Lögberg - 04.06.1953, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUÐAGINN, 4. JJNÍ, 1953
Fréttir fré ríkisútvarpi íslands
17. MAÍ-----------------
Lýðræðisþjóðirnar mega ekki draga úr
árvekni sinni í samskiptum yið Rússa
Eflir EDWARD CRANKSHAW
UM HEIM ALLAN spyr fólk um
Á fimmtudaginn varð árekstur
milli togaranna Hafliða frá
Siglufirði og Mark Brandenburg
frá Cuxhaven. Areksturinn varð
í svartaþoku á Halamiðum og
löskuðust bæði skipin talsvert,
en slys urðu ekki á mönnúm.
☆
Aðalfundur Kaupfélags Reykja
víkur og nágrennis var haldinn
á fimmtudaginn. Vörusala hafði
aukizt nokkuð á árinu og nam
rösklega þrjátíu og einni miljón
króna. Tvær nýjar sölubúðir
voru opnaðar á árinu.
☆
Sænska hafrannsóknarskipið
Skagerak kom til Reykjavíkur í
vikunni og fer þaðan í kvöld.
Forstjóri sænsku hafrannsóknar
stöðvarinnar í Lysekil. dr. Arvid
Molander er á skipinu og með
honum tveir aðstoðarmenn til
rannsókna, og er erindi þeirra á
íslandsmið aðallega það að rann-
saka löngu, en dr. Molander er
sérfræðingur í þeirri grein.
☆
Fyrra laugardag var lagður
kjölur að vöruflutningaskipi,
sem Eimskipafélag Islands læt-
ur smíða í skipasmíðastöð
Burmeister og Wain í Kaup-
mannahöfn. Skip þetta verður
um 2500 lestir að stærð. Eim-
skipafélagið á annað skip í
smíðum hjá Burmeister og Wain.
Það er 1700 lesta vöruflutninga-
skip, sem hlaupa mun af stokk-
unum í næsta mánuði og verða
tilbúið í nóvember í haust. Hitt
skipið, sem kjölur var la§ður að
á laugardaginn, á að verða til-
búið í febrúarmánuði næsta ár.
☆
Olíuverzlun íslands h.f. minnt-
ist nýlega 25 ára starfsafmælis
síns. Hún á tvær olíustöðvar í
Reykjavík og er hin stærri þeirra
í Laugarnesi. Geymarnir þar
rúma 49.000 teningsmetra af olíu
eða benzíni. Frá geymum þess-
um eru leiðslur niður að Reykja-
víkurhöfn, rösklega fjórir kíló-
metrar að lengd.
☆
í Árnessýslu er mikill áhugi
á því, að byggt verði sjúkrahús í
héraðinu. Hafa ýmis félagssam-
tök gengizt fyrir fjársöfnun í
því skyni og skorað á sýslunefnd
að hafa forgöngu. Á sýslufundi
um daginn var skipuð nefnd til
þess að vinna að framgangi máls
ins og ákveðið að stofna sjúkra-
hússbyggingarsjóð með 100.000
króna framlagi á þessu ári.
☆
Vegna stofnunar menntaskóla
á Laugarvatni ’ hafa að undan-
förnu farið fram viðræður af
hálfu menntamálaráðuneytisins
og sýslunefndar Árnessýslu um
afhendingu ýmissa eigna héraðs-
skólans á Laugarvatni til
menntaskólans. í ráði er, að hið
nýja stórhýsi héraðsskólans
verði fengið menntaskólanum til
eignar, en gamla skólahúsið
endurbyggt handa héraðs-
skólanum.
☆
1 lok síðasta árs voru samtals
10.774 bifreiðir á landinu öllu,
rúmlega helmingur þeirra í
Reykjavík, og hafði bifreiðum
landsmanna fjölgað á árinu um
140. Af fólksbílum eru jeppa-
bílar langflestir eða samtals 1720
auk rösklega 100 bíla af Land
Rover gerð. Af vörubifreiðum
eru flestar af Chevrolet-gerð.
Meðalaldur fólksbifreiða er 8%
ár.
