Lögberg - 26.03.1953, Side 4

Lögberg - 26.03.1953, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. MARZ, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjörans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The 'Lögberg” is printed and published by The Columbia Preae Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Ciass Mail, Post Office Department, Ottawa ÞjóðabandaSagflð auglýsir ísland Sameinuðu þjóðirnar (U.N.), sem þafa aðalstöð sína í New York, gefa út stórt mánaðarrit, er þær nefna Courier (Hraðboða), er það mjög vandað rit að öllu leyti. f jólahefti þess birtist löng grein og vönduð með fyrirsögninni: ISLAND, elzta lýðsljórnarríki, sem til er í heimi. Stærð ritsins er 11x17 þumlungar, og eru 6 blaðsíður þess um ísland í jólaheftinu. Höfundur greinarinnar heitir Michel Salmon; hver það er veit ég ekki; en hann (eða hún) hefir ferðast og fræðst um ísland með opnum augum og eyrum, og haft með sér upplýsandi ferðafélaga, sem tekið hefir fjölda ágætra mynda. En sjálfur hefir höfundurinn aflað sér margra andlegra mynda: Það ber greinin með sér. Er þar glögt yfirlit yfir sögu landsins síðan það bygðist til vorra daga. Lýsing landsins er glögg og greinileg; er þar skært frá plágum, harðæri og erfiðri lífsbaráttu, en dugnaði og kjarki íbúanna, sem yfirunnu allar þrautir. Getið er ýmsra atriða bæði í sambandi við landið sjálft og snertandi þjóðlífið, sem ætti að laða til fslands ferðafólk frá ýmsum löndum. Innan í þessari grein er afmarkaður ferhyrningur þar sem taldir eru upp merkustu atburðir landsins og þjóðar- innar með tilsvarandi ártölum. Þetta er upplýsandi grein og fróðleg, ekki einungis fyrir útlendinga, heldur einnig fyrir fslendinga, sem hingað komu ungir og hér hafa fæðst. Til þess hefir verið mælst, að ég skrifaði nokkur orð um þessa grein; en þegar til kom sá ég að ekki var mögulegt að gera henni sanngjörn skil á annan hátt en þann að þýða hana. . Mér finst þetta vera svo góð auglýsing fyrir ísland, að greinin megi með engu móti fara fram hjá íslendingum. Þetta er auglýsing, sem fer um allan heim. Þetta rit hefir umboðsmenn í öllum löndum. Hér fylgir þýðing greinar- innar: „Hafnar megin við Reykjavík, sem er nútíðar höfuð- borg íslands, stendur „Víkingur“ höggvinn úr steini. Er hann alvarlegur mjög með vængjaðan hjálm á höfði. Hann snýr bakinu að sjónum og styðst fram á skaftið á árinni, sem hann stýrir með. Hann horfir hörkulega á svartan og purpuralitan reykinn úr eldfjöllunum, sem gýs upp óreglu- lega við sjóndeildarhringinn. , Þessi Víkingur er Leifur Eiríksson (Leifur hinn heppni), maðurinn, sem fann Ameríku 500 árum á undan Columbusi og stofnaði mannabygð í Labrador. Leifur heppni var ekki einugis allra fyrsti maðurinn, sem sögur fara af, er í stórum stíl hóf verulega landaleit. Heldur var hann auk þess sérlega fyndinn. Kom það bezt í ljós þegar hann skírði hið snæþakta land og nefndi það Vínland. Það var sannarlega fyndni að kalla Labrador Vínland. En hann var ekki sá fyrsti, sem skírði lönd einkenni- legum nöfnum: Eiríkur rauði faðir hans fann Grænland og skírði það þessu nafni. Annars er alt, sem íslandi tilheyrir, hugmyndakent og draumblandið 4-— hvort