Lögberg - 02.07.1953, Side 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 2. JÚLI, 1953
5
•^T-N) ÁHtieAMÁL
WJ cvcnna
Ritst]ón: INGIBJÖRG JÓNSSON
Fagurt rit um íslenzkar mæður
Eftir prófessor RICHARD BECK
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
Nýlega barst mér í hendur að
gjöf frá kærum og mikilsmetn-
um vini heima á ættjörðinni ein-
hver hugþekkasta bók, sem mér
hefir nokkuru sinni þaðan bor-
izt, og er þá mikið sagt, en það
er ritgerðasafnið Móðir mín, sem
út kom á vegum Bókfellsútgáf-
unnar í Reykjavík haustið 1950,
en Pétur Ólafsson sá um útgáf-
una. Hefir bók þessi einnig, eins
og vænta mátti, fallið í mjög
frjóan jarðveg hjá íslenzkum
lesendum, og er þegar komin á
prent önnur útgáfa hennar. Til-
gangi þessarar heillandi og gagn-
merku bókar, og viðhorfi höf-
unda ritgerðanna, sem hún hefir
að geyma, er ágætlega lýst í
þessum ummælum úr formáls-
orðum safnandans:
„Það út af fyrir sig, að rit-
gerðirnar yrðu nákvæmar gagn-
rýnandi persónulýsingar var al-
drei ætlun útgefenda. Ég held,
að það, sem fyrir útgefendum
hefir vakað, komi skírast í ljós í
ritgerðunum, sem hér birtast í
þessari bók; þar er tekið á við-
fangsefninu með ást og innileika
sonarins eða dótturinnar til móð-
urinnar, lýst gleði hennar og
harmi, lífsbaráttu hennar, trú og
umhverfi. Og með frásögninni
um umhverfið, sem barnið ólst
upp í undir umsjá móðurinnar,
er sögð sagan af þætti íslenzkra
mæðra genginnar kynslóðar í
sköpun þess þjóðlífs, sem við nú
búum við. Það þarf ekki að lesa
margar ritgerðirnar, til þess að
komast að raun um hvaða eðlis-
þættir hafa verið þar ríkastir.“
En hér rita eftirfarandi menn
og konur móðurminningar: —
Sveinn Björnsson, forseti: Elísa-
bet Sveinsdóttir; Arndís Björns-
dóttir, leikkona: Henriette
Louise Svendsen; Ingólfur Gísla-
son, læknir: Þorbjörg Olgeirs-
dóttir; Eyjólfur Guðmundsson,
frá Hvoli: Guðrún Þorsteins-
dóttir; Einar Jónsson, mynd-
höggvari: Gróa Einarsdóttir;
Ólafur Thors, ráðherra: Margrét
Þorbjörg Jensen; Sigurður Þórð-
arson, frá Laugabóli: Halla Ey-
jólfsdóttir; Svava Þórhallsdótt-
ir: Valgerður Jónsdóttir; Egill
Thorarensen, kaupfélagsstjóri:
Jónína Egilsdóttir; Stefán Jóh.
Stefánsson, fyrrv. forsætisráð-
herra: ^Ólöf Árnadóttir; Magnús
Finnbogason, bóndi: Matthildur
Pálsdóttir; séra Friðrik Friðriks-
son: Guðrún Pálsdóttir; Guðrún
Indriðadóttir, leikkona: Marta
María Pétursdóttir; Ásgeir Ás-
geirsson, forseti: Jensína Björg
Matthíasdóttir; Kristleifur Þor-
steinsson, Kroppi: Ingibjörg
Jónsdóttir; Jóhann Hjaltason,
skólastjóri; Ingigerður Gróa
Þorkelsdóttir; séra Kristinn
Daníelsson: Jakobína Soffía
Magnúsdóttir; Jón Pálmason, al-
þingismaður: Ingibjörg Eggerts-
dóttir; Guðmundur Einarsson,
frá Miðdal: Valgerður Jónsdóttir;
ísleif Isleifsdóttir: Sigríður Árna
dóttir; Kristinn Guðlaugsson,
bóndi: Guðný Jónasdóttir; Þor-
steinn Jónsson, rithöfundur:
Steinunn Guðrún Þorsteinsdótt-
ir; Lárus Sigurbjörnsson, rithöf-
undur: Guðrún Lárusdóttir;
Kristniann Guðmundsson, rit-
höfundur: Ástrún Friðriksdóttir;
séra Bjarni Jónsson: ólöf Haf-
liðadóttir; og Bja'rni Ásgeirsson,
fyrrv. ráðherra: Ragnheiður
Helgadóttir.
