Lögberg - 09.04.1953, Síða 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas • Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
Phone 72-0471
BARNEY#S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
66
ARGANQ
UR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 9. APRÍL, 1953
NÚMER 15
Kunn hjón eiga gullbrúðkaup
Áríðandi fundur um fiskimól
Síðastliðinn þriðjudag hinn
7. þ. m., áttu hin kunnu hjón,
þau hr. Jón J. Bíldfell frá Bílds-
felli í Grafningi og frú Soffía
Þorsteinsdóttir Einarssonar frá
Brú á Jökuldal gullbrúðkaups-
afmæli, og voru þau þá hér
stödd hjá dóttur sinni Mrs.
Hrefnu McRae. Þau Jón og frú
hafa átt heima í þessari borg
svo að segja alla sína hjú-
skapartíð og eru því vinmörg
hér um slóðir. Jón hefir á mörg-
um sviðum komið mjög við sögu
íslendinga vestan hafs sem fé-
sýslumaður, blaðamaður og ör-
uggur stuðningsmaður kirkju-
og þjóðræknismála; hann hefir
jafnan verið málafylgjumaður
mikill, er ógjarnan vildi láta
sinn hlut; frú Soffía er gáfuð
Heiðurssomsæfi
fyrir Dr. og Mrs. P. H. T. Thor-
lakson verður haldið í Royal
Alexandra hótelinu, Winnipeg,
fimtudagskveldið 30. apríl, kl.
6.30, undir umsjón Þjóðræknis-
félags íslendinga í Vesturh'eimi.
Öll íslenzk félög í Winnipeg,
sem störfuðu með Dr. Thorlak-
son að stofnun íslenzkustólsins
við Manitobaháskóla, taka einnig
þátt í þessum mannfagnaði.
Samsætið er haldið í tilefni þess,
að Dr. Thorlakson var gerður
að heiðursdoktor við Manjtoba-
háskóla og vegna hans frábæru
og gifturíku þátttöku í íslenzk-
um mannfélagsmálum.
Aðgöngumiðar kosta $3.50 á
mann og fást hjá íslenzku blöð-
unum, Björnsson’s Book Store,
702 Sargent Ave., Miss M.
Pétursson, 45 Home St., og gjald-
kera félagsins, Mr. G. L. Jó-
hannsson, 76 Middlegate, Arm-
strong Point, Winnipeg.
AUir þeir í borg eða byggð,
sem vilja heiðra þessi mætu
hjón með þátttöku sinni í sam-
sætinu, eru minntir á að útvega
sér aðgöngumiða sem fyrst —
ekki seinna en á þriðjudaginn 28.
apríl, vegna nauðsynlegra ráð-
stafana við hótelið.
Fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins,
Valdimar J. Eylands. forseti
Ingibjörg Jónsson, ritari
Nýr aðalritari
Eins og vitað er sagtSi Trvggve
Lie lausu starfi sínu sem aðal-
ritari sameinuðu þjóðanna vegna
sífeldra aðdróttana af hálfu
rússneskra stjórnarvalda í hans
garð; það hefir síðan oltið á
ýmsu um það, hver eftirmaður
hans myndi verða, en líklegast
þótti að Lester B. Pearson utan-
ríkisráðherra Canada og núver-
andi forseti hinna sameinuðu
þjóða yrði fyrir valinu; hann
naut langmests fyl^is innan vé-
banda öryggisráðsins, en Rússar
voru honum andvígir og beittu
synjunarvaldi sínu og komu
þannig í veg fyrir útnefningu
hans. Nú hefir meirihluti ör-
yggisráðsins, að erindreka Rússa
meðtöldum, mælt með því, að
Dag Hammerskjold, núverandi
aðstoðar utanríkisráðherra Svía,
taki við embættinu og þarf eigi
að efa að aðalþing sameinuðu
þjóðanna fallist á útnefningu
hans.
Dag Hammerskjöld er ókvænt-
ur maður 48 ára að aldri; hann
er lögfræðingur að sérmentun;
faðir hans, Hjalmar Hammer-
skjöld, var forsætisráðherra
Svía meðan á fyrri heimsstyrj-
öldinni stóð.
kona og vel mennt og tóku þau
hjón jafnan á móti gestum af
alúð og risnu.
Auk áminstrar dóttur eiga
þau hjón tvö önnur börn, Jón A.
Bíldfell lækni í Montreal og
Mrs. Sylviu Hough í Windsor,
Ontario.
