Lögberg - 04.06.1953, Síða 6

Lögberg - 04.06.1953, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. JJNÍ, 1953 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: DALALÍF Borghildur kom inn með fullan kassa af sauðataði og setti hann á gólfið. Svo settust þaer við borðið og drukku kaffið. Anna tók alla bollana, nema þann, sem Sigríður hafði drukkið úr, fór með þá inn í búr og hvolfdi þeim á borðið. Nú átti að gera spákonunni grillur. Nokkru seinna sótti hún einn bollann og rétti Siggu hann. „Þetta er minn bolli, spáðu nú, spákona!" sagði hún glettin. Sigga leit í bollann. „O-nei, fiðrildið þitt! Þetta er bollinn hebnar Borghildar. Ég hef svo oft sagt henni, að hún giftist aldrei.“ „Og ég hef líka svo fjarska oft þakkað þér fyrir þann spádóm," sagði Borghildur hlæjandi. „En að heyra til þín, Borghildur,“ sagði Anna. „Ekkert er eins índælt og vera gift.“ „Það grípa nú ekki allir gæfuna tveim höndum í hjóna- bandinu eins og þú,“ svaraði Borghildur. Anna sótti annan bolla. „Þetta er Þóru.“ „Ekki alveg. Þetta er þinn. Ekki vantar gleðiginurnar. Og þarna er svolítill krakki. Það verður nú ekki langt eftir honum að bíða Anna hló og sótti síðasta bollann. „Já, þetta er Þóru bolli. Það eru mörg ár síðan ég hef litið í bollan hennar. Þú ert bara komin á giftingarbarminn, Þóra. Það verður á þessu ári áreiðanlega." „Ha, ha! Gaman að fá veizluna,“ sagði Anna og snerist á gólfinu á þreyttum fótunum. Spákonan velti bollanum á alla vegu. „En sá óskapa barna- fjöldi, sem þú átt að eiga, Þóra mín. Ég get ekki talið þau. „Ha, ha! Heyrirðu nokkuð, Þóra?“ sagði Anna. „En ekki nema einn einasti í mínum bolla?“ Það er talsverður munur.“ „Þú verður varla ríkari en aðrar húsfreyjur hér á Nauta- flötum. Mátt líklega gera þig ánægða með einn Jakob,“ sagði Sigga gamla glettnislega. Hún var ennþá að gæta í bollann. „Verður ekki mikil veizla, þegar Þóra giftir sig?“ spurði Anna. „Jú, jú; það er mikill mannfjöldi.“ „Hættu nú, Sigga mín,“ sagði Þóra. „Ég trúi engu af því, sem þú segir og ætla enga veizlu að hafa, ef ég verð svo heimsk að gifta mig einhvern tíma.“ „Sannaðu til. Þú trúlofast eða giftist á þessu ári; en ekki skal ég segja, hversu lukkuleg þú verður,“ sagði sú ganala hálfmóðguð og fór inn. Anna settist niður á stól við borðið og stundi dálítið. „Alveg er ég hissa, hvað hún Sigga er skynsöm, að geta séð þetta í bollunum." „Séð hvað?“ sagði Þóra hálf önug. ,JÞessa endemis vitleysu! Það gæti víst hver sem vill rausað svona.“ „En hún, sem þekkti bollana. Skrítið var það.“ )fÞað var nú engin furða. Þeir voru ólíkir hver öðrum. Einn var með rauðri rönd á barminum, annar blárósóttur, en sá þriðji hvítur. Heldurðu að kerlingin hafi ekki tekið eftir því, þegar við vorum að drekka? Ég sá líka, að hún leit utan á þá, áður en hún fór að rausa.“ Anna hló háum, skærum hlátri. „En hvað þú ert skynsöm, Þóra. Ég fer að halda, að þú sért betri en Sigga. Og ég, sem var farin að hlakka til að sjá alla krakkana þína. Svo gerirðu þetta allt að engu. Þetta hefur enginn sagt fyrr, að Sigga væri ekki spákona.“ Um kvöldið, þegar Þóra fór heim, gekk Lísibet með henni út fyrir túnið. „Ég gat aldrei sagt allt við þig um daginn, sem mér bjó í brjósti. En mér datt í hug að benda þér á góðan vinnumann. Það er Þórður í Seli. Þið þekkist að fornu. Hann er að mínu áliti ein- hver efnilegasti pilturinn í dalnum, ágætur fjármaður og prýði- lega lagvirkur. Hann er mesti efnismaður, og ég vildi gjarnan, að hann færi ekki strax frá þér.