Með þakklátum huga hafa
allir höfundarnir, sem hér eiga
hlut að máli, færst í fang það
hlutverk að minnast móður
sinnar á þessum vettvangi, en
þeim hefir einnig öllum verið
það fyllilega ljóst, hver vandi
þeim var á höndum. Og þó að
ritgerðir þessar séu að vonum
sér um svip hvað rithátt snertir,
enda eykur það á fjölbreytni
bókarinnar, og þó að þær séu
að sama skapi nokkuð mismun-
andi að ítarleik og efnismeðferð,
þá má hiklaust segja, að öllum
hafi höfundunum farist móður-
lýsingin vel úr hendi, og mörg-
um þeirra með snilldarbrag.
Flestir eru höfundarnir einnig
löngu þjóðkunnir menn og kon-
ur á ýmsum sviðum íslenzks
þjóðlífs og menningar heima-
þjóðarinnar, og meðal þeirra
sumir kunnustu rithöfundar
hennar og listamenn.
Vel og réttilega minnir Krist-
inn Guðlaugsson, bóndi á Núpi í
Dýrafirði, á djúpstæð og heilla-
rík áhrif íslenzkra mæðra og
grundvallandi hlutdeild þeirra í
framsókn og menningarþroska
þjóðarinnar, er honum farast
þannig orð í byrjun minningar-
greinarinnar um móður sína:
„Það hefir jafnan verið ham-
ingja íslands, að það hefir átt
góða brautryðjendur og leiðtoga,
sem fjöldinn hefir haft þroska
til að viðurkenna og fylkja sér
um. Þessir brautryðjendur hafa,
mitt í örðugleikum þeim, er ó-
hagstætt stjórnarfar og óblíða
náttúrunnar hafa skapað, verið
hugkvæmir og víðsýnir. Þeir
hafa sýnt fórnfýsi og festu í
störfum, verið bjartsýnir og
treyst sigri þess málstaðar, er
þeir töldu réttan, hvort heldur
var til orða eða -verka. Það er ár-
angurinn af starfi þessara
manna, að þjóðin hefir losnað úr
utanaðkomahdi stjórnarfarsleg-
um viðjum, hafið framsókn anda
og efnis og hlotið aðstöðu til
manndómsríkrar framtíðar. —
Margir brautryðjendanna hafa
ekki notið skólalærdóms. Sinn
frumkjarna hafa þeir hlotið
heima í föðurgarði og þá fyrst og
fremst frá móðurinni, sem var
þeirra vörður og vernd, lagði
grundvöllinn að starfslöngun
þeirra og heiðarleik, innrætti
þeim sigurmátt hins rétta og
góða og veitti þeim þá fræðslu,
er föng voru til. Þeir, sem skóla-
lærdóms nutu, munu óg allflestir
viðurkenna, að fyrstu og varan-
legustu vakninguna hafi þeir
hlotið heima í þröngu sveitabýl-
unum, við móðurknén. Það mun
margur fús að taka undir orð
skáldsins Matthíasar í kvæðinu
„Móðir mín“:
„Enginn kenndi mér eins og þú
hið eilífa og stóra, kraft og trú,
né gaf mér svo guðlegar myndir.“
Ég hygg, að mörgum sé það
ekki ljóst, og eigi heldur nútíðar
konum, hvílíkt þjóðheillastarf
mæðurnar unnu á heimilunum,
í kyrrð og yfirlætisleysi, á þeim
árum, þegar fræðsla barnanna
og allt uppeldi var því nær ein-
göngu á þeirra vegum og mest
valt á iðjusemi, reglusemi og
sparsemi í hvívetna. Verkefni
þeirra var að ala upp og leggja
til nýta borgara og skapa góð
heimili, sem voru bæði uppistaða
og ívaf þjóðfélagsins:
„Mitt andans skrúð var skorið
af þér,
sú skyrtan bezt hefur dugað
mér,“
segir skáldið í áðurnefndu
kvæði.“ —
Daglegu lífi, stríði og striti,
margrar íslenzkrar móðurinnar,
er hins vegar lýst með innsæi og
ritfimi hins snjalla og æfða rit-
höfundar í grein Kristmanns
Guðmundssonar um Ástrúnu
Friðriksdóttur ömmu hans, er
gekk honum í móðurstað.