heldur sem það er glaðværð eða sorgum selt. ísland er land alls konar mótsagna — bæði að því er snertir landið sjálft og fólkið, sem það byggir. Þótt það heiti ennþá þessu nafni, sem nærsýnn níundu aldar Norð- maður skírði það, þá er það miklu fremur réttnefnt „Eld- land“ en ísland. Þó að það sé norður við norðurheimsskautið er þar samt álíka milt og á Englandi — og er það Gólf- straumnum að þakka. Hann vefur sig um það eins og vin- veittur snjóormur. Á íslandi vaxa hvorki skógar né hveiti, en vegna heitra lauga hér og þar um alt landið má rækta þar alls konar Suðurlandaávexti í glerluktum gróðrarhúsum. ísland var svo afskekt norður undir pól að þjóðin neyddist til þess að veita alls konar hlunnindi í því skyni að fá aðrar þjóðir til þess að flytja nauðsynjavörur til lands- ins. Þannig var það í þúsund ár. En nú er þetta alt breytt: Nú er Island einn mikilverðasti hlekkurinn í sambandakeðj- unni um loftið á öllu norðurhveli jarðar. Flestum Evrópumönnum finst einhver ævintýrablær á öllu sem tilheyrir Islandi, jafnvel á sjálfu nafninu. En það er fremur vegna einkennilegra sagna, er geymst hafa og borist frá kynslóð til kynslóðar, heldur en nútíðarstað- reynda: Nú er hægt að komast til Reykjavíkur eins fljótt eins og til margra stórborganna í Vesturlöndum: t. d. á átta klukkustundum til Lundúnaborgar og til Amsterdam, ef farið er loftleiðis; á fjórum eða fimm dögum sjóleiðis til Kaupmannahafnar o. s. frv. Síðasti viðkomustaður á leið til norðurheimsskauts eyðimarkanna er Reykjavík. Það er borg með 50.000 íbúum. Hún er tilsýndar eins og óreglulega væri hrúgað saman smábygð á Jótlandi með Ltlum timburhúsum máluðum ljósrauðum, gulum og grænum, og því sem í Ameríku eru köll- uð gorkúluþorp. Þar eru járn- styrkt vöruhús úr steinsteypu; þar er háskóli og þjóðleikhús, sterkt og vel bygt; þar er mikið af fjölhýsum til íbúðar og fjöldi af einbýlishúsum meðfram göt- unum, sem ekki eru stein- steyptar. Það sem mest lokkaði mig til íslands var þó ekki sú vissa að geta séð nútíðarborg, sem ekki væri nema steinkast frá Norður- heimskautinu; jafnvel ekki það að sjá öll þau undur. sem eiga sér stað þegar lengst kemur norður, þar sem auganu mætir hvert undrið á fætur öðru: t. d. takmarkalausir jöklar, hvert náttúru-undrið eftir annað og hvert öðru mótstætt; gjósandi hverir; hraunin, yfir að líta eins og stormúfinn stórsjór; þar sem skiftist á blóðrauður og dauf- rauður sólarlitur á daginn og leiftrandi norðurljósin á nótt- inni. Það var ekki sérstaklega | neitt af þessu: Ég var upphaf- lega gagntekinn, eftir langa dvöl á Norðurlöndum, af þeirri löng- un að rannsaka menningar upp- tök Norðurálfunnar í landi þar sem Víkingarnir beittu sér án þess að blandast öðrum þjóðum til muna. Þess má þó geta, að nokkrir Keltar (írar og Skotar) hafa blandast þeim. En á íslandi finst ekki einn einasti Eskimói, og er það illa farið, því það hefði gert myndina ennþá sérkenni- legri. Víkingarnir voru ekki ein- ungis hugrakkir sjómenn og ægilegir ræningjar: Þeir kendu einnig Vesturlandaþjóðunum lýðræðilegt stjórnarfar — þing- bundna fulltrúastjórn. Þeir nefndu það Alþing. Var það stofnað árið 930. í raun og sann- leika var það þingbundin