“ Hún hló ánægjulega. „Engan vildi ég heldur en Þórð, ef ég gæti fengið hann,“ sagði Þóra. „Ég skal ná reyna að sjá um það, ef þér er alvara. Við tölum um það seinna.“ Útfarardagurinn var liðinn að kvöldi. Þóra hafði verið stillt; hún var búin að sætta sig við einstæðingshlutskipti sitt. Þórður í Seli var þar staddur sem verkamaður. Nú var orðið langt síðan að Þóra hafði séð hann. Henni fannst hann vera orðinn mikið iaglegri en hann var áður og hann taka svo hlýlega í höndina á sér. Ekki kunni hún við að tala um vistarráðin þennan dag. Það var nógur tíminn. Lísibet ámálgaði það við hana, þegar hún var að fara. „Ég fer fram eftir einhvern daginn,“ sagði Þóra. Það var komið fram yfir vanalegan háttatíma, þegar Þóra fór að kveðja. Fúsi og Magga gamla voru farin fyrir löngu. Hún hafði í sVo mörgu að snúast. Loksins gekk hún þó ferðbúin í reiðtreyju með hatt á milli heimilisfólksins og kvaddi það með virktum. Hún fór seinast inn í hjónahúsið. Ungu hjónin og Jakob hreppstjóri voru þar. Jakob var háttaður, en Anna sat á stól við rúmið í hvítri nátttreyju og var að taka af sér skóna. Þóra heyrði, að hún var að nauða á manni sínum að fara að hátta. „Ég þarf að ná í hestinn fyrir hana Þóru. Hann er kominn suður fyrir tún,“ svaraði hann. Anna rak upp stór augu. „Heldurðu, að hún Þóra get^ekki sott hestinn sinn sjálf. Þú ert alltaf að tala um, að hún sé svo dugleg.“ „Jú, það get ég áreiðanlega,“ sagði Þóra hvatskeytlega. „Ég er ekki vön því að láta stjana við mig.“ „En ég þarf að tala við hana um dálítið, sem ekki má bíða,“ sagði hann og fór fram úr húsinu. „Þú mátt ekki vera lengi. Ég get ekki sofnað, fyrr en þú ert háttaður, og klukkan er farin að ganga tólf,“ kallaði Anna á eftir honum. ,í>ú hefðir átt að vera háttuð fyrir löngu, góða mín,“ sagði Jakob með föðurlegri blíðu. „Þessar slæmu hættur eru mér að kenna,“ sagði Þóra og kvaddi önnu með kossi. Anna lagði mjúka lófana á kinnar henni og kyssti hana bros- andi. „Reyndu nú að fara að verða svolítið glöð aftur. Og komdu nú oft fram eftir eins og í gamla daga. Kannske látum við þá Siggu lesa í bollana, okkur til gamans." „Ætli lífið heimti nú ekki eitthvað annað af henni en bæja- göngur,“ skaut Jakob inn í. Þóra beið úti í tröðinni eftir hestinum. Hún horfði á purpura- rauðu slæðuna, sem kvöldsólin breiddi yfir dalinn, krkjuna og bæinn. Gluggarnií voru líkastir eldstólpum. Þá var annar stofu- glugginn opnaður hægt, og hvítur handleggur með blúnduermi kom í ljósmál, en bak við gisin gluggatjöldin sást hvítklædd, fagurhærð kona, sem stóð á gægjum. Þóra fann, hvernig blóðið jók hraða sinn og beiskjan fyllti hugann, svo að henni lá við gráti. Núna, á þessu kvöldi, áleit vin- kona hennar hana svo hættulega, að hún þorði ekki annað en hlaupa á eftir henni hálfklædd á sokkaleistunum. Svona hafði þá klapp hennar verið einlægt. Henni datt í hug allra snöggvast að hefna sín á henni með því að kyssa mann hennar fyrir augunum á henni, en samstundis hætti hún við svo andstyggilegt athæfi. Jón teymdi hestinn út í tröðina. Hún vatt sér í söðulinn og rétti honum höndina og þakaði honum alla hjálpina, sem hann hefði auðsýnt sér. „Ekkert að þakka, góða mín,“ sagði hann í sínum blíðasta málrómi. „En viltu nú ekki að ég útvegi þér vinnumann næsta ár? Þú þekkir hann vel. Það er Þórður, þessi fíni piltur.