Lögberg


Lögberg - 10.09.1953, Qupperneq 2

Lögberg - 10.09.1953, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 10. SEPTEMBER, 1953 65 ÁRA í DAG: Alexander Jóhannesson, prófessor Bækur greina svo frá, að prófessor Alexander Jóhannes- son Háskólarektor sé 65 ára í dag. Mun því eigi verða í móti mælt. Hann hefur því náð þeim áfanga aldurs, er íslenzkum em bættismönnum er vitaður til að draga sig í hlé frá ríkisþjónustu og setjast í helgan stein, ef svo mætti verða. En hver sem þekkir prófessor Alexander, hið óbil- andi starfsþrek hans, andlegt fjör og áhuga, hann mun ekki láta sér til hugar koma, að hann láti áratöluna eina skera úr um starfsháttu sína og athafnir. Þar mun orka ráða, en eigi aldur. í meira en hálfan fjórða ára- tug hefur prófessor Alexander verið þjóðkunnur maður, í fyrsta lagi sem kennari við æðstu menntastofnun þjóðarinnar, öðru lagi sem afkastamikill vís- indamaður í fræðigrein sinni og loks sem framkvæmdamaður á ýmsum sviðum og forvígismaður nytjamála bæði innan Háskólans og utan. Prófessor Alexander varð magister í þýzkum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla árið 1913. —Tveim árum síðar varði hann doktorsritgerð í Halle í Þýzkalandi um Meyna frá Orle- ans eftir þýzka stórskáldið Schiller. Sama ár hvarf hann heim og gerðist einkakennari við Háskóla íslands í íslenzkri og germanskri málfræði. Árið 1925 varð hann docent, en prófessor ordinarius árið 1930. Allan þann tíma, sem hann hefur starfað við Háskólann hefur hann kennt málfræði, og eru allir þeir, sem útskrifazt hafa úr norrænudeild- inni frá upphafi, nemendur hans í þeirri grein. Sjálfur hefur hann síaukið þekkingu sína og fært út kvíarnar á sviði hinnar hærri málvísinda, einkum samanburð- armálfræðinnar, og hafa nem- endur hans óspart notið þess. Eru kennslugreinar hans fyrst og fremst málfræði íslenzkrar tungu og germanskar forntung- ur, en auk þess lestur og skýr- ingar dróttkvæða. — í þessum greinum opnast hinum lærða málfræðingi alls staðar vegir til að bera saman ýmsar tungur og rekja uppruna og skyldleika orð- anna allt til rótar, til hins indó- evrópska frummáls, er talað var, áður en tungur greindust. Vér minnumst enn þeirra kennslu- stunda, er dr. Alexander, en svo nefndum vér hann ávallt nem- endur hans, leiddi oss sér við hönd um víðar lendur tungunn- ar, unz orðin urðu gagnsæ og merking þeirra blasti við ljós og skýr. Víða var við komið og margt að skoða. Hugurinn fylgdi hinum víðförla leiðsögumanni á vit löngu horfinna lýða og kynntist síðum þeirra og menn- ingu, eins og hún birtist í orðun- um, sem þeir báru sér á tungu. Vér skynjum hið mikla samband milli þess, sem var, og þess, sem er, tengslin miklu milli tungu og menningar þjóða. Þannig liðu kennslusfundirnar oftsinnis, án þess að ver vissum af. Hin svip- þurra ásýnd málfræðibókanna hýrnaði öll og varð jafnvel vin- gjarnleg í augum bókmennta- og sögusérfræðinganna á þeim stundum, hvað þá í augum þeirra, sem höfðu málfræðina að sérgrein og meira kunnu. í nánu sambandi við kennslu- starf prófessors Alexanders í Háskólanum standa hin miklu ritstörf hans og vísindastörf á sviði íslenzkrar og germanskrar málfræði, enda eru fyrstu bækur hans um þau efni ritaðar sem kennslubækur, að minnsta kosti öðrum þræði. Svo er um rit hans F rumnorr æna málfraeði 1920, sem er brautryðjandaverk í sinni grein, gefin út á þýzku þremur árum síðar, og íslenzka lungu í fornöld 1923—24, er notuð hefur verið síðan sem kennslubók í norrænudeild Há- skólans. Á næstu árum rak hvert Alexander Jóhannesson