Lögberg - 23.07.1953, Side 7
LÖGBERG, FIMMTXJDAGINN, 23. JÚLÍ, 1953
7
KATRÍN FRÁ BÓRA
Fjórar aldir eru nú liðnar frá dauða Katrínar frá Bóra, konu
Lúiers, og birtir því Kirkjuritið grein um hana, eftir sænskan
prest, Richard Asberg að nafni, í lauslegri þýðingu.
Haustið 1515 unnu nokkrar
ungar stúlkur af aðalsættum
klausturheit við hátíðlega guðs-
þjónustu í nunnuklaustrinu
Marienthron skammt frá Torgau
á Saxlandi. Ein í hónpum var
Katrín frá Bóra. Hún var þá sex-
tán ára og laut vilja foreldra
sinna.
En klausturvistin varð
skemmri en ætlað var. Vorvind-
ar tóku að blása frá Witten-
berg, og lífið kvaddi einnig
dyra í nunnuklaustrinu. Fréttir
bárust um það, að klaustur væru
að tæmast hvert af öðru og fylgis
mannaflokkar „villumunksins“,
Marteins Lúters í Wittenberg,
yxi dag frá degi. Fáein rita hans
um fánýti klaustralifnaðarins
bárust nunnunum í hendur. Og
röksemdir hans urðu þungar á
metunum í augum þeirra. Þeim
fannst verða þröngt um sig
innan klausturmúranna og lífið
þar fátæklegt og að litlu gagni.
Þá gerðust þau ódæmi í
klaustrinu, að Katrín og nokkr-
ar nunnur aðrar gengu fyrir
abbadísina og báðu um leyfi til
þess að losna úr klaustrinu, því
að þær hefðu verið látnar í það
andlega ófullveðja. Auðvitað var
ekki við þetta komandi. Þá var
ekki annað úrræði en að reyna
að flýja á laun. En hver myndi
hjálpa þeim til annarra eins ör-
þrifaráða? Hvorki foreldrar né
aðrir vandamenn. Hvaða
hneykslismynd var háðulegri en
strokununna? Eina vonin fyrir
þessar nunnur, sem unnu frels-
inu svo heitt, var sú að leita at-
beina Lúters, er hafði vakið þeim
þessa löngun, að skilja við ánauð
klausturlífsins.
Og Lúter barst bréf frá þeim,
beiðni um hjálp. Hann hafði þá
sem mest að vinna, en engu að
síður tókst hann þann vanda á
hendur að reyna að losa nunn-
urnar úr prísundinni. Ýmsir
löttu hann og kváðu þetta valda
mesta hneyksli. En Lúter sagði:
Hneyksli hér og hneyksli þar.
Neyð og mæða molar fjötra og
hugsar ekki um hneykslanir.
Lúter fékk kaupmann einn,
Leonard Koppe að nafni, til þess
að hjálpa sér, byrgði sá Marien-
thron að matvælum. Að kvöldi
páskadags 1523 kom Koppe með
matarvagn sinn og hafði þanið
strigatjald yfir hann. Meðan á
páskamessunni stóð í klaustur-
kirkjunni, laumuðust þær Katrín
út níu saman og smeygðu sér
upp í vagninn. Því næst -var
honum ekið burt hið bráðasta.
Náttmyrkrið tók við. Nunnun-
um var borgið.
Annálsritari skrifar svo um
þennan atburð: „Koppe nam
nunnurnar á burt úr klaustrinu
jafn fljótt og fimlega eins og
þær hefðu verið síldartunnur.“
Af því hefir sú skoðun myndazt,
að nunnurnar hefðu verið flutt-
ar burt í tómum síldartunnum,
sem hefði átt að sækja til klaust-
ursins. i
Á þriðja í páskum le'nti hópur-
inn í Wittenberg, og þurfti Lúter
að sjá þeim fyrir gistingu. Hon-
um tókst von bráðar að'fá sex
foreldrana til þess að leyfa
dætrum sínum að koma heim.
