Lögberg - 09.04.1953, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. APRIL, 1953
7
„íslendingar munu aldrei sleppa kröfunni um
endurheimt
Ræða dr. Alexanders Jóhannes-
sonar, háskólarekiors á slúdenla
fundinum
Vinur minn, dr. Alexander
Jóhannesson, sendi mér í
flugpósti þessa djarfmann-
legu ræðu til birtingar í
Lögbergi og kann ég honum
alúðarþakkir fyrir. —Ritstj.
Er ég hugsa um handritamál-
ið, detta mér í hug Bersöglis-
vísur Sighvats skálds Þórðar-
sonar, er hann orti til Magnúsar
konungs Ólafssonar er hann
unni mjög og nefnt hafði eitt
sinn öðling ungan og kveðið inn
að ástar foglar flygi á milli
þeirra. En Magnús Ólafsson
gerðist um skeið harðstjóri mik-
ill, lét vega rríenn, rak aðra úr
landi, lagði hald á eignir þeirra
og refsaði á ýmsa vegu. Fólk tók
að ókyrrast og lá við uppreisn.
Þá kvað Sighvatur Bersöglis-
vísur sínar, hvatti konung til að
sýna réttlæti, virða lög landsins
og skila aftur eignum þeim, er
hann hafði lagt hald á, og tókst
honum að tala svo um fyrir kon-
ungi, að hann gerbreytti öllu
háttalagi sínu, varð ástsæll með
þegnum sínum og fékk viður-
nefnið góði.
Þótt ólíku sé saman að jafna,
fer bezt á því, að vér íslending-
ar sýnum fulla hreinskilni gagn-
vart Dönum og látum þá vita
hug vorn.
Stjórnmálasambandið við Dani
var íslendingum ætíð kvöl og að
lokum kom að því, að þeir slitu
samvistum 1944. Sambúð Islend-
inga og Dana varð einhver hin
raunalegasta og sorglegasta, er
getur um hjá nokkurri þjóð.
Danir sýndu íslendingum hvers
konar yfirgang, beittu þá of-
beldi og féflettu landsmenn og
héldu þeim í járngreipum á-
nauðar og kúgunar og mergsugu
þjóðina. Enginn getur reiknað
út þær risafúlgur, er Danir hafa
haft af íslendingum. Og þegar
svo dagur frelsis rann upp, á-
sökuðu Danir íslendinga um, að
þeir hefðu farið lubbalega að
ráði sínu og þessar ásakanir sjást
enn þá í dönskum blöðum. ís-
lendingar fóru þó aðeins að lög-
um og samkvæmt gerðum samn-
ingum 1918, er þeir slitu sam-
bandinu. Hver er sá í víðri ver
öld, er getur láð undirokaðri
þjóð, er hún slítur aldagamla
fjötra, þegar dagur frelsis renn-
ur upp, og vill ekki bíða einum
degi lengur?
Þrátt fyrir þessar ömurlegu
sfaðreyndir, eru ýmsar ljúfar
endurminningar tengdar við
sambúð Dana og Islendinga.
Fram til síðustu áratuga hafa
flestir íslenzkir stúdentar sótt
menntun sína til hins víðfræga
Kaupmannahafngrháskóla og
hafa notið þar margs konar
hlunninda. Dönsk vísindi hafa
lengst af staðið með miklum
blóma, og margir eru þeir ís-
lendingar, er minnast með þakk-
læti námsára sinna í Höfn.
Mörg vináttubönd hafa tengt
þessar þjóðir saman, og íslend-
ingar sýndu fölskvalausan hug
sinn til Dana, er land þeirra var
frelsað úr viðjum erlendrar á-
nauðar 5. maí 1945. Þúsundir
manna streymdu til bústaðar
sendiherra Dana til þess að votta
dönsku þjóðinni á þenna hátt
samfögnuð sinn á þessum lang-
þráða degi.
íslendingar söfnuðu allálitlegri
fjárhæð og sendu Dönum að
gjöf til þess að sínu leyti að taka
þátt í að lina þrautir hinnar
margpíndu þjóðar. Og íslending-
ar hafa við mörg tækifæri sýnt
Dönum hverskonar vinsemd.
En hvernig hafa Danir snúizt
við málum íslendinga? Danskir
blaðamenn hafa um langt skeið
farið óvirðingarorðum um Is-
lendinga; þeir skýrðu þannig frá
vinargjöf Islendinga, er ég gat
um, að Danir á íslandi hefðu
safnað þessu fé.