höfð- ingjastjórn. Þessir höfðingjar eða flokksfoirngjar voru nefndir Goðar. Þrátt fyrir það hversu stutt það er á sögulegan mælikvarða, síðan þetta átti sér stað, þá er menning þessara ófyrirleitnu' Norðmanna svo samtvinnuð ó- ábyggilegum munnmælum, að uppruni hennar virðist hafa týnst í þoku tímanna. Þetta á þó ekki heima að því er ísland snertir: Þar er fortíðin skoðuð sem áframhaldandi, lif- andi afl í nútíðar daglegu lífi. Einn daginn fór ég með fylgd- armanni út um land. Landslagið var hrjóstrugt, gróðurlaust hraun með smá grasblettum hér og þar. Ég sá hóp af sauðkind- um, fáein ótamin tryppi og bændabýli hér og þar með hér um bil tíu mílna millibili. Ég skoðaði þorpin, sem mörkuð voru á landabréfið mitt, en fann þau hvergi. Samferðamaður minn sagði mér hvernig á því stæði. Þetta voru ekki þorp eða bændabýli. Nöfnin á landabréf- inu voru þar til þess að minna á kirkju, sem hafði eyðilagst fyrir 500 árum, eða til þess að minna á Víkingaþorp, sem eyðilagst hafði fyrir öldum síðan, en það hefði þýðingu í sambandi við einhverja sögn eða sögu. Ferða- félagi minn fræddi mig um ýmsa þess konar staði og benti mér á ósýnilega staði í fjarlægð. Hann sagði mér sögur í sambandi við þessa staði með eins mikilli ná- kvæmni og eins mikilli þekk- ingu eins og hann væri að segja frá yfirstandandi viðburðum. Island er ekki forngripasafn úr lífi Skandinafa. Þar hafa menn erft ýmislegt frá dögum Víkmganna, sem þeir geyma og varðveita eins og helgar at- hafnir eða dýrðlega viðburði og hafa tengt það alt við líf nú- tímans. Það var á björtum sumardegi árið 1944, sem íslendingar endur reistu lýðveldi sitt nákvæmlega á sama stað og hið forna Alþing var háð. Það var í geysistóru hringleikhúsi, sem náttúran hafði grafið inn í klett við stærðar vatn. Þar komu goð- arnir fram í sama búningi og íeir höfðu áður klæðst. Þar var talað sama mál og forðum — íslenzka, sem er frumtunga skandinavisku þjóðanna, með örlitlum breytingum. Islenzkan er enn afar orðrík. Hún á ekki færri en 200.000 orð, og hún er miklu hreinna mál en nokkur önnur Evrópu tunga, því hún hefir varðveitt 57% af hinu frumlega Indo-Evrópiska máli, að því er rætur þess snertir. ís- lenzkan hefir tekið að láni tæp- lega 3000 orð frá öðrum málum; hún hefir einnig haldið hneig- ingum orða og beygingum sagna, með liðum og föllum. Þessa afar margbreyttu tungu tala aðeins 140.000 manns. Löggjöfin í þessu nýja þjóð- veldi átti að innihalda, svo að segja óbreyttan allmikinn hluta af Jónsbók, en það eru gömul lög, sem skipulögð voru árið 1281. Minningum hins forna er alls staðar og altaf haldið vakandi og vinnandi, jafnvel í sambandi við hinar einföldustu athafnir daglegs lífs. Stundum birtist þetta svo einkennilega að undr- un sætir. T. d. hafa íslendingar engin ættarnöfn — engin nöfn, sem gangi í erfðir frá föður til barna. Þeir halda enn fast við þann sið Víkinganna, að nota eingöngu skírnarnafnið. Var það algengt í Evrópu á miðöld- unum. Börnin bæta við nafn sitt viðskeytinu son eða dóttir eftir því, sem við á. Giftar konur taka sér ekki nöfn bænda sinna, heldur halda skírnarnafni sínu; kemur þar fram sú virðing, sem konum var sýnd upphaflega í germönsku þjóðlífi. Hversu