„Segja má, að hér sé sögð saga
íslenzku heimilanna á ofanverðri
nítjándu öld og öndverðri tuttug-
ustu öld,“ segir safnandi ritgerð-
anna í formála sinum, og er það
í engu orðum aukið. Þétta safn
mæðraminninga er um margt
merkilegur skerfur til íslenzkrar
menningarsögu á umræddu tíma
bili, jafnframt því, sem þar er
lýst minnisstæðum mannkosta-
konum, er margar hverjar voru
einnig sannkallaðir kvenskör-
ungar. Þá er ennfremur mikinn
mannfræðilegan og ættfræði-
legan fróðleik að finna í þessum
ritgerðum, og eiga þær ekki sízt
fyrir það erindi til íslendinga
vestan hafs, því margir þeirra
eiga vafalaust ættingja, og sumir
nákomna í hópi þeirra mæðra
íslenzkra, sem hér er minnst af
ríkum þakkar- og ræktarhug
sona og dætra.
Má sem dæmi þeirra ættar-
tengsla nefna Þorbjörgu Ol-
geirsdóttur (móður Ingólfs lækn-
is Gíslasonar og þeirra systkina)
og þær frænkur Mörtu Maríu
Pétursdóttur (systur frú Láru
Bjarnason) og Guðrúnu Lárus-
dóttur, að nokkrar séu nefndar.
Mjög er, eins og vera ber,
vandað til frágangs þessarar
bókar, og hún er prýdd góðum
myndum mæðranna, sonanna og
dætranna, er þar koma við sögu,
nema hvað eigi tókst að ná í
myndir tveggja mæðranna. En
óþarft er að fjölyrða um það,
hve myndir auka á mannfræði-
legt gildi bókar af þessu tagi, og
þá sérstaklega fyrir framtíðina.
Jafnframt því, sem ég vil
þakka útgefendum og höfundum
ágæta bók, fæ ég eigi lokið þess-
ari fátæklegu umsögn minni um
hana betur en með þessum fögru
niðurlagsorðum Ásgeirs Ásgeirs-
sonar, forseta íslands, í ritgerð
hans um móður hans, Jensínu
Björgu Matthíasdóttur:
„Sá postuli, sem skrifaði lof-
gerðina til kærleikans, hefir átt
góða móður. „Kærleikurinn er
langlyndur, hann er góðviljaður,
— hann breiðir yfir allt, trúir
öllu, vonar allt, umber allt. Kær-
leikurinn fellur aldrei úr gildi.“
í móðurástinni birtist kærleikur-
inn í sinni fyllingu. Ef ég ætti
mér ósk, þá myndi ég kjósa, að
verða aftur barn við hlið móður
tninnar og verja þeirri óska-
stund á æskuslóðunum uppi við
.Straumfjörð. Þar mundum við
reika um fjörur og móa við
fuglaklið og ævintýrin hennar
góðu, og staðnæmast að lokum
uppi á Höllubjarginu, þar sem
fegurðin er mest og víðsýnið, í
blæjalogni undir sólarlag. Þar
stendur mamma mér fyrir hug-
skotssjónum í mynd Fjall-
konunnar.“
—Sameiningin
Lítill drengur horfði á síma-
viðgerðarmann klifra upp í síma
staur til þess að gera við eitt-
hvað sem úr lagi hafði farið.
Virtist eitthvað meira en Íítið
hafa farið úr lagi, því aumingja
viðgerðarmaðurinn gat alls ekki
náð sambandi. Drengurinn hlust
aði dágóða stund, flýtti sér síðan
heim til sín og kallaðí:
— Mamma, mamma, komdu
fljótt út. Það er maður sem er
búinn að klifra upp símastaur-
inn og er að reyna að ná síma-
sambandi við himininn!
— Hvers vegna heldurðu það,
drengur minn? spurði móðirin.
