Lögberg - 05.03.1953, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. MARZ, 1953
3
verki og staðið ljóst og skært
fyrir öllum almenningi. En sé
efnið tekið úr fornaldarlífinu, þá
verður skáldunum þetta ómögu-
legt.
Þegar Matthías sá ritdóminn,
sárnaði honum enn sem fyrr og
svaraði Gesti nokkuð ógætilega í
blaði sínu Lýð á Akureyri. Gekk
Gestur brátt á það lagið, birti
svar Matthíasar allt í Heims-
kringlu 2. okt. 1890 og veittist
síðan að honum á nýjan leik.
Lét hann og ekki þar við sitja,
heldur gat um leikrit Matthíasar
í fyrirlestri sínum um Nýja
skáldskapinn, er hann flutti
síðar hér vestan hafs, og taldi
Helga magra þar „sjálfsagt það
lélegasta leikrit, sem til er í
bókmenntum nokkurs lands nú
á tímum“.
Það var ekki ófyrirsynju, að
Grímur Thomsen orti eftirfar-
andi ljóðlínur einu sinni:
Enginn skyldi skáldin styggja,
skœð er þeirra hefnd,
véfréttir á vörum liggja.
Hinn 2. ágúst 1890 héldu ís-
lendingar þjóðhátíð í Winnipeg,
og stóð til, að Gestur mælti þar
fyrir minni íslands. En úr því
varð þó ekki. Gestur var lasinn,
og leysti Jón Ólafsson hann af
hólmi. Hins vegar orti Gestur
kvæði fyrir minni Vestur-Islend-
inga, og set ég það hér:
Vér nú í nýju landi
oss numið höfum byggð.
Með hlýju bróður-bandi
sú byggðin skyldi tryggð,
með rækt þess rétta’ og sanna
og rækt við fóstur-mold,
með ást til allra manna
og ást við þessa fold.
•
Því allt ið göfga’ og góða,
sem gróðursett ég veit
við yndi æsku-ljóða
í okkar hjarta-reit,
skyldi’ aldrei líða’ úr lundu,
en laga allan hug
og hefja’ á hverri stundu
enn hærra vængja-flug.
En sundrung öll in illa
á oss ei vinni svig,
né hjárœn heimsku-villa,
sem heldur vizku sig.
í sundrung fræ er falið,
sem fljótum þroska nær,
og heimskan að eins alið
sér umskiptinga fær.
Og þá er lán í landi
og lífsins byr á skeið,
er frjáls og framgjarn andi
hver fylgist sömu leið.
Og þá mun þjóðlíf dafna
hjá þessum unga lýð,
og andans arði safna
mun okkar nýja tíð.
Sundrungin hefur snemma
orðið Gesti umhugsunarefni hér
vestra, og það er auðséð, að hann
hefur ætlað að gera sitt til. að
vinna bug á henni. í grein í
Heimskringlu 2. okt. 1890, er
heitir Hverjir eiga að skrifa í
blöðin? segir svo m. a.: En eins
verðum vér að biðja alla þá,
sem senda oss greinir, að gæta
að hafa eigi óþverra skammir eða
persónulega illkvittni í greinum
sínum eða með öðrum orðum,
greinarhöfundar verða að halda
sér við málefnin, en ekki menn-
ina.
í næsta blaði, 9. okt., er svo
greinin Fáein orð um félagsskap.
I henni segir m. a.: Hvert sem
vér lítum í mannfélaginu, hvort
sem vér lítum hátt eða lágt,
hvort sem vér lítum á hið stóra
eðá smáa, þá sjáum vér alstaðar
sömu afleiðingar af skorti á fé-
lagsanda og samheldni.
Af hverju kemur þá þessi óum-
ræðilegi skortur á félagsskap?
Það er ekki af því að mennirn-
ir séu svo vondir. Nei, þeir eru
í raun og veru fæstir vondir.
En þeim hættir við að smávefja
sjálfa sig í hjúp af hræsni, þangað
til þeir geta ekki greint rétt frá
röngu. Engin synd í heiminum er
eins stór og lygin fyrir sjálfum
sér, og engin synd er eins al-
geng. Mennirnir hræsna fyrir
sjálfum sér, þangað til þeir verða
heimskir — ef þeir geta orðið
heimskari en þeir eru að upplagi
sumir hverjir.
