Lögberg


Lögberg - 23.07.1953, Qupperneq 2

Lögberg - 23.07.1953, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 23. JÚLÍ, 1953 PER JACOB FISCHER: Álbert Schweitzer Einn af velgerðarmönnum mannkynsins Ófullkomni, heimasmíðaði ára báturinn skríður hægt upp eftir Ogowe-ánni. Ferðalaginu er haldið áfram dag eftir dag, lengra og lengra inn í afríkanska Ifrumskóginn, burtu frá menn- ingunni. Frumskógurinn á bökk-* iim fljótsins mikla verður sí- fellt þéttvaxnari og stórkost- legri; runnar og tré slúta langt fram yfir bakkana. Öðru hverju heyrist gífurleg- ur hávaði í apaflokkum langt innan úr ófærum myrkviðnum. — merki um að erkióvinur þeirra, hlébarðinn, sé ekki langt undan. Á sandrifunum við fljóts- bakkann liggja krókódílar hóp- um saman. Þeir eru svo latir og saddir, að þeir nenna ekki að skríða niður í vatnið, þegar bát- urinn nálgast þá. Svertingjarnir, sem róa bátnum, skipta sér heldur ekkert af þeim, en beygja lotningarfullir langt af leið, er þeir nálgast hóp af flóðhestum, sem velta ólögulegum skrokkum sínum upp úr leirgulu vatninu. Flóðhestarnir gætu nefnilega haft það til að velta bátnum, ef þeim rynni í skap, og þá mundu mannkrílin varla kemba hær- urnar. í bátnum situr hvítur maður og hvít kona. Maðurinn stríkur annað veifið strítt hárið burt frá enninu. Hann er fölur og tekinn af eftirvæntingu, og um ungu konuna hans er eins ástatt. Þetta eru fyrstu kynni þeirra af frum- skóginum. Þau eru meira að segja ekki ennþá orðin vön ó- stöðuga negrabátnum. Maðurinn með stríða hárlubb- ann er að hefja fyrsta þáttinn í hinu mikla ævintýri lífs síns. En samt er hann ekki ævintýra- maður. Hann er prófessor í guð- fræði. Hann er doktor í heim- spekti og læknisfræði. Þar að auki er hann einn af frægustu orgelsnillingum Evrópu, enn af fyrstu sérfræðingum heimsins í hinni dýrlegu tónlist Jóhanns Sebastian Bach. Hann varð 38 ára nokkrum mánuðum áður en hann lagði af stað til Afríku. Hann heitir Albert Schweitzer, og hann er einn af merkilegustu mönnum samtíðar okkar. Unga konan við hlið hans er eiginkona hans og hefir lokið hjúkrunar- kvennámi, til þess að geta hjálp- að manni sínum í ævistarfi því, sem hann hefir einsett sér að inna af hendi lengst inni í myrk- viðum Afríku. En áður en við höldum áfram ferðinni upp ána til heimkynna apanna, híébarðanna, krókódíl- anna og mannætanna, verðum við að kynnast nokkru nánar þessum einkennilega manni; við verðum að vita hver hann er og hvaðan hann er. Albert Schweitzer fæddist í þennan heim fyrir sjötíu og fimm árum. Faðir hans var prest- ur í Elsass. Æskuár hans voru björt og fögur, og skólanámið var honum leikur einn. Þegar hann var tuttugu og níu ára gamall, var hann orðinn doktor í heimspeki, prófessor í guðfræði og frægur orgelleikari. Hann var einn hinna sjaldgæfu, ljúflyndu manna, sem brosa af einlægni og heilum huga við meðbræðrum sínum — og að launum sneri h'fið björtustu hliðum sínum að honum. Allir spáðu hinum snjalla, unga vísindamanni og hljómlist- armanni glæsilegri framtíð, og fjölskylda hans og ætt var ákaf- lega stolt af honum. Spádómarn- ir áttu fyrir sér að rætast, þótt það yrði á allt annan hátt en búizt hafði verið við. Dag einn leit S^hweitzer af tilviljun í trúboðsblað, og hann las, einnig af tilviljun, eina af greinunum í blaðinu. Það var átakanleg lýsing á hinni