Lögberg


Lögberg - 26.03.1953, Qupperneq 3

Lögberg - 26.03.1953, Qupperneq 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 26. MARZ, 1953 3 KANNTU BOÐORÐIN? I kristilegri siðfræði eru til tvö meginhugtök, lögmál og náð. Gyðingar lögðu mikið upp úr lögmálinu. Sá, sem hélt lögmálið, hlaut réttlætingu að launum. Guð elskaði þann einn, sem upp- fyllti fyrirmælin út í yztu æsar. Menn skyldu vera góðir menn til þess að guð elskaði þá. Syndar- ana elskaði guð ekki. Þetta varð mönnum eins og t. d. Páli post- ula andleg ofraun. Enginn komst hjá að syndga, og því hlaut reiði guðs og fordæming að hvíla yfir öllum. Þá komst hann í kynni við aðra stefnu og annan hugs- unarhátt, fagnaðarerindi Jesú um náð guðs. Samkvæmt því elskaði guð syndarann að fyrra bragði. Menn skyldu því verða góðir menn, af því að guð elsk- aði þá, líkt og barnið finnur hjá sér löngun til þess að hlýða góð- um og ástríkum föður og gera vilja hans. Þá er það ekki óttinn við lögmálið, sem er driffjöðurin í lífi mannsins, heldur löngunin til að vera barn guðs og bróðir náungans. Hin æðsta lífsregla verður tvöfalda kærleiksboðorð- ið um elskuna til guðs og ná- ungans, gullna reglan um að breyta við aðra, eins og maður- inn sjálfur vill, að aðrir breyti við sig, en Jesús Kristur hinn heilagi og syndlausi, er sú fyrir- mynd, sem allt miðast við í framkvæmdinni. Þrátt fyrir þetta verður lög- málið ekki alveg úr sögunni. Hin tíu boðorð Móse hafa eftir sem áður verið látin gilda sem leið- beining — ekki um það, hvernig menn ættu að öðlast elsku guðs — heldur um það, hvernig menn eigi að koma fram öðrum til góðs. Allir, sem lesa þessar línur, munu telja sig kunna boðorðin, mmm last year j your purchase f Easter Seals enabled Kinsmcn • •• to help 357 crippled children enda á það svo að vera. En það dylst mörgum, að þessi gömlu boðorð myndi nokkra innbyrðis heild. Þó er það svo, þegar nánar er að gáð. Boðorðin skipast í tvo aðal- flokka. Hin þrjú fyrstu eru um guðsdýrkunina, hin sjö um breytni við mennina. Mörgum nútímamanninum mun finnast guðsdýrkuninni gert full hátt undir höfði, með því að nefna hana á undan bréytninni, því að einu gildi um trúna, ef breytnin sé góð. Kirkjan lítur aftur á móti svo á, að líf mannanna mótist alltaf af einhverri trú, einhverj- um guði, sem menn tilbiðji og tigni. Auðvitað getur það komið fyrir, að menn missi trú á allt og alla, og leiðir slíkt jafnan til kaldrar örvæntingar. í rauninni ætti það að vera auðskilið mál, að viðhorfið gagnvart tilverunni sjálfri eða hinu æðsta valdi hennar hlýtur að vera grund- völlurinn undir viðhorfinu gagn- vart einstökum smærri heildum, svo sem þjóð, heimili eða ein- staklingum. Þegar menn hætta að tilbiðja hinn eina sanna guð, fara menn ávallt að tigna eitt- hvað í hans stað. Samtíð vor dýrkar ekki Þór og Óðinn, en hún tignar menn af öllu mögu- legu tagi. Nú ríður lífið á því fyrir oss, að þjóðin tigni guð — tigni hann hégómalaust. Að leggja guðs nafn við hégóma er að tilbiðja guð þannig, að það sé sjálfum þér hégómi, meiningar- leysa eða hræsni. Ef guð sjálfur er hégómi í augum þínum, er ekki von á góðu. Og til þess að guðsdýrkunin verði byggð á öðru en ósamstæðum stemning- um einstaklinganna, þurfum vér að rækja hvíldardaginn betúr en gert er. Auðvitað er hægt að til- biðja guð hvar sem er, eins og hægt er að syngja hvar sem er, og