☆
Á s.l. ári tók Mjólkursamlag
Kaupfélags Eyfirðinga á Akur-
eyri á móti 8,2 miljónum lítra af
mjólk og er það 9% aukning frá
árinu 1951. Fitumagn mjólkur-
innar var hér um bil 3,6%. —
Framleiðendum var greitt fyrir
mjólkina rúmlega 2,21 kr. á lítra.
Jónas Kristjánsson hefir verið
forstjór samlagsns frá upphafi,
en það hefir nú starfað í 25 ár.
☆
Nýlega komu til Reykjavíkur
2 bandarískir vísindamenn frá
haffræðistofnun í Massachusetts
og hafa flogið héðan norður um
að athuga hafís. Annar þeirra
hefir fylgst með ísbrúninni frá
Angmagsalik til Jan Mayen, en
hinn mældi úr flugvélinni hita
sjávarins, þar sem þeir flugu
yfir. Þeir starfa í samráði við
Rannsóknarráð ríkisins og Veð-
urstofuna.
☆
Á föstudagskvöldið kemur
verður frumsýning í Þjóðleik-
húsinu á óperunni La Traviata
eftir Verdi og syngja aðalhlut-
verkin þau Hjördís Schymberg
sænska óperusöngkonan nafn-
kunna, Einar Kristjánsson óperu
söngvari og Guðmundur Jóns-
son, sem nýlega söng Rigoletto í
Konunglega leikhúsinu í Kaup-
mannahöfn og hlaut ágætar
undirtektir áheyrenda og mikið
lof gagnrýnenda. Dr. Urbancic
stjórnar hljómsveitinni, en leik-
stjóri er Simon Edvardsen, er
áður hefir stjórnað söngleikjum
Þjóðleikhússins.
☆
Finnski óperuflokkurinn hélt
heimleiðis aðfaranótt miðviku-
dags. Hann sýndi hér fimm sinn-
um óperuna Österbottningar
eftir Madetoja við frábærar
undirtektir. — Forseti Islands
sæmdi þá Sulo Raikkönen for-
stjóra finnsku óperunnar og
prófessor Leo Funtek hljóm-
sveitarstjóra Stórriddarakrossi
Fálkaorðunnar, en finnski sendi-
herrann Eduard Palin færði
Guðlaugi Rósinkranz þjóðleikhús
stjóra Stórriddarakross finnsku
ljónsorðunnar.
það með öndina í hálsinum,
hvort Malenkov, hinn nýi stjórn-
ari Ráðstjórnarríkjanna, vilji
koma á raunverulegum sættum
milli austurs og vesturs.
☆
UNDANFARINN hálfan mánuð
hefir hver stórviðburðurinn rek-
ið annan í Kreml, og virðist
margt benda til þess, að Malen-
kov sé heill í hinni nýju stefnu
breytingu sinni. Vopnahléstil-
lögur þær, sem forsætisráðherra
Kína, Sjú-En-lai, hefir borið
fram, ganga mun lengra en
nokkrar tillögur, sem komið hafa
austan frá járntjaldslöndunum
um langt skeið. Jafnvel hjá
þeim, sem svartsýnastir hafa
verið, hefir nú glæðzt örlítil von.
☆
HINS VEGAR hafa menn um
heim allan og þá einkum vestan
megin járntjalds ekki viljað láta
sér segjast og líta á alla stefnu-
breytingu í Kreml, sem tilraun
Malenkov-klíkunnar til þess að
sundra Vesturveldunum í sam-
starfsviðleitni þeirra og reyna
að láta þær sofa á verðinum, ef
svo mætti að orði kveða. Og
sannarlega má ætla, að engin
heilindi séu á bak við þessar
tilraunir Sovétstjórnarinnar.
Hér gæti verið um það að
ræða að Kremlstjórnin hafi
breytt um stefnu gegn and-
kommúnistalöndunum á yfir-
borðinu og hafi nú tekið upp
nýja stefnu, er mótuð sé að ein-
hverju leyti af samstarfsvilja.
