Lögberg - 05.03.1953, Page 4

Lögberg - 05.03.1953, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. MARZ, 1953 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Geflð út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskritt ritstjúrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The ‘Liögberg’’ is printed and published by The Columbia Prees Lkd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mall, Post Office Department, Ottawa Fræðsluvikan Vikan, sem nú stendur yfir, 1.—7. marz, að báðum dögum meðtöldum, er helguð íhugun um fræðslumálin á breiðum grundvelli með hliðsjón af skólahaldi, mentun og launakjörum kennara, nýjum skólahúsum og viðgerð þeirra, sem þurfa lagfæringar við; með þetta fyrir augum, og vita- skuld margt fleira, sem að lýðmentun lýtur, eru flutt út- varpserindi og margs konar önnur upplýsingastarfsemi viðhöfð. Tala þeirra nemenda, sem barna- og miðskóla sækja, fer árlega mjög í vöxt og þar af leiðandi liggur það í augum uppi hve þörfin á auknum húsakosti sé aðkallandi. Skólahús nú á dögum kosta ærna peninga því kröf- urnar, sem gerðar eru verða strangari með ári hverju; svo má það líka til að vera, því fyrsta skylda hvers þjóðfélags, sem er, verður í því fólgin að ala upp hrausta og djarf- mannlega æsku; þess vegna veltur mikið á, að skólahúsin fullnægi að öllu sjálfsögðum þrifnaðar- og heilbrigðisregl- um og í þeim efnum má ekki horfa í kostnað, þó vitanlega sé mest um vert, hvað æskan nemur og verða skal vega- nesti hennar þegar starfsárin byrja fyrir alvöru. Naumast verða skiptar skoðanir um það, að ýmis skólahéruð innan vébanda þessa fylkis hafi átt við raman reip að draga varðandi úrlausn kostnaðar við skólahald; hefir þetta tíðum leitt til þess, að erfiðara reyndist að afla hæfra kenslukrafta en ella myndi verið hafa, auk þess sem skólahús voru í ýmissum tilfellum úi* sér gengin og ónóg að rými; nú er þó óðfluga verið að bæta úr þessu og stjórnarvöldin tekin að rumskast við. A fylkisþingi því, sem nú er háð hér í borg, hefir stjórnin lýst því yfir, að framlag hennar til sveita- og bæjamálefna hækki nú þegar allverulega og njóti skóla- héruðin vitaskuld góðs af; úr þessu hefði vitanlega átt að vera bætt fyrir löngu, þó betra sé seint en aldrei. Það er tíðum illa launað og vanþakklátt að eiga sæti í skólaráði og þess vegna ekki ávalt auðhlaupið að því, að fá í slíkar stöður hina hæfustu menn; þetta þyrftu gjald- endur, engu síður en foreldrar jafnan að hafa í huga ef vel á að vera um hag skólahéraðanna í framtíðinni. Mönnum hættir til að kvarta undan háum sköttum og má vera að í ýmissum tilfellum sé það réttlætanlegt. En væri þá óhugsanlegt, að slíkir menn myndi vakna upp við vondan draum og jafnvel reka upp stór augu, ef þeim væri bent á þá staðreynd, að þegnar þessa lands verja árlega fjórum sinnum meira fé fyrir áfenga drykki og tóbak, en varið er til mentamálanna? Þeir, sem að áminstri fræðsluviku standa, eru valdir menn, sem helgað hafa krafta sína auknu samræmi í kenslu og skólahaldi og þess vegna er gott og gagnlegt, að fylgjast með því gaumgæfilega, sem þeir bera á borð. f ☆ ☆ ☆ Vinur og samsýslungur Mið setti hljóðan um stund, er frú Sigríður Arnason gerði mér viðvart yfir símann um lát bróður síns Einars E. Sæmundsen, skógarvarðar í Reykjavík; hún vissi að okkur var vel til vina. Einar lézt í Reykjavík hinn 16. febrúar; hann var Vopnfirðingur, fæddur 7. október árið 1885. Það varð meginstarf Einars að vinna að skóggræðslu; hann fór ungur utan og nam fræðigrein sína í Danmörku; við vorum nákunnir þá og fundum okkar bar brátt saman, er hann kom úr utanförinni og hóf hina veglegu gróður- starfsemi sína, er orkaði mjög á alt hans líf; við létum stundum fjúka í kviðlingum, þó hann væri mér langtum fremri í því að kasta fram stöjcu; enda varð hann eitt allra ágætasta vísnaskáld samtíðar sinnar. Einar var gleðimaður mikill og manna hnyttnastur í svörum; hann hafði ósegjanlegt yndi af góðhestum og kunni líka vel með þá að fara, enda féll mörg fögur staka fákum hans í skaut. 