Lögberg - 20.08.1953, Page 1

Lögberg - 20.08.1953, Page 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 66. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 20. ÁGÚST, 1953 NÚMER 34 LIBERALAR VINNA GLÆSILEGAN KOSNINGASIGUR Rl. Hon. Louis Sl. Laurenl Liberalar urmu glæsilegan sigur í sambandskosningunum hinn 10 þ.m. Fiskimólanefnd skipuð Svo sem búist var við, hefir fylkisstjórnin í Manitoba skipað fiskimálanefnd til þess að íhuga væntanlegar úrbætur varðandi fiskiðnaðinn, sem hefir átt við ramman reip að draga og það svo mjög, að til raunverulegra vandræða hefir horft, og mun því eigi af veita, að teknar verði róttækar ákvarðanir þessum mikilvæga atvinnuvegi til við- reisnar, en hann grípur djúpt inn í efnalega afkomu fjölda Is- lendinga í þessu fylki; nefndin er þannig samsett og eru þessir úr hópi þingmanna: M. N. Hryroczuk, Ethelbert; Chris Halldórson, St. George; F. L. Jobin, Flin Flon; George P. Renouf, Swan River; Donovon Swailes, Winnipeg; H. P. Shew- man, Morris, og Dr. S. O. Thompson, Gimli; í meðráða- nefnd eiga sæti Paul Olson, Gimli, fyrir hönd fiskimanna við Winnipegvatn; Victor Westdal af hálfu fiskimanna við Mani- tobavatn; Peter Bilanduk, Win- nipegosisvatn, og Barney Bald- winson, Thicket Portage, fyrir norðurvötnin. T. Edmundson skipar sæti vegna Hudson’s Bay Company, af hálfu smásala, en Mrs. Christine White fyrir hönd neytendafélagsins. Við nýlega astafnðar kosning- ar til sambandsþings urðu úr- slitin á þann veg, að Liberal- flokkurinn undir forustu Mr. St. Laurents, vann glæsilegan kosn- ingasigur og hlaut 171 þingsæti; íhaldsflokkurinn kom að 50 þing- mönnum, eða tveimur fleiri en í kosningunum 1949. Allir ráð- herrarnir náðu endurkosningu. C.C.F.-flokknum græddist nokk- uð fylgi, einkum í Saskatchewan, og ræður hann nú yfir 23 þing- sætum. Kommúnistar höfðu 100 frambjóðendur í kjöri og töpuðu þeir allir tryggingarfé sínu. Social Credit-sinnar otuðu fram 8 þingmannefnum í Manitoba og af þeim töpuðu 7 tryggingarfé. í Selkirk var kjörinn R. J. Wood með 199 atkvæðum um- fram aðalkeppinaut sinn, Mr. Bryce, C.C.F. R. J. Wood, M.P. Af hálfu fiskifélaganna eiga sæti í nefndinni G. F. Jónasson forstjóri Keystone Fisheries Limited og Axel Barbour for- stjóri Booths Fisheries, Winni- peg, en fyfir hönd fiskpökkunar- manna. S. V. Sigurdson, forstjóri Sigurdson Fisheries, Riverton. Meðlimir fyrir hönd náttúru- fríðindadeildarinnar eru þeir Sigurbjörn Sigurdson og B. Stephanson. Það hefir verið tilkynt, að meðlimir aðalnefndarinnar heim sæki við fyrstu hentugleika meg- in verstöðvar innan vébanda fylkisins og eigi því næst fundi með meðráðanefndinni. Fréttir fró ríkisútvarpi íslands 2. ÁGÚST Ægilegar slysfarir Nýverið gerðust slík umbrot af völdum náttúruhamfara á ey nokkurri í Jóniskahafinu skamt undan ströndum Grikklands, að óttast var um að hún sykki í sæ, en svo alvarleg urðu þó afdrifin ekki; um manntjón ’er enn eigi nákvæmlega vitað að öðru leyti en því, að víst er að um 700 manns týndu lífi og að hátt á fimmtánda hundrað varð fyrir meiri og minni meiðslum; marg- ar þjóðir sendu her til eyjar- innar með það fyrir augum, að halda uppi lögum og reglu, auk þess sem send voru þangað kynstrin öll af matvælum og allskonar sjúkraútbúnaði; hafði Rauði Krossinn með höndum dreifingu þeirra birgða, er komnar voru. Vikuna sem leið var bjartviðri um mestan hluta landsins, hlýtt í veðri og afbragðs þurrkur. Sums staðar hafa bændur jafnvel slegið seinni slátt og hirt í hlöðu. Grasvöxtur er mjög mikil og spretta garðávaxta góð. Fólk er farið að taka upp kartöflur sér til matar og er það óvenju- snemmt og hefur talsvert af nýjum kartöflum borizt á mark- að í Reykjavík. ☆ Síldveiði hefur verið sæmileg að undanförnu. Fyrra laugardag um miðnætti nam heildarsöltun á landinu öllu röskum 90.000 tunnum, en á sama tíma í fyrra var heildarsöltun 2.600 tunnur. Bræðslusíld var um fyrri helgi orðin rúm 45.000 mál, og frystar höfðu verið rúmlega 4600 tunnur. Að minnsta kosti 