“ Þóra horfði á hann. Það var svo mikil ástúð í svip hans, og augun alveg eins og þegar hún hafði treyst honum ótakmarkað. Nú var hann hættulegur. Gremja hennar margfaldaðist. „Ég get ráðið vinnufólk mitt sjálf. Ég er ekkert barn lengur,“ sagði hún kuldalega. „En þú ert kona. Þær þurfa alltaf að hafa ráðunaut. Þórður myndi líka gera það fyrir mín orð, að fara til þín. Annars bjóðast honum nógar vistir.“ „Ég býst við, að hann geri það alveg eins, þó að kona talaði um vistráðin við hann. Við erum nú líka dálítið kunnug frá fyrri tíð. Hann hjálpaði mér ætíð, þegar þú stríddir mér.“ „Það er nú liðin tíð, Þóra mín.“ „Liðin, en ekki gleymd,“ sagði hún. Hann brosti. „Nú jæja; fyrst þú vilt endilega muna æskuna, getum við endurnýjað vináttuna. Taktu Þórð að þér. Honum hefir þótt vænt um þig síðan — ja, síðan við toguðumst á um hrísluna. Þegar hann er kominn að Hvammi sneiði ég ekki hjá lengur. Við getum þá lifað upp æskuna aftur. Ef mér dytti þá einhveVn tíma í hug að stríða þér, þyrftir þú ekki að efast um, að Þórður snérist á sveifina með þér. Hann lætur ekki fjúka að þeirri konu, sem hann hefir tekið að sér.“ „Þú mættir þá ekki efja of lengi. Það yrði þreytandi fyrir konuna að bíða við gluggann eftir þér og geta ekki sofnað á réttum tíma.“ Hún benti með svipunni aftur fyrir sig, í áttina til gluggans, en leit þó ekki við. Hann gaf glugganum hornauga. „O, hún mundi tylla sér niður, þegar hún væri orðin nógu þreytt. Þetta fylgir hjónaband- inu. Kannske áttu eftir að reyna það, hvernig það er að vera í hafti.“ „Dettur þér í hug, að ég líði nokkrum manni að elta mig svona eins og þjóf. Sá skyldi fá fyrirgefningu." „En það ráðríki! Er hægt að banna nokkrum að gæta þess, sem hann á með fullum rétti. Það sýnir þó, að sá maður er ein- hvers virði, sem konan er hrædd um,“ sagði hann. „Hvers virði er sá maður, sem ekki er hægt að treysta?“ spurði hún. „Þetta er bara barnaskapur, Þóra mín,“ sagði hann, og var auðheyrt, að hann vildi eyða þessu umtalsefni. „En á ég ekki að tala við Þórð?“ „Nei, sparaðu þér allt ómak mín vegna. Sízt ætti ég að láta þig ráða framtíð minni á nokkurn hátt,“ svaraði hún gremjulega. „Vertu nú ekki svona bráðlynd og óráðþægin. Þú sagðist ekki vera neitt barn lengur. Talaðu nú skynsamlega við mig. Nú stendur ekki gamli maðurinn á milli okkar, eins og forðum í dyrunum. Nú ertu frjáls.“ Hann brosti góðlega. / „Nú skil ég þig,“ sagði hún æst. ,JÞú ætlar að nota þér ein- stæðingsskap minn. En þú þarft ekki að hugsa, að þér takist það. Mynd föður míns skal ævinlega standa á milli okkar. Ég þá hjálp þína vegna þess að ég bjóst við, að hún væri boðin af bróðurkær- leika; en nú sé ég að mér hefur skjátlazt." „Það var hún líka,“ greip hann fram í fyrir henni. „Ég ætlaði að reynast þér vinur núna, þegar þú átt erfitt; en þú misskilur mig. Þó að mér hafi kannske orðið eitthvað á í framkomu minni við þig, hef ég þó aldrei ætlað mér að hlæja, þegar þú værir hrygg.“ Svo hann hafði þá geymt þetta hjá sér til að kasta því framan i hana. Hún sá líka, að hann var að verða reiður. „Við erum of kunnug til þess, að um misskiling sé að ræða. Ég skal reyna að komast af án þinnar hjálpar, þó að ég sé kona.“ Hún greip taumana úr höndum hans, sló í og þeysti af stað. Hann stóð eftir alveg forviða. „En þeir skapsmunir. Skyldi Þórður geta búið við þetta? Ég efa það.