Lögberg - 28.05.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. MAÍ, 1953
7
Sólarhrings æfintýri
Nokkur orð í minningu um hjónin
Valmund og Ingibjörgu Hinriksson
Framhald aí bls. 3
unum líka. En til hvers er það
að muna? Hér er matur, hér er
skjól til þess að setjast og hvíl-
ast, og hér er------leikhúsið.“
„Leikhúsið," sagði maðurinn.
En hann var ekki eins niður-
beygður. Það hafði heyrzt á rödd
konunnar í samtali þeirra, að at-
vinna þeirra væri ekki sem
ákjósanlegust.
Nokkrum húsum neðar og
hinum megin við breiða strætið
frá hótelinu gátu þau séð tin-
þakið á leikhúsinu, sem var mál-
að raUtt og gult. Þaðan, sem þau
voru, sáust jafnvel gulu auglýs-
ingarnar þeirra; þær voru orðn-
ar upplitaðar í sólarhitanum. Á
þessum auglýsingum voru prent-
uð orð, sem þau þurftu ekki að
lesa: þau kunnu þau utan að:
„Sjálft Ducamp fólkið“ með
geysistóru letri. Og neðan undir
þessum orðum voru illa gerðar
myndir, sem brostu út undir
eyru, og þar á eftir þessi orð:
„Ducamps fólkið leikur Broad-
ways gleðileikinn, sem kallaður
er: „Ferðalag um París.“
Stúlkan og ungi maðurinn
biðu og höfðu bæði sezt á legu-
be^kk í stórum biðsal í hótelinu.
Grannvaxin óþreyjufull kona
stóð fyrir innan borðið í for-
stofunni. Hún brosti og leit
þannig út eins og hún hefði búist
við leikendunum:
„Góðan daginn!“ sagði hún
vingjarnlega. Hún hafði komið
með nýja bók til þess að láta
fólkið skrifa í nöfnin sín. Hún
opnaði bókina frammi fyrir þeim
og sagði:
„Vilt þú gera svo vel að skrifa
hérna nafnið þitt, Mr. Ducamp?“
„Aha! Svo þú þekkir okkur!
Hvað það er yndislegt!“
„Já, vitaskuld þekkjum við
ykkur,“ sagði konan: „Það er
okkur sönn ánægja, að þið
dvelið hjá okkur.“
„Tvö herbergi auðvitað?“
„Já, herra minn: annað handa
þér og frúnni og hitt handa dótt-
ur ykkar. Arthur Thomas hefir
tekið farangur Mrs. Ducamps og
dóttur ykkar. Það er svo að sjá,
sem honum lítist býsna vel á
hana; þau þurftu ekki að kynn-
ast lengi til þess. Ég lái honum
það heldur ekki: hún er ljóm-
andi falleg stúlka.“
Leikstjórinn stóð kyr, og virt-
ist vera hryggur. Hann hélt hatt-
inum sínum þétt upp að vinstri
buxnaskálminni sinni, sem var
öll í hrukkum. Hann var lotinn
í herðum og leit út fyrir að hann
hefði ofhitnað í sólarhitanum.
Konan horfði þangað, sem
ungi maðurinn var hjá dóttur
hennar; þau voru á leiðinni upp
að borðinu.
„Hann er geðslegur ungling-
ur,“ sagði leikkonan.
„Ég skyldi nú segja það! —
Arthur er efnilegasti ungi mað-
urinn á öllu þessu svæði, og þó
víðar sé leitað.“
Mrs. Ducamp rengdi það ekki,
'Hún sneri sér við og ætlaði að
ganga út að stiganum vinstra
megin við móttökuborðið. En
hún stöðvaðist þegar dóttir
hennar nálgaðist hana. Hún sá
það að henni var mikið niðri
fyrir; það leyndi sér ekki:
„Mamma!“ sagði hún: „Arthur
langar til þess að vita, hvort
hann megi fara með mig um
bæinn og sýna mér hann.“
„Það er nú ekki mikið að sjá,
Mrs. Ducamp,“ sagði ungi ipað-
urinn, „í samanburði við alla
staðina, sem þið hljótið að hafa
séð; en ég hélt að Kitty þætti
kannske gaman að sjá hann. Það
er þokkalegur lítill bær.“
Konan þagði. Hún hafði breytt
um svip; hún bar saman í hug-
anum uppgerðar kurteisi ungu
mannanna í borginni, sem þegar
höfðu byrjað að hópast í kring
um dóttur hennar, þó hún væri
enn ekki nema fimtán ára —
bar þá saman við þennan ein-
urðarlausa, einlæga sveitapilt.