Heimskan og hræsnin eru í
raun og veru verstu óvinir mann-
kynsins, en þau eru langvoldug-
ustu stórveldin í mannlífinu —
enn sem komið er.
Hið eina, sem hægt er að gera
til að freista að buga þau, er að
kenna mönnunum að hugsa —
þeim sem annars geta hugsað.
Og síðar segir Gestur: Ef
mennirnir kynnu að hugsa — þá
væru þeir ekki að fordæma
hverjir aðra fyrir það, hverju
þeir trúa eða ekki trúa, því frá
heimsþroskunarinnar og mann-
úðarinnar sjónarmiði stendur al-
veg á sama, hvort maðurinn er
kristinn, Gyðingur eða heiðingi,
ef hann að eins hefur einhverja
lífsskoðun, sem er honum sönn,
sem er svo sterkur og heilagur
sannleikur fyrir hans persónu-
lega innri mann, að hún geti
blásið lífsanda í allt það bezta,
sem til er í honum, svo það beri
ávöxt í lífi hans sjálfs og í fé-
lagslífinu í kringum hann.----
Þessa síðustu málsgrein, og þó
ekki nema hluta af henni (- - frá
heimsþroskunarinnar .... sem
er honum sönn), tekur sr. Jón
Bjarnason upp í októberhefti
Sameiningarinar og segir að svo
búnu: Þetta er líkræðustúfur,
eitt ákaflega einkennilegt lík-
tæðubrot. Hér er líkræða haldin
yfir sannleikanum, því með
þessu eru þau tíðindi boðuð frá
„lífsskoðan“ vantrúarinnar, að í
rauninni sé enginn sannleikur til,
alls enginn objectiv sannleikur
í trúarefnum. Það, sem ein-
hverjum sýnist vera satt, stend-
ur í meðvitund hans sem satt,
það sé sannleikur, eini sannleik-
urinn, sem til er. Með öðrum
orðum: Sannleikurinn er aðeins
til í mannlegri ímyndan.
Gestur svaraði sr. Jóni í grein,
sem hann kallaði Trú eða líferni,
í Heimskringlu 30. okt. Þótti
honum Jón gera sér rangt til, er
hann sleit sundur málsgreinina
og sleppti því, sem málinu
skipti. Ræðir hann síðan nOkkuð
um Trú og líferni og vitnar í rit
eftir Henry Drummond máli
sínu til skýringar. Síðan segir
hann:
Og eitt getur „Sam.“ verið viss
um að endingu, að vér förum
aldrei út í trúardeilu, nema
„Sam.“ neyði oss til þess. Hún
má ekki stökkva upp á nef sitt
fyrir því, þó vér leggjum alla
áherzluna á lífernið, en enga á
trúna.
Og enn eitt: Vér hötum allan
skort á umbyrðarlyndi í trúar-
efnum og alla ofstæki. Hvenær
sem vér þykjumst finna slíkar
skoðanir á prenti, þá skoðum vér
það sem drauga eða afturgöngur,
sem vér þurfum að koma fyrir,
líklega ekki með alvarlegum
orðum og fyrirbænum — við
þess háttar fólk dugar ekki
slíkt — heldur með voru napr-
asta háði og með fyllstu fyrir-
litningu.
Sr. Jón lét ekki á sér standa
að svara grein Gests, og varð úr
nokkur senna, unz báðir urðu
leiðir og deilan féll niður.