Lögberg árnar gullbrúðhjón-
unum alls velfarnaðar í fram-
tíðinni.
Leikmannamessa
fer fram í Fyrstu lútersku
kirkju á sunnudaginn kemur,
kl. 11 f. h. Verður hún í því
fólgin að söngflokkurinn syngur
hátíðasöngva í tilefni af föstu
og páskum, en forstöðufólk
hinna ýmsu deilda og félaga
safnaðarins les valda ritningar-
kafla á milli. Þannig munu tíu
manns taka þátt í þessari athöfn.
Engin þrédikun verður flutt,
nema í söng og lestri.
Er hér um nýmæli að ræða,
og er þess vænst að meðlimir
og vinir safnaðarins fjölmenni.
Auðvitað eru allir velkomnir.
Ákærur afsannaðar
Eins og menn vafa^aust rekur
minni til, voru níu læknar í
Moskvu dæmdir eftir tvísýn
réttarhöld til hegningarhúss-
vistar eftir að sannað þótti, að
þeir hefði á vísindalegan hátt
stytt aldur ýmissum forustu-
mönnum kommúnista; af lækn-
um þessum voru fimm Gyðinga-
ættar; nú hafa rússnesk stjórn-
arvöld leitt í ljós, að ákærurnar
gegn læknum þessum voru fals-
aðar og hafa þeir allir fengið
leiðrétting mála sinna, en þá-
verandi öryggismálaráðherra
sovétstjórnarinnar hefir verið
rekinn frá embætti fyrir vikið.
Bandaríska her-
stjórnin í Þýzkal.
kaupir hér fisk
Nýr markaður íyrir frystan fisk
Fyrir nokkru tókust samn-
ingar milli Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna og her-
stjórnar Bandaríkjamanna
í Þýzkalandi, um framleiðslu
og sölu á nokkru magni af
hraðfrystum fiski til herja
Bandaríkjamanna þar í landi
Fulltrúar matvælainnkaupa til
hersins eru komnir hingað til
lands, én þeir munu fylgjast með
framleiðslunni fyrir hönd hers-
ins, svo sem venja Bandaríkja-
hers mun vera, er hann kaupir
matvæli beint frá framleið-
endum.
Fiskur þessi' verður allur
frystur í sex hraðfrystihúsum
hér við Faxaflóa, en fisktegund-
irnar, sem herinn kaupir eru
karfi, þorskur og ýsa.
Magn það, sem um er að ræða,
en það mun vera um nokkur
hundruð tonn, á að nægja hern-
um til þriggja mánaða. Búið
verður um fiskinn í samskonar
umbúðum og notaðar eru til sölu
á Bandaríkjamarkaði.
Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna hefir ekki fyrr selt frystan
fisk beint til Bandaríkjahers og
má því segja, að hér sé um að
ræða nýjan fiskimarkað. Á þessu
stigi verður engu um það spáð,
hvort áframhald verði á fisk-
kaupum til Bandaríkjahers 1
Evrópu, hér á landi. Það er vitað,
að hinn hraðfrysti fiskur héðan
er gæða vara. Hér er um nýtt
markaðssvæði að ræða, sem
keppinautar okkar leggja mikla
áherzlu á.
Bæjarbruni í
Sléttuhlíð
Bræðraá brennur — Lillu var
bjargað
Bæ, Höfðaströnd, 7. marz:
Þegar bóndinn að Bræðraá í
Sléttuhlíð kom heim til sín
'í gærdag, eftir langa fjar-
veru og sjúkdómslegu, stóð
heimili hans í björtu báli.
Brann bærinn án þess að
miklu af eignum bóndans
yrði bjargað.
Af sjúkrahúsi í Reykjavík
Að Bræðraá býr Hjalti Eð-
valdsson og eru alls í heimilinu
fimm eða sex manns, þar af tvö
börn. Hjalti bóndi fór til Reykja-
víkur fyrir síðustu jól, vegna
magasárs og gekk þar undir upp-
skurð.
Einn maður var kominn heim-
ilisfólkinu til hjálpar, áður en
Hjalti kom heim að bænum. —
Eldurinn var þá orðinn svo magn
aður, að engu tókst að bjarga af
efri hæð hússins. Flestir innan-
stokksmunir á neðri hæð brunnu
inni. Á efri hæð voru geymd
matvæli og fóðurvörur handa
skepnunum. Engu tókst að bjarga
af fötum heibilisfólksins.
