Lögberg - 09.04.1953, Síða 2

Lögberg - 09.04.1953, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUÐAGINN, 9. APRÍL, 1953 A. E. KRISTJÁNSSON: Ferð um fornar slóðir / FRAMHALD Það yrði alt of langt mál úr því, að nefna nöfn þeirra, er við höfðum yndi af að mæta, eða atburða þeirra, er minningarnar vöktu upp í hugum okkar. Eitt atvik er mér þó einna hugstæð- ast. Dálítill hópur virðulegra manna og kvenna, flest af því með silfrað hár, sló hring um mig. Kendi ég þar skólabörn mín frá Minerva skóla, sem var og er enn skammt suðvestur af Gimlibæ. Hafði ég verið kennari þar um aldamótin. Nú var þetta fólk oróið, ekki bara feður og mæður, heldur einnig afar og ömmur. Hrundi nú byrði ár- ana af herðum okkar og við lékum okkur aftur saman í skógarrjóðrinu kringum litla skólahúsið, því nú þurftum við ekki að kvíða kenslustundanna lengur. Það var ekki fyr en eftir á, þegar við vorum komin heim til Hannesar, til kvöldverðar, að ég fór að hugsa um það, að ég hlyti að vera orðinn gamall, lík- lega eins gamall og Metúsalem, sá fyrsti með því nafni, er sögur fara af. En ekki dugði nú að dvelja lengi við slíkar hugsanir, því enn var ekki allur dagur (Islendingadagur) úti. Maður varð því að hrista af sér elli- belginn og arka á ný „upp Park.“ Var þar öllu fleira fólk saman komið en fyr um daginn, og var nú farið að rökkva. Þá byrjaði þriðja skemtiskráin, og var hún jafn einföla eins og hún var vinsæl. Hún er venjulega ekki annað en það, að landinn syngur þar, hver með sínu nefi, en þó eins samhljóða og þeim er unt, íslenzka söngva, sem það lærði í æsku. Þetta hefir verið fastur siður um mörg undanfarin ár. Ég hygg, að öll árin, síðan þetta var tekið upp, hafi sami maður stjórnað þess- um almenna söng, og bezt gæti ég trúað því, að hann hafi verið upphafsmaður að þessu. En þessi maður er Páll Bárdal, fyrrum bæjarráðsmaður í Winnipeg og síðar þingmaður á fylkisþingi Manijoba. Er nú svo komið, að flestum þeim, er sækja Islend- ingadag á Gimli, mundi þykja mikið á skorta, ef Páll væri ekki þar til að leiða sönginn og láta hin fögru íslenzku ættjarðar- og þjóðkvæði hljóma í kveldkyrð- inni á hinum fyrsta dvalarstað landnemanna í Nýja-íslandi. — í þetta sinn fanst mér þeir vera svanasöngur hinna öldnu land- nema, sem nú fer fækkandi. — Sæl, en með hrærðum huga héld- um við svo heim. — „Og svo var dans á eftir,“ sagði K.N. Frá þeim hluta skemtana dagsfns hefi ég enga sögu að segja, því ég var þar ekki viðstaddur. Tel þó víst, að það hafi verið „complete success.“ • Þessa viku notuðum við til að heimsækja ýmsa á Gimli og í grendinni. Við drukkum kaffi hjá Páli S. Pálssyni skáldi og konu hans; Lárusi B. Nordal og dóttur hans Önnu. Kona hans er dáin fyrir nokkrum árum. Var gott að heimsækja þetta fólk og skemtilegt að ræða við það. I sömu viku fórum við bílleiðis með Hannesi og Ellu norður í Arborg. Átti ég þar, meðal ann- ara vina, gamla kunningjakonu, 96 ára'að aldri, Dýrunni, ekkju Gísla Árnasonar. Bjuggu þau fyrst í Mikley , svo í ísafoldar- byggð og síðast í Árborg. Hitt- um við fyrst son hennar, Árna, og eftir að hafa borðað miðdegis- verð hjá þeim hjónum, fylgdi Árni okkur til móður sinnar. Var hún hin hressasta og höfð- um við um margt að spjalla. Mintist ég margra glaðra og góðra stunda á heimili þeirra, því þau voru ætíð glöð og reif og góð heim að sækja. En nú er hún dáin, og skilur hún eftir bjartar minningar í huga mín- um. Þá