ritið annað, þar sem hann tekur til meðferðar ýmsa þætti ís- lenzkrar málfræði: Hugur og lunga 1926, Die Suffixe im Is- landischen (Viðskeyti í íslenzku) 1927, Die Komposiía im Islandis- chen (samsett orð í íslenzku) 1929 og Die Mediageminata im Islandchen (Tvöfölduð eða lengd linhljóð (bb, dd og gg) í íslenzku) 1932. Eftir þessa lotu verður langt hlé, því að árið 1930 hófst próf. Alexander handa um það stórvirki að semja upprunaorða- bók íslenzkrar tungu, harla tíma- frekt verk og vandasamt, sem ekki var á neins íslenzks manns færi annars en hans. Við þetta starf hefur hann stöðugt fært út rannsóknarsvið sitt og aukið þekkingu sína á enn fleiri tungu- málum, ekki aðeins innan hins indóevrópska málaflokks, held- ur einnig kynnt sér ýmsar „óskyldar" tungur. Jafnframt hneigðist hugur hans meira og meira að því að grafast fyrir sjálfan uppruna tungumálanna, gera sér grein fyrir því, hvernig mál varð í öndverðu til. Eru niðurstöður hans í stuttu máli þessar: „Mál frummannsins er því upprunalega samsett og myndað af þrennskonar efniviði 1) hljóðum, er táknar látæðis- hreyfingar, 2) geðshræringa' hljóðum og 3) hljóðum, sem eru eftirhermur á náttúruhljóðum“ — (Um frumtungu Indógermana o. s. frv., bls. 152). Þessa kenn- ingu sína hefur prófessor Alex- ander stutt með mörgum rökum og miklum lærdómi og ritað um hana bækur og ritgerðir bæði á íslenzku og erlendum málum. Helztu rit hans um þessi efni eru þessi: Um frumlungu Indóger- mana og frumheimkynni 1943, fimm ritgerðir í tímaritinu „Nature“ á árunum 1944—50, Origin of language (Uppruni tungumála) 1944 og Geslural origin og language — (Látæðis- uppruni tungumála) 1952. Með ritum þessum hefur prófessor Alexander gerzt einn af sterk- ustu forvígismönnum látæðis- kenningarinnar, enda er hann viðurkenndur sem einn hinna lærðustu samanburðarmálfræð- inga, sem nú eru uppi. Mesta verk hans er þó orðabók sú, er vér áður gátum, um uppruna íslenzkrar tungu, er hann vann að um tveggja áratuga skeið. Hún er nú að koma út, prentuð suður í Svisslandi, mikið rit. Fyrir vísindastörf sín hefur prófessor Alexander hlotnazt margs konar heiður. Hann er félagi í mörgum vísindafélögum og hefur hlotið heiðursmerki fleiri en vér kunnum að nefna. Honum hefur verið boðið í heim- sóknir til erlendra háskóla til fyrirlestrahalds, og eitt missiri (1935) kenndi hann t. d. við há- skólann í Utrecht í skiptum við v. Hamel prófessor. En um leið og prófessor Alexander hefur þannig aflað sér verðskuldaðs frama, hefur hann jafnframt gert heimagarðinn frægan, hinn unga íslenzka háskóla, sem hann hefur helgað starfskrafta sína. Svo mætti virðast sem störf þau, er nú var stuttlega lýst, væri ærið nóg verkefni, og margur þættist góður af slíku verki, þótt eigi kæmi annað til. En prófessor Alexander er eigi einnar handar maður um afköst. Hann er hinn mesti áhugamaður um verklegar framkvæmdir og ýmis menningarmál, svo sem al- þjóð er kunnugt. Enn má það muna, er hann gerðist forgöngu- maður að stofpun Flugfélags Is- lands h.f. árið 1928 og var fram- kvæmdastjóri þess í þau þrjú ár, sem það starfaði. Sú merkilega tilraun fór að vísu út um þúfur vegna féleysis og annarra erfið- leika, en þar var íslendingum það sýnt, hvað koma skyldi. — Um þá starfsemi og flugmál al- mennt ritaði prófessor Alexander skemmtilega bók í lofli árið 1933. Mest og nytsömust verklegra framkvæmda hans mun þó mega telja störf hans að byggingar- málum Háskólans. Hann kom í framkvæmd byggingu gamla Stúdentagarðsins árið 1934. Það sama ár hafði hann forgöngu um stofnun Happdrættis