Aðeins veggir standa —
Útihúsum bjargað
Útveggir hússins standa aðeins
eftir, en öll skilrúm og gólf voru
úr timbri. Brann allt timbur-
verk til ösku á skömmum tíma.
Fólk, sem kom til hjálpar, lagði
áherzlu á að verja fjós og hlöðu,
sem voru áföst við húsið að
norðan verðu. Tókst að verja
þessi hús. Logn var og gott veð-
ur. Má eflaust þakka það, að
takast skyldi að bjarga úti-
húsunum.
Þegar eldurinn kom upp voru
heima húsmóðirin, sonur hjón-
anna um tvítugt og tvö ung
börn.
Tjón Hjalta bónda að Bræðraá
er mjög tilfinnanlegt, en trygg-
ing hússins mun hafa verið lág.
Hið heimilislausa fólk dvelur
nú á næstu bæjum.
—Mbl., 8. marz
Miklu fé varið
til yegabófa
Fylkisstjórnin í Manitoba hef-
ir nú ákveðið að verja í ár 17
miljónum dollara til vegagerða
og vegabóta innan vébanda
fylkisins; er þetta stærsta upp-
hæð, er varið skal á einu ári í
slíku augnamiðj; við þetta skap-
ast að sjálfsögðu geisimikil at-
vinna.
Skýrt hefir verið frá því í
fréttum, að Krabbameins-
félag íslands hefði í hyggju
að hefja krabbameinsleit og
yrði aðallega lögð áherzla á
að leita að krabbameinÞ í
meltingarfærum. Af þessu
hefir þó ekki getað orðið
ennþá, en nú mun í ráði að
hafizt verði handa, áður en
langt um líður.
Tækin komin til landsins
Samkvæmt fréttum, sem Ólaf-
ur Bjarnason læknir hefir látið
blaðinu í té, hefir drátturinn,
sem orðið hefir á framkvæmd-
um krabbameinsleitarinnar, or-
sakazt af því, að ekki hefir
reynzt unnt að fá þau tæki, sem
notuð eru við þessar rannsóknir,
fyrr en nú fyrir skömmu. Munu
rannsóknir þessar hefjast bráð-
lega og fara þær fram í Rann-
sóknarstofu Háskólans.
Opinn fundur um fiskimál
verður haldinn í Room 200 Legi-
slative Building næstkomandi
föstudag 10. apríl kl. 10 árdegis
og verða þar teknar til alvar-
legrar umræðu og yfirvegunar
þær erfiðu aðstæður, sem fisk-
iðnaðurinn í Manitoba um þess-
ar mundir býr við vegna rýrs
afla og óhagstæðra markaðs-
skilyrða; það er því sýnt, að við
svo búið megi ekki lengur
standa, heldur verði að krefjast
róttækra ráðstafana til úrbóta
undandráttarlaust.
Eins og vitað er, á fjöldi
Vænlegri som-
komulagshorfur
Viðræður þær, sem nú standa
yfir í Kóreu milli erindsreka
sameinuðu þjóðanna annars veg-
ar og kommúnista hins vegar
benda til þess, að samningar
muni takast innan skamms um
skipti sjúkra og særðra stríðs-
fanga; hafa aðiljar átt með sér
tvo samtalsfundi, er verið hafa
miklu vingjarnlegri en áður
tíðkaðist og spá góðu um frek-
ari tilraunir til samkomulags um
vopnahlé; víst er um það, að nú
virðast allir, er að málum
standa, drjúgum vonbetri en
áður var.
Erlendir þátltakendur verða um
tvö hundruð og tuttugu
Ákveðið hefir verið, að þing
norrænna bindindismanna
verði haldið hér í Reykjavík
í sumar. Hefst það hinn 31.
júlí og mun standa yfir til
6. ágúst. Er gert ráð fyrir,
að það verði til húsa í Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar, en
hátíðleg móttökuathöfn fer
fram í Þjóðleikhúsinu að
kvöldi hins 31. júlí. Verður
þetta 19. norræna bindindis-
mannaþingið.