borða hvar sem er, og læra landafræði og sögu hvar sem er. En hvað er þá á móti því að biðja saman og hlýða saman á kristilega fræðslu eins og menn vilja syngja saman, borða saman, og læra veraldleg vísindi saman? Eða eiga menn að hafa allt í samfélagi við aðra, nema kristin- dóminn, rækja alls konar söfn- uði, íþróttasöfnuði, stúkusöfnuði, sálarrannsóknarsöfnuði, KFUM- söfnuði, slysavarnasöfnuði, Odd- fellóasöfnuði, Sj álfstæðissöfnuði, Framsóknarsöfnuði, jafnaðar- mannasöfnuði og kommúnista- söfnuði, eða danssöfnuði, bíó- söfnuði og leikhússöfnuði, eða í einu orði sagt, állt nema kirkju- söfnuði? Ég er ekki að lasta það, að menn myndi félög um hug- sjónir sínar og áhugamál. Slíkt er einmitt mjög eðlilegt. En það var slæmt að postularnir skyldu ekki fæðast sem íslendingar, því að þá hefði sú vísa þjóð kannske reynt að koma vitinu fyrir þá og sýna þeim fram á, að fagnað- arerindið eitt gæti lifað án safn- aða, — án sameiginlegrar guðs- aýrkunar og sameiginlegs helgi- uags. Pegar lögð hefir verið undir- staöa breytninnar með heil- brigðu trúarlífi, verða hið boð- orðin sjö til leiðbeiningar um félagslegt samneyti við aðra menn. Fyrst er rætt um að virða DREWRYS \ M.D.334- foreldrana, forfeðurna, því að sú þjóð, sem ekki kann að meta arf hins liðna, er glötuð þjóð. Þá kemur næst að láta sér annt um líf þeirra, sem nú lifa, samtíðar- mannanna. Og til þess að tryggja heill næstu kynslóða, þarf að byrja að sjá svo um, að börnin fæðist við heilbrigð skilyrði, verði ekki til í lauslæti, kæru- leysi og heimilisleysi. Sjötta boðorðið ákveður, að hverju barni skuli tryggt, að það eigi bæði föður og móður,'og heimili. Jafnvel það að foreldrar búi saman utan hjónabands, er var- hugavert fyrir þjóðfélagið því að í því er fólgið mótatkvœði gegn skipulögðu hjónabandi og stefnt að upplausn. Sjöunda og áttunda bororðið eiga að koma í veg íyrir, að nokkur sé rændur fram- færzlumöguleikum sínum eða trausti samborgaranna, og loks skulu tvö síðustu boðorðin aftra mönnum frá að spilla annarra heimilum, annað hvort með því að kom.a í veg fyrir, að þeir eigi sér samastað eða með því að spilla heimilislífi og heimilis- friði. Að spilla milli hjóna, koma illu af stað milli barna og for- eldra, rægja saman húsbændur og hjú, er einhver vísasta leiðin til að valda ógæfu. Þetta yfirlit sýnir, að hin J;íu boðorð eru ekki sett út í bláinn, heldur eru þau öll í einni heild sett til þess að tryggja velfarnað mannanna á öllum sviðum. — Kœruleysi við boðorðin er kær- leiksleysi við samborgarana. Þess vegna ættu bæði heimili og skól- ar að leggja allt kapp á að inn- ræta þau hverju barni. Boðorðin eru engan veginn úreltur bók- stafur og afleiðingar lögbrotanna koma niður á eftirkomendum í þriðja og fjórða lið, eins og reynslan sýnir. Ekki af því að guð sé að hefna á börnunum, heldur af því tilveran er nú einu sinni svo úr garði gerð, að hver einstakur maður er liður í heild ættarinnar. Allt, er vér gerum, hefir sínar afleiðingar, bæði fyrir samtíðarmenn og eftirkom- endur. Þetta útilokar ekki þann gleðilega sannleika, að þrátt íyrir syndir mannanna, auðsýnir guð miskunn sína þúsundum, meðal annars með því að gefa mönnunum bæði lögmál og fagnaðarerindi, — og frelsara, sem elskar mennina og vill leiða þá inn í sitt ríki, þar sem náðin er hið æðsta lögmál. Jakob Jónsson —TÍMINN, 22. febr. Örlög íslenzku bókanna Ég finn til áhyggju út af Ör- lögum þeim sem bíða íslenzkra bóka hér í landi, eftir að lestur þeirra er mjög genginn úr hefð. Mér er kunnugt um það, að bækur hafa farist í eldi og vatni, og legið hingað og þangað „kvik- settar“ eða ólesnar; hafa stund- um komist í hendur manna, sem ekki gátu lesið orð í íslenzku. 