Loksins brosti hún oð sagði:
„Þið sýnist vera orðnir býsna
góðir vinir. Ég sé ekkert því til
fyrirstöðu.“
Stúlkan og ungi maðurinn
réðu sér tæplega af gleði. Þau
höfðu lagt af stað út í sólskinið
og blíðuna, í burt frá# skuggan-
um af viðarpallinum við hótelið,
þegar konan hafði munað eftir
einhverju, sem hún hafði gleymt
áður. Hún kallaði því og sagði:
„Kitty, reyndu að ná í tvinna-
‘kefli fyrir mig!“
Hún tók gamlan dollarseðil
upp úr rauðu buddunni sinni og
fékk^dóttur sinni hann:
„Eitt kefli af númer sextíu
hnútum tvinna og annað af
svörtum. Mér ríður á að fá þetta
undir eins. Svo máttu fara að
skoða bæinn með þessum nýja
vini þínum eins lengi og þú vilt.“
Þegar þau komu aftur í hótelið
beið ungi maðurinn í framher-
berginu á meðan stúlkan fór upp
til móður sinnar með það, sem
hún hafði keypt fyrir hana.
Hann heyrði skóhljóðið, þegar
hún gekk uppi yfir honum eftir
dúklausu gólfinu.
Stúlkan drap létt högg á þunna
hurðina. Móðir hennar opnaði
dyrnar. Stúlkan sá að hún var
að hálfu leyti á bak við hurð-
ina. Hún var á nærklæðunum
hálfopnum. Hún var í ljósrauða
náttkjólnum, sem hún hafði altaf
verið í. En hann var orðinn svo
upplitaður að blómin, sem voru
á honum voru nálega horfin.
Móðir hennar hafði losað á sér
hárið. Það valt niður af höfðinu
á henni í gullnum bylgjum. í
hársrótunum gat stúlkan séð,
hvernig það hafði verið litt í
upphafi.
Móðir stúlkunnar hélt á
skyrtu, sém faðir hennar átti.
Konan hafði einmitt verið að
bíða eftir tvinnanum til þess að
geta bætt skyrtuna.
Faðir stúlkunnar hafði rakað
sig frammi fyrir hreyfispeglin-
um í postulíns skálina, sem hún
sá á tréfótum í einu horninu á
herberginu við opinn glugga.
Eftir raksturinn hafði hann
hlunkað sér niður í ruggustól úr
tágum beint undir ljóslausum
rafmagnslampa.
Fluga flaug aftur á bak og
áfram alt í kringum hann þang-
að til hún virtist vera orðin
þreytt á fluginu og settist á
grænu ljóssnúruna. Handleggir
og axlir á föður stúlkunnar voru
berir. Skyrtan hans átti að heita
hvít; hún var vot í rákum á
brjóstinu. Hann var í dökkum
sokkum og hafði verið stoppað
í tær og hæla.
Hann horfði framundan sér, að
því er sýndist í örvæntingar
kæruleysi.
Ungi maðurinn beið eftir
stúlkunni, og var honum farið
að leiðast. Hann óskaði þess með
sjálfum sér, að stúlkunni litist
ekki mjög illa á bæinn; fyndist
hann ekki mjög daufur. Hann
var að hugsa um það, hvort þessi
leikflokkur mundi hafa farið og
ferðast til Evrópu á stórum
skipum og leikið þar í stórborg-
unum. Og aftur fór hann að
hugsa um það, hvort litla þorpið,
sem hann átti heima í, yrði ekki
voðalega dauflegt og ógeðslegt í
augum þessarar stúlku.
En — já, en hvað gerði það
Valmundur var fæddur 17.
marz 1860 að Ormskoti við Eyja-
fjöll í Rangárvallasýslu, sonur
hjónanna Benónýs Hinrikssonar
og Sigríðar Jónsdóttur Sverris-
sonar frá Hólmi í Landbroti.
til hvort henni litist vel eða illa
á þetta þorp?
Þegar þau komu aftur út á
strætið, var sólin frá þeim að
sjá beint uppi yfir húsunum og
ekki langt frá þeim. Fyrir fram-
an sunnan búðirnar sátu eig-
endurnir á stólum, dauflegir en
rólegir, vonandi að eitthvað
skeði til þess að skapa örlítið
lífsmark eða hreyfingu í bæn-
um — eitthvað til þess að minka
þessa dauðans deyfð.
Það var heitt um mroguninn.
En stúlkan varð fegin að kom-
ast út í hreina loftið og birtuna,
og sjá rólegheitin á andlitum
fólksins, sem horfði með vin-
samlegri forvitni framan í hana,
þegar hún gekk fram hjá því
við hlðiina á unga manninum.