“ Dagarnir til krossmessunnar voru Þóru erfiðir. Hún gekk út og inn, en gat eiginlega ekki fest hugann við neitt. Hún iðraðist eftir bráðlyndi sínu eins og vanalegá. Hann hafð reynzt henni vinur, þegar hún átti bágt, en hún hafði launað það með tortryggni og vargaskap sínum. Hún sá í huganum, hvernig ástúðin í svip hans breyttist í gremju við beiskyrði hennar. Ætti hún að fara fram eftir og friðmælast við. hann og biðja hann að tala við Þórp? Hana langaði til að fá hann fyrir vinnumann. Hún var ekki búin að gleyma bindingunum sumarið áður. En ef hann færi til hennar, myndi Jón fara að venja komur sínar þangað og Anna yrði brjáluð af afbrýði, elti hann kannske út eftir einhvenr tíma. Hver veit. Á kvöldin, þegar hún var að hátta, hugsaði hún: Á morgun fer ég fram að Seli. Bara að hana gæti dreymt pabba, að hann gæti ráðið fram úr vandræðunum! En fjarlægðin var of mikil. Hann gat ekki gefið barninu sínu hollu ráðin, ekki lengur. En þegar morgundagurinn kom, var hún horfin frá því að finna Þórð. En Fúsi var vongóður um, að Þóra yrði fegin að biðja sig að verða hjá sér eftirleiðis. En það datt henni ekki í hug. Hún bað hann aðeins að hlaða upp leiðið fyrir krossmessuna. Hann vann við það í tvo daga, en það var líka vel frá því gengið. « NÝI VINNUMAÐURINN Á krossmessudagsmorguninn, þegar Fúsi vaknaði, sá hann að Þóra var komin á fætur. Og hann sá líka að öll fötin hans og plöggin voru í hlaða á koffortslokinu hans við rúmstokkinn. Efst voru bryddir skór með rósaleppum innan í. Hann skildi vel þessa þöglu kveðju. Hann hafði setzt upp, en nú hallaði hann sér út af aftur og sneri sér til veggjar. Honum hsyrðist vera riðið í hlaðið. Möggu gömlu heyrðist það líka. Hún var farin að klæða sig. Svo heyrðist umgangur frammi í bænum. „Hvað ætli Þóra sé að brölta?“ tautaði Magga. Þá spurði Fúsi, um leið og hann sneri sér fram: „Veiztu til þess, að hún hafi nokkurn mann eftirleiðis?“ „Nei; ég ímynda mér að hún hafi enga nefnu.“ Rétt á eftir kom Þóra inn í reiðfötunum með slörhattinn og bauð góðan daginn. „Hvert á að venda?“ spurði Magga. „Ja, ég veit það nú ekki vel ennþá,“ svaraði Þóra. Hún rétti Fúsa höndina. „Vertu nú sæll, Fúsi minn, og þakka þér fyrir samveruna.“ Svo kastaði hún kveðju á Möggu og hvarf fram úr baðstofunni. Hún settist á bak Mósa, en hafði rauðan hest í taumi. En hún fór ekki fram að Seli, heldur út dal og út á Strönd. Um hádegi steig hún loksins af baki á hlaðinu á Hvoli. Sá bær er utarlega á Ströndinni. Þar bjuggu hjón með stóran barnahóp. Elzti sonur þeirra hét Sigurður. Þóra hafði heyrt talað um það, að hann vildi gjarnan komast í burtu, því að hann hafði talsvert af skepnum, en systkini hans voru mörg, og jörðin bar tæplega allan þann skepnuhóp, sem þau áttu öll til samans. Það var því ætlan Þóru að vita, hvort hún gæti ekki gripið hann upp á síðustu stundu. Þrír hálfvaxnir krakkar fleyttu tunnuhlemmum og öðru þess háttar drasli á bæjarlæknum. Þóra kastaði á þau kveðju og spurði eftir Sigurði. Þau gláptu á hana alveg hissa, en sögðu ekkert. Því næst tóku þau öll til fótanna og hlupu inn í bæ. Henni þótti þau æði kjánaleg. Reyndar hafði henni alltaf fundizt fólkið á Ströndinni vera allt öðru vísi í dalnum; mikið leiðinlegra. Hún beið á hlaðinu, þangað til húsfreyja kom út, þrekieg kona með rautt hár. Þóra spurði eftir Sigurði í annað sinn. Konan sagði hann vera uppi í fjalli við kindur, en hann kæmi bráðlega heim. Svo hljóp hún út fyrir bæinn og kom aftur með fulla svuntuna af töðu, kastaði henni á varpann fyrir hestana og bauð svo gestinum til baðstofu. Svo fór hún að grafast fyrir um, hvert erindið væri. Þóra sagði henni eins og var, að hún ætti jörðina og dálítið bú, en sig vantaði algerlega fyrirvinnuna. „Þú ætlar þá að reyna að fá hann fyrir ráðsmann?