Mikill fjöldi norrænna bind-
indismanna mun sækja þing
þetta, og er gert ráð fyrir, að
erlendu gestirnir verði um 220
talsins þar af rúmur helmingur
frá Svíþjóð (115 manns), rúm-
lega 50 frá Noregi, um 40 frá
Finnlandi, en hins vegar verða
aðeins 8 þátttakendur frá Dan-
mörku. Koma um 165 gestir frá
49,5% dóu úr krabbameini í
meltingarfærum
Sagði Ólafur Bjarnason, lækn-
ir, að ráðist væri í þessa krabba-
meinsleit vegna þess að meiri
möguleikar væru á því að lækna
sjúklingana, ef þeir kæmu nógu
snemma undir læknishendur. —
Ástæðuna til þess, að einkum
verður leitað að krabbameini í
meltingarfærum, kvað læknir-
inn þá, að af þeim sjúklingum,
sem létust úr krabbameini í
Reykjavík dóu 49,5% úr krabba
meini í meltingarfærunum, eða
um helmingur.
Allir opinberir starfsmenn
rannsakaðir
Að lokum má geta þess, að
rannsóknir þessar eru aðeins
hugsaðar sem tilraun og verður
lögð á það áherzla um sinn að
rannsaka alla opinbera starfs-
menn, einkum þá, sem komnir
eru yfir fertugsaldur.
manna af íslenzkum stofni í
þessu fylki hina efnalegu af-
komu sína til fiskiveiða að
sækja, sem stundum hafa gefist
vel, en á hinn bóginn líka hvað
ofan í annað miður, og er þá
ýmsum um kent, og það jafnvel
að lítt rannsökuðu máli; þess er
vænst, að sem allra flestir, er
ant láta sér um farmtíð áminsts
atvinnuvegar sæki fundinn og
verði ekki myrkir í máli, því í
þessum efnum sem öðrum, er
fullrar djörfungar þörf. Vara-
ráðherra fiskiveiðadeildar fylkis
stjórnarinnar stendur að fund-
arboðinu.
Mr. G. F. Jónasson, forseti
Prairie Fisheries Federation og
forstjóri Keystone Fisheries
Limited, leit sem snöggvast inn
á skrifstofu blaðsins á mánudag-
inn og mæltist til að blaðið leiddi
athygli að fundinum og varð því
ljúft að verða við þeim tilmæl-
um, ekki sízt með hliðsjón af
því hve margt það á velunnara
sinna innan vébanda fiskimanna
stéttarinnar.
Þeir, sem fundinn sækja, geta
reitt sig á það, að málin verði
rædd frá fleiri en einni hlið og
ekki farið í launkofa með neitt.
Þess má va^nta, að frekari
greinargerð um þetta mikils-
varðandi mál birtist hér í blað-
inu við fyrstu hentugleika.
Björgvin með Brand 5, og auk
þess er gert ráð fyrir um 50 gest-
um með Gullfossi, sem kemur
til Reykjavíkur um líkt leyti og
Brand 5.
Fjölbreyít dagskrá
Laugardaginn 1. ágúst verður
þingið sett, en síðan gengið til
dagskrár. Er hún mjög fjöl-
breytt og verða haldnir fyrir-
lestrar um mál, er snertir bind-
indisstarfsemina á Norðurlönd-
um, s. s. Kirkjan og áfengis-
málin, framsögumaður próf.
Björn Magnússon; Ölmálið, fram
sögumaður A. Hansen, formaður
Landssambands bindindismanna
í Danmörku, og Áfengislöggjöfin
á Norðurlöndum, framsögumað-
ur Dr. Englund frá Svíþjóð. Auk
þessa halda ýmis norræn félaga-
sambönd bindindismanna sér-
fundi í sambandi við þingið, t. d.
Góðtemplarar, Samband nor-
rænna bindindiskvenna, kennar-
ar o. s. frv.
í fyrsia skipti hérlendis
Fyrsta norræna bindindis-
þingið var haldið í Osló árið 1895
og hafa þing þessi síðan verið
haldin með nokkurra ára milli-
bili á víxl í höfuðborgum Norð-
urlanda. Er þetta hins vegar í
fyrsta skipti, sem þingið er
haldið hér á landi.
Hátemplar viðstaddur
Undirbúningsnefnd þessa nor-
ræna bindindismannaþings er
skipuð 10 mönnum. í stjórn eru:
Brynleifur Tobíasson, yfirkenn-
ari, formaður, Björn Magnússon,
prófessor, varaformaður, Jakob
Möller, fyrrverandi sendiherra,
gjaldkeri, og Pétur Ottesen, al-
þingismaður.
Að lokum má geta þess, að
yfirmaður Góðtemplarareglunn-
ar í heiminum, Ruben Wagnsson,
hátemplar, landshöfðingi í Kal-
mar, mun að öllum líkindum
heimsækja þetta 19. þing nor-
rænna bindindismanna.
