Lögberg - 05.03.1953, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTUÐAGINN, 5. MARZ, 1953
Gestur Pálsson í Winnipeg
í Heimskringlu 10. júlí 1890
hafa útgefendur blaðsins birt
eftirfarandi tilkynningu:
Til kaupenda Hkr.
Við byrjun yfirstandandi árg.
Hkr. lofuðu útg. hennar að gera
allt mögulegt til að bæta blaðið.
Þetta hefur alltaf vakað fyrir
þeim síðan, og nú hafa þeir þann
heiður að tilkynna kaupendum
og lesendum blaðsins, að cand.
phil. GESTUR PÁLSSON, hinn
víðfrægi ritsnillingur og skáld,
er væntanlegur hingað til Winni-
peg næstk. föstudag 11. þ. m. til
þess að gerast meðritstjóri Hkr.
Vér treystum því, að kaupendur
blaðsins gleðjist af þessari fregn
ekki síður en vér gleðjumst af
að geta fært þeim hana. Að öðru
leyti ætlum vér ekki að mæla
með hr. Gesti Pálssyni, oss er
það ofvaxið. Hann mun gera það
bezt sjálfur.
En áður en horfið verður að
starfi Gests við Heimskringlu,
skulu hér stuttlega rakin helztu
æviatriði hans.
Gestur Pálsson var fæddur að
Miðhúsum í Reykhólasveit 25.
september 1852. Voru foreldrar
hans Páll Ingimundarson og
Ragnheiður Gestsdóttir, bæði af
góðum bændaættum þar vestra
og mætisfólk.
Gestur var ungur settur til
mennta, naut fyrst tilsagnar sr.
Ólafs Johnsens, en lærði síðan
undir skóla hjá sr. Sveini Níels-
syni. í latínuskólann kom hann
haustið 1869 og brautskráðist
þaðan vorið 1875. Hneigðist hann
á þeim árum til skáldskapar og
orti talsvert, enda var þá sú
öldin. Að loknu prófi fór Gestur
til Kaupmannahafnar og hóf að
lesa guðfræði. En hugurinn var
laus við, og margt vildi glepja
fyrir, og hafði honum lítið miðað
eftir tvö ár. Hvarf hann þá heim
og var ár í föðurgarði, en hélt
síðan til Hafnar aftur.
Um þær mundir var raunsæis-
stefnan að ryðja sér til rúms í
Danmörku, og var Georg
Brandes helzti forvígismaður
hennar í fýrirlestrum sínum um
Hovedströmninger i det nittende
Aarhundredes evropæiske Lit-
teratur (Aðalstefnur í Evrópu-
bókmenntum 19. aldar). Vöktu
kenningar Brandesar storma og
stríð í Danmörku og reyndar um
öll Norðurlönd. flér er ekki rúm
til að rekja skoðanir hans, en
það eitt er víst, að margir hinna
íslenzku námsmanna drukku
þær í sig og urðu, a. m. k í
svipinn, fyrir miklum áhrifum
af þeim. Má þar einkum nefna
þá fjórmenninga, Gest Pálsson,
Bertel E. ó. Þorleifsson lækna-
nema, Einar Hjörleifsson, er las
hagfræði, og Hannes Hafstein
lögfræðinema. En þeir tóku sig
til og sendu heim til íslands árið
1882 rit, sem þeir höfðu samið
og nefndu Verðandi. Voru í því
sögur, kvæði og leikritsbrot, flest
frumsamið, en þó sumt þýtt.
Átti Gestur í ritinu eina sögu,
Kærleiksheimilið, og var það
fyrsta sagan, sem eftir hann
birtist.
Ritið fór hressilega af stað og.
var vel tekið af ýmsum, en ein-
hvern veginn fór þó svo, að ekk-
ert framhald varð á því og fé-
lagsskapurinn leystist upp. Ólag
hafði enn komizt á nám Gests
bæði sökum óreglu, vonbrigða í
ástum og aðgæzluleysis hans um
fjármuni sína, jafnframt því sem
hann tók að sveigjast til efa-
semda í trúarefnum og skáld-
sagnagerðar í anda raunsæis-
stefnunnar. Varð endirinn sá, að
hann lauk aldrei prófi og fór til
Reykjavíkur haustið 1882. Fékk
hann þar brátt atvinnu á skrif-
stofu landshöfðingja, en sneri sér
auk þess að blaðamennsku og
ritstörfum.