heimsóttum við Emmu og Herman von Renesse. Drukk- um við kaffi með þeim. Er Her- man nýlega dáinn, fyrir aldur fram. Var hann hinn merkasti maður, og hafði verið forstjóri sameignar rjómabúsins í Ár- borg í mörg ár. Emma og henn- ar frændur höfðu verið vinafólk okkar síðan ég var prestur í Álftavatns- og Grunnavatns- byggðum, frá 1912—1928. Vildi hún að ég messaði í Unitara- kirkjunni í Árborg næstkom- andi sunnudag, hinn 10. ágúst. En ég hafði áður verið búinn að lofa að messa á Gimli þennan dag og á Lundar þann 17. Varð það loks að ráði, að ég messaði í Árborg kl. 8 að kveldinu, með því skilyrði að ég væri sóttur til Gimli og skilað aftur þangað eftir messu í Árborg. Áður en við skildum við Ár- borg í þetta sinn, litum við inn til Þorbjargar Sigurðsson, ekkju Jóhannesar heitins Sigurðsson- ar, fyrrum verzlunarmanns á Hnausum, og síðan um langt skeið á Gimli. Var hann meðal hinna merkari Vestur-Islendinga á sinni tíð. Höfðu þau hjónin verið meðal safnaðarfólks míns á Gimli þegar ég hóf þar prests- starf mitt árið 1910, og lögðu þau mikinn og góðan skerf til safnaðarmálanna, bæði efna- lega og á annan hátt. Héldum við svo af stað frá Árborg í þetta sinn og var ferð- inni heitið að Víðivöllum við Riverton. Þar býr Guttormur J. Guttormson skáld og æskuvinur minn. Höfðum við átt skyndi- fund með okkur á íslendinga- daginn á Gimli* og hafði Gutt- ormur þá boðið okkur að heim- sækja sig; en bað okkur að láta sig vita degi áður hvenær við mundum koma. Þetta fórst nú samt fyrir, því okkur heppnaðist ekki að ná símasambandi við hann. Komum við honum því á óvart. Var Jensína kona hans ein heima, þegar okkur bar þar að garði, því húsbóndinn var úti á engi að ,bjarga sér.“ Var þetta að vonum því glaða sólskin var og Brakandi þurkur og var hann að taka saman hey. Sendi nú kona hans eftir honum og kom hann vonum bráðar. Leið þá ekki á löngu áður en veitingar væru fram bornar. Eftir að hafa gjört þeim skil, skiptist fólkið í tvo flokka, eins og siður var í kirkjum á Islandi fyr á árum: kvenfólkið öðru megin og karl- arnir hinu megin. Veit gg alls ekkert um hvað fram fór kvenna megin, en við karlarnir tókum til óspiltra málanna og létum dæluna ganga alt til kvelds. — Varð víst engu strái bjargað þann dag, meir en orðið var, og varð ég ekki var við neinar á- hyggjur hjá bónda út af því. Bar margt skrítið og skemtilegt á góma. Hefðum við Anna að öllum líkindum beðist þar næt- urgistingar, ef þau Hannes hefðu ekki þurft að komast heim um kveldið. Fylgdu þau hjónin okkur úr garði og héldum við uppi samræðum eins lengi og við gátum heyrt hvor til annars. Þarf ekki að skýr^ þetta frekar fyrir gömlum Ny-Islendingum, sem á fyrri árum fanst víst stundum að við Gutti segja full- mikið. Héldum við svo heim til Gimli, harðánægð með góðan og mjög skemtilegan dag. Sunnudaginn 10. ágúst mess- aði ég svo í Unitarakirkjunni á Gimli, ein og til stóð. Var þar margt fólk saman komið. Eru margar endurminningar mínar bundnar við þá kirkju. Hafði ég verið einn af stofnendum Uni- tarasafnaðarins og í safnaðar- nefnd þegar kirkjan var byggð. I þá daga var ekki leitað til sérfræðinga ef hús þurfti að byggja- Man ég vel eftir því, þegar við vorum að ráðgera stærð og Iögun kirkjunnar og annað þar að lútandi. Og nú, eftir meir en hálfa öld, stendur kirkjan enn og sómir sér vel, að mínum dómi. Hefir henni þó í engu verið breytt á þessu tíma- bili. Frá þessari kirkju var ég svo sendur austur til Meadville, Pennsylvania, til að nema guð- fræði, því hin nýja hreyfing þurfti að tryggja sér starfs- menn fyrir framtíðina. Var ég lengi tregur til þeirrar farar, en lét þó tilleiðast að lokum. Þegar þetta var loks ráðið vorum við Anna gift og búin að eignast óskabörnin. I fjögra ára stríðinu, sem þessu fylgdi, lentu auðvitJð mestu erfiðleikarnir á henni, en hún fór í gegnum það eins og hetja, eins og hún hefir líka gjört gegnum alla okkar lífs- baráttu. 