Lögberg - 19.03.1953, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.03.1953, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. MARZ, 1953 3 Samvinna í þjóðræknismálum Vestur-íslendinga Eftir W. J. LINDAL dómara, forseta Icelandic Canadian Club, flutt á síðasta þjóðræknisþingi Mér hefur verið falið á hendur að skila þessari kveðju: „Icelandic Canadian Club sendir hinu þrítugasta og fjórða ársþingi íslendinga í Vestur- heimi alúðarkveðjur og einlægar óskir um vaxandi störf og yfir- gripsmikla samvinnu á komandi árum.“ Mér finnst og viðeigandi að um leið og ég skila þessum kveðj- um þá fari ég nokkrum orðum um aðalstarf klúbbsins frá því er síðasta þingi lauk í júní síðast- tiðið sumar. Á fyrsta almennum fundi Ice- landic Canadian Club, eftir sum- arfríið, vék ég að því, sem mér fannst að ætti að vera aðalstarf félagsins, en það er að ná til ungmenna, sem eru af íslenzku bergi brotin eða eru tengd við fólk af íslenzkum ættum. Þetta fannst mér vera bráðnauðsynlegt og jafnvel lífsspursmál, og það ekki einungis fyrir okkar sér- staka félagsskap, heldur og fyrir Þjóðræknisfélagið, og eiginlega öll félög, sem eiga samstarf um að viðhalda íslenzkri tungu og vernda íslenzkar erfðir. Ef þetta starf á að ná tilætluð- um árangri, er nauðsynlegt að ná til allra Vestur-íslendinga. Orðið „Vestur-Islendingar“ á ekki vel við nema það sé notað í nægilega yfirgripsmiklum skilningi. Aftur á enska orðið „Icelandic Canadian“ betur við. I þeim flokki teljast allir cana- diskir borgarar af íslenzkum stofni, hvort sem þeir eru ný- komnir frá íslandi, og þá með fullt vald á íslenzkri tungu, eða fæddir í þessari álfu og kunna ekki eitt einasta orð í íslenzku. Ég ætla að nota orðið „Vestur- íslendingar“ í þessum víðtækari skilningi, og nær það til íslend- inga í Bandaríkjunum engu síður en hér. Félagsmenn voru mér sam- mála og var tekið til starfa undir eins, og vil ég nota þetta tæki- færi til að þakka meðlimum klúbbsins fyrir þá ágætu hjálp, sem þeir létu mér í té í þessu máli og nær það þakklæti til annarra, sem stutt hafa mál- efnið á ýmsan hátt. Við litum svo á, að þar sem ekki væri hægt að ná til allra ungmenna í einu, væri bezt, í bráðina, að leita sérstaklega til stúdenta á háskólanum og við aðrar menntastofnanir hér í Winnipeg. Mér var falið á hend- ur, sem forseta Icelandic Can- adian Club, að bjóða stúdentun- um að koma til heimilis okkar hjónanna. Þar myndi þessu unga fólki veitast tækifæri að kynnast hvert öðru, ræða sam- eiginleg mál og um leið mæta stjórnarnefnd klúbbsins og nokkrum leiðandi íslendingum, sem talið var víst að hefðu áhuga fyrir þessu máli. I fyrstu var ákveðið að bjóða íslenzkum nemendum í ellefta og tólfta bekk í miðskólum hér í borginni að vera með, en þegar búið var að safna nöfnunum, var aiiðséð, að hópurinn yrði allt of stór, bæði til að koma honum fyrir á heimili okkar hjónanna og eins til að gefa unglingunum tækifæri að kynnast, þó ekki væri nema að nafninu til. í mið- skólunum voru rúmlega fimmtíu vestur-íslenzkir nemendur en í hinum menntastofnununum um hundrað en af þeim hundrað komu sjötíu og fimm heim til okkar. Þegar þangað var komið, tóku þó nokkrir til máls, bæði piltar og stúlkur. Allir voru hlynntir því, að eitthvað ætti að gera og þyrfti því að koma skipulagi á framtíðarstarfið. Einn þeirra, Alan Johnson, bauð þeim, er höfðu tekið til máls, að koma heim til foreldra sinna, Lincoln og Pearl Johnson, og þar var fyrsta sporið stigið, sem hafði þann ágæta árangur, að nýjum félagsskap var hleypt af stokkunum, sem kallaður er The Leif Eiríksson Club. Búið er að lýsa aðaltilgangi þessa nýja fé- lags og þarf ekki að endurtaka það hér. Þótt félagið standi að sjálf- sögðu á eigin fótum, þá er samt náið samband milli þess og Ice- landic Canadian Club á einu og eiginlega aðalverksviðinu. Það samband byggist á grundvelli, sem á ensku, er á þessa leið: “Cooperation with representa- tion in matters of mutual interest.” Þessa grundvallar yfirlýsingu má útskýra á íslenzku þannig: „Samvinna með viðeigandi samtökum í öllum sameiginleg- um málum.