Háskóla íslands og var formaður þess 1934—40, en síðan í stjórn þess. — Einnig var hann formaður bygg- ingarnefndar Háskólans, sem tókst að koma upp nauðsynleg- ustu húsum handa stofnuninni með miklum myndarbrag At- vinnudeildinni 1937, Háskóla- byggingunni sjálfri 1940 og nýja Stúdentagarðinum nokkru síðar. Þótti mörgum þessar fram- kvæmdir ganga kraftaverki næst á þeim tímum og var að verðugu mjög þakkað prófessor Alexander, bjartsýni hans, dugn- aði og ráðvísi. Samstarfsmenn hans í Háskólanum hafa líka kunnað að meta þessa góðu for- ingjahæfileika hans með því að fela honum hvað eftir annað æðstu stjórn innan stofnunar- innar. Hann var rektor Háskól- ans 1932—35, 1939—42 og 1948 og síðan (endurkjörinn 1951). Hefur hann verið miklu lengur rektor en hver annarra eða í samtals 11 ár. Mörg fleiri merk mál hefur prófessor Alexander látið til sín taka og lagt þeim liðsinni, þótt hér verði eigi talin. Er það al- manna rómur, að hverju því máli sé vel borgið, sem hann vill beita sér fyrir og tekur að sér. En svo ágæt sem frægð er og afrek stór, trúum vér, að mann- kostir séu þeim meiri. Er þeim mönnum vel farið, sem hvort- tveggja prýðir. Prófessor Alex- ander er í hópi þeirra gæfusömu manna, mannkostamaður, dreng- skaparmaður. — Hann reyndi ég svo í öllum hlutum. --------- Prófessor Alexander Jóhannes son er fæddur á Gili í Borgar- sveit í Skagafirði 15. júlí 1888. Foreldrar hans voru Jóhannes sýslumaður Ólafsson og kona hans Margrét Guðmundsdóttir prests í Arnarbæli Einarssonar Johnsen. Kona hans er Heba Geirsdóttir vígslubiskups á Akureyri, Sæmundssonar. Guðni Jónsson —VISIR, 15. júlí Nýir landnemar á íslandi Sáð fræi planina, sem vaxa í Alaska Vísir tekur sér það bessaleyfi að birta eftirfarandi fróðleik, sem birtist í ársriti Skógræktar- félags íslands: Haustið 1945 var safnað fræi af nokkrum plöntum, er uxu á strönd Collegefjarðar, sem skerst inn úr Prins Vilhjálmsflóa á miðri suðurströnd Alaska. Stað- urinn, sem fræinu var safnað á, er skammt norðan við 61. breidd- arbaug, og er veðurfar svipað og hér á Suðurlandi. Sumar þessara platna hafa dafnað ágætlega, og má því gera ráð fyrir að þær geti ílenzt. Hér skal greint frá þrem þeirra, er beztum þroska hafa náð. Lupinus noolkaíensis vex víða um suðurhluta Alaska, bæði í fjöru rétt við sjávarmál og eins í rökum skógarrjóðrum. í College- firði var um 3—4 metra breitt lúpínubelti eftir endilangri fjör- unni í skógarjaðrinum. Utan lúpínubeltisins var álíka breitt melgresisbelti, en þar fyrir utan strjáll saltvatnsgróður. Úr belti þessu var tekin rúmlega mat- skeið af fræi og einn rótarhnaus í september 1945. Fræinu var sáð að Tumastöðum 1946 en hnausnum var plantað í Múla- koti. Mest af fræinu spíraði ekki fyrr en 1947, og þegar plönt- urnar voru komnar nokkuð á legg voru þær fluttar í Múlakot 1950. Þar fór þeim ágætlega fram og báru þær fræ samsumars og ávalt árlega úr því. Árið 1951 og einkum 1952 voru lúpínuhnausar fluttir ofan á Þveráraura, í girðingu, sem sett var upp fram undan Múlakoti og Eyvindarmúla. Plönturnar báru þegar fræ, og hafa þær nú sáð sér hvarvetna umhverfis hnaus- ana. Hér á landi er lítið um belg- jurtir, en æskilegt væri að geta látið þær vaxa hér sjálfsánar, því að þær afla sér köfnunar- efnis úr loftinu, og bæta því mjög allan jarðveg. Þessi lúpína virðist kunna vel við sig, því að hún ber þroskuð fræ frá því síðast í júlí og fram í september. Eru því miklar líkur til, að hún geti orðið til nytja. Elymus mollis, melgresisteg- und, sem svipar mjög til íslenzka melsins. Tegundin