En hvað átti að gjöra við hinar?
Ekkert átti Lúter til, heldur
lifði hann harla fátæklegu einlífi
í Ágústínusarklaustrinu í Witten
berg. Honum lánaðist að gifta
tvær þeirra góðum mönnum. Þá
var Katrín ein eftir. Hún var
orðin 24 ára, eða komin yfir
bezta giftingaraldurinn að dómi
þeirra tíma. Ekki var fríðleikinn
heldur mikill, og engan eyri átti
hún til, og ætt hennar mátti sín
lítils. Framtíðarhorfur hennar
virtust vera heldur dauflegar.
Henni var komið fyrir tilf
bráðabirgða á heimili borgar-
ritarans, þar til er fyrsta biðilinn
bæri að garði. Hún var hálf-
hrædd og feimin, en öllum var
hlýtt til hennar. Lúter var
skriftafaðir hennar og bar gift-
ingu hennar mjög fyrir brjósti.
Hann gat nú flutt henni bónorð
háskólarektors, meistara Gaspars
Glaciusar. Hún færðist undan,
þótti hann þumbaralegur bóka-
béus. Þá varð Lúter gramur og
sendi Amsdorf, vin sinn, til þess
að telja henni hughvarf. Hann
spurði hana háðslega: „Hvern
viljið þér þá fyrir mann, úr því
að þér eruð ekki ánægð með guð-
fræðidoktor?" Þá svaraði Katrín
stillt og rólega: „Ef þér sjálfir
eða doktor Lúter biðjið mín, þá
mun ég fagna því.“
Þessi bending féll í góðan jarð-
veg. Lúter skildist, að Katrín
var ekki stolta aðalskonan, eins
og hann hafði haldið.' Og úr því
að hún vildi verða konan hans,
hafði hann ekkert við það að
athuga. „Það var vilji Guðs,“
sagði hann síðar, „að ég skyldi
miskunna mig yfir einstæðing-
inn. Og Guð hefir veitt mér ríku-
lega umbun, því að ég hefi eign-
azt góða og guðhrædda konu,
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyTÍr
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK
M.D.333
sem hjarta mitt getur reitt sig á.“
Um kvöldið 13. júní 1525 komu
þau Lúkas Cranach málari og
kona hans með Katrínu heim
til Lúters í „Svartaklaustrið“.
Vígsluvottar voru þar vinir
Lúters Bugenhagen prestur í
Wittenberg og Justus Jonas pró-
fastur, og einn lögfræðingur að
auk. Lýstu þau því yfir frammi
fyrir þeim, Lúter og Katrín, að
þau vildu eigast. Lögfræðingur-
inn þuldi lagagreinar, og Bugen-
hagen lýsti blessun Drottins yfir
brúðhjónunum. Því næst var
neytt vígslumáltíðar og brúð-
hjónin síðan leidd til sængur.
Var annar skór brúðgumans
lagður ofan á ársalinn til merkis
um það, að bóndinn ætti að ráða
á heimilinu.
Fjórtán dögum síðar var aðal-
brúðkaupsveizlan haldin. Meðal
annarra bauð Lúter Koppe til
hennar og skrifar svo m. a.: —
„Guð hefir skyndilega og óvænt
veitt mig í net heilags hjóna-
bands, sem ég verð að staðfesta
með veizlu á þriðjudag. En til
þess að faðir minn og móðir og
allir góðvinir verði þeim mun
glaðari, viljum við, herra Katrín
og ég, vinsamlega biðja yður um
að útvega okkur að drykk eina
tunnu af forláta öli og senda
okkur hana sem fyrst. Verði ölið
ekki gott, legg ég þá refsing við,
að £ér verðið að drekka það allt
sjálfur. Ennfremur bið ég þess,
að þið hjónin verðið ekki fjar-
verandi, heldur komið með
fögnuði.“
Wittenbergbær gaf doktornum
sínum til veizlunnar tunnu af öji
og tuttugu gullpeninga. Og há-
skólinn sendi í brúðargjöf silfur-
bikar mikinn og gullbúinn. Sjálf-
ur gaf Lúter Kötu sinni dýran
hring með krossmarki á og stór-
um roðasteini. En stærstu gjöf-
ina gaf Jóhann kjörfursti, því
hann fékk brúðhj ónunum
klaustrið í hendur til íbúðar
leigulaust.