1 þessari kirkju var ég svo settur inn í prestsembætti sem þjónandi prestur hennar hinn 25. september 1910. Þegar út var komið úr kirkj- unni éftir messu, var þar kom- inn Mr. S. O. Oddleifsson (sonur Gests sál. Oddleifssonar í Haga, en svo nefndi hann heimili sitt í grend við Árborg). Sigurður er giftur Ólöfu dóttur Einars sál. læknis á Gimli. Tilheyrði henn- ar fólk alt Unitarakirkjuunni þegar ég var prestur hennar. Var nú haldið norður til Ár- borgar og beint heim til Renesse hjónanna. Beið okkar þar hinn ágætast kveldverður (Turkey dinner) og voru þau Sigurður og Ólöf þar í boði með okkur. Var þar veitt af hinni mestu rausn og kemur engum það ókunnug- lega fyrir sem þekkja Emmu. Kl. átta var gengið til kirkju. Var þar hvert sæti skipað þegar messa hófst. Er kirkja Unitara- safnaðarins í Árborg prýðilegt hús. En ekki var allur dagur úti að messu lokinni, því Mrs. Þorbjörg Sigurðsson og börn hennar buðu öllum kirkjugest- um til kaffidrykkju á heimili sínu, og hafa víst allflestir þegið boðið, því þegar þangað kom, var hvert herbergi í húsinu fult af fólki. Var þá kaffi og alls kon- ar góðgæti borið fyrir gestina. Undum við okkur þar hið bezta við fjörugar samræður fram undir miðnætti. Var þá einn á- gætur bílstjóri valinn úr hópn- um til þess að koma okkur til Gimli, samkvæmt samningi. — Varð Emma Renesse okkur sam- ferða með litla dóttur-dóttir sína, sem hún var að skila til móðurinnar, er býr á Gimli. Nú hvíldum við okkur hjá Hannesi á mánudaginn. En á þriðjudaginn vorum við boðin með Hannesi og Ellu í miðdags- verð hjá Guðmundi Sólmunds- syni og konu hans Lovísu Pétursdóttur. Voru þau gömul leiksystkini okkar frá æskuár- unum. Líka voru þar í boði fleiri úr þeim hópi. Sátum við þar við hinar rausnarlegustu veit- ingar og var glatt á hjalla við gamlar minningar. Undir kvöldið lögðum við af stað bílleiðis til Lundar. Var bíl- stjóri okkar Leo, yngsti sonur Hannesar, örverpi þeirra hjóna, og ekki nema sex fet og sex þumlungar á hæð. Er hann hinn myndarlegasti að öllu leyti og ágætur námsmaður, eins og öll hans systkini. Skildi svo Leo við okkur hjá góðvinum okkar, Ingi- mundi Sigurðssyni og Ástu konu hans. Er Ásta dóttir Jóhanns Straumfjörðs, þess er nam Eng- ey á fyrstu árum Nýja-íslands- byggðar. Var hann sá fyrsti með því nafni hér vestra. Nú eru einir sex eða fleiri Jóhannar Straumfjörð meðal afkomenda hans. Sýnir þetta ættrækni mikla og virðingu afkomenda fyrir forföður sínum, enda var hann hinn merkasti maður. Voru viðtökurnar hjá Ingimundi og Ástu hinar innilegustu, enda gömul og gróin vinátta milli okkar Önnu og þeirra. Var nú heimili þeirra aðsetursstaður okkar meðan við dvöldum á Lundar. En við eigum marga fleiri vini og kunningja á þess- um slóðum, eins og í Nýja-Is- landi. Kepptust þeir nú hver við annan um að veita okkur sem bezt og gjöra okkur heimsóknina til þeirra sem skemtilegasta. Ekki man ég hvað víða við