Sjálf leit hún vingjarnlega og
ánægjulega framan í fólkið og
brosti framan í alla. Hún hneigði
höfuðið glaðlega og taglið á
kollinum dinglaði í allar áttir í
sólskininu.
Hún skoðaði alt, sem fyrir
augun bar. Þau gengu meðfram
stauragirðingu, og á miðjunni á
henni var hurð fyrir dyrum úr
rimlakrossum.
Hún sá íbúðarhúsið, sem var
úr borðviði og byggt aftarlega
á lóðinni. Húsið var hvítt á lit-
inn. Hún ímyndaði sér hvernig
það væri að ganga upp eftir leir-
götunni á milli tveggja raða af
tígulsteinum, sem höfðu verið
settir á enda og hallaði þannig,
að hvassir kantarnir sneru upp
— hvernig það væri að ganga*
þar yfir og út á guðsgræna jörð-
ina — vera þar og lesa eitthvað
skemtilegt guðslangan daginn í
skugga ilmandi skógartrjánna.
Hún sá skógarrunnana báðum
megin við tröppurnar og stór-
vaxin blóm með rauðum flögg-
um. Hún ímyndaði sér sjálfa sig
á grasblettinum í skuggum þess-
ara fögru trjáa. Hún sá að börk-
urinn hafði verið fleginn af
mjóu stofnunum upp til miðju.
Henni fanst hún helzt óska
þess, að hún mætti ganga dag
eftir dag í þessum svalandi
skuggum og aldrei oftar ferðast
á sótugum járnbrautarlestum.
—FRAMHALD
Benóný, faðir Valmundar, var
franskur að ætt. Valmundur
andaðist 13. marz 1939; útför
hans fór fram 19. marz 1939 frá
íslenzku kirkjunni í Upham,
N. Dak. Ingibjörg var dóttir
hjónanna Halldórs Guðmunds-
sonar og Kristbjargar Jónas-
dóttur. Þau voru ættuð úr Eyja-
firði. Ingibjörg var fædd 18.
júlí 1860 og andaðist 17. apríl
1933. Hún var jarðsungin frá
íslenzku kirkjunni í Upham, N.
Dak. 22. apríl 1933.
Valmundur og Ingibjörg komu
hingað til lands árið 1891 frá
Bárðardal á Islandi. Þau settust
að skamt frá Garðar, N.D., og
voru þar í 5 ár. Þá tóku þau sig
upp og fluttu til Mouse River
bygðarinnar og námu land
skamt frá Ely pósthúsi, þar
sem kallað var Hungry Point.
Þar bjuggu þau í nokkur ár, en
seldu svo það land og keyptu
annað skamt frá Bantry, N. Dak.
Þar bjuggu þau blómabúi þar
til 1934 eða 1935; þá urðu þau
sem aðrir að selja stjórninni land
sitt nauðug—viljug. Þá fóru þau
til Upham, N. Dak., og þar dó
Valmundur heitjnn 1939, eins og
áður er sagt.
Valmundur heitinn var vel
meðalmaður á hæð og þrekinn,
karlmenni hið mesta og fylginn
sér; fríður maður sýnum og
gleðimaður mikill, fróður og
skemtilegur í viðræðum, hnytt-
inn og gamansamur, gat sagt
meiningu sína í fám orðum;
gestrisinn og góður heim að
sækja — í einu orði sagt: ágætur
eiginmaður, faðir og húsbóndi.
Ingibjörg heitin var stór kona
vexti, fríð sýnum og sköruleg;
gestrisin var hún og góð heim
að sækja, eigi síður en bóndi
hennar, enda var þar gestagang-
ur mikill. Þau voru búsett í út-
jaðri bygðarinnar íslenzku, en
ekki hefði gestagangur verið
meiri hjá þeim, þó þau hefðu
byggt skála um þjóðbraut þvera;
þau höfðu sérstakt lag á að láta
fara vel um gesti sína.
Ingibjörg heitin var afbragðs
kona, ágæt húsmóðir, starfssöm
og skyldurækin; ástrík eigin-
kona og móðir, og mátti ekkert
aumt sjá; hún var vel hagmælt,
en lét lítið á því bera. — Hún
andaðist á Elliheimilinu Borg á
Mountain, N. Dak., en þar dvaldi
hún seinustu árin.