“ Samstarf milli þessara tveggja félaga hefur þegar átt sér stað og heppnast ágætlega og má þar sérstaklega nefna stórveizluna og dansinn, sem efnt var til í Marl- borough Hotel þann 30. jan. s.l. Þetta var hið fjölsóttasta sam- kvæmi af þeirri tegund í sögu Icelandic Canadian ,Club. En það, sem var sérstakt við þetta samkvæmi var, að þarna komu saman ungir, gamlir og hinir miðaldra, góðir íslendingar og góðir Canada-þegnar. Allir döns- uðu, gleðisvipurinn á hópnum var svo einlægur og andrúms- loftið svo há-íslenzkt, að það vakti hrifningu allra. Nú finnst okkur í þessum tveimur klúbbum, að þessi sam- vinna eigi að ná lengra, að þessi grundvallar-yfirlýsing ætti að eiga við ekki einungis milli þess- ara félaga heldur og milli þeirra og Þjóðræknisfélagsins. Þetta má ekki skiljast svo, að það gefi í skyn að samvinna hafi ekki átt sér stað í liðinni tíð milli Þjóð- ræknisfélagsins og Icelandic Canadian Club. Langt frá því. Sú samvinna hefur oft verið ágæt, en aldrei fæst of mikið af því gófja. En nú þegar nýr félags- skapur, úr nýrri átt, bætist í hópinn, á sérstaklega vel við að samvinnuböndin séu endur- skoðuð. Á eitt og annað má benda, sem stefnir í sömu áttina. Nú upp á síðkastið, er það orðið að venju að líta á þessi árlegu þing Þjóð- ræknisfélagsins sem ársþing ís- lendinga í Vesturheimi. Þessi hugsun er holl og á að fá byr undir vængi. En nú má spyrja, hvort nokk- ur ástæða sé til að færa út þessa grundvallaísamvinnu yfirlýsing, að þar sem allir vinni að sam- eiginlegum málum sé engin þörf á svoleiðis yfirlýsingu. Að sumu leyti er þetta satt, en tilfellið er, að starf þessara þriggja félaga nær yfir meir en það, sem er sameiginlegt. Ef starfið væri hið sama á öllum sviðum þá ætti að slá þessum félögum saman í eina allsherjar félagsheild. En ýmsra ástæðna vegna, sem ekki verður ráðið við, er ekki hægt og ekki heldur æskilegt, að mynda svoleiðis heild. En þegar farið er að brjóta til mergjar tilgang þessara félaga, verður maður þess var, að starfið er á þremur sviðum, sem hægt er að aðgreina. Það er aðeins á einu þessu sviði, sem fullkomin samvinna getur átt sér stað, og það skal játað hispurslaust, að það starf skipar öndvegi, en það er samstarf í öllu, sem er ís- lenzkri tungu og íslenzkum erfð- um til verndar og þrifa. En samt á við að hafa hinn sérstaka og sérstæða tilgang þessara félaga til hliðsjónar, svo að hægt verði að horfa yfir verk- sviðin öll í einni heild. öll þessi félög hafa sín einka- mál, ef til vill ekki mörg eða milcil. Engum öðrum koma þau við og um þau verður aldrei fjallað opinberlega. Svo hafa þau öll sín sérmál, eða sérstefn- ur eða verkahringi, og það ein- kennilega, en í raun og veru auð- skiljanlega, við þessi sérmál er það, að þau eru að miklu leyti ólík, þó auðvitað meira og minna samtengd. Nú skal farið yfir þetta í stuttu máli. Það er tvennt, sem kalla má sérmál Þjóðræknisfélagsins, annað algjört sérstarf, en hitt að mestu leyti. Sérstarf Þjóðræknis- félagsins er að mynda deildir í íslenzku byggðunum, halda þeim við, sem búið er að stofna og hlynna að þeim á allan hátt. Hitt er íslenzk tunga. Þjóð- ræknisfélagsfundir og þá einnig fundir deildanna hafa farið fram og eiga að fara fram á íslenzku. Það mun satt vera, að meðlimir hafa málfrelsi bæði á íslenzku og ensku. En hér á að spyrna á móti aðdrætti enskunnar, frem- ur en ýta undir. Það er álit flestra, að einmitt þarna liggi aðalskylda Þjóðræknisfélagsíns og að þar eigi það að standa fast á velli. Við verðum að halda við íslenzkum félagsskap hér vestra, þar sem íslenzkan er aðal, ef ekki eina málið, sem notað er. En svo kem ég að hinni hlið- inni. Sérmál Icelandic Canadian Club er að ná til enskumælandi Vestur-íslendinga, manna og kvenna, sem kunna sama sem ekkert í íslenzku. Eitt af því, sem er svo hug- hreystandi er það, að maður verður þess var að fólk, sem hefur slitið sig frá æskustöðv- unum, hvort heldur það er á íslandi eða í íslenzku byggðun- um hér í landi, og virðist hafa algjörlega horfið inn í þjóð- straumana hér vestra, er samt afar íslenzkt í anda, þykir