Lögberg - 19.03.1953, Blaðsíða 7

Lögberg - 19.03.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. MARZ, 1953 7 Hvoð ætti maður að hafa með sér? 80. af mælisdagur Jóns T rausta Það hefir verið vikið að því, hvað heppilegt væri að hafa með sér á sjóferð hins nýja árs. Undir þann dálk kemur líka það, hvað heppilegt væri að skilja eftir. Það reynist ekki vandalaust mál, því veröld er af falsi full, og mikill hégómi á boðstólum. Eitt sinn las maður ræðu, sem hann hafði samið í tilefni af ára- skiptum hins gamla og nýja árs. Man ég minst af ræðu þessari, en þó man ég það, að hann komst þannig að orði: „Höfum við ekki gert okkur seka í því á liðnu ári að láta blekkjast af því að horfa á hé- gómann?“ Mikið virðist mér, að hér sé vikið að því, sem löngum vill verða að fótakefli. Svo mikið er um svipbrigði, sjónhverfingar, ímyndanir og sjálfvaldar dýrkanir, að það er eins og sífelt sé siglt milli skers og báru. Gömul að vísu er saga sú, en samt altaf ný. Skáldið kemst þannig að orði: „Hvað ertu líf, nema litur? Ljósblettir ótal. Á dauðasœ lygnum er leiftra í lífssólar skini.“ „Þar sem ótal leiftur Ijóma, lifa, deyja og blika um skeið.“ Dagblöð og bækur eru full af auglýsingaskrumi, sem hefir við sáralítinn sannleika að styðjast. Ýmislegt, sem virðist eftirsóknarvert, gefur tilefni til sárra vonbrigða. Hinu óreynda auga sýnist heimur fagur eins og vordaggarmorgun, sem glitr- ar í ljóma morgursólarinhar. Og þó reynist jörðin iðulega þakin þistlum og þyrnum. Hér er því um sjónhverfingu að ræða, og má að því leyti telj- ast einber hégómi. Um þetta kveður skáldið: „Og sjómaður harmblíðu hrifinn, af hljómum töfrast fer. Hann lítur ei löðrandi rifin, en Ijúft til hæða sér. Um hann og fley er haldið; þeim hvolfdi bylgjan ströng. Og því hefir Lorelei valdið með leiðslu og töfrasöng.“ Eitt af því ,sem veldur miklum sjónhverfingum er trúin á galdra kukl og aðrar blekkingar. Mein- villur þessar hafa átt sér stað, eftir að menn voru búnir að missa sjónar á skapara sínum. Eilífðin er mönnum í blóð borin; menn finna til návistar hins ó- sýnilega heims og áhrifa hans. Þá er farið að gera „Bifröst", sem tengi það sýnilega og ósýnilega. Fræðimönnum telst svo til, að í þessu sé fólgið upphaf hinna heiðnu trúarbragða. Saga hinna fornu Assyriumanna, sem gerist fyrir um fjögur þúsund árum, lýsir þessu að nokkru. Húsdýrum og öðrum skepnum er veitt til- beiðsla vegna yfirnáttúrlegs máttar og myndar, sem þar væri falinn. Tilbeiðslufull lotning var veitt líkneskjum þeirra. * Lík- neski þessi hafa geymzt til þessa dags. Þetta veitti þó ekki mannsand- anum fullnægingu; þá komu fram menn: spekingar, prestar og blótsmenn, sem töldu sig þess umkomna að geta komið mönn- um í samband við framliðna menn og anda. Miðlar þessir voru hafðir mjög í hávegum af konungum og voru jafnan með' hirðmönnum þeirra. Spekingar þessir gátu þó ekki haldist á floti né orðið bjargvættir þjóð- anna. Dómurinn yfir þjóðfélagi þessu var kveðinn upp, og þá þegar fullnægt. „Tekel, þú ert veginn á skálum og léttvægur fundinn.“ rfallirnar miklu og mannvirkin glæsilegu urðu að sandorpnum rústum, sem nálega glötuðust og gleymdust. Snákar, tröllslegir apar og önnur viðbjóðsleg kvik- indi byggja nú rústir þessar. Svo reymt þykir í stöðvum þessum, að enginn Arabi fæst til þess að velja sér þar tjaldstað að nætur- lagi. Saga Forn-Egypta er endur- tekning á sögu Assyriumanna. Egyptar veittu tilbeiðslu nautum, froskum, flugum o. s. frv. Þar komu líka fram flokkar hofgoða og presta, sem sögðust geta leitað frétta úr öðrum heimi og komist í samband við leyndardómsfull áhrif þaðan. Alt þetta starf fór þó fram með mikilli leynd til þess að auka athygli almennings og trúgirni. Úr þessum flokk voru galdramenn þeir, sem leiddu fram hesta sína gegn á- hrifum Mose, en í þessu sannast orð Guðs: „Speki spekinganna skal komast í þrot, og hyggindi hyggindamannanna fara í felur.