vorum boðin til kaffidrykkju, en meðal þeirra, sem þannig buðu okkur heim, var Dan Lin- dal og kona hans; Björn Hördal og dóttir hans Áróra; Ágúst Magnússon og Ragnheiður kona hans. Skemtum við okkur hið bezta alls staðar, þar sem við komum. Heimsóttum við marga góðkunningja óboðin og var alls staðar vel fagnað. Til kvöldverð- ar vorum við boðin hjá Vigfúsi Guttormssyni skáldi og jconu hans Vilborgu. Voru þar fram- reiddir hinir ljúffengustu réttir. Voru þar allir glaðir og reifir, því Vigfús er spaugsamur, eins og Guttormur bróðir hans. Einn daginn, sem við dvöldum hér, ók Jóhann, sonur Ingi- mundar og Ástu, með okkur til Oak Point. Áttum við þar einnig vinskaparítök. Skildi hann við okkur hjá Páli Einarssyni og konu hans Hrefnu. Er hún dóttir séra Guðmundar heitins Árna- sonar og Sigríðar konu hans. Var séra Guðmundur skóla- bróðir minn í guðfræðiskólan- um í Meadville, Pennsylvania, og síðar starfsbróðir minn 1 byggðum Islendinga í Manitoba, og kær vinur minn. Höfðum við miðdagsverð og kvöldverð hjá Páli og Hrefnu, en milli máltíða ók Hrefna okkur til kunningja okkar í því nágrenni. Urðum við nú að hafa töfina sem stytzta í hvérjum stað til að geta þó heilsað sem flestum. Tókst þetta vonum fremur, og bætti það nokkuð úr að allmargir sögðust mundu sjá okkur aftur við messu á Lundar næsta sunnudag. — Flutti svo Hrefna okkur til Lundar um kveldið. Á sunnudaginn, laust fyrir kl. 2 e. h., var svo haldið út í kirkju. Þessi kirkja geymir líka sínar minningar fyrir okkur hjónin, eins og fleiri í þessum byggðum, því hún var byggð á okkar fyrstu þjónustu árum á þessu svæði, og á þessum stöðv- um höfðum við starfað í átján ár. Skorti nú ekki kirkjusókn, því það varð að tína saman stóla og bekki þangað til kirkjan var þéttskipuð frá prédikunarstól til dyra. Vigfús Guttormsson hafði æft söngflokk fyrir messuna og stjórnaði hann söngnum og lék á orgelið. Var þar fólk komið víða að. Þar var fólk frá Oak Point og Winnipeg og norðan frá Siglunesi. Meðal þeirra, sem að norðan komu, voru tveir syn- ir Jóns heitins frá Sleðbrjót, þeir Jón og Páll, og Björn kaup- maður Eggertsson og kona hans. Eftir messu var margs að spyrja og marga um það, sem gerzt hafði hér í þau nær tutt- ugu og fjögur ár, sem liðin voru síðan við fluttum héðan vestur að Kyrrahafi. Ýmsir af kunn- ingjum okkar höfðu dáið á því tímabili, og hinir voru orðnir tuttugu og fjórum árum eldri. Svo höfðu líka margir nýir bæzt í hópinn, sumir beint frá Guði og aðrir úr ýmsum áttum. Þar voru þó nokkrir hagyrðing- ar, og var ég í óða önn að krota á blað vísur, sem þeir höfðu ort síðan við sáumst síðast, þegar einhver ýtti við okkur og sagði okkur, að við og allir messu- gestir væru boðnir yfir í Björk (en svo heitir samkomuhús lút- erska kvenfélagsins á Lundar) til kaffidrykkju. Þegar þangað kom sáum við borð sett og blópium prýdd, er svignuðu undan hinum ágætustu veizlu- föngum. Vorum við síðan leidd upp að háborðinu og varð okkur það brátt ljóst, að Lundarbúar höfðu komið sér saman um að minnast gullbrúðkaups okkar með almennri veizlu. Hér var ekkert spurt um hvaða flokki einn eða annar tilheyrði í kirkju- málum eða pólitík. Hér var „hvorki Gyðingur né Grikki, því allir voru eitt o. s. frv.“ — Þetta kunni ég afar vel við og óskaði (í hljóði þó) að landar mínir fyndu ráð til þess að stofna til sem flestra sam- kvæma í þessum stíl. Mér komu í hug orð sálmaskáldsins: „Ef saman gengi svo á jörð, í sátt og friði Drottins hjörð, vér hvíld í hjarta næðum.