vænt um allt það, sem íslenzkt er, og er til með að styðja okkar ís- lenzku fyrirtæki. Hið sama má segja um ungt fólk, fætt í þessu landi, sem jafnvel er af íslenzku bergi brotið aðeins í aðra ættina. Þessum ensku-talandi flokki Vestur-íslendinga fer óðum fjölgandi, en hinum, því miður, fækkandi, og er því bráðnauð- synlegt að halda hópinn. Við Vestur-íslendingar erum „bi- lingual“, tveggja tungna þjóð- flokkur, á þann sérstaka hátt, að við öll rekjum ættstofninn til sömu þjóðar, en íslenzkan er móðurmál sumra, enskan ann- arra, en sumir jafnfærir í báðum. Þé tunguna verður að grípa til, sem tilganginum nær bezt. Aðalmálgagn félagsins er tíma- ritið, Icelandic Canadian, og hefur því heppnast á næstum ó- skiljanlegan hátt, að ná til ís- lenzkra dætra og sona, sem annars hefðu týnzt. Svo kem ég að þriðja félaginu, The Leif Eiríksson Club, sem við köllum á íslenzku, Leifs Eiríks- sonar klúbbinn. Þetta félag, engu síður en hin, hefur sitt eigið sér- mál og sinn sérstæða til gang. Meðlimirnir eru ungmenni, aðal- lega skólafólk, og þau vilja búa sig undir lífsbaráttuna sem allra bezt. Einn þáttur í þessum undir- búningi er félagslíf, þar sem öll- um gefst tækifæri til að kynnast hvor öðrum, æfa sig á ýmsan hátt í samstarfi, ræðuhöldum, framsögn, ritsmíðum og kveð- skap, en einkum að æfa sig í að taka forustu í málum og starfi. Þetta fólk er af íslenzkum ættum. Enskan hefur í flestum tilfellum verið heimilismálið. En á þessum heimilum hefur hinn íslenzki andi verið sterkur. Sög- ur af ættlandinu gamla, orðstír og framkoma meðbræðra þar og hér, sýnishorn af íslenzkum bók- menntum í enskri þýðingu, — þetta allt hefur fallið í frjóan akur í hjörtum þessara ung- menna. Aðeins dálítið af vorsól þurfti með og þá kom líf í hulin frækorn. Unga fólkið fann, að hér var tvennt, sem hægt væri að gera í senn — æfa og skerpa alla með- fædda hæfileika, en um leið hlúa að því, sem að snertir hjartastrengi, og sem að mak- leikum er svo dýrmætt og þungt á metum. Það var þetta tilfinn- ingamál, sem stóð á bak við þeg- ar hið nýja ungmennafélag hóf förina. Og það er einmitt af þeim ástæðum, að félagið hefur undir eins flaggað hátt öllu, sem bend- ir á þessa hlið tilgangs félagsins. Og svo ber þess að gæta, að það er í sjálfu sér þjóðernislegur gróði, að þetta unga fólk, utan af landi og héðan úr borginni, kynnist hvort öðru og haldi hóp- inn. Svo kem ég aftur að samstarf- inu. Það yfirgnæfir auðvitað allt annað í tilveru þessara félaga. Þetta samstarf er svo margþætt, rtiöguleikarnir svo miklir, tæki- færin svo víðdreifð, að nú er um að gera að allir standi á sama grundvelli og stefni í sömu átt með sívaxandi áhuga og kröftum. Ég leyfi mér að gera tillögu á þessa leið: Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi er sammála öðrum félögum, sem íslenzk þjóðræknis- mál hafa á stefnuskrá, um það, að til þess að samvinna geti verið sem náust, er nauðsynlegt að hún sé byggð á viðeigandi grund- velli og samþykkir að sá grund- völlur sé innifalinn á ensku í þessum orðum: “Cooperation with representa- tion in matters of mutual interest.” En á íslenzku þannig: „Samvinna með viðeigandi samtökum í öllum sameiginleg- um málum.“ Business and Professional Cards Blind kona frá Kína með Heklu til að rfinna1# og „Keyra11 Evrópu #/■ Það er ótrúlegt en satt, að í sumar kom blind, kínversk kona ein síns liðs með Loft- leiðaflugvélinni Heklu frá Hong Kong alla leið til Evrópu til þess eins að „skaða“ Evrópu. Kona þessi, sem er roskin, er búsett í Hong-Kong í Kína og er ekkja eftir norskan skipstjóra. Upphafalega var ætlunin, að maður hennar færi með hana í kynnisför til Evrópu, en honum entist ekki aldur til þess. Tók sér far með Loftleiða- flugvélinni En kínverska konan var samt ekki af baki dottin og ákveðin að kynnast Evrópu, enda þótt nú yrði hún að fara ein síns liðs. Hún fékk því far með Loftleiða- flugvélinni Heklu, sem flýgur leiguflug alla leið austur til Hong-Kong fyrir Braathen SAFE. Höberg Petersen leiðsögumaður í Höfn Þegar til Kaupmannahafnar kom tók Höberg Petersen um- boðsmaður