Lögberg - 19.03.1953, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.03.1953, Blaðsíða 2
/ 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. MARZ, 1953 Yfir fjöll og fyrnindi Eftir RANNVEIGU K. G. SIGBJÖRNSSON FRAMHALD ------------ Það fór vel um okkur að vanda á CPR lestinni. Útsýnið smá- breyttist eftir því sem vestar dró, brekkur og daladrög urðu fleirí en akrar smærri, en grös- ugt alstaðar; það sá maður þó jörðin væri nú fölnuð. Skepnur sáum við margar á beit hér og þar, gripi, hesta og sumstaðar sauðfé. Vel er mér minnisstætt er brún Klettafjallanna hófst í augsýn yfir sjóndeildarhringinn. Hún líktist breiðum skautafaldi, mjall hvítum með morgunroðans blá- rauðu bliki yfir. Svo smárisu efstu brúnir fjallanna í ljós með tign og veldi þeirra, sem sterk- lega ríkja yfir sínu umhverfi, en eru um leið mikill leiðarvísir þeim, er um veginn fer. Calgary, sem er rétt undir fjöllunum að heita má, eða það sem maður heyrir kallað „The Foothills of Alberta", því brekk- ur áleiðis til fjalla liggja upp frá borginni, er falleg borg. Lestin stanzaði þar í tuttugu mínútur. Við skruppum af þar og horfum í kring í fáeinar mín- útur. Við kaffiborð hittum við enskan mann, sem mælti á ís- lenzka tungu. Hann kom frá Manitoba, en hafði víða farið þess utan. Myndarlegur maður. Ég minnist þess, að fyrir mörg- um árum síðan kom skozkur maður á heimili okkar í Saskat- chewan og talaði svo vel ís- lenzku að vel mátti að vera á langri stund að greina annað en að hann væri borinn og barn- fæddur íslendingur. Hann hafði verið vinnumaður hjá íslenzk- um bónda í Manitoba og hjá honum lærði hann íslenzkuna. I útjaðri Calgary borgarinnar eru feikna olíuámur og vélaverk, sem maður ályktaði að væri olíu virkjun. En hugurinn var nú allur á fjöllunum, að sjá Kletta- fjöllin. Maður hafði svo oft heyrt að konum ofbiði svo að leggja á fjöllin, að það liði yfir þær og að þær „beiddu fyrir sér og því væri gott að þær ferðuðust þar um, sem ekki gerðu það endranær“. Um bæn- irnar er það að segja, að vel vildi ég biðja bæði fyrir mér og öðr- um hvar sem ég er stödd, en um geig yfir því að sjá Klettafjöllin og leggja í þau, er það að segja, að ég fann ekki til neinnar hræðslu nema á vissum stöðum, er mikið lengra kom. Jóhanna F. Sigbjörnsson skrifaði grein um ferð sína vestur. Hún var svo hrifin af öllu umhverfinu að ótti virðist hvergi hafa snert hana. Hún hafði aldrei séð fjöll fyrri. Vestur upp frá Calgary fann maður landið smátt og smátt hækka. Það hljóta að vera nokkuð háar brekkur þar löngu áður en fjöllin koma til greina, því gripir á beit og við vatn sýndust eins og fuglar þar niðri. En eftir því sem við komum hærra fjarlægðust fjöllin frá því, sem þau höfðu sýnzt í fyrstu sýn, morgundýrðin hvarf en klettarnir, hnjúkarnir miklu, komu meir í Ijós. Eitt af því, sem skeð hafði okkur viðkom- andi í Calgary, var það, að dráttarvélar skifti voru gerð. Var nú komin sú heimsfræga Piesil- vél manninum til aðstoðar að fara þessa miklu ferð, því mikil er hún og má heita eitt af hin- um miklu undrum veraldar, að mönnum hefur tekizt að leggja hér járnbraut í gegn. Því hvort sem fegurð Klettafjallanna hríf- ur menn eða ekki, þá hrífur mikilleiki þeirra mann óhjá- kvæmilega, þessi ægilegi kletta- bálkur svo hundruðum mílna skiftir á þessu svæði, sem lestin fer í gegnum. Fer meðfram vatnsföllum, yfir vatnsföll, gegn um jarðgöng, á gnýpum, yfir djúp gil, þar sem trjátopparnir eru langt fyrir neðan lestina. Það var