“ Vigfús Gutt- ormsson hafði verið kosinn veizlustjóri. Var nú fyrst tekið til matar og drykkjar, en síðan voru ræður fluttar og söngvar sungnir. Þótti okkur það bezt við ræðurnar, að þær voru allar öfgalausar en hlýjar og vinsam- legar. Og gömlu íslenzku söngv- arnir okkar lyfta okkur eldra fólkinu ætíð upp í okkar drauma heima, sem liggja svo margir í sólaruppkomuátt. — Að síðustu reyndum við Anna að votta þakklæti okkar í jafn einlægum orðum, eins og þeim, er til okk- ar höfðu verið töluð. Varð að þrísetja borðin, svo allir gætu fengið skerf af veizlukostinum. Var okkur leyft að víkja frá borðum til að spjalla við þá, sem úti biðu. Þess er vert að geta, að alt fór hér fram á íslenzkri tungu. Að'veizlu lokinni röbbuðum við svo við alla, sem við náðum til, eða til okkar náðu. Ekki man ég til, að ég hafi á öðrum tíma kyst fleiri konur sama daginn. Hvað Anna hafðist að á meðan, er mér með öllu hulið, enda hefir hvorugt okkar krafist reikningsskapar af hinu síðan. Héldum við svo heim til Ingi-. mundar og Ástu full þakklætis tilfinningar fyrir öll þau vina- hót, sem okkur voru sýnd af okkar góðu gömlu sveitungum og vinum í íslendingabyggðun- um við Manitobavatn. Nei, nú fyrst man ég eftir því, að okkur var réttur einn digur peningasjóður, er þetta góða fólk hafði lagt saman í. Finn ég mér þá einu afsökun í þessari stund- argleymsku, að þó við metum að fullu fórnfýsi gefenda, metum við samt vináttu þeirra meir. Það var annríki mikið á heim- ili Ingimundar og Ástu meðan við dvöldum þar. Á laugardags- kvöldið var þar skírnarveizla. — Skírði ég þrjú börn og voru for- eldrar þeirra og annað ættfólk viðstatt. Á sunnudaginn var þar hópur af gestum, auk okkar hjónanna, við mjðdegisverð. Var það víðs- vegar að; frá Winnipeg, Árborg og víðar. Eitt kvöldið fóru þau Jóhann sonur Ingimundar og Ástu og kona hans með okkur austur í byggðina til að heimsækja gamla vinkonu okkar, sem lá veik og mjög þungt haldin. Þessi kona var Margrét sál. Jónasson, ekkja Guðmundar Jónassonar, sem dó fyrir mörg- um árum og áður en við flutt- um vestur að hafi. Hafði hún síðan dvalið hjá Kristjáni, syni Þegar farið er að ræða æsinga minna um málin, skýrast þau fyrir almenningi. Var þar þungt á metunum, er leiðréttur var ríkjandi misskilningur, að ís- lenzk skip þyrftu ekki að lúta sömu lögum og brezk um tog- veiðar í landhelgi. Brezka blaðið Fishing News, sem rætt hefir landhelgisákvæð- in og löndunarbannið mikið, er nú orðið hlýlegra í garð íslend- inga en í fyrstu. Hefir Tíminn þær upplýsingar eftir nákunn- ugum manni, að ritstjóri blaðs- ins sé búinn að fá fyllri upplýs- ingar um málið og hafi breytt skoðun sinni íslendingum í vil. Að vísu telur hann, eins og flestir Bretar, að ráðstafanir okkar komi hart niður á brezk- um sjómönnum og útgerðar- mönnum. En þeir, sem sann- gjarnir eru, viðurkenna rétt okkar og þörf. Hins breytta hugarfars gætir nokkuð í nýútkomnu hefti af Fishing News, þótt ekki megi búast við, að Bretar hverfi frá kröfum sínum að fullu í helzta fiskveiðimálgangi sínu. Brezkum sjómönnum verður bjargað. Blaðið birtir grein frá Agnari Klemenssyni, sendiherra í Lon- don, þar sem gerð er að umtals- efni grein úr síðasta blaði, þar sem það er haft eftir gömlum skipstjóra í Aberdeen, að ef á- framhald verði á landhelgisdeil- unni megi brezkir sjómenn búast við