Lögberg - 19.03.1953, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.03.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 66 ARGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 19. MARZ, 1953 NÚMER 12 Aðalfundur Framboðsþing LiberaSa í Winnipeg Centre Úr borg og bygð Ársfundur Islendingadagsins var haldinn í góðtemplara hús- inu, mánudagskvöldið þann 16. marz, 1953. Fundurinn var fá- mennur, en all-líflegar umræð- ur. Hátíðahaldið fer fram að Gimli 3. ágúst næstkomandi. Þessir hlutu kosningu í nefnd- ina til tveggja ára: Jochum Ásgeirsson, Allan Finnbogason, Próf. Finnbogi Guðmundsson, Axel Vopnfjörð, Snorri Jónasson. Þeir sem eiga eftir árið í nefndinni, eru: Séra V. J. Eylands, Steindór Jakobsson, Paul Bardal, Jón K. Laxdal, Davíð Björnsson. Auk þessara eru í nefndinni fjórir frá Gimli og tveir frá Selkirk. Nefndin skipti með sér verk- um þannig: Jón K. Laxdal, forseti Bjarni Egilsson, Gimli, varaforseti Davíð Björnsson, ritari Próf. Finnbogi Guðmundsson, vara-ritari Jochum Ásgeirsson, féhirðir Steindór Jakobsson, vara-féhirðir W. J. Árnason, Gimli, eignavörður. Endurskoðunarmenn reikn- inga eru: G. L. Jóhannsson og Guðmann Levy. Prógrammsnefnd skipa: Steindór Jakobsson, Davíð Björnsson, Snorri Jónasson, Paul Bardal, Próf. Finnbogi Guð- mundsson, Bjarni Egilson. Garðs- og flutningsnefd skipa: Allan Finnbogason, Jochum Ásgeirsson, W. J. Árnason, Guðm. Magnússon, Einar Magn- ússon. Auglýsinganefnd skipa: Snorri Jónasson, Jochum Ás- geirsson, Paul Bardal. íþróttanefnd skipa: Snorri Jónasson, Bjarni Egils- son, Eiríkur Vigfússon, Allan Finnbogason. Upplýsinganefnd skipa: Davíð Björnsson, Jochum Ás- geirsson, V. J. Eylands. Hyggur á heimsókn til Washington Svo hefir skipast til, að St. Laurent forsætisráðherra heim- sæki Washington fyrri hluta næstkomandi maímánaðar og dvelji þar að minsta kosti í þrjá daga; tilkynning um þetta var birt samtímis í Washington og Ottawa; mun forsætisráðherra eiga viðræður við Eisenhower forseta varðandi verzlunar við- skipti, framkvæmdir við St. Lawrence skipaskurðinn og vafa laust margt fleira, svo sem við- horf stjórnmálanna á breiðum grundvelli. Hækkun farmgjalda Járnbrautaráðið í Ottawa hef- ir heimilað járnbrautarfélögun- um eina farmgjaldahækkunina enn, sem nemur sjö af hundraði; öll fylkin fyrir munn stjórna sinna, að undanteknum Quebec og Ontario, mótmæltu hækkun- inni, en alt kom fyrir ekki; mót- mælin voru send sambandsstjórn °g þoss farið á leit, að hún skær- ist í leikinn og hlutaðist til um að hækkuninni yrði frestað; hverjar undirtektir hennar verða er enn eigi vitað. Jack St. John Á mánudagskvöldið þann 11. þ. m., héldu Liberalar í Winni- peg Centre framboðsþing sitt í fundarsal General Wolfe skólans við mikla aðsókn þrátt fyrir ó- hagstætt verður og erfiða um- ferð vegna hálku á götum borgar innar; áminst kjördæmi velur fjóra fulltrúa á fylkisþing, en búist er við, að fylkiskosningar fari fram fyrri hluta næstkom- andi sumars; ákveðið var að Liberalflokkurinn hefði þrjá frambjóðendur í vali í kjördæm- inu, og urðu þessir fyrir valinu: Jack St. John bæjarfulltrúi og lyfsali, Mrs. Nan Murphy, er nú á sæti í skólaráði borgarinnar, og David Graham heilbrigðis- fulltrúi; auk frambjóðenda og meðmælenda þeirra, fluttu ræð- pr þeir Campbell forsætisráð- herra og Ronold Turner fjár- málaráðherra fylkisstjórnar- innar. David Graham Mrs. Nan Murphy Hópferðin til íslands í sumar Alvarleg breyting er nú