Um áramótin 1882—83 stofn-
aði hann ásamt Einari Þórðar-
syni blaðið Suðra, og varð
Gestur ritstjóri þess. Kom það út
samfleytt í 4 ár og var oft með
myndarbrag, en galt að nokkru
síns tíma, því að þessi ár voru
erfið á íslandi, svo að óhugur
þjóðarinnar yfirleitt hlaut leynt
eða ljóst að hafa áhrif á þá, er
við blaðamennsku fengust um
þær mundir. Hefði Gestur lifað
það að lesa aldamótaljóð þeirra
Einars Benediktssonar og Hann-
esar Hafsteins með allri þeirra
bjartsýni og tröllatrú á framtíð
íslendinga, hefði orðið fróðlegt
að sjá, hvernig hann hefði brugð-
izt við þeim. En þess varð hon-
um eigi auðið.
Árið 1888 gaf Gestur út sagna-
safnið Þrjár sögur, og voru þær:
Grímur kaupmaður deyr, Til-
hugalíf og Vordraumur. Hafði
hann þá samið alls 10 sögur, og
voru hinar þessar:
Svanurinn, fyrst prentuð í
Winnipeg 1902, eftir eiginhandar-
riti Gests. Er nú talið, að hún sé
elzta saga Gests, eins konar
tengiliður milli hinna draumóra-
kenndu kvæða hans og raun-
sæissagnanna.
Kærleiksheimilið, prentað í
Verðandi, eins og fyrr getur.
Hans Vöggur, kom fyrst í 1.
tbl. 1. árg. Suðra 1883.
Uppreistin á Brekku, í 1. árg.
Suðra.
Skjóni, í 2. árg. Suðra.
Sveitasæla, í 3. árg. Suðra 1885.
Sagan af Sigurði formanni, í
Iðunni 1887.
Sama árið og hann gaf út síð-
ustu þrjár sögurnar sínar, kvaddi
hann sér hljóðs og flutti opin-
beran fyrirlestur, er hann kallaði
Lífið í Reykjavík (prentaður
sama ár, 1888), napra ádeilu á
bæjarlífið og bæjarbraginn all--
an» Ég set hér aðeins niðurlagið
til að gefa mönnum dálítið hug-
boð um fyrirlesturinn:
Ég veit nú, að menn að end-
ingu munu spyrja, hvert ráð eða
hver ráð séu til þess að bæta
bæjarbraginn hér, fá menn til
að brjóta skörð í flokkagirðing-
arnar, kenna mönnum að leggja
niður hræsnina og tepruskapinn,
gera slúðurþokuna að engu,
lækna mannorðssýkina og um-
fram allt að brenna inni allan
„klikku“-skap? Ég sé einungis
eitt ráð, sem gæti komið að
haldi. Við þurfum að fá leikrita-
skáld, sem getur dregið allt það,
sem aflaga fer hjá okkur, fram
á leiksviðið, og þar næst þurfum
við að fá þau leikrit leikin, leikin
vel. Brestir okkar eru slíkir, að
þeir læknast ekki með nýjum
lögum; þeir læknast yfir höfuð
ekki með nokkurum sköpuðum
hlut nema — háðinu. Þarfasti
maðurinn, ekki einu sinni fyrir
þennan bæ og hans félagslíf,
heldur fyrir allt landið, allt þjóð-
lífið og allan bókmenntadauð-
ann — það væri kómedíuskáld,
sem gæti sýnt okkur vel og
greinilega, hvernig við lítum út
í spegli. Ég er hræddur um, að
harla margir af okkur sæju þá,
að þeir væru bara hlægilegir
Svörtupétrar í öllu þessu spili,
sem spilað er á þessu landi.
Háðið, nógu napurt og nógu
biturt, hefur um allan aldur
heimsins verið bezti læknirinn
fyrir mannkynið.
Árið 1889 flutti Gestur 2 fyrir-
lestra í Reykjavík, annan um
Nýja skáldskapinn og hinn um
Menntunarástandið á íslandi.
Var hinn síðari prentaður sama
ár, en hinn ekki fyrr en að
nokkru í Heimskringlu (15. jan.
1891) og allur loks í tveimur
síðustu útgáfum verka hans,
1927 og 1952.