því, að þeim verði neitað um læknishjálp og hjúkrun við skip- brot og slys. þeirra og konu hans, sem hafði ann^st hana með mestu ástund- unarsemi og nærgætni. Áttum við margra góðra stunda að minnast á þessu heimili á löngu liðnum árum. Sáum við þar einnig Gest, yngsta son Guð- mundar og Margrétar. Hefir hann stundað dýraveiðar í ó- byggðum norðvestur landsins. Þótti okkur gott að finna alt þetta fólk og þó einkum að geta kvatt Margréti hinztu kveðju, því að hún er nú dáin. Ingimund- ur og Ásta voru með okkur í þessari ferð. Eftir veizluna (Gullbrúðkaups veizlu nr. 2) á sunnudaginn fór- um við svo að búa okkur til farar frá Lundar. Fengum við far með Halldóru, dóttur vina okkar, Ingimundar og Ástu, og manni hennar, Ernest Wanko (hann er af Úkraniskum ættum) til Winnipeg. 1 förinni voru einn- ig systir hennar, Kristbjörg Bergþóra-og maður hennar, Ari Swainson. Á þetta fólk heimili í Winnipeg, en komu til að heim- sækja foreldra sína og mæta okkur Önnu. Kvöddum við nú þau hjónin, sem við höfðum þegið svo mikið af, bæði nú og mörgum sinnum áður, og sem höfðu verið trygðarvinir okkar þau átján ár, sem við áttum heima í þeirra nágrenni og ávalt síðan. Stigum við nú upp í bíl- inn og ókum af stað. Var veður hið fegursta, logn og sumar- blíða. Var margs að minnast frá dvalarárum okkar í þessum byggðum. Þar höfum við numið land og síðan reist heimili úr auðn í öðrum stað; þar höfðum við stofnað söfnuði; þar höfðum við rutt skóg, rifið upp grjót, ræktað korn og mjólkað kýr; þar hafði ég „steypst í þjóðmálin“, eins og Þorsteinn Erlingsson kemst að orði í hinu mikla kvæði sínu, Eden. „I þjóðmálin steypt- ist“ ég því miður brátt. En þar varð ei hleypt undan blaki, því vandhitt og skreipt er að fikra svo flátt, að fjandmanna heipt ekki saki“, segir Þorsteinn. „Og veitti þar ýmsum betur.“ En þar höfðum við líka eignast marga góða vini, eins og þessi heimsókn bar svo hugðnæman vott um. Fórum við þaðan nú sæl og í sátt við alt og alla. Bendir sendiherra íslands á það, að ákvörðun íslenzkra aðila um að neita að gera við brezk veiðiskip, sé stjórnarvöldum landsins óviðkomandi. íslenzka þjóðin mi^pi eftir sem áður gera sitt ýtrasta og jafnvel hætta lífi manna til að koma brezkum sjó- mönnum til hjálpar í sjávar- háska. Afmaelisgrein um Slysavarna- fólagið Ritstjóri blaðsins bætir því við, að sér sé ánægja að birta athuga- semd sendiherrans og bendir á, að varla geti nokkur vafi leikið á því, að íslendingar muni halda áfram að koma brezkum sjó- mönnum til hjálpar og veita þeim læknishjálp og hjúkrun. Það sama myndi fólk í Bret- landi gera fyrir íslendinga, ef á þyrfti að halda. Sé því engin á- stæða til að ætla, að deilan muni í neinu breyta þeim grundvall- arsjónarmiðum mannúðar og hjálpar, sem slík aðstoð er byggð á. I sama blaði af Fishing News er getið um aldarfjórðungsaf- mæli Slysavarnafélags íslands. Er sagt, að frá því að félagið var stofnað 1928, hafi yfir 100 brezk- um sjómönnum verið bjargað úr bráðum Sjávarháska á vegum þess. Ennfremur er sagt frá því, að eitt hið mesta þessara björg- unarafreka sé, er 12 skipverjum var bjargað af togaranum Dhoon, sem strandaði 1947 neð- an við svo til ókleifa kletta í Látrabjargi, eins og blaðið kemst að orði. TIMINN, 18. febr. FRAMHALD Hugarfarsbreyting í landhelgismálinu: Fiskveiðamálgagn Breta skýrir í fyrsta sinn málstað íslendinga

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.