandssvæðinu og leiðbeina
um söfnun og greiningu planta.
Ungur söngvari úr Reykjavík,
Gunnar Óskarsson að nafni, er
nýlega kominn heim frá Italíu,
en þar hefur hann dvalist við
söngnám um þriggja ára skeið.
Hann heldur söngskemmtun í
Reykjavík á föstudaginn kemur.
Á sunnudaginn var fór fram
prestskosning í Eyrarbakka-
prestakalli. Magnús Guðjónsson
cand. theol. var kosinn lögmætri
kosningu.
☆
Brezka ríkisstjórnin og brezka
verkalýðssambandið hafa boðið
forseta Alþýðusambands Islands
Helga Hannessyni, og þremur
öðrum fultrúum sambandsins í
hálfs mánaðar kynnisför til
Bretlands.
■fr
Ríkisstjórn Islands hafa borizt
þakkir þýzku ríkisstjórnarinnar
fyrir þá aðstoð, sem veitt var af
hálfu íslendinga við leitina að
þýzka togaranum Ebeling, er
fórst með allri áhöfn út af Vest-
fjörðum á Þorláksmessu.
☆
Sinfóníuhljómsveitin heldur tón
leika í Þjóðleikhúsinu á þriðju-
daginn kemur með aðstoð Sam-
kórs Reykjavíkur og verða þar
flutt verk eftir Mozart, Brahms
og Moussourgsky.
☆
Karlakórinn Heimir í Skaga-
firði minntist nýlega 25 ára
starfsafmælis. í kórnum eru 40
menn úr 5 hreppum sýslunnar,
og eiga margir þeirra langt að
sækja æfingar, eins og nærri
má geta. Stjórnandi kórsins er
Jón Björnsson.bóndi á Hafsteins
stöðum.
Hamingjuóskir til íslendinga í
tilefni af 33. miðsvetrarmóti
Fróns í Winnipeg, 23. febr. 1953.
fró
J J. SWANS0N & C0.
LIMITED
FASTEIGNA SALAR
Leigja og annast íbúðar og verzlunar hús
Alls konar vátryggingar
Lána peninga gegn lágum vöxtum
Fasteigna umsjónarmenn
TIL VIÐTALS OG RÁÐA
J. J. SWANSON & CO. LIMITED
Sími 92-7538
308 Avenue Bldg.
WINNIPEG, Manitoba
býður gesti, sem koma ó hið
þrítugasta og þriðja miðs-
vetrarmót Fróns í Winnipeg,
velkomna og væntir að þeir
njóti mikillar ónægju af
heimsókninni.
SAFEWAY
CANADIAN SAFEWAY LIMITED
Við bjóðum íslendinga velkomna ó þrítugasta
og þriðja miðsvetrarmót Fróris í Winnipeg,
23. febr. 1953, og þökkum góða viðkynningu
og vinsamleg viðskipti þeirra, sem við höfum
notið í liðinni tíð, og vonum að
njóta í framtíðinni.
CANADIAN FISH PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, forstjóri
N.W. Cor. CHAMBERS and
WINNIPEG
HENRY
SÍMI 74-7451
f