óútmál- anlegu neyð og eymd íbúanna í héraðinu Gabun í vestanverðri Mið-Afríku eftir framkvæmda- stjóra Franska trúboðsfélagsins, Afred Boegner. Greinin endaði á heitri bón til hvers einasta manns, sem fyndi köllun hjá sér, til að ganga í þjónustu trúboðs- félagsins og aðstoða við að draga úr neyðinni í þessu ömurlegasta héraði í heimshluta hinna svörtu manna. Albert Schweitzer fann hjá sér köllun. Hann ákvað, fjölskyldu sinni og vinum til takmarka- lausra vonbrigða, að fórna lífi sínu til að hjálpa negrunum í óheilnæmasta og hættulegasta hitasóttarhéraðinu í allri Afríku. En hvað megnaði lærður heim spekingur og prófessor í guð- fræði, orgelsnillingur og aðdá- andi Bachs gegn þeim þúsundum sjúkdóma, sem leyndust í frum- skógum Afríku? Engin ósköp, hugsaði Albert Schweitzer, og svo settist hann aftur á skóla- bekkinn. Nú varð hann að nema læknisfræði, og verða eins dug- legur læknir og hann hafði áður verið snjall guðfræðingur og orgelleikari. Schweitzer bjó sig undir hið nýja viðfangsefni sitt með óbugandi dugnaði í átta ár, og árið 1913 var hann loksins til þess búinn að fara til Afríku sem skurðlæknir og sérfræðingur í hitabeltissj úkdómum. Og nú getum við aftur haldið áfram ferðinni, sem við hurfum frá, upp hina löngu Ogowe-á. Loks koma Albert Schweitzer og kona hans til Lambarene. Það er nafnið á frönsku, kaþólsku trúboðsstöðinni, þar sem Schweit zer á að byrja læknisstarf sitt. Það eru fáein lítil hús í rjóðrj í skóginum. Sífellt verður að vinna að skógarhöggi kringum stöðina, svo að frumskógurinn gleypi hana ekki í sig. Frum- skógasíminn hefir þegar útbreitt fréttina um komu hins mikla hvíta læknis og galdramanns. Leynileg merki, slegin á eld- gamlar trumbur, hafa borið frétt- ina kynflokk frá kynflokki. Þeg- ar Schweitzer loksins kemur til stöðvarinnar, er hún orðinn yfir full af veikum negrum úr frum- skóginum. En sjúklingarnir verða að bíða þangað til lítill fljótabátur kem- ur með farangurinn, sextíu og níu kassa með lyfjum, sárabind- um og læknisáhöldum, auk stórrar, kynlega smíðaðrar kistu, sem hvíta lækninum er mjög annt um. Þeir skíra hann strax Oganga — hvíta galdramanninn. Þegar tekið hefir verið upp úr öllum kössunum í húsi læknis- ins, er stóra, leyndardómsfulla kistan borin gætilega upp á ver- öndina. Læknirinn skrúfar kist- una í sundur, og hina innfæddu rekur í rogastanz, er þeir sjá koma út úr henni stóran, svartan kassa, með röð af svörtum og hvítum tönnum að framanverðu. Oganga, hvíti galdramaðurinn, sezt fyrir framan kassann, og hendur hans þjóta fram og aftur yfir löngu tannaraðirnar. Orgelsnillingurinn frá Elsass laðar fram hina dýrlegu tónlist Bachs í litlu rjóðri í óendanleg- um frumskóginum. Hann leikur betur en nokkru sinni fyrr. Hann tjáir í tónum gleði sína og þakk- læti fyrir að hann getur nú loksins hafið kærleiksverk það, sem hann hefir dreymt um í átta, löng ár. Bachleikarinn snjalli, sem hefir hrifið þúsundir manna í stærstu helgidómum Frakklands og Þýzkalands, leik- ur á lítilli verönd í frumskógin- um, leikur sónötur, kóröl, fúgur. En hann hefir ekki lengi næði til að leika. Negrarnir standa í fyrstu orðlausir af undrun yfir hinum furðulegu hljóðum, sem flæða út úr stóra galdrakassan- um hans Oganga. Þeir hafa al- drei fyrr séð orgelleikara, og þeim finnst allt þetta svo hlægi- legt, að