Alls eru 4 útgáfur til á verkum
Gests. Komu 2 út 1902, önnur í
Reykjavík, og sá Jóh Ólafsson
um hana. En hin var gefin út í
Winnipeg undir umsjá þeirra
Arnórs Árnasonar og Sigurðar
Júl. Jóhannessonar. Er Reykja-
víkurútgáfan mun fyllri, enda
var Winnipegútgáfunni ætlað að
koma út í heftum, og var þetta
fyrsta — og reyndar síðasta
heftið. Fyrir báðum þessum út-
gáfum eru ritgerðir mn Gest
eftir útgefendur.
Árið 1927 gaf Þorsteinn Gísla-
son út Ritsafn Gests, þar sem
saman eru komnar allar sögur
höfundarins, fyrirlestrarnir þrír,
er nefndir hafa verið, og gott úr-
val úr ljóðum skáldsins, blaða-
greinum, bréfum (lítið eitt) og
þýðingum. Ritaði Einar H.
Kvaran ýtarlegan formála fyrir
útgáfu þessari.
Seinasta útgáfan, hin fjórða,
kom út nú fyrir jólin síðustu í
minningu um 100 ára afmæli
skáldsins. Er þar að mestu farið
eftir útgáfu Þorsteins Gíslasonar
1927. Hefur Tómas Guðmunds-
son skáld séð um þessa seinustu
útgáfu og ritað formála að henni
um Gest og verk hans.
Hér verður ekki reynt að lýsa
ritverkum Gests og stöðu meðal
íslenzkra skálda og rithöfunda,
heldur um það vísað t. a. m. í
ritgerðir útgefenda, einkum
tveggja hinna síðári, og auk
þeirra í grein dr. Stefáns Einars-
sonar: Alexander Kielland og
Gestur Pálsson, þar sem gerður
er s^manburður á nokkrum sög-
um þeirra og sýnt, hver áhrif hið
norska skáld hefur haft á Gest
bæði að því, er tekur til efnis-
vals og allrar meðferðar.
En snúum oss nú að vesturför
Gests. Skrifaði hann sjálfur
’ferðasöguna og birti í Heims-
kringlu (alls í 7 tölublöðum),
þegar vestur kom. Lagði hann af
stað frá Reykjavík 13. júní sjó-
leiðis til Stykkishólms, þar sem
hann ætlaði að ná í annað skip,
Magnetic. Var síðan siglt vestur
og norður um land og komið við
á ýmsum höfnum, unz lagt var í
haf frá Seyðisfirði. Skulum vér
sjá, hvernig Gestur lýsir dvöl-
inni á Seyðisfirði og brottförinni
þaðan:
Á Seyðisfirði hitti ég vin minn
Þorvarð Kjerulf héraðslækni.
Ég varð því glaðari sem ég átti
síður von á því, en Þorvarður
Kjerulf var einn af þeim fáu
mönnum á íslandi, sem mig lang-
aði til að kveðja, áður en ég færi
af landi burt. Þar hitti ég líka vin
minn og skólabróður, Einar
Thorlacius sýslumann, og loks
gamlan Reykjavíkur-kunningja
minn, Guðmund Scheving, auka-
lækni á Seyðisfirði. Með þessum
mönnum var ég allan eftirmið-
daginn og skemmti mér vel.
Þetta kvöld mitt á Seyðisfirði
var langskemmtilegasta kvöldið,
sem ég átti á leið minni kring um
landið.
Á Seyðisfirði kom Slimon
gamli í Magnetic og fór með því
heim til sín til Skotlands.
Wathne, kaupmaður og skip-
stjóri, fylgdist líka með út úr
Seyðisfirði, og Magnetic dró
fyrir hann út fjörðinn flatbotnað
þilskip, sem hann ætlaði með upp
í Lagarfljóts-ós til þess að verzla
þar á því. Við fórum af stað frá
Seyðisfirði skömmu fyrir mið-
nætti, og gekk okkur svo seint
út fjörðinn, af því að skipið, sem
við drógum, var alltaf að slitna
aftan úr, að við sáum til Seyðis-
fjarðarfjallanna um fótaferðar-
tíma morguninn eftir 24. júní.
Svo sigu þau hægt niður í sjóinn,
og ísland var horfið.