Hinn 9. okt. skrifar Gestur
langan og vinsamlegan ritdóm
um söguþáttinn Vonir eftir Ein-
ar Hjörleifsson. Hafði Einar
samið hann á þremur dögum í"
júnímánuði 1888, en út kom
hann í Reykjavík snemma árs
1890. Reifar Gestur efni sögunn-
ar allýtarlega og eins meðferð
Einars og stíl. Er þar vel á öllu
haldið, enda gat Gestur talað um
slíka hluti eins og sá sem'valdið
hafði. Og ekki kemur það á
óvart, þegar Gestur segir á ein-
um stað, er hann ræðir um ör-
lög tveggja aðalpersóna sögunn-
ar: Mannforlögin tvinnast, ein-
mitt eftir náttúrlegu eðli,
stundum svo skrítilega saman,
að það væri bara hlægilegt, —
ef sorgarþátturinn væri ekki
alltaf tvinnaður með. — Þeim
þætti hafði Gestur aldrei gleymt
í sínum verkum, enda ekki farið
varhluta af honum í sjálfu
lífinu.
1 lok ritdómsins spáir Gestur,
að skáldgáfa Einars Hjörleifs-
sonar muni reisa honum „annan
enn stærri og varanlegri minnis-
varða í íslenzkum bókmenntum“.
Þó að Gesti láti að sjálfsögðu
bezt að rita um bókmenntir,
verður hann sem ritstjóri að
koma víðar við. Skrifar hann t. d.
6. nóv. grein um Réttindi verka-
manna og segir þar m. a.:
Mesta ranglætið, sem hið nú-
verandi skipulag mannfélagsins
gerir sig sekt í, er það, að þrátt
fyrir allan hinn ytri ljóma, dýrð-
ina og auðævin og þrátt fyrir
hið marglofaða frelsi og alla há-
reistina um „heilög mannrétt-
indi‘, þá er þó verkamönnum
gert svo erfitt fyrir sem unnt
er að berjast fyrir sinni vesælu
tilveru og allur þeirra lífsbikar
blandaður galli.
En þetta ranglæti ber í sér
hefndina, því ef ekki verður
lagður alveg nýr grundvöllur
undir öll erfiðis- og atvinnumál
heimsins, þá hlýtur að renna upp
dagur hefndarinnar yfir alla þá,
sem halda slíkum málum í
gamla horfinu, fram í rauðan
dauðann, af því að nú eru þeir
kúguðu farnir að opna augun og
verða bráðum glaðvakandi.
Og það sem verkamennirnir
heimta er líka svo óumræðilega
réttlátt.
Þeir krefjast bara að fá að lifa,
lifa í réttum skilningi orðsins,
samkvæmt þeirri menningu, sem
þeir sjálfir strita mest fyrir.
Það eru réttindi verkamann-
anna.
1 svipuðum anda er greinin
„Minni háttar menn“, í Heims-
kringlu 13. nóvember 1890. Eru
verkamenn þar hvattir til að
horfa djarft á hvern sem er og
láta ekki baslið smækka sig, því
að framtíðartakmarkið: Frelsi,
ljós og mannréttur, sé alls ekki
eintómur draumur.
Annars er þess ekki kostur að
geta hér allra greina Gests og
stundum reyndar erfitt að skera
úr, hvað eftir hann er, því að rit-
stjórarnir setja sjaldan nafn sitt
við og geta orðið býsna keim-
líkir í einstökum greinum. Hið
sama er og að segja um það,
er Gestur kann að hafa þýtt og
birt í Heimskringlu, þó að hægt
ætti að vera að finna það, ef
grannt er skoðað.
Gestur kom öðru hverju fram
a samkomum og las þá upp eða
flutti erindi. T. a. m. las hann
13. nóv., á skemmtisamkomu hjá
Hinu íslenzka kvenfélagi, tvær
sögur: Vitran Karls 11., eftir
Prosper Mérimée, og í tunglsljósi
eftir Guy de Maupassant. En
ekki var sú samkoma vel sótt.
öðru máli gegndi þó, er hann
tíu dögum áður flutti erindi um
hinn nýja íslenzka skáldskap.
Frá því segir svo í Lögbergi 5.
nóv. 1890:
Hr. ritstjóri Gestur Pálsson
hélt fyrirlestur á mánudags-
kvöldið var í Albert Hall um
hinn nýja íslenzka skáldskap;
gerði fyrst nokkra grein fyrir,
hvað skilið væri með ídealismus
og realismus í skáldskap og
hvert öfgarnar í báðum þessum
stefnum leiddu. Byrjaði svo dóm
sinn um íslenzk skáld á Bjarna
og Jónasi og hélt áfram allt til
hinna síðustu tíma. Að lyktum
fór hann nokkrum orðum um,
hvað það væri, sem hamlaði ís-
lenzka skáldskapnum frá að
verða tilkomumeiri en hann er.