1 Það virðist skylda manna, að ganga svo frá þessum vinum sínum, að þeim verði borgið eft- ir þeirra dag, eftir því sem er unt. Hvað á að verða um Árbækur Jóns Espolíns; Flateyjarbók og bóklegar gersemar fleiri, sem mér er kunnugt eru að eru til út um bygðir? Ég sé ekki betur en hér sé vandamál, sem sé eða geti verið eitt af starfsemi Þjóðræknisfé- lagsins og allra sannra bókavina, svo að það fá í heppilega af- greiðslu. Ég tengi hér við stutta frá- sögn um Flateyjarbók. „Jón bóndi í Flatey, sonur séra Torfa Finnssonar,. átti stóra og þykka pergamentisbók með gam alli múnkaskrift, innihaldandi Noregskonunga sögur og margt fleira, og hér fyrir er hún al- mennilega kölluð. Flateyjarbók. Hana falaði M. Brynjólfur til kaups fyrir peninga, síðan fyrir fimm hundruð í jörðu. Fékk hana þó ekki að heldur. En er Jón fylgdi honum til skips úr eyjunni, gaf hann honum bók- ina, og meinast að biskupinn hafi hana fullu launað.“ (Biskpas 1) Síðan sendi Brynjólfur biskup bókina að gjöf á bókahlöðu kon- ungs í Kaupmannahöfn. Mælt er að pergament þetti hafi verið til sýnis á heimssýn- ingunni í Chicago. Svo mikið þótti koma til þessa fágæta rit- verks. Eftir pergamenti þessu var Flateyjarbók gefin út í þrem bindum. Er nautn að lesa bók þessa; málið er gullfallegt, og frásögn lipur og óþvinguð. Sjálfgæft mun það, að nokkur bók hafi verið borguð með heilu jarðarverði; sýnir það að Brynj- ólfur hefir kunnað að meta gildi bókarinnar; enda sendi hann pergamenti þetta ásamt nokkr- um fleirum til varðveizlu hjá öðrum bókum og fornritum til Danmerkur. _ _ Tvo drengi á tunnufleka rak hjálparlausa á sjó út Helgi Helgason fann þá milli Akureyjar og Engeyjar — höfðu ofí farið í sjóinn Er vélskipið Helgi Helgason lagði upp í áætlunarferð sína til 'Vestmannaeyja í gærkvöldi og var fyrir skömmu kominn út úr Reykjavíkurhöfn, heyrðu menn á skipinu neyðaróp, sem þeir rannsökuðu svo nánar hverju sætti. Kom þá í ljós, að tveir tólf ára drengir, Óttar Guð- mundsson, Snorrabraut 32, og Þorleifur Jósefsson, Miðtúni 50, voru að hrekjast á tunnufleka í sundinu milli Engeyjar og Akur- eyjar. Drengjunum var báðum bjargað upp í skipið. Af þeim dregið Er drengjunum var bjargað um borð í Helga Helgason, var mjög af þeim dregið, enda höfðu þeir verið að velkjast á flekan- um langan tíma. Sneri skipið með þá til hafnar og var drengj- unum ekið heim til sín í sjúkra- bifreið. Flekanum hvolfir Eftir þeim upplýsingum, sem blaðið hefir fengið af þessu, mun flekanum hafa hvolft að minnsta kosti einu sinni undir drengjunum, en þeim tókst að komast upp á flekann aftur. Það mun hafa hjálpað þeim mikið í þessum raunum, að þeir voru báðir syndir. Óvísf að þeir hefðu þolað meira Það var mikið lán að eftir þeim var tekið af skipinu, því óefað hefðu þeir ekki þolað öllu meiri vosbúð á flekanum. Dreng- irnir munu hafa verið að leika sér á flekanum í flæðarmálinu, en borið undan, án þess að fá nokkuð að gert. Ekki er talið, að drengjunum verði teljandi meint af þessari svaðilför, en eins og gefur