Ekki er að vita, hvað slík sinna-
skipti munu ná yfir langan tíma
og áreiðanlegt er, að Rússar geta,
ef þeir vilja, minnkað kalda
stríðið og jafnvel lokið því. En
vitanlega myndu þeir aldrei
gera það, nema þeir væru þess
fullvissir, að þeir hefðu einhvern
ávinning af því. Slík stefnu-
breyting þýddi ekki það, að
Malenkov hefði skyndilega
Jengið ofurást á Vesturveldun-
um, heldur einungis að aðstæð-
urnar hefðu knúið hann til sam-
komulags við þau. Hins vegar
mundum við aldrei bíða þess
bætur, ef við reyndum að koma
í ve gfyrir lok kalda stríðsins
vegna þeirrar ástæðu einnar, að
við treystum ekki „friðarvilja“
Sovét-Rússlands.
☆
ENGINN VON er til þess að
neinnar raunhæfrar breytingar
á utanríkisstefnu hinnar nýju
Sovétstjórnar sé að vænta
nema því aðeins, að Malenkov
og stuðningsmenn hans hafi
verið og séu á öndverðum meiði
við Stalínstefnuna í aðalatrið-
um. En það geta þéir ekki, ef
þeir vilja halda áfram að vera,
sannir Leninistar og getum við
sannfærzt um það, ef við lítum
á nokkuð af því, sem Lenin,
Stalín og aðrir minni spámenn
rússneska kommúnismans hafa
sagt. Árið 1921 sagði Stalín: —
„Hlutverk flokksins er fyrst og
fremst það, að eyðileggja og
grafa undan hinum kapítalísku
ríkisstjórnum til þess að mola
kapítalismann niður smám sam-
an.“ Árið 1926 sagði hann mið-
stjórn flokksins, að meginkjarn-
inn í alþjóðahyggju kommún-
ismans „væri að jafna kapítal-
ismann við jörðu, stöðva fram-
þróun hans og færa þannig hin-
um socíalisku öflum í heiminum
sigur að lokurn/1 Hlytu þannig
að myndast tvö öfl í heiminum,
kapítalisminn og kommúnism-
inn, er berðust að lokum um
heimsyfirráð. 1948 tilkynnti
hann að þessu takmarki hefði
verið náð. Væri nú önnur fylk-
ingin undir forustu Bandaríkj-
anna, en hin undir leiðsögn
Sovét-Rússlands. Árið 1952 lagði
hann enn áherzlu á þessa kenn-
ingu sína, er hann ræddi um
hagkerfi kommúnismans á 19.
þingi rússneska kommúnista-
flokksins.
HINAR ppphaflegu áætlanir, er
Lenin gerði um framþróun
kommúnismans, stóðu föstum
fótum í hugsjónafræði stefnunn-
ar, þangað til Stalín lézt. Og
vissulega er ekkert, sem bendir
til þess, að á því hafi orðið nein
breyting. En þrátt fyrir það, að
allir vissu, að síðasta takmark
kommúnismans væri að ná yfir-
ráðum yfir öllum heiminum,
skirrðist Stalín ekki við að tala
fjálglega um frið og friðsamlegt
samstarf andkommúnistaríkj-
anna og hinna kommúnistísku.
Ekki kom hin yfirlýsta stefna um
heimsyfirráð heldur í veg fyrir,
að hann hefði samstarf við óvini
sína, ef það einungis hentaði
honum. En ef við leitum vand-
lega sjáum við, að fordæmi
Stalíns fyrir því, að prédika frið
í orðum en stefna að landvinn-
ingum, er að finna í ritum
Lenins: „Ef styrjöld er verka-
lýðnum nauðsynleg, eftir að
hann hefir gengið milli bols og
höfuðs á borgarastéttinni og slík
styrjöld væri í því fólgin að
styrkja og breiða út sósíalism-
ann, þá á hún fullan rétt á sér.“
Þetta þýðir ekkert annað en það,
að Kreml viðurkennir aðeins þá
styrjöld, sem er kommúnistum
í vil. Slík styrjöld er í augum
kommúnistaforprakkanna full-
komlega lögleg. — Hins vegar
varð Stalín að afsaka við suma
flokksmenn sína, að nauðsyn-
legt væri að hafa samstarf við
„kapítalísku löndin“ á stund-
um — og gerði hann það á þessa
leið: Undir ákveðnum kringum-
stæðum verða öreigarnir að
leggja byltingaráform sín til
hliðar um stund og hafa samstarf
við borgarastéttirnar — í því
skyni að sundra þeim og mola
þær niður, svo að auðveldara
verði fyrir öreigastéttirnar að
undirbúa nýja byltingu. — En
hins vegar verðum við að muna,
að slíkt samstarf á ekkert skylt
við það, að við hefðum sætzt við
kapítalismann. Þetta er einn lið-
urinn í grundvallarhugsjón
Lenins, einræði öreiganna. —
Fyrr nefnd aðferð er undir viss-
um kringumstæðum áhrifamesta
leiðin til þess að knésetja kapí-
talismann, og hefir hún ætíð
verið notuð af rússnesku stjórn-
inni síðan októberbyltingin var
gerð.