íslenzki háskólinn var stofn-
aður 1911 eftir danskri fyrir-
handritanna
mynd. Hann hefir þroskazt og
dafnað miklu betur en nokkurn
óraði fyrir. Danskir vísinda-
menn virtust bera móðurlega
umhyggju fyrir þessari ungu
stofnun og sendu oss hvern
fræðimanninn eftir annan til
þess að flytja fyrirlestra við há-
skóla vorn.
Mér telst til, að hingað hafi
komið í þessu skyni 27 danskir
fyrirlesarar, er flutt hafa á ann-
að hundrað fyrirlestra á þessu
stutta tímabili við háskóla vorn.
Þeim hefir öllum verið tekið hér
af íslenzkri gestrisni, en ég
verð að segja það, er ég hefi
gegnt rektorsstörfum í 11 ár
samtals, að oft hefir það komið
fyrir, að þessir menn hafa aldrei
látið frá sér heyra þakkarorð, er
þeir hurfu héðan frá veizlu-
höldum og ferðalögum, og sting-
ur þetta mjög í stúf við þá
reynslu, er ég hefi af öðrum
gestum háskólans.
Eins og kunnugt er, hafa
margir íslenzkir háskólakennar-
ar verið boðnir til fyrirlestra-
halds í ýmsum löndum, til
Noregs og Svíþjóðar, til Eng-
lands og Irlands, Hollands, Frakk
lands, Þýzkalands og Banda-
ríkjanna.
En aldrei hefur nokkur ís-
lenzkur háskólakennari, vérið
boðinn til fyrirlestrahalds við
Kaupmannahafnarháskóla, nema
eitt sinn, er Guðmundur Finn-
bogason flutti þar einn eða tvo
fyrirlestra.
Ef Kaupmannahafnarháskóla
væri það kappsmál, að við tækj-
um við gestum þeirra, virðist, að
þeir hefðu átt að sýna þá sjálf-
sögðu kurteisi að bjóða einstöku
sinnum íslenzkum háskólakenn-
urum heim. Menn munu furða
sig á þessu, en ástæðan er í raun
og veru lítilsvirðing Dana á ís-
lendingum. Islenzk stjórnarvöld
hafa síðan Fálkaorðan var stofn-
uð sæmt nálega 350 Dani íslenzk-
um heiðursmerkjum og oft
hæstu stigum, þótt fæstir þess-
ara manna hafi nokkurn tíma
til íslands komið eða unnið til
þessara vbrðleika, svo að kunn-
ugt sé, nema í einstöku tilfellum.
Danir þreytast ekki á að sýna
íslendingum lítilsvirðingu, og
stundum þegar sízt á við. Það er
skammt liðið síðan danskur ráð-
herra kom hingað og sat veizlu
ríkisstjórnarinnar. Flutti hann
við það tækifæri mikla lofræðu
um Islendinga og óskaði þjóð-
inni góðs gengis, en lét þó eigi
hjá líða í upphafi máls síns að
geta þess, að sagt væri í Dan-
mörku að sumir litu niður á ís-
lendinga. Þetta er líklega það,
sem nefnt er á dönsku Takt og
Tone.
Annar danskur ráðherra, fjár-
málaráðherrann Hansen, er kom
hér fyrsta sumarið, er íslenzkir
stúdentar hófu skipulagning og
lögun háskólalóðarinnar, hafði á
orði, að honum blöskraði, að
þetta verk kynni að kosta IVz
miljón króna, eins og honum
hefði verið tjáð og áætlað væri,
og bætti við, að betra væri ís-
lenzkum stúdentum að fara oið-
ur að höfninni og hjálpa til við
afferming skipa. Hann er nú
látinn, þessi umhyggjusami
danski ráðherra, en aldrei myndi
nokkrum íslenzkum manni
nokkuru sinni detta í hug að
láta í ljós við Dani gagnrýni á
fjármálastjórn Dana eða Kaup-
mannahafnarháskóla.
Yfirþjóðarandinn danski lifir
enn gagnvart íslendingum, og
þess verður ekki vart, að mikil
breyting hafi orðið á þessum 8
árum, er liðin eru frá stofnun
lýðveldisins.
Þetta kemur glögglega í ljós í
handritamálinu. Afstaða íslend-
inga er ljós í þessu máli. Hand-
rit Árna Magnússonar eru gefin
Hafnarháskóla af því, að hann
var þá háskóli Islands, og hand-
rit þau, sem Friðriki 3. einvalds-
konungi Dana voru send og nú
eru í konungsbókhlöðu, voru
andlegir fjársjóðir íslands, er að
miklu leýti voru sendir til Dan-
merkur að konunglegu valdboði.