En hlaðspretti ferðarinnar og
komunni til Winnipeg lýsir
Gestur á þessa leið:
Svo rann loksins dagurinn
upp, sem átti að sýna okkur Win-
nipeg; þá gekk mikið á. Stúlk-
urnar risu á fætur fyrir allar
aldir, fóru að þvo sér og greiða,
hafa fataskipti og klæða börnin
í sunnudagabúning. Þær allra-
„fínustu" settu upp svarta
hanska, settust niður, horfðu í sí-
fellu út um gluggann og biðu
svo eins og brúðir eftir Winni-
peg. Karlmennirnir fóru að taka
saman rúmfötin, troða þeim ofan
í poka og binda fyrir, til þess
að allt skyldi vera til. Og svo
styttu þeir sér seinustu stundina
með því að reyna til að borða
upp það, sem eftir var af nestinu,
til þess að koma saddir og í góðu
skapi til höfuðstaðarins í Mani-
toba.
Og svo rann járnbrautin loks-
ins hægt og varlega inn á Winni-
peg-stöðina. Þar var fullt fyrir
af íslendingum til að taka á
móti ættingjum og vinum. Þar
voru líka kærastar á strjáli, sem
áttu konuefni í ferðinni og þeytt-
ust eins og flugur, karlflugur,
innan um vagnana til að leita að
„eign“ sinni. Og nokkrir hinir
helztu „Heimskringlu“-menn
komu og tóku alúðlega á móti
mér, og — ferðinni var lokið.
En hvað sögðu þeir Lögbergs-
menn, og hvernig tóku þeir á
móti Gesti?
Þeir Frímann B. Anderson,
Eggert Jóhannsson og Einar
Hjörleifsson höfðu stofnað blað-
ið Heimskringlu haustið 1886, en
slitnað upp úr samvinnu þeirra
Frímanns og Einars og hann
hætt, áður en árið var liðið. Fór
svo að lokum, að Eggert Jó-
hannsson, sem var yngstur þeirra
félaga, tók einn við blaðinu.
Síðar gerðist Einar einn af
stofnendum Lögbergs og ritstjóri
þess frá upphafi 14. jan. 1888 til
28. febr. 1895 (að undanskildum
3 tölublöðum, 14., 21. og 28. jan.
1891, þegar Jón Ólafsson var
einn ritstjóri).
Jón Ólafsson hafði komið vest-
ur til Winnipeg vorið 1890 og
gerzt meðritstjóri Lögbergs.
Voru þeir Einar Hjörleifsson því
báðir við blaðið, þegar Gestur
kom, og nær einu mennirnir, er
hann þekkti hér vestra. Nú var
eftir að sjá, hvernig þeir tækju
honum, því að löngum hafði ver-
ið grunnt á því góða með að-
standendum blaðanna. í grein í
Lögbergi 16. júlí 1890, sem heitir
Ritstjóraskiptin við Heims-
kringlu, segir svo m. a.:
Það hafa sjálfsagt ýmsir rekið
upp stór augu, þegar þeir fréttu,
að hr. Gestur Pálsson ætlaði að
fara að gerast ritstjóri Heims-
kringlu. Því verður líka naumast
neitað, að slík breyting sé dálítið
kynleg. Þó ekki væri annars að
gæta en formsins, sem Gestur
Pálsson að öðru leyti og ritstjór-
ar Heimskringlu að hinu leytinu
eru vanir að íklæða hugsanir
sínar, þá er þar svo mikið djúp
staðfest á milli, að naumast
verður út yfir það séð.
Vér fyrir. vort leyti gleðjumst
einlæglega af þessum ritstjóra-
skiptum, og það er von vor, að
þau verði öllum málspörtum til
heilla. Að vorri hyggju hafa út-
gefendur Heimskringlu aldrei
farið jafn-viturlega að ráði sínu
eins og þegar þeir réðu Gest
Pálsson hingað vestur til þess
að taka við ritstjórninni á blaði
þeirra.
Þeir segjast ekki búast við því,
að hinn nýi ritstjóri verði alltaf
á sama máli og þeir, og kveðast
ekki munu verða uppnæmir
fyrir því. Aðalatriðið sé, að um
málin fari fram skynsamlegar,
rökstuddar umræður og þeirra
sé nú fremur að vænta við þá
skipan, sem orðin sé.
Síðan bjóða þeir herra Gest
Pálsson velkominn í hóp Vestur-
íslendinga.
