Lögberg - 06.08.1953, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 6. ÁGtrST, 1953
ERIK WASTBERG:
Gilbert Keith Chesterton
Fyrsta og mikilvægasta stað-
reyndin viðkomandi Gilbert
Keith Chesterton er sú, að hann
fæddist 29. maí 1874 í Campden
Hill, Kensington, London, — svo
að breyting sé gerð á inngangs-
orðum ævisögu Bernard Shaws,
er Chesterton ritaði. B. Shaw
hefir að sínu leyti lýst Chester-
ton þannig, að hann væri svo
gildur vexti, að ekki væri unnt
að sjá hann nema hálfan í einu.
Chesterton víkur að því sjálfur
í sjálfsævisögu sinni, er hann
getur þess, að hann hafi verið
skírður í kirkju heilags Georgs,
beint á móti vatnsaflsstöð Lun-
dúnaborgar: „Ég ætla ekki að
halda því fram, að neitt sem
máli skiptir sé sameiginlegt með
þessum tveim byggingum, og ég
neita því móðgaður, að kirkjan
hafi verið valin vegna þess, að
ekki hafi veitt af vatnsafli alls
vesturhluta Lundúnaborgar til
þess að skíra mig.“ Börnin voru
tvö á heimilinu, því að systirin,
sem var eldri en Gilbert, dó
meðan hann var enn á barns-
aldri. bróðir hans, Cecil, var
fimm árum yngri en hann, og
strax og hann fór að geta talað,
hófust endalausar samræður
með þeim bræðrum. Þeir kapp-
ræddu jafnan en rifust aldrei.
Bróðirinn féll í fyrri heims-
styrjöldinni, og það gat Chester-
ton aldrei fyrirgefið Þjóðverjum.
Trúlega er þangað að leita per-
sónulegra orsaka þess, að hann
skyldi, þrátt fyrir hugsjónir þær,
sem hann annars átti, flækja sér
inn í hinn fúlasta stríðsáróður
og ekki einu sinni veigra sér við
að þylja enn á ný upp kenning-
ar sínar í sjálfsævisögu sinni.
Faðir hans og afi voru báðir all-
vel stæðir fasteignasalar í Lun-
dúnum. Ætlunin hafði verið sú,
að faðir hans helgaði listinni
starfskrafta sína, en fjölskyldu-
fyrirtækið þótti öruggara. Af-
leiðing þess varð sú, að hæfileik-
ar hans leituðu sér útrásar í
10—12 greinum föndurs, sem allt
var af listrænum rótum runnið,
svo sem teikningu, listmálun,
myndamótun, ljósmyndun, gler-
skreytingu, útsögun, glermósaík
og öllum mögulegum þess hátt-
ar greinum. Fjölskyldan var að
mörgu leyti ensk í sér og sérlega
ensk hvað snerti náttúrlega
hneigð til föndurs. Chesterton
þótti vænt um, að faðir hans
skyldi láta sér nægja föndrið
eitt. „Hann mundi aldrei hafa
komizt neitt áleiðis með alla
þessa mergð viðfangsefna, sem
honum fóru svo vel úr hendi.“
Gilbert var seinþroska barn.
Hann fór ekki að tala fyrr en
hann var orðinn þriggja ára, fór
ekki að* lesa fyrr en hann var
orðinn átta ára, og er hann lauk
skólanáminu, var hann enn ekki
kominn í mútur. Móðir hans
hafði áhyggjur út af þessu og fór
með hann til læknis, sem lýsti
einkennum sjúklingsins þannig,
að hann væri óvenju gáfaður,
mjög tilfinninganæmur, langt á
veg kominn andlega og mundi
því að öllum líkindum þroskast
hægt. „Slíkt kemur fyrir hjá
afburða snillingum og fábján-
um,“ sagði læknirinn.