eini staðurinn, sem mér var alls ekki sama um. — Já, Dieseilvélin. Hún er nokkuð öðruvísi en eldri vélin, meira klædd utan og skartar þess utan litum, bláum og grábrúnum. I viðbót við alt þetta er eins og hún spili fallegt nótnalag í stað lúðurkalls. Kemur mönnum lítt saman um það hvort er betur viðeigandi. Ég þekki unga stúlku, sem mikið heldur upp á eldri blástur gufuketilsins. Reglulegur herlúður, sem sýnist eiga býsna vel við sléttuna og mætti segja, að ætti vel við fjöll- in ekki síður, svo óhikað hvellt og eindregið. En nýrra lagið á sína aðdáendur kom í ljós síð- ar, er undan hallaði og Diesil- vélinni var aftur skift fyrir eldri vélina, þá sagði fjarska mynd- ar leg kona. „Mikið er ég sár yfir því, að þeir skuli vera búnir að taka Diesilvélina okkar af. Hún er svo falleg og þetta yndis- lega lag, sem hún spilar.“ En við erum nú komin í al- vöru upp í fjöllin á Diesilvél- inni. Fjallahnjúkar eftir fjalla- hnjúka svífa í óslitinni keðju fram úr alheims umhverfinu og þjóta fram hjá okkur á hundruð- um mílna svæðis. Víða er sem við förum yfir heiði með fjöll til beggja handa, en hvort sem við förum um heiðaland eða klung- ur, þá virðist ekkert lát á þess- um klettabálk, sem skapar „veggina“ meðfram brautinni. Ekki sé ég heldur móta fyrir dölum eða neinskonar heiðum inn á milli þessara hnjúka, sem bera fyrir augu mín. Ég veit þó af margskonar fregnum, að kola- námur miklar eru í Klettafjöll- unum, þar sem námu vinna er stunduð áratug eftir áratug. En ekkert af því ber fyrir augu mín. Smábæir og einstök hús eru hér og þar, sum upp í háum hlíðum, virðist það ganga undr- un næst að nokkur skuli voga sér að búa þar, sérstaklega í þeim einangruðu húsum uppi í hlíðunum. Dettur manni í hug, að þar sé um nauðsyn að ræða. Að það séu einhvers konar verð- ir, er þar standa á daglegri gæzlu, hver sem hún kann að vera. Hér er ekki átt við járn- brautarstöðvarnar, sem alstaðar eru til taks á sínum slóðum. Staldrað var sem til stóð við ræturnar á Mt. Stephen, það ber hæst yfir hnjúka alla þarna og víðar. Er þar markað á fjöl undir fjallinu 10,485 fet á hæð. Tíu þúsund fjögur hundruð áttatíu og fimm fet á hæð. En þegar maður stendur þarna fast við fjallsræturnar og horfir upp eft- ir klettinum sér maður upp á efstu brún hans og finnst hæðin ekki vera mjög mikil, en þess ber að gæta, að vafalaust er átt við að fjallið beri svona langt yfir sjávarmál. Landið hefir hækkað öll þessi feikn, fjöllin í heild, er þarna er komið, en þessi hnjúkur ber þar hæst yfir. Kletturinn er sléttur þarna upp eftir, fyrst möl og aurkend hlíð, svo beinn og sléttur klettur feikilegur um- máls, að sjá, og partur af kletta- keðjunni alt í gegn. Á þessum bletti kunni ég bezt við mig á allri þessari fjalla- ferð. Mér fanst eitthvað ósegjan- lega yndislegt við það, að vera staddur þarna uppi. Fjallaþeyr- inn svalur lék um höfuð manns og loftið var fjarska hreint og tært. Gróður í fjöllunum finst mér lítill nema ein tegund, Spruce. Það er í hverri fjallshlíð, klifrar hvern klett, að heita má, jafnvel upp á öxlinni á Mt. Stephen var eins og dálítill sveigur af spruce búinn að koma sér þar fyrir. Hvernig að jurtin hafði komizt upp á fjallið svona hátt og fest sér þar dálitla rót, er mér ráð- gáta nema ef annað hvort vind- ur eða fuglar hafa hjálpað þar til. Þessi sérstaki jurtasveigur var eins og stássfesti á þessum aldanna klettajöfri, langt uppi á brjóstinu á honum austan til í fjallinu. Mér kom til hugar, að sprucið (greniviðurinn) setji manni ágæta lexíu þarna í fjall- inu — öllum þessum fjöllum. Hvernig hann klifrar og brýst áfram upp aur- og grjóthlíðar og lætur sig hvergi. Víða hillir undir hann uppi á fjallsbrún. Hann hefir klifrað alla leið upp eftir hlíðinni og yfir klettana og komið sér fyrir uppi á brún- inni, smár að vísu en viss með sig. Niður í gjótunúm meðfram brautinni, sumstaðar, vex þetta tré einnig, og þá verða tréin svo fjarska há, en fremur mjó. Hann teygir úr sér í það endalausa, að segja má. Upp skal hann kom- ast þó svona lágt liggi rót hans. Einstök önnur tré en þessi broddatré, eru hér og þar á þess- ari leið í Klettafjöllunum, en þau eru fá í samanburði við þetta eina — þessa einu tegund. Eftir að maður kom fram hjá því, sem kallað er „The Great Divide“ — hin mikla skifting — fer að hallg undan til vesturs. Er svo talið að eftir það renni vötnin, það er árnar til vesturs. Ég veitti rennandi vatni eftir- tekt fyrst í stað þar á eftir og gat ekki séð, að það rynni í vestur, en þegar lengra sótti, þá tókust af öll tvímæli með það. Áin rann í vesturátt. Tvent virt- ist mér einkennilegt af því fáa, sem ég gat tekið eftir. Fyrst, hvað vötnin eru straumlin, fara hægt, annað, að vatnið í ánum er grænt. Máske þau séu straum- lin af því þau renna eftir svo miklu jafnlendi, steypast hvergi fram af þessu svæði sem ég sá, að minsta kosti. En af hverju þau eru græn get ég ekki hugsað mér, né vissi það enginn þeirra, er ég heyrði nefna það. Þegar maður vaknaði um morguninn, 25. nóv., eftir tvær nætur í lestinni, var maður kominn til fullra mannabygða. Gróður var nú mikill og af ýms- um tegundum, smáar og stórar jurtir og skógur með mismun- andi trjám. Einstaklingshús, er standa eins og á hillum meðfram brautinni endurvekja undrun manns yfir því vali handa sér að bústað. En þarna eru þau. Nú er komin ein vera á móti okkur, sem maður hafði heyrt talað um að ætti heima á Kynnahafs- strönd — þokan! Við sjáum að- eins lítið eitt út um lestarglugg- ana. — En við höfum sofið á- gætlega og maður finnur, að bæði Guð og menn hafa vakað yfir manni. Þegar glórir í nýja umhverfið í gegnum þokuna, gróðurinn mikla, fjölgandi húsin, rýkur úr sumum, vaknar það enn á ný í huga manns hve mik- ið maður á undir mannskap og dygð manna, sem lestirnar höndla allt í gegnum hætturnar, sem maður þarf að fara yfir á slíku sem þessu ferðalagi. Borgin er nú að taka við okk- ur með þeim stórborgarsvip, sem auðkennir samveru og fram- tök mannar, þar sem nokkur hundruð þúsundir kristinna manna eru saman komnir. — Hjartans þökk til lestanna og allra þeirra þar, sem greiddu för okkar. í Vancouver-borg Vinir okkar mættu okkur á brautarstöðinni. Það var blíða logn en mistur í lofti. Sjórinn var lygn og bar á hann deyfu af móðunni. Mér kom til hugar ljóðlínan kunna úr einum af þeim dýrðlegu og þjóðkunnu kvæðum Steingríms: „Ládautt er hafið, logn á grund.“ Það er maður að róa á bát yfir sund það hið mikla, sem klýfur borgina, “Burrard Inlet.” Og nú er ég orðin svo óvön sjónum, að það setur að mér geig, að sjá einn mann á kænu á svo djúpu vatni. Þetta er skipgengt sund. Þá er brú sú hin mikla “Lion Gate,” er hillir þarna undir. Þreyttan mann langar ekki til að fara yfir hana rétt núna. Hún er samt traust og mikil, opnast ef þörf knýr og jafnvel hafskip geta vel farið þar um. Er oss sagt, að hið stórglæsilega heimsins hafskip, Queen Mary, hafi farið undir brúna heilu og höldnu. Þess utan er brúin aðaltengi- taugin milli