“ Þegar ísraelsmenn yfirgáfu Egyptaland voru þeir búnir að drekka í sig hindurvitnatrú Egypta. Þess vegna er tekið fram við þá bann gegn því: „Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá, er fari með galdur og spár, eða fjölkyngi, eða töfra- maður, eða gjörningamaður, eða særingamaður eða spásagnar- maður, eða sá, er leitar frétta af framliðnum. Því að hver sá, er Drotni andstyggilegur.“ (5. bók Móse 18.). Saga ísraelsmanna sýnir, að þeim hætti til að gera sig seka í þessu. Jesaja spámaður gefur þeim áminningu (Jes. 8.): „Og ef þeir segja við yður: Leitið frétta hjá þjónustuöndum og spásagnaröndum, sem hvískra og umla — á ekki fólk að leita frétta hjá Guði sínum? Á að leita til hinna dauðu vegna hinna lifandi?“ Að þessu er vikið aftur og aftur; sýnir það freistinguna til þessa. Sál konungur gerir laga- lega ákvörðun gegn þjónustu- öndum og spásagnarmönnum, en í neyð sinni leitar hann þó á náðir völvu (miðils). tíkki reynd- ist það neitt heillaráð til bjargar. Frásögnin um atburð þennan er þó ekki sett fram hér vegna þess að þetta hafi verið óvana- legt á þeirri tíð, því þetta mun hafa verið altítt, eins og bannlög Sál konungs benda til. Þegar komið er inn á sögu- svið miðaldanna ber enn allmik- ið á hindurvitnum og forneskju. Völvur og galdramenn þykjast hafa umráð á hinum leyndu stigum, sem tengja hinn sýni- lega og ósýnilega heim. Völv- urnar gera sig breiðar með því að segja fyrir örlög manna, sbr. völvuna, sem þóttist segja Örvar- Oddi fyrir örlög hans. Galdramenn gerðu sér seið- palla til þess að fremja seið sinn og gólu galdur til þess að geta komizt að því, sem þeir girntust að fá að vita. í sama tilgangi hafa frumbyggjar hinna heiðnu landa leitað sambands við ann- an heim á náskyldan hátt. Þar hafa menn þreytt trumbuslátt og margs konar annan dyn til þess að komast í samband við annan heim. Vísindamenn, sem hafa lagt það fyrir sig að kynnast þessari forneskju, lýsa því þannig: „Öll þessi aðferð er notuð til þess að geta náð sambandi við anda framliðinna manna. Þetta ásamt margri annari forneskju á að vera leyfar frá löngu liðinni tíð.“ (Þýtt) Religious Encyclopaedia Baráttan milli ljóss og myrk- urs hefir verið háð um tugi alda. Er líklegt að það hjaðningastríð haldi áfram um ókomnar aldir. Á hvern hátt er unt að skýra það, eða hvernig stendur á þes'su? Vafalaust hefir skáldið haft þetta í huga, þegar það kvað: „Vittu þegar brestur bandið, breyzkan mann, sem tengir Guð, verður hann af göldrum galinn, gjömingum og ófögnuS.“ Ef til vill er orsökin að nokkru því að kenna, að ein kynslóð á svo bágt með að læra af reynslu þeirra, sem á undan eru gengnar. Það hefir verið sagt, að sá sé hygginn, sem lætur sér lærast af eigin reynslu, en sá er enn hyggnari, sem færir sér í nyt reynslu annara. En aðalorsökin mun þó vera sú: „Þegar brestur bandið“ o. s. frv. „Ljósið er hatað og lýgin er skæð. Lymskan sitt myrkraverk fremur.“ Alt sem er ósatt og ósamboðið guðsorði, er samkvæmt dómi sögunnar „nátt-tröll“, sem þrífst að næturþeli mannlegrar van- þekkingar. Berist þeim ljós dags- ins og uppfræðsla guðs orðs, verður annað tveggja, að nátt- tröll þessi verða að gjalti eða þau hverfa út í myrkrið. Lymskunni verður aldrei full- lýst, því að hún birtist í ótal myndum og aðferðum. Saga hennar er nær því jafngömul sögu mannkynsins. Þegar talað er um fréttir frá framliðnum mætti komast svo að orði, að þeir framliðnu geti ekki hér í heimi borið hönd fyrir höfuð sér. Postulum og mætum mönnum öðrum er veitt til- beiðsla, þrátt fyrir bann þeirra í lifanda lífi. Um