☆
SÝNIR ÞETTA allt vel vonir og
fyrirætlanir leiðtoganna í Kreml
og breytast þær áreiðanlega
ekki, a. m. k. ekki meðan þeir
halda áfram að vera góðir Lenin-
istar. En fortíðin sýnir ekki síð-
ur, að skyndilegar og fyrirvara-
lausar breytingar á utanríkis-
stefnu Sovétríkjanna er alltaf
að vænta. Og ef Sovétstjórnin
kemst allt í einu á þá skoðun,
að friður í Kóreu og vinsamlegra
samstarf við Vesturveldin sé
heppilegra fyrir hana í bili, hikar
hún ekki við að breyta skyndi-
lega um stefnu.
Þannig hlýtur það að vera
fyrsta boðorð Vesturveldanna nú
að taka allri breyting á utan-
ríkisstefnu Rússa með fyllstu
varúð. Hinar frjálsu þjóðir verða
að minnast þess, að Sovétstjórn-
in breytir ekki um aðferðir af
eintómri gamansemi eða sönnum
friðarvilja, heldur vegna þess að
hún er annað hvort knúin til
þess eða álítur það heppilegt. Ef
hún er knúin til þess af ástæð-
um, sem okkur eru ekki kunnar
(og vissulega er margt, sem
bendir til þess), þá er hið gull-
væga tækifæri Vesturveldanna
komið, og veltur þá framtíðin á
því, hvernig þau notfæra sér það.
Ráðamenn í Kreml má dreyma
eins mikið um allsherjar sigur
kommúnismans og þeir vilja.
Þeir mega trúa því, að undan-
^þaldspólitík sé heppileg til að
hefja árás síðar af meira offorsi
en nokkurntíma áður. En hinn
frjálsi heimur trúir ekki á loka-
sigur kommúnismans. Hann
verður að grípa hvert tækifæri,
sem gefst til að glæða friðar-
horfurnar í heiminum, án þess
þó að sýna veikleikamerki í sam-
skiptum sínum við kommúnista
eða slaka á nokkurn hátt á hinu
nána samstarfi, sem hinar vest-
rænu þjóðir hafa haft sín á milli.
Má þá vafalaust eygja sigurinn
yfir hinum kreddufullu læri-
sveinum Lenins og hinni harð-
svíruðu stefnu þeirra. Observer
—Mbl., 8. apríl
Dánarfregn
Guðný Þorbjörg Guðbrand-
son dó á heimili sínu að Baldur,
Man., sunnudaginn þ. 24. maí s.l.,
79 ára gömul. Hún var fædd á
íslandi 28. ágúst 1873. Foreldrar
hennar voru hjónin Guðjón
Jónsson, sonur Jóns Jónssonar
frá Gilsárbakka í Breiðdal í S.-
Múlasýslu, og Arnleif Gunnars-
dóttir frá Þorgrímsstöðum í
sömu sveit.