vex, eins og áður getur, í fjöruborðinu á ströndum Alaska. Víða vex hún í fjörugrjóti án þess að mynda sandhóla eða þúfur. Fræi af þess- um mel var safnað 1945 í Col- legefirði og sáð í Múlakoti. Hefir það vaxið afar ört. Plönturnar voru allar fluttar í girðinguna á Þveráraurum 1951. Árið 1950 var líka safnað fræi af þessari teg- und á Montague-eyju. Rubus spectabilis. Þessi klung- ur-runnur nefnist Salmon berries á ensku máli, og af athugunar- leysi hefir nafnið laxaber fest við hann hér, en slíkt nafn er óhæft. Plantan vex hvarvetna um skógana í Collegefirði, þar sem nægilegt ljós kemst í gegn um þykknið. Hún ber rauð blóm og fagurrauð stór ber, sem eru mjög ljúffeng. Plantan breiðist mjög út með rótarskotum. Hún hefir borið þroskuð ber í Múla- koti. Hún vex ágætlega í görðum í Reykjavík og hafa nú margir fengið þessa plöntu til ræktunar. —VÍSIR, 13. júlí Ekið í fyrsta skipti fró Vatnseyri til Reykjavíkur Ferðin iók aðeins 26V2 klsi. þráii fyrir miklar iorfærur Klukkan hálfsjö í gærkvöldi kom hingað til bæjarins í Willys Overland Station jeppa ferðafólk frá Patreks- firði, en þaðan var lagt af stað kl. 4 í fyrradag, og er þetta í fyrsta skipti, sem bifreið er ekið frá Patreks- firði alla leið hingað. Ferðamennirnir voru Bjarni Guðmundsson héraðslæknir á Patreksfirði og börn hans tvö, Guðmundur, stud. med., og Sig- ríður. Var Guðmundur bifreiðar- stjóri í ferðinni. Hefir Vísir átt viðtal við Guð- mund og fengið hjá honum eftir- farandi upplýsingar um ferða- lagið: — Tvívegis mun hafa verið farið í bifreið til Patreksfjarðar um þær slóðir, sem nú var ekið um í fyrsta skipti alla leið til Reykjavíkur frá Patreksfirði. — Eins og kunnugt er, hefir verið miðað að því um mörg ár, að koma Patreksfirði í samband við aðalvegakerfi landsins, eða í meira en tug ára, ef miðað er við vegaframkvæmdir, sem byrjað var á frá Patreksfirði. í hitt eð fyrra var hafizt handa um nýtt átak og ruddur vegur yfir Þing- mannaheiði og að Vattarfirði, en í fyrra sumar var rutt þaðan inn undir Skálmardal og sá kafli fullgerður að miklu leyti. Um þennan vegarkafla var ekið í ferðinni, en því næst var ekið eftir reiðveginum á kafla og um vegleysur. Urðum við að taka á okkur krók inn fyrir Krókavatn, en það mun vera um 5 km. vegalengd, og svo niður Kletts- háls eftir reiðveginum, en á köfl- um varð að fara vegleysur, og fyrr á leiðinni urðum við að krækja fyrir torfærur. Yfir Kollafjörð var ekið á leirum. Komum við að Kletti um miðja nótt og vöktum upp og fengum leiðsögn kunnugra manna þar yfir leirurnar og út undir Eyri, en þar tekur við ruðningur að austanverðu frá. Ókum við svo viðstöðulaust á- fram að Bjarkarlundi, skammt frá Kinnarstöðum. Hölluðum við okkur útaf þar í bílnum um 1 klst., en stutta viðdvöl höfðum við haft á nokkrum stöðum, til að fá okkur hressingu. Það var um kl. 8 í gærmorgun, sem við komum að Bjarkarlundi. — Hingað til Reykjavíkur var kom- ið kl. hálfsjö í gærkvöldi og tók ferðin 26 Vz klst. Nokkrar tafir urðu við það, að fara þurfti úr bílnum í athugunarskyni og nið- ur Klettsháls t. d. varð að ganga með bílnum alla leið niður háls- inn. — Ferðin gekk að óskum og varð okkur til mikillar ánægju. Til viðbótar því, sem að ofan segir um bifreiðina, er notuð var í ferðinni (B-10) skal tekið fram, að þessi tegund (Willy’s sendi- ferðabílar) hafa Hurricane- hreyfla af nýrri gerð, 72 ha. —'VISIR, 31. júlí Approximately 1,000 Royal Canadian Army Cadets from Manitoba, Saskatchewan and Northwestern Ontario have been undergoing training at Dundurn, Sask., this