En hann varð aldrei alfullorð-
inn. Hann unni ævintýrasögnum;
hann las þær annað hvort eða
hlýddi á þær sagðar, er hann
var barn, og þegar hann stækk-
aði, skrifaði hann þær sjálíur
og teiknaði myndir í þjer. Hon-
um var mikil raun að því að
eignast engin börn, en hann
þreyttist aldrei á því að leika við
börn annarra, teikna karla fyrir
þau, segja þeim ævintýri og
leika allar mögulegar listir. Þeg-
ar móðir ein, sem hafði miklar
á hyggjur út af menntun sonar
síns, spurði hann, hvort hann
hefði lært nokkuð, er hann var
boðinn í te til Chestertons hins
mikla, fékk hún þetta svar: „Nei,
en þú hefðir átt að sjá hann
Gilbert, þegar hann greip boll-
urnar á lofti með munninum!“
Hann vildi alltaf laða fram hið
ótruflaða, hugmyndaríka barns-
eðli hjá mönnum, og þegar hann
átti að útskýra tilveru Guðs
fyrir þeim náttúruvísindamönn-
um samtíðar sinnar, sem héldu
því fram, að lifandi máttur ætti
sér engan stað í alheiminum,
þar eð hann væri bundinn órjúf-
anlegum lögmálum einum sam-
an, hrópaði hann: „Lítið til
barnanna! Það er einmitt ofgnótt
þeirra af lífsorku, sem veldur
því, að þau óska þess, að hlut-
irnir endurtaki sig í óbreyttri
mynd. „Gerðu það aftur,“ er hið
sífellda viðkvæði þeirra, og full-
orðni maðurinn gerir það aftur,
þangað til hann er næstum því
örmagna, því að fullorðið fólk er
ekki nógu sterkt til þess að njóta
fábreytileikans. En ef til vill er
Guð nógu sterkur til þess að
hafa ánægju af tilbreytingar-
leysinu. Ef til vill segir Guð á
hverjum morgni „gerðu það
aftur“ við sólina og á hverju
kvöldi „gerðu það aftur“ við
tunglið!"
Hann var mikið út af fyrir sig
í skólanum, og höfuðviðfangs-
efni hans voru í því fólgin að
teikna hvar sem auðið var í bæk-
ur sínar skopteikningar af kenn-
urum, áberandi stjórnmála-
mönnum og atriði úr leikritum
Shakespeares. Hann var stór-
vaxinn, hirðuleysislegur og ótrú-
lega klunnalegur og viðutan, og
var hann því mjög ólíkur félög-
um sínum, bæði andlega og lík-
amlega. Hann gleymdi öllu, „en
þó leysir hann starf sitt vel af
hendi, þegar hann man eftir því;
hann ætti að vera í vinnustofu
listamanns en ekki í skóla,“
segir yfirkennarinn í bekknum
hans um hann, þegar Chesterton
er 13 ára, og þrem árum síðar
eru ummælin þessi: „Mjög hugs-
unarlaus en mjög skynsamur.“
En hann tók sig til og varð for-
maður málfundafélags skólans
og skrifaði í hvert einasta tölu-
blað málgagns félagsins, sem
Umræður nefndist. Þegar skóla-
félagar hans héldu til Oxford og
Cambridge, fór Chesterton í
myndlistarskóla og sótti jafn-
framt því bókmenntafyrirlestra
í háskólann í Lundúnum. Þá
virðist hann enn hafa fengizt
mest við kappræður og rökræð-
ur, þar til honum loksins datt í
hug að skrifa niður hugsanir
sínar. Hann gerðist blaðamðaur
og taldi sig alla ævi síðan blaða-
mann, hvað sem leið öllum af-
rekum hans á sviði Ijóðagerðar
og smásagna. „Blöðin,“ segir
hann, veru skóli örðugleikanna
og hinnar þungbæru auðmýktar.