miklum óþægindum, sem þessi regla kynni að valda, mundi ekki einn einasti íslendingur vilja breyta henni. Þessi staðfesta er meira en of- stækisfull flokks- eða venju- festa: það er sjálfstætt þjóðernis stolt lítillar en ákveðinnar þjóð- ar, sem hefir staðist í tíu aldir gegn illviðrum og yfirgangi annara þjóða, eldgos (hundrað sinnum), jarðskjálfta, óskapleg harðindi, drepsóttir, hallæri, ræningjaárásir, yfirgang vald- þyrstra konunga, sem lituísland ágirndar auga — þrátt fyrir öll þessi áföll hefir þjóðin staðist í þúsund ár. En vöxtur og fækkun íbúa landsins sýna það bezt, hver áhrifin hafa verið. Á elleftu öldinni var íbúatalan áætluð um 80.000 og fækkaði smám saman ár frá ári þangað til árið 1801 að íbúarnir voru aðeins orðnir 50.000. íslendingar hafa aldrei tapað trausti á framtíðinni, og það réttlætir þeirra stoltu en yfir- gangslausu ættjarðarást. Nokkra síðustu áratugi hafa ferðamenn í frídögum sínum notið hinnar miklu fegurðar, sem landið hefir að bjóða. Sumir hafá leikið sér við silungsveiðar í lækjum og ám, herforingjar hafa gert sér grein fyrir því, hversu haganleg lega landsins er, en umheimurinn veit ennþá lítið um sögur landsins — þær eru þó hinn „traustasti sjóður mannlegra hugsana.“ Sá, sem þessi orð mælti við mig, lét í ljós með fremur bitrum orðum þá samhljóða tilfinning eða skoðun Islendinga yfirleitt. Þjóðin elur sterka löngun til þess að losna við hina alda- löngu einangrun. íslendingar fylgjast með menningu um- heimsins, og þeir eiga erfitt með að skilja það, sem þeir kalla vanrækslu annara þjóða í því að fylgjast með hinni andlegu arf- leifð þeirra. Þrátt fyrir áhrif Xaviers Marminers, Craigies, Poestions og fleiri Islandsvina, þá er það tiltölulega lítið, sem umheimur- inn veit um hinar fornu bók- mentir íslendinga: Skáldskap Eddanna og ljóð skáldanna, með öllum sínum margbreyttu regl- um í rími og búningi; eða hið einkennilega safn, sem nefnist Landnáma og íslendingabók, eða hið fjölbreytta safn prests- ins Þorgilssonar, sem uppi var 1067—1148. Er þar blandað sam- an söguljóðum, ættfræði o. fl. Og svo um fram alt Sögurnar, sem eru sambland af munnmæl- um og verulegum sögum. Ég hefi haft tækifæri til þess að lesa þýðingar af sumum þessara bóka. Og ég er á sa’ma máli og íslendingarnir, sem halda því fram, að þær jafnist við hinn fræga skáldskap Vest- urlanda, t. d. kvæði Homers, Niblungaljóð eða Kalevala. Islendingasögurnar hafa orðið til milli elleftu og þrettándu aldar, og flestar án þess að höf- undanna sé getið. Þær flytja í látlausum og óbrotnum ljóðum trú og heimspeki Víkinganna, sem er nokkurs konar alþýðu heimspeki bygð á nákvæmri at- hugun mannlegs eðlis, sam- kvæmt þeim hugmyndum, sem ríktu áður en kristnin var lög- gilt á Islandi. FRAMHALD Sig. Júl. Jóhannesson þýddi Fréftir . . . Framhald af bls. I 12.000 eintök af biblíunni og Nýja testamentinu, enda verið greiðara um prentun og inn- flutning en áður var um hríð. Félagsmenn eru nú um 1000 að tölu og nemur sjóðseign félag- sins um 80,000 krónum. Sigur- geir Sigurðsson biskup er for- seti félagsins. ☆ Ákveðið er, að halda áfram b y g g i n g u Hallgrímskirkju í Reykjavík í vor og verður bráð- um byrjað að