146 skip voru þá komin til veiða á miðunum fyrir norðan og austan land og höfðu fengið 500 mál og tunnur og þaðan af meira, en á sama tíma í fyrra höfðu aðeins 38 skip náð því marki. Fjögur skip voru með meira en 3000 mál og tunn- ur, og aflahæsta skipið var Jör- undur frá Akureyri með 3600 mál og tunnur, og hann hefur bætt miklu við síðan. ☆ í vikunni sem leið var talsverð síldveiði, eins og áður var sagt, og mikið saltað flesta daga vik- unnar, en sums staðar háir fólks- ekla. Stundum var mikil þröng á söltunarstöðvunum svo að mörg skip komu afla sínum að- eins í bræðslu og sum urðu að Framhald á bls. 8 Glæsilegt íþróttasvið Síðastliðinn fostudag var tekið til afnota hér í borginni um- fangsmikið og glæsilegt íþrótta- svið (Stadium), er teljast má ein hin mesta borgarprýði; er lýsing öll svo vel úr garði gerð, að um hánótt er alt sem dagbjart væri; feykilegur mannfjöldi var við- staddur athöfnina og var þar samankomið margt stórmenna á vettvangi bæjar- og fylkismál- efna; hátíðin fór fram undir um- sjá Shriners-reglunnar og rann ágóðinn af samkomunni í spítala sjóð fatlaðra barna. To the Far East Vinnur sér íþrótta- og nómsframa Allan Fredriksson Allan B. Frederiksson, son of Rev. and Mrs. . Fredriksson of Glenboro, Man., has been called to the far east, Japan and Korea. Allan has taken two years of college at the North Dakota School of Forestry at Battineau, N. D. He was called to service in the U. S. army last fall and has completed a course of field train- ing and field artillery leader’s course in the fifth armored di- vision at Camp Chaffee, Ark. Out of 57 who took the course, Allan stood third. He is called to serve from nine to sixteen months overseas. On his return, he intends to finish his education at the University of Denver. He is vacationing with his parents at Glenboro. J. Fredriksson Alkunnugt er það, hver áherzla er lögð á íþróttir á amerískum háskólum. Er það því algengt, að námsmenn þeirra geti sér mikið orð fyrir fræknleik í einni eða fleiri íþróttagreinum; hitt er, hins vegar, sjaldgæfara, þó að þess séu mörg dæmi, að hinir fremstu íþróttamenn háskólanna séu námsmenn að sama skapi. Það verður þó með sanni sagt um Kenneth Jóhannson, er 9. júní síðastliðinn útskrifaðist af ríkis- háskólanum í Norður Dakota (University of North Dakota), og bæði hafði verið einhver allra snjallasti hoc£ey-leikari, sem háskólinn hefir átt á að skipa, og jafnframt reynst ágætur námsmaður. Kenneth Jóhann Jóhannson, því að svo heitir hann fullu nafni, er fæddur 6. okt. 1930 í Ednmnton, Alberta, sonur þeirra Jóhanns T. Jóhannson (d. 1948) og fyrri konu hans, Þuríðar Mag- núsdóttur Sigurðssonar, hins góðkunna fræðimanns að Storð í Nýja-íslandi. En Thelma, stjúp- móðir Kenneths, er gengið hefir honum í móðurstað, er dóttir hins kunna athafnamanns, Árna Eggertssonar fasteignasala. Kenneth hlaut miðskóla- menntun sína í Edmonton, stund- aði síðan nám á ríkisháskólanum í Norður Dakota um fjögurra ára skeið, og brautskráðist þaðan nú í júníbyrjun, eins og fyrr getur. Hlaut hann menntastigið „Bachelor of Science in Educa- Ávarpsorð G. L. Jóhannsonar ræðismanns á íslendingadeginum á Gimli, 3. ágúst Herra forseti, virðulega Fjallkona, Campbell forsætis- ráðherra, aðrir góðir gestir og íslenzkir samferðamenn: Mér er það sérstakt ánægju- efni, að vera viðstaddur þennan fjölmenna mannfögnuð hér í dag og flytja ykkur hjartfólgnar árnaðaróskir forseta íslands, ís- lenzku ríkisstjórnarinnar og ætt- þjóðar okkar í heild; á hátíðleg- um stundum sem þessari, hverfa fjarlægðirnar og við sameinumst öll um „upprunans heilögu glóð.