Þau hjónin eignuðust 9 börn,
sem komust til fullorðins óra,
tvö dóu fulltíða; nöfn barnanna
eru:
Víglundur, fæddur á Islandi,
kvæntur Mettu Jónsdóttur Good
man; Sigríður, fædd á Islandi,
gift D. C. Marshall; Sverrir,
kvæntur Kristínu Hallgríms-
dóttur Johnson; Margrét, gift
G. J. Sannes; Anna, gift Jóhann-
esi Þorsteinssyni; Valgerður,
(dáin), giftist E. Lehman, þau
eignuðust tvö börn; Jónas (dá-
inn), hann giftist Opal Freit,
þau eignuðust tvo syni; Guðrún,
gift H. La. France, og María, gift
Aug. Lehman. — Öll eru börnin
myndarfólk og vel af guði gefin.
Barnabörn eru 33 og barnabarna
börn 41.
Valmundur og Ingibjörg áttu
vináttu og virðingu samferða-
fólks síns. Þeirra mun lengi
minst sem nýtustu borgara ís-
lenzku bygðarinnar í Mouse
River.
Blessuð sé minning þeirra.
Hofskirkja 50 ára
Flutt á afmælismóti kirkjunnar 10. ágúst 1952
Nú glitrar á perlu af minningarmeið
er minnumst vér fimmtugrar kirkju.
Sú minning er sóknmönnum heilög og heið
og hugstæð við kærleikans yrkju.
Vér finnum nú anda þann andlega blæ,
sem átthagatryggðina nærir,
að kirkja vors guðe bæði í sveit og við sæ
við samúðarstrengjunum hrærir.
Vér minnumst í dag þess hvað margt hefir skeð
og mótast á fimmtíu árum,
að allt hefir Drottinn að láni oss léð,
það líka, er úthellti tárum.
Vér lítum til baka á tímanna tjöld,
þar tókustu af lífinu myndir
og dagurinn hefir þá hreint ekkert kvöld,
ef heiðspeglar andlegar lindir.
Og kynslóðin horfna nú kemur á svið, %
er kirkjuleg skilaði arfi.
Vér sjáum hvar klakkar hún kirkjunnar við
með kærleiks og fórnfúsu starfi.
Því tryggðin við kirkjuna tók hennar hug
og trúin var sýnd þar í verki,
með bjartsýni kristninnar, djörfung og dug
og drengskap að leiðsögumerki.
Og forusta prestsins er frækin og góð,
er fórnar hann alhugans starfi,
og kristninni lagði þann sameignarsjóð,
er sóknarmenn tóku að arfi.
A meðal þess bezta í minningasjóð
er maður, sem skylduna rækir,
og ætíð á verðinum einhuga stóð
og áfram til þroskunar sækir.
Svo lítum á valinn með vökvaðar brár,
þar vér höfum baráttu háða.
Þar féllu svo margir í fimmtíu ár
og fóru til eilííra náða.
Af þeim, sem stóðu í stríðinu þétt,
stórir og hugsjóna prúðir,
og hvar sem þeir voru í stöðu og stétt,
menn störfuðu af andanum knúðir.
Þér sóknarmenn vakið nú vel yfir arf,
á verði um kirkjunnar sóma
og vinnið að öllu, sem viðhalda þarf
í víginu helgastra dóma.
Og hvað sem á spjöld hefir framtíðin fest,
þá framtíðarkallinu hlýðum
og óskum að kirkja vor blómgist sem bezt,
til blessunar komandi lýðum.
Helgi Gíslason —Kirkjublaðið
íllllllllllllllllilllllllllllllliiilliilllilllllll
iiilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiilliiiiiiiilliiillillilllllllilllllllllll*
Skoðið hinn nýja Hiliman hjá
umboðsmanni yðar þegar
í stað!
HINN NÝJI 1953 HILLMAN MINX SKIFT ANLEGUR
Hið rúmgóða bekkjarlagaða framsæti, er aðeins einn hinna
mörgu sérkosta, sem einkenna þenna mjúkrennandi,
fallega bíl og gera hann frá hagsmunalegu sjónarmiði séð
einstakan í sinni röð!
THE 1953 HILLMAN SEDAN
21 ár og 21 biljón mílna, hafa fullkomnað
þenna bíl til yðar eigin afnota. Hér koma
fram höfuðkostir stórra bíla, ásamt sparnað-
arkostum smærri bíla og megineinkennum
auðveldrar meðferðar.
HILLMAN
ROOTES MOTORS (CANADA) LIMITED • VANCOUVER • TORONTO • MONTREAL • HALIFAX
HILLMAN, HUMBER, SUNBEAM-TALBOT, COMMER, KARRIER, ROVER AND LAND-ROVER PRODUCTS