þeir reka brátt upp gjall- andi hlátur. Þeir slá á maga sér og læri, þeir hoppa og dansa af ánægju, og þeir hlæja svo að þeim liggur við köfnun. Þeir hafa aldrei á ævinni séð neitt álíka skemmtilegt og þetta. Þeir hlæja og hlæja svo að tárin streyma niður svarta, gljáandi vanga þeirra. Þannig voru fyrstu tónleikar Alberts Schweitzer í Lambarene. En hann var ekki aðeins kom- inn til að skemmta, hann var fyrst og fremst kominn til að hjálpa. Og í því augnamiði hóf hann hið mikla starf sitt sem læknir í frumskóginum. Hann vinnur í fyrstu undir berum himni, rannsakar, sker upp og bindur um sár í skugga af stóru tré. 1 litlu trúboðsstöðinni er engin sjúkrastofa, nema þá helzt hænsnahúsið. Nú, þá hænsnahúsið ef ekki vill annað til, segir hinn lærði prófessor og snjalli skurðlæknir. Síðan slær hann upp með eigin hendi nokkr- um hillum og skurðarborði í hænsnahúsinu, og kalkar það að innan, svo að það verði sem snyrtilegast og þrifalegast. Orðrómurinn um snilli hvíta galdralæknisins breiðist út um frumskóginn eins og eldur í sinu. Fólk kemur að úr öllum áttum með sjúklinga og slasaða menn. Sumir hafa komið allt að fimmtíu enskra mílna vegalengd. Þeir hafa farið um fílagötur, yfir fjöll og ár. Og Oganga hinn hvíti tekur á móti þeim í litla hænsna- húsinu sínu, gerir að kaunum þeirra og kemur hinum sjúku til heilsu jafnt og þétt. Þetta var það, sem hann hafði dreymt um heima í Strassborg — að fá tæki- færi til að hjálpa vesalingum, sem ekki gátu snúið sér til neins annars. Negri einn, sem verið hafði matreiðslumaður í bæ niðri við ströndina og gat talað dálítið í frönsku, varð fyrsti hjúkrunar- maður Alberts Schweitzer. Hann var góður og samvizkusamur samstarfsmaður — hann hét Jósef — en vegna þess, að hann hafði áður verið matreiðslumað- ur, notaði hann hin furðulegustu nöfn um hina ýmsu hluta manns- líkamans. Stundumí kom það fyrir, er Jósef gaf húsbónda sín- um skýrslu, að hann sagði, að konunni væri „illt í kótelettu- partinum" eða þá að maðurinn kvartaði undan „þjáningum í -innri lundunum.“ Einn verulegur ágalli var á Jósef, og hann var sá, að hann var ókvæntur, og olli það all- miklum örðugleikum á milli. Doktor Schweitzer gaf honum sparigrís, svo að hann gæti safnað sér fyrir konu, en Jósef komst brátt upp á lag með það, eins og títt er um börn, að ná aurunUm út úr grísnum aftur. Og í hvert sinn, sem hann var sendur niður til strandarinnar, til að sækja nýjar lyfjasending- ar, tók hann með sér. sparipen- ingana sína og keypti sér hina ótrúlegustu hluti. Vegna þessa eignaðist hann aldrei svo mikla peninga, að hann gæti keypt sér konu. Yfirmaður Jósefs gerði stór- fenglegar áætlanir við vinnu sína í hænsnahúsinu. Enda þótt vinnutími hans væri svo að segja nótt sem nýtan dag, var áhugi hans og starfsvilji nógur til þess að hann gerði áætlun um stóra sjúkrahúsbyggingu, enda leið ekki á löngu unz reist hafði verið í Lambarene sjúkraskýli úr bárujárni, sem nægði fyrir fimm- tíu sjúklinga. Galdramanninum Oganga tókst í raun og veru að leika galdralistir þarna í frum- skóginum. En svo brauzt út fyrri heims- styrjöldin. Doktor Scweitzer var Þjóðverji, og einn góðan veður- dag kom franskur embættis- maður á vettvang og lýsti yfir því, að hann væri fangi og yrði því að flytjast í fangabúðir í Frakklandi. Hverjum manni virt ist það tilefnislaust