menn, sem ekki gerðu sér rellu út af smámunum, er sagt, að þeir séu orðnir af- skiptasamir um þá hluti, sem ekki gera til né frá. Þeim hefir sýnilega farið aftur eftir að þeir yfirgáfu þennan heim. Menn, sem þóttu skara fram úr á ýmsan hátt í þessu lífi, eru orðnir meðal- menn eða varla það. Það hefir verið farið fljótt yfir sögu alla leið frá tíð Assyriu- manna og Egypta, og niður eftir öldum, alla leið að galdramönn- um, Mórum og Skottum og fréttaleitun til framliðinna. Vitnisburður sögunnar er sá, að alt þetta sé einber hégómi. Margfaldur vitnisburður hennar er sá, að forneskja þessi sé fyrir löngu „melétin“ blekking og hé- gómi, sem spilli hugsun og trúar- legum sannleik. Annars er varasamt að kveða upp áfellisdóm yfir þeim, sem kasta sér út í þessa „myrkur- strauma“. Þetta getur stafað af geðsmunalegri röskun, sem er mönnum ósjálfráð. Líka getur þetta stafað af vanþekkingu; getur líka verið af illum rótum, því að Páll postuli segir: „Ekki er oss ókunnugt um vélráð hans (Satans)“. II. Kor. 2:11. „Og ekki er það undur, því Satan sjálfur tekur á sig ljósengils- mynd.“ II. Kor. 11:14. Það sannast í þessu o. fl., að það er ekkert nýtt undir sólinni. Það breytir litlu hvort heldur er, að því leyti, að þetta er jafn óábyggilegt af vitnisburði sögu mannkynsins til þessa dags. Mannvit, þótt gott sé, getur líka verið æði reikult. B. Thorarinsen kemst svo að orði: „Aldrei hann heimskan áldar blekti, óskiljanlegt að nefna rangt. Maðurinn vitri mannsvit þekti, mannsvit hann sá að nœr ei langt. Fjarlægra sólum fjærstu á, fært er moldvörpum ekki að sjá.“ Við mennirnir erum dægur- flugur: vorum hér í gær, og erum úr sögunni á morgun. Lífsgátan er djúpflókin eins og hafið og ómælileg eins og himin- inn. Víðfeðmi tilverunnar verður ekki mæld með stuttri reglu- striku „mannlegra vitsmuna." „Metaskálar skynseminnar skort ir mál að vega.“ Ef við, samt sem áður, viljum standa fast á því, að við séum gáfnahöfuð og vitsmunaverur, verðum við að gæta þess, að ekki fari fyrir okkur eins og Kvása sálaða, sem Snorra-Edda getur um, og sagt er að hafi „kafnað 1 mannviti.“ Hitt mun nokkru nær: „Heyr- ið, allir, sem þyrstir eruð, komið hingað til vatnsins; og þér, sem ekkert silfur eigið, komið, kaupið korn og etið! Komið, kaupið korn án silfurs og endurgjalds- laust. — Þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði skal mín miskunnsemi við þig ekki færast úr stað og minn friðarsáttmáli ekki raskast.“ (Jes. 55:54.) Naumast get ég hugsað mér nokkurt hjarta svo kalt og dimt, að það komist ekki við, við lestur og umhugsun þessara orða. — Fyrir áhrif þessara orða sést, að himininn stendur opinn og guð- dómlegt ljós streymir þaðan. Það ljós er svo skært, en þó svo milt og blítt, að það fær læknað hvert sært, sjúkt og grátið hjarta. Svo skær er ljóminn af þessu ljósi, að allir fáránlegir svipir og blekkingar og ímynd- anir verða að engu fyrir áhrifum þess, eða það flýr út í myrkur dimmra áhrifa og hugsana. Þessi orð eru líka skráð í nafni hans, sem sagði: „Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins. Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.“ Jóh. 8. og Matt. 11. — Þetta hefir orðið lengra mál hjá mér, en ég ætlaðist til í fyrstu, svo margar hugsanir leit- uðu útgöngu; velflestum hefir þó verið vísað á bug. Alt þetta lýtur þó að spurn- ingunum, sem vikið var að í upp- hafi: Hvað er það, sem maður ætti að hafa með sér á þessu ári? Hvað er það, sem væri heppilegt að skilja eftir? Höfum vér gert oss seka í því að horfa of mjög á hégómann? —S. S. C. Frænkan: — Þú verður ljót, Ása litla, ef þú grettir þig svona. Ása litla: — Jæja, grettir þú þig, þegar þú varst lítil? Þennan dag fyrir áttatíu árum fæddist húsmannshjónum að Rifi á