Þau eru mesta afrekið, sem
nokkru sinni hefir komið fyrir
augu manna, án þess að nafns
höfundar þess hafi verið að
nokkru getið, síðan hinar miklu
kristnu dómkirkjur voru reist-
ar.“
Það er fátt um nákvæm tíma-
mörk í ævisögu Chestertons. -
Hann vissi sjaldan sjálfur hvaða
dagur var. Hann sendi vini sín-
um svohljóðandi símskeyti og
borgaði um leið fyrir svarskeyti:
„Var það í kvöld, sem ég átti að
heimsækja þig eða hvenær?“
Svarið var á þessa leið: „Ekki í
dag, sem er þriðjudagur, heldur
á miðvikudaginn kemur.“ Hann
mætti ekki, þegar hann átti að
flytja fyrirlestra, hann gleymdi
þeim eða lét aka sér á þver-
öfugan stað. Enn er til símskeyti
frá honum, svohljóðandi: „Er í
Harborough. Hvar á ég að vera?“
Bak við það felst sú staðreynd,
að það skipti hann litlu sem engu
máli, að hann flutti árið 1909
frá Lundúnum til Beaconsfield.
En hins vegar virðist annað hafa
orðið þyngra á metunum, sem
sé það, að árið 1901 kvæntist
hann Frances Blogg. Hún virðist
hafa gegnt þýðingarmiklu hlut-
verki í lífi hans, enda þótt svo
virðist, sem hann hafi aldrei
verið heima, heldur eytt öllum
sínum stundum á litlum knæp-
unum við Fleet Street og Strand,
götur blaðanna og útgefendanna
og neytt þar öls og búrgundar-
víns í geysistórum stíl, því að
hann vildi ekki sjá sterka drykki
og allra sízt kokkteila. Chester-
ton var svo hirðulaus um ytra
útlit sitt að fádæmum sætti. Vin-
kona þeirra hjóna hefir sagt svo
frá, að þegar ekkert stoðaði, hafi
það verið hún, sem fann upp
búniflg handa honum — búning
þann, sem hann varð kunnur
fyrir að bera í blaðamanna-
hverfinu og á öllum skop-
myndum um víða veröld —
stóru rómantísku Porthoskáp-
una, sem skýldi fitu hans, hversu
mikið sem hann lét eftir sér að
auka við hana, barðabreiða hatt-
inn og hárlubbann. En með skó-
reimarnar gekk hann óhnýttar
til dauðadags, því að hún gat
ekki elt hann á röndum, hvert
sem hann fór.
Chesterton skrifaði um allt.
Honum þótti gaman að vinna
innan um fólk og það jók kæti
hans svo að undrun sætti. Yfir-
þjónn á einu af Fleet Street
veitingahúsunum hefir lýst hon-
um þannig fyrir vini sínum:
„Mjög einkennilegur maður.
Hann situr og hlær. Síðan skrif-
ar hann. Og svo hlær hann að
því, sem hann hefir skrifað.“ En
hann skrifar án afláts, dálk í
Daily News og heila síðu í
Illustrated London News á
hvferjum degi, inngangsorð að
hverju sem er, allt frá Jobsbók
til síðustu skáldsögu Gorkís og
auk þess endalausan flaum af
bundnu máli og óbundnu. Alls
staðar er hann skrifandi, venju-
lega í stílabækur, ekki aðeins í
veitingahúsum, kaffihúsum og
knæpum, heldur einnig í bifreið-
um, á efri hæð strætisvagna, já,
meira að segja gangandi á göt-
unni. Ef hann er ekki að skrifa,
þá er hann að tala, hann eys í
kringum sig þversögnum og rek-
ur upp skellihlátra að sinni
eigin fyndni. Og öllu öðru frem-
ur lætur hann aka sér í bifreið,
alltaf bifreið, enda þótt hann
þurfi ekki að fara nema smá-
spöl og jafnvel þótt hann verði
að biðja ökumanninn að lána sér
fyrir fargjaldinu.