month. Approximately 50% of the cadets will continue, their training until August 20th. One of the most popular courses being taken by the cadets is driving and maintenance. Above a group of cadets take a class in the workings of a combustion engine. A special cut away tractor is used to provide graphic illustration for the cadets during their lectures. Members of the class are, left to right: Cadet Graham Woodward of Killarney, Man.; Cadet Lloyd Von Spercken of Portage la Prairie, Man.; Cadets Michael and Bruce Rutter, both of Minnedosa, Man.; Cadet Jim Forster and Cadet Cpl. Jerry Hattilid, both of Portage la Prairie, Man.; and Lt. L. J. Bush, assistant cadet training officer and instructor, of Regina, Sask. —(National Defence Photo) Altarið þitt Sagt er, að Forn-Grikkir hafi byggt í einhverjum helgidómi níu ölturu, sem öll voru helguð sérstökum guðum, sem þeir áttu sagnir um. En einhver óljós þrá í brjósti þeirra leitaði lengra en þessar sagnir. Þess vegna byggðu þeir tíunda altarið og helguðu ó- þekktum guði, ef verið gæti, að einhver guð væri til ennþá voldugri en hinir níu. Þessi forna sögn er ekki fjarri nútíðinni. Börn tuttugustu ald- arinnar helga líf sitt mörgum guðum og byggja þeim ölturu, sem leitað er við og fórnað á hverjum degi. Þau krjúpa fyrir guðum auðs og frægðar, met- orða, nautna, skemmtana og valda. Og yfir sumum ölturum hanga stjörnur leiklistar og kvikmynda, sem gæti heitið bíó- guð, jass-guð og atom-málverka- guð. En innst í sál þessara síglöðu, áhyggjulausu barna, eða döpru, leitandi sálna vakir glitrandi uppspretta, eins og kaldavermsl í klaka. Og þessi vökula þrá, þessi streymandi sytra hvetur til að reisa eitt altarið enn. Þótt yfir því hangi engin mynd, að- eins óljós birta, ofurlítið morgun roðabros, þá er það þetta altari, sem komið er að á lífsins stærstu og þyngstu stundum, þegar tár blika á vanga og brosin hverfa inn í heima vonbrigðanna. En oft eru börn nútímans viss um, að nú hafi þau fundið þann Guð, sem þetta altari er helgað. Og þá er þar mynd af Hitler eða Stalín, Eisenhower eða Churchill, einhverjum hinna miklu stjórnmálaleiðtoga lífs eða liðnum. En sjaldan er sú mynd lengi yfir altarinu, þótt manndýrkun sé eitt helzta og hættulegasta einkenni nútímans. Og vel má fullyrða að stjórnmálastefnur eru látnar fylla út í hið auða tóm, sem verður í sál þeirri, sem gleymir trúrækni og helgi, gleymir eða vanrækir einn meginþátt mannlegs þroska, trúartilfinningu sinni og full- komnunarþrá. Hvað er yfir tíunda altarinu þínu, þessu, sem hin dulda, djúpa þrá hjarta þíns knúði þig til að reisa? Þar gæti ljómað morgundýrð hins góða, sanna og fagra, þess Guðs, sem göfgustu hjörtun og hreinustu hugirnir hafa nefnt föður. Tilbeiðsla við það altari eflir þig til átaka í hverri raun, sigurs í hverri baráttu, gefur þér ljós í myrkri og yl í frosti ein- stæðingsskapar og örvænis. En verði þetta altari í helgi- dómi sálar þinnar aldrei helgað af morgunroða hins eilífa dags, sem einn mun gefa mannkyni öllu og mannslífi hverju frið, frelsi og fögnuð, þá verður allt Kf þitt harmleikur. En jafnvel í þeim harmleik getur þú fundið geislana, sem bregða ljóma yfir altari hins óþekkta Guðs, sem er að leita þín í ljósi dagsins, ham- ingju ástarinnar, fegurð lista- verksins, en líka í húmi nætur- innar, sársauka saknaðarins og solli nautnanna. Komdu að altari hins óþekkta Guðs, sem helgustu strengir hjarta þíns þrá. Og þú finnur hinn æðsta unað. Árelíus Níelsson —TÍMINN, 19. júlí

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.