Guðný heitin kom til Canada
imeð foreldrum sínum árið 1887,
þau settust að í syðri Brú-
bygðinni suður af Cypress River,
Man. Systur átti hún tvær: Guð-
laug dó á unga aldri, varð fyrir
eldingu á leið í skóla; Þórunn,
Mrs. Benedict Einarsson, dó árið
1898. Þ. 2. des. 1895 giftist Guðný
heitin eftirlifandi manni sínum,
Sigurði Guðbrandssyni frá Firði
í Múlasveit. Þau bjuggu allan
sinn búskap suður af Brú. Börn
þeirra hafa nú tekið við búinu.
Þau eignuðust fjögur börn: —
Guðbrand Kristinn, dó árið 1934;
Helgu, Mrs. Skagfell, til heimilis
í Winnipeg; Guðnýju Jónínu og
Gunnlaug Björvin á föðurleifð-
inni. Barnabörnin eru tvö og eitt
barnabarnabarn. Börn þeirra og
vinir í bygðinni mintust 50 ára
hjúskaparafmælis þeirra árið
1945. Þeim var haldin vegleg
veizla og þökkuð hlutdeild
þeirra og mikið starf í bygða-
lífinu. Þau voru meðlimir Frí-
kirkjusafnaðarins 1 rúm 66 ár,
og brautryðjendur í öllu félags-
lífi. Þess er vænst að kunnugri
geti þessarar merku konu eins
og ber. Hún var guðhrædd og
góð kona, ein af þeim, sem allir
virtu og dáðust að.
Húskveðja fór fram frá heim-
ilinu, og jarðarförin frá Frí-
kirkjunni að Brú að fjölda fólks
viðstöddum þ. 27. maí s.l. Sóknar
presturinn jarðsöng.
Hlustið!
Hlustið a Hon.
DOUGLAS
CAMPBELL
scni fl.vtur afar þýðinícamitkla útvarps
ræðu til fólksins í Manitoba—
Föstud. 5. júní
Standard Time
CBW, Winnipeg — 5.15 p.m.
CKY. Winnipeg — 8.45 p.m.
CKX, Brandon — 9.30 p.m.
CKDM, Dauphin — 8.30 p.m.
CJGX, Yorkion — 10.30 p.m.
VERIÐ VISS AÐ HLUSTA!
Pub. by Liberal Progressive Assn.
Manitoba verði framvegis voldugt og sterkt
Staðreyndir t* í framtíðinni
Fylkisskuldir á hvert mannsbarn
STAÐREYNDIRNAR segja sögu viturlegrar
stjórnar í fylki yðar! Og staðreyndir í stað loforða,
greiða götu miklum athöfnum í framtíð. Berið
saman afrek okkar við afrek hinna fylkjanna —
og látið Manitoba vera voldugt og sterkt með því
að endurkjósa Campbell-stjómina!
FRAMTÍÐIN: Veðskuldir Maniiob;
verði greiddar að fullu 1963!
FRAMTÍÐIN: Að vernda
þá sögufrægð að fylki
yðar greiði lægslu skaila
í Canada!
FRAMTÍÐIN: Að lagningu* hins cana-
diska þjóðvegarsé lokið 1956! Viturleg
lagning allra annara fylkisþjóðvega!
Aukinn siyrkur til sveiiarfélaga; $1,000
framlag á ári iil fylkisvega um borgir!
Útgjöld til vegabóto
$71
MnJÓN TEKNA
Iunheimt síðan 1946
ttf benzín, bíla og
bifh jólaskatti!
$84 MII-JÓNIM VARIÐ
til vegrabóta—yfir
$13 miljónum
nmfrarn það,
sem inn-
heimt var!
MIKILVÆG STEFNUSKRÁ
Frekari ráðstafanir lúta að auknum hlunnindum
landbúnaðinum til handa og menta- og velferðar-
málum . . . Raforka handa 90% Manitobabúa
1954 . . . Aukinn stuðningur við sveitahéröðin
ásamt víðtækum umbótum á sviði mentamála . . .
látlaus barátta gegn óréttlátri hækkun farmgjalda!
Tryggið málum þessum framgang 8. júní með
endurkosningu núverandi stjómar, sem reynd er
að viturlegri forsjá og athöfnum!
Greiðið Liberal Progressive afr kvæði 8. júní — endurkjósið
CAMPBELL STJÓRNINA