Loftleiða, á móti kon- unni og hjálpaði henni til að kynnast nokkuð þeirri álfu, sem hana hafði svo lengi dreymt um blinda austur í Hong-Kong. Hlustaði og þreifaði Petersen sagði blaðamanni frá Tímanum það á dögunum, að það hefði verið einkennilegt að sjá, hvernig þessi blinda kínverska kona fór að því að mynda sér skoðun á þessum fjarlæga heimi Evrópubúans, án þess að hafa nokkuð annað en kynni, sem blint fólk getur fengið af stöðum, til samanburðar. Hún hlustaði nákvæmlega eftir öllum hljóð- um í þessari nýju og nýstárlegu álfu, fór í verzlanir og þuklaði vörurnar og þreifaði fyrir sér hvernig gangstéttirnar og götu- steinarnir lágu undir fótum hennar. Þegar gamla konan hafði fengið nægju sína af því að hlusta á hljóðin í Evrópu, sneri hún aftur heim til Austurlanda til að eyða þar ellinni. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 1 ( S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg PHONE 92-4624 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Pasteígnasalar. Leigja hús. Öt- vega peningalán og eldsábyrgB, bifreiíaábyrgS o. s. frv. Phone 92-7538 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. IN6IMUNDS0N Ashphalt Roofs and Insulated Sidlng — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnlpef, Man. * SARGENT TAXI PHONE 20-4845 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE GIMLI FUNERAL HOME Síml 59 SérfrœSingar i öílu, sem aS útfðrum Xiitur BRUCE LAXDAL forstjóri Licensed Embalmer DR. E. JOHNSON . — 304 Eveline Street SELKIRK, MAN. Phones: Offlce 26 — Res. 230 Office Hours: 2:30 - 6:00 p.m. Dr. A. V. JOHNSON DENTIST 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 Thorvaldson Eggertson Bastln & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OT NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 i Dr. ROBERT BLACK SérfrœCingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 92-3851 Heimasiml 40-8794 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributora of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Ees.: 72-3917 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave., Winnipeg PHONE 74-3411 Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. Gundry Pymore Ltd. British Quality Flsh Netting 58 VICTORIA 8T. WINNIPKG PHONE 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreelated A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook St. Minnist BETEL Selur llkkistur og annast um út- farlr. Allur útbúnaCur sá bextl. StofnaC 1894 - Slmi 74-7474 í erfðaskrám yðar. Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Materaity Pavlllon General Hospital NelFs Flower Shop Weddlng Bouqueta. Cut Flowers. Funeral Designs, Corsages. Beddlng Plants Neli Johnson Res. Phone 74-6753 1 PHONE 92-7025 H. J. H. Palmason, C.A. Chartered Aecountant 505 Confederatlon Llfe Buildlng WINNXPEG MANITOBA f jfohnny Hyan Parker, Parker and Kristjansson Barrister* - Solicitor* Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanseon 506 Canadlan Bank of Commerco Chambers Winnlpeg, Man. Phone 92-3561 1 ^ f 1076 DOWNINð ST. PHONE |J WINNIPEG'S riRST 1 "MAILORPHONE" r ORDER HOUSE Watch for Opening New Showrooms G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributore of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St.reet Slmi 92-5227 l CauDÍð Lösbere L ö u Ts SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hereinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vIC, heldur hlta frá aC rjúka út ^ met5 reykum,—Skriflö, slmiC til KELLT SVEINSSON 1 625 Wall Street Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. »1 Simar: 3-3744 — 3-4431 BULLMORE FUNERAL HOME Dauphin, Maniioba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. J. WTLFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Kstate • Mortgages • Rentals 210 POWKR BUILDING Telephone 937 181 Res. 463 480 LET US SERVE YOU VAN'S ELECTRIC LTD. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealert General Eledtric McClary Elodric Moffat Admiral Phone 3-4890

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.