“ greip konan fram í fyrir henni. „Ó-nei; ég ætla mér að ráða sjálf,“ anzaði Þóra. „En ef hann vill heldur fara til mín undir því nafni, er mér sama, þó að hann sé nefndur því. Ég vil ekki þurfa að eiga í þessu stímabraki á hverju vori, ef annars væri kostur." Konan fór að athuga hana betur. Hver vissi nema þetta væri tengdadótturefni. Hún var óneitanlega gerðarleg; en svipurinn var stór og viðmótið ekki vel hlýlegt. Húsfreyja brá sér fram til að láta upp ketilinn. Þá kom Sigurður inn til Þóru. Þau höfðu sézt áður á böllum. Hann var meðalmaður á hæð, þrekinn og hraustlegur. Þóru fannst, að hann myndi vera myndarlegur, ef hann gæti losað sig við rauða hárið og freknurnar. En hvað kom henni það við. Hún spurði hann strax eftir, hvort hann vildi fara til sín eftirleiðis og hugsa um búið með sér. „Mér þykir þú fara nokkuð langt. Það eru víst ekki svo fáir karlmenn þarna frammi í dalnum hjá þér,“ sagði hann. „Þeir eru allir ráðnir fyrir löngu, sem hægt er að búa með,“ svaraði hún. „Sýnist þér ég líklegur til þess?“ spurði hann kíminn. „Já, ójá,“ henni sýndist það. Sigurður ráðgaðist við foreldra sína frammi í bæ, um hvað gera skyldi. Þau ráðlögðu honum frekar að fara. Endirinn varð því sá, að hann sagði Þóru, meðan þau drukku saman kaffið í fyrsta sinn, að hann ætlaði að fara til hennar. ,/Það er ágætt,“ sagði hún. „Taktu þá saman það nauðsyn^ legasta af fötunum þínum; hitt verður hægt að ná í seinna. Það er langt fram eftir og færðin slæm.“ Húsfreyja fáraðist yfir að fötin hans væru í ólagi; hún yrði að senda með þau seinna, þegar hún væri búin að gera við þau. „Það eru áreiðanelga nógar bætur til heima, og einhver ráð verða með að sletta þeim á spjarirnar," sagði Þóra og hjálpaði henni til að troða fötunum ofan í poka. Svo kvöddu þau og riðu af stað. En allt heimilisfólkið á Hvoli stóð úti á hlaðinu og horfði á eft,ir þeim. „Þeir eru fallegir, hestarnir hennar,“ sagði bóndinn. „Hún er lagleg stúlka,“ sagði konan. „Ég er viss um, að hún er geðvargur,“ sagði elzta systirin. „Ég væri aldrei óhrædd um, að hún gæfi mér utan uudir, ef ég væri sem Siggi.“ „Við héldum að hún væri álfkonan úr Hvolnum,“ sögðu litlu systkinin, sem voru að leika sér úti, þegar Þóra kom. Konan horfði á eftir þeim, þangað til þau hurfu fyrir leiti. Þau riðu þegjandi lengi, hún á undan, því Mósi var hraðstíg- ari. Hann á eftir, en reyndi þó hvað eftir annað að komast fram með hlið hennar; en Mósi tók viðbragð, þegar hann heyrði hinn hestinn nálgast. Sigurður varð því að láta sér nægja eftirreiðina. Hann gat líka vel trúað því, að þessari nýju húsmóður hans kæmi bezt að hafa forystuna. Það var nægur tími til að virða fyrir sér hnakkasvipinn. Hún sat vel hestinn, var þrekvaxin með tvær þykkar, svartar hár- fléttur ofan fyrir mitti. Hann byrjaði samtalið: „Hann ber sig vel, sá mósótti. Er hann ekki prýðilega viljugur?“ „Ó-jú; hann er það.“ „Hvað er hann gamall?“ „Sjö vetra." Svo kom aftur þögn. Vegurinn var slæmur á löngum kafla. Þegar hann var búinn, spurði Sigurður: „Er ekki fönn á túnunum hjá ykkur þarna frammi í dal- botninum?” Hún sneri sér til hálfs og leit á hann. „Fönn á túnunum. Hvernig dettur þér annað eins í hug? Það er farið að vinna á sums staðar.“

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.