Fyndnin og þversögnin eru
engin uppgerð hjá Chesterton,
hann þarf ekkert að leggja á sig
þess vegna. Það er hið eðlilega
tjáningarform hans. Hann er
líka fyndinn sem kristinn maður
og lýðræðissinni — en það
tvennt er eitt og hið sama að
áliti Chestertons. Aldrei hafa
þessar í sjálfu sér virðingar-
verðu lífsskoðanir verið varðar
með hnitmiðaðri snilliyrðum, á-
hrifaríkari myndum eða meira
ruglandi þversögnum. í raun og
sannleika hefir Chesterton kann-
ske aldrei verið jafn snjall og
eftir að vinur hans, Faðir Brown,
— sá hinn sami og er leynilög-
reglumaður í hinum kunnu
Föður Brown-bókum og hét í
raun og veru Faðir O’Connor —
sneri honum til kaþólskrar trúar.
Danski heimspekingurinn og
blaðamaðurinn Harald Nielsen
hefir kallað hann nýtízku aftur-
haldsmann. Ernst Wigforss, sem
á æskuárum sínum gaf út rit um
hann, kallaði hann róttækan
afturhaldsmann. Báðar eru nafn-
giftirnar vel til fundnar. Hann
hefir sjálfur sagt svo frá, að alla
heimspeki sína hafi hann lært af
henni ömmu sinni gömlu. Hún
samtvinnaði hið alþýðlega því,
sem helgað var erfðavenjum.
Þessa heimspeki, sem var „svo
einföld, að jafnvel lærður maður
mundi geta skilið hana,“ ver
hann með stílblæ fyrir vand-
fýsna gáfumenn og notfærir sér
til þess hárfínustu töfrabrögð
nútímarökvísi, sem út af fyrir
sig er þversögn. Hann ber tak-
markalausa fyrirlitningu fyrir
vísindamönnunum, sérfræðing-
unum. Þeir eru vitlausir, álítur
hann. „Vitlaus er ekki sá, sem
misst hefir skynsemi sína, held-
ur sá, sem misst hefir allt nema
skynsemina." Þeir þramma hring
eftir hring eins og fábjánar eftir
sínum eigin hugsanastíg. Þeir
sitja í hringakandi neðanjarðar-
brautinni og aka hring eftir
hring, „án þess að geta innt af
hendi hina frjálsu, orjcueyðandi
og leyndardómsfullu athöfn að
fara úr lestinni við Gower
Street.“ Að betrumbæta slíkan
ráðvilling er ekki að ræða við
heimspeking, heldur að reka út
djöfulinn. Hann hæðir skynsem-
istrúarmennina fyrir að hungr-
aðar sálir þeirra skuli ekki geta
trúað á kraftaverk og yfirnátt-
úrulega hluti, þar sem sú mergð
er til af vitnisburðum manna um
slíkt, að líkja má við löðrandi
vatnsfall. Og ef menn geta ekki
trúað vitnisburði annarra manna,
þá ættu ekki heldur þeir, sem
ekki hafa komið til Ameríku, að
viðurkenna að hún sé þegar
fundin. „Hið ljósa, greinilega og
lýðræðislega er að reiða sig á
eplasölukonu, er hún ber vitni
í morðmáli. Þannig er það einnig
einfalt og alþýðlegt," telur
Chesterton, „að reiða sig á bónd-
ann, þegar um draugasögu er að
ræða, nákvæmlega að jafnmiklu
leyti og menn reiða sig á orð
hans, er hann ræðir um herra-
garðseigandann. Menn geta
hliðrað sér hjá að trúa, annað
hvort vegna þess, að maðurinn
er bóndi eða vegna þess, að sag-
an er draugasaga. Af því leiðir,
að annað hvort afneita menn
aðalgrundvallaratriði lýðræðis-
ins eða þeir veita viðtöku helztu
grundvallarkenningu efnishyggj-
unnar — hinum hversdaglega
ómöguleika dásemdarverksins.“
Það voru ekki aðeins guðsaf-
neitarar, sérfræðingar og skyn-
semistrúarmenn, sem sérleg ó-
beit Chestertons beindist að.