— Vegna þess, svarafji dreng-
urinn, — að hann hrópaði si-
fellu: „Halló, halló! Góður Guð,
hvað er eiginlega að, hvers
vegna heyrir enginn til mín
þarna uppi? >
☆
. .* . það er aðeíns eitt til í
heiminum sem er verra heldur
en að vera umtalaður, og það er
að vera — ekki umtalaður . . .
. . . hjónaband er málefni, sem
allar konur eru sammála um, en
allir menn ósammála um ...
Framhald af bls. 3
smiðjan fullgerð kosta 76 milj-
ónir króna, og þar af er um
helmipgur erlendur kostnaður.
Vonir standa til að> Alþjóða-
bankinn veiti lán til þessa, en
bregðist þær vonir mun ríkis-
stjórnin leita annarra leiða. Al-
þingi hefir fram að þessu veitt
4,2 miljói|ir króna til undirbún-
ings, og hefir því fé aðallega
verið varið til þess að ganga frá
hafnargarði og bryggju og til
byggingar sandgeymsluþróa.
☆
Fiskafli landsmanna í apríl-
mánuði varð rösklega 64.000 lest-
ir, eða um 4000 lestum meiri en
í sama mánuði í fyrra. Fyrstu
fjóra mánuði ársins varð heildar-
fiskaflinn rösklega 144.000 lestir
eða 3000 lestum meiri en á sama
tíma í fyrra. Hagnýting þessa
afla var í aðalatriðum á þessa
leið: til frystingar 48.000 lestir,
til herzlu nær 47.000 lestir og til
söltunar næstum 48.000 lestir.
☆
Hið nýja kaupskip Sambands
íslenzkra samvinnufélaga, Dísar-
fell, sem smíðað var í Hollandi,
kemur til heimahafnar sinnar,
Þorlákshafnar, í kvöld.
☆
Uppeldismálaþing Sambands
íslenzkra barnakennara, sem
haldið var í Reykjavík í vikunni,
sem leið, og ræddi þjóðernis-
málin og skólana, samþykkti
ályktun, þar sem segir m. a. á
þessa leið: Uppeldismálaþingið
er einhuga um þá skoðun, að því
aðeins varðveiti íslendingar
þjóðerni sitt og sjálfstæði að þeir
leggi af alhug rækt við menn-
ingu sína. Með þeim hætti ein-
um öðlist þjóðin styrk til að
standa gegn þeim áhrifum er-
lendum, sem ógna íslenzkri
menningu: Óvönduðum þýðing-
um, lélegum og siðspillandi
kvikmyndum, ómerkilegu út-
varpsefni frá erlendum útvarps-
stöðvum bæði í landinu sjálfu
og utan þessr Sú ógnun, er í slík-
um áhrifum felst er orðih stórum
hættulegri vegna sambýlis við
erlent herlið í landinu. Þingið
leggur því áherzlu á, að stjórnar-
völd lándsins og öll þjóðleg
menningarsamtök leggist á eitt
um að sporna af fremsta megni
við umgengni íslenzkrar æsku
við hið erlenda herlið, en hins
vegar er þjóðinni nauðsynlegt að
njóta hollra menningaráhrifa frá
öðrum þjóðum, enda hefir ís-
lenzk menning frjógvast við slík
áhrif á liðnum öldum.
_A_
Prestastefna íslands var sett
á föstudaginn og hófst með guðs-
þjónustu í dómkirkjunni í
Reykjavík. Fundir voru haldnir
í.háskólanum. Biskup flutti ýtar-
lega skýrslu um störf og hag
kirkjunnar á liðnu synodusári.
Látist hafi á árinu einn úr hópi
þjónandi presta og einn fyrrver-
andi prestur, en vígðir voru á
árinu 9 guðfræðingar og hinn
tíundi í upphafi prestastefnunn-
ar. Lögákveðin tala þjóðkirkju-
presta landsins er 116, þjónandi
prestar eru 108, en átta presta-
köllum er þjónað af nágranna-
prestum. Guðþjónustur voru á
árinu 4380. Aðalmálin, sem rædd
voru á prestastefnunni eru
kirkjubyggingarmálin og prests-
setrin og framtíð þeirra. í gær-
kveldi voru prestarnir gestir
biskupshjónanna. Prestastefn-
unni lauk í dag með guðsþjón-
ustu í Bessastaðakirkju. Forseti
íslands ávarpaði synodus.