1 sýnishornabókinni, „Aldrei gleymist Austurland“, sem Helgi Valtýsson safnaði til og bókaútgáfan Norð^ri sendi frá sér, er sægur mikill vísna og annara ljóða eftir Einar E. Sæmundsen, öll með handbragði fágaðrar ljóðlistar. Fyrsta vísan í Hestaminni Einars, er á þessa leið: Frá þjóðarinnar allra elztu dögum og íslandsbygð var treyst á góðan hest. Sú saga er skráð í hrauni og heiðardrögum og hvar sem annars nokkur gata sést. Því hann var sá, er sigraði allar þrautir, jók sæmd og virðing góða húsbóndans. Á slíka sigra benda ótal brautir, sem blasa við í auðnum þessa lands. Einar E. Sæmundsen taldist til vorsálnafylkingarinnar, sem hóf göngu sína um og eftir aldamótin og setti óafmáan- legan nýgróðurssvip á landið. Lundarfar Einars var slíkt, og hláturmildi hans þannig úr garði gerð, að í návist hans var naumast unt að vera öðru- vísi en í góðu skapi, jafnvel hvernig, sem ástatt var; lífsgleði hans kom beint frá hjartanu. Bú er landstólpi . . . Erindi eftir Skúla H. Hrútfjörð, prófessor við landbúnaðardeild Minnesotaháskóla, flutt af Valdimar Björnssyni á Frónsmóti í Winnipeg, 23. febrúar 1953 Fáein minningarorð Þórarinn Einarsson lézt að heimili sínu í Riverton 2. janúar 1953. Hann var fæddur 14. júní 1887 að bænum Jökulsá í Borg- arfirði eystra. Foreldrar hans voru Einar Þorkelsson og Ingi- björg Gísladóttir þá búsett á Jökulsá. Tveggja ára gamall fluttist Þórarinn til Vesturheims með foreldrum sínum, og litlu síðar keypti Einar bújörðina Fljótstungu í Fljótsbygð og þar ólst Þórarinn upp til fullorðins ára. Þann 14. febrúar 1914 kvænt- ist Þórarinn Kristínu Böðvars- dóttur frá Hafnaríirði, og lifir hún mann sinn. Þeim hjónum varð fimm barna auðið, komust fjögur þeirra til fullorðins ára, en stúlkubarn dó fárra mánaða gamalt. Börnin, sem upp komust, eru þessi: Böðvar , kvæntur Anitu Moss; Ingibjörg, gift Marinó Jóhanns- syni; Lára, gift Raymond Olson, og Einar, ógiftur, og er heima hjá móður sinni. Alt þetta fólk er búsett í Riverton. Um margra ára skeið bjó Þór- arinn á föðurleifð sinni, en flutti svo til Rivertomþorps, og bjó þar til dauðadags. Með Þórarni er til grafar genginn vinsæll dáðadrengur. — Hann var starfsmaður mikill og vinnuþol hans var að orði haft. Hann var glaðlyndur og geð- prúður; ólund eða dutlungar voru óþekkt fyrirbrigði í skap- gerð hans; var hann því geð- þekkur öllum, sem honum kynt- ust og alstaðar var hans minst sem hins glaða og góða drengs. Heimilisfaðir var hann með af- brigðum ástúðlegur og góður. Engum steini lét hann óvelt til þess að kona hans og börn mættu njóta þess bezta, sem í hans valdi stóð að veita þeim. Enda uppskar hann þar það sem hann hafði niður sáð, þegar hann sjálfur varð hjálparþurfi, gerðu þau alt, sem í þeirra valdi stóð til að létta þrautabyrði hans. Nær það jafnt til konu hans, barna og tengdabarna, enda er hér um óvanalega ástúðlegt og traust ættarsamband að ræða. Aldurs síns vegna hefði Þórar- inn getað átt mörg og gæfurík ár framundan; en enginn má sköp- um renna. Þegar hann var rúm- lega sextugur fór hann að kenna sjóndepru og þrátt fyrir alla þá beztu læknishjálp, sem völ var á ágerðist þessi sjúkdómur, svo að hann varð ófær til allra verka; og síðastliðið hálft annað ár þjáðist hann af hjartasjúkdómi, sém varð honum að bana. Sjúk- leika sinn bar hann með karl- mannlegri rósemi; af hans vör- um kom aldrei eitt einasta