Svartaklaustrið við Elbu varð
nú að prestsheimili. Þar hafði
allt verið í óhirðu, en Katrín
kom á röð og reglu. Munkastof-
an dimma varð að vistlegu her-
bergi, matsalurinn að eldhúsi,
búri og vinnukonuherbergi, öll
herbergin á efstu hæðinni íbúð-
arherbergi fyrir kostgangara,
sem Katrín seldi fæði í von um
það að auka tekjurnar. í klaust-
urgarðinum voru gróðursett
aldintré og nytjajurtir, og þar
var reist hænsnahús, býflugna-
bú og svínastía. Ölbruggun var
hafin, og taldi Lúter það „bezta
öl í heimi“. Kýr voru keyptar í
fjósið, endur, gæsir og dúfur. Og
Katrín keypti sér meira að
segja einu sinni, þegar vel lá á
henni, páfugl til þess að vakka
um í húsagarðinum og verða
prýði hans.
Það var stærðar bú, sem
Katrín stóð fyrir. Hún var önn-
um kofin frá því snemma á
morgnana og þangað til seint á
kvöldin. „Morgunstjarnan í
Wittenberg,“ er Lúter nefndi svo,
gekk syngjandi um húsið, sagði
fólkinu fyrir verkum og leit
eftir öllu frá matnum á borðinu
og til fóðursins í jötunum. Stöku
sinnum lá henni við að kikna
undir erfiðinu, og fyrir kom það,
að hún andvarpaði: „Ég verð að
skipta mér í sjö parta, því að
ég verð að vera í einu á sjö
stöðum og gegna sjö embættum.
Því að ég er: I 1. lagi kornrækt-
arkona. I 2. lagi bruggunarkona.
f 3. lagi eldakona. í 4. lagi barn-
fóstra. f 5. lagi garðyrkju- og
vínyrkjukona. í 6. lagi huggari
og ölmusugjafi allra beiningar-
manna í Wittenberg. Og í 7. lagi
doktorskona, sem á að vera sam-
boðin maka sínum stórfrægum
og fæða fjölda gesta af 200 gyll-
inum á ári.“ Þá hafði Lúter til
að svara í spaugi: „Ég get kyrjað
ennþá hærra helgisönginn. Ég
verð líka að skipta mér í sjö
doktora. Ég verð að sýna um-
burðarlyndi páfanum, ofsa-
mönnum, fíflunum og múginum.
Ég verð daglega að sýna stú-
dentunum umburðarlyndi, vinnu
fólkinu mikið umburðarlyndi og
alveg sérstakt umburðarlyndi
Kötu nokkurri frá Bóra.“
En umburðarlyndið hefir ekki
verið eingöngu á hans hlið. Hún
hefir ekki síður þurft að taka á
því. Þegar ofsinn hljóp í Lúter,
var erfitt við hann að fást. Þá
gat enginn sefað hann eins og
hún. Þegar aftur lægði, grét
hann stundum hljóðlega, og hún
huggaði hann eins og barn. Þeg-
ar veikindi og þunglyndi steðj-
uðu að, gat hún ein manna friðað
hann og glatt. Dag nokkurn kom
Lúter- í þungbúnasta lagi heim
frá háskólafyrirlestri. Ratrín
tók á móti honum í skrifstofu-
dyrunum í svörtum sorgarbún-
ingi. Honum hnykkti mjög við
og hann spurði: „Hver er dáinn?“
„Góður Guð,“ svaraði hún.