Hann tók einnig afstöðu gegn
tveim viðurkenndum höfuðand-
stæðingum, sem sé sósíalistum
og kapítalistum. Hvorir tveggja
réðust að eignarréttinum, eignar-
rétti hins umkomulitla manns;
sósíalistarnir með því að fá hann
í hendur ríkinu; kapítalistarnir
með því að ásælast eignir ann-
arra. Fleiri stefnubundnir menn
voru skráðir á aftökulista hans,
svo sem heimsvaldasinnarnir og
þó öðru fremur þeir, sem hann
kallar „mannvinina,“ og það eru
hinir framsæknu menn hinna
nýjustu aðferða, þeir, sem vilja
éta gras og banna mönnum að
drekka vín. Um vin sinn og deilu
bróður, Bernard Shaw, segir
hann: „Herra Shaw skilur það
ekki, að það, sem í okkar augum
er dýrmætt og þess vert, að því
sé unnað, er einmitt manneskjan
— hin gamla ölkæra, kreddu-
skapandi, stríðandi, fallandi,
munaðargjarna, virðingarverða
manneskja.“ Hann teflir fram
manninum úr hópi alþýðunnar
gegn yfirstéttinni í hvaða mynd
sem er. Dickens var meistari
hans í bókmenntunum og „mesti
heiður hans var sá„ að hann
kunni ekki að lýsa „gentle-
manni“.“ Hin góðviljaða kenn-
ing: „Það er ómögulegt að hata
nokkurn hlut að undanteknum
hugmyndum,“ var Chesterton
meira virði en allt annað, en
hann prédikaði líka stórkostlega
um listisemdir þessa heims. Lífið
var honum kyndugt ævintýri, og
hann vildi ganga fram og hrópa
til hópsins alls, hinna margvís-
legu fábjána, sem ganga án af-
láts hina litlu og mjóu hring-
stíga sína: „Reynið eitt einasta
örvita andartak að ímynda ykk-
ur, að grasið sé grænt!“ Hann
segir ekki, eins og flestir pré-
dikarar, að án kristindómsins
verði heimurinn bágborinn eða
vondur eða tilgangslaus eða inni-
haldslaus; hann segir það, sem
ætlast er til að hafi langtum
sterkari áhrif á þann, sem talað
er við; sem sé, að án kristin-
dómsins sé ekki gaman að lifa í
heiminum.
Enn ein áreiðanleg tíma-
ákvörðun er til úr ævisögu
Chestertons; hann dó 14. júní
1936, og Pacelli kardínáli, sem
nú er páfi, gaf honum heiðurs-
titilinn „talsmaður trúarinnar."
Þá tók hann síðustu bifreiðina
upp til lífsins eilífa, sem honum
var ómögulegt að skilja, að hver
einasta manneskja skyldi ekki
trúa á, þar sem svo miklum mun
auðveldara var að lifa lífinu með
þeim hætti. Faðir hans og okkar
allra kvað hafa orðið undrandi
yfir því, að svo fyndinn karl
skyldi sleppa inn um Gullna
hliðið.
—Heimilisblaðið
COPENHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins
Kaupið Lögberg
SPYRJIÐ HVERN, SEM ER f
WINNIPEG NORTH CENTRE
Maðurinn, sem allir
greiða atkvæði er
STANLEY
KNOWLES
C.C.F. þingmaður yðar,
sem kemur hlutum í
framkvæmd
Minnist þess að merkja
kjörseðilinn með krossi.
Authorized by
Howard McKelvey, Official Agent
SAMFERÐA ÞRÓUNINNI . . .
Nú á dögum nota bankaþjónar mikið
af vélum við reikningshald hinna
nálega 9,000,000 innstæðna. Þetta
er ein af ástæðunum fyrir því, að
þeim reynist kleift, að fullnægja hinum
sívaxandi kröfum sífjölgandi viðskiptavina
. . . og annast um innstæðureikninga
yðar af sömu nákvæmni.
Síðan 1900 hefir tala bankaþjóna vaxið úr
nokkrum þúsundum upp í 48,000 . . . fjöldi
ávísana nema um 1,000,000 á dag.
BANKARNIR ÞJÓNA BYGÐARLÖGUM YÐAR