æðru- orð. Hann var reifur og glaður til síðustu stundar, þakklátur, þolinmóður og ljúfur við alla þá, sem að honum hlyntu, sofnaði hann hinn síðasta blund, og inn í morgunroða hins nýbyrjaða árs sveif sál hins góða drengs Guðs á veg. Angurblíður söknuður ríkir í hóp vandamanna hans og ætt- ingja, en hinar mætu minningar um hinar mörgu gleðistundir, sem þeir nutu á samleiðinni með honum, verða þeim kærir ferða- félagar til æviloka. • Jarðarför Þórarins heitins fór fram frá lútersku kirkjunni í Riverton 5. janúar s.l. að við- stöddu fjölmenni. Vel sé öllum þeim, sem sýndu honum þann vinskaparvott, ekki sízt þeim, sem komu frá öðrum bygðarlög- um, er voru allmargir. Hann var lagður til fevíldar við hlið for- eldra sinna og dóttur í lundi þeim, sem landnámsfólkið góða valdi sér hvílustað endur fyrir löngu eftir hina ströngu land- námsbaráttu, og afkomendur þeirra taka sér nú óðum ból- festu eftir vel unnið ævistarf. Sígrænn tignarlegur skógur heldur vörð um þetta síðasta landnám þeirra. Blessuð sé minning þeirra allra, sem þar hvíla. Séra Haraldur Sigmar flutti Ferð mín til íslands hófst, ef svo mætti segja, með símahring- ingu. frá skrifstofu Samvinnu- stofnunarinnar í efnahagsmál- um — Mutual Security Agency, eins og það er nú kallað — í Washington, 15. júní í fyrra. Var spurt hvort ég yrði fáanlegur til þess að takast á hendur sex mán- aða starf á íslandi, er byrja ætti 1. júlí. Áætlunin var sú að fá mann, sem reyndur væri við út- breiðslustörf á vegum banda- rísku búnaðarsamtakanna — jafnframt skyldi hann kunna nokkuð fyrir sér í íslenzku. Ég svaraði strax, að ég hefði lengi haft mikinn hug á Islandsför, en gæti ekki, ef til kæmi,- lagt af stað fyrr en í fyrsta lagi 15. júlí. Hinn 23. júlí fór ég flugleiðis frá St. Paul til Washington, að fá þar leiðbeiningar um starf það, sem mér væri ætlað, og til þess að undirbúa mig undir lokaþátt ferðarinnar. Hitti ég í höfuð- borginni tvo ameríska sérfræð- inga, sem kunnugir voru að nokkru íslenzkum búskap — þá Olaf Aamodt, yfirmann þeirrar deildar Búnaðarmálaráðuneytis- ins, er fjallar um nytjajurtir til skepnufóðurs, og Dr. Charles E. Kellogg, yfirmann jarðvegsrann- sókna. Dr. Kellogg hafði farið til íslands 1949 sem ráðunautur í jarðvegsrannsóknum, er þar voru þá á döfinni, en Olaf Aamodt hafði farið þangað 1950 til þess að athuga um framleiðslu ýmissa afurða til skepnufóðurs. Samt sem áður fékk ég alls ekki glögga hugmynd um það í Wash- íngton hvert hlutverk mér væri eiginlega ætlað á íslandi. Þannig undirbúinn, hélt ég áfram til New York til þess að ná flugvélinni, sem síðan skilaði mér til íslands. Á leiðinni kynnt- ist ég einum farþeganum, Ara Eyjólfssyni, starfsmanni hjá Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga í Reykjavík; Ari var eitt sinn búsettur hér í Winnipeg, fyrir um það bil 25 árum. Frá því að vélin hóf sig til flugs og þangað til lent var á íslandi, hélt ég uppi samræðum nærri stanzlaust á íslenzku við Ara og konu hans og son. Ég hafði lítið talað íslenzku um aldarfjórðung og vissi vel, að nú væri að duga eða drepast — að nota hverja mínútu til þess að venjast hljómi og hugtökum, um leið og ég færi að rifja upp orð löngu gleymd. Við lögðum af stað kl. rúmlega 10 f. h. og lentum á Kéflavíkur- flugvelli tólf og hálfum klukku- tíma síðar. Mér veitist erfitt að lýsa til- finningum mínum, er við nálg- uðumst landið og náðum loksins íslenzkri grund. Foreldrar mínir fæddust bæði á íslandi, voru fulltíða, þegar þau fóru þaðan, en það var helzt Leifur faðir minn, sem hélt brennheitri tryggð við Island, og allt sem íslenzkt var. Sú tryggð efldist með árunum. Kærastar voru honum íslendingasögurnar, og saga íslands í heild. Fékk ég