„Hann hlýtur að vera dáinn, því
að annars gæti Marteinn minn
ekki verið svona sorgbitinn.“ Þá
brosti Lúter og sagði, að aldrei
hefði nokkur skriftafaðir hugg-
að hann jafnvel og skörulega og
konan hans.
Stundum var það hann aftur
á móti, sem sendi stórorð bréf
„til sinnar kæru eiginkonu,
doktorsfrúar og meinlætamann-
eskju í Wittenberg,“ eða „til
hinnar heilögu og áhyggjufullu
Katrínar Lúter“ og reyndi að
telja í hana kjark: „Láttu Guð
bera umhyggju fyrir okkur,
þ. e. varpa byrði þinni á Drott-
in. Hann mun vel fyrir sjá.“ Og
þegar hann var orðinn leiður á
löngum aðfinnsluræðum hennar,
spurði hann: „Lastu Faðir vorið
fyrir prédikun?“ Eða: „Kemur
nú ekki senn amen eftir pré-
dikun?“
Lúter hefir aldrei lýst hjóna-
bandinu eins og paradís. Öllu
heldur eins og skóla í ást og
þolinmæði. Bæði hjónin áttu
auðsjáanlega sína galla. Því
verður ekki neitað, að Katrín
var alleinþykk og ráðrík. Og ef-
laust á Lúter við það, þegar
hann kallar hana ströngu hús-
móðurina sína eða ávarpar hana
í bréfunum: „Kæra herra Kata.“
En jafnframt játar hann það, að
hann vilji ekki skipta á drottn-
ingarvaldi hennar og konungs-
ríki Frakklands né tign og veldi
Feneyja. Ber það vitni um
djúpa ást hans til hennar, að
hann nefnir uppáhaldsrit sitt í
Biblíunni, Galatabréfið, Kötu
sína. Og þegar hann horfði á
myndina af henni, sem Lúkas
Cranach hafði málið, sagði hann:
„Ég vil láta mála líka karlmanns-
‘mynd og senda hvora tveggja á
kirkjufundinn í Mílanó og spyrja
feðurna heilögu, hvort þeir kjósi
heldur: Hjúskap eða einlífi?“
í einu var Katrín manni sín-
um miklu fremri, fjármálastjórn
heimilisins. Kunni hann lítt tök
á henni, en Katrín því betur. Og
mikils þurfti við til þess að láta
tekjurnar hrökkva fyrir útgjöld-
unum. Börnunum fjölgaði, og
smám saman varð Svartaklaustr-
ið hæli fyrir flóttamenn, sjúka
og sorgbitna, og foreldrahús
fyrir munaðarleysingja. En
Katrín gætti í hvívetna mestu
hagsýni og sparnaðar og rakst
þá stundum hastarlega á gjaf-
mildi hans. Eitt sinn t. d. kom
stúdent og bað Lúter um fjár-
styrk, og átti hann þá ekkert
annað handbært en dýran silfur-
bikar, sem hann hafði nýlega
fengið að gjöf. Lúter rétti stú-
dentinum hann. Stúdentinum
varð litið til Katrínar, og kom
þá hik á hann. En Lúter lagði
bikarinn saman og sagði stú-
dentinum að fara og selja hann
gullsmið.
Mest reyndi á trú Katrínar og
kærleik, þegar drepsóttin geis-
aði í Wittenberg. Þá breiddi
heimili hennar faðminn við öll-
um, bæði sjúkum og heilbrigð-
um. Hún gegndi öllum skyldum
sínum með dæmafárri ró,
gleymdi engum, hjúkraði skjól-
stæðingum sínum, spretti í kýli,
sá um heimilisstörfin, vakti yfir
börnunum, hughreysti mann
sinn og treysti Guði. Og þegar
sorgin sótti þau hjónin heim, þá
bar hún harm sinn í hljóði og í
trú á Guð: „Þetta varð að fara
svo, og úr því að svo var, þá
hlýtur það að vera gott.“ Hugg-
un hennar varð sálmurinn: „Það
verði allt, sem vill minn Guð.“
Svo fór einnig, er henni
barst fregnin um lát manns
hennar, fjarri heimilinu og fjarri
henni, sem hafði þráð það að
mega hjúkra honum síðast og
loka augum hans. Henni virtist
sem sólin hefði gengið til viðar.