komin á menn í íslandsfararmálinu og umsóknir teknar að berastúr ýmsum áttum. Er vonandi, að skriðurinn haldist, unz tekizt hefur að fylla flugvélina. Þeir í Canada, sem eiga ekki gilt vegabréf og hafa ekki enn sótt um það til Ottawa, geta nú skrifað eftir umsóknareyðublöð- um til mín og þannig flýtt fyrir sér. Hefur Grettir ræðismaður útvegað þau hingað í því skyni. Síðan þurfa menn að senda þessi eyðublöð útfyllt til Ottawa (The Passport Officer, Department of Exsternal Affairs, Ottawa). Að fengnu vegabréfinu þurfa menn að senda það til áritunar til Grettis L. Jóhannssonar, ræðis- manns, 910 Palmerston Ave., Winnipeg. En frá því hef ég skýrt áður. Ég minntist lauslega á kostnað á íslandi í síðasta blaði og hef síðan fengið nokkrar upplýsing- ar um hann. Er hann þar áætlað- ur hærri en ég gerði ráð fyrir, en þá búizt við miklum ferða- lögum um landið og miðað við þá, er dveljast yrðu á gistihús- um allan tímann og greiða hverja máltíð. En þeir vérða áreiðanlega hverfandi fáir í ferðinni. Eins og ég sagði í upphafi, verður ekki Heimsækir Bretland Æðsti valdamaður Júgóslavíu, Tito marskálkur, er nýkominn til London í boði brezku stjórn- arinnar; er hann lenti voru til taks að fagna honum Churchill forsætisráðherra, Eden utan- ríkisráðherra og hertoginn af Edinborg. Megin viðræðuefni Titos við brezka forustumenn, að því er brezk blöð herma, lýtur að fjármálum og stjórnmálum. Tito hefir þegar setið mið- degisboð hjá Elizabethu drotn- ingu í Buchinghamhöll, og er hann fyrsti valdamaður komm- únistaríkis, sem hefir hlotnast sá heiður; hann komst í bitra and- stöðu við Stalin og rússneska kommúnista yfir höfuð og taldi þá hafa gengið af trúnni og komið á fót illræmdu lögreglu- stjórnarríki, þar sem mannrétt- indin væri að vettugi virt. fylgt fastri áætlun á Islandi nema helzt fyrstu dagana, en síðan athugað, hvort menn yildu fara hópferðir saman um landið. Á lítill vandi að vera að skipu- leggja slíkar ferðir, er til Islands kemur og þá eftir óskum manna. Bið ég menn svo að veita at- hygli frekari auglýsingum, er birtast kunna í næstu blöðum. Finnbogi Guðmundsson 30 Calvell Apts. 449 Kennedy St. Winnipeg Þörf á nýju sjúkrahúsi Dr. J. G. Edwards er þeirrar skoðunar, að brýn þörf sé á að koma á fót hér í borginni sjúkra- húsi fyrir ofdrykkjumenn, þar sem gerðar verði til þess allar hugsanlegar ráðstafanir til að lækna þá eins og aðra sjúklinga; slíkir menn séu ósjálfbjarga og þurfi á aðstoð þess opinbera að halda; uppástunga þessi hefir vakið víðtæka athygli meðal al- mennings hér um slóðir. Til Gesfs Kristjánssonar (Ort meðan hann flutti kveðju Leifs Eiríkssonar félagsins á lokasamkomu þjóðræknisþings- ins). Undir fögrum orðum þínum önd mín varð af hlýfu klökk. Lifir enn í gömlum glceðum. Gestur, hafðu kæra þökk! .... RICHARD BECK SKJÓT ÍSLANDSFÖR Mér duttu í hug viðurnefnin fornu harðfari og snarfari. er Valdimar Björnsson hringdi til mín frá Minneapolis á sunnu- daginn var og sagðist þá vera nýkominn úr 5 daga leiðangri til íslands. Var Valdimar ekki fyrr kominn heim til Minne- apolis af þjóðræknisþinginu í Winnipeg en Harold E. Stassen, formaður gagnkvæmu öryggis- stofnunarinnar, hringdi í hann frá Washington og fól honum að fara við annan mann, Richard Birnberg, til íslands til að kynna sér þar styrkveitingar Banda- ríkjastjórnar til íslendinga. Er þar einkum um að ræða styrki til stórtækrar rafvirkjunar við Sogið og Laxá og til byggiiigar áburðarverksmiðju