☆
Á s.l. ári var haldinn fundur
lækna og presta til þess að ræða
og undirbúa nána samvinnu
þessara tveggja stétta. Kjörin
var undirbúningsnefnd, og eru
nú komnir til Reykjavíkur á
vegum hennar tveir forustu-
menn danska félagsins Præsters
og lægers samvirke, dr. med.
Jörgen Madsen og séra Villy
Baunbæk. Tilgangurinn með
þessum samtökum er sá, að
prestar og læknar hafi samráð
um andlega hjúkrun sjúklinga.
Félag verður stofnað hér í þess-
um tilgangi og stofnfundur hald-
inn í kvöld og annað kvöld. —
Dönsku gestirnir skýra þar frá
reynslu sinni og starfsbræðra
sinna á Norðurlöndum af sam-
starfi þessu.
☆
Þjóðbankafundur Norður-
landa var haldinn í Reykjavík í
vikunni, sem leið, og sátu hann
20 bankastjórar og skrifstofu-
stjórar frá Norðurlöndunum öll-
um og auk þess fulltrúi frá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum í Wash-
ington. Eins og venja er til á
fundum þessum var af hálfu
hvers þjóðbanka flutt skýrsla
um fjárhagsþróunina í hverju
landi frá því að síðasti fundur
var haldinn og ennfremur rædd
ýmis önnur mál, sem sérstaka
þýðingu hafa fyrir seðlabank-
ana.
☆
Mót norrænna lögfræðinga og
kandidata var haldið í Reykja-
vík í vikunni og sóttu það milli
50 og 60 manps. Lögfræðingar
frá hverju landi fluttu erindi á
mótinu, þeir prófessorarnir
Henry Ussing, Danmörku, Meri-
koska, Finnlandi, Knut Robbert-
stad, Noregi, Nils Beckman
hæstaréttardómari, S v í þ j ó ð,
Ólafur Lárusson prófessor og
Hans G. Andersen deildarstjóri.
Ýmis fleiri norræn mót verða
haldin hér á landi í sumar og
verður þeirra fjölmennast mót
bipdindismanna.
☆
Vestur-slendingar þeir, sem
hingað komu í kynnisför 11. júní,
nær 40 saman, voru á sunnudag-
inn var á Þingvöllum í boði
Þjóðræknisfélags íslands, ásamt
mörgum öðrum gestum. Biskup
landsins prédikaði í Þingvalla-
kirkju, þar eð veður var þannig,
að ekki gat orðið úr guðsþjón-
ustu í Hvannagjá. Veizla var um
kvöldið í Valhöll og var forseti
íslands í hópi gesta og ávarpaði
Vestur-íslendingana. Hann ósk-
aði þess, að dagurinn riiætti
verða þeim hugljúf og ógleyman
leg minning. Margar ræður voru
haldnar og áherzla lögð á það,
að æskilegt væri að auka kynni
Vestur-íslendinga og heimaþjóð-
arinnar, m. a. með hópferðum
sem þessum og ennfremur með
skiptum, þannig t. d. að ungl-
ingar frá íslandi dveldust nokkr-
ar vikur eða mánuði vestra en
aðrir kæmu þaðan til dvalar hér
í staðinn. Unga fólkið fengi
þannig að kynnast af eigin raun
lífskjörum beggja vegna hafsins.
Á mánudaginn fóru Vestur-ís-
lendingarnir að Bessastöðum í
boði forsetahjónanna. Frú Rósa
Benediktsson, dóttir Stephans G.
Stephanssonar, fór norður í
Skagafjörð með forsætisráð-
herrahjónunum nú í vikunni, en
þar er hún gestur héraðsins, og
verður væntanlega viðstödd, er
afhjúpað verður síðar í sumar
minnismerki, sem Skagfirðing-
ar reisa föður hennar.