Þegar þjóð vorri loks tókst að
slíta af sér hlekkina, verða frjáls
og stofna ríki, bar Dönum vitan-
lega að skila þessum fjársjóðum
aftur. Sektartilfinning þeirra
um óstjórn þeirra á íslandi,
einokunarverzlun þeirra í nær
250 ár og hvers konar önnur
fjárplógsstarfsemi, er hafði rúið
þjóðina inn að skyrtunni, átti að
nægja til þess, að þeir afhentu
þessa fjársjóði af frjálsum vilja,
er skilnaður varð milli ríkjanna.
Þeim hefði átt að vera ljúft að
reyna á þenna hátt að bæta að
litlu leyti fyrir gamlar syndir
gagnvart Islendingum, óstjórn,
harðúð og féflettingu. Árni
Magnússon var sannur íslend-
ingur og má minna á það, að
allar eigur sínar á íslandi gaf
hann bróðurdóttur sinni, Ást-
ríði Magnúsdóttur, prests að
Hvammi í Hvammssveit. öll
handrit sín hefði hann einnig
gefið íslendingum, ef nokkur
möguleiki hefði verið til varð-
veizlu þeirra hér heima.
íslendingar hafa nú um langt
skeið eða næstum í hálfa öld
krafizt afhendingar handritanna,
og loks kom að því, að skipuð
var 13 manna nefnd 1 Danmörku,
er skyldi athuga kröfur íslend-
inga. Nefndin skilaði áliti fyrir
rúmu ári og komst að þeirri
niðurstöðu, að Islendingar ættu
engan rétt til þeirra, hvorki laga-
legan né siðferðilegan. En þó
er nefndin með bollaleggingar
um að afhenda nokkurn hluta
sem danska riáðargjöf:
Hin danska mamma er að
hugsa um að afhenda hinni ó-
þekku dóttur sinni, er hlaupizt
hefur á brott úr heimahúsum,
nokkurn hluta þess, er hún á
sínum tíma hefur lagt í búið,
gegn yfirlýsingu um, að hún
krefjist aldrei framar frekari
skila. Með þessu átti að frið-
þægja íslendinga en um leið
gæta þess vandlega að halda
öllum stærstu dýrgripunum eft-
ir, m. a. Flateyjarbók, Grágás,
Konungsbók Eddukvæða og
Snorra Eddu.
Þegar svo loks ýmsir ágætir
Danir, t. d. eins og danskir lýð-
háskólastjórar og fyrrv. sendi-
herra Brun, rísa upp og mótmæla
þessum gerræðisfullu fyrirætl-
unum og ýmsir danskir stjórn-
málamenn hafa hug á að ná sam-
komulagi við Islendinga um
þessi mál, efna danskir háskóla-
kennarar til einstæðrar sýning-
ar á íslenzkum handritum dag-
ana 17. jan. til 8. febrúar, til
þess að sanna dönsku þjóðinni,
að hún eigi alla sína andlegu
þróun að þakka þessum íslenzku
handritum.
Þegar undanteknir eru örfáir
menn í Danmörku, hafa Danir
aldrei kunnað að lesa íslenzk
handrit og ekki heldur kunnað
íslenzku. Þeir hafa því verið lítt
færir um að hagnýta handritin,
enda hafa íslenzkir fræðimenn
fyrr og síðar lagt þar mest til
málanna. Danskir háskólakenn-
arar í norrænum fræðum, þótt
stundað hafi kennslu í heilan
mannsaldur, hafa að jafnaði ekki
sýnt þann áhuga að koma einu
sinni á ævinni til íslands, hvað
þá lagt á sig að nema íslenzkt
nútímamál, sem er lykillinn að
skilningi íslenzkra fræða að
fornu og nýju.
Og nú ætla þessir herrar, sem
hvorki kunna að lesa íslenzk
handrit né skilja íslenzku, að
rifna af vandlætingu, ef hand-
ritunum verði skilað til sinna
íslenzku heimkynna, þar sem
fjöldi fræðimanna geta lesið
handritin og allir kunna málið,
er þau eru rituð á.
1 áróðursskyni fara þessir há-
skólakennarar með blekkingar
til þess að afvegaleiða dönsku
þjóðina í þessu réttlætismáli ís-
lendinga. Handritin eru kölluð
oldnordisk, og forðast er yfirleitt
að nefna Island og Islendinga í
sambandi við þau.
