Lögberg - 23.07.1953, Side 4

Lögberg - 23.07.1953, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 23. JÚLÍ, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARQENT AVENUE. WINNIPEG. MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The 'Lögberg” is prlnted and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Ciass Mail, Post Office Department, Ottawa Þjóðeiningarflokknum eykst ört fyigi Frá strönd til strandar eykst Liberalflokknum, þjóð- einingarflokknum, fylgi jafnt og þétt, að því er blaða- fregnir herma og nær þetta jafnt til borga sem sveita- bygða; það er auðsætt af öllum eyktamörkum, að kjós- endur vilja sem minst eiga á hættu varðandi valdaforust- una; þeim er það ljóst hvað þeir búa við og munu ógjarna vilja breyta um til hins verra; og víst er um það, að fólkið, sem Manitobafylki byggir, lætur ekki ginna sig til að verða af þeim 24 miljónum dollara, sem Manitoba fær vegna skatt- samnings við Ottawa, hversu gullin, sem kosningaloforð stjórnarandstöðunnar kunna að vera. Eigum við framvegis að njóta forustu þess stjórnmála- flokksins, sem nýtur svo að segja jafns fylgis í öllum fylkj- unum, eða láta ginnast af íhaldinu eða klofningaflokkunum, svo sem Social Credit trúboðunum frá Alberta? Canada nýtur forustu mikilhæfs stjórnmálamanns, þar sem St. Laurent á í hlut, manns, sem eigi aðeins nýtur virðingar og trausts heima fyrir, heldur og vítt um heim þar sem opinber afskipti hans koma við sögu. Það er ekki einasta, að núverandi stjórn hafi aukið á einingu þjóðarinnar síðustu fjögur árin, heldur hefir Liberalflokkurinn frá upphafi vega sinna stefnt að þessu eina og sama markmiði. Núverandi stjórn hefir með gætni og viturlegri forsjá sinni, rýmkað svo um hið hagsmunalega andrúmsloft, að framleiðslan hefir stigið eitt risaskrefið öðru meira svo að ekki eru dæmi til annars slíks í þróunarsögu hinnar cana- dísku þjóðar. Núverandi stjórn hefir nótt sem nýtan dag vakað á verði gegn áróðri og undirferli kommúnista og bygt upp svo varnir sínar, að á betra verður ekki kosið. Núverandi stjórn hefir talið það skyldu sýna að grynna jafnt og þétt á þjóðskuldinni, og samtímis þessu hefir henni lánast að draga úr sköttum að mun. Eru líkur á að kjósendur verði tilleiðanlegir til að skipta á stjórn, sem þannig hefir reynst og pólitískum æfintýramönnum, sem líklegir eru til að verða eitt í dag og annað á morgun? Engu slíku ætti að þurfa að gera skóna. Það yrði ekki ófélegt að fá þing, samsett af fáeinum Social Credit trúboðum frá Alberta, ofurlítilli jafnaðar- mannafylkingu frá Saskatchewan, dálítilli viðbót íhalds- manna frá Ontario og strandfyíkjunum að viðbættum nokkrum grímuklæddum utanflokkalegátum frá Quebec. Hvernig ætti stjórn, sem upp úr slíkri samsuðu sprytti, að viðhalda því félagslega öryggi, sem þjóðin nú býr við, hvað þá heldur að auka á það þjóðarheildinni til hagsmuna? Þótt góður og frjór jarðvegur sé mikilvægur, er hitt þó meira um vert að sál fólksins, sem erjar jörðina, sé víðsýn og engum höftum háð, því það er hún, sem á að erfa landið og gera garð þess frægan í aldir fram. Tígulsteinamusterið, sem hér er í sköpun á að verða bústaður samstiltrar þjóðsálar, er verða megi alþjóð manna til fyrirmyndar. Liberalflokkurinn hefir þegar gert lýðum ljós öll fram- boð sín í þessu fylki og verður naumast annað sagt, en þar sé um mannval að ræða; í Winnipeg North Centre býður sig fram Peter Taraska bæjarfulltrúi, góður og gildur þegn, sem um langt skeið hefir tekið heillavænlegan þátt í opinberum mannfélagsmálum; hann er borinn og barnfæddur. í þessari borg og hefir rutt sér glæsilega braut til frama; slíka menn væri holt að fá á þing í stað hinna, er þangað leita einkum vegna spóns og bita. Winnipeg South Centre kjördæmið á ágætum manni á að skipa þar, sem Albert W. Hanks er; hann er ritstjóri og útgefandi blaðsins St. James Leader og var um eitt skeið formaður vikublaðasambandsins canadiska. Mr. Hanks er maður gerkunnugur mönnum og málefnum í Winnipeg South Centre kjördæmi og það kaupir þess vegna enginn köttinn í sekknum, er greiðir honum atkvæði þann 10. ágúst; hann er maður einkar vel látinn og hinn ábyggileg- asti um alt. Af hálfu Liberala leitar kosningar í Winnipeg South ungur maður, Mr. Simonite, hann er maður hygginn og áhugasamur um landsmál; myndi hann alveg vafalaust reynast liðtækur á þingi. I Selkirk kjördæmi er fjöldi míkill kjósenda af ís- lenzkum stofni, er haft geta veigamikil áhrif á úrslit kosn- inga í kjördæminu; þar býður sig fram Mr. R. J. Wood, er sæti átti á sambandsþingi