Og svo steðjuðu að fleiri áhyggj-
ur. Á stríðstímunum varð hún
að flýja tvisvar frá Wittenberg,
og þegar hún kom aftur var aldin
garður hennar orðinn að flagi
og sveitabýli lagt í rústir. Hún
hafði misst allar eignir sínar.
En hún hófst aftur handa með
óþrotlegum kjarki og dugnaði.
Hún tók kostgangara á ný og
rétti smám saman aftur við.
En eftir stríðið kom drepsóttin
aftur til Wittenberg. Háskólinn
var fluttur til Torgau, og þangað
leitaði Katrín einnig með börnin
sín. Á leiðinni fældust hestarnir.
Katrín reyndi að stöðva þá og
bjarga börnum sínum, en steypt-
ist þá úr vagninum og lenti í
köldu síki. Þegar hún kom til
Torgau, var hún orðin mjög veik.
Hún lá í þrjá mánuði sárþjáð,
Framhald af bls. 2
skógurinn hafði gleypt í sig litla
spítalabæinn hans með húð og
hári, svo að allt var eyðilagt af
fúa og uppétið af maurum nema
bárujárnsplöturnar. Fréttin um,
að hvíti galdralæknirinn væri
kominn aftur, breiddist út eins
og elding, og nú streymdu að
negrar úr öllum áttum. En
merkilegast af öllu var það, að
þeir tjáðu sig fúsa til að byggja
nýtt sjúkrahús undir stjórn
Schweitzers.
Þegar hér var komið sögu,
höfðu fregnir af starfi Schweit-
zers einnig borizt til Evrópu, og
nú leið ekki á löngu þar til hann
fékk nokkra lækna og hjúkrun-
arkonur sér til aðstoðar. Nú reis
hvert sjúkrahúsið af öðru. Kær-
leiksverk Schweitzers tók nú að
bera ávöxt á sístækkandi svæði.
Hann hafði sérstæðan hæfi-
leika til að útvega peninga og
skipuleggja hjúkrun sjúkra í
stórum stíl. Þegar hann var ekki
í Lambarene, sem hann unni
heitast allra staða, að kenna
læknunum þann vanda að um-
gangast negrana á réttan hátt,
var hann á sífelldum ferðalögum
í Evrópu og hélt orgeltónleika og
safnaði peningum. Sett var á
laggirnar sérstök Schweitzer-
nefnd, sem átti að safna pening-
um og styðja starfsemi hans.
Schweitzer segir frá því í
einni af þinum mörgu bókum
sínum, hvernig lífinu sé lifað í
spítalabænum hans í frumskóg-
inum. Eitt hinna erfiðari við-
fangsefna eru aðstandendur og
burðarmenn sjúklinganna, sem
koma oft með þeim í stórum hóp-
um. Þá verður að fæða á kostnað
sjúkrahússins meðan þeir eru í
Lambarene. Reynt er að fá þá til
að borga fyrir matinn með vinnu
í þágu sjúkrahússins meðan þeir
bíða þess að ættingja sínum
batni, en það er fátítt, að þeir
séu haldnir mikilli starfslöngun.
Hjúkrunarmaður sá, sem stjórn-
ar vinnuflokknum, verður oft að
taka matinn með sér út á vinnu-
staðinn til að lokka gestina til
vinnu og gefa þeim ekkert fyrr
en þeir hafa lokið dagsverkinu.