Og tólfunum kastar, þegar
danskur prófesso/, Kaare Grön-
Fréttir fré ríkisútvarpi íslands
Bandalag íslenzkra farfugla
var tekið í Alþjóðabandalag far-
fugla á árinu sem leið, og hafa
íslenzkir farfuglar þar með feng-
ið rétt til gistingar í erlendum
farfuglaheimilum. Áhugi er nú
meðal félagsmanna í Farfugla-
deild Reykjavíkur að koma þar
upp félagsheimili til þess að geta
hýst bæði innlenda og erlenda
gesti. 1 ferðalögum deildarinnar
á árinu tóku þátt um 300 manns.
'ö'
Á r s þ i n g i íþróttabandalgs
Akureyrar er nýlega lokið. Voru
þar samþykktar ýmsar tillögur
til vallarnefndar Akureyrar um
framkvæmdr á nýja íþrótta-
svæðinu, m. a. til þess að unnt
verði að verða við tilmælum
Frjálsíþróttasambands Islands
um að halda meistaramót Islands
í frjálsum íþróttum á Akureyri
í sumar.
☆
Menntamálaráðuneytið hefir
tilkynnt, að verkfræðiháskólinn
í Niðarósi veiti íslenzkum stú-
dent skólavist á hausti komanda.
Skal senda menntamálaráðu-
neytinu umsókn um skólavist
þessa þessa fyrir 20. apríl ásamt
afriti af stúdentsprófsskírteini
og upplýsingum um nám og
störf að loknu stúdentsprófi.
Fullskipað er í Norðurlanda-
ferð Ungmennafélags íslands,
dagana 9. júní til 3. júlí, og taka
þátt í henni 30 manns úr öllum
fjórðungum landsins.
☆
Karlakór Reykjavíkur leggur
af stað í söngför til Miðjarðar-
hafslandanna á miðvikudaginn
kemur, og er það fjórða för kórs-
ins til útlanda. Farið verður með
Gullfossi og verða farþegar
skipsins í skemmtiför þessari,
sem stendur 30 daga, á þriðja
hundrað að tölu. Siglt verður
beint frá Reykjavík til Algeirs-
borgar og verður fyrsti sam-
söngur kórsins þar, en síðan
syngur hann í fimm borgum á
ítalíu og mun að líkindum
syngja í páfagarði, einnig verð-
ur sungið í Nizza, Monaca og
Lissabon. 1 Milano syngur kór-
inn á plötur fyrir fyrirtækið His
Masters Voice. Söngstjóri er
Sigurður Þórðarson. Einsöngvari
með kórnum er Guðmundur
Jónsson. Karlakór Reykjavíkur
,hefir samsöng í Reykjavík í dag.
☆
Sænski dægurlagasöngvarinn
Snoddas hefir sungíð í Reykja-
vík að undanförnu á vegum
Sambarids íslenzkra berklasjúkl-
inga.
☆
Nýlega var haldinn aðalfund-
ur Mjólkursamsölunar í Reykja-
vík. Heildarvörusala á árinu nam
78,7 miljónum króna, og er það
um 8,5 miljónum króna meira en
árið áður. Innvegin mjólk til
mjólkurbúanna á verðjöfnunar-
svæðinu nam 26,9 miljónum
lítra og var það 10% aukning
frá því árið 1951. — Á aðal-
fundi Mjólkurbús Flóamanna
var skýrt frá því, að búið hefði
á s.l. ári tekið á móti 17,8 milj-
ónum kílógramma af mjólk frá
1103 framleiðendum. 9,3 miljón-
ir lítra voru seldar beint til neyt-
enda, og verð það er bændur
fengu fyrir mjólkina var tvær
krónur 48 aurar á lítrann við
stöðvarvegg.
☆
Landsflokkaglíman fer fram í
Reykjavík 10. april n.k. og verð-
ur keppt þar í þremur flokkum
fyrir fullorðna og einum drengja
flokki.
bech verður til þess, er sýningin
var opnuð, að óvirða merkan ís-
lenzkan vísindamann við há-
skóla vorn, er hefur fengið lánað
nokkur Njáluhandrit til þess að
fullgera ágætt rit um Njálu, er
varpar nýju ljósi á tengsl Njálu-
handritanna og upprunalega
gerð þessarar stórmerku sögu,
er hinn kunni brezki vísinda-
maður W. P. Ker sagði eitt sinn
um, að væri meðal helztu rita
heimsbókmenntanna.
Ég ræði ekki frekar um þessa’
sýningu, en það mun vera sam-
eiginlegt álit Islendinga og einn-
ig margra Dana, að framkoma
sumra dönsku prófessoranna, er
að henni stóðu, sé til lítillar
sæmdar fyrir þá, og er þá vægi-
lega að orði komizt. Þeir hafa
rangsnúið sannleikanum, óvirt
íslenzka fræðimenn og stært sig
af verkum, sem Islendingar hafa
unnið. Eins og sakir standa, virð-
ist handritamálið vera komið í
strand um ófyrirsjáanlegan tíma.