steypa undirstöð- pr aðalkirkjunnar. Fjárhagsráð hefur leyft að hefja framhald byggingarinnar og húsameistari ríkisins hefur lokið við að gera nauðsynlegar vinnuteikningar. ☆ Fjórir íslenzkir stúdentar sækja alþjóðlegt skákmót stúd- enta, sem haldið er í Brussel og hefst þar á morgun. Þetta er annað alþjóðaskákmót stúdenta. Hið fyrra var haldið í Bretlandi í fyrra, en það sóttu engir Islend- ingar. ☆ Að minnsta kosti 10 íslenzkir kennarar munu sækja 16. nor- ræna skólamóti sem h a 1 d i ð verður í Osló í sumar, og þrír þeirra flytja þar erindi: dr. Broddi Jóhannesson, Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi og Mag- nús Finnbogason menntaskóla- kennari. — Danskir kennarar hafa boðið 20 stéttarbræðrum sínum hér á landi til Danmerk- ur í sumar. ☆ Samband ísl. karlakóra átti nýlega 25 ára afmæli og minn- ist þess með afmælistónleikum í Reykjavík í dag. Þar syngja fjórir kórar, tveir úr Reykjavík einn úr Hafnarfirði og einn af Akranesi, og samtals verða söng mennirnir 140 að tölu. — Sam- bandið var stofnað til þess að annast söng á Alþingishátíðinni 1930, og sungu þar sex kórar, og Framhald á bls. 5 Frá hafi til hafnar Hafnaryfirvöldin í Singapore eru í vandræðum vegna þess, að smyglarar vaða þar uppi. Smygl- varan er mótað gull frá Hopg- kong, Siam og Indlandi, sem flutt er til Indonesíu. ☆ 300 olíuflutningaskip, yfir 24 þúsund brúttótonn, eru ýmist fljótandi, í smíðum eða í pöntun. ☆ Þrátt fyrir mikla samkeppni flugvéla í flutningi farþega, náði farþegaflutningur með skipum frá Bandaríkjunum og Canada til Evrópu hámarki 1952. ☆ Indverska stjórnin hefir tvö- faldað öll vitagjöld, til þess að flýta fyrir uppbyggingu vita- kerfisins meðfram ströndum Indlands. ☆ Sovétstjórnin er sögð undir- búa fastar áætlunarferðir frá Odessa til . Austurlanda, -með þýzkum línuskipum, sem sökkt var í stríðinu, en hefir verið náð upp og endurnýjuð. ☆ Franska björgunarskipinu, er unnið hefir að því að bjarga úr rómversku skipi, sem sökk út af Ile de Riou á 3. öld, hefir tekizt að ná úr lestum skipsins talsverðu af mjög merkilegum fornminjum. ☆ Bretar flytja nú inn 4/5 af hveiti, er þeir neyta, 1/5 af eggj- um, 3/4 af osti, næstum allt sem þeir neyta af smjöri, helming af svínsfleski, kinda- og lamba- kjöti og fjórða hluta af nauta- kjöti. ☆ Skandinaviskir sjómenn eru sagðir heimta að björgunar- flekar, svipaðir og notaðir voru á stríðsárunum, verði settir um borð í skipin aftur. ☆ Þrátt fyrir endurbætur á höfn- um í Ástralíu, kvarta skipaeig- endur yfir því, að losun skipa taki helmingi lengri tíma en 1939. ☆ Alþjóðasamband gimsteina- framleiðenda hefir heitið 16 þús. sterlingspunda verðlaunum fyrir upplýsingar, sem leiða kynnu til stöðvunar á smygl- faraldri þeim, sem á sér stað á skipum, sem eru í förum milli heimsálfanna, en talið er að skipshafnirnar séu virkir þátt- takendur í slíku smygli í mjög stórum stíl. ☆ Canadiskir hagfræðingar, sem vinna að því að ná verzlunar- jöfnuði milli Canada og Bret- lands, hafa bent á að ef Canada kaupi 6% meir frá Bretlandi, á kostnað innflutningsins frá Bandaríkjunum, muni verzlunar jöfnuðurinn tryggður. —VÍKINGUR

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.