—Mbl., 7. marz
Úr borg og bygð
Frú Jóhanna Stefanía Stevens,
ekkja Jóns Stevens kafteins á
Winnipegvatni lézt sunndaginn
29. marz að heimili sonar síns
Cliffords J. Stevens á Gimli.
Hún var 86 ára að aldri. For-
eldrar hennar voru Hans Krist-
ján Jónsson frá Lögmannshlíð
við Akureyri og kona hans Ingi-
björg Kristjana Jóhannesdóttir,
bónda á Kjarna í Eyjafirði.
Frú Jóhanna fluttist með for-
eldrum sínum og systrum til
Gimli árið 1876. Hún var mæt
landnámskona, vann að kirkju-
málum og öðrum félagsmálum
eftir því sem kraftar leyfðu;
hún lætur eftir sig stóran og
glæsilegán hóp afkomenda; fimm
sonu: Kaft. Clifford Stevens,
Kaft. Williams Stevens, John,
Helga og Norman; og eina dótt-
ur, Mrs. J. D. Mc Queen; 32
barnabörn og 28 barna-barna-
börn. Ennfremur lætur hún
eftir sig tvær systur: Mrs. John
Walker og Mrs. Noru Goodman.
Útförin fór fram frá lútersku
kirkjunni á Gimli á fimtudaginn
í fyrri viku; séra Harald S. Sig-
mar jarðsöng. Hún var lögð til
hinztu hvíldar í Gimli grafreit.
☆
Mrs. Björghildur Ferris lézt á
miðvikudaginn 1. apríl á
Neepewa spítalanum 46 ára að
aldri. Hún var fædd að Geysir,
dóttir Guðmundar Gíslasonar og
konu hans Guðrúnar, er lengi
bjuggu að Gilsbakka þar í byggð,
en eiga nú heima á Gimli.
Mrs. Ferris lauk prófi í hjúkr-
unarfræði 1926 við Grace spítal-
ann hér í borg. Árið 1930 giftist
hún Frank W. Shaw lækni á
Gimli, en missti hann eftir 10
ára sambúð. Árið 1945 giftist hún
Robert Ferris, Neepewa, Man.
Auk hans og foreldra sinna lætur
hún eftir sig son, Donald, dóttur,
Ruth Ann Shaw; þrjá bræður,
Joseph, Ólaf og Óskar, og þrjár
systur, Mrs. P. H. Bird, Mrs. A.
Coburn og Mrs. S. Ferguson.
Útförin fór fram frá lútersku
kirkjunni á Gimli á mánudag-
inn; séra Harald S. Sigmar jarð-
söng; hún hvílir í Gimli grafreit.
☆
Mr. T. M. Sigurgeirsson
lagði af stað til Prince Rupert,
B.C., á sunnudaginn, en þar
stundar hann fiskveiðar á vorin
og sumrin. Hann dvaldi í Mikley
í vetur.
' ☆
Blind Institute Tea
Hið árlega Blind Institute Tea
og sala á heimatilbúnum mat,
sem kirkjufélög hér í borg
standa að, fer fram í T. Eaton’s
Annex í næstu viku frá 13.—18.
þ. m., að miðvikudeginum undan
skildum.
Þrjú kvenfélög Fyrsta lúterska
safnaðar, Senior Ladies Aid,
Women’s Association og Dorcas-
félagið taka þátt í þessu og hafa
sitt eigið kaffiborð á þriðju-
daginn þann 14. apríl frá kl.
3.45—4.15. Konur þessara félaga
vænta þess, að margar heim-
sóknir verði af hálfu Islendinga,
er fagni því að hressa sig á ljúf-
fengu/kaffi og ýmsu góðgæti og
stuðli með því að vellíðan
þeirra, sem í myrkri sitja.
Þess skal og getið, að kaffi
fæst keypt alla áminsta daga frá
kl. ellefu til eitt í Eaton’s
Annex.
☆
Gefin voru saman í hjónaband
í Lútersku kirkjunni í Selkirk
þann 28. marz Walter Meger,
Selkirk, Man. og Phyllis Walters,
Petersfield, Man. Við gifting-
una aðstoðuðu Mr. E. E. Meger,
bróðir brúðgumans og Miss
Audry Ellen Walters, systir
brúðarinnar. — Sóknarprestur
gifti.
Innan skamms verður hafizt handa um
krabbameinsleit í meltingarfærum
Fjölmennt norrænt bindindismannaþing
verður haldið hér í sumar