Enginn skyldi láta glepja sér
sýn og trúa því, að danskir
stjórnmálamenn, þing og stjórn
Dana, muni leysa þetta mál,
þegar hagstæður pólitískur vind-
ur blæs í Danmörku, og því sé
um að gera fyrir íslendinga að
bæra ekki á sér og bíða átekta.
Háskólinn í Kaupmannahöfn
heldur fram sjálfsákvörðunar-
rétti í málum sínum og mun
ætíð reyna að beita honum, og
enginn danskur stjórnmálaflokk-
ur eða dönsk stjórn mun tæp-
lega nokkru sinni dirfast að
beita sér fyrir afhendingu hand-
ritanna gegn vilja háskólans í
Höfn. Við hann er því aðallega
að eiga um afhending handrita
Árnasafns. Ég læt þá von í ljós,
að hinn núverandi ágæti rektor
Hafnarháskóla, próf. H. M.
Hansen, yfirvegi að nýju allar
ástæður Islendinga og beri gæfu
til að leysa þetta 'Vandamál, er
myndi geta skapað grundvöll að
vinsamlegum samskiptum beggja
þjóðanna, er um svo langt skeið
hafa búið saman og tengzt mörg-
um vináttuböndum þrátt fyrir
allt, sem á dagana hefur drifið.
Danir munu vafalaust vita það,
að íslendingar munu aldrei
sleppa kröfunni um endurheimt
handritanna, þótt það kunni enn
að dragast um langt skeið.
Ég hefi gerzt berorður í þessu
litla erindi mínu og minnzt á
margt, sem er löngu liðið og
sumum mun e. t. v. þykja að
betur væri í gleymsku grafið.
En ég hef gert það í því skyni,
að gera Dönum ljóst, hvernig ís-
lendingar hugsa í þessu máli og
hver afstaða vor er.
Ég hefi sjálfur stundað nám
við Hafnarháskóla í fimm ár og
á margar ágætar endurminning-
ar frá þeim árum. Ég hefi
kynnzt mörgum ágætum vísinda
mönnum meðal Dana bæði fyrr
og síðar og hefi eignast marga
góða vini meðal þeirra. Ég sendi
þeim öllum og hinum merka
rektor Hafnarháskóla kveðjur
mínar í þeirri von, að þeir
endurskoði afstöðu sína í þessu
mikilvæga máli íslenzku þjóð-
airnnar og stuðli að því, að
skapa vináttusamband beggja
þjóðanna, er eiga svo margar
sameiginlegar endurminningar
og sameiginlegan menningararf.
—Mbl., 24. marz
Bezta munntóbak
heimsins
Öll beztu einkenni stórra bíla—með allan sparnað
léttari bíla og auðveld í meðförum!
SkoðiS hinn nýja Hillman Minx bíl — hann
er raunverulega nýr. Hvorki meira né
minna en 33 nýir sérkostir í gerð og undir-
stöðu! Auðvelt að koma í bílastæði (engrar
orkustjórnar þörf). Líður áfram yndis-
lega . . . afar stöðug á veginum líkt og
húð af málningu (jafnvægi er aðal-
ástæðan!). Og þér njótið alls þess sparn-
aðar, sem Minx bílar eru frægir fyrir —
alt að 35 mílur á gollónu . . . og ágætt
skiptiverð.
Og hugfesiið—sjö verksmiðjuútibú og yfir
700 umboðsmenn í Norður-Ameríku,
tryggja ábyggilega afgreiðslu og varahluti
til aksturs.
Hyggið á ferð yfir hafið? Finnið bílasalann
og spyrjist fyrir hjá honum um hina hag-
kvæmilegu afgreiðslu þessara bíla handan
hafs.
FLEIRI BÍLAMÍLUR* fyrir dollar!
*Fleiri bílar hlutfallslega fyrir
dollar, er þér festið kaup
*Fleiri mílur fyrir dollar
á ökuferðinni
The New 21 Anniversary
HILLMAN ttusvc
A PRODUCT OF THE ROOTES GROUP
ROOTES MOTORS (CANADA) LIMITED
Concessionaires for the ROOTES GROUP ond ROVER PRODUCTS
VANCOUVER . TORONTO • MONTREAL . HAIIFAX
Illllllllllll !!IIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIII1III!!IIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIII!IIIII1IIII!IIIIII!IIIIIIIIIIIIIII
lllllimillllHIIIIIIIIIIIIHIIIIItlllllllllllllllllllllS