í grend við Reykjavík. Hefur Stassen sent menn víða um lönd til svipaðra rannsókna og kaus Valdimar til Islandsfararinnar sökum þess, að hann vissi, að hann væri þar málum kunnugur, en Stassen og Valdimar eru gamlir félagar frá námsárunum við Minnesotahá- skóla. Brá Valdimar fljótt við og var kominn til íslands 5. marz, en floginn þaðan aftur árla morg- uns hinn 10. Var hann svo önnum kafinn, meðan hann dvaldist þar, að honum fannst eftir á sem hann hefði varla til landsins komið. Þó gaf hann sér tíma til að segja fréttir frá þjóðræknis- þinginu hér í Winnipeg og Vestur-íslendingum almennt bæði í viðtali við blaðamenn og í útvarpi og hefði áhugi manna á málum okkar verið mikill. Þá sat Valdimar fagra veizlu hjá forsetahjónunum á Bessa- Valdimar Björnsson fjármálaráðherra Minnesoiaríkis stöðum og hitti þá m. a. sr. Frið- rik Friðriksson, en hann verður 85 ára í vor (25. maí) og er hinn ernasti, þó að líklega sé hann orðinn afhuga því að verða 137 ára, eins og hann hafði eitt sinn við orð. Bað sr. Friðrik Valdimar fyrir kveðjur vestur til kunn- ingja sinna margra frá þeim árum (1913—1916), er hann dvaldist hér vestra. Loks gat Valdimar þess, að Búnaðarþing hefði staðið yfir i Reykjavík og hefði erindi Skúla Hrútfjörðs, það er Valdimar flutti á þjóðræknisþinginu ný- lega, fengið þar góðar undir- tektir og mundi það birt á næstunni. Er það okkur fagnaðarefni, að Valdimar skyldi veljast til þessarar farar, og vonandi, að sem beztur árangur hafi hlotizt af för þeirra tvímenninganna og athugunum. F. G. Miss Bentina Benedictson, dóttir Benedikts Benediktssonar, Riverton, og William John Hagen, voru gefin saman í hjóna band 12. febrúar s.l. í Calgary að heimili Mr. og Mrs. Ingi Hannesson; heimili þeirra verð- ur í Calgary. ☆ Látinn er fyrir skömmu í Van- couver, B.C., Guðmundur Elías- son fyrrum bóndi í Árnesbygð í Nýja-íslandi, 81 árs að aldri, ættaður úr Húnavatnssýslu, skýrleiksmaður og vel skáld- mæltur. Að loknum kveðjumál- um í Vancouver, er þeir séra Eiríkur Brynjólfsson og séra Albert E. Kristjánsson fluttu, var líkið sent austur til jarðsetn- ingar í Árnesi. Þessa merka öld- ungs mun verða nánar minst áður en langt um líður. ☆ Hon. J. T. Thorson, forseti fjármálaréttarins í Canada, var staddur í borginni í fyrri viku og stýrði hér réttarhaldi; hann flutti einnig ræðu í Kiwanis- klúbbnum; héðan fór Mr. Thor- son í embættiserindum til Calgary, Edmonton, White Horse og Vancouver. Mr. Thorson hringdi til ritstjóra þessa blaðs, bað hann fyrir margar kveðjur og var glaður og gunnreifur að vanda. ☆ Vetrarhefti ritsins “Midwest Chaparral”, sem er málgagn Skáldafélags Miðvesturlandsins og út kemur í Grand Island, Nebraska, flytur þá frétt, að kvæði dr. Richards Beck “Lin- coln in Marble”, er endurprent- að var í sumarhefti ritsins, hafi verið eitt af sex kvæðum, sem lesendur, við almenna atkvæða- greiðslu í þeirra hópi, töldu beztu kvæðin í umræddu hefti. Hefir kvæði þetta verið víða prentað áður, meðal annars á sínum tíma í „Lögbergi“, og er að finna í hinni nýju útgáfu enskra kvæða höfundar A Sheaí of Verses. ☆ Mr. og Mrs. W. H. Olson eru nýlega komin heim úr þriggja vikna ferðalagi vestan af Kyrra- hafsströnd. ☆ Mr. Halldór byggingameistari Sigurðsson kom heim í fyrri viku ásamt frú sinni eftir mán- aðardvöl í Miami, Florida. ☆ — Kvikmyndasýningar — I samkomuhúsinu í Baldur, mánud. 23. marz, kl. 8. 1 kirkjunni í Glenboro, þriðjud. 