Negrarnir þiggja hjálp hvítu
mannanna eins eðlilega og barn
þiggur eitthvað af foreldrum sín-
um, en oft er með öllu ómögu-
legt að fá negra, sem ekki eru
af sama kynflokki, til að hjálpa
hverjum öðrum. Einnig í því eru
þeir eins og börn — með öðrum
orðum, hugsa um ekkert nema
sjálfa sig.
En Albert Schweitzer þreytist
ekki. Hann telur, að þar sem Guð
hafi gefið sér skarpan skilning
og margþætta kunnáttu, sé það
skylda sín, Ijúf skylda sín, að
nota þessar gáfur í þágu með-
en bar þrautir sínar eins og
hetja fram í andlátið fjórum
dögum fyrir jól 1552. Síðustu orð
hennar munu hafa verið þessi:
„Ég ætla að halda mér eins fast
við Krist og hrúðurkarl á kletti.“
Lík hennar var borið í ríkis-
kirkjuna í Torgau, og mælti
Melanchton eftir hana. Kvað
hann hana hafa þolað þungar
raunir, en orðið mikillar náðar
aðnjótandi. Börn hennar létu
síðar reisa henni minnisvarða úr
sandsteini og letra á hann: —
„Anno 1552, 20. desember, sofn-
aði Katrín frá Bóra, ekkja
doktors Marteins sáluga Lúters,
sætt í Guði hér í Torgau.“ Lág-
mynd er umhverfis steininn.
Sést Katrín þar í síðri kápu og
með húfu á höfði og heldur á
Biblíunni opinni.
Gáfur Katrínar voru svo
miklar, kærleikur hennar og trú,
að mynd hennar bliknar ekki
við hlið Lúters. Morgunstjarna
Wittenberg skín enn skært eftir
fjórar aldir. Og aldrei mun slá
fölva á minningu Katrínar frá
Bóra.
Hún var ein af mestu merkis-
konum kristninnar.
bræðra sinna. Þessi furðulegi
maður hefir ekki iðrazt þess eitt
augnablik, að hann skipti á fram-
tíð sem einhver snjallasti vís-
indamaður og listamaður Evrópu
fyrir erfiða og lýjandi ævi í ein-
hverju yfirgefnasta frumskóga-
héraði jarðarinnar. En er það þá
yfirgefið? Nei, ekki fyrst þar er
annar eins maður og Albert
Schweitzer! Ævi hans er öll lík
fossandi, dynjandi tónlist, lík
fúgu eftir Jóhann Sebastian
Bach, leikinni úti í rjóðri í frum
skóginum, lík vorgeisla í heimi,
þar sem svo marga dreymir um
að inna af hendi mikil og göfug
störf, en svo fáir eru gæddir at-
orku til að gera drauminn að
veruleika.
Fyrir skömmu greindu dag-
blöðin frá því, að The National
Arts Foundation í New York,
mannúðarfélagsskapur framúr-
skarandi rithöfunda, listamanna
og tónlistarmanna í 17 löndum,
hafi tilnefnt þennan heimsfræga
sjötíu og fimm ára gamla lækni,
trúboða og heimspeking, dr.
Albert Schweitzer, sem „mann
aldarinnar.“
Fimmtíu og tveir af þeim 150
félögum, sem send voru eyðu-
blöð undir tillögur og nánari
skilgreiningu, svöruðu því til, að
þeir greiddu honum atkvæði
fyrir þá sök, að hann lifði „aðeins
til að hjálpa öðrum“, og „hann
hefir með fordæmi sínu kennt
meðbræðrum sínum, hvernig
þeir eigi að leita útrásar hinum
góðu öflum, sem til eru í oss
öllum.“ Sumir hika jafnvel ekki
við að segja, að leysa mætti öll
vandamál heimsins með því að
viðurkenna hugsjónir hans og
taka þær upp í samskiptum
manna og þjóða.
—Heimilisblafíið
. . . konur eru skapaðar til þess
að elska, en ekki til þess að
skilja . . .
COPENHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins
Á. G. þýddi
—Kirkjuritið
Albert Schweitzer