“ Nú verða senn liðin áttatíu ár frá þeim tíma, er öndvegissúlum íslenzku frumherjanna skolaði á land við Víðinegtangann í ná- munda við þennan vingjarnlega bæ; frá þeim tíma hefir af eðli- legum ástæðum djúptæk breyt- ing orðið á kjörum og lífsvið- horfi íslenzka kynstofnsins hér um slóðir; flestir landnemanna hafa nú safnast til feðra sinna eftir merkilegt brautryðjenda- starf og nú eru það niðjar þeirra, sem erfðu landið, sem halda dag þennan hátíðlegan, og gera vafalaust lengi k enn; þar sem mannrækt og óðalsrækt fall- ast í faðma skapast umhverfi, er fegrast þess meir, sem ár og aldir líða. íslendingadagurinn er þjóð- ræknisleg stórhátíð, sem styrkir oss í trúnni á eilífðargildi ís- lenzkrar tungu og hvetur til samtaka um fullvernd hennar í hinu vestræna dreifbýli; í þessu efni er ekki um neina fórn að ræða, heldur sjálfsagða skyldu. Ég vil grípa þetta tækifæri til að bjóða velkominn prófessor Finnboga Guðmundsson og far- fuglahópinn, sem hann safnaði saman og fór með til íslands í öndverðum júnímánuði síðast- liðinn, og ég vona, að með þess- ari ferð hefjist nýtt tímabil til eflingar hinu menningarlega sambandi milli íslendinga vest- an hafs og austan. Ég vil enn- fremur eigi láta hjá líða að fagna séra Einar Sturlaugssyni, sem nú hefir í fyrsta skipti sótt okkur heim; hann er okkur aufúsu- gestur og kunnur af hinni höfð- inglegu blaða- og tímaritagjöf til Manitobaháskólans; og síðast en ekki sízt, vil ég bjóða vel- kominn hinn mikla trúnaðarvin íslenzkrar menningar, prófessor Watson Kirkconnell, sem allir íslendingar standa í svo djúpri þakkarskuld við. Að svo mæltu óska ég íslend- ingadeginum og öllum öðrum þjóðræknissamtökum o k k a r blessunar í bráð og lengd. Mr. Chairman, Ladies and Gentlemen: As Consul of Iceland it is my privilege and pleasure to extend to this magnificent gathering sincere greetings and good wishes from the President and Government of Iceland coupled with the hope that the Icelandic people may for many years to come honor with joy and re- spect their cultural heritage. Wishing you one and all a happy day. Kenneih Jóhann Jóhannson tion and Bachelor’s Diploma in Teaching.“ Aðalnámsgrein hans var íþróttafræði („Physical Education”), en náttúruvísindi aukagrein. Útskrifaðist hann með heiðri í sérgrein sinni og hlaut einnig ágæta aðaleinkunn. Er það þeim mun frásagnarverð- ara, þegar í minni er borið, að hann vann að miklu leyti fyrir sér jafnframt námi sínu. Á háskólaárum slnum varð Kenneth fljótt kunnur fyrir mikla frækni sína í hockey-leik, enda var hann síðasta skólaár sitt kjörinn formaður hockey- leikflokks háskólans; fluttu bæði hið víðlesna dagblað í Grand Forks (Grand Forks Herald) og vikublað háskólans, sem og mörg önnur blöð, margar frásagnir um snjallan leik hans, og töldu hann framarlega í hópi hockey-leik- ara meðal háskólastúdenta í Bandaríkjunum. Hann var einn- ig knattspyrnumaður góður. En eins og einkunnir hans sýna, sló hann þó eigi slöku við námið. Hlaut hann að verðleikum á háskólaárum sínum margvísleg- ar heiðursviðurkenningar. Var meðal annars kosinn félagi í heiðursfélagi þeirra námsmanna, er íþróttafræði stunda; einnig einn af 15 úr flokki hinna mörgu stúdenta, sem brautskráðust samtímis honum, er kjörnir voru í “Who’s Who” háskóla- stúdenta; og ennfremur kosinn félagi í “Blue,” en þann heiður hljóta þeir einir, sem staðið hafa sig óvenju vel í námi og verið jafnframt forustumenn í félags- lífi háskólastúdenta. En Kenneth hafði bæði verið forseti Fulltrúa- ráðs sambýlishúsa stúdenta (President Inter-Fraternity Council) og vara-forseti árgangs síns (Senior Class) á háskólan- um. Ber það einnig vitni þeim víðtæku vinsældum, sem hann átti að fagna innan háskólans og utan. Er hann um allt hinn mesti efnismaður, prúður og hægur í framkomu, en þéttur fyrir, þegar því er að skipta. Sýndi það sig hvorttveggja í hockey-leik hans, því að hann háði leikinn af miklu kappi, en jafnframt svo drengilega, að oft var til þess tekið í blaðafrásögnum. Fylgja Kenneth, er hann hefir nú lokið háskólanámi sínu, góð- hugur og heillaóskir kennara hans og skólafélagaf og fjöl- margra annarra, sem honum hafa kynnst. Landar hans mega vera hreyknir af íþróttafrækni hans og námsferli á háskólaárun- um. En vel er þegar atgervi handa og anda fylgjast að. RICHARD BECK

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.