24. marz kl. 8. Nýjar myndir frá atvinnuveg- unum á Islandi. (Aðg. er 50 cent). ☆ Sambandskvenfélagið í Ár- borg, Manitoba, sýnir nýjar myndir frá íslandi í Sambands- kirkjunni næstkomandi föstu- clag, þann 20. þ. m. kl. 9 e. h. Inngangseyrir 50c.' Frá Kóreu Snarpar orustur hafa verið háðar ávo að segja á öllum víg- stöðvum Norður-Kóreu þrátt fyrir fannfergi, sem skapað hefir erfiða umferð nokkra undan- farna daga. Kommúnistar gerðu eina atlöguna af annari, en urðu jafnan að láta undan síga; mann- fall af þeirra hálfu varð mikið, auk þess sem sveitir sameinuðu þjóðanna náðu haldi á allmiklum birgðum vopna; meðan á þessu stóð voru allar flugvélar jarð- bundnar. Frú Elínborg Hallgrímsson, 805 Garfield Street hér í borg, brá sér austur til Port Arthur, Ont., í fyrri viku og er væntan- leg heim þessa dagana. ☆ — DÁNARFREGN — Sarah Kril Jaremko lézt þ. 11. marz s.l. að heimili tegndasonar síns, Inga Gíslasonar við Church- bridge, 73 ára gömul. Sarach heitin var fædd , Chornowka, Bukavina, Austurríki þann 23. marz 1879. Hún kom til Canada með foreldrum sínum árið 1897. Þau tóku sér land í íslendinga- bygðinni nálægt Calder, Sask. Árið 1901 giftist Sarah Mike Jaremko frá Wroston, Sask. — Börn þeirra eru 9, sex stúlkur og þrír drengir. Tvær stúlkurnar eru giftar íslendingum: Rosie, Mrs. G. G. Árnason í Church- bridge og Lena, Mrs. Ingi Gísla- son, einnig við Churchbridge. Sarah misti mann sinn þann 28. marz 1940. Þau tilheyrðu Grísku Ordodox kirkjunni og Mr. Jaremko var jarðaður í grafreit þeirrar kirkju við Wroston, Sask. Sum börnin að- hyllast og tilheyra lútersku og Canada United kirkjunum. — Börnin, sem gift eru íslending- um, hafa látið skíra börn sín í okkar kirkju og sum eru að búa sig undir fermingu. Það var ósk allra barnanna, að móðir þeirra væri lögð til hvíldar í grafreit Concordia kirkjunnar af lúterskum presti. Húskveðjan fór fram á heimili tengdasonar hennar, Inga Gísla- sonar, og útförin frá Concordia kirkjunni þann 13. marz. Séra Jóhann Fredriksson frá Glen- boro jarðsöng. ☆ Sunnudaginn þann 8. marz s.l. lézt að Amaranath, Man., ekkjan Sigurborg Gísladóttir Þórðar- son, ekkja Björns Þórðarsonar, sem lézt fyrir þrem árum. Hún var jarðsungin 12. s. m. að við- stöddu margmenni. Hún skilur eftir tvo uppkomna syni og tengdadætur tvær, og skyld- menni fleiri. — Séra S. S. Christopherson flutti kveðjumál. ☆ Mr. Hannes J. Lindal fésýslu- maður frá Toronto, dvelur í borginni þessa dagana, ásamt Hannesi syni sínum. tr Mr. Njáll Þóroddsson sýnir kvikmyndir af íslenzku lands- lagi og nútíðar atvinnulífi á íslandi í Lutheran Hall, Selkirk, fimtudaginn, 19. marz, klukkan 8 síðdegis. Inngangseyrir fyrir fullorðna 50c. en fyrir börn 25c. —Fjölmennið! ☆ Gefið til Sunrice Lutheran Camp Mrs. O. Stephensen, Wihnipeg, $10.00 (Childrens Trust Fund) í minningu um Gróu Pálmason. Kvenfélagið Isafold, Víðir, $15.00 (Memorial Fund) í minningu um Franklin Wilson og Egil Hólm. Með innilegu þakklæti Anna Magnússon Box 296, Selkirk ☆ Mr. Njáll Þójroddsson sýnir kvikmyndir frá íslandi að Gimli laugardaginn 21. þ. m., en að Lundar n.k. sunnudag, 22. þ. m. ☆ Síðastliðinn föstudag lézt hér í borginni ekkjufrú Valgerður Magnússon, 71 árs að aldri, vin- sæl kona og vel metin. Útför hennar fór fram frá Fyrstu lút- ersku kirkju síðastliðinn þriðju- dag. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng; þessarar mætu konu verður frekar minst síðar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.