Norður og Vestur eða aðal-Vancouver, er lögð yfir þetta mikla sund. Önnur en smærri brú liggur þar yfir líka en annars staðar. Þó nóvember sé byrjaður, er töluvert eftir af sumarskrúði, það sjáum við, er við höldum áleiðis um borgina, til okkar nýju heimkynna. Öll smátúnin í kringum húsin eru græn, mörg tré eru algræn, en það reyndust að vera þau, sem eru græn allan veturinn. Þess utan hafa flest stóru trén felt laufin. Hér og þar sjást lifandi blóm. Við náum heilu og höldnu þangað, sem ráð- gert er að við dveljum vetrar- langt að minsta kosti. En hvað erfitt er að breyta til svona fyrst í stað, svo gott sem alt er hér okkur til handa. Hvað við vildum vera horfin til Sask- atchewan — „Saskatchewan! — I kuldann!" Já, í kuldann, snjóinn, klak- ann. Eins og það geri manni nokkurn skapaðan hlut til — á Sléttunni. Það er líka fegurð á Sléttunni auk nytsemdarinnar. Sumarfegurð í grænum gróðri og blómaskrúði. Vetrarfegurð í hrímklæddum skóginum. — Al- veg sérstaklega dýrðleg og til- komumikil fegurð. En kostirnir eru hér miklir líka og þeir láta til sín taka. Veður- blíðan mýkir margar þrautir. Fyrstu vikurnar rigndi sjaldan, en þokan kom nokkrum sinnum og einum tvisvar sinnum að minsta kosti, afar þykk — manni fanst það mætti rétt sneiða hana upp, ef maður bara kæmist í nógu gott færi við hana til þess. En hún er eins og kött- urinn bjöllulausi, það er ekki gott að grípa hana hvorki með höndum né vopni. — Og veður- blíðan dregur mann stundum spöl eftir gángstéttinni, að litast um umhverfið ofurlítið. Mér er sagt, að þetta stræti liggi alla leið til Seattle ef í það fer, í gegnum alla borgina hérna til að byrja með og svo megi halda áfram. En ég legg ekki í Seattle göngutúr svona fyrst um sinn og upp á einsdæmi. Minn göngutúr er ein block. Strætið er fjölfarið, bifreiðarnar eins og árstraumur. Fjöldinn allur fínar og fallegar, vörubifreiðar líka. Útsýnið vest- ur eftir strætinu til að byrja með skilur eftir í huga manns fallega mynd af eggsléttu, vel uppgerðu stræti með þéttsettar byggingar og ljósalínur til beggja handa. Myndarleg prívathús, hér næst, í eldri stíl hjá alþýðu manna fyrir nokkrum áratugum, stór, verkleg, bygt uppi á lofti og efra lofti. Öll góð að útliti, sum gengin í endurnýingu sinna lífdaga með upp-dubbi hið ytra og líta út sem ný og töluvert nýmóðins. Einni block fyrir vestan okkur er Vancouver almenna sjúkra- húsið. Það er í mörgum og stór- um byggingum, gömlum og nýj- um. Altaf verið að byggja, altaf verið að gera upp. Til hliðar við það hinumegin í strætinu, er hið Framhald á bls. 5 BERIÐ ÞETTA EINKENNI Holdið uppi sögufraegð hinnor Konunglegu Canadisku Riddaraliðs Lögreglu LEITIÐ TIL NÆSTU R. C. M. P. SKRIFSTOFU EÐA PÓSTIÐ ÞENNA SEÐIL Séuð þér: 5' 8" á hæð, ókvæniir, milli 18 og 30 ára að aldri, njóiið fullkomins líkam- legs siyrks og hafið áhuga á að iakasl á hendur slöðu í Hinni Konunglegu Canadisku riddaraliðs lögreglu getið þér sótt um að fó stöðu nú þegar! Byrjunarlaun $200 á mánuði fyrir ný- liða 21 árs eða eldri, en $170 á mánuði fyrir þá, sem eru yngri en 21 árs. Launin hækka upp í $220 og $185 á mánuði í báðum lilfellum eftir að ákjósanlegri þjálfun er lokið. The Commissioner, It. C. M. Police, Ottawa, Ont. IIFRRA: — Gcrið svo vel að veita mér fulinaðar upp- lýsinsfftr varðandi ráðningu Konunglegu Cunadlsku riddaraliðs lögreglunnar. Nafn: (Prentið skýrt) Heimilisfang: ALDUR HÆÐ Mánuður Fet Þumlungar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.