sem drengur að heyra margt um hina fornu víkinga og gullöld íslands. Mér var það ljóst að ég var að heimsækja ísland nútímans, ekki land sögualdarinnar, einhvern veginn hurfu „Islands þúsund kveðjumál, en B. Laxdal útfarar- stjóri frá Gimli stjórnaði út- förinni; báðir þessir menn leystu hlutverk sín af hendi með á- gætum. — Og hér með þakka vandamenn Þórarins heitins öllum þeim, sem á einhvern hátt sýndu samúð og hjálp í þessu sorgartilfelli, hvort heldur með því að fjölmenna við útförina eða með blómum og samúðar- skeytum, og síðast en ekki sízt þeim, sem heimsóttu hann í hinu langa sjúkdómsstríði; voru þeir gestir honum mjög kærkomnir. Gísli Einarsson ár“ aldrei úr meðvitundinni. Sterkastar í huga mínum voru myndir af íslandi eins og það hafði verið um aldaraðir — myndir, er rifjuðust upp úr margendurteknum sögum frá bernskuárunum. Ekki man ég almennilega núna hvað það hefur verið, sem ég bjóst við að sjá, er ég fyrst stigi fæti á íslenzka grund. En það eitt er víst, að ég undraðist auðnina og gróðurleysið, sem blasti við á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Vegurinn liggur um lítt gróin hraun og ég var að hugsa um grashagana og beiti- löndin, sem mér hafði verið sagt, að íslenzkur 'landbúnaður byggð- ist á. Hjalti Pálsson tók á móti mér á flugvellinum — hann nam búfræði bæði í Fargo, North Dakota, og Ames, Iowa. Hjalti er sonur Páls Zophaníassonar, al- þingismanns, sem nú er búnaðar- málastjóri, en tók við því em- bætti af Steingrími Steinþórs- syni, núverandi forsætisráð- herra. Þótt ég verði að játa það, að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum þennan fyrsta spöl minn á ís- landi, leyndist mér það hins veg- ar ekki, þegar fyrsta áfanganum lauk við Hótel Borg, að ísland væri land á hraðri framför. Alls staðar blöstu við nýjar bygging- arframkvæmdir, ný einbýlishús, nýjar íbúðasamstæður, nýjar verzlanir og verkstæði, nýjar byggingar af ýmsu tagi. Borgin Reykjavík bar blæ nýtízku borg- ar. Fór fyrsti dagur minn á ís- landi í heimsóknir til ameríska sendiráðsins í Reykjavík og Þór- halls Ásgeirssonar, sonar hins nýkjörna forseta íslands. Hefur Þórhallur lengi verið aðalmilli- göngumaður milli íslenzkra yfir- valda og fulltrúa Efnahagssam- vinnustofnunarinnar. Ég hitti um leið Hermann Jónasson, búnaðarmálaráðherra, og Pál Zophaníasson, sem er bæði formaður Búnaðarfélagsins og búnaðarmálastjóri. Var nú lagt á ráðin um dvöl mína og hvernig henni skyldi bezt hagað. Einnig hitti ég oft Árna G. Ey- lands, stjórnarráðsfulltrúa, en hann er einn helzti búfrömuður heima, en hér kunnur af heim- sókn sinni og störfum í þágu Þj óðræknisf élagsins. Annar dagur minn á íslandi varð sannarlega sögulegur, því að þá gafst mér færi á að vera viðstaddur hina hátíðlegu inn- setningu Ásgeirs Ásgeirssonar í embættið. Eins og kunnugt er, þá er Ásgeir annar forseti hins unga lýðveldis, en hinn fyrsti, sem hlotið hefur kosningu svo að aðrir voru í framboði. At- höfnin var mjög virðuleg, og var ég feginn að vera kominn í tæka tíð, úr því að mér gafst kostur á að verða sjónarvottur að þess- um sögulega atburði. Fyrsta ferð mín — og urðu þær margar á þremur mánuð- um — var að bænum Oddgeirs- hólum við Hvítá, skammt frá þorpinu Selfossi. Hlaut ég nú enn sem fyrr að undrast nekt landsins, þegar farið var yfir ‘Hellisheiði, að Kambabrún, og þaðan niður að Hveragerði. En fyrir vikið tók ég betur en ella eftir gróðursæld Suðurlands- undirlendis, þegar þangað kom. Og um búið á Oddgeirs- hólum er það að segja, að þab er til fyrirmyndar, og hefur tekið örum framförum síð- ari árin undir stjórn þriggja bræðra. Ræktaður túnblettur var kominn upp í 60 ekra stærð, endurbætur að miklu fram- kvæmdar