við góðan orðstír síðastliðið kjör- tímabil; hann er íslendingum í kjördæminu að góðu kunnur og verðskuldar traust þeirra á ný. Mr. Wood var nýliði á þingi 1950, en slíka athygli vakti hann þá á sér, að blaðið Toronto Saturday Night, mintist hans sérstaklega í ritstjórnargrein hinn 14. marz um vetur- inn sem fyrirmyndar þingmanns, og sá, sem greinina reit, var hvorki meira né minna en Wilfrid Eggleston, einn af kunnustu og áhrifamestu blaðamönnum þessa lands; hann komst meðal annars svo að orði: „Það var hressandi eftir hinar mörgu og bragðdaufu ræður um stjórnarboðskapinn, að hlusta á R. J. Wood þing- mann frá Manitoba fyrir Norquay kjördæmið, sem mér skilst að sé að miklu leyti gamla Selkirk kjördæmið; hann lýsti skilmerkilega sögulegum grunni þess; hann gat um landnám Islendinga í kjördæminu og að Vilhjálmur Ste- fánsson hefði fæðst innan vébanda þess; ennfremur mintist hann landnáms Úkraníumanna og hve margir af þeim kyn- stofni hefðu komið þar vel ár sinni fyrir borð; ræðan var ekki löng, en engu að síður næsta athyglisverð." P.C/s to Contest Every Seat The Progressive Conservatives will have a candidate in every one of the fourteen Federal ridings in Manitoba, according to statements issued by the Pro- vincial Headquarters. Candi- dates nominated to date are: Brandon-Souris, Walter Dins- dale; Churchill, Wm. Thompson; Dauphin, R. Elmer Forbes; Lis- gar, W. H. Sharpe; Marquette, Ernest A. Bates; Provencher, Abe Thiessen; Selkirk, Mike Baryluk; Springfield, Joseph Slogan; St. Boniface, George C. MacLean; Winnipeg South, Dr. O. C. Trainor; Winnipeg South Centre, Gordon Churchill; Win- nipeg North, J. Kereluk. Nominating conventions are being called for the two remain- ing constituencies, Portage- Neepawa and Winnipeg North Centre. In a statement issued by Geo. Muir of Roland, president of the Manitoba Progressive Associa- tion, he pointed out that the thousands of younger electors who had never known anything but a Liberal Administration should be reminded of the many great achievements of the Con- servative Party; these included the Confederation of Canada into one united nation, the first immigration act, the bringing into being of the Canadian Pacific Railway and, in later years, the Canadian National Railway and the Trans-Canada Airways, the formation of the Northwest Mounted Police, the first recognition of trade unions, the farm marketing act, votes for women, the national housing act, the Bank of Canada, veter- ans’ benefits and pensions. Fréfrtir . . . Framhald af bls. 1 í kvöld kemur til Reykjavíkur heimsmeistarinn í Sleggjukasti, Sverre Strandli, og keppir á frjálsíþróttamóti Í.R., sem haldið verður í Reykjavík á mánudags- og þriðjudagskvöld. ☆ Almennur kirkjufundur verð- ur haldinn í Reykjavík í október í haust og verða aðalfundarmálin þessi: — Kristindómurinn og fræðslumálin, ríki og kirkja, og kristniboð. ☆ Guðbrandur Jónsson prófessor lézt s.l. sunnudag í Landsspítal- anum í Reykjavík á sextugasta og fimmta aldursári. HIHN CANADISKI DOLLAR Hagnýtustu peningar í heinu! Sanna í verki viturlega forustu þjóðmálanna í höndum LIBERAL STJÓRNARINNAR HEILBRIGÐ LÆKKUN SKULDA $13 Biljónir $11 Biljónir Hrein þjóðskuld 1945 - 46 Hrein þjóðskuld 1952 - 53 Lækkun $2 Biljónir Árlegur vaxtasparnaður $75 Miljónir VELFERÐARMÁL 1952-53 F j ölsky ldusty rkur Ellistyrkur Atvinnuleysisstyrkur Eftirlaun hermanna o. s. frv. Stuðningur við búnað LÆGRI PERSÓNUSKATTAR fjárshagsár $334 Miljónir $345 Miljónir $ 56 Miljónir $241 Miljónir $ 56 Miljónir Gift barnlaust fólk Grundvallar- Canada U.S. Britain Ausiralia undanþága $2000.00 $1200.00 $ 566.00 $ 489.00 TEKJUR SKATTAR $1000 30.00 39.00 2000 133.00 264.00 206.00 3000 150.00 333.00 621.00 464.00 5000 510.00 733.00 1360.00 1213.00 ÚR HINU MERKA BREZKA BLAÐI: "LONDON ECONOMIST"— 5. JÚLÍ 1952 Fjármálum Canada hefir verið svo vel stjórnað. að slíkt á engan sinn líka annars staðar í heiminum. ÚR KUNNU AMERÍSKU BLAÐI: "FORTUNE"—ÁGÚST. 1952 Þróun Canada síðustu 12 árin, er eitt af f járhagslegum undrum þessarar aldar. vöxi- ur hefir í öllum efnum orðið slíkur, að jafnvel skarar íram úr Bandaríkjunum. HALDIÐ GÓÐRI STJÓRN Vegna viturlegrar stjórnar . . . . . . Vegna heilbrigðrar fjórmólastefnu . . . Greiðið LIBERAL atkvæði Published by authority of the Manitoba Liberal Progressive Election Committee. KJOSENDUR SELKIRK KJORDŒMIS! Kjósið --- 1 0. ágúst Published by authority of the Selkirk Liberal Progressive Association.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.