Hinn 24. júlí 1890 heyrum vér
fyrst frá Gesti, og þykir honum
vissara að marka þegar í upphafi
þá stefnu, sem hann ætlar að
taka. I grein, sem stíluð er Til
lesenda „Heimskringlu“, segir
Gestur svo:
Um leið og ég byrja hér í
„Heimskringlu“, finnst mér skylt
að ávarjjia lesendur blaðsins
nokkrum orðum. Ég skal fyrst
taka það fram, að það verða
engin ritstjóra- skipti við blaðið.
Herra Eggert Jóhannsson verður
ásamt mér ritstjóri við blaðið
framvegis, og ritstjórnarbreyt-
ingin verður þannig ritstjóra
viðbót, en ekki ritstjóra-skipti.
Enn sem komið er, er ég mjög
ókunnugur mönnum og málefn-
um hér í landi, en ég skal reyna
til að gera það, sem í mínu valdi
stendur, til þess að kynna mér
Islendingamál hér svo fljótt sem
mér er unnt.
Til þess að taka af öll tvímæli
og spara mér og mörgum öðrum
tíma skal hér tekið fram, að það
er ekki til neins fyrir nokkurn
mann eða nokkurn flokk að
reyna til að kenna mér, um hvað
ég eigi að skrifa í „Heims-
kringlu“ og hvemig ég eigi að
gera það. Ég er orðinn of gamall
til þess að láta knésetja mig.
Ég ætla mér að taka mér rétt
til að búa mér til skoðanir um
mál manna hér, og samkvæmt
þeim skoðunum ætla ég að skrifa
í blaðið.
í sama blaði, strax á eftir ofan-
skráðri grein, er ritdómur eftir
Gest um leikrit Matthíasar
Jochumssonar, Helga magra, er
Matthías hafði samið til sýning-
ar á 1000 ára afmæli Eyjafjarðar-
byggðar árið 1890. Hafði þessi
ritdómur Gests birzt áður í Isa-
fold 18. júní eða skömmu eftir
að Gestur lagði af stað í vestur-
förina. Eru ritdómarnir sam-
hljóða að öðru leyti en því, að
Gestur talar í fleirtölu í Heims-
kringlu, notar vér í stað ég, enda
eðlilegt, þar sem hann var orð-
inn ritstjóri. Eins hefur hann
•sleppt niðurlagi ísafoldar-grein-
arinnar, þegar vestur kom, en í
því hafði hann komizt svo að
orði: Ég hef satt að segja haft
litla ánægju af að skrifa þenna
langa ritdóm um „drama“ eftir
eitt'af helztu skáldum landsins.
En mér finnst það í alla staði
rangt að standa hjá þegjandi og
horfa á, að allt sé álitið nógu
boðlegt handa íslenzku bók-
menntunum. Ég vona, að ég hafi
að minnsta kosti í þetta sinn
skrifað svo stillilega og svo ýtar-
lega, að enginn geti sagt, að ég
hér hafi fellt sleggjudóm.
Gestur hafði áður skrifað um
verk Matthíasar, t. d. samið
langan ritdóm um ljóðmælaút-
gáfu hans 1884 og birt í Suðra
sama ár. Hafði sá dómur þótt
strangur og öðrum þræði ósann-
gjarn, en fór þó býsna nærri
bæði um kosti Matthíasar og
galla. Gestur hafði aldrei þann
sið að tálga utan af hlutunutn
og gat því orðið nokkuð hvat-
skeytslegur.
Matthíasi sárnaði við Gest og
orti til hans kvæðið kunna, er
hefst á þessa leið:
Gestur minn, Gestur minn, gáðu’
að hvað segirðu!
gengurðu’ í skrokk á mér, rétt
eins og eigirðu
Ijóð mín með andanum, efninu,
málinu?
Yfir mig gengur þinn kjaftur úr
stálinu.
Ég hef áður minnzt á fyrir-
lestur Gests um nýja skáldskap-
inn, er hann flutti í Reykjavík
1889 og síðar vestan hafs. Getur
hann þar að sjálfsögðu Matthías-
ar, og ætla ég að birta hér þann
kafla:
Matthías Jochumsson er trúar-
tilfinningarinnar skáld. Matthías
er einn hinn heitasti trúmaður
þessarar þjóðar, og fyrir sannan
trúmann er grafarbakkinn sá
sjónarhóll, sem líta skal frá yfir
tíð og eilífð, og allir hæfileikar
mannsins, allt starf hans og
raunir, fá þá fyrst rétta þýðingu,
þegar slíkt er skoðað frá sjónar-
miði dauðans og eilífðarinnar.