síðan 1945. Búpening- ur á jörðinni var sem hér grein- ir: margt ágætra mjólkurkúa, 24 hestar, og þar að auki hafði oft- ast verið þar á annað hundrað sauðfé. Nú var ekki til ein einasta rolla á þessum bæ síðan sauðfé öllu í suðvesturhluta ís- lands var slátrað fyrir ári, í síendurteknum tilraunum til þess að útrýma mæðiveikinni, sem herjað hefir í íslenzka sauð- fénu um langt árabil. Þó að þarna væru 24 hestar, voru þeir lítt notaðir við búskapinn, „Véla- menningin“ hefur lagt leið sína heim á íslenzku bóndabæina, og stórvirkar vélar hafa víðast hvar leyst þarfasta þjóninn af hólmi. Á Oddgeirshólum var hey- þurkunartæki til þess að þurka töðu um leið og hún er lögð í hlöðuna. Súrheysgryfjur voru líka í notkun. Og þá var ekki lít- ill léttir og hagræði að mjalta- vélunum. Kýrnar voru rannsak- aðar á tilteknum fresti og því hagað á sama hátt og í naut- griparæktarfélögum (“cow test- ing associations”) hérlendis. Þá voru búreikningar allir í bezta lagi. Húsdýraáburður geymdist ágætlega í byrgðri gryfju, og til- búinn áburður aðallega notaður á túnin. Mundi búreksturinn á Oddgeirshólum fyllilega standast samanburð við betri bændabýli hér um slóðir. Mér varð það þegar ljóst, að þessi fyrsti íslenzki bóndabær, sem ég skoðaði vandlega, var í raun og sannleika til fyrirmynd- ar bæði um ræktun og allan rekstur. Ég sá seinna marga bæi, sem eigi varð jafnað við Odd- geirshóla, en þó einnig nokkra vel sambærilega. Tveim dögum seinna kom ég á Þingvöll í fyrsta skipti, sem gestur í veizlu, sem þar var haldin erindrekum á þingi bændafélaga frá Noregi, Dan- mörku, Finnlandi og íslandi. Mér fannst sjálfum, að ég væri kominn þarna á helga grund og ég sæi fyrir mér alþingi feðr- anna — „hátt á eldhrauni uppi, þar sem ennþá Öxará rennur ofan í Almannagjá“. Veður var ágætt, og náttúrufegurð staðar- ins stórhrífandi. Ræður fóru að mestu leyti fram á dönsku og sænsku, og gat ég eitthvað fylgzt með. Ríkti þar hinn bezti andi samstarfsvilja og bróðurhugar milli frændþjóðanna. Liðu nokkrir dagar, áður en ég heimsótti í fyrsta skipti tilrauna- stöð á Islandi, Sámsstaði, aðal- tilraunastöð Suðurlands, undir stjórn Klemenzar Kristjánsson- ar. Landkostir eru frekar góðir í Fljótshlíðinni, og er auðséð, að Klemens er góður búmaður. Klemens sýndi mér grasbletti á Sámsstöðum, þar sem hann er að reyna ýmsar gras- og áburðar- tegundir. Þá hefur hann einnig garðbletti, þar sem svipaðar til- raunir eru gerðar með kartöflur. Aðaláhugamál Klemensar virðist samt vera að finna þær teg- undir byggs og hafra, sem bezt hæfa jarðvegi og þroskunarskil- yrðum á Suðurlandi. Ég skoðaði ágæta akra, sem í voru bæði bygg og hafrar, og sagði Klemens mér að bygg næði fullum þroska 8 eða 9 ár af hverjum 10, og að reynslan hefði verið næstum því eins góð með hafra. Aðal kapps- málið er að geta sáð þessum korntegundum nógu snemma, helzt í apríl, og alls ekki seinna en 15. maí, og einnig að nota nóg af áburði. Uppskeran, bæði af byggi og höfrum, virtist vera góð í fyrrahaust á Sámsstöðum. I Gunnarsholti, á hinn bóginn, aðeins nokkrar mílur frá, og á hálendi sambærilegu við Sáms- staði, kom frost 30. ágúst, og náðu hafrar og bygg þar aldrei þroska. Næstu ferðir m'ínar voru í norður- og austurátt. Var ég einn dag á Hvanneyri í Borgarfirði. Þar er stærsti búnaðarskóli Is- lands, talsvert um tilraunir, en aðaláherzlan, að mér virtist, lögð á framleiðslu afurða til sölu. Ég kom á fleiri bæi í Borgarfirði, bæði fyrsta flokks og meðalbú. Sjálfsagt kom ég að Reykholti, bæði til að sjá skólann þar, en ekki síður til þess að sjá hið fræga höfðingjasetur, þar sem Snorri Sturluson átti heima á Framhald á bls. 6

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.