Melrakkasléttu, Guð- björgu Guðmundsdóttur og Magnúsi Magnússyni sveinbarn. Sá sveinn varð síðar einn ást- sælasti rithöfundur þjóðar sinn- ar og er enn í hópi þeirra, sem mest ítök eiga í hug íslenzkrar alþýðu. Þetta var Guðmundur Magnússon — öðru nafni Jón Trausti. Það er öllum kunnugt, að hann ólst upp við fátækt á einum mesta harðindakafla, er gengið hefir /yfir þetta land á seinni öldum. Þá öðlaðist hann þegar þá reynslu, er seinna stuðlaði að því að skapa bækur eins og Heiðarbýlissögurnar. — Hann þekkti sjálfur aftökin og fann- þökin og allt það basl og þau bágindi, sem íslenzk alþýða átti við að stríða. Guðmundur gerðist ungur prentnemi á Seyðisfirði, en hélt þaðan út í lönd til að afla sér þekkingar og víðari útsýnar. Upp úr því hóf hann að rita bækur — fyrsta rit hans er Heima og erlendis, sem kom út 1899. 1906 kom fyrsta skáldsaga hans út — það var Halla. Síðan rak hver sagan aðra. Heiðarbýlissögunum lauk 1911, Sögur frá. Skaftáreld- unum komu 1912—1913 og Góðir stofnar 1914—1915. Þetta voru meginverk hans og þau, sem mestum vinsældum hafa átt að fagna, en inn á milli komu svo Leysing, Borgir, Tvær gamlar sögur. Síðasta bók hans var Bessi gamli, er kom út 1918. En 18. nóvember 1918 andaðist Jón Trausti, aðeins 45 ára að aldri. Jón Trausti varð aðnjótandi þeirrar gæfu, sem ekki fellur í skaut öllum skáldum, að njóta bæði hylli þeirrar alþýðukyn- slóðar, er hann lifði samtíða, og eiga enn, 35 árum eftir lát sitt, svo rík ítök meðal íslendinga, að bækur hans seljast ár eftir ár, jafnt og þétt, og eru stöðugt lesnar af ungum og gömlum. Islendingar hafa eignazt marga góða rithöfunda síðan Guð- mundur féll frá, en enginn skuggi hefir fallið á hann af frægð þeirra. Hans verk eru í fullu gildi og verða sennilega um langa framtíð. Fólk hefir sótt í þau yndi og skilning á mann- legum örlögum, og um þau og söguhetjur hans hefir verið rætt og rabbað á íslenzkum alþýðu- heimilum af viðlíka áhuga og hluttekningu og söguhetjur Is- lendingasagna hinna fornu. Við slíkan mann stendur þjóðin í mikilli þakkarskuld. —Tíminn, 12. febr. CANADA BYÐUR YÐUR VELKOMINN í FJÖLSKYLDUHÓP SINN NOKKUR NAUÐSYNLEG SPOR VIÐVÍKJANDI ÞEGNRÉTTINDUM 1. Leggið fram yfirlýsingu þess efnis, að þér viljið verða canadiskur borgari. Þetta er hægt að gera, eftir að komið er til þessa lands, en það verður að gerast einu árið áður en um þegnréttarleyfi er sótt. 2. Leggið fram beiðni um fullnaðar þegn- réttindi. Þetta er hægt að gera eftir fimm ára dvöl í Canada. 3. Lærið annað hvort ensku eða frönsku, sem eru hin tvö lögviðurkendu mál landsins og kynnið yður sögu Canada, hvernið hér er stjórnað. Þetta gerir yður mikið hæfari til að fá borgara beiðnina veitta, þegar þér sækið um hana. Til þess að verða aðnjótandi þeirra réttinda og hlunninda sem yðar bíða i Canada, ákveðið sem fyrst að verða cana- diskur þegn. Ef þér eruð 18 ára að aldri eða meira og þér eruð hingað kominn, getið þér strax stigið fyrsta sporið í þessa átt. Þegar þér eruð orðinn canadiskur borg- ari, eruð þér ekki lengur útlendingur. Þér ferðist með canadiskt vegabréf upp á vasann. Þér takið þátt í stjórnmálum, og hafið bæði atkvæðisrétt og rétt til að sækja um opinbera stöðu. Þér getið fengið allar upplýsingar um það, að verða canadiskur borgari með því að útfylla eyðublaðið sem þessu fylgir og senda það til Citizenship Branch, Depart- ment of* Citizenship and Immigration, Ottawa. DEPARTMENT tjg ŒaJBfr Cltizenthip Branch, Department of Citizenship and Immlgration, OF CITIZENSHIP Ottawa. Please send me the booklet on the stept to - AND - Canadian citizenship. IMMIGRATION Name Hon. Walter E. Harris Laval Fortíer Address Minister Deputy Minister L326

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.