að skilja hefir reynt mikið á þá. —TÍMINN, 7. febr. Bezta munntóbak heimsins Business and Professional Cards Dr. P. H.T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 1 t S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-4624 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgö, bifreiöaábyrgö o. s. frv. Phone 92-7538 Phone 74-7855 ESTTMATES l,1^ J. M. INGIMUNDSON AshphzÉt Roofs and Insulated ðiding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME SARGENT TAXI Sími 59 PHONE 20-4845 SérfrœOingar ( öllu, sem aO útförum lýtur FOR QUICK, RELIABLE SERVICE BRUCE LAXDAL forstjóri Licensed Embalmer DR. E. JOHNSON Dr. A. V. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MAN. DENTIST 506 SOMERSET BUILDING Phones: Office 26 — Res. 230 Telephone 92-7932 Office Hours: 2:30 - 6(00 p.m. Home Telephone 42-3216 Thorvaldson Eggertson Dr. ROBERT BLACK Bastin & Stringer SérfrœÖingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. Barristers and Bolicitori 401 MEDICAL ARTS BLDG. 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Graham and Kennedy St. Portage og Garry St. Skrifstofuslmi 92-3851 PHONE 92-8291 Heimasími 40-3794 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. Creators of Distinctive Printing J. H. PAGE, Managing Director Columbia Press Ltd. Wholesale Distributon of Fremh and Frozen Fish B95 Sargent Ave., Winnipeg 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Be(.: 72-3917 PHONE 74-3411 Offlce Phone Res. Phone 92-4762 72-6X15 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Offlce Hours: 4 p.m.—8 p.m. and by appolntment. Gundry Pymore Ltd. British Quality Flsh Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPRQ PHONK 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Yonr patronage wHl be appreclatod A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook St. Selur likklstur og annast um flt- farlr. Allur fltbúnaCur sá. bestl. StofnaC 1894 Slmi 74-7474 Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemlty Pavilion General Hospltal Nell's Flower Shop Wedding Bouquets. Cut Flowers. Funeral Designs, Corsages, Beddlng Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 -----------------------------1 PHONB 92-7025 H. J. H. Palmason, C.A. Chartered Acconntant 505 Confederatlon Life Bulldlnt WINNIPEG MANITOBA jfohnny. Jfyan !SiKL 1076 OOWNING BT. 9HONE 71SIÍ* WINNIPEG'S FIRST "MAILORPHONE" ORDER HOUSE Watch for Opening New Showrooms Kaupið Lögberg Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone 92-3581 G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise 8t.’-eet 8iml 92-5227 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykh&far, öruggasta eldsvörn, og Avalt hereinir. Hitaeiningar- rðr, n? uppfynding. Sparar eldi- viB. heldur hita frá a8 rjúka út meB reykum,—Skriflö, stmlö til KELLY 8VEINSSON 625 WaU Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Slmar: 3-3744 — 3-4431 J. WILFRID SWANSON & CO. Insnrance in all lts branches. Real Bstate - Mortgages • Rcntals 210 POWER BUILDINQ Telephone 937 181 Res. 483 489 LET US SERVE YOU BULLMORE FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EOGERTSON. Jr. VAN'S ELECTRIC LTD. 636 Sargent Ave. Aulhorised Home Appliance Dealers General Electric McClary Oocíric Moffat Admiral Phone 3-4890

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.