Fyrirlesturinn var dável sóttur,
og er líklegt, að allir hafi verið
ánægðir með þangað-komu sína.
Ekki svo að skilja að vér höfum
verið ræðumanninum alveg sam-
dóma um allt, sem hann sagði
í fyrirlestri sínum; á ýms atriði.
sem hann tók fram, lítum vér á
annan veg en hann gerir. Er>
fyrirlesturinn var allur einstak-
lega skemmtilegur, og margt var
þar snilldarlega sagt.
Þennan sama fyrirlestur flutti
hann svo annars staðar síðar, og
getur Lögberg um það 24. des.
1890:
Hr. Gestur Pálsson ritstjóri
kom sunnan úr íslendinga
byggðinni í Norður Dakota fyrir
síðustu helgi. Hann flutti fyrir-
lestur um íslenzkan skáldskap á
Mountain, Garðar og Hallson. Á
Mountain og Garðar hlutu söfn-
uðirnir þar ágóðann, en á
Hallson söngfélag eitt. Mountain-
búar gáfu hr. G. P. silfurbúinn
staf og Garðarbúar gullhring
í viðurkenningarskyni fyrir
skemmtunina.
Um þessa för hefur Stephan G.
Stephansson ort gamanvísur í
bréfi til vinar síns, Brynjólfs
Brynjólfssonar. Vísurnar eru
þannig og heita Gestrisni:
Hann Skáld-Gestur „vantrúar-
villtur“,
sem verk heldur betri en trú,
að sunnan kom silfraður, gylltur
af sæmdum frá lúterskum múg.
Og stórmikill vegur hans varð
þar —
og vœn fékk hann gersemin slík,
sem gullhamra-bauginn frá
Garðar
og grásilfur-stafinn úr Vík.
Gestur birti síðar kafla úr
fyrirlestri sínum um íslenzka
skáldskapinn, í Heimskringlu 15.
jan. 1891. Ætla ég að lesa hér dá-
lítið úr þeim kafla. Ræðir hann
fyrst um skáldgáfuna almennt,
en víkur síðan að kjörum og
sérstöðu íslenzku skáldanna.
Gestur segir:
Skáldgáfan er eins og leiftrið,
í raun réttri ekkert nema nátt-
úrukraftur, stór og fagur eins og
hafið og áhrifamikill eins og
stormurinn eða ljósið.
Þetta ástríðuleysi hjá flestum
íslenzku skáldunum er nú að
nokkru leyti náttúrufar, en
mestpart er það því að kenna,
að ekkert íslenzkt skáld má gefa
sína náttúru alveg skáldskapnum
á vald. Okkar skáld eru bundn-
ari en skáld hjá nokkurri ann-
arri þjóð í heimi. Hvert eitt ein-
asta íslenzkt skáld gengur alla
sína ævi með blýlóð á báðum-
fótum, og blýlóðin eru daglegt
brauð. Með einhverju öðru verð-
ur hann að vinna fyrir lífi sínu;
með skáldskap getur hann það
ekki. Svo framarlega sem hann
kýs að lifa, verður hann að
beygja, sveigja og teygja sína
náttúru í allar aðrar áttir en til
skáldskapar, en það er einmitt
skáldskapurinn, sem þarf að
halda á heilli náttúru. Og það
er harla mörg skáldnáttúra, sem
ekki þolir þessar beygingar og
sveigingar; hún brotnar og verð-
ur að molum. Svo tekur lífið
þessa mola og bræðir þá upp,
sýður úr þeim prest á útkjálka-
brauð eða brennir úr þeim bók-
haldara í búð. Það getur reyndar
komið fyrir, að skáldnáttúran
brennist ekki alveg burt þrátt
fyrir allt. En ef hún lætur til
sín heyra, þá er það eins og
maður tali upp úr svefni, eða úti
á þekju, því hún er ekki lengur
húsbóndinn í sálarlífi mannsins.