og hreinasti fábjánaháttur að flytja hann burt sem stríðsfanga, þennan lækni, sem á hverjum degi bjarg- aði mannslífum langt inni í frum skógum Afríku. En skipun er skipun, hversu heimskuleg sem hún er. Rétt áður en doktor Schweitzer neyddist til að halda burtu og fela örlögunum sjúkrahúsjð, kom einn hinna innfæddu til hans og spurði, hvort það væri satt, að tíu menn hefðu verið drepnir í stríðinu mikla í Evrópu. Jú, það var satt, svaraði Schweitzer. „Þá hlýtur að vera tími til kominn hjá þeim að semja frið!“ sagði sonur mannætunnar, sem í sælli fáfræði sinni hafði ekki hug- mynd um þær blóðsúthellingar, sem samfara eru ófriði milli menningarlandanna. Síðan voru Schweitzer og kona hans send til Evrópu sem stríðs- fangar. Það skal sagt Frökkum til afsökunar, að þeir fóru mjög vel með þau. Loks þegar sex ár voru liðin, gat Schweitzer snúið aftur til Lambarene, en þá varð hann að skilja konu sína eftir í Evrópu. Hið hættulega loftslag í Afríku hafði svipt hana heilsunni, og ef hún hefði snúið aftur til hita- beltisins, hefði það verið sama og ganga út í opinn dauðann. Og nú varð Schweitzer að hefj- ast handa á nýjanleik. Frum- Framhald á bls. 7 STDQVIfl SKATTþRÆLKIININA Þegar stjórnin heimtir af oss skatta, er þess að vænta, að slíku fé sé hyggilega varið almenningi í hag. Þetta er meira en algeng venja, heldur er hér um fullan trúnað að ræða, sem eigi má misbeita. Ár eftir ár hefir Liberalstjórnin í Ottawa innheimt hundruð miljóna af dollurum í sköttum umfram þarfir til reksturs þjóðarbúinu. Það hefir sannast í þingi að St. Laurentstjórnin hefir látið það viðgangast að miljónum dollara væri eytt á hjákátlegan hátt, svo sem til kaupa á 20 pörum af skóm handa hverjum canadískum hermanni — eba 22 miljónum dollara. Verzlunarráðherrann, Mr. Howe lét sér jafnvel orð þannig um munn fara í þingi: „Ef herinn vill fá forgylt píanó, þá látum við hann fá það.“ Þetta eru þó vorir peningar — þínir og mínir. Þegar Progressive Conservative stjórnarandstaðan hefir spurzt fyrir um það, hvað þeir gerðu við alt þetta almenningsfé, var þeim sagt að annast fyrst og fremst um það, sem viðkæmi þeim sjálfum. Einn Liberal ráðherrann komst svo að orði í þinginu: „Getum vér komið þessu fram, hver ætti þá að taka fram fyrir hendur vorar?“ Eins og ástatt var á síðasta þingi með hinn geisilega þingmeirihluta stjórnarinnar, stóð Progressive Conservative andstaðan ráðþrota uppimeð að koma í veg fyrir þessa gífurlegu sóun — aðeins kjósendur geta þetta sjálfir — með því að kjósa ábyrga sljórn. Er yður þetCa Ijóst? Algengur verkamaður með 2 börn greiddi árið sem leið $1340.00 í beina og óbeina Liberalstjórnarskatta. Á síðustu sjö árum hefir Liberalstjórnin innheimt eina biljón ogfjögur hundruð miljónir í sköttum umfram þarfir. Progressive Conservatives lækka jafnskjótt skatta og þeir taka við völdum í haust. Þessir skattar verða lækkaðir um $500 miljónir á ári, sem svarar $170 á fjölskyldu. Lótíð fóna frelsisins blakta við hún! i Greiðið PROGRESSIVE C0NSERVATIVE atkvœði Þann 10. ógúsf Published by authority of the National Progressive Conservative Association. Kjósendur Selkirk Kjördæmis GREIÐ ATKVÆÐI ÞANN 10. ÁGÚST MEÐ . , BA RYLUK, Mike X Published by authority of the Selkirk Progressive Conservative Association.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.