Þess vegna hlýtur trúarinnar
skáld að verða dauðans skáld, og
þess vegna er Matthías slíkt af-
bragðs erfiljóðaskáld sem hann
er. í þeirri grein stendur hann
fremstur allra íslenzkra skálda,
þó Jónas og Bjarni séu taldir
með. 1 sambandi við erfiljóðin
standa hans prýðisfögru kvæði
um Hallgrím Pétursson og Guð-
brand Hólabiskup. Náttúru-
skáldskapur hans er aftur á móti
ofboð lítilfjörlegur, venjulegast
andlítið yfirlit yfir landslag, sem
svo örnefnum og hetjunöfnum
úr fornsögunum er stráð yfir
eins og sætmeti á mislukkaðar
pönnukökur. Hjartans trúarmál
talar Matthías eins og þeir beztu,
þegar honum tekst vel, en nátt-
úrunnar mál hefir hann aldrei
numið. Stórkostlegur er hann og
hugmyndaríkur, en honum hætt-
ir við, eins og Gröndal, að hlaupa
af sér skynsemina, en tilfinning-
una flýgur hann aldrei af sér.
Það má segja það sama um
Matthías eins og Steingrím, að
Matthíasi er sýnilega farið að
fara aftur. Ég hefi ekkert séð
fallegt eftir hann síðari árin
nema sálm, sem stóð í „Samein-
ingunni“ fyrir skömmu.
Skip það, er flutti Gest utan
sumarið 1890, hafði m. a. komið
við á Akureyri, og lentu farþeg-
arnir þar á þúsund ára hátíð
Eyfirðinga. Var Helgi magri þá
leikinn, enda saminn fyrir það
tækifæri, og sá Gestur fyrsta
þáttinn, en varð við svo búið
frá að hverfa, því að skipið átti
*að fara sama kveldið. Ræðir
Gestur nokkuð um sýninguna í
ferðasögu sinni og segir þar m. a.
„að allt hefði farið betur fram,
ef enginn texti hefði verið, en
öll þessi atriði, sem frá er skýrt
í leiknum, sýnd bara þegjandi,
eða með öðrum orðum, ef leik-
ritinu hefði verið breytt í
„tableau“ “.
I ritdóminum hins vegar finn-
ur Gestur óspart að ýmsu, bæði
efnisvalinu, atburðum og orða-
lagi, er honum þóttu með ólík-
indum og í ósamræmi við þekk-
ingu manna á fornöldinni og
hugmyndir um hana. En hót-
fyndni Gests gengur þarna of
langt. Hann athugar ekki, hvern-
ig verkið er til komið og hverju
hlutverki það átti að gegna, að
það var „tækifærisverk“, eins og
Þorsteinn Gíslason kemst að orði
í eftirmála Ritsafnsins 1927.
Urðu því varla gerðar sömu
kröfur til þess og fullskapaðra
listaverka.
Ræktin við fornöldina fór í
taugarnar á Gesti. Honum þótti
hún verða um of á kostnað sam-
tíðarinnar og þeirra verkefna,
sem alls staðar blöstu við. Og
því segir Gestur, er hann'finnur
að efnisvali Matthíasar:
Við höfum einmitt svo margar
sögur um fornöldina, sem eru
hrein og bein snilldarverk, sam-
vaxin að hugsunarhætti, efni og
formi, og þess er enginn kostur,
að nokkur nútímarithöfundur
geti gert önnur slík um fom-
öldina. Því snúa nútímaskáldin
sér ekki heldur að sínum tíma?
Hér er svo óumræðilega margt,
sem þarf að lýsa og skýra í
hugsunarhætti og nútíðarlífi. Er
ekki svo, þegar rétt er litið á,
að fremsta hlutverk skáldanna í
heiminum er að kasta ljósi og
birtu yfir lífið? Þeirra sál á að
geta drukkið í sig allar tilbreyt-
ingar jarðlífsins, öll lífskjör og
allar innstu og næmustu hreyf-
ingar í hjarta og sál mannsins,
til þess að allt slíkt geti fyrir
andagift skáldsins orðið að mál-