Henrik Ibsen hefur sagt á einum
stað „Kongsemnerne“: „Det er
stor synd at dræbe en fager
tanke.“ Sé það rétt, þá eru syndir
íslands harla margar. Ég er
viss um, að þó öll sinustrá í hin-
um mörgu mýrarflákum lands-
ins væru talin, þá yrðu þau ekki
fleiri en fallegar skáldhugsanir,
sem hafa smákulnað út, slokknað
og orðið að engu, af því að
skáldin fengu ekki að njóta sín,
heldur urðu að neyta skáldnátt-
úru sinnar til að bgka við hana
brauð og strokka við hana smér
— til þess að geta lifað. v
Eitt verð ég að segja að end-
ingu. Ég hef enga minnstu von
um nokkurt andlegt líf, nokkra
andlega framför eða nokkra
bærilega framtíð fyrir Islendinga
fyrr en skáldin fá á einhvern
hátt að njóta sín, því þá fyrst er
mögulegt, að einhverja ljós-
skímu leggi inn í alla þessa
þoku, sem liggur svört eins og
myrkrið og þung eins og martröð
yfir öllum hugsunarhættinum á
Islandi.
—FRAMHALD
Business and Professional Cards
/ Dr. P. H.T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 ■ l 1 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-4624
J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalfin og eldsábyrgB, bifreiBaábyrgB o. s. frv. Phone 92-7538 Phone 74-7855 ESTIMATES J. M. INGIMUND50N Ashphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
SARGENT TAXI PHONE 20-4845 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE GIMLI FUNERAL HOME Sími 59 SérfrœOinrjar i öllu, sem a0 útförum lýtur BRUCE LAXDAL forstjóri Licensed Embalmer
DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MAN. Phones: Office 26 — Res. 230 Offlce Hours: 2:30 - 6:00 p.m. Dr. A. V. JOHNSON DENTIST 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216
Thorvaldson Eggertson Bastin & Slringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 Dr. ROBERT BLACK SérfrœBingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdúmum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-8851 Heimasími 40-3794
CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917 Creators of v Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave.. Winnipeg PHONE 74-3411
Oífice Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUTLDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment. Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Nettlng 58 VICTORIA ST. WIN'NIPEG PHONE 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook St.
Selur líkklstur og annast um flt-
farlr. Allur útbúnaCur sfi. bertl.
StofnaB 1894 Stml 74-7474
Minnist
DETEL
í erfðaskrám yðar.
Pbone 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opposite Matemity Pavlllon
General Hospital
Nell's Flower Shop
Weddlng Bouquets. Cut Flowers,
Funeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson Res. Phone 74-8753
^ jfohnny Jfýan
ilk f 1076 DOWNINO rr. PHONE 7tlltX
WINNIPEG'S riRST
"MAILORPHONE"
ORDER HOUSE
Watch for Opening
New Showrooms
Kaupið Lögberg
SELKIRK METAl PROOUCTS
Reykh&far, öruggasta eldsvörn,
og fivalt hereinir. Hitaeinlngar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
vlB, heldur hita frá aö rjúka flt
meB reykum.—SkrlfiC, simlB til
KEIJLT SVEINSSON
625 Wall Street Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Slmar: 5-3744 _ 3-4431
J. WILFRID SWANSON & CO.
Insurance in aU lts branches.
Real Kstate • Mortgages - Rentala
210 POWER BUIT.DING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
PHONE 92-7025
H. J. H. Palmason, C.A.
Chartered Aecountant
505 Confederatlon Llfe Building
WINNIPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barristers - Solicilors
Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Parker. A. F. Krlstjansson
500 Canadlan Bank of Commerce
Chambers
Winnlpeg, Man. Phone 92-350]
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise Street Slmt 92-5227
BULLMORE
FUNERAL HOME
Dauphin, Manitoba
Eigandl ARNI EQGERTSON, Jr.
VAN'S ELECTRIC LTD.
636 Sargent Ave.
Authorized Home Appliance
Dealers
General Electric
McClary Electric
Moffal
Admiral
Phone 3-4890
/