☆
Um næstu helgi er haldið mót
kirkjukórasambands Svíþjóðar
í Gautaborg og hefir fulltrúum
frá hinum Norðurlöndunum ver-
ið boðið. Héðan fór dr. Pá(l ísólfs
son. Hann mun leika á orgel í
útvarp bæði í Gautaborg og í
Kaupmannahöfn og leikur verk
eftir Hallgrí Helgason, Jón Leifs
og sjálfan sig.
Framhald á bls. 8
|7 Okkar a <SMilli Sagt
Eftir GUÐNÝJU GÖMLU
í Canada er sumarið fagurt og vingjarnlegt. Þegar sólarylurinn
þíðir klakan og leysir vatnið úr viðjum frostsins; feykir hún
sömuleiðis burtu ómannblendni og fjötrum fólks-
inns. Þeir, sem ávalt eru í flýti að vetrinum og
heilsa aðeins stuttri kveðju, nema nú staðar þegar
þeir mæta kunningjum á strætirm, og eru reiðu-
búnir fyrir vingjarnlegar samræður undir sumar-
himninum. Við notum af megni tækifærin þessa árstíð til að kynn-
ast nágrönnum okkar betur, — einnig gefa þeim tækifæri að
kynnast okkur sjálfum betur.
í þessu landi hinnar breytilegu Veðráttu (hver sá, er nefndi
þetta hið tempraða belti, hefur ekki dvalið hér) getur matreiðsla
oft verið erfið að sumrinu. Áður en við fengum GURNEY vélina
okkar, var aðalhugsun mín við áætlun að tilreiða máltíð, „hvernig
get ég komist hjá að nota ofninn?“ En nú, þakka skal gerullar ein-
angrunni í GURNEY vélinni okkar, eru áhyggjurnar búnar, og
eldhúsið er ekki lengur heitasta herbergið í húsinu. Hiti ofnsins
er þar, sem vera ber, — einungis inni i GURNEY.
Sumarið og ferðalög fylgjast að. Ef þér hyggið á ferðalög, fylg-
ið ráðum mínum og berið peninga yðar í ferðamanna ávísunum.
IMPERIAL BANKASTJÓRI okkar gaf okkur þessa bendingu fyrir
nokkru síðan, og höfum vér notfært okkur ráðlegginguna í öllum
ferðalögum okkar síðan. Aðeins kaupandi ávísaninnar, getur leyst
hana út, þér þurfið aldrei að óttast tap eða þjófnað. Þegar þér
ferðist hér í Canada notið Ferðamanna Ávísanir IMPERIAL
BANKANS. Ef þér ferðist utan lands, getur IMPERIAL BANK-
INN útvegað yður ferðamanna ávísanir, sem þér getið innleyst
hvar, sem þér ferðist. Þetta er vissulega ..Bankinn er þróaðist fyrir
hina greiðu og vinsælu viðskiftastefnu.
Sumarhitinn sverfur þunglega að börnunum — er hörundið
þá viðkvæmara en endranær. Látið þau njóta þeirra þæginda, er
CURITY rýjurnar veita; þær draga í sig óhreinindi, eru auðþvegnar
og þorna fljótar en hinar gömlu tegundir. CURITY rýjur eru ný
uppiinning, og mér þykir vænt um að eiga þess kost, að senda
yður sýnishorn, ef þér sendið oss nafn yðar og heimilisfang ásamt
25 centum (í peningum eða frímerkjum) áritað til CURITY, 73
Adelaide St. West, Room 342, Toronto.
Þér megð til með að heyra þetta — Ég hefi uppgötvbað eitt af
þeim góðu brauðum ,eins og brauðin í ,vheimalandinu,“ bökuð af
DEMPSTER’S. Ef þér eins og ég hafið komist að raun um að
mörg brauð, sem eru til sölu hér eru framur bragðlítil. Því verið
viss um að biðja um DEMPSTER’S í búðinni yðar. Mér hefur verið
skýrt að DEMPSTER’S bakarar samanstandi af
„Sameinuðum þjóðum,“ sem er ástæðan, að ég
hygg, fyrir hinni miklu fjölbreytni í brauðtegund-
um, sem þeir baka — einnig og „heimabragðinu“
af brauðunum er ég kaupi. Já, vel á minost, ef þér
hyggið á skemmtiferð út í sveit